Dagur - 30.06.1971, Blaðsíða 5

Dagur - 30.06.1971, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. LlKAMSRÆKT FYRRUM var líkamleg vinna i senri talin dyggð og auk þess alger lífs- nauðsyn íslendingum í baráttunni fyrir tilveru sinni. Það var ekki fyrr en á tuttugustu öldinni, að upp óx fyrsta kynslóðin hér á landi, sem hafði nóg að borða. Nú er svo kom- ið, að mikill hluti þjóðarinnar vinn- ur fyrir daglegu brauði við hvers- konar innistörf, andleg eða líkam- leg, en minnihlutinn þau störf, sem reyna á líkamlegt þrek og þol. Strit og sviti við ár og orf fellur fáum í skaut, en innisetan mörgum. Þetta var það, sem margir þráðu og að var keppt, og víst eru skiptin notaleg. En læknavísindin og opinberar skýrslur herma, að þessari breytingu, ásamt ofáti, fylgi hjarta- og æðasjúk- dómar og raunar fleiri, sem leggi nú fleiri í gröfina á góðum aldri ei\ flest annað. Þetta verða menn að taka gott og gilt þótt ekki sé það skemmtilegt. Og þau benda á ein- falt ráð til tirbóta og það hljóðar svo: Hreyfið ykkur meira og daglega og borðið ekki svo mikið, að óþarfa fita hlaðist utan á líkamann. Svona einfalt er heilræðið og kostar ekkert. Ætli það sé þess vegna, sem það þyk- ir öðrum þræði kjánalegt? Svo kjána legt þykir það, að menn kunna ekki við að láta heilsuræktaræfingar til sín sjást í húsagarðinum, á götunum eða íþróttasvæðum, en vantar hins vegar atvinnuverkefni af því tagi, er fullnægi heilsufarslegum kröfum um líkamlega áreynslu. Hóglífissjúkdómamir leggja fólk í gröfina í hrönnum meðal þjóða vel ferðarríkjanna, bæði í austri og vestri. Ef við eigum að Játa okkur þau víti verða til vamaðar, auk þess sem við okkur sjáKum blasir, verð- um við að endurmeta hin „eftirsóttu lífsgæði“ hóglífsins, og leggja nokk- uð á okkur til að geta notið þeirra, þ. e. halda h'kamanum í nokkurri þjálfun til að auka lífsþróttinn. Nýleg tilraun í þá átt að fá almenn ing til að taka þátt í aukinni líkams- rækt, hefur ekki mikinn árangur borið. Trimm er það nefnt og má einu gilda um nafnið. Hitt er aðal- atriðið, að menn skilji við hvað átt er með því nafni; að það nær jafnt yfir það að fara á skíði, í gönguferð- ir, iðka líkamsæfingar í baðherberg- inu eða stofunni á morgnana, hjóla eða ganga í vinnuna, hafandi í huga þau hollráð lækna, að hæfileg líkam- leg áreynsla er heilsubót, jafnvel lífs- nauðsyn. Trimmið er broslegt að eldra mati lilutanna, en kyrrsetu- sjúkdómamir eru það ekki og ekki heldur varnaðarorð læknanna. □ Vígsla loðsútunarverksmiðjunnar á Ak. FRAMLEIÐSLAN FER NÆR ÖLL ÚR LANDI Á FÖSTUDAGINN var Loðsút- unarverksmiðja Iðunnar á Ak- ureyri, eign Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga, form- lega opnuð með viðhöfn. En verksmiðjan eyðilagðist í eldi í ársbyrjun 1969 og fleiri verk- smiðjur samvinnumanna skemmdust. Endurbygging hófst fljótlega, og hefur Skó- verksmiðjan verið endurbyggð, en vélabúnaður Heklu og Gefj- unar verið efldur til stórra muna. Fyrir skömmu var birt hér í' blaðinu viðtal við Ragnar Óla- son efnaverkfræðing, verk- smiðjustjóra hinnar nýju loð- • sútunarverksmiðju. En hún er ;að öllu ný, bæði hús og vélar 'ög mun vera hin vandaðasta og kostar um 100 milljónir króna. Forsætisráðherra, fjármála- ráðherra, alþingismenn, banka- stjórar, fyrirmenn samtaka sam vinnumanna o. fl. voru við- staddir. Ennfremur Pentii Lat- honen, efnafræðingur þess finnska fyrirtækis, sem hefur verið ráðunautur sútunarverk- smiðjunnar hér. Erlendur Einarsson hóf fyrst- ur máls, er menn höfðu safnazt saman, næstur Harry Frederik- sen, en auk þeirra forsætisráð- herra og Finninn. Að síðustu kvaddi Jakob Frímannsson, stjórnarformaður Sambandsins, sér hljóðs. Tilkynnti hann í ræðu sinni þá ákvörðun stjórn- ar SÍS, að gefa starfsmanna- félögum samvinnuverksmiðj- unnar á' Akureyri fjórðung milljónar til ráðstöfunar að eig- in vild. Lýsti hann síðan verk- smiðjuna formlega opnaða og afhjúpaði veggskjöld, er settur verður upp í verksmiðjuhúsinu. Þessu næst var verksmiðjan ÁRLEGT æskulýðsleiðtogamót vinabæja Akureyrar á Norður- löndum fer fram á Akureyri að þessu sinni 3.—9. júlí n. k. Þátttakendur frá vinabæjun- um, sem eru Vásterás í Svíþjóð, Randers í Danmörku, Lahti í Finnlandi og Álasundi í Noregi, eru alls 41 auk heimamanna. Mótið verður sett í Amtsbóka safninu laugardaginn 3. júlí kl. 6 e. h. en síðan verður farið fram að Laugalandi þar sem dvalið verður fram á þriðjudag. Á Laugalandi verða fluttir fyrirlestrar, fulltrúar vinabæj- anna ræða um ýmis mál og’ að þessu sinni verða umhverfis- vandamál efst á baugi og hvað æskulýðssamtök og norræn samvinna geta helzt gert til aukinnar náttúruverndar. Meðal ræðumanna á mótinu verða ívar Eskeland, forstöðu- maður Norræna hússins í skoðuð undir leiðsögn verk- smiðjustjórans. í vinnslu fara nú daglega 1200 gærur, sem eru unnar í pelsmokkaskinn, kápu- og kragaskinn, teppagærur o. fl. Starfsfólk verður 120 manns, er verksmiðjan hefur náð fullum afköstum. Og 95% framleiðsl- unnar fara á erlendan markað. Vígsluathöfninni lauk með veitingum og vönduðum skemmtiatriðum. □ Reykjavík, Nils Magnusson, fritids direktör í Vásterás, Gauti Arnþórsson, yfirlæknir, Tryggvi Þorsteinsson, skóla- stjóri o. fl. Þátttakendur verða á aldrin- um 18—40 ára og eru flestir leið togar í félagssamtökum í sínum heimabæ. Síðari hluti mótsins fer í ferðalög um nágranna- byggðir Akureyrar svo og verð- ur bærinn skoðaður og fyrir- tæki heimsótt. Þegar komið verður frá Laugalandi dvelja erlendu gestirnir í heimahús- um. Mótinu verður slitið fimmtu- daginn 8. júlí og fara þátttak- endur heim hinn 9. júlí, með viðkomu í Reykjavík þar sem þeir munu skoða borgina og staði í nágrenni hennar. Æskulýðsráð Akureyrar ann- ast framkvæmd æskulýðsleið- togamótsins hér. □ Þrír nemendur luku burtfararprófi Á ÞESSU vori luku þrír nem- endur burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskóla Akureyrar. Þessir nemendur eru Agnes Baldursdóttir og Þorgerður Eiríksdóttir, báðar Akureyring- ar, og Ragnheiður Árnadóttir frá Húsavík. Þær eru allar nem endur Philips Jenkins, og hafa hlotið prýðilegan vitnisburð fyrir frammistöðu sína, enda náð góðum árangri og sýnt af sér veruleg afköst í námi. Aðeins einn nemandi, Jó- hannes Vigfússon, hefur lokið burtfararprófi, en það var vorið 1964. Hann var nemandi Krist- ins Gestssonar. Þetta er því töluverður við- burður og ánægjulegur, að nú skuli þrír af nemendum skólans hafa náð þessum áfanga. Þær hyggja allar á frekara .tónlistamám og fara væntan- lega utan með haustinu. Er það einnig nýlunda, að skólinn út- skrifi nemendur, sem stefni að tónlistarnámi sem aðalgrein. Af þessu tilefni mun Tón- listarskóli Akureyrar efna til tónleika n. k. þriðjudagskvöld kl. hálfníu. Þar munu Agnes Baldurs- dóttir, Þorgerður Eiríksdóttir Agnes Baldursdóttir. og Ragnheiður Árnadóttir koma fram. Á efnisskrá verða verk frá klassíska tímabilinu, svo og' verk eftir höfunda á nítjándu öld og nútímaverk. Af hálfu skólans skoðast þetta sem einn þáttur burtfarar prófsins. Tónleikarnir fara fram í húsakynnum skólans, og er öllum heimill ókeypis aðgangur Trimm - og meira Irimm HINGAÐ til bæjarins er kom- inn Jóhannes Sæmundsson þjálfari. Leiðbeinir hann fólki í iðkun frjálsra íþrótta og heilsu- rækt. Hann leiðbeinir einnig íþróttakennurum, og er um þetta efni auglýsing á öðrum stað í blaðinu. Kvikmyndir sýn ir hann ennfremur, og prentað- ar leiðbeiningar fyrir þá, sem heima hjá sér vilja viðhalda og auka hreysti sína með skynsam legum æfingum, eða ,,trimma“ á einhvern hátt. Frjálsar íþróttir eru í öldudal hér á Akureyri, og er því koma leiðbeinanda ánægjuleg og rétt að menn færi sér þá heimsókn í nyt. Þótt trimmnefnd bæjar- ins hafi orðið sjálfdauð, læknar bæjarins riti ekki eða stigi í ræðustól til að boða trimm eða vara við of miklu áti og kyrr- setum, íþróttalærðir menn hætti að ganga, hvað þá hlaupa, þá verður almenningur að halda vöku sinni í heilsuræktar málum, hafandi í huga, að það er auðveldara og skynsamlegra, að koma í veg fyrir ýmsa sjúk- dóma en að lækna þá, þegar heilsan hefur bilað. Trimm og meira trimm, var hrópað um land allt fyrir skömmu. Almenningur hefur ekki hlýtt kallinu nema að litlu leyti. í ljósi þess, að hið ljóta en þægilega orð tákni almenna líkamsrækt, eigum við ekki að láta áróðurinn niður falla. En þar eiga þeir á undan að ganga, sem að menntun og stöðu geta af nokkurri þekkingu talað. □ Þorgerður Eiríksdóttir. Ragnheiður Arnadóttir. 3 A!iriennlngsá!ifinu þarf að breyta EFTIRFARANDI tillögur voru seimþykktar á vorþingi Um- dæmisstúkunnar nr. 5, sem haldið var á Akureyri 6. 'júní sl. 1. Vorþing Umdæmisstúkunn ar nr. 5, haldið á Akureyri 6. júní 1971, bendir á þá geigvæn- legu aukningu, sem orðið hefur á áfengisnautn á íslandi á síð- astliðnu ári. Þekktur læknir í höfuðborginni segir, að áfengis- böl sé þar í öðru hverju húsi. Þörf er á víðtækum samtökum til að breyta almenningsálitinu gegn áfangisnautn með sterk- um áróðri. Þingið telur nauðsyn, að bindindissamtök ásamt áfengis- varnanefndum komi upp mið- stöðvum í öllum fjórðungum landsins, þar sem áróður er rek inn á vísindalegum grundvelli gegn áfegisnautn og hjálp veitt þeim, sem um sárast eiga að binda af þessum ástæðum. 2. Þingið fagnar því, að unnið er að eflingu Bindindisbóka- safns I.O.G.T. á Akureyri, svo að þar geymist ritaðar heimild- - ir um sögu bindindismálsins frá liðnum tímum. 3. Þingið beinir þeim tilmæl- um til Friðbjarnarhússnefndar, að flýta fyrir því svo sem unnt er að opna minjasafn í Frið- bjarnarhúsi og koma upp minn- isvarða um Friðbjörn Steins- son. □ MFf) Ff TH frankfiirt Fra Sogufelagi Eylirðinga _i_ ¥ JL X _S_ X .12—A -m. -XX -Z. a. _L i —X -XX- _M_ TTTNTJ 97 inm cl Irnmii Tat'Ít' clííniilnoro'ííi nor clrya it11tIí<\!T o í TILEFNI af því, að Flugfélag íslands bætir nú einum þætti við fjölþætta starfsemi sína, var blaðömönnum boðið í ferð til Þýzkalands. En þangað sendir F. 1. nú þotu einu sinni í viku hverri, á laugardögum. Þetta nýja áætlunarflug til Frankfurt í miðju Vestur-Þýzkalandi hófst í júnímánuði og verður þriðja áætlunarferðin farin næsta laug ardag. En hér er raunar tekinn upp þráður, sem slitnaði fyrir mörgum árum. Sýnist þessi nýja flugleið F. í. mjög álitleg fyrir félagið og þarfur áfangi vaxandi sam- gangna milli íslands og annarra landa. Hinar ágætu þotur F. í. gera slíkt áætlunarflug mögu- legt ög einnig mjög þægilegt; Þeir, sem enn minnast þess, er Flugfélag íslands var stofn- að á Akureyri 1937, mega sann- arlega fagna því, hvernig félag- ið hefur þróazt. Verkefni þess hafa löngum verið innanlands- flug við erfiðar aðstæður og þröngan fjárhag. En nú vex flugfélaginu fiskur um hrygg. Það sýna kaup hinnar nýkomnu þotu og 40 milljón króna hagn- aður á rekstri félagsins síðasta ár, þótt innanlandsflug sé enn- þá rekið með tapi. Hinn hag- stæði rekstur síðasta ár, er flest um fagnaðarefni vegna þess, að F. í. hefur verið þjóðareign í augum flestra landsmanna og starfsemin miðast við þjónustu við landsmenn fyrst og fremst. Boeing 727, Gullfaxi að nafni, lagði af stað frá Keflavíkurflug velli sl. fimmtudagsmorgun, flaug í mikilli hæð og 44 stiga frosti, lenti í Glasgow á tólfta tímanum, hafði þar stutta við- dvöl og hélt að því búnu til Kaupmannabafnar. Þaðan ' var haldið í tveim bílum suður til Hamborgar samdægurs. Þetta var hvorki beinasta eða fljót- farnasta leiðin, en til hennar stofnað til þess að boðsgestir fengju fleira að sjá og nær sér, en séð verður úr háloftum og gegn um „mengað* loft megin- landsins. Þeir, sem að þessu sinni nutu boðsferðar Flugfélags íslands voru: Frá Akureyri: Árni Sverrisson, Lárus Jónsson, Lárus Haraldsson og sá, sem þetta ritar. Frá ísafirði: Hall- dór Kristjánsson frá Kirkjubóli, Halldór 'Ólafsson, Finnur T. Jónsson og Sigurður Jóhanns- son. Frá Neskaupstað: Bjarni Þórðarson, Björn Steindórsson og Jón Guðmundsson. Frá Vest mannaeyjum: Jóhann Bjöms- son, Jóhann Friðfinnsson, Haf- steinn Stefánsson og Hjörleifur Hallgríms. Samtals voru þetta 15 manns. En fararstjórinn var Sveinn Sæmundsson blaðafull- trúi F. í., ágætur leiðsögumað- ur, víðförull, vanur í starfi og mikill fyrirgreiðslumaður. í Kaupmannahöfn var við- dvöl nær engin og menn höfðu engan tíma til að eyða þar fjár- munum sínum eða kynna sér eftirsóknarverða hluti. Tveir bílar biðu okkar, stjóm að af þýzkum kraftakörlum. Það var svo sem gott og blessað að vera kominn niður á jörðina og aka síðan um danska grund og svo frjósama, að hvergi sást óræktaður blettur. Akrar, skóg- ar og tún skiptust á. Bænda- býlin standa þétt, hvert með sína þrautræktuðu skák. En ekki eiga bændur á þeim slóð- um lands til fjalls, svo sem þyk- ir við hæfi hér á Norðurlandi, þeirra, er bændur vilja kallast. Það er unun að sjá þennan mikla akur á leiðinni suður Sjá land, Falstur og Lágland, snyrti leg bændabýlin, byggingar í fremur dökkum og viðfeldnum litum, þar sem gult og brúnt og allir litir þar á milli skiptast á. Stráþökin eru enn a mörgum stöðum, hvernig sem þau halda nú vatpinu og mér er óskiljan- legt. Til Þýzkalands var svo farið á ferju" einni mikilli, þar sem styttzt er milli landa. Bílum var ekið um borð, en á efri hæð voru veitingasalir. Þarf naum- ast að táka fram, að í lofti og á jörðu var vel séð fyrir mönnum í mat ö£ drykk. Um kvöldið var glaumstaða Hamborgar notið, daginn eftir farið í skoðunarferð um borg- ina og hluta hafnarinnar, á ný notið kvöldslíemmtana en árla risið úr rekkju næsta dag og ékið súðúr á bóginn, allt suður undir Frankfurt, meðal annars um hinn nafnfræga og fagra Rínardal, þar sem skipin ösluðu fram og áftur með vörur og önnur með skemmtiferðafólk og vínviðurinn vex í hlíðum. En garhlir kastalar gnæfa við him- in, eða standa enn vörð á hólm- um í ánni. (Mynd á fprsíðu). Vegirnir í Þýzkalandi, þeir sem bera eiga mestu umferðina, sex akreina vegir, vel merktir og steyptir, beinir og brekku- láusir, því að brýr eru yfir dal- skórur éða lægðir, eru eitt af undrum Igndsins í augum ís- lendinga, sem búa við moldar- og malarvegi eða alls enga vegi, sém því riafni geta kallast. Það þótti tíðindum sæta, að þriciji hver ferðalanganna var bindindismaður, og að Bakkus kom ekki byltu á neinn. Samtöl manna báru því vitni hve skammt er liðið frá kosn- ingunum, því- -að nokkrir losn- uðu ekki úr hinum pólitísku álögum, þótt komnir væru yfir pollinn og á erlenda grund. Róstur af því urðu þó engar. Nálægt Frankfurt var gist eina nótt, næsta morgun, þ. e. á laug ardag, farið í verzlanir í borg- inni og góðviðris notið fram eftir degi, en haldið heim á leið upp úr sex, eftir þýzkum tíma og komið til Keflavíkur áður en liðnar voru þrjár klukku- stundir. Oll þjónusta F. í. sýnist hin bezta, farkostir góðir, flugstjóri að heiman var Viktor Aðal- steinsson en heim Jóhannes Snorrason, báðir að norðan. Frankfurt er höfuðmiðstöð samgangna til allra átta, borg mikilla framfara og möguleika. Það er því mikilvægt fyrir ís- lenzkt flugfélag, að ná þar fót- festu, eins og Flugfélagi íslands hefur nú heppnazt. Ég óska F. í.. til hamingju með nýjan þátt flugsins og ferðafélögum mínum sendi ég beztu kveðjur. E. D. - YILJA FÁ VEG ... (Framhald af blaðsíðu 8). anlegum hringvegi um landið í tvennt og opna þannig enn fjöl- breyttari möguleika ferðafólks til skoðunarferða um landið. Út frá Sprengisandsleið eru marg- ir möguleikar til öræfaferða á torfærubifreiðum og þaðan má síðar leggja vegi niður í Eyja- fjörð og til Austurlands. Vegur um Sprengisandsleið myndi stórauka ferðamanna- straum í Þingeyjarþingi og skapa þannig bætt skilyrði til uppbyggingar nýrra atvinnu- tækifæra við ferðamannaþjón- ustu í héraðinu. □ HINN 27. júní sl. komu þrír tugir áhugamanna um söguleg efni saman í húsi Amtsbóka- safnsins, en undanfarnar vikur hafa farið fram óformlegar um- ræður manna á milli um nauð- syn þess að sameinazt yrði um útgáfu eyfirzkra fræða. Það er vonum seinna, að slíkt mál er tekið alvarlegum tökum hér á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu. Mikill áhugi ríkti á fundi þessum fyrir því að hafizt yrði nú handa og kom fram tillaga um lög, ef félag yrði stofnað um málið. Þar segir svo m. a.: Tilgangur félagsins er að safna, Fundur FlB Á SUNNUDAGINN hélt Félag íslenzkra bifreiðaeigenda fund á Hótel KEA á Akureyri með trúnaðarmönnum sínum á Norð urlandi. Var þar m. a. mættur framkvæmdastjóri félagsins, Guðlaugur Björgvinsson, og tveir stjórnarmenn með honum. Trúnaðarmaður á Akureyri er Sigurður Sigurðsson bókhald- ari. Sem kunnugt er, er FÍB neyt- endasamtök, sem láta sig varða hag bifreiðaeigenda almennt og hafa samtök þessi ýmsu til leið- ar komið, svo sem í tollamálum og í sambandi við afnotagjöld útvarps. Þá gefur FÍB nú út blaðið Okuþór í nýju formi. Samþykkt var á Akureyrar- fundinum að efna til ráðstefnu seint í ágúst, er sérstaklega fjallar um vegagerð milli Þóris- vatns og Bárðardals. En það mál er nú mjög á dagskrá. Að öðru leyti var fundurinn kynn- ingarfundur, sem slíkum sam- tökum er nauðsyn. □ Sfefanía Ausffjörð Fædd 10. október 1878. - Dáin 20. júni 1971. FÁEIN KVEÐJUORÐ ÞEGAR þú hefur nú kvatt hið jarðneska líf, amma mín, bylt- ast minningarnar fram, hver af annarri. Þarf virkilega svona stund, sem þessa, til þess að maður stanzi við, og hugsi, ef til vill. Þegar ég lít til baka finn ég hváð ég hefi verið ríkur, ríkur af að hafa átt þig fyrir ömmu. Atvik höguðu því svo til, að ég ólst upp hjá þér, og þeim árum gleymi ég aldrei. Sól rís, sól sezt, þinn sólarhring- ur var búinn að vera langur, og eins og þú oft sagðir við mig, skipuleggja og skrá alhliða ey- firzk fræði og vinna að útgáfu þeirra. Fjörugar umræður urðu um þetta og tóku margir til máls. Að lokum var ákveðið að gera fundinn að stofnfundi, scm, yrði fram haldið að mánuði Íiðnum. Lög voru samþykkt og kosin nefnd til undirbúnings næsta fundar, en þá verða sérstaklega rædd fyrstu verkefni félagsins og bókaútgáfan, og svo kpsin stjórn. í nefndina voru kjörnir: Jóhannes Óli Sæmundsson, bók sali, Árni Kristjánsson, mennta- skólakennari, Hörður Jóhanns- son, bókavörður, Haraldur Sig- urðsson, bankagjaldkeri og Ketill Guðjónsson, Finnastöð- um. Þeir, sem gerast vilja stofn endur og ganga í félagið fyrir næsta fund, geta skráð sig hjá einhverjum nefndarmanna. (Fréttatilkynning) hann er búinn að vera alltof langur. En hvíldin kom, sem þú varst búin að þrá svo mjög, og ég gleðst í sorg minni, því að ég veit með vissu, að guð býr þér góðan stað við hlið ástvina þinna, sem áður voru farnir héðan. Amma mín, ég þakka þér fyrir allt það, sem þú hefir fyrir mig og mína gert, þína órjúfan- legu tryggð, fyrir þitt hreina og ljúfa hjarta. Vertu sæl, og guð blessi þig. Stefán B. Einarsson. 3—4 herbregjá ÍBÚÐ óskast til leigu nú þegar. Uppl. í síma 2-14-78, kl. 13-17. Ung, reglusöm hjón óska eftir 2—3 herbergja ÍBÚÐ til leigu nú þegár. Uppl. í síma 2-16-94, eftir kl. 19. HERBERGI óskast til leigu íyrir barnlaus lijón í tvo mánuði. Algjör reglusemi. Uppl. í síma 1-21-98. Til leigu óskast, frá 1. júlí til 30. sept., J—2 HERBERGI og eldhús eða eldunaraðstaða. Hús gögn mættu f’ylgja. Smjörlíkisgerð Akureyr- ar h.f., sími 1-19-65. Kona óskar eftir lítilli ÍBÚÐ til leigu. Uppl. í síma 1-21-94, eftir kl. 19. Stúlka óskar að taka HERBERGI á leigu frá 15. sept. á Syðri Brekk- unni eða sem næst Sjúkrahúsinu. Uppl. í síma 1-11-82, milli klf. 5 og 7 e. h. Tvær n mennta óska eft 1. okt. skólanu Uppl. frá 1-7 jolusamar o skólastúlkur ir HERBERGI n.k., sem næst m. íma 2-16-85, e. h. HERBERGI óskast til leigu. Uppl. í síma 1-27-50, eftir kl. 19. Þriggja herbergja ÍBÚÐ til sölu. Uppl. í síma 2-13-69, eftir kl. 17. CHEVY II, árgerg 1964, j til sölu. Uppl. í síma 2-17-41, á kvöldin. _________________________ Til sölu er VOLKS- WAGEN, árgerð 1955, þarfnast viðgerðar. Uppl. gefur Orn Tryggvason, Espihóli. i Til sölu er RÚSSA- JEPPI, árgerð 1960, rneð B.M.C. díselvél. Hreiðar Arnórsson, Arbót, sími um Staðar- hól. Til sölu er BENZ, árg. ’59, í Eyrarveg 14, eftir | kl. 17, sími 1-20-23, Gísli Kristinsson. | Til sölu er bifreiðin A-581, DODGE DART, árg. 1967, í Spítalaveg 11. BIFREIÐ til sölu! Góður Renault 16. Uppl. í síma 1-25-51 og 2-12-24. Til sölu VOLKS- WAGEN, árgerð ’64. Uppl. í síma 1-28-15, til kl. 7 á kvöldin. Til sölu BEDFORD vörubifreið, árg. ’65, lítið keyrð í mjög gótlu ásigkomulagi. Sigurður K. Leósson, Hólsseli, Fjöllum. CORTINA, árgerö ’67, j er til sölu. Uppl. í síma 2-11-47, eftir kl. 7 á kvöldin. — CHEVROLET Station ’56 til sölu. Mótor og tilh. gott. Dekk eins árs. i Þarfnast viðgerðar á „boddíi '. Selst ódýrt. Til li sýnis á bifr.v. „Víkingi“. jj Uppl. í síma 1-26-56, eftir kl. 7 e. h.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.