Dagur - 29.05.1971, Blaðsíða 5

Dagur - 29.05.1971, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Rkstjóri og ábyrgðarmaður: ERUNGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. B-listinn hefur byr FRAMSÓKNARFLOKKURINN er eini stjórnmálaflokkurinn, sem geng- ur óskiptur og einhuga til kosninga. Þetta er forystumönnum hinna flokk- anna vel ljóst, og þess vegna reyna |>eir að koma af stað þeim orðrómi, að viðtöl stjórnar SUF við Hannibal- ista á sínum tíma væri klofningsstarf- semi. Má vera, að þeir hafi sjálfir tal- ið sér tru um, að svo væri, enda mæla börn sem vilja. En sú óskhyggja and- sta:ðinga var fljótt kveðin niður, er Iiáð var flokksþing Framsókx>ar- manna og ljóst varð, að ungir Fram- sóknarmenn tóku öflugan þátt í kosn- ingabaráttu flokksins. Það voxu Hannibalistai’, sem á sínum tíma ósk- uðu eftir viðiæðum. Það hefði verið hvalreki á fjörur hinna flokkanna, ef komið hefði í Ijós óeining í Framsóknai'flokknum, því að sjálfir eiga jiessir flokkai-, og hafa um nokkum tíma, átt við al- varleg innri átök að stríða. Söguleg- ust eru þau átök í Alþýðubandalag- inu, þar sem beinlínis er um fonn- legan klofning að íæða og tveir Al- þýðubandalagslistar fram lagðir í sjö kjöidæmum: G-listar og F-listai'. I Alþýðuflokknum varð uppieisn í fyrra, eftir ófaiiraar í bæjarstjóinai- kosningunum, og í Sjálfstæðisflokkn- um stóð yfir í allan vetur styijöld milli forystumanna. Af þessum ástæðum og vegna hinn- ar skýru og afdi'áttarlausu stefnu í meginmálum, sem Fiams.fl. hefur maikað á Alþingi, hefur hann nú góðan byr í kosningabaiáttunni. Því verður ekki neitað, að í nokkrura kjördæmum hefur hann möguleika til að vinna ný þingsæti. Þar sem svo stendur á, að Framsóknarflokkurinn hafi sums staðar mikið af afgangs- atkvæðum við síðustu kosningar, eins og Verkamaðurinn hefur íétti- lega bent á, hlýtur það að vera aug- ljóst mörgum stjómarandstæðingum, að ömggasta ráðið til að losna við hina mörgum leiðu ríkisstjóm og koma fram úttekt á hinu hraðvax- andi ríkisbákni, er að bæta svo miklu við þessi afgangsatkvæði Framsókn- arflokksins fi-á síðustu kosningum, að sú viðbót nægi til að koma Fram- sóknarmanni í baráttusæti á þing. Þetta er t. d. augljóst liér í Norður- landskjördæmi eystra. Hvorugt Al- þýðubandalagsbrotið hér, F- eða G- listinn, er líklegt til að geta fengið mann kjörinn. En þeir, sem veitt hafa Alþýðubandalaginu *lið og myndu enn veita, ef það væri óklofið, eiga þess kost að stuðla að því, að Jónas Jónsson verði kosinn en ekki stjóm- aimaðurinn Bragi Sigurjónsson. Ýms- ir óánægðir Alþýðuflokksmenn telja líka, að vonin í uppbótarsætinu sé nóg handa Braga. □ Unga fólkiá kef ur oráiá Ingvar Baldursson INGVAR Baldursson, plötu- smiður og formaður Félags ungra Framsóknarmanna á Ak- ureyri, leit nýlega inn á skrif- stofur blaðsins, sem oftar. Þar sem Ingvar hefur ákveðnar skoðanir á ýmsum málum, vörp uðum við að honum nokkrum spurningum. — Finnst þér ungt fólk vera áhugalaust um stjórnmál? — Mér finnst ungt fólk hafa of lítinn áhuga á félagsmálum yfirleitt og þar með stjórmnál- Ingvar Baldursson. um. Ég álít að þetta stafi af of löngum vinnutíma. Fólk er svo þreytt af vinnu, að það gefur sér ekki tóm til að hugsa málin. Svo er heldur ekki nóg gert af því að kynna stjórnmálaflokk- ana. það þyrfti öfluga stjórn- málakynningu og ekki bara rétt fyrir kosningar. — Viltu láta lækka kosninga aldur í 18 ár? — Það væri kannske ekki úr vegi, þegar þess er gætt, að unglingar eru mun þroskaðri 18 ára nú, en áður fyrr og þeim eru lagðar það miklar skyldur á herðar. Því skyldu þeir þá ekki mega kjósa? — Úrbóta niun vera þörf á ýmsum sviðum og hvað viltu helzt nefna í stuttu máli? — Það eru vegirnir. Alveg er óhugnanlegt, hvað við erum vanþróaðir í vegamálum. Hér fyrir norðan eigum við rétt á að fá eitthvað af því fram- kvæmdafé, sem veitt er til vega, en það fer bara allt til höfuðborgarsvæðisins. Akur- eyri er og verður miðstöð flutn- inga í báðar áttir og því er nauð syn að laga vegina hér í kring. Sem dæmi má nefna, að Akur- eyringar komast ekki fram á flugvöll, nema í umbrotafæri yfir „viðreisnarhvörfin“. Það er skýlaus krafa að fá meira af framkvæmdafénu og stór lán til langs tima, til vegabóta. Það er ekki hægt að flytja inn þús- undir bíla á ári og laga ekki vegina, nema á litlum bletti á landinu. 1 sambandi við úrbæt- ur vil ég drepa á, að það er ískyggilegt, hvað fáir vinna að verðmætasköpuninni, en sífellt fjölgar þeim, sem vinna þjón- ustustörfin. Ástaéðan er einfald lega sú, að þjónustustörfin eru miklu betur launuð. Þarna er um algjöra öfugþróun að ræða. — Telur þú ekki nauðsyn- legt að fá nýja ríkisstjórn? — Skilyrðislaust. Það yrði m. a. til þess, að landhelgin yrði færð út bráðlega, sem allir sjá, að er lífsnauðsyn. Ég tel að þessi ríkisstjóm sé búin að sitja 12 árum of lengi, hún hefur staðið við minnst af því, sem hún hefur lofað. Að endingu vildi ég hvetja alla þá, sem vilja fella stjórnina, til að fylkja sér um þann flokk, sem mesta möguleika hefur til þess, Fram- sóknarflokkinn. S. B. Margrét V. Jóhannsd. MARGRÉT Vallý Jóhannsdótt- ir, 22 ára, gift og tveggja barna móðir, býr á Dalvík og hefur starfað sem fóstra þar, síðan hún lauk því námi fyrir tveim- ur árum. Við hittum Margréti að máli fyrir skömmu og rædd- um stuttlega við hana. — Hvernig aðstöðu hefur þú scm fóstra hér? — Aðstaðan ef engin eins og er, en ég hef fengið leigt skáta- heimilið. En vonandi stendur þetta allt til bóta. Aðsóknin hjá mér hefur verið mjög mikil, ég hef haft milli 80 og 90 börn þennan tíma. Ég kalla þetta föndurskóla, því börnin geta lítið annað gert, þegar leiktæki vantar. Annars hefur hrepps- nefndin veitt styrk til leiktækja kaupa og Lionsklúbburinn, en þá vantar liúsnæði undir tæk- in. Ég er eiginlega með þetta allt á hlaupum. — Ætlarðu að halda áfram að hafa ofan af fyrir börnunum hér? — Já, og ég vona, að aðstað- an batni. Það er alveg nauðsyn- legt, að bömin eigi sér einhvern annan samastað en götuna, ekki sízt þegar umferð um Dalvík hefur aukizt mikið vegna Ólafs- fjarðarvegarins. Annars er nú von á að hér komi bráðlega Margrét V. Jóhannsdóttir. lokaður leikvöllur og þá verður þetta strax betra. — Nú átt þú að kjósa í fyrsta sinn til Alþingis í vor. Hefur þú ákveðna stjórnmálaskoðun? — Ekki alveg, en ég er að mynda mér hana. En ég hef þá ákveðnu skoðun, að við eigum að færa út landhelgina sem allra fyrst. S. B. Valtýi Sigurbj arnarson VALTÝR Sigurbjarnarson, Heiði í Ljósavatnshreppi, stund ar nám i M. A. 4. bekk náttúru- fræðideildar og var einmitt að koma úr stúdentsprófi í efna- fræði, þegar blaðamaður Dags hitti hann að máli. Prófið virt- ist ekki hafa tekið verulega á hann og við spyrjum hann því strax fyrstu spurningarinnar: — Hve gamall maður ert þú Valtýr? — Ég er nýorðinn tvítugur, varð það 22. maí. — Þú ert sem sagt fæddur réttu megin við kosningadag- inn. Hvað finnst þér um kosn- ingaaldur? — Ég var samþykkur lækk- uninni úr 21 árs niður í 20 ár, en tel vafasamt að ástæða sé til að lækka hann mikið meira. Um slíkt ætti að mínum dómi að fara fram þjóðaratkvæða- greiðsla innan viðkomandi ald- ursflokka. Ef til dæmis væri um að ræða, að færa kosninga- aldurinn niður í 18 ár, tel ég að kanna ætti vilja fólksins á því aldursskeiði, fyrir lækkuninni. Valtýr Sigurbjarnarson. — Finnst þér ungt fólk vera mjög róttækt í skoðunum núna? — Já, margir hverjir, en mér finnst þó of margir vera of hugsunarlausir og vanabundnir — þannig, að þó eitthvað nýtt komi fram, vilja þeir ekki einu sinni reyna það, t. d. til að sann færast um gildi eða gagnsleysi þess nýja. — Hefur unga fólkið áhuga á félagsfræðilegum viðfangs- cfnum, t. d. því, hvernig þjóð- félag okkar þróast í náinni framtíð? — Já, það finnst mér tví- mælalaust. Það hefur bara oft ekki tækifæri til að kynna sér þau mál eins og það gjarnan vildi. Þeir, sem hafa sýnt áhuga á því, t. d. í M. A. að fá menn til að kynna ákveðið efni eða hugmyndakerfi, hafa stundum orðið fyrir því, að litið er á það sem áróður fyrir viðkomandi aðila, sem aðeins átti þó að vera fræðsla. Þetta bitnaði m. a. á starfsemi „þjóðmáladeildar“ Hugins, sem starfaði í vetur. Hún hafði áhuga á að kynna allar aðalstefnur þjóðmálanna, en sumir fulltrúar þessara skoð anahópa virtust óvelkomnir í skólann. — Hvernig telur þú, að ung- ir, frjálslyndir og hugsandi menn muni verja atkvæði sínu bezt hér í kjördæminu? — Ég tel að þeir eigi tvímæla laust að kjósa Framsóknarflokk inn, einfaldlega vegna þess, að hann á lang mesta möguleika á því að fella ríkisstjórnina, með því að koma hér að 4 mönnum, og þeim flokki er bezt treyst- andi til að mynda stjórn, sem leysir landhelgismálið farsæl- lega. Ég vil láta færa út land- helgina sem allra fyrst. Flokks- brotin, Alþýðubandalag og frjálslyndir tel ég að séu alveg vonlaus, þar sem atkvæðin munu skiptast nokkuð jafnt á milli þeirra. Ég vil líka geta þess hér að lokum, að ég er mjög á móti því, að Alþýðu- flokksmaðurinn komist hér að. Ég er alinn upp í sveit og það er vægt til orða tekið að segja að mér fellur ekki hans mál- flutningur, segir Valtýr að lok- Guðný Anna Theodórsdóttir GUÐNÝ Anna Theódórsdóttir, Austaralandi í Öxarfirði er lærður sjúkraliði og vinnur sem slík á vetrum. Á vorin kemur hún gjarnan heim í sveitina og vinnur að búi fjölskyldunnar yfir sumarið. Við hittum Guðnýju heima á Austaralandi og minnumst meðal annars á ferðamál og skógrækt, en hún hefur brenn- andi hugsjónir á þeim sviðum sem fleirum. Hvert er viðhorf þitt til ferða mála hér um slóðir? Ég tel mjög þýðingarmikið, að við auðveldum ferðamönn- um að njóta þeirrar náttúru- fegurðar, sem er í svo ríkum mæli í héraðinu. Hótel vantar hér uppi í sveitunum og finnst mér sjálfsagt, að skólinn í Lundi verði byggður þannig, að hann henti vel sem sumar- hótel. Það þarf að stórbæta þá vegi sem liggja að fögrum stöð- um beggja megin Jökulsár. Margvíslegri annarri þjónustu þarf að koma á. Sumir vilja fá lánaða hesta, aðrir vilja veiða lax eða silung, skipuleggja má afmörkuð tjaldstæði og fleira mætti nefna, sem við gætum gert fyrir ferðamenn. Þú ert áhugamanneskja um skógrækt? Já, ég var einn vetur í skóla á Hallormsstað og komst í snert ingu við skógrækt. Síðan fór ég í skógræktarferð til Noregs og kynntist þá enn betur þeim töfrum, sem skógrækt og skóg- Ég er bjartsýn. Ég held, að það sé raunverulegur vilji flestra, að eftir kosningar verði mynduð ríkisstjórn, sem gætir hagsmuna landsmanna allra. Framsóknarflokknum treysti ég nú bezt' til að móta þá stjórn. A. G. Kolheimi Sigurbjörnsson KOLBEINN Sigurbjörnsson, skrifstofumaður, hafði svör á reiðupn höndum, þegar blaðið spuyði hann nokkurra spurn- inga: — Finnst þér ungt fólk sýna stjórnmálum áhugaleysi? EF - K ANNSKI - EF Guðný Anna Tlicódórsdóttir. ur býr yfir. Ég vil hvetja alla, sem hafa tök á, að kynnast þessu ræktunarslarfi og leggja sjálf hönd á plóginn. Skógrækt veitir margar ánægjustundir úti í hreinu fjallaloftinu Og get- ur líka forðað mörgum mann-. inum og konunni frá að leita gleðinnar í víni, tóbaki eða öðr-. um eiturlyfjum. En það tel ég gæfu hvers manns að vera. óháður þeim förunautum. Ert þú ánægð með sjúkraliða- starfið? ( • . Já, hjúkrunarstörf eru alltaf* jafn göfug og heillandi. Sl. vet- ur vann ég í Ullevál-sjúkrahús- inu í Osló. Bæði frá starfinu þar og hér heima, á ég margar dýrmætar endurminningar. Hvernig leggjast kosningarn- ar í þig? Kolbeinn Sigurbjömsson. — Nei, ekki beint áhugajeysi, heldur öllu fremur afskipta- leysi. Ung't fólk hugsar um stjórnmál og talar um þau sín á milli, en gerir of lítið að því að koma skoðunum sínum á framfæri. Þetta myndi lagast held ég, éf stjórnmálaflokkarn- ir tækju upp frjálslegri starf- semi, til dæmis stofnaði um- ræðuhópa með ungu fólki. Það ætti að vera möguleiki að út- víkka starfsemi flokkanna, þannig að unga fólkið taki meiri þátt í henni. — Lætur unga fólkið mál- efnin ráða atkyæði sínu? — Mér finnst furðulegt, hvernig sumt fólk getur hugsað sér að kjósa flokk, sem vinnur gegn hugsmunum þess. Til dæmis þegar verkamaður kýs Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er líklega „pabbapólitík", að kjósa það sem áfi og amma og pábbi og ií)amm8 kjósa af gömlum vana. Þannig á ekki að hugsa. Fólk á að kjósa það sem því sjálfu ’finnst rétt, en ekki endi- lega það, sem pabbi vill. r— Er crfitt að stofna heimili á þessum tímum? — Mjög erfitt og þeir sem neyðast til að taka húsnæðis- málastjórnarlán eru þá orðnir þrælar. Þetta eru ein verstu ' ókurlán, sem lögleidd hafa ver- ið í hinum siðmenntaða heimi. V— Landhclgismálið? : 1— ÞvLIytai-sem landhelgin verður færð út, því betra. Ég held að það sé hafísinn fyrir norðan, sem hefur bjargað fisk- stofnunum ..fram að þessu. í framhaldi af því, vil ég segja, að við gerum ekki nógu mikið að því að rækta fisk og þá á ég ekki víð lax. Hér getum við lokað heilum fjörðum og rækt- að í þeim nytjafisk. Fiskur vex Jiraðar ,í . volgu vatni en köldu og við eigum nóg af heitu vatni. Því ekki að veita því i loþaða firði fy.rir .fiskræktina? Þetta ætti ekki að yera erfiðaraJfyrir okkur en Japani og Kínyerja, sem hafa stundað fiskrækt öld- um saman við lélegri skiíyrði en við liöfam. _ . — Kosningarnar? Ég vil bara skora á unga fólk- ið að hugsa rækilega um stjórn málin og setja síðan x-ið fram- an við B-ið. S. B. ÞAÐ er út af fyrir sig alveg rétt, að æskilegast liefði verið, að frá upphafi hefði skapazt full þjóðareining uni landlielgismál- ið. En þar sem svo fór, að ágreiningur varð á milli stjórn- niálaflokka um mjög veigamikil atriði, er að sjálfsögðu ekkert eðlilegra í lýðræðislandi, en að um þessi mál sé fjallað af þjóð- inni sjálfri og henni gefið tæki- færi til að segja sína skoðun á þeim mikilvægu atriðum. Ekk- ert er cðlilcgra cn fólkið sjálft kveði upp sinn dóm, og þá kann c. t. v. svo að fara, að þjóðar- einingin verði meiri en ýmsir balda fram þessa dagana. Það væri synd að segja, að helztu talsmenn stjórjnarflokk- anna hefðu markað skýra stefnu í Iandhelgismálinu. Hvað eftir annað eru þær yfirlýsing- ar ítrekaðar, að EF ásókn er- lendra fiskiskipa aukist á næst- unni, verði núverandi stefna endurskoðuð, kannski í vor, kannski í sumar, kannski í haust, eða á næsta.ári. Og tals- maður utanríkisráðherrans lýsti því yfir í opinberum sjónvarps- umræðum, að hver veit nema reynt verði að tala við Breta þegar vel standi á í sumar og það sé kannski alls ekki víst, þegar allt komi til alls, að Bret- ar kæri sig nokkuð um að vísa hugsanlegum ágreiningi við ís- lendinga til dómstólsins í Haag. Það geti sitt hvað komið í Ijós þegar spjallað verði saman. Öll er þessi stefna næsta óljós, lielzt er að skilja á sumum talsmönn- unum, m. a. cinum endurborn- um leiðtoga stærri stjómar- flokksins, að aðalatriðið sé að bíða, tíminn vinni með okkur og bezt verði að sjá íil hver framvinda málsins yrði. Þannig er komið í Ijós, að þeir sem mest tala um óljósa stefnu annarra í mikilvægum málum, láta sig nú henda að bera á borð harla óljósa stefnu í stærsta sjálfstæðismáli íslend- inga í dag. Það gefst væntan- lega tækifæri til að víkja að nokkrum einstökum efnisatrið- um þessa máls hér í blaðinu á næstunni, en minnzt skal á örfá atriði. ÞJÓÐARÉTTUR í MÓTUN. Þegar að því er fundið að samningarnir við Breta og Þjóð verja hefti með málskotinu til Haag, aðgerðir íslendinga, er stundum sagt, að fslendingar verði að skilja, þeir verði að hlíta lögum og rétti og alþjóða- samningum. En málið er ekki það einfalt. Það er heldur ckki rétt að afgreiða málið á þann hátt, að lýsa yfir þeim sem telji að cngin alþjóðalög séu til um stærð fiskveiðiíögsögu þurfi ekki að óttast, að úrskurður dómaranna í Haag falli ekld okkur í vil. Það þarf varla að ræða þá augljósu staðreynd, að i dag eru ekki fyrir hendi ákveðnar þjóðréttarvenjur, milliríkjasamningar eða for- dæmi sem marka skýrar línur um stærð fiskveiðilandhelgi. Hér er þjóðarétturinn í mótun og eins og önnur lög skapast liann ekki af sjálfu sér eða með tímanum einum eins og sumir hafa gefið í skyn, heldur með athöfnum eða athafnaleysi þeirra ríkja er hagsmuna hafa að gæta. Það er ekki Iangt síð- an að 12 milurnar voru ekki taldar þjóðréttarleg staðreynd, en þessa dagana er hollt að minnast þess, að útfærsla ís- lendinga í 12 mílur á sínum tíma varð beinlínis til þess að ýta undir þá þróun og skapaði þannig beint og óbeint svo- nefnd alþjóðalög. Það er vissu- lcga rétt, að fáum er það nær- tækara en smáþjóðunum að styðja að þróun og virðingu fyr- ir alþjóðarétti, en þá verðum MESTU MÁLI SKIPTIR HVERNIG A ER HALDIÐ. ! Það skiptir því ekki litlú maii hvernig á þessu máli er haldie og hvernig skrefin eru stigin oj af liverjum. Auðvitað er paii vUji allra fslcndinga að takasi megi að ná settu marki, p. t , a. s. fullum og óskoruðum yfii ■ ráðum landgrunnsins og land1 grunnshafsins, en ekld skiptii' litlu máli hvaða leiðir eru þai' farnar. Varla virðist fara a milli mála, að mat Haag-dómstolsin;', lilýtur að byggjast á þeim meg ■ inreglum, sem samkomula,: kann að íakast um a raðstefr ■ Á DAGSKRÁ Heimii Hannesson við að gera greinarmun á því hvort við erum að tala um al- þjóðareglur er snerta t. d. við- urkennd persónubundin rétt- indi á sviði almennra mannrétt- inda eða Iítt mótaðar réttarregl- ur sem enn eru ekki sanmings- bundnar þjóða á milli og þar sem ólíkar aðstæður ráða af- stöðu þjóða. Þar er mikilvæg- ast að gera sér grein fyrir því, að fyrir íslendinga skiptir mestu máli að grípa til aðgerða á meðan sú rétíaróvissa ríkir, sem gert var grein fyrir hér að framan — aðgerða, sem skapað gætu alþjóðalög er viður- kenndu m. a. sérstakar aðstæð- ur strandríkja er hóð væ'ru fisk veiðum. Þar er mikilvægt að fs- lendingar móti stefnu, sem þeir síðan kynna til að afla fylgis og þar vega mest þau rök, að um cr að ræða lífshagsmunamál íá- mennrar þjóðar. unni 1973. Það er því áreiðan • lega rétt stefna, að íslendinga ■ íaki skýra afstöðu fyrir ráð ■ stefnuna með einliliða aðgerð ■ um með stoð í þjóðréttarreglum um sérrétt strandríkja um leiíi og einskis yrði látið ófreistað aíi kynna málstað fslands a erlend ■ um vettvangi. Óhjákvæmilegu" þáttur þessarar sjálfstæðisbai • áttu hlýtur að verða sá að taka liið fj’rsta upp viðræður vio hina erlendu aðila samningsins frá 1961 um brottfall þess samnings. Hvernig sem mál ráðast e ' ljóst, að fyrir dyrum siendu 1 eitt stærsta sjálfstæðismá, landsmanna um langa hrið oi um lcið verðugt verkefni fyri alla þá íslendinga, unga of. aldna, sem íakast vilja á við eiti: vcigamesta utanríldsmal peiri ■ ar kynslóðar, sem scnn teku, við völdum í landinu. B-LISTINN HÉR cru kynntir tveir fram- bjóðendur, er skipa þriðja og fjórða sæti B-listans í kjördæm- Stefán Valgeirsson STEFÁN Valgeirsson, bóndi og alþingismaður í Auðbrekku í Hörgárdal, er fæddur þar 20. nóv. 1918. Foreldrar: Valgeir Árnason bóndi í Auðbrekku og kona hans, Anna Einarsdóttir. Stefán stundaði nám í Hóla- skóla og lauk búfræðiprófi þar árið 1942. Hann stundaði lengi ýmis störf í Reykjavík og á IIK!IIIIIIIIIIIEIIIIIIIIBtllIIIE!K!II!(IlilllEIIIfllI[IEII!fIÍI!fI[miriim F ramLjóSendur kynntir liiuiifiiimiiiiiiiiiiiEiiiEiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiEiitiiimiiiiiiiiimnni kennslu við Menntaskólann Of; Kennaraskólann í Reykjavík. Jónas hefur átt sæti í stjóm Skógræktarfélags íslands síðar. á árinu 1969 og er nú varafor- maður þess. Einnig á hann sæt; í stjórn „Landverndar“, land ■ græðslu- og náttúruverndarsan'. taka fslands, en í nýbýlastjórn Stefán Valgeirsson. Suðurnesjum, var um skeið verkstjóri hjá Reykjavíkurborg, stundaði bifreiðaakstur og öku- kennslu og sinnti verkalýðsmál um og öðrum félagsmálum. Var m. a. um skeið formaður Starfs- mannafélags Keflavíkurflugvall ar, Bifreiðastjórafélagsins Fylk- is og Byggingarsamvinnufélags Keflavíkur. Jafnframt tók hann þátt í félagsbúskap heima á Auðbrekku, en fluttist heim aftur 1962 og tók að gefa sig að búskapnum eingöngu. Hann var um skeið formaður í Félagi ungra Framsóknarmanna í Eyjafirði, en síðar kjörinn formaður í Framsóknarfélagi Eyjafjarðar og er það enn. Hann tók á sínum tíma mikinn þátt í starfsemi æskulýðsfélaga og á Alþingi eiga ungmenna- félögin hauk í horni, þar sem hann er. Hann hefir og látið bindindismálin mjög til sín taka, enda sjálfur eindreginn og ókvikur bindindismaður alla tíð. Árið 1967 var hann kjörinn á þing í Norðurlandskjördæmi eystra og hefur nú setið á fjór- um þingum. Á Alþingi hefur Stefán einkum látið málefni bænda til sín taka, en jafnframt unnið mikið að húsnæðismálum og almannatryggingamálum og átt sæti í nefndum, sem um þau mál fjalla. Hann hefur mikinn áhuga á því, að áhugamenn um landbúnað og verkalýðsmál vinni saman, enda hefur hann langa reynslu í félagsmálum á báðum þeim sviðum. í hafís- nefnd vann hann gott starf, sem margir minnast. Hann á nú sæti í bankaráði Búnaðarbankans, til þess kjörinn á Alþingi. Kona Stefáns er Fjóla Guðmunds- dóttir frá Böðmóðsstöðum í Laugadal. □ Jónas Jónsson JONAS Jónsson, ráðunautur frá Yztafelli, 1. varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norður- landskjördæmi eystra, er fædd- ur að Yztafelli í Suðúr-Þing- eyjarsýslu 9. marz 1930. For- eldrar: Jón Sigurðsson, bóndi þar og rithöfundur, og kona hans Helga Friðgeirsdóttir. Hann lauk stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri árið 1952 og búfræðiprófi á Hólum 1953. Stundaði síðan nám við búnaðarháskólann í Ási í Nor- egi og lauk kandidatsprófi þar árið 1957. Var kennari við Bændaskólann á Hvanneyri 1957—63. Námsdvöl við háskóla og tilraunastöðvar í Bretlandi 1961—62. Á árunum 1963—66 starfaði Jónas hjá Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins sem sér fræðingur í jarðrækt, en gerðist jarðræktarráðunautur hjá Bún aðarfélagi íslands árið 1966. Hefir verið það síðan, en auk þess haft með höndum stunda- Jónas Jónsson. !l var hann kjörinn á Alþingi 1967 og hefur átt sæti þar síðan. í nefnd til endurskoðunar laga um sandgræðslu 1964 og endu ■ skoðunar laga um Stofnlár; ' deild og Landnám ríkisins, fo' ■ maður Félags Þingeyinga 1 Reykjavík 1968—71. X stjóm Bandalags háskólamanna 1966 70. Hann sat á Alþingi um þriggja mánaða skeið árið 19GQ og aftur um tíma á sl. þingi og' flutti þar merk mál, sem kunn ■ ugt er. Aðal áhugamal hans ern atvinnumálin og þá einkum landbúnaðarmálin og jarðræk: ■ in, landgræðsla, skógrækt •; náttúruvernd. Hefur hann ritan' allmikið í blöð og tímarit urr þessi mál. Kona Jónasar er Sigurveig Erlingsdóttir f::á Á;. ■ byrgi í Kelduhverfi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.