Dagur - 25.08.1971, Blaðsíða 4

Dagur - 25.08.1971, Blaðsíða 4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síuiar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. NÝ VIDHORF NÝJA ríkisstjórnin hefur aflað sér mikilla vinsælda meðal alls alménn- ings fyrir margháttaðar aðgerðir sín- ar, sem eru í samræmi við yfirlýsta stefnu hennar. Morgunblaðið er eins og vængbrotinn fugl í sínu nýja hlut- verki, sem stjórnarandstöðublað og nær ekki fluginu. Það deilir á stjórn- ina fyrir eyðslusemi og ráðaleysi er hún bætir hag gamla fólksins og hinna lægst launuðu, en lætur í hinu orðinu á sér skilja, að þetta hefði gamla stjórnin líka gert, ef hún hefði verið við völd. En af einhverjum ástæðum dróst það í tólf ár, hvernig sem á því stendur. Laun liafa aðeins liækkað og framfærsluvísitalan lækk- að, og er sú þróun auðvitað óskiljan- leg í augum Morgunblaðsmanna. Hins vegar finnnr fólkið, sem fær nú hærri ellilífeyri, verkafólkið, sem fær sín réttmætu vísitölustig í launa- umslaginu og sjómaðurinn, sem fær aukinn skiptahlut, að önnur og ný stjórn er tekin við völdum, og að það er stjórn fólksins, sem nú heldur un\ stjórnartaumana. Af aðkallandi viðfangsefnum stjórnarinnar ber landhelgismálið þó hæst og um það þarf að verða þjóðareining, og raunar ekki ástæða til að ætla annað, þegar á reynir. I»að bjóst enginn við því af íhaldi og krötum, að þeir hefðu nokkum manndóm í sér eða áhuga á að kref j- ast lífsnauðsynlegrar útfærslu land- helginnar. Þeir flokkar hafa því ekki valdið þjóðinni miklum vonbrigð- um, en hins vegar er þess vænst nú, að beztu menn þeirra fylgi þeirri stefnu, er nú er mörkuð og getur fært Islendingum umráðarétt yfir landgrunninu öllu. í ráðaleysi sínu hefur Morgunblaðið keppzt við sjálft sig í því að vera bergmál þeirra erlendu aðila, sem telja sinn hag fyrir borð borinn með stækkun ís- lenzkrar landlielgi, í stað þess að lcggja sig fram um að vinna hinni íslenzku stefnu fylgi á erlendri grund. Miklar vonir em við það bundnar, að takast megi að halda vinnufriði í landinu og þá jafnframt, að efla at- vinnulífið og treysta grundvöll Jress. En undir vexti og viðgangi atvinnu- lífsins og framleiðslunnar er það komið, að þjóðin geti haldið áfram á braut framfara og menningarlífs, svo sem nauðsyn ber til. Núverandi forseti Al]>ýðusambands íslands hef- ur lýst því yfir, að ástæða sé til að ætla, að kapítulaskipti hafi orðið í kjaramálum og að friðvænlega horfi á vettvangi kaupgjaldsmálanna, en það er vegna nýrra viðhorfa og nýrr- ar stjómarstefnu. □ EINN hinna mörgu ferða- manna, sem leið sína lögðu til Akureyrar í ágústblíðunni var dr. Halldór Pálsson, búnaðar- málastjóri og Sigríður Klemens dóttir kona hans. Komu þau Sprengisandsleið að sunnan og þótti búnaðarmálastjóra ófagrar auðnir og gróðurleysi hálendis- ins en frúin naut fegurðar fjall- anna. Dagur hitti búnaðarmálastjór ann að máli í síðustu viku og lagði fyrir hann nokkrar spurn- ingar, er hann svaraði góðfús- lega, og fer samtalið hér á eftir. Það mun vera ánægjulegt að vera búnaðarmálastjóri um þessar mundir? Já, þetta sumar er betra en komið hefur síðan 1939 og sum- ir telja, að það sumar hafi jafn- vel ekki verið eins hagstætt bændastéttinni. Er heyskapur hvarvetna jafn góður? Grasspretta er ágæt um land allt, og þó allra mest á Suður- landi, enda hlýrri júnímánuður þar en hér fyrir norðan og í öðrum landshlutum. Furðan- lega hefur gróið upp í gömlu kalskemmdunum um land allt. Þó er langt frá því, að þau tún, sem verst kólu á síðasta ári hafi gefið mikla uppskeru nú í sum- ar. En þetta sýnir, að orsök kalsins stafar fyrst og fremst af kaldri tíð, og bollaleggingar manna um aðrar orsakir kals- ins, eru meira og minna út í hött, ekki þó algerlega ástæðu- lausar. Margir réðust á Kjarn- ann og töldu notkun hans orsök kalsins. En í sumar sprettur vel af Kjarna. Kjarninn einn út af fyrir sig á enga sök á kali í túnum. Túnbeit er heldur ekki frumorsök kals. En vel má vera, að hinar þungu dráttarvél ar, mikil beit og óskynsamleg áburðarnotkun, sláttur mjög seint og enn fleira, eigi sinn þátt í túnaskemmdunum, eða auki kal í vondu árferði. í sumar hafa heyín verkazt vel? Heyin eru eflaust óvenjulega góð um land allt, því að það hafa verið langir þurrkakaflar og auðvelt að þurrka heyið, víð- ast hefur það þornað svo að segja jafnóðum. Og heymagnið er nú meira en nokkru sinni fyrr. Þó má vera, að einhverjir álíti nú hey sín meiri en þau eru vegna þess að víða mun það laust í hlöðum. Gamall máls- háttur segir: Þau gefast fljótt grænu heyin, og það getur sann ast í vetur og ættu menn ekki að ofmeta þau, þótt þó séu bæði mikil og góð. Mér þykir líklegt, að heyin verði 30—40% meiri í haust en í fyrrahaust. Tún hafa stækkað mjög und- anfarin ár? Já, þau hafa stækkað mikið á undanförnum árum en upp- skeran ekki vegna hinnar köldu veðráttu, nema síður sé. En nú, þegar hvarvetna hefur sprottið vel, skila þessi miklu ræktar- lönd feikna mikilli uppskeru. Svo hygg ég, að nú komi að ein- hverju leyti að notum áburð- ur, sem safnazt hefur fyrir í jarðveginum í köldu árunum, einkum steinefni, sem varðveit- ast frá ári til árs. Stækka bændur bú sín? Ég reikna með mikilli fjölgun búfjár í haust, einkum sauð- fjár en einnig nautgripa. Það er eðlilegt, að bændur reyni að koma þeim stofni upp á ný, sem þeir þurftu að skerða vegna fóðurvöntunar á undangengn- um árum. Sauðfé fækkaði t. d. um 80 þúsund á tveim síðustu árum og munu bændur setja fleira fé á vetur en áður, og í sumar er bjart yfir búskapnum mjólkurframleiðendur munu einnig auka kúastofn sinn. Þó held ég, að bændur ættu að auka bústofn sinn með gát en siga heldur á, jafnvel þótt þeir eigi nú yfirdrifin hey. Hve margt sauðfé er á fjalli í sumar? Um það veit enginn nákvæm- lega. En lambahöld voru góð en heldur með færra móti af tví- lembingum. Samt hygg ég að séu um 1600 þúsund fjár á fjalli. Og vænleikinn er efalaust mik- ill. Það er venja í þurrkasumr- um eins og í sumar. Það verður aldrei vænt fé í rigningartíð. Hve margar mjólkurkýr eru í landinu? Rúm 40 þúsund, en heildar- tala nautgripa er miklu hærri vegna þess hve margir bændur stunda nú nautakjötsfram- leiðslu og ala upp kálfa til slátr- unar. Það er mikil eftirspurn eftir þessu nautakjöti, ekki sízt í sambandi við hótelin og ferða- fólkið. Mér finnst sjálfsagt að bændur fylli þann markað af geldneytakjöti. Sjálfsagt er einnig að svara eftirspurn í svína- og hænsnakjöti. En hafa verður í huga, að þær skepnur eru að mestu aldar á erlendu fóðri, og það er því ekki eins þjóðhagslega æskileg fram- leiðsla og sú, sem framleidd er af innlendu fóðri að mestu eða öllu. Enn fæst ekki innflutt sæði holdanauta? í því máli starfar nefnd, einu sinni enn. Ég tel sjálfsagt að flytja inn sæði úr holdanautum til blöndunar við kjötfram- leiðslu. Djúpfrysting auðveldar þetta mjög og að mínu áliti á ekki að vera hætta á að inn berist af þeim sökum búfjór- sjúkdómar. Þetta yrði tvímæla- laust ávinningur, því að kúa- kyn okkar er smávaxið og frem ur holdlítið, frábært mjólkur- kyn, en ekki vel fallið til kjöt- framleiðslu. Við getum að vísu fengið ljúffengt kjöt af íslenzk- um nautgripum, en ekki eins mikið kjöt og við viljum og dýrara kjöt í framleiðslu en af holdakynjum. Margt er enn órannsakað í þessari fram- leiðslugrein. Hve gamlir eiga kálfarnir að vera þegar þeim er slátrað? Og hve þungir eiga þeir þá að vera, hvernig aldir síðasta tímann o. s. frv.? Sumir telja, að kjöt af ársgömlum kálf um hafi tapað kálfakjötsbragð- inu en sé hins vegar ekki búið að fá nautakjötsbragðið. Hér þarf að rannsaka sameiginlega þetta og önnur atriði, jafnhliða því hvað hagkvæmast er í fram leiðslunni. Kálfar gefa vissu- lega möguleika til verðmæta- sköpunar og sjálfsagt að nýta þá möguleika eins skynsamlega og unnt er. Danir framleiða óhemju magn af kálfakjöti, án þess að fóðra á heyi og ítalir og fleiri þjóðir kaupa kjöt af þriggja mánaða kálfum, þannig öldum, við háu verði. Ég er ekki viss um, að við eigum að stefna að þeirri framleiðslu. Allt þetta þarf þó rannsókna við. En er ekki me'ðferð kjöts, t. d. í sláturhúsum, skemmra á veg komin en mjólkuriðnaðurinn? íslenzkar mjólkurvörur hljóta viðurkenningu bæði utanlands og innan og mjólkuriðnaðurinn stendur á háu stigi hér á landi, miðað við þróun í mörgum öðr- SEGIR DR. HALLDÓR PÁLSSON BLNAÐARMÁLASTJÓRI um greinum. Mér finnst að nokkru réttmæt gagnrýni á nautakjötsframleiðslu okkar. En sú gagnrýni á ekki að bein- ast að bændum meira en efni standa til. Húsmæður í kaup- stöðunum, sem kaupa nautakjöt í matinn fyrir hátt verð, verða oft fyrir vonbrigðum. En hvers vegna? Það er, að mínum dómi, eins oft að kenna meðferðinni á kjötinu, eftir að það er komið úr höndum bændanna. Þeir, sem annast slátrun, meðferð alla og geymslu, þurfa að kunna sín fræði. Það er heil fræði- grein. Sjálfur er ég sérfræðing- ur í kindakjöti, einkum hvað snertir vaxtarlag fjárins og sam anburð á fjárkynjum. En margt sá ég athyglisvert um meðferð nautakjöts, sem eftirtektarvert var, er ég var við nám og störf erlendis. Nautakjötið var t. d. látið hanga ótrúlega lengi uppi, þar til það meirnaði hæfilega af vissri „gerð“, sem í það kem- ur, en þar má engu skeika til að fá hið eftirsótta bragð og kjötið verði eins meyrt og ljúf- fengt og það hefur eiginleika til. Ég sá í vönduðustu kjöt- búðum uppihangandi skrokka, sem lá við að væru farnir að slepja að utan og með aðeins grænni slykju þegar vel var að gáð. Þetta var auðvitað þurrk- að af, og þetta var allra bezta kjötið. Það er alveg sama hve ljómandi gripi við tökum til slátrunar, að ef við steikjum eða sjóðum kjötið strax á eftir, verður það seigt, þótt bragðið geti verið ágætt. Hvert slátur- hús þarf að kunna að verka nautakjöt, en þar mun víða á skorta. Við höfum auðvitað mörg fyrsta flokks sláturhús, hvað hreinlæti og vinnubrögð snertir, þegar um sauðfjárslátr- un ræðir. En það mun víða ekki unnt að hengja nautgripa- skrokkana upp í heilu lagi, held ur eru þeir bútaðir í fjórðu- parta og látnir hanga þannig. Þetta má ekki gera. Skrokkana verður að láta stirðna í heilu lagi því að við það eitt verður kjötið meirara. Kjötið þarf að stirðna þannig, að sem mest reyni á vöðvana. Þegar skrokk- arnir eru skornir sundur heitir, skreppa vöðvarnir saman og kjötið verður seigara. Hin rétta meðferð á allri skinnavöru er stórt fjárhagsatriði. Þegar skakkt er rist fyrir eða skinn skorið, eða það er ekki nægi- lega vandlega saltað, stór- skemmist varan, og þær vöru- skemmdir eru bændum ekki að kenna. Gærurnar eru ágætis- vara og þekktar, og úr þeim má vinna mjög verðmikil skinn til klæðagerðar, eins og allir þekkja. En til þess að gærurnar haldi íullu gildi sínu, má ekkert á skorta um vandaða meðferð í sláturhúsunum. Og í þessu sam bandi má nefna húðir af skjótt- um hrossum, kálfum og folöld- um, skrautskinn í háu verði. En verðið hrapar ef einhvers- staðar er áfátt í meðferð. Það er vandi að vera sláturhússtjóri og fá allt starfsfólkið til að vanda vinnu sína samkvæmt ströngustu kröfum um vöru- vöndun í smáu og stóru. Við verðum að viðurkenna, að við erum að vissu leyti skemmra á veg komnir í þessum störfum en í mjólkuriðnaðinum, sem bændur mega vera stoltir af. Þessu til viðbótar vil ég þó benda á, að við höfum lengi verkað lambakjöt samkvæmt • fyllstu kröfum á erlendum mörkuðum og þar stöndum við í stöðu okkar. Verður nú ekki flutt minna inn af erlendu kjarnfóðri cn áður? Alveg eflaust. 'Bændur vilja au'ðvitað nota sitt innlenda fóð- ur eftir því sem hægt er og það geta vonandi allir í vetur. Und- Halldór Pálsson, búnaðarmálasfjóri. anfarandi harðindaár hafa menn ekki aðeins notað erlent . kjarnfó'ður sem fóðurbæti, held ur einnig í stað heys vegna hey-. vöntunar og það. í stórum stíl. Nú vona ég að það verði ekki,. enda staðreynd,, að það geta , engir bændur búi'ð við búfé. nema með því að afla megin-.- hluta fóðursins sjálfir. Það er ■ undirstaðan undir íslenzkum búskap. Það vita bændur mæta vel, ekki sízt þeir, sem þurft. hafa að kaupa heyköggla og er- ■■ lent fóður fyrir stórfé. En með - því hefur bændum tekizt að fleyta sér yfir undanfarandi harðindatímabil á þann veg,. að hvergi hefur orðið fellir,, eins og á mörgum fyrri harð-. indaskeiðum. Bændur eru marg. ir skuldugir vegna fóðurkaup- anna, en þeir hafa ekki misst afurðirnar af bústofni sínum,. þótt það hafi verið keypt dýru , verði og þeir hafa haldið bú- stofni sínum að stærstum hluta.? Þetta má þakka bæði aukinni búfræðilegri þekkingu og víð- tæku félagsmálastarfi, og að-. stoð hins opinbera. Nú er Jítil eftirspurn eftir heyi? Já, satt er það, en bændur ættu ekki.að hafa áhyggjur af því, þótt þeir eigi nokkur um- framhey, margir hverjir. Bænd- ur og aðrir, sem framleitt hafa söluhey á undanförnum árum, eru hinir þörfustu, og hafa bjargað miklu. En nú er rnark-" aður naumur og ekki fyrir nema lítið brot af því, sem í bo'ði er. En þá kemur hið alda-’ gamla vandamál, sem oft er rætt, en það eru fóðurforðabúr- in. Ég held að það sé erfitt a'ð, framkvæma hugmyndir um þessi heyfor'ðabúr, á annan hátt en þann, a'ð bændurnir sjálfir hafi hver um sig heyforðabúr frá góðu árunum, til a'ð mæta þeim lélegri. Menn vilja að vísu fá peninga fyrir umframheyin strax, en það er ekki mögulegt eins og er. En ef bændur stefna að því að eiga sjálfir heyforða- búr, eins og allir beztu bændur hafa* gert og þeir bændur hafa ævinlega búið bezt og orðið efnaðastir, fá þeir að vísu ekki peninga eða vexti fyrir þessa framleiðslu, og auk þess rýrna heyin við geymslu. En þess er þá líka að geta, að peningar rýrna meira en heyin, eða svo hefur það verið á undanförnum árum. Bændur þurfa að stefna að því, að eiga heyhlöður fyrir allt sitt hey í beztu árunum. Þar geymist það vel og það gengur fljótt á þær fyrningar þegar verr árar. Hlöðurnar þurfa að taka svo sem 50% meira eh bóndinn þarf fyrir hey sitt í meðalári. Það hafa fáir eða engir skaðazt á því að eiga fyrningar. Og sumir hafa skaðazt á því að stækka bú sín í stökkum í góðu ári. Það er fyrsta skilyrði til farsæls bú- skapar, að eiga alltaf nægilegt af vel geymdu og góðu fóðri. - Ilefur hrossum fækka'ð veru- lega hér á landi síðustu ár? Þeim hefur aðeins fækkað en ekki mikið. Þær breytingar eru verulegar, að hrossaeignin hef- ur færzt meira á hendur þétt- býlismanna en áður. Hrossin virðast eiga mikla framtíð og ég vona, að hrossabúskapurinn breytis.t á þann veg, að þar verði um algeran ræktunarbú- skap að ræða. Ég hef engan sér- stakan áhuga á hrossakjötsfram leiðslu. Framtíðin á að fela í sér framleiðslu reiðhesta, reglu- legra gæðinga, sem víða um lönd er góður markaður fyrir. Það felst mikil .verðmætasköp- un í því að temja hesta, en enn- þá fæst ekki nægilega hátt ver'ð fyrir reiðhestana. En víst er um það, að hrossaútflutningurinn hefur ekki verið verðbættur -enn sem komið er, og ég hygg að bændur telji þá framleiðslu ekki síður svara kostnaði en hver önnur framleiðsla búanna. Það er alltaf verið að flytja út hrossahópa, bæði til Þýzka- lands, Sviss, Hollands og Norð- urlandanna, Viltu segja eitthvað um vél- væðinguna? Vélvæðingin hefur verið ákaf lega ör og vera má, að hún hafi verið það um of. Bændur eru nýjungagjarnir og lausir við íhaldssemi á. sviði vélvæðingar- innar. Vélvæðingin á verulegan þátt í aukinni framleiðslu og framförum í sveitum. En hver Og einn ijóndi verður að hugsa bæði' frá eigin sjónarmiði og frá. þjóðhagslegu sjónarmiði, er hann vélvæðir bú sitt. Því að- eins eiga vélar rétt á sér, að framleiðsla búanna verði hag- kvapmarii ekki aðeins til þess a'ð frainleiða meira því að þa'ð er ekki markmið í sjálfu sér, h«ldur hitt, að bóndinn eigi . stærri hlut eftir þegar upp er gert og framleiðsluverðið hækki ekki. Ég get sem daemi tekið heybindiyélina, sem er að breið ast út. Ég get ekki séð a'ð þessar vélar þjóni eins gagnlegum til- gangi^ og vera .ætti, nema þegar um sölu heys og langa flutninga er að ræða. Margir telja óspart fram .kosti þessara véla. Þessar vélar eru nokkuð dýrar í inn- kaupi og í viðhaldi. Bindigarnið er dýrt, sag'ði bóndi á Suður- landi nýlega við mig. Hann sagðjst ekki yilja borga 45 þús. krónur fyrir bindigarn utan um hey sitt. Þessi bóndi hefur mikil tún. Svo framarlega að heyið, sem vélbundið er, sé ekki fram- úrskarandi vel þurrt, skemm- ist það oft í þessum böggum. Við höfum reynzlu af þessu undanfarin heykaupaár. Vél- bundnu baggarnir voru grænir að utan, en stundum saman- pressaður mygluklumpur í miðj unni. Kostirnir eru aftur á móti þeir, að þægilegt er að gefa vél- bundna heyið og sérstaklega þægilegt er það þegar gefa þarf heyið út. Félagseign tækja hefur víða gefizt mjög vel og vil ég koma þeirri hugmynd á framfæri, hvort bændur sæju ekki ástæðu til þess að eiga vara-dráttarvél tiltæka þegar einhver bóndinn stendur uppi me'ð bilaða vél og á e. t. v. mikil hey úti en vara- hlutir ekki við hendina, stund- um ekki til í landinu. Umboðin eru ekki nægilega varahluta- birg. Framleiðni landbúnaðarins? Já, oft er talað um hagræð- ingu og framleiðni á síðustu tímum. Ég held að bændur þurfi ekki að bera kinnroða fyrir sínum hlut í því efni, því að, framleiðni í landbúna'ði hef- ur aukizt alveg geysilega mikið og er hjá mörgum bændum mjög mikil. Bændur þurfa að líta á búskap sinn frá hagfræði- legu sjónarmi'ði en þó ekki að- eins á þann hátt að framleiða sem mest og bezt og ódýrast, þótt það sé út af fyrir sig mark- mið búskapar að verulegu leyti. Þeir mega ekki verða vinnu- þrælar eða binda sig svo við vinnu, að líta ekki upp úr henni. Við búskap eru hvers- konar vinnuvísindi nauðsynleg. En það eru a'ðeins þeir bændur, sem eru lifandi í starfi sínu, sem búa vel. Bændur verða að hafa sinn hvíldartíma og þeir verða einnig að gefa sér tíma til að taka þátt í félagsstörfum og menningarmálum. Sveitamenn- ingin verður að haldast og að bændur leggi fram verulegan skerf til þjóðlegrar menningar, eins og þeir hafa alltaf gert. Okkar menning er og var bændamenning og hún þarf að halda áfram að vera það, ríflega að sínum hluta, þótt við getum ekki vænst þess, að bændur einir eigi að leggja til skáldin og listamennina, eins og löng- um hefur verið. Hlutverk bónd ans er ekki eingöngu matvæla- framleiðsla fyrir þéttbýlisfólk og sjálfa sig, þótt svo eigi að vera í stórum dráttum. Þeir verða að rækja sinn menningar- þátt í þjóðfélaginu, ásamt því að sjá sjálfum sér og sínum fjár hagslega borgið, þeir verða líka að varðveita land sitt og á tvennan hátt. Þeir þurfa að varðveita eignarétt bændastétt- arinnar á ábýlisjörðunum og helzt óskiptum, selja ekki utan úr jör'ðum sínum smáskika und- ir sumarbústaði. Það gera að- eins skammsýnir menn, því að vi'ð þetta minnka jarðirnar að verðmæti og gildi. Bændur geta hins vegar leigt lyngmó, kjarrblett eða grænan bolla við góðan læk fyrir ákveðið gjald á ári, til langs tíma og sé þá leigan miðuð við ver'ð á mjólk- urlítra, kjötkílói eða einhverja vísitölu. Þetta getur verið báð- um aðilum hagkvæmt. í öðru lagi þurfa bændur að varðveita land sitt á þann hátt, að láta ekki gróðurlendið minnka eða rýrna. Ofbeit er hættuleg og víða veldur hún uppblæstri. Þar þarf að snúa vörn í sókn og græða landið á ný. Þrekvirki hefur verið gert í því að þurrka mýrlendi og gera það verðmætt land. En þó vil ég *að griðland verði fyrir þær fuglategnudir, sem lifa á votlendi. Smára eða aðrar belgjurtir þurfum við að flytja á uppblásið land og láta þær sjálfar safna köfnunarefni úr loftinu til að bæta jarðveg- inn fyrir aðrar plöntur. Jörðin líður af fosfathungri, þ. e. hið þurra og viðkvæma land og þarf að miða uppgræðsluna við þá staðreynd. Tilraunastarfsemin? Tilraunastarfsemin í landbún aðinum þarf að aukazt á fjöl- mörgum sviðum, einnig leið- beiningaþjónustan. Maður heyr ir því stundum fleygt, að til- raunastarfsemi í landbúnaði sé ekki mikils virði. En víst er, að niðurstöður tilrauna hafa verið grundvöllur allra framfara í jarðrækt og búfjárrækt lands- manna. Tilraunamennirnir hafa ekki byggt stórbýlin hér á landi, en tilraunirnar hafa verið leiðarvísir duglegra bænda til framkvæmda og framfara. En það verður jafnframt að játa, að við stöndum berskjaldaðir gagnvart ýmsum vandamálum, sem úrlausnar krefjast og þurf- um að verja miklu meira fé í hagnýta tilraunastarfsemi og leiðbeiningar. - Sfefnt að 20% (Framhald af blaðsíðu 1) landhelgismálið hæst. Nýlega var skipuð nefnd úr öllum stjórnmálaflokkum til þess að vinna að framgangi landhelgis- málsins. Áður en utanríkisráð- herra okkar, Einar Ágústsson, fór til Bretlands og Vestur- Þýzkalands til að kynna sjónar- mið íslendinga og hagsmuni, var þessi nefnd höfð með í ráð- um. Utanríkisráðherra gerði þá grein fyrir því, hvernig hann hugsaði sér að vinna að því máli og samþykkti nefndin þá fyrirætlun ráðherrans. Af þeim fréttum, sem borizt hafa er það ánægjulegt, að förin mun hafa tekizt vel og þó öllum sé ljóst að meira þarf til, til að vinna málinu fylgi, er ég sannfærður um, að ráðherranum hefur tek- izt að skapa það andrúmsloft, sem nauðsynlegt er fyrir frek- ari undirbúning málsins og framkvæmd. Sumum finnst mikið fyrir tekið hjá ríkisstjórninni og að liún ætli sér ekki af? Mörg verkefni er áformað að leysa, sum mjög veigamikil fyr- ir framtíð þjóðarinnar. Við það er miðað, að þau verði leyst á kjörtímabilinu eða á fjórum árum. Gildi verkefnanna eru mjög mismunandi og verður að meta það hverju sinni frá hags- munum þjóðarheildarinnar, hver þeirra eigi að ganga fyrir. Hraði framkvæmda mi'ðast auð- vitað við getu þjóðarinnar hverju sinni. Kjaramálin, ráðherra? Um þau vil ég endurtaka það, sem ég áður hef sagt, að efna- hagsstefna stjórnarinnar bygg- ist á því, að takast megi að ná skynsamlegri stefnu í kjaramál um. Þá á ég við það, að þeir kjarasamningar, sem gerðir verða í haust, verði bæði gerðir til nokkuð langs tíma og með hli'ðsjón af markaðri stjórnar- stefnu. Sú stefna er m. a. við það miðuð, að 20% kjarabætur náist í áföngum á tveimur næstu árum. Þá verður að Víða er vel búið, búnaðar- málastjóri? Já, og þegar komið er til Eyja fjarðar þarf ekki langt að fara til að benda á blómlegan bú- skap. Búskapurinn á Svalbarðs- strönd vekur aðdáun útlendra og innlendra manna, þó ég hefði nú viljað, að meira væri rúið af ánum þar. Vestan í Vaðlaheið- inni eru rígvænir dilkar og þó mikill fjöldi fjár. Erlendir bú- vísindamenn, sem hér hafa ferð- azt, hafa látið þau orð falla, að þessi sveit sé einhver búsældar- legasti bletturinn á fslandi. Þegar komið er í sveitina sjálfa er allt ræktað milli skurða, frá sjó og upp að klettum. Og þar er fullt af fallegum kúm og kartöflugarðarnir eru miklir og vel sprottnir löngum. Býlin eru falleg og vel upp byggð. Ég man það þegar ég var hér í skóla fyrir fjörutíu árum, hvernig Svalbarðsströnd þá leit út. Þá skar hún sig ekki úr um fram- farir eða menningarlegan bú- skap. Þarna er viss kraftur hjá fólkinu, samheldni og keppni í framförum og framsækni, sem hefur verið einskonar driffjöð- ur sveitarinnar, og svo má segja um fleiri sveitir, þótt ég taki aðeins þetta eina dæmi. En Svalbarðsströnd sýnir, að það er hægt að búa vel á íslandi. Og að lokuni, dr. Halldór Pálsson? 1 svipinn er mjög bjart yfir búskapnum, því að auk binna miklu heyja er útlit fyrir að viS framleiðum í ár meiri kartöflur en oftast áður og næg'ilegt ti; eigin nota í landinu, jafnve1 meira. Um framtíðina er auf vitað engu hægt að spá, því ac' verið getur að strax næsta ve; ur verði hörkuvetur, um þac veit enginn og ekki er eg mef neinar hrakspár í því efni, Bændur hafa minni tekjur ei aðrar vinnandi stéttir, en hin; vegar er landbúnaðurim. skemmtilegasta atvinnugremir sem völ er á. Og eiginlega eigt. ekki aðrir að stunda búsxap ei þeir, sem hafa anægju at bú skapnum og geta sótt lífsnan ingju sína og þroska til pess; atvinnuvegar, auk þess að sj;. sér og sínum farborða. Afsetn ■ ingarvandamálið er ætið íyri: hendi, einkum í góðæri og þac hráefni, sem við notum ekk, innanlands, þarf að selja a er- lendum markaði. Og ef vif' reiknum me'ð, að byrja'ð se góð* æristímabil, vex auðvitaö' s; hlutur, sem þarf að flytja út af hráefni. Fyrir mánuði siban va. ég staddur í Bretlandi, og þa höfðu mjólkurvörur nyleg;. hækkað um 25%. Smjörfjal. Efnahagsbandalagsins var gifu legt fyrir einu ári en er nt horfið, og nú eru EyiirÖinga. ’ að framleiða snijör fyrir bviss ■ lendinga, segir dr. Halldór Páls ■ son að lokum, og þakkar blaðií. viðtalið. E. JL. kjarabótum sjálfsögðu ekki miðað við kaup- gjaldið eitt heldur raunveruleg- ar kjarabætur. Sýnt er einnig, að þeir kjarasamningar, sem nú verða gerðir, verða meira virtir en áður af stjórnvöldum. Þegar er fram komið, að vísitalan hef- ur lækkað en kaupið hækka'ð vegna aðgerða stjórnvalda í sumar, og hafa staðreyndirnar í þessu efni ekki látið á sér standa. Hefur f jármálaráðherra kynnt sér mál Slippstöðvarinnar á Ak- ureyri? Ríkisstjórninni hefur verið kynnt það mál og fjármálaráðu neytið hefur gert nokkru víð- tækari athugun á því en lagt var fyrir ríkisstjórnina. Skýrslugerð af hálfu þeirra, sem að unnu, er lokið og er verið að athuga þær niðurstöð- ur. Um þær aðgerðir, eða þá stefnu, sem ríkisstjórnin kann að taka í málinu, mun ég ekk- ert segja að sinni, enda hefur málið ekki fengið þá meðferð, sem þarf til að svara því. Mér er það hins vegar ljóst, og svo mun vera um aðra ráðherra, að þetta mál skipti Akureyri miklu og að sjálfsögðu mun það haft í huga þegar að úrbót ér unn- ið. Mér sýnist, að nokkuð víð- tækrar aðgerða sé þörf í Slipp stöðinni. Annað stórmál lier ; Akureyri er stækkun sjukr; hússins. Til mín komu fyri * skömmu stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Fjórðungs* sjúkrahússins og lögðu það ma fyrir mig. Þetta verður tekið ti. velviljaðrar athugunar vi't’ næstu fjárlagaafgreiðslu, er. hins vegar eru í því mörg atriði, sem þarf að athuga betur ei. mér hefur unnizt tími tii. É;.: geri ráð fyrir því, að á pess; nauðsynlegu framkvæmd hér ; Akureyri verði af ríkisstjornar • innar hálfu litið með íuilur:*. skilningi og velvilja. Gagnrýnt hefur verið, að raf • orkuverð til húskyndingar hati. ekki verið lækkað cins og olíaii til húskyndingar? Já, þessi gagnrýni er sanr • gjörn, en á sínar orsakir Niðurfelling á söluskatti af olíú. til húsahitunar og' raforku tií sömu nota áttu að fylgjast aö', enda hugmyndin að svo yrði, En þá var upplýst, og kom mer það á óvart, að á sumum stöð- um er ekki unnt að greina á milli þeirrar raforku, sem tii húsahitunar er notuð og anr ■ arri raforkunotkun, eins og inr. heimtunni er háttað. Var þvi ekki unnt, að svo komnu máli, að láta þetta fylgjast ao, svo sem vera átti. Eru mál þessi í nánari athugun. - HEILSUHÆLI (Framhald af blaðsíðu !)• til Suðurlands, þar sem allar slíkar stofnanir eru þegar yfir- hlaðnar langt fram í tímann og að auki hefir það ferðaköstháð og fyrirhöfn í för með sér. Kvenfélögin í nágrannahéruð unum hafa þegar heitið lið- veizlu sinni og tekið rnjög. vel í þetta mál. Það er trú okkar, að þið, eins og ætíð er velferða- mál eru á fer'ð, bregðist vel við, því munið að þetta er hags- munamál okkar allra og enginn veit fyrirfram hvenær hann þarf á heilsuaðstoð að halda. Með fyrirfram þökk fyrir lið- veizluna. Stjórn Náttúrulækninga- félags Akureyrar. Hefur þú haft tíma iil þes;5 nú, að kynna þér hin ymsu mái • efni bæjarins? í morgun skoðaði ég sjúkra- húsið og núna bíður bæjarstjör * inn, Bjarni Einarsson, eftir mer en hann ætlar að kynna fyrir mér ýmsa þætti bæjarmáianna. og sýna mér nokkra staöi. Ég hef nokkuð oft komið til Aku"- eyrar og hef þá jafnan Kapp • kostað að kynna mér einhverja þætti athafna og menningai ■ mála. Það myndi ég gera nú. með lengri dvöl ef til þess væri. tími, og njóta um leið hins fagrn og menningarlega bæjar og na • grannabyggða hans við Eyjr. ■ fjörð. Dagur þakkar svör rá'ðherv- ans. E. D. j *■ *

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.