Dagur


Dagur - 03.06.1971, Qupperneq 8

Dagur - 03.06.1971, Qupperneq 8
einhvern veginri er þaS svo, að manni dettur einna sízt í hug, að fara í leikhúsið hérna til að skemmta sér. Manni líður þar eins og einhvérjum aðskota- hlut. Líklega erum við ekki alin upp á réttan hátt við leikhús. — En svo- við 'snúum okkur lngvar Hólmgeirsson ’.NGVAR Hólmgeirsson, er eins >g margir af húsvízkum sjó- nönnum Flateyingur að upp- unu. Hann fluttist til Húsavík- jr fyrir 12 árum, og hefur Jengst af síðan verið skipstjóri i bátum frá Húsavík. Nú er iann með Svan, 35 lesta bát, sem hann á með öðrum. Svanur •;r einn af stærri bátunum, sem gerðir eru út frá Húsavík árið um kring. Þeir hafa ýmist fisk- , ið á línu, í net, eða með nót. — Hvernig hefur aflinn verið : vetur? — Yfirleitt heldur lélegur, segir Ingvar — og miklu lakari en i fyrra, Núna erum við með iínu og höfum aflað sæmilega up). á síðkastið. Annars hefur jetia verið lélegt og á það bæði ið um þorskinn og gráslepp- ina. — Hefur ásókn erlendra ikipa farið vaxandi á miðum íér fyrir norðan? — Það tel ég tvímælalaust, ekki kannske yfir háveturinn, Ingvar Ilólmgeirsson. r-n alveg áreiðanlega um vor og ;--umartímann. Það er mjög áber andi, segja þeir mér, sem eru á • ogveiðum hér úti fyrir, að : inni einhver þessara útlend- : nga fiskigöngu, eru þeir óðara 'llir komnir á sama blettinn og hún er fljótlega þurrkuð upp. Petta eru stór og hraðskreið skip, sem veiða hvernig sem - eður er. Við teljum lítið að .narka fjölda skipanna, því nú er tæknin önnur og meiri sem beitt er við veiðarnar. íslenzku akipin standast þessum stóru . kipum ekki snúning. Ég vil sér staklega undirstrika þetta, að iðmiðun á sjálfum fjölda skip- í.nna er óraunhæf. — Hvað teljið þið hér til j áða? — Færa út landhelgina strax. — Ekki, að það eigi að bíða fram yfir hafréttai'ráðstefnuna 1973? — Ég tel það algjört óráð, < íns og nú er ástatt. Það er lík- ast því, sem ýmsum forráða- inönnum þessara mála sé það ckki ljóst, hvernig ástandið er á miðunum, og hér er það ung- íiskurinn og uppeldisstöðvarn- ar, sem verið er að skafa fyrir okkur. — Hvað um kjör sjómanna? — Þau eru alveg óverjandi léleg. Ég tek sem dæmi: Það þætti ekki hátt kaup í landi, að hafa að meðaltali 100 kr. á tím- ann fyrir að vinna 18 tíma á sólarhring. En það virðist mér að hafi verið tímakaup sjó- manna á langaflahæstu skipun- um á vetrarvertíðinni fyrir sunnan, samkvæmt upplýsing- um, sem ég sá í Morgunblaðinu. Miðað við kauptaxta í landi fengju verkamenn sjálfsagt allt að helmingi hærra kaup fyrir svona langa vinnu, og þetta væru þeir aflahæstu. Ég tel þó ekki að kaupið sé of hátt hjá verkafólki. Sjómannsstarfið hlýtur að þurfa að vera eftirsóknarvert vegna launanna, svo erfitt og áhættusamt, sem það er. Það er e. t. v. dæmigert, að sjómenn eru hér lægra líftryggð ir en aðrar stéttir, sem stunda áhættusöm störf, og að þeir eru einnig miklu lægra tryggðir hér en starfsbræður þeirra erlendis. Við þökkum Ingvari fyrir vel mælt orð. r Askell Þórisson ÁSKELL Þórisson, 18 ára nem- andi í 5. bekk Gagnfræðaskól- ans, svarar nokkrum spurning- um blaðsins: — Finnst þér æskilegt. að fleiri skólar væru á Akureyri? — Já, verzlunarskóli og tækniskóli. Hér starfar að vísu undirbúningsdeild tækniskóla, en allir þurfa að ljúka náminu í Reykjavík. Nú eru hér 7 manns í undirbúningsdeildinni, en ef slíkur skóli væri hér, myndu að sjálfsögðu sækja hann allir þeir, af landsbyggð- inni, sem , annars færu til Reykjavíkur. En fyrst og fremst þarf að skipta Gagn- fræðaskólanum hérna. Hann er orðinn allt of fjölmennur. Það hefur óæskileg áhrif á einstakl- ing, sem ætlar sér að einbeita sér að námi, að vera í svona risastórum hópi. — Hvað viltu segja um æsku lýðsmál bæjarins? — Það, er bráð’nauðsynlegt að fá betri aðstöðu til æskulýðs- starfsemi og þá á ég við hús- næði. Hér er ekkert fyrir ungl- ingana, nema Hvammur, sem er alls ófullnægjandi. Ég tel Brekkugötu 4 heppilegt hús- næði, hvað þetta snertir. En unglingarnir sjálfir verða að sýna þessu máli áhuga og ýta á eftir, því ef þeir ætlast til að þeir fái allt upp í hendumar, án fyrirhafnar, er hætt við að málin lognist út af. — Vildir þú láta lækka kosn- ingaaldurinn í 18 ár? — Nei, ég held ekki. Að vísu er fjölmargt 18 ára fólk reiðu- Áskell Þórisson. búið að kjósa, en hinir eru fleiri, sem hafa ekki þroska til þess. — Hvernig hugsar þú til kosningaúrslitaona? — Ég er bjartsýnn. Mér virð- ist á öllu, að Framsóknarflokk- urinn auki fylgi sitt. S. B. Óskar Pálmason ÓSKAR Pálmason, 22 ára húsa- smíðanemi á Dalvík, féllst á að svara nokkrum spurningum blaðsins. — Er aðstaða góð til iðnnóms á Daivík? — Nei, það er hún ekki. Við þurfum að sækja iðnskóla til Akureyrar og svo er mjög erfitt að komast á námssamning hérna. Hér eru margir iðnnem- ar í ýmsum greinum, sem bíða eftir að komast á samning og það er varla annað fyrir þá að gera en bíða áfram, eða fara burtu. Það eru eiginlega bara bifvélavirkjar, sem eiga gott með að fá samning hér. — Hvernig stendur á því? — Ætli það sé ekki fyrir slæma vegi, sem bifvélavirkjar hafa alltaf nóg að gera. Óskar Pálmason. — Hvernig er atvinnan hjá húsasmiðum? — Það er lítið að gera núna, en verður líklega meira í sum- ar, ef eitthvað verður byggt hér. — Hvernig hyggur þú tii kosninganna? — Évil fella ríkisstjórnina og færa út landhelgina, helzt strax á morgun. S. B. r Þorbergur Olafsson ÞORBERGUR Ólafsson er tví- tugur verkamaður, .sem um þessar mundir segist vinna við að skafa spýtur, en hefur ann- ars gripið í sitt af hverju. Við hittum hann þegar hann var að bollaleggja að fara og skemmta sér og þá var tilvalið að spyrja hann nokkuð um það mál og fleiri. — Ilvert fer unga fólkið til að skemmta sér? — Það er nú ekki um margt að velja, því lítið er um húsa- skjól fyrir unglinga, sem vilja skemmta sér. Það eru þá helzt sveitaböllin og þau eru nú eins og þau eru, allt fljótandi í áfengi yfirleitt. Ég tel, að þeir unglingar, sem þangað fara, hreinlega leiðist út í áfengis- neyzluna. Enginn vill teljast „skrýtinn“ og þá er ekki um annað að ræða en falla inn í fjöldann. Ég þekki þetta af eig- in reynslu og veit líka, að flest- ir unglingar álíta þetta slæma skemmtistaði, en það er bara ekkert annað fyrir hendi. Það er staðreynd, að allt of margir unglingar neyta áfengis, en ef eitthvað verður gert fyrir þá, sem enn eru börn, er kannske hægt að forða því, að þeir sem unglingar lendi í því sama. — Hvað þyrfti að gera? — Hér vantar eins konar Tónabæ, eins og þeir hafa fyrir sunnan. Þar geta unglingar skemmt sér á ýmsan hátt, án áfengis, spilað, leikið og dansað. Ef svona staður væri fyrir hendi, þá væri líka alveg upp- lagt, að aldrað fólk fengi þar eitt kvöld í viku fyrir sig. Allt of lítið er gert fyrir aldrað fólk. Það er ekki nóg að koma því fyrir á elliheimili, heldur þarf að gera eitthvað fyrir það, skemmta því og gefa því tæki- færi til að kynnast lífinu utan dyra líka. Ef allir hugsuðu meira um það, að einhverntíma verða þeir gamlir, væri áreiðan- lega meira gert til að gera eldra fólkinu lífið ánægjulegt. Mætti til dæmis bjóða því í leikhúsið, sem er oftast nær tómt, hvort sem er. — Vill unga fólkið ekki fara í leikhúsið líka? — Það er vissulega gaman að horfa á leikrit, en leikhúsið hérna er einhvern vginn svo fjarlægt manni — það er ekki gott að skilgreina þetta — en að stjórnmálunum, eins og þyk- ir til hlýða, rétt fyrir kosning- ar? Jk' . — Já, Ég vil fella stjórnina og ég veit, að það verður enginn barnáleikur fyrir næstu stjórn Þorbergur Ólafsson. að taka við og greiða úr flækj- unum. En ef jressi stjórn situr áfrarö, þá er bará mátulegt á hana, að fá að ráða fram úr þeim ógöngum, sem hún er búin öð skapa sér og þjóðinni og verða hvað verstar með haustinu. En það er hagur allr- að þjóðarinnar, að þessi stjórn fari frá. 'S. 6. Skrökvað frammi Hefur nokkurntíma jafn- mikið verið skrökvað — frammi fyrir jafnmörgum hér á landi? ÞAÐ er á alþjóðarvitorði að mikill og djúpstæður klofning- ur kom í ljós í svonefndum „Samtökum frjálslyndra og vinstri manna“, er að því kom að ákveða framboðslista þeirra í Reykjavík nú fyrir kosning- arnar. Hóparnir sem þarna áttust við og bitust um sætin, voru Hannibal og fylgismenn hans, sem telja sig verkalýðssinna, og hins vegar Bjarni Guðnason prófessor, (formaður samtak- anna að nafninu til), og hans fylgifiskar sem telja sig liina sönnu vinstri menn. Hannibals- menn telja þann hóp fulltrúa menntamanna og hálauna- manna. Það er líka á almanna- vit*rði að baráttu þessarra hópa, um skipan listans í Reykjavík lauk ekki með nein- um sáttum á milli hópanna, heldur með því að Hannibal fann að meirihluti fulltrúa fund arins vildi ekkert með hann hafa, og því fór hanu og skellíi hurðum í bókstaflegri merk- ingu. Síðan stökk luuiu vestur á firði, án þess að búið væri að 17 í „sfeininn" ALLMIKIL ölvun var í bæn- um um hvítasunnuna og sam- kvæmt upplýsingum lögregl- unnar fengu 17 manns gistingu í hennar húsakynnum, og er það með meira móti yfir eina helgi, þótt löng sé. Af öðrum lögreglufréttum er það helzt, að 4 menn voru teknir, grunaðir um ölvun við akstur og enn- fremur urðu nokkrir smá- árekstrar og rúðul»r«t, án þess þó, að nokkurn maaut sukaði. □ ákveða hver færi í sæti hans fyrir sunnan. „Samstaðan“ inn- an samtakanna var-þá' slík að alls fóru 10 manns áf listanum, sem búið var að áikvéða- að skyldu vera þar. Það er þvf spurnÍHg. manna nú hvort nokkurntíma hafi ver- ið skrökvað svo mikið frammi fyrir svo mörgum, eins og þeg- ar Hannibal var að skýra brott- hlaup sitt vestur fyrir alþjóð í sjónvai’pinu um daginn og nú aftur í ávarpi til Reykvíkinga í „Nýju landi“. Jónas Jónsson. Fermingar- barnamót Eyjafjarðarprófastsdæmis verð- ur haldið að Möðruvöllum í Hörgáridal laugardaginn 12. júní n. k. Mótið verður sett að Frey j ulundi, Arnarneshreppi, kl. 10 fjr. og lýkur samdægurs'. Dagskrá mótsins verður: í stór- um dráttum með svipuðu sniði og áður; biblíulestur, guðsþjón- usta, íþróttir og útileikir og kvöldvaka. Mótsgestir eru beðn ir að taka með sér Nýja-testa- mentið. Einnig eiga þeir að hafa með sér nesti, . en .mjólk verður á staðnum. Þátttaka tilkvnnist viðkomandi sóknarpresti, sem veitir allar nánari upplýsingar. Mótsgjald verður kr. 50. □ ..... jSfefna ríkisstjórnarinn-1 jar í landhelgismélinu [ | er engin - eða a, m. k. | I opin í báða enda. [

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.