Dagur - 17.11.1971, Blaðsíða 4
4
3
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar hi.
Bindindisdagurinn
BINDINDISDAGURINN er á
sunnudaginn. Landssamband gegn
áfengisbölinu hefur ákveðið þann
dag, sem baráttudag og beinir því til
félaga sinna um land allt, að minnast
dagsins á þann hátt, er þau telja bezt
henta á hverjum stað.
Áfengisbölið á íslandi snertir tug-
þúsundir manna. Afengisneyzlan er
mestur slysavaldur í umferðinni,
dregur úr vinnuafköstum, líklega
enn meira en verkföllin og er þá
langt jafnað. Áfengisneyzlan er einn-
ig mestur síðferðilegur slysavaldur í
landinu og til hennar má bæði rekja
glæpi og hverskonar önnur afbrot,
svo og upplausn fjölmargra heimila.
Hún leiðir unglinga og aðra á glap-
stigu og til hennar rekja læknar og
sálfræðingar taugáveiklun þúsunda
barna, er eiga drykkfelda foreldra.
Áfengisneyzlan er „andlegur barna-
morðingi“ á íslandi, sem gengur
laus, oftast í dularklæðum og sak-
laust fólk leiðir í hús sín.
Þjóðfélagið bannar aðeins einni
fjölmennri stétt manna að neyta
áfengis við vinnu sína og eru það
bílstjórar. Þeir eru réttilega sviptir
atvinnuréttindum ef þeir láta áfengi
inn fyrir sínar varir í vinnunni og
til þeirra næst. Löggjafi, dómsvald
og almenningur eru hér samtaka og
er á því full nauðsyn. En hvers vegna
eru kennarar ekki sviptir sínum at-
vinnréttindum, er þeir mæta undir
áhrifum áfengis til vinnu sinnar, eða
prestar, bankastjórar, sýslumenn, for
stjórar, iðnaðarmenn o. s. frv? Eru
þeirra verk svo lítils verð, að einu
megi um þau gilda? Hér þarf að
verða breyting á, bæði í löggjöf og
almenningsálitinu, á þann veg, að
aðrar stéttir en bílstjórar búi við
verulegt aðhald í áfengismálum.
Nágrannaþjóðir okkar telja
fræðslu og meiri fræðslu um áfengis-
mál mestu vöm gegn áfengisneyzlu
og ofdrykkju. Hér er eflaust nauð-
synlegt, að stórauka þennan þátt
fræðslunnar. Hér á landi eru ýmsir
þættir heilbirgðismála á þann veg,
að yfirvöldin taka umsvifalaust til
sinna ráða, þegar einstaklingar eru
öðrum hættulegir, samanber berkla-
veiki, taugaveiki o. fl. Hins vegar
em drykkjusjúklingar látnir ganga
lausir og enginn vill við þeim taka
til lækninga. Þessu þarf líka að
breyta og koma upp lokuðu hæli
fyrir þá.
Drykkjuskapurinn á íslandi er
hemill á hag\exti, meiri hemill en
flesta grunar. Hann er einnig hemill
menningarlegrar þróunar á flestum
sviðum. Minnumst alls Jjessa á bind-
indisdaginn og aðra daga. □
Úr ræðum Einars Ágústssonar ráðherra
landhelgi, þá vildu þeir þó við-
urkenna sérstöðu íslendinga og
taka þátt í því að leysa okkar
mál.
Ég sá það í blaðinu Vísi í gær,
að þessar góðu fréttir myndu
auka trú manna á því, að land-
helgisráðstefna Sameinuðu þjóð
anna muni leysa þessi mál okk-
ur í hag, þess vegna hefði svo
sem alveg eins mátt bíða með
einhliða aðgerðir. Ég vil vara
við þeirri túlkun. í fyrsta lagi
held ég að það sé nokkurn veg-
inn alveg ljóst, að landhelgis-
ráðstefnan verður ekki haldin
1973. Hún þarf miklu lengri
undirbúning. Ég minni á, að
landhelgisráðstefnan 1958 og
1960 voru haldnar eftir tíu ára
undirbúning.
Hitt er alveg ljóst, að við get-
um ekki beðið með að færa okk-
ar landhelgi út, til þess er mál-
ið alltof aðkallandi fyrir okkur.
Þess vegna verðum við að halda
okkar strik, en gott er að þróun
in vinnur með okkur, eins og
líkur benda til. En við verðum
eins og fyrr, að treysta á sjálfa
okkur, samstöðu þjóðarinnar og
vilja og getu til að leiða þetta
mál til farsælla lykta.
Auk þess getum við með for-
dæmi okkar átt drjúgan þátt í
að skapa alþjóðareglur um þessi
mikilvægu mál. Við höfum gert
það áður og við getum gert það
enn, sagði ráðherra.
Varnarmálin.
í kaflanum um varnarmálin
minnti Einar Ágústsson utan-
ríkisráðherra fyrst á þann kafla
stjórnarsáttmálans, sem um þau
fjallar. En þar segir, að samn-
ingurinn við Bandaríkin skuli
tekinn til endurskoðunar eða
uppsagnar í því skyni að varnar
liðið hverfi brott frá íslandi í
áföngum. Er að því stefnt, að
brottför varnarliðsins eigi sér
stað á kjörtímabilinu. Jafnframt
er sagt, að við munum, með
óbreyttum aðstæðum, vera
áfram í NATO, og við höfum
síðan undirstrikað, að ísland
muni standa við skuldbindingar
sínar þar. En enn skal það ítrek
að, sagði ræðumaður, að við telj
um ekki að þátttaka okkar í
þeim samtökum leiða til þess,
að við séum skuldbundnir til
þess að hafa hér hersveitir á
friðartímum, og vísum við í því
sambandi til forsögu málsins og
fyrirvara allra þeirra manna,
sem í samningaviðræðunum
tóku þátt af íslands hálfu. Enda
leiðir það af því að gildistími
NATO-samningsins og varnar-
samningsins er ekki hinn sami,
að þar er um tvö aðskilin mál
að ræða.
Varnarsamningurinn er fyrst
og fremst samningur milli ís-
lands og Bandaríkjanna. Þegar
. ég hef kynnt mér allar aðstæð-
ur rækilega, mun ég óska eftir
viðræðum við Bandaríkiastjórn
um liann. Stefnumark okkar er
það, að við viljum, að varnar-
liðið hverfi úr landi í áföngum
og að það geti átt sér stað á
kjörtímabilinu.
í þessu sambandi vil ég ítreka
það hér, sem ég hef þráfaldlega
sagt, bæði utanlands og innan,
ér þessi mál hefur borið á góqja,
að það hefur frá upphafi verið
skoðun mín, að alla tíð hafi ver-
ið litið á þessi mál ranglega,
þannig, að þar hafi verið okkar
skylda að sanna það, að ástand
heimsmála væri þannig, að hér
þyrfti ekki varnarlið. Þetta tel
ég alveg óeðlilegt.
Árið 1951 sýndu NATO-þjóð-
irnar okkur fram á, að hér
þyrfti að vera her vegna atburð
anna í Kóreu og ástandsins í
heiminum yfirleitt og þáver-
andi stjórnvöld féllust á þetta.
Alveg á sama hátt tel ég það
nú, tel ég það bandalagsþjóð-
anna að sannfæra okkur um
það, að hér sé enn nauðsyn
varnarliðs, því að það á að vera
undantekningin, hitt reglan.
Allsstaðar þar sem ég hef
verið spurður um þá ákvörðun
ríkisstjórnarinnar í þessu máli,
hef ég gefið sama svarið. Ástæð
urnar eru þjóðernislegar til-
finningar íslendinga fyrir því,
að við eigum ekki einir allra
þjóða að una því, að hér sé um
aldur og ævi erlent herlið. Við
höfum fyrir okkur dæmin um
það frá nágrannaþjóðunum, að
þær eru síður en svo áfjáðar í
það, svo ekki sé nú meira sagt,
að taka við því, varnarliði, sem
hugsanlega þyrfti að fara héð-
an. Bæði Danir og Norðmenn
hafa látið í ljósi ákveðna ósk
um það, að til þess þyrfti ekki
að koma. Við skiljum þetta vafa
laust allir, íslendingar. Og eins
og við skiljum afstöðu frænda
okkar á Norðurlöndum, þá ætl-
umst við líka til þess, að einnig
þeir skilji afstöðu okkar. Ég vil
vænta þess, að sú skoðun verði
ofaná meðal erlendra vinaþjóða,
að ósk íslendinga um endur-
skoðun varnarsamningsins, þar
sem stefnt sé að brottför varnar
liðsins, sé ekki aðeins eðlileg
ósk friðelskandi þjóðar, heldur
einnig sjálfsögð réttlætisráð-
stöfun. □
SMÁTT & STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 1).
Þá er þess að gæta, að land-
grunnið hefur ekki verið nægi-
lega mælt og kortlagt til að
hægt sé að ákvarða á þessu
stigi, hvar mörkin eiga að vera,
samkvæmt tillögu Sjálfstæðis-
og Alþýðuflokks. Fjögur hundr
uð metra jafndýptarh'na er
mjög krókótt og mjög mislangt
frá landi. En 50 mílna fiskveiði-
lögsaga er einföld og varzla
hennar er miklu auðveldari.
Nú fyrir nokkrum dögum
komu heim sendimenn okkar
frá Bonn og London. Eins og
blaðafregnir herma og við mátti
búast, héldu talsmenn Breta og
Þjóðverja mjög fast við fyrri
túlkun sína, en eins og menn
vita, eru aðalatriði þess mál-
flutnings þau, að útfærslan sé
ólögleg að alþjóðalögum, auk
þess hafi þeir í höndum lögleg-
an samning, sem íslenzk ríkis-
stjórn hafi gert við þá. Sá samn-
ingur sé óuppsegjanlegur,
kannski að vísu ekki gerður til
eilífðar, — þeir hafa farið held-
ur létt yfir þann þröskuld —
þegar gildistími samningsins
hefur verið ræddur. En það sem
áunnizt hefur í þessum samn-
ingaviðræðum, er það, að þess-
ar þjóðir hafa viðurkennt sér-
stöðu íslendinga.
Deilan stendur hins vegar um
það, hvernig það skuli gert,
sagði ráðherrann. Þessar þjóðir
vilja taka tillit til sérstöðu ís-
lendinga á þann hátt, að draga
úr veiðum annarra þjóða, þann-
ig að við getum fengið stærri
hluta af kökunni, sem til skipt-
anna er. En við viljum fá óskor-
aða fiskveiðilögsögu yfir land-
grunninu öllu og áfanga þess að
þessu sinni. Upp úr þessum við
ræðum slitnaði ekki, heldur var
ákveðið, að næstu fundir yrðu
haldnir í Reykjavík í janúar-
byrjun, eftir nánara samkomu-
lagi.
Aðrar fregnir af þessu máli
eru okkur heldur hagstæðar.
Fréttamiðlar hafa sagt frá því,
að sendimenn okkar sem sátu
fund einingarsamtaka Afríku,
komu með þær góðu fréttir, að
vísindaráðið hefði ákveðið að
leggja til við samtökin og stjórn
ir hinna einstöku ríkja, að 200
—212 mílna fiskveiðilögsaga
yrði stefna Afríkuþjóða. Það er
auðvitað gífurlega mikils virði
að geta átt von á því, að 41 með-
limur Sameinuðu þjóðanna ger-
ist á einu bretti ákveðinn stuðn
ingsmaður okkar í landhelgis-
málinu. En áður er vitað um
stefnu margra Suður-Ameríku-
ríkja, sem er okkur hagstæð.
Yfirleitt má segja, að fregnir af
þróun mála í heiminum í þess-
um málum, sé okkur hagstæð.
Fyrir nokkrum dögum skrif-
aði sendiherra okkar í Kaup-
mannahöfn mér bréf, þar sem
hann skýrði frá því, að sendi-
herra Alþýðulýðveldisins Kína
hefði komið á sinn fund til að
tjá íslendingum þakkir vegna
stuðnings við málstað lýðveldis-
>ns hjá Sameinuðu þjóðunum ?
dögunum. En jafnframt skýrði
sendiherrann frá því, að
kínverzka ríkisstjórnin myndi
ætla að styðja kröfu íslands um
50—70 sjómílna fiskveiðilög-
sögu. En það er að mínum dómi
alveg ljóst, að kínverzka alþýðu
lýðveldið mun láta mikið til sín
taka á alþjóðavettvangi nú,
þegar dyr Sameinuðu þjóðanna
hafa opnazt fyrir þeim.
Sjávarútvegsráðherra var á
ferð í Rússlandi um daginn, eins
og frá hefur verið skýrt og
flutti þær fréttir þaðan, að enda
þótt Rússar væru eins og fyrr,
ákveðnir talsmenn þröngrar
Framhald af blaðsíðu 8.
ánægju og þökk. Þessir áhuga-
menn unnu löngum vegna
ánægjunnar einnar og listarinn-
ar, en tóku ekki laun fyrir. Enn
stunda Akureyringar leiklist,
hin sxðari ár og enn meira en
fyrr, og með vaxandi aðstoð af
almannafé. En leikhús bæjar-
búa hefur fengið skæða keppi-
nauta, svo sem sjónvarpið og
fjölbreyttari skemmtiiðnað á
staðnum, sem hvorttveggja
dregur úr aðsókn hjá Leikfélagi
Akureyrar.
SPEGILMYND MENNINGAR
Gamall og góður leikari og leik
ritahöfundur hér á Akureyri,
sem nú er látinn, sagði það ein-
hverju sinni, að til þess að leik-
hús bæjarins héldi sínum hlut
í vaxandi samkeppni, þyrfti
bærinn að laða hingað nokkra
vel menntaða leikhúsmenn til
að hafa forystu á vettvangi leik-
húsmála og vera þar bæði Ieið-
beinendur og leikarar með
áhugamönnum. Þessi skoðun er
eflaust enn í fullu gildi og hefur
Leikfélagið farið inn á þessa
braut í vaxandi mæli. En mönn
um kemur ekki sanxan um
árangurinn af þeirri góðu við-
leitni og blandar Dagur sér ckki
í þær deilur. Hins vegar má á
það minna, að leikhús hafa jafn
an verið talin sýna verulega
mynd af menningarumhverfi
sínu á hverjum stað, og víða
hafa þau veruleg áhrif, þegar
eftirtektarverður boðskapur í
einhverri mynd er sýndur á
leiksviðinu, en hláturinn einn
er ekki látinn ráða verkefna-
vali, þótt hann eigi líka sinn
rétt. Samkvæmt framanskráðu
ætti það ekki að vera efamál,
að við eigum að lilynna að frjóu
leiklistarlífi.
Þór varð Norðurlandsmeistari
Fjölnxargar fyrirspumir kómu fram á Húsavíkurfundinum.
(Ljósmyndastofa Péturs)
Ágæfur fundur haldinn í Húsavík
Húsavík 15. nóv. Hér var á
laugardaginn ágætur fundur,
öllum opinn, haldinn í Félags-
heimilinu á vegum Framsóknar
manna. Hann stóð frá kl. 4 til 8.
Frummælendur fundarins
voru: Halldór E. Sigurðsson fjár
mála- og landbúnaðarráðherx-a
og Stefán Valgeirsson alþingis-
maður. Fundarstjóri var Guð-
mundur Bjarnason bæjarfull-
trúi. Fundinn sóttu um 100
manns.
Að frumræðum loknum hóf-
ust almennar umræður og fyrir
spurnir, er frummælendur síð-
an svöruðu. Þessir kvöddu sér
hljóðs: Teitur Björnsson, Brún,
Sigfús Jónsson, Einarsstöðum,
Jóhann Skaptason, sýslumaður,
Þráinn Þórisson, Skútustöðum,
Ulfur Indriðason, Héðinshöfða,
Jón Árni Sigfússon, Vogum,
Sigurður Þórisson, Grænavatni,
Freyr Bjarnason, Húsavík, Sig-
urður Jónsson, Húsavík, Sigur-
geir Þorgéirsson, Húsavík, Jón-
as Jónsson, ráðunautur, Her-
móður Guðmundsson, Árnesi
og Guðmundxxr Halldórsson,
Kvíslarhóli.
Halldór E. Sigurðsson,
f jármálaráðherra.
Aðalfundur Ræktunarfélags Nl.
(Framhald af blaðsíðu 8)
Glerárgötu 36 og er þar aðstaða
öll hin bezta. Allverulegur stofn
kostnaður var samfara hinni
nýju rannsóknastofu og hefir
verið leitað til ýrnissa aðila til
styrktar þessari fjárfestingu.
Hefir Kaupfélag Eyfirðinga ver-
ið þar mjög rausnarlegt og gef-
ið kr. 100.000.00, sem félaginu
eru færðar beztu þakkir fyrir.
Þó Rannsóknastofan sé fyrst og
fremst til þess stofnuð að vinna
bændum á Norðurlandi gagn,
hafa þó verið teknar ýmsar efna
greiningar fyrir aðra aðila svo
sem bæjarfélög o. fl. Verður því
haldið áfram eftir því sem tök
eru á.
Að loknum skýrslum og
reikningum félagsins hélt
Bjarni Guðleifsson, nýskipaður
tilraunastjóri við Tilraunastöð-
ina á Akureyri, erindi um kal
og kalrannsóknir. Urðu nokkr-
ar umræður um erindið og kom
fram m. a. hugmynd um það
að safna snarrótarfræi sem víð-
ast hér í fjórðungnum til sán-
ingar í flög, sem illa hafa farið
af kali.
Við afgreiðslu fjárhagsáastl-
unar kom í Ijós að nokkuð vant-
aði á að endar næðu saman.
Vegur þar stærst stækkun
Rannsóknastofunnar en einnig
á hið hækkandi verðlag sinn
þátt í því. Var heitið á Alþingi
að lilaupa hér undir bagga og
hækka fjárveitingu til rekstrar
stofunnar.
Til umræðu á fundinum kom
stofnun garðyrkjuskóla hér á
Norðurlandi og samþykkti fund
urinn áskorun til Alþingis um
að samþykkja frumvarp hér að
lútandi, sem áður hefir legið
fyx-ir Alþingi. —_____
Ur stjórn félagsins átti að
ganga Steindór Steindórsson,
skólameistari. Kosinn var í hans
stað til þriggja ára Egill Bjarna-
son, ráðunautur, Sauðárkróki,
og 'til vara Hjörtur E. Þórarins-
son, bóndi, Tjörn. Fyrir í stjórn
félagsins eru Jónas Kristjáns-
son, fyrrv. mjólkursamlags-
•stjóri og Jóhannés Sigvaldason,
fram kvæm das t j óri Ræktunar-
félags NOrðurlands.
(Fréttatilky nning )
Höfðinglegar gjafir
ÞANN .28. október sl. barst
Sjálfsbjör-g, ,félagi, fatlaðra, kr.
5Q.000.00 að gjöf til . kaupa á
lækningatækjum fyrir Endur-
hæfingarstöð félagsins í Bjargi.
Upphæðin er gefin. af hjón-
unuxn- Guðfinnu Bjarnadóttur
pg Frímanni Pálmasypi, Garðs-
horiii, Þelamörk, til minningar
um son þeirra Bjarna, sem lézt
þánn 10. maí 1970, ungur að
árum.
Einnig afhenti nýlega ónefnd
kona á skrifstofu Sjálfsbjargar
gjöf til félagsins kr.10.000.00,
sem hún óskaði að fylgdi orðið
ASKA.
Nú vill félagið hér með þakka
af alhug gjafir þessar og þann
hlýhug og skilning sem gefend-
ur sýna starfi félagsins með
þessu móti.
Sjálfsbjörg.
( Fréttatilkynning)
Á sunnudaginn hélt kirkju-
kórinn söngskemmtun í Sam-
komuhúsinu, söngstjóri var
Steingrímur Sigfússon kirkju-
organisti, Var skemmtunin
mjög fjölsótt. Daginn áður söng
kórinn fyrir skólabörn og í
sjúkrahúsinu fyrir sjúklinga.
Á laugardaginn komu hingað
rúmlega 50 læknanemar og
dvöldu hér í nokkrar klukku-
stundir. Skoðuðu þeir sjúkra-
húsið. Þ. J.
ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Þór hefur
tryggt sér Norðurlandsmeistara
titil í knattspyrnu 1971. Sam-
kvæmt áreiðanlegum upplýsing
um hafa leikir farið þannig:
UMSE—Þór 2—3, Þór—UMSE
5—2, KA—Þór 6—1, Þór—KA
3—0. Ég óska Þór til hamingju
með titilinn. Það breytir þó ekki
þeirri staðreynd, að mótinu er
ólokið og ekki útlit fyrir knatt-
spyrnuveður eins og er, en það
skiptir kannski ekki máli, þar
sem titillinn er kominn örugg-
lega í höfn. Ég hef heyrt að
þessu svokallaða Norðurlands-
móti í knattspyrnu hafi aldi'ei
lokið undanfarin ár. Ólokið er
leikjum frá 1969, og þá virðist
síðari leikur KA og Þórs árið
1970 aldrei hafa farið fi’am, en
KA titlaði sig Norðurlands-
meistara að einum leik loknum,
en KA var framkvæmdaaðili
mótsins það ár. Fróðlegt væri
að fá upplýsingar frá KA um
þetta atriði. Þá er leikjum ólok-
ið í Norðurlandsmótinu 1971,
og væri ánægjulegt að fá upp-
lýsingar frá Þór um það hvenær
þeir leikir eru fyrirhugaðir.
Af því sem hér hefur verið
sagt sést greinilega, að Norður-
landsmót í knattspyrnu í núver-
andi mynd er hreinn skrípa-
leikur, og verður ÍBA og önnur
sambönd á Noi'ðurlandi að
grípa hér í taumana. Annað
Miklar byggingar í Hólasókn
ÁHUGAMENN í Eyjafirði fram,
settu seint í haust niður stikur
framan við byggð í Eyjafjarðar-
dal og allt upp úr dalbotninum,
í samráði við Vegagerðina. I
vetur á að fylgjast með snjóa-
lögum á þessum kafla. En frá
fremstu byggð og upp á hálend-
ið, fram af Eyjafjarðardal, eru
um 25 km. Minkaslóðir sáust í
dalbotninum, eins og fyrirfar-
andi haust.
Bændur eru rétt byrjaðir að
hýsa æmar. Sauðfjárbaðanir
eru framundan.
í Hólasókn er mikið um alls-
konar byggingar þetta árið,
næstum á hverjum bæ. Á Hall-
dórsstöðum er byggð hlaða, á
Tjörnum var lokið fjósbygg-
ingu, fjárhxis byggt í Hólsgerði
og íbúðarhús í Torfufelli. Hlöðu
og fjósbyggingar eru á Skálds-
stöðum og Jórunnarstöðum, við
byggingar. Þá er verið að
byggja fjós í Ártúni og fjárhús-
byggingu er byrjað á í Leyningi
og Villingardal. Ymislegt fleira
má nefna, svo sem kálfafjós og
mjólkurhús á nokkrum bæjum
og áhaldahús. í úthreppnum er
byggt íbúðarhús á Hrísum, við-
bygging, og í Litlagerði, hlaða
á Möðruvöllum.
Bændur hugsa nú meira um
beitarþol og hagkvæma nýtingu
lands en áður var.
Ungmennafélög framan Akur
eyrar hafa þriggja kvölda spila-
keppni, sem stendur yfir og eft-
ir eru báðar umferðir í kjör-
dæmisvistinni.
Margir unglingar úr fram-
firðinum eru í nýja Hrafnagils-
skólanum og líkar vel. Þeir
koma heim um helgar.
(Samkv. viðtali við Sigurð
Jósefsson í Torfufelli).
Fjáröflim HUGINS
NÆSTKOMANDI laugardag
mun Lionsklúbburinn Huginn
fara af stað með sína árlegu
fjáröflun. Munu félagar í
klúbbnum ganga um bæinn eins
og undanfarin ár og bjóða bæj-
arbúum ljósaperur og jafnvel
eitthvað fleira.
Á síðastliðnu ári veitti klúbb-
urinn 60 þús. kr. til Vistheimilis
ins Sólborgar til kaupa á leik-
tækjum og ennfremur var
ákveðið að klúbburinn gæfi
Flugbjörgunarsveit Akureyrar
45 þús. kr. til kaupa á súrefnis-
tæki í sjúkrabíl sveitarinnar.
Félagar fóru með börn af Vist-
heimilinu Sólborg í réttir og
einnig hringferð um Eyjafjörð.
Farnar voru 2 ferðir að sumar-
búðum þjóðkirkjunnar við Vest
mannsvatn og máluð þar nokk-
ur herbergi.
Félagar bjuggu til jólatrés-
seríur og komu þeim fyrir við
Elliheimilin á Akureyri og
Skjaldarvík og við Vistheimilið
hvort verður að leggja þetta
mót niður eða þá að leika það í
miðri viku á sumrin, en ég hef
bent á að það er vel hægt og
ólíkt betri æfing fyrir knatt-
spyi'numenn á Akureyri, en að
lulla hér á grasvellinum.
Sv. O. ,
ÍBA verður í 2» deild
Á ÁRSÞINGI ÍBA kom fram
yfirlýsing frá forráðamönnum
Þórs og KA um það að ÍBA-
liðinu í knattspyrnu verður
ekki skipt og leikur liðið í 2.
deild næsta sumar og þar með
er málið útrætt að sinni. Með
þessari ákvörðun hafa foi'ráða-
mennirnir þó ekki leyst vanda
knattspyrnuíþróttarinnar í bæn
um heldur skotið málinu á frest,
því byrja þarf á að byggja upp
lið yngri flokkanna, 3., 4. og 5.
fl. Þá er það talið mjög hæpið,
lagalega séð, að Akureyringar
sendi ÍBA-lið í meistara- og 2.
fl. en KA og Þór sendi lið í ís-
landsmótið í yngri flokkunum,
enda er engin ástæða til þess að
Þór og KA séu að eyða starfs-
kröftum og peningum sínum í
að byggja upp lið í yngri flokk-
um, þar sem annar aðili, KRA
og ÍBA, tekur við þegar leik-
menn eru komnir upp í 2. fl. og
eftir það leika menn sárafáa
leiki undir nafni síns félags, tvo
til fjóra leiki yfir sumarið. Ég
hef heyrt að þeir menn sem eru
í Knattspyrnuráði telji sér óvið-
komandi hvernig þjálfun yngri
flokka er háttað, það sé mál
Þórs og KA. Þetta er algjör
misskilningur. Forráðamennirn-
ir verða að taka þetta til endui •
skoðunar fyrir næsta sumar.
Lang eðlilegast er, eins og mái-
um er nú háttað, að KRA sjai
um þjálfun og allan kostnao
vegna þátttöku yngri flokkanna
í íslandsmótinu, enda keppi
þeir í nafni ÍBA. Það er ekkl
hægt að hafa ÍBAlið í meistára-
og 2. flokki en Þór og KA í 3.,
4. og 5. fl. í sama mótinu.
Sv. O.
HAUSTMOT I
HANDKNATTLEIK
HAUSTMÓT í handknattieik
fór fram um sl. helgi, og urðu
úrslit sem hér segir:
3. fl. karla KA—Þór 12—11
2. fl. kai'la Þór—KA 18—14
4. fl. karla KA—Þór 15—6 i
Meistai'afl. karla 21—21.
Keppni féll niður í kvenna-
flokkum, Þór átti ekki lið í 2.
flokki, en KA átti ekki lið 1
meistaraflokki.
Aukaleikur í meistaraflokki
fer fram n. k. sunnudag kl. 1.15,
og fást þó væntanlega úrslit.
Strax á eftir þeim leik leika
KA og Haukar í 2. fl. karla. Q
ÞING AN LYSTI STUÐNINGI VIÐ STEFNU
RÍKISSTJÓRNAR í LANDHELGISMÁLINU
12. ÞING Alþýðusambands
Norðurlands lýsir fyllsta stuðn-
ingi norðlenzku verkalýðsfélag-
anna við markaða stefnu núver-
andi ríkisstjórnar um útfærslu
fiskveiðilögsögunnar í 50 mílur
frá grunnlínum frá 1. septem-
ber 1972 og um 100 mílna meng
unarlögsögu.
Þingið telur, að landhelgis-
málið sé án alls vefa mikilvæg-
asta hagsmunamál íslendinga í
bráð og lengd og að því sé þjóc-
areining og ótrauð forusta varö
andi alla meðferð þess brýn
þjóðarnauðsyn.
Þingið leggur áherzlu á, ao
baráttu íslenainga í landhelgis-
málinu má ekki linna fyrr en
að fullu er viðurkenndur rettu
þjóðarinnar til fiskveiðilögsögu,
sem nái til yztu marka land-
grunnsins. Q
ATHUGASEMD
Sólborg, og verður það’ gert
framvegis um hver jól.
Þessum stofnunum og Krist-
neshæli voru einnig færðar
bókagjafir fyrir jólin eins og
undanfarið.
Klúbburinn hefir á undan-
förnum árum gefið ýmis tæki
til Fjórðungssjúki'ahússins á
Akureyri og má m. a. nefna
augnskurðartæki, hitakassa fyr-
ir ungbörn og hjai'tarúm fyrir
hjartasjúklinga.
Að þessu sinni hefir klúbbur-
inn ákveðið að gefa sjúkrahús-
inu tæki til augnlækninga og er
þá sérstaklega höfð í huga
baráttan gegn gláku, en hún er
nú vaxandi sjúkdómur hér á
landi. Nánari ákvörðun verður
tekin í samráði við augnlækni.
Klúbbfélagar vænta þess að-
bæjarbúar taki þessu jafnvel og
þeir hafa ætíð gert áður, þannig
að þessi fjársöfnun megi takast
eins og vonir standa til. □
FRÆE)SLULÖGIN nýju ætla
unglingum að sitja á skólabekk
nær 9 mánuði ársins. Þetta er
svo fáránlegt og marg hættu-
legt að ekki verður við unað.
Til þess liggja eftirtaldar ástæð-
ur:
Fjárhagshlið þessa máls er
tilfinnanleg í sveitum. Ungling-
arnir venjast frá störfum, sem
þeim er lífsnauðsyn að stunda
og hafa mætur á. Þeir læra
miklu minna, yfirleitt af of-
þreytu og leiðindum í svona
langri skólavist. Læra í flestum
Jón H. Þorbergsson.
tilfellum meira á 6 mánuðurn
en 9. Atvinnuvegirnir í landinu
bíða við þessa löngu skólaviss
óbætanlegt tjón, bæði til sjós og
lands. Fólksafl landbúnaðarins,
fyrir utan húsráðendur, eru
unglingar. Þeir eru, samk\.
þessum nýju lögum, teknir ú
sveitunum í skólana, áður en
lokið er fjárleitum og öðrum
haustvei’kum og losna svo ekkl
úr skólunum fyrri en um miðj •
an júnímánuð, eftir sauðburS
og voi'annir. Sjáanlega leiði.'
þetta til þess að margur bónc •
inn neyðist til þess að hætta
búskap. Aðrir atvinnuvegi?
vei'ða að segja sitt álit. Nú get-
ur þjóðin ekki átt búsetu i iancl
inu, án þess þar sé rekinn iand*
búnaður og því öflugri sem
hann er, þess betra.
Hæfilegur skólatími fyrir
ungt fólk er frá vetramáttum
til sumarmála, 7 mánaða skók ■
tími er yfrið nóg. Ég leyfi me_’
að skora á alla þá sem hér eiga
hlut að máli að knýja á löggjaf *
ann að þessu verði breytt .i
næsta Alþingi. Þetta er ófran ■
kvæmanlegt. Önnur blöð eru
beðin að birta þessa athugf, ■
semd.
3/10 1971.
Jón H. Þorbergsson, y
►