Dagur - 30.06.1971, Blaðsíða 1

Dagur - 30.06.1971, Blaðsíða 1
Dagu e LTV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 30. júní 1971 — 40. tölublað Skagfirðingar halde hátíS ÞESS verður minnzt með marg víslegum hætti vestur á Sauð- árkróki um næstu helgi, að 100 ár eru liðin frá því að fyrstu íbúarnir festu þar byggð. Hefur undirbúningur staðið lengi, og er m. a. fólgin í því, að hús eru máluð og lóðir lagfærðar. En Kristmundur Bjarnason fræði- maður hefur, sem kunnugt er ritað sögu Sauðórkróks, merki- legt verk, og kom það út, þ. e. fyrsta bindið, fyrir tveim árum Tekið verður í notkun nýtt „skjaldarmerki", sérstakur póst stimpill verður notaður hátíðis- dagana, 2.—4. júlí í pósthúsi kaupstaðarins, hátíðafundur verður í bæjarstjórn, sjónleik- urinn Mýs og menn verður sýndur, málverkasýning verður sett upp, þar sem skagfirzkir sýna verk sín. Skrúðganga, lúðrablástur, af- hjúpun minnismerkis fer fram, fimleikasýning, messugjörð, tón leikar og dans. Margt fleira verður til fróðleiks og skemmt- unar á þessum hátíðahöldum, og er búizt við miklu fjölmenni. Skáfamóf í Vaglaskógi UM næstu helgi, 2.—4. júlí, halda skátafélögin á Akureyri mót sitt í Vaglaskógi. Skátamót var síðast haldið í Vaglaskógi 1967 en hefur síðan verið í Þórð arstaðaskógi, Leyningshólum og á Hreðavatni. Mótið verður að þessu sinni helgað einum þætti úr náttúr- unni, þ. e. a. s. fjöllunum. Hver skátasveit sem á mótið kemur hefur með sér táknmynd af fjalli og verða fjöllin síðan af- hjúpuð við mótssetningu. Margt fleira verður tileinkað fjöllum á einhvern hátt. Blað verður gefið út á mótinu og ber það nafnið „Trölli trimmari". Von er á skátum frá Dalvík, Olafs- firði, Hafnarfirði og e. t. v. fleiri stöðum. Sú tilraun verður nú gerð að öðru sinni að hafa mót- ið opið ljósálfum og ylfingum og verður mótssetning hjá þeim á laugardag. Athygli skal vakin á fjölskyldubúðum, sem ætlað- ar eru gömlum skátum og for- eldrum skátanna á mótinu. Mótsstjóri verður Dúi Björns son, en annað fólk í mótsstjórn eru: Olafur Ásgeirsson, Hrefna Hjálmarsdóttir, Þórdís Arthurs- dóttir og Jósef Marinósson. Ferðir verða á föstudag kl. 16.00 og 19.00, og á laugardag kl. 12.30 frá Barnaskóla Akur- eyrar. (Fréttatilkynning) Konur úr A.-Hún. a ferð FIMMTÍU orlofskonur og þrem betur úr A.-Húnavatnssýslu ferðuðust um Þingeyjarsýslu og Eyjafjörð um síðustu helgi og héldu heimleiðis á mánudag. Farið var til Húsavíkur, þar sem Katrín Jónsdóttir tók á móti þeim og veitti þeim, ásamt öðrum góðum konum staðarins, hina beztu fyrirgreiðslu, ásamt gistingu. Þaðan var haldið í Laxárdal, síðan ekið um Revkja dal til Mývatnssveitar, en síðan gist í Reykjadal. Áðurnefnd Katrín á Húsavík, Elín Ara- dóttir á Brún og formaður kven félagsins í Mývatnssveit, önnuð ust leiðsögn og hverskonar fyr- irgreiðslu. Konurnar að vestan hafa beðið blaðið fyrir þakklátar kveðjur til hinna mörgu heim- ila í S.-Þingeyjarsýslu, sem götu þeirra greiddu, og Kf. H.-Hún. fyrir kvöldverð á Hótel KEA. ÚTSVÖRIN Á AKUREYRI ÁRIÐ 1970 SKATTSKRÁIN hefur verið lögð fram og eru útsvörin aðal umræðuefnið næst stjórnar- mynduninni þessa dagana. Utsvarsupphæðin reyndist verulega lægri en bæjarstjórn reiknaði með á fjárhagsáætlun sinni og verður hún því að taka hana til endurskoðunar í ljósi nýrra staðreynda. Hætt er við, samkvæmt þessu, að fram- kvæmdir bæjarins verði af þess um sökum minni en ætlað var, nema ný úrræði finnist til að halda uppi fullum framkvæmd- um og munu margir óska þess. í greinargerð framtalsnefnd- ar segir m. a. svo: „Utsvörin eru álögð samkv. V. kafla laga nr. 51, 1964, um tekjustofna sveitarfélaga, og síðari breytingum á þeim lög- um. Samkv. 31. gr. nefndra laga eru útsvör miðuð við hreinar tekjur og skuldlausa eign sam- kv. skattskrá. Áður en útsvör eru lögð á, samkv. neðanskráð- um útsvaorsstiga, er veittur frá dráttur á hreinum tekjum: Fyrir einstakling kr. 58.800, fyrir hjón kr. 84.000 og fyrir hvert barn innan 16 ára aldurs á framfæri gjaldanda kr. 16.800. Tekjuútsvör sl. árs eru einnig dregin frá hreinum tekjum hafi þau verið greidd að fullu fyrir áramót sl. og fyrirframgreiðsla, samkv. 31. gr. framangreindra laga, hafi farið fram fyrir 31. júlí 1970. Samkv. ákvörðun framtals- nefndar og með heimild í 33. gr. fyrrgreindra laga, voru gerð ar breytingar á hreinum tekj- um, áður en útsvar var álagt, sem hér segir: Veittur frádráttur á öllum bótum frá Almannatrygging- um. Veittur frádráttur fyrir kostnaði vegna sjúkdóma, slysa Hæstu gjaldendur á Akureyri fi « • -> eða dauðsfalla, sem á gjaldend- ur hefir fallið, ef verulegan má telja, eða skerða gjaldgetu þeirra verulega. Veittur frá- dráttur á skólakostnaði barna eldri en 16 ára, samkv. reglum í 49. gr. reglugerðar nr. 245/ 1963.“ Á Akureyri voru lögð útsvör á 3410 einstaklinga og 109 félög. Einstaklingar hafa 116 millj. kr. í útsvör en félögin 10 millj. (heilar tölur), eða samtals nær 126.5 millj. kr. á móti 94.6 millj. kr. árið 1970. Aðstöðugjöld á Akureyri eru samtals rúmar 30 millj. kró á móti tæpum 22 millj. í fvrra. Tekjuskattur nú er 60 millj. kr. en var 41 millj. kr. árið 1970. Samtals eru útsvör, aðstöðu- gjöld og tekjuskattur kr. 217.138.625.00 á móti kr. 157.523.174.00 árið 1970. 1971. M I Ð STJÓRNAR FUNDUR Framsóknarflokksins, sem hald inn var á mánudaginn og var sóttur af nær 100 miðstjórnar- mönnum úr öllum kjördæmum landsins, samþykkti einróma eftirfarandi: „Miðstjórn Framsóknarflokks ins lýsir samþykki sínu við ákvörðun þingflokks og fram- kvæmdastjórnar og viðræðu- nefndar flokksins varðandi til- raunir til myndunar ríkisstjórn- ar og leggur áherzlu á, að sú stjórnarsamvinna, sem þar er Akureyrmgar unnu Á SUNNUDAGINN kepptu knattspyrnulið fyrstu deildar á Akureyri, ÍBA og Breiðablik. Norðan kaldi var á og nokkur rigning er líða tók á leikinn. Lauk leiknum með sigri heima- manna 2:0. Þormóður og Kári skoruðu mörkin að þessu sinni. að stefnt, geti komið til fram- kvæmda hið fyrsta.“ Á sunnudag var fundur í mið stjórn ungra Framsóknar- manna, þar sem mættir voru um 50 manns. Þar voru einnig gerðar ályktanir um vinstri sam vinnu. Viðræðunefnd flokkanna þriggja skrifaði á laugardaginn AÐALFUNDUR Slysavarna- félags íslands var haldinn í húsakynnum Mcnntaskólans á Akureyri um síðustu helgi og lauk á sunnudag. Þar mættu um 70 manns frá 60 félagsdeild- um, einn frá hverri auk stjórn- ar og starfsmanna. Forseti félagsins er Gunnar Friðriksson, en skrifstofustjóri Henry Hálfdánarson. Störf aðalfundarins beindust Alþýðuflokknum bréf, þar sem boðin var þátttaka í viðræðum um stjórnarmyndun, á grund- velli þeirrar tillögu í landhelgis málinu, sem stjórnarandstaðan bar fram á síðasta þingi. í Al- þýðuflokknum var fundur um þetta ó mánudag og var fram haldið í gær. Munu þar átök um málið. Q að hinni margvíslegu starfsemi félagsins. Og fjórhagsáætlun var lögð fram og samþykkt. Sesselja Eldjárn, sem verið hefur form. Slysavarnadeildar kvenna á Akureyri í 35 ár, var sæmd gullmerki félagsins fyrst allra í þeim félagsskap. Sýning á tækjum og starfsemi Slysavarnafélagsins var sett upp í verzlunarglugga hjá KEA og stóð til fundarloka. Q Einstaldingar: Útsvar Oddur C. Thorarensen . 203.800 Snorri Kristjánsson .. . 249.600 Valdemar Baldvinsson . 127.600 Baldvin Þorsteinsson . . 199.600 Sigurður Ólason....... 269.100 Baldur Jónsson......... . 243.300 Gunnar Óskarsson .... 183.400 Stefán Reykjalín...... 167.100 Baldur Ingimarsson .. . 226.900 Freysteinn Gíslason .. . 176.600 Kristján P. Guðmundss. 195.700 Ragnar Steinbergsson . 197.700 Félög: Útsvar Kaupfélag Eyfirðinga . . 3.694.600 Samb. ísl. samvinnufél. Útgerðarfél. Ak. h.f. . . . Slippstöðin h.f........ Byggingav.verzl. T. B. . 577.100 Kaffibrennsla Ak. h.f. . 286.700 Amaro h.f................ 167.100 Jón M. Jónsson h.f. .. . 319.900 Þórshamar h.f.......... Smjörlikásg. Ak. h.f. . . 345.900 Aðst.gj. Samtals Tekjusk. 286.700 490.500 188.826 121.200 370.800 288.716 181.000 308.600 82.609 74.700 274.300 163.192 2.100 271.600 266.573 3.800 247.100 248.220 46.300 229.700 149.066 60.700 227.100 119.097 0 226.900 232.840 43.100 219.700 163.683 17.000 212.700 151.712 5.800 203.500 169.437 Aðst.gj. Samtals Tekjusk. 6.796.500 10.491.100 2.167.783 4.287.000 4.287.000 1.551.100 1.551.100 1.393.900 1.393.900 364.600 94L700 395.293 603.000 889.700 352.166 615.900 783.000 64.720 299.500 618.400 211.090 596.800 596.800 363 232.400 578.300 249.369 Aðallundur Slysavarnalél.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.