Dagur - 12.02.1972, Side 3

Dagur - 12.02.1972, Side 3
3 TILKYNNING frá Tryggingastofíiim ríkisins Vegna laga nr. 96/1971, urn breyting á lögum um almannatryggingar nr. 67/1971, sem tóku gildi 1. jan. s. 1., viljum vér ivekja athygli á eftir- farandi: Trygging lágmarkstekna öryrkjá og aldraðra. Elli- og örorkulífeyrir er nú 77.616 kr. á ári fyrir ein- stakling og 139.704 kr. fyrir hjón, sem bœði njóta elli- eða örorkulífeyris. Skylt er- þó að tryggja einstaklingi, sem þessara bóta nýtur 120 þús. kr. árstekjur og hjón- um 216 þús. kr., ef þau hafa ekki aðrar tekjur til við- bótar tryggingabótum sínum, svo að þessu tekjumarki verði náð. Rétt er þeim, sem telja sig koma til greina um hækkun bóta samkvæmt þessu að snúa sér til tryggingaumboð- anna eða í Reykjavík til lífeyrisdeildar Tryggingastofn- unar ríkisins og láta skrá sig, svo kannað verði, hvort réttur til hækkunar bóta er fyrir hendi. Rétt er að geta þess, að greiðsla bótahækkana sam- kvæmt þessu getur varla hafizt fyrr en í marz, þar sem úrskurð um bótahækkun verður m. a. að byggja á nýj- um skattskýrslum. Hækkanir verða hins vegar látnar gilda frá 1. jan. sl. Barnalífeyrir. 1 umræddum lögum segir m. a., að barnalífeyrir sé greiddur með börnum yngri en 17 ára, ef annað hvort foreldra er látið eða örorkulífeyrisþegi. Séu báðir for- eldrar látnir eða örorkulífeyrisþegar, skal greiddur tvöfaldur barnalífeyrir. Hér er um eftirtalin nýmæli að ræða: a) Áður var greiddur barnalífeyrir vegna örorku föð- ur, nú er einnig greiddur barnalífeyrir vegna ör- orku móður og tvöfaldur barnalífeyrir, ef bæði eru öryrkjar. b) Áður var um að ræða heimild til greiðslu á tvöföld- um barnalífeyri vegna munaðarlausra barna, og ef annað foreldri var látið, en hitt öryrki, nú er það skylt. Ennfremur eru í lögunum nýmæli um heimild til greiðslu barnalífeyris með barni manns, sem sætir gæzlu- eða refsivist í a. m. k. þrjá mánuði og með börn- um, sem ekki reynist gerlegt að feðra og skulu þá fylgja málskjöl varðandi faðernismálið með umsókn- inni. Barnsmeðlög. Barnsmeðlög verða frá 1. jan. sl. greidd til 17 ára ald- urs. Af því leiðir, að vegna þeirra barna, sem nú eru 16 ára og hætt var að greiða meðlög með á sl. ári, verður aftur byrjað að greiða meðlög með frá 1. jan. sl. og þar til þau verða 17 ára. Bætur vegna fráfalls maka. Ekkjum hafa verið greiddar sérstakar bætur í 6 mán- uði eftir fráfall maka síns og nokkru lægri bætur 12 mánuði í viðbót, ef þær hafa börn á framfæri. Nú verða þessar bætur greiddar ekklum á sama hátt og ekkjum. Rétt er þeim, senr telja sig eiga rétt til trygginga- bóta eða hækkunar á tryggingabótum samkvæmt framanrituðu, að snúa sér til tryggingaumboð- anna eða í Reykjavík til lífeyrisdeildar Trygg- ingastofnunar ríkisins og ganga frá umsóknum. Veitt verður nauðsynleg aðstoð við útfyllingu eyðublaða. Reykjavík, 19. janúar 1972. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. Tryggingaumboð Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu vill vekja athygli á eftirfarandi í sambandi við ofanritaða auglýsingu. (Þar sem framtalsfrestur var hér í bæ til 6. þ. m. og er í sveitum til 29. þ. m. er þess ekki að vænta, að greiðslur á mismunahækkun lífeyris geti hafizt fyrr en í apríl eða maí, þar sem tíma tekur að ganga svo frá framtölum að aðgengilg séu til úr- vinslu, en á þeim byggist mjög lífeyrisréttur elli— og örorkulífeyrisþega. Bótaþegum hér í utnboðinu er hinsvegar bent á, að vitja eyðublaða undir mismunahækkun til umboðsins á tímabilinu 20. þ. m. til 10 marz n. k. og mun umboðið aðstoða við útfyllingu þeirra eftir því sem tök eru á. TRYGGIN G AU MBOÐ AKUREYRAR OG EYJAFJARÐARSÝSLU. Gufffoss ferðir 1972 KYNNIÐ YÐUR FERÐATILHÖGUN. PANTIÐ FARMIÐA YÐAR TÍMANLEGA. Ferdaáœtlun nvs Gullfoss 1972 i * i H.E EIMSKIPAFÉLAG H ÍSLANDS FARÞEGADEILD PÓSTHÚSSTRÆTI 2 - SlMI 21460 ---------------------------X- Sendið þessa úrklippu og þér fáið senda __|i Féróaáætlun m/s Gullfoss l/\/N 1 Nofn P Helmlli_____________. r. IMJ JMJ JMJ JMJ JMJ JMJ JMJ JMJ JMJ JMJ JMJ JMJ JMJ JMJ JMJ JMJ JMJ JMJ JMJ JMJ JMJ _ JMJ - JMJ - JMJ - JMJ - JMJ _ JMJ - JMJ - JMJ - JMJ - JMJ ÚTSflLB - JMJ - JMJ - JMJ - JMJ - JMJ Þriðjudaginn 15. febrúar Miðvikudaginn 16. febrúar Fimmtudaginn 17. febrúar Enn einu sinni bjóðum við viðskiptavinunum góð kjör Jakkaföt frá kr. 1000 Fermingarföt frá kr. 3.500 Frakkar írá kr. 500 Stakir jakkar frá kr. 700 Sfakar buxur frá kr. 750 Skíðabuxurfrá kr. 1200 Bolir frá kr. 250 Peysur Skyrfur Nylonstakkar frá kr. 1400 Nyionstakkar (barna) f. kr, 800 Vinnubuxur Galiabuxur Nærföt Bindi í kippum Sokkar í búntum ATH: ÚTSALAN HEFST ÞRIÐJUDAGINN15. FEBRÚAR Kl. 9 NOTIÐ NÚ TÆKIFÆRIÐ JMJ JMJ JMJ JMJ JMJ - JMJ - JMJ - JMJ - JMJ - JMJ - JMJ HERRADEILD J Gránufélagsgötu 4 JMJ - JMJ - JMJ - JMJ - JMJ - JMJ - JMJ JMJ J JMJ

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.