Dagur - 16.06.1971, Blaðsíða 1

Dagur - 16.06.1971, Blaðsíða 1
AGU LIV. árg. — Akureyri, nuðvikudaginn 1G. júní 1971 — 38. árgangur Kvölddagskráin 17. júní í FRÉTT af dagskrá hátíðar- haldanna 17. júní, sem birtist í blaðinu nýlega, varð dagurinn heldur endasleppur, því niður féll hátíðardagskráin á Ráðhús- torgi um kvöldið. Kvölddag- skráin 17. júní hefst kl. 20.30 méð leik Lúðrasveitar Akur- eyrar, síðan syngur Barnakór Akureyrar, þá er gamanþáttur um Rauðsokkur og því næst Skemmtiþáttur H. J. er næstur á dagskrá og síðan Alli Rúts með eitthvað gamanefni. Að þessu loknu verður síðan dans- að á torginu til kl. 2 eftir mið- nætti. Eins og áður var sagt, er það íþróttafélagið Þór, sem sér um hátíðahöldin og væntir það þess, að bæjarbúar fjölmenni, að vanda. □ 113 nýsfúdentar frá HA í GÆR voru brautskráðir 113 stúdentar frá Menntaskólanum Nýstúdentarnir gengu fylktu liði frá skóla í kirkju. En þar var sunginn skóiasöngurinn: „Undir skólans menntamerki'. í kirkju bauð skólameistari, Steindór Steindórsson, alla vel- komna, en kirkjan var fullskip- uð. Síðan afhenti hann 113 stúdentum skírteini sín. Að því loknu kvaddi Olafur Björnsson prófessor sér hljóðs f. h. 40 ára stúdenta, Heimir Áskelsson kennari fyrir 25 ára stúdenta og Valgarður Egilsson læknir fyrir 10 ára stúdenta. Til- kynntu þessir menn gjafir til skólans frá viðkomandi nem- endahópum. Að þessu loknu þakkaði skólameistari og flutti sína skólaslitaræðu. Að lokum var sunginn sálmurinn „Faðir and- anna“, eins og venja er til. Á stúdentsprófi hlaut hæstu einkunn í náttúrufræðideild, Sigurður Halldórsson, Valþjófs stað. Runólfur Ingólfsson, Háls- um í Borgarfirði var hæstur í eðlisfræðideild og Agnes Bald- ursdóttir, Akureyri, hlaut hæstu einkunn í máladeild og las utan skóla. Af þeim 113 nýstúdentum, er brautskráðust í gær, voru 48 stúlkur. í máladeild voru 55 nemendur, 19 í eðlisfræðideild og 39 í náttúrufræðideild. Vaglaskógur, allaufgaður, fagur og ilmandi. Og gamla brúin er eitt af hinum eldri og fríðari mannvirkjum, þótt ekki fullnægi hún kröfum nýs tíma. (Ljósm.: E. D.) Sljórnin tapaði meirihluta og hefur beðizl lausnar ÚRSLIT alþingiskosninganna liggja nú Ijóst fyrir. Stjórnin tapaði fylgi, og hafa stjórnar- flokkarnir nú 28 þingmenn sam anlagt, en stjórnarandstæðing- ar 32 þingmenn. Áður höfðu stjórnarflokkar 32 en stjórnar- andstæðingar 28. Styrkleika- hlutföllin liafa snúizt við. Jóhann Hafstein hefur því gengið á fund forsetans og beð- izt lausnar fyrir sig og stjórn- Sólnes byggingameisleri verður sýndur á Akureyri EINS og á undanförnum árum þá sendir Þjóðleikhúsið leik- floldv út á land og verða sýning- ar á Akureyri dagana 22. og 23. júní n. k. Leikritið sem Þjóð- leikhúsið sýnir að þessu sinni úti á landi er Sólness bygginga- meistari eftir Henrik Ibsen, undir leikstjórn Gísla Halldórs- sonar. Sýning þessi hlaut ágæta dóma hjá öllum er hana sáu og þá sérstaklega vönduð leik- stjórn Gísla og frábær leiktúlk- un Rúriks Haraldssonar og Kristbjargar Kjeld í aðalhlut- verkunum. Aðrir leikarar eru: Valur Gíslason, Baldvin Hall- dórsson, Þóra Friðriksdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Jón Júlíusson og Auður Guðmunds dóttir. Leikmyndir eru eftir Gunnar Bjarnason. Sólness byggingameistari er eitt af stórbrotnustu leikritum Hinriks Ibsens. Fullyrða má að fáir erlendir leikritahöfundar hafi orðið jafn vinsælir hér á landi og hann, enda hafa öll helztu verk hans verið flutt hér annag hvort á leiksviði eða í útvarpi. Ekki er að efa að leik- húsunnendur í hinum dreifðu byggðum landsins kunni vel að meta þessa sýningu Þjóðleik- hússins. □ Myndin er af Rúrik í titiihlut- verkinu. ina alla. Er myndun nýrrar rík- isstjómar því í höndum forseta landsins, en fráfarandi stjórn mun að venju gegna störfum þar til ný ríkisstjórn hefur ver- ið mynduð. Samtök frjálslyndra og vinstri manna, svo og Alþýðubanda- lagið, eru sigurvegarar þessara kosninga. Samtök frjálslyndra fengu 5 þingmenn og Alþýðu- bandalagið 10 þingmenn. Fram- sóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur misstu einn þingmann hvor. Hefur Framsókn 17 þing- menn og Sjálfstæðisflokkur 22 þingmenn. Alþýðuflokkurinn galt afhroð í þessum kosningum og fékk G þingmenn í stað 9 áður. Töluleg heildarúrslit kosning anna á landinu öllu eru þessi: Alþýðuflokkur hlaut 11.020 atkvæði eða 10,5% atkvæða í stað 15,7% árið 1967. Þingmenn 6 í stað 9. Framsóknarflokkur hlaut 26.641 atkv. eða 25,3% atkvæða í stað 28,1% áður. Þingmenn 17 í stað 18. Sjálfstæðisflokkur hlaut 38.169 r Olafur Jóhannesson: ÉG ÁLÍT að það sé rökrétt af- leiðing af þessum úrslitum, að samstarf hefjist á milli stjórn- arandstæðinga og þeir athugi það, hvort ekki er grundvöllur fyrir stjórnarmyndun þeirra. Og ennfremur þetta, með tilliti til landhelgismálsins, sem ég tel og hef talið, að væri stærsta mál þjóðarinnar, en í því mörk- uðu stjórnarandstæðingar sam- eiginlega stefnu. Ég. tel það því höfuðskyldu, að framfylgja þeirri stefnu. Hitt er svo vitað mál, að í mörgum öðrum efnum ber margt á milli þessara flokka, og það verður auðvitað að athuga, hvort grundvöllur er fyrir slíku samstarfi. Á þessa leið mælti Olafur Jó- hannesson í sjónvarpinu á mánudagskvöldið. □ atkv. eða 36,2% í stað 37,5% áð ur. Þingmenn 22 í stað 23. Samtök frjálslyndra hlutu 9.445 atkv. eða 9% og 5 þing- menn. Sá flokkur bauð ekki fram áður. Alþýðubandalag lilaut 18.055 atkv. eða 17,2%. Þingmenn 10. Framboðsflokkur hlaut 2.109 atkv. í þrem kjördæmum. Alls voru á landinu 120.340 á kjörskrá, en 106.771 kaus, eða 88,7%. Möguleikar til stjórnarmynd unar nú eru margir, a. m. k. fræðilega séð. Hins vegar munu þeir enn að mestu ókannaðir. En eðlilegt má telja, að stjórn- arandstæðingar taki við stjórn landsins, eftir að hafa sigrað í kosningunum og fellt ríkis- stjórnina. Sláttur hafinn FYRIR HELGI var sláttur haf- inn í Gullbrekku í Saurbæjar- hreppi og Vöglum í Hrafnagils- lireppi. Er þetta með fyrsta móti, miðað við mörg síðustu ár. Nú er sprettuútlit hvar- vetna sæmilega gott og jörð víðast óskemmd af kali eftir veturinn. ÞAKKIR íil stuSnings- manna og starfsfólks B-listans t t * <■ * <■ STJORN Félagssambands Framsóknarmanna í Norð £ nrlandskjördæmi eystra og frambjóðendur B-listans í f kjöirkeminu þakka af alhug öllum, sem veittu Fram- |- © sóknarflokknum lið í nýafstöðnum alþingiskosningum. ® -I- Starfsfólki á kosningaskrifstofum flokksins eru færð- & ar alúðarþaikkir fy.ri-r vel unnin störf. I íinum fjölmörgu ^ * sjálfboðaíiðum, sem lögðu sig fram um að vinna fyrir f ® Framsóknarflokkinn, þökkum við áliuga þeirra og f ^ ómetanlega liðsemd. Sérstakar þakkir flytjum við * ® Framsóknarkonum, sem af frábærum myndarskap sáu f X um veitingar fyrir starfsfólk og gesti í kosningaskrif- t % stofum fíokksins. | Síðast, en ekki sízt, þakka frambjóðendur hinum ^ j- miikla fjölda fólks, sent þeir áttu ánægjuleg samskipti £ við á fundaferðum sínum l'yrir kosningarnar, þ. á. m. £ alúðlega gestrisni á einkaheimilum og ómetanlega fyr- % | irgreiðslu á margvíslegan hátt. ® .£ Lifið heil! * t é Stjórn FFNE. Frambjóðendur B-listans. í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.