Dagur - 26.11.1971, Blaðsíða 7

Dagur - 26.11.1971, Blaðsíða 7
7 SAMBANDSFRÉTTIR FRÁ BÚVÖRUDEILD. Búið er að semja um sölu á 40 þúsund gærum til Póllands á um 6% hærra verði en í fyrra. Gærurnar verða afgreiddar síð- ast í nóvember, að því er Skúli Ólafsson hjá Búvörudeild sagði Samvinnufréttum. Skúli sagði ennfremur, að nú væri búið að selja til Færeyja samtals um 650 tonn af haust- framleiðslu á dilkakjöti í ár. Þar af hafa þegar verið afgreidd 450 tonn. VAXANDI SALA VERK- SMIÐJUNNAR í MORLEY. Mikil framleiðslu- og sölu- aukning hefur orðið hjá Sam- band Selected Seafoods Ltd., fyrirtæki Sambandsins í Mor- ley, nálægt Leeds í Bretlandi. Þannig nemur salan fyrstu níu mánuði þessa árs um 40 millj. kr., sem er veruleg aukning frá sama tímabili á fyrra ári. í verksmiðjunni þar eru fram leiddir fiskréttir á svipaðan hátt og í verksmiðju Iceland Pro- ducts, Inc. í Bandaríkjunum, og er framkvæmdastjóri hennar Björn Ólafsson. SAMSTARF MFA OG BRÉFA- SKÓLA SÍS & ASf. Undanfarin tvö ár hefur verið samstarf milli Menningar- og - fræðslusambands alþýðu og Bréfaskóla SÍS & ASÍ um fram kvæmd námskeiða fyrir félags- menn verkalýðshreyfingarinnar á vegum hins fyrrnefnda. í ár verður fræðslustarf MFA aukið verulega og lagt inn á ýmsar nýjar brautir, eins og ráðstefnu- og fundabald, stutt námskeið, sem haldin verða um landið, og auk þess verður gerð tilraun með námsflokka eftir áramótin. Nú er ákveðið, að áframhald verði á samstarfi MFA og Bréfa skólans um framkvæmd þess- ara fræðsluþátta, og mun Bald- ur Óskarsson hafa þetta starf með höndum fyrir hönd skól- ans. SAMBANDIÐ OG FISK- IÐNAÐURINN. f mjög ítarlegri grein í 5. hefti Samvinnunnar, sem út kemur næstu daga,- fjallar Guðjón B. Ólafsson framkv.stj. um Sam- bandið og fiskiðnaðinn. Þar segir m. a., að innflutningur fisk blokkar til Bandaríkjanna hafi numið 125.000 tonnum á árinu 1970, og síðan segir orðrétt: „Af því magni var hlutur íslands 33.000 tonn eða 26%. Fram- leiðsla fisksteika og -stauta af ýmsum; gerðum var um 150.000 tonn á árinu 1970. Eftir því sem bezt er vitað, var hlutur ís- lenzku verksmiðjanna tveggja í þessu magni um 30.000 tonn. Þar af var hlutur Sambands- verksmjðjhnnar Iceland Pro- ducts um 10.500 tonn eða sem næst 7^i af framleiðslu þessar- ar vörutegnudar í Bandaríkjun- um. Hér er um að ræða all- merkilegan árangur miðað við það, að aðeins eru rúm 10 ár síðan þessi starfsemi hófst í Bandaríkjunum og þá af mikl- um vanefnum.“ fsland selur eitt til Sovétríkj- anna. Sömuleiðis segir í greininni, að Sovétríkin séu annar þýð- ingarmesti markaður fyrir freð- fiskframleiðslu íslendinga, en þangað eru aðallega seld ufsa- og karfaflök og einnig heilfryst- ur smáfiskur. Orðrétt segir: „Þangað eru seld um 15—25.000 tonn freðfisks árlega eða um 20—25% heildarframleiðslunn- ar. ísland hefur um langt árabil verið stærsti seljandi freðfisks til Sovétríkjanna, og á árinu 1971 er ekki vitað til að Sovét- ríkin kaupi neinn freðfisk frá öðru Vestur-Evrópuríki en ís- landi.“ 550 millj. í íaunagreiðslur. Ennfremur segir, að Fiskmat ríkisins hafi á sl. ári talið 94 frystihús vera starfrækt í land- inu, en um 30 þeirra seldu afurð ir sínar í gegnum Sjávarafurða- deild. Hlutur Sambandsfrysti- húsanna í freðfiskframleiðslu landsmanna hafi verið 20—25% á undanförnum árum, og laus- lega áætlað muni um 135 dekk- bátar og togarar og um 70 opnir bátar eða trillur leggja upp afla hjá fiskvinnslustöðvum, sem taldar séu á vegum Sambands- ins. Samkvæmt lauslegri áætl- un muni um 750 sjómenn og 1300 landverkamenn starfa hjá þeim fyrirtækjum, sem Sam- bandið annast sölu fyrir, og launagreiðslur séu áætlaðar 250 millj. kr. til sjómanna og 300 millj. kr. til starfsfólks í landi. F óður vör uinnflutningur. Á sl. ári nam heildarinnflutn- ingur fóðurvara til landsins um 70.000 tonnum, og flutti Sam- bandið inn um 47.000 tonn af því magni. Við þessa miklu notkun kjarnfóðurs vegna lé- legrar heyskapartíðar hér í fyrrasumar bættist, að verðið var talsvert hærra í vetur sem leið en verið hafði áður, sem orsakaðist af minni uppskeru í Evrópu og Ameríku. Nú í haust reyndist uppskera flestra korntegunda hins vegar mjög góð, bæði í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, og lækkaði verðið af þeim sökum verulega í september, aðallega þó byggið, sem er uppistaðan í flestum fóðurblöndum, sem hér eru notaðar. Festi Sambandið þá kaup á um 20.000 tonnum í Danmörku, Vestur-Þýzkalandi og Kanada, sem nú er verið að afgreiða og endast mun eitthvað framyfir n. k. áramót. í október brá svo við, að vegna mjög mikilla kaupa Aust- ur-Evrópulandanna fór bygg- verð stöðugt hækkandi aftur, og er nú orðið rúmlega 30% hærra en það var fyrir tveimur mám- uðum. Þessar miklu og öru verð- sveiflur erlendis gera fóðurinn- flytjendum mjög erfitt að halda stöðugu verði hér, og er ekki annað fyrirsjáanlegt en að hið núverandi hagstæða kjarnfóður verð hækki talsvert, þegar líða tekur á veturinn. Utlit er fyrir, að heildarinn- flutningurinn árið 1971 verðí 55—60.000 tonn eða verulega mikið minni en hann var í fyrra. Verksmiðjan HÖTTUR í Borgarnesi. Fyrir skömmu var húfuverk- smiðja Iðnaðardeildar í Borgar- nesi gefið nafn, og heitir hún nú Verksmiðjan Höttur. Verk- smiðjan er fyrir nokkru tekin til starfa, og vinna við hana átta manns. Framleiðsla hennar verður fyrsta kastið aðallega kuldahúfur úr Mokka-skinnum frá skinnaverksmiðjunni Iðunni á Akureyri, og daglega eru þar nú framleiddar um 50 húfur. Húfurnar eru þegar komnar á markað hjá kaupfélögum og verzlunum, en meginhluti fram- leiðslunnar er þó ætlaður til út- flutnings. Verksmiðjustjóri er Björgvin Óskar Bjarnason, en heildsölu til kaupfélaga og verzl ana annast Vefnaðarvörudeild Sambandsins. Sölu- og framleiðsluaukning. Að því er Harry Frederiksen framkvæmdastj. sagði SF fyrir skömmu, þá hefur orðið veru- leg sölu- og framleiðsluaukning hjá verksmiðjum Sambandsins fyrstu níu mánuði þessa árs frá sama tímabili í fyrra, en í því sambandi er þess líka að gæta, að allur rekstrarkostnaður hef- ur sömuleiðis hækkað allveru- lega. Söluaukning innanlands. Mikil aukning hefur orðið á innanlandssölu Búvörudeildar- innar það sem af er þessu ári. Á tímabilinu 1. jan. til 31. okt. sl. nam innanlandssalan 580 millj. kr. á móti 365 millj. á sama tíma árið 1970, sem er um 59% aukning. Veldur þar mestu stóraukin dilkakjötssala vegna hækkaðra niðurgreiðslna, svo og mun meiri sala á söltuðum gærum til innlendra sútunar- verksmiðja. Utflutningur deildarinnar á tímabilinu 1. jan. til 31. okt. sl. nam 411 millj. kr. á móti 415 millj. kr. á sama tíma árið 1970. Minnkandi útflutningur freðkjöts. Mjög hefur dregið úr útflutn- ingi freðkjöts undanfarin tvö ár, og voru aðeins fluttar úr landi 1.770 lestir af dilkakjöti fyrstu tíu mánuði þessa árs. Til samanburðar má geta þess, að á almanaksárinu 1969 voru alls fluttar út 6.012 lestir af freð- kjöti. Haustslátrunin. Endanlegar sláturfjártölur liggja enn ekki fyrir eftir ný- afstaðna sláturtíð, en áætlað er, að dilkaslátrunin hafi verið um 7—8% minni en sl. haust að því er fjöldanum viðkemur, en 3— 4% minni að þunga. Hins vegar varð ærkjötið um 20—30% minna að magni en árið áður. □ Hjartans þakkir til allra þeirra, er sýndix okkur samúð ojr vinarhug við andlát og útför eigín- rnanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður og afa, INGÓLFS ÁRNASONAR, Fjólugötu 6. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Geirfinnsdóttir, börn, tengdabörn, systkini og barnabörn. HJÁLPRÆÐISHERINN Sunnudagaskóli hvern ðAiHíívO sunnudag kl. 2. Á fimmtudögum Kærleiks bandið, fundur fyrir drengi og stúlkur. Sama dag kl. 8 er æskulýðsfundur fyrir ungl- inga 12 ára og eldri. Verið öll hjartanlega velkomin. HJÁLPRÆÐISHERINN. Sunnu daginn 28. nóv. Fagnaðarsam- koma fyrir kaptein Rutstrand í sal Hjálpræðishersins kl. 8.30. Verið hjartanlega vel- komin. BRÚÐHJÓN. Hinn 21. nóv. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Hildur Valdimarsdóttir og Sverrir Gunnarsson verka- maður. Heimili þeirra verður að Sólvangi, Glerárhverfi. MINJASAFNIÐ er opið á sunnudögum kl. 2—4 e. h. Þar eru til sölu ódýr jólakort. SKRIFSTOFA F.V.S.A. í Brekkugötu 4 er opin mánu- daga og fimmtudaga kl. 17.30 til 19.00. AFFJARRI STRÖND Gíslason, úrval Ijóða, sem hann hefur ort á íslenzku þau 38 ár, sem hann hefur búið í Dan- mörku. Fyrsta bók Bjarna, ljóða bókin „Ég ýti úr vör“ kom út hér heima 1933, sama ár og hann fór utan. Síðan hefur hann gefið út margar bækur á dönsku; ljóð, skáldsögur, bækur um ísland, sögu þess og bók- menntir, og síðast en ekki sízt um handritin og handritamálið. Frá því 1951 hefur Bjarni nær eingöngu unnið að lausn hand- ritamálsins, og það er ekki fyrr en á síðustu árum, að hann tek- ur á ný til við skáldskapinn. í haust kom út ljóðabók eftir hann á dönsku, „Vinde over jöklen“, og mun það einsdæmi, að höfundur gefi út tvær frum- samdar bækur sína á hvoru mál inu sama árið. □ SMÁTT & STÓRT KOMIN er ut ljoðabók „Af fjarri strönd“ eftir Bjarna M. (Framhald af blaðsíðu 8) hefur svo verið undanfarnar vikur. Um leið og blaðið fagnar því, vill það rninna á, að nýir kaupendur fá það ókeypis fram að áramótum ef þeir óska að kynnast því, með áskrift í huga síðar. Aígreiðslusími er 11167. Þá eru kaupendur vinsamlega beðnir að láta afgreiðsluna vita þegar í stað, ef vanskil verða, og er þá reynt að bæta úr því. EFLUM BINDINDIS- FRÆÐSLU Sambandsþing Ungmcnnasam- bands fslands, haldið í Ilúna- vallaskóla dagana 30.—31. okt. 1971, hvetur alla sambandsaðila UMFf til öflugrar baráttu gegn hverskonar skaðanautnum í landi okkar. Eflum bindindis- fræðslu. Ungmennafélög vinni öll sem eitt að bættu samkomu- haldi, þar sem lögð sé áherzla á menningarlega dansleiki og áfengi og annarri óreglu sé bægt frá með öllum tiltækum ráðum. LANDHELGISMÁL Sambandsþing UMFf hvetur A1 þingi og alla íslendinga til sam- stöðu í landhelgismálinu, einu mesta lífshagsmunamáli ís- lenzku þjóðarinnar og lýsir ein- dregnum stuðningi við fyrirætl- anir stjórnvalda í þeim efnum. sem fram nær að ganga og hef- ur félagsstofnunin náð tilgangi sínum og deyr. TIL ATHUGUNAR Þótt mörg séu félögin, er liér bent á eitt enn, sem góðborgari einn benti nýlega á. Hann sagði, að hér þyrfti að stofna eða end- urvekja áhugamannafélag um útvarp, með það markmið m. a. að koma því til leiðar, að Ríkis- útvarpið flytti fasta, norðlenzka þætti, er heimamenn sæu um. Yrði þar bæði um að ræða talað orð og svo sitthvað fleira. Taldi góðborgarinn, að hér væri svo mikið af svo ágætu efni tiltækt, að það yrði ekki aðeins Norð- lendingum fengur, heldur lands mönnum öllum. Mun þetta rétt vera og er ábendingunni hér með komið á framfæri til athug- unar fyrir áhugafólk að koma henni fram eða stinga henni undir stól. KULDAHÚFUR — margar gerðir MÖRG FÉLÖG Enginn veit víst með vissu hvað þau eru niörg, félögin á Akur- eyri, en mörg eru þau. Sum lifa og starfa ár hvert, en önnur fæðast og deyja. Því miður eru þau félög enn til, seem hvorki geta lifað eða dáið. Þau hafa e. t. v., eins og flest félög, farið af stað með hugsjónir að leiðar- ljósi, eða sérstakt áhugamál, UNGLINGA-KJÓLAR — (stuttir) SOKKABUXUR (þykkar) KÁPUR — væntanlegar á mánudag HARKAÐURINN SÍMI 1-12-61.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.