Dagur - 06.10.1971, Blaðsíða 5
4
■5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Anglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar hi.
Samtök landshluta
ÖLL íbúaaukningin hér á landi leit-
ar til þjónustu- og iðngreinanna, bú-
setuþróunin er því bundin við stað-
setningu þessarra starfsgieina. Menn
eru famir að viðurkenna, að það er
pólitískt úrskurðarefni á hverjum
tíma, hvort draga skuli vald og f jár-
magn í eina allsherjar miðstöð, eins
og raunin hefur orðið hér á landi,
eða dreifa skuli þessum starfsstöðum
um landið. Einmitt af þessum ástæð-
um er nauðsynlegt, að verkaskipting
í þjóðfélaginu milli ríkisvaldsins
annars vegar, sveitarfélaganna og
landshlutasamtakanna hins vegar,
verði tekin til heildarendurskoðun-
ar. í þessarri endurskipulagningu
hafa landshlutasamtök eins og Fjórð-
ungssamband Norðlendinga miklu
hlutverki að gegna bæði sem sam-
starfsvettvangur sveitarfélaganna í
fjórðungnum og tengiliður milli
þeirra og stofnana stjómkerfisins.
Slík samtök geta annast sameiginleg
verkefni sveitarfélaganna, sem flest-
um þeirra em ofvaxin einum sér,
t. d. með því að koma á samstarfi
milli sveitarfélaganna um lausn
þeirra. Þau geta einnig annast sam-
skipti við opinberar stofnanir og
verið samstjómaraðili við ríkisvald-
ið. Með þessum hætti má færa ýmsa
þætti af kerfi hins opinbera inn í
landshlutana og dreifa stofnunum
um landið. Leið til að ná árangri viðj
miðjuvald þjóðfélagsins í Reykjavík,
er að bindast samtökum í hverjum
landshluta.
Starfsemi Fjórðungssambands
Norðlendinga bendir til að nokkurs
megi vænta af samtökunum í hags-
munabaráttu Norðlendinga. Rétt er
að nefna gerð Norðurlandsáætlunar
í atvinnuinálum og nú gerð sam-
gönguáætlunar fyrir Norðurland.
Fyrir forgöngu sambandsins hefur
náðzt samstarf milli heimaaðila og
þeirra, sem áætlunina gera. Þetta er
mikilvægt fyrir Norðlendinga og
byrjun á samstarfi milli heima-
manna og ríkisvaldsins um lausn á
fleiri vandamálum. Reynslan bendir
til þess að treysta beri slík samtök
sem þessi með því að skipa þeim sess
í stjómkerfinu og löghelga hlutverk
þeirra. Jafnframt þarf að sjálfsögðu
að tryggja þeim óháðan tekjustofn.
Núverandi ríkisstjóm hefur lýst því
yfir, að haft verði aukið samstarf við
landshlutasamtök sveitarfélaganna
og þess er vænst, að starfsemi þeirra
verði efld. Þar með er aukin félags-
leg þátttaka dreifbýlisins í uppbygg-
ingarstarfseminni. Með slíku sam-
starfi má lyfta Grettistökum fyrir
dreifbýlið í heild. □
Samgönguáætlim fyrir Norðurl. In8var Gíslason aiþingismaður.:
Ályktanir Fjórðungsþings Norðlend-
inga haldið í Ólafsf. dagana 9-10 sept.
FJÓRÐUNGSÞING telur, að
framkvæmdastefna samgöngu-
áætlunar fyrir Norðurland
grundvallist á eftirfarandi til-
lögum:
a) Flugsamgöngur.
Fjórðungsþing leggur áherzlu
á nauðsyn stóraukinna fjárveit-
inga til flugvallamála á Norður-
landi.
Telur þingið, að í væntanlegri
samgönguáætlun Norðurlands
vérði að gera ráð fyrir uppbygg
ingu þriggja aðalflugvalla, þ. e.
nýs flugvallar við Sauðárkrók,
Akureyrar- og Aðaldalsflug-
valla, en auk þess verði full-
gerðir smærri flugvellir, sem
miðist við, að hrundið verði í
framkvæmd áætlun um reglu-
legar flugsamgöngur innan
fjórðungsins með heppilegri
flugvél eða flugvélum. Verði
allir flugvellirnir búnir Ijósum
og öðrum öryggisbúnaði, svo og
að séð verði fyrir snjómokstri á
völlunum og á vegum, sem að
þeim liggja. Einnig verði far-
þegum og áhöfnum flugvéla séð
fyrir góðri aðstöðu á flugvöll-
unum.
Þingið telur að vinna verði
að því að skapa rekstrargrund-
völl fyrir flugsamgöngur innan
fjórðungsins og byggja beri þær
upp með þeim tækjum, sem fyr-
ir eru, en um leið verði gerðar
ráðstafanir til kaupa á hag-
kvæmustu tækjum, svo sem
flugvél af gerðinni „Twin
Otter“. Bendir þingið á, að með
stuðningi við kaup á slíkri vel,
getur ríkissjóður stórbætt inn-
anfjórðungssamgöngur og um
leið haldið framlögum til full-
nægjandi flugvallaframkvæmda
innan hæfilegra marka.
b) Vegamál.
Þingið telur, að í vegamálum
í fjórðungnum verði höfuð-
áherzla lögð á, að millibyggða-
vegir frá Hrútafirði til Þórs-
hafnar og Vopnafjarðar með
tengingum við öll kauptún og
kaupstaði á Norðurlandi verði
gerðar þannig úr garði, að þeir
verði vel færir svo til allt árið.
Verði sérstaks fjármagns aflað
til þessara framkvæmda sbr.
Vestfjarða- og Austurlandsáætl
anir. Á sama tíma verði fram-
kvæmdum haldið áfram innan
byggða skv. vegaáætlun.
1 I
c) Aukið vegaviðhald.
Fjórðungsþing leggur áherzlu
á það, að stóraukið verði vetrar-
og sumarviðhald vegakerfisins í
fjórðungnum, enda verði sóma-
samlegt viðhald að teljast lág-
markskrafa, meðan vegirnir eru
ekki betur úr garði gerðir en
raun ber vitni. Þá leggur þing-
ið sérstaka áherzlu á, að endur-
skoðaðar verði reglur um snjó-
mokstur í fjórðungnum, þar
sem þær verða að teljast óvið-
unandi. Stefnt verði að því að
halda öllum vegum á Norður-
landi opnum allan veturinn og
verði allur kostnaður greiddur
af ríkissjóði.
d) Sjósamgöngur.
Fjórðungsþing Norðlendinga
telur brýna nauðsyn á að endur
skoða núgildandi hafnalög. Þing
ið telur að auka þurfi verulega
athygli á því, að flestum íslenzk
um höfnum er í dag að óbreytt-
um tekjustofnum ógerlegt að
standa undir framkvæmdaþörf
og í mörgum tilfellum undir
skuldabyrði vegna fram-
kvæmda, sem lokið er. Telur
þingið því að auka þurfi hlut
ríkissjóðs í framkvæmdakostn-
aði eða skapa höfnum mögu-
leika á auknum tekjum.
Þingið telur athugandi, að
gerð fiskihafna, þar sem eigi er
um verulegar tekjur af öðru en
lönduðum afla að ræða, eigi að
öllu að kostast úr ríkissjóði, en
viðkomandi sveitarfélög síðan
að sjá um reksturinn.
Þá telur þingið rétt, að ríkis-
sjóður kosti að öllu leyti gerð
brimbrjóta og sandvarnagarða
við hafnir.
Þingið telur, að sömu lög eigi
að gilda um allar hafnir. Það
telur, að ríkisvaldið verði að
gæta þess að mismuna ekki hin-
um ýmsu samgönguþáttum,
höfnum í óhag eins og verið
hefur, en hver þáttur verði að
gjalda til hins opinbera í hlut-
falli við fjárfestingu í samgöngu
mannvirkjum og reksturskostn
að þeirra.
Þingið telur að samræma
þurfi vörugjaldskrá norð-
lenzkra hafna og það beinir því
til fjármálaráðherra að fella nið
ur söluskatt af upp- og útskip-
unarvinnu.
e) Hafnarmálastofnun
á Akureyri.
Þingið telur rétt, að Hafna-
málastofnunin eða deild úr
henni verði staðsett á Akureyri
og bendir í því sambandi á
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar um flutning ríkisstofnana
frá Reykjavík. Þá telur þingið
að breyta eigi starfssviði hafna-
málastofnunarinnar og telur
óæskilegt, að sami aðilinn sjái
um hönnun, framkvæmd og
eftirlit verka við hafnargerðir.
f) Hafnarmálaþáttur samgöngu-
áætlunar.
Þingið leggur áherzlu á þýð-
ingu hafnanna fyrir atvinnulíf
á Norðurlandi og bendir á, að
framtíð margra byggðarlaga er
komin undir því, hvernig til
tekst með hafnaruppbyggingu
og útgerðaraðstöðu á næstu ár-
um. Telur þingið að líta beri á
uppbyggingu hafnanna, sem
óaðskiljanlegan þátt í samhliða
uppbyggingu norðlenzkra
bygg<3a skv. Norðurlandsáætlun
g) Beinn innflutningur til
aðalhafna.
Þingið telur, að nauðsynlegt
sé, að stuðlað verði að því, að
beinn innflutningur til helztu
hafna á Norðurlandi geti aukizt
frá því sem nú er. Einnig verði
strandferðir að og frá Reykja-
vík reglulegri en hingað til og
komið verði á strandferðum
smærri skips eða skipa út frá
Akureyri. Þá telur fundurinn
að afla verði fjár til endurbóta
á aðstöðu til vörumóttöku og
vöruafgreiðslu á helztu höfnum
fjórðungsins.
h) Þéttbýlisvegir.
Með hliðsjón af því, að gerð
fjölfarinna þjóðvega í gegnum
þéttbýlisstaði er kostað af þétt-
býlisvegafé, sem er alls kostar
ónógt til að þéttbýlisstaðirnir
geti gert þjóðvegina samhliða
samgönguáætlun, telur þingið
að koma verði sérstök fjár-
magnsútvegun, til þess að þess-
ir hlutar vegarins dragist ekki
afturúr. Með tilliti til þess, að
nú stendur fyrir dyrum endur-
skoðun reglugerðar um mörk
þjóðvgga í þéttbýli, telur þingið
nauðsynlegt, að fulltrúar þétt-
býlisstaða í Norðurlandi og
Vegagerð ríkisins haldi fund
um nýjar reglur um mörk þjóð-
vega í Norðurlandi og gerð
þeirra í samræmi við samgöngu
áætlun.
i) Ábendingar svæðafunda um
samgöngumál.
Ennfremur bendir þingið á
ábendingar þær, sem fram
komu á samgöngumálafundum,
sem haldnir voru víðsvegar í
Norðurlandi til undixbúnings
samgönguáætlunar.
j) Sanigönguáætlun komi til
framkvæmda 1972.
Fjórðungsþing leggur áherzlu
á, að undirbúningi samgöngu-
áætlunar verði hraðað svo, að
mögulegt verði að framkvæma
1. áfanga á næsta ári, sem nái
til aðkallandi verkefna, sem
ekki þola bið og til að bæta sam
göngumannvirki, sem liggja
undir skemmdum eða þjóna
ekki hlutverki sínu.
Samhliða verði unnið að sam-
gönguáætlun, sem verði alhliða
þar sem lögð verði áherzla á
stærri verkefni og þýðingar-
mikla minni áfanga til að
tryggja eðlilegar samgöngur.
k) Samstarf við Fjórðungssam-
band Norðlendinga.
Þingið telur það ófrávíkjan-
lega kröfu, að samgönguáætl-
unin verði áfram unnin í sam-
starfi milli Fjórðungssambands
ins, Efnahagsstofnunarinnar og
yfirvalda samgöngumála. Þing-
ið telur nauðsynlegt, að Fjórð-
ungssambandið eigi þess kost
að gera tillögur um val verk-
efna og öðrum þeim fram-
kvæmdum áður en áætlunin er
staðfest. Við fjármagnsútvegun
til samgönguáætlunar telur
þingið að verði að gæta þess, að
ekki verði dregið úr fjárfram-
lögum til samgöngubóta í Norð-
urlandi í vegaáætlun og í fjár-
lögum t. d. til hafna og flug-
valla. Ennfremur verði það
tryggt, að fjármagnsútvegunin
skerði ekki framlög til annarra
samgöngubóta í fjórðungnum.
Þingið leggur til, að fjármagns-
útvegun miðist við að ljúka
heildarverkefnum. □
Er læknamennlunin á villigöfum?
GÁFAÐUR menntamaður lét
svo ummælt í sambandi við um
ræður um héraðslaeknaskortinn
í landinu, að ekki væri von á
góðu í þeim efnum, því að
læknanámið í Háskóla íslands
væri „á villigötum", kennslu-
hættir og viðhorf til starfsundir
búnings læknaefnanna væri
þess eðlis, að ekki þyrfti að
búast við, að kandídatar legðu
fyrir sig að þjóna landi sínu og
þjóð sem héraðslæknar, enda
væru þeir ckki siðferðilega
undir það búnir.
Enginn dómur skal lagður á
þessa fullyrðingu, en þó ekki
væri nema brot af sannleika í
henni fólginn, þá er um svo
alvarlega misfellu að ræða í
kennslufyrirkomulagi í Háskól-
anum, að ekki verður við unað.
Um þetta efni segir svo í grein-
argerð fyrir frumvarpi um
sjúkrhús á Akureyri, sem við
fluttum á þingi í vetur, þing-
menn Framsóknarflokksins úr
Norðurlandskjördæmi eystra:
Hvert er niarkmið sérfræði-
kennslu?
Hver hugsandi maður hlýtur
að gera sér grein fyrir því, að
sérfræðikennslu til ákveðinna
starfa er fyrst og fremst haldið
uppi í landinu til þess að
tryggja landsmönnum — þjóð-
inni í víðtækum skilningi — til-
tekna nauðsynjaþjónustu. Há-
skóli er að sjálfsögðu hvort
tveggja í senn vísindastofnun
og hagnýt kennslustofnun. Há-
skóla íslands er því ætlað að
þjálfa menn til tiltekinna nauð-
synjaverka, sem inna þarf af
hendi í almannaþágu á íslandi.
Læknadeild Háskóla íslands er
beint framhald af Læknaskólan
um gamla, og engum getur
blandazt liugur um, að mark-
mið þess skóla var nær einvörð-
ungu að sjá íslendingum fyrir
því, að í landi þeirra væru til-
tækir menn, sem vildu gegna
læknisstörfum meðal fólksins í
landinu. Þessi megintilgangur
með innlendri læknakennslu
hefur ekki breytzt. Það er því
nokkuð hörð ásökun, ef rétt
reynist, að starfsþjálfun læknis
efna gangi samkvæmt eðli sínu
gegn þessu markmiði! Flutn-
ingsmenn þessa frumvarps hafa
Ingvar
Ragnarsson
Fæddur 17. júlí 1954.
Dáinn 8. ágúst 1971.
KVEÐJA FRÁ ERLINGI OG FLOSA
Með klökkva og þökk við komum hér í dag,
að kveðja þig í hinzta sinni vinur.
ÖII heimabyggðin syngur sorgarlag,
saknar þín æskan, drjúpir blóm og hlynur.
Sú birta er hér, sem barstu í þennan heim,
þó brosið milda sjáist ckki Jengur.
Nú fylgir þér bæn frá bernskuvinum tveim,
sem blessa minning þína, góði drengur.
Þ.
ekki skilyrði til þess að meta
til fulls réttmæti þessarar ásök-
unar í garð starfsþjálfunar
lækna nú um sinn. Hitt telja
þeir eðlilegt, að einskis sé látið
ófreistað til þess að tryggja það,
að læknakennsla fari þannig
fram, að kandidatar frá ríkis-
reknum læknaskóla séu fræði-
lega og siðferðilega sæmilega
undir það búnir að sinna þeim
störfum í starfsgrein sinni, sem
þjóðinni er mest nauðsyn á
hverju sinni. Nú er það stað-
reynd, að mikill læknaskortur
er hér á landi og víða neyðar-
ástand í heilbrigðismálum.
Ástæðan er ekki einvörðungu
sú, að fáir hljóti lælcnismennt-
un hér á landi, heldúr allt eins
af því, að læknislærðir menn
staðfestast illa hérlendis og
ílendast annars staðar, Sérstak-
lega ber á skorti almennra
• heimilislækna-í þéttbýli og á
héraðslæknaleysi úti um byggð
ir landsins.
Auka þarf veg héraðslæknis-
starfanna og hinna almennu
læknisstarfa með sérstakri þjálf
u'n stúdenta til slíkra starfa,
framar því, sem verið hefur.
Varla þyrfti það að kosta óyfir-
stíganlega erfiðleika eða um-
ÆR til sölu,
þar á nieðal nokkrar
góðar forustuær,
Steingiímur Níelsson
Æsustöðum
3ja tonna trillubátur
með stýfishúsi og 16
ahestafJa .Saal) yél og
Simrad dýptarmæli, er
til sölu.
Sími 6-17-11 og 6-17-08.
VIL SELJA:
Sharp útvarpsferðatæiki
Hoover þvottavél
Gólfdregil 3.70xÖ.70m.
■ Símastóh ~ ..—
Krakkárúm með clýnu
Forstofuhillu
Dívan
Skíði og skór
Sími 1-20451.
Singer saumavél
(fótstigin) til sölu.
Uppl. í síma 1-11-99.
AKUREYRINGAR
og- nærsveitamenn.
Verð nokkra daga í bæn-
um með fótsnyrtingu
Pöntunum veitt móttaka
í síma 2-10-30.
Kristín Gnðnadóttir.
BÍLSKÚR
óskast til leigu.
Uppl. í sínia 1-17-78
milli kl. 19 og 20.
brot á sviði lækniskennslu í
landinu. Nú eiga sér stað mikl-
ar umræður um endurbætur og
nýskipan háskólanáms hér á
landi sem annars staðar. Að lík-
indum verður lækniskennslan
ekki útundan í þeim umræðum,
og vonandi hafa sérfræðingar
þolinmæði til þess að hlusta á
raddir manna, sem af einlægni
vilja vinna að því, að menntun
lækna sem önnur menntun
komi að sem mestum notum
fyrir land og lýð. □
TAPAÐ!
Tapast hefur varahjól af
Benz vörubíl, stærð
8.25x20 á leiðinni Akur-
eyri—Bárðardalur
Finnandi vinsamlegast
láti vita til Jóns A. Páls-
sonar Lækjarvöllum
Bárðardal.
Tapazt hefur svart
peningaveski með
ökuskírteini og nafn
skírteini og fleiru.
Skilvís finnandi er
vinsamlegast beðin að
gera skil á afgreiðslu
blaðsins.
Kaupi frímerki og
Kórónumynt.
Upplýsingar á
Bæjarsnyrtingunum
Sími 2-15-47.
Notaður Barnavagn
óskast til kaups,
Uppl. í síma 2-13-75.
Hálfsdagsgæsla
óskast á 17 mánaða
dreng frá 15. þ.m.
annað hvort í heimahúsi
eða á staðnum, við
Ásveg. Húsnæði kemur
til greina.
Uppl. í síma 1-10-70
eftir kl. 2 e.h.
Barngóð kona eða ung-
lingsstúlka óskast til að
gæta tveggja barna fyrir
hádegi.
Upplýsingar í Helga-
magrastræti 15
á kvöldin.
RAFVIRKJANEMI
óskast.
Eiginhandarumsókn
sendist í pósthólf 373.
VANTAR VINNU!
Reglusamur piltur
(18) ára óskar eftir
vinnu fyrri hluta dags.
Uppl. í síma 2-19-63
á kvöldin.
_ Norðurlandaferð
Framhald af blaðsíðu 8.
5. DAGUR — 11. júní:
Osló og næsta nágrenni skoð-
að.
6. DAGUR — 12. júní:
Farið frá Osló til Gautaborg-
ar og gist þar.
7. DAGUR — 13. júní:
Siglt frá Gautaborg til Jót-
lands. Nyrzti hluti Jótlands
skoðaður og ekið um Álaborg
til Silkiborgar og gist þar.
8. DAGUR — 14. júní:
Ekið frá Silkiborg um Árósa,
suður Jótland og yfir til Odense
til Kaupmannahafnar. Gist þar.
Síðan dvalið í Kaupmanna-
höfn 6 daga. Kaupmannahöfn
skoðuð og farið í skoðunarferð-
ir um Sjáland. Haldið heim til
Akureyrar 21. júní. Brottfarar-
tími frá Kaupmannahöfn er
óákveðinn.
Ferðin kostar ca. 18 þús. kr.
fyrir manninn, og innifalið er
eftirfarandi: Flugfar fram og til
baka. Allur akstur erlendis, sem
upp hefur verið gefinn í ferða-
áætluninni, gisting og morgun-
verður. Þá má geta þess, að
fararstjórar verða tveir, annar
frá ferðaskrifstofunni, en hinn
úr Norðurlandskjördæmi eystra
Það skal að lokum tekið fram,
að þátttaka er öllum heimil, og
þeim sem áhuga hafa á slíkri
ferð er bent á að hafa samband
við skrifstofu F.F.N.E., Hafnar-
stræti 90, Akureyri, sími 2-11-80,
sem allra fyrst, en skrifstofan
veitir allar upplýsingar um
ferðina. □
Kæiiskápar
2—3 herbergja íbúð
óskast TIL LEIGU nú
þegar eða eftir samkomu-
lagi fyrir öldruð hjón.
Upplýsingar í símum
1-22-37 og 2-11-95.
Reglusamur skólapiltur
óskar eftir að taka á leigu
herbergi með húsgögn-
um í 6 mánuði.
Upplýsingar í herbergi
22, Hótel Akureyri.
HERBERGI
helzt á Oddeyri,
óskast til leigu.
Uppl. í Kjötiðnaðarstöð
K.E.A.
Sími 2-11-63.
Þriggja herbergja sérhæð
til sölu.
Til sýnis í Helgamagra-
stræti 15 á kvöldin.
íbúð óskast til leigu.
Upplýsingar frá 9. f.h.
til 6. e.h. Sími 1-19-60.
BARNLAUS HJON
sem bæði vinna úti,
óska eftir lítilli
ÍBÚÐ STRAX
sem næst vistheimilinu
Sólborg.
Uppl. í síma 2-11-45.
2 herb. ÍBÚÐ til leigu.
Uppl. í Sæbóli Glerár-
hverfi á miðvikudag.
Lítið geymsluherbergi
óskast til leigu.
Uppl. í síma 2-15-46.
AEG 245 og 295 lítra.
WESTINGHOUSE 180, 215 og 270 lítra
UPO 240 lítra.
AFBORGUNARSKILMÁLAR.
JÁRN- OG GLERVÖRUDEiLD
er í Brekkugötu 3 (Leðurvörur) bakhúsi.
Allskonar dömu og barnafatnaður.
VERZL. DRÍFA
Leiklislarnámskeið!
Leiikfélag Akureyrar gengst fyrir leiklistarnám-
skeiði í vetur,’ ef næg þátttaka fæst.
Fyrirhugað er að nátnskeiðið hefjist um miðjan
október. Leiðbeinendur verða Björg Baldvins-
dóttir og Jóhanna Þráinsdóttir.
Þátttaka tilkynnist eigi síðar en laugardaginn
9. okt. Þráni Karlssyni, Sími 1-21-29, og gefur
hann nánari upplýsingar.
VERKALÝÐSFÉLAGIÐ EINING.
Félagsfundur
Verkalýðsfélagið Eining heldur íélagsfund í Al-
þýðuhúsinu á Akureyri miðvikudaginn 6. okt.
kl. 9. e.h.
Dagskrá:
Inntaka nýrra félaga.
Samningarhir.
Önnur mál.
Félagar fjölmennið;
VERKALÝÐSFÉLAGIÐ EINING.
Fuilfrúakjör,
Stjórn Verkaíýðsfélagsins Einingar hefur ákveðið
í samræmi við lög félagsins, að kosning fulltrúa
á 5. þing Verkamannasambands íslands, sem
haldið verður í Reykjavík 30. október, skuli
íara fram að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu.
Á hverjum framboðslista skulu vera nöln 8 aðal-
manna og 8 varamanna.
Einnig hefur stjórnin ákveðið, að kosning full-
trúa á 12. þing Alþýðusambands Norðurlands,
er haldið verður á Húsavík 6. og 7. nóveinber,
fari fram að viðhafðri alsherjaratkvæðagreiðslu.
Á hverjum framboðslista skulu vera nöfn 17 að-
almanna og 17 varamanna.
Framboðslistum vegna beggja þessara kosninga
skal skila til skrifstofu verkalýðsfélaganna,
Strandgötu 7, Akureyri, eigi síðar en kl. 12 á
hádegi föstudaginn 15. október 1971. Hverjum
framboðslista þurfa að fylgja meðmæli 100 full
gildra félagsmanna.
Akureyri, 4. október 1971.
VERKALÝÐSFÉLAGIÐ EINING.