Dagur - 23.02.1972, Blaðsíða 1

Dagur - 23.02.1972, Blaðsíða 1
Á MÁNUDAGINN bauð Æsku- lýðsráð Akureyrar fréttamönn- um, bæjarstjóm o. fl. að skoða þann stað, er um þessar mundir er opnaður, sem æskulýðsheim- ili. En það er Lón, félagsheimili Karlakórsins Geysis, tvær efri hæðir hússins. Hafa ungmenni og fleiri unn- ið þar að undanförnu við ýmis- konar breytingar og skreyting- ar, vegna breyttrar starfsemi. Hermann Sigtryggsson æsku- lýðsfulltrúi bauð gesti vel- komna, er síðan hlýddu á söng og spil og nutu ennfremur veit- inga og ræðuhalda. Á neðri hæð er dáns- og fundarsalur, auk nokkurra smá rimlabása, þar sem fólk getur verið ofurlítið út af fyrir sig. Þar er einnig aðstaða til veit- inga. Ungt fólk' hefúr ákaft óskað þess að fá æskulýðsheimili til sinna nota. Nú, þegar óskin hefur verið uppfyllt, reynir á hina ungu, að láta hina nýju aðstöðu verða sér til yndis og þroska. Ingólfur Ármannsson er for- maður húsnefndar, en Haraldur Hansen er umsjónarmaður, með aðstoð fleiri ungra manna. O Á NÆSTU 2—3 árum er ráð- gert að stækka togaraflota lands manna með þrjátíu skuttogur- um af ýmsum stærðum, og er þetta stórátalc. Hins ber að geta, að árið 1960 voru gerðir hér út 46 togarar, en nú aðeins 22. Einnig ber að hafa í huga þá möguleika, sem skapast til veiða við útfærslu landhelginnar, og við það hverfa 2—300 erlendir togarar af miðunum. Á blaðamannafundi í Reykja- vík upplýsti sjávarútvegsráð- herra, að af núverandi togara- flota væru aðeins 5 skip til fram búðar, en hinir 20—25 ára gaml- ir og ættu því stuttan tíma eftir. DAGUR kemur næst út á laugardaginn, vegna mikils efnis og auglýs- inga. Efni og annað, sem nauð- synlega þarf að koma í blaðinu þá, þarf að berast sem fyrst. Bændaklúbbsfundur verður að Hótel KEA mánu- dagskvöldið 28. þ. m. kl. 19.00. Grétar Símonarson mjókurbús- stjóri á Selfossi skýrir frá reynslu Sunnlendinga varðandi tankvæðingu til mjólkurflutn- inga. □ raffðfans En yfirlit ráðherra sýndi glöggt í hvaða niðurlægingu togveiðar voru komnar í tíð fyrrverandi stjórnar, sem ekki hugsaði fyrir endurnýjun togaraflotans, svo að hann drafnaði niður. Þá gat ráðherra þess, að á 19 skuttogara þyrfti jafn marga sjó menn og nú á 11 nýsköpunar- togara, og yrði því auðveldara að fá togarasjómenn til starfa en margir byggjust við. Þeir togarar, sem væntanlega munu bætast í íslenzka togara- flotann á næstu 2—3 árum eru 8 togarar af stærri gerð (900— 1100 rúmlestir), þar af verða 2 smíðaðir innanlands. 12 aðilar hafa uppfyllt skilyrði í sam- bandi við kaup á skuttogurum af stærðinni 400—500 lestir. Til viðbótar þessari tölu koma 5—7 skip af þessari stærð. Þá er verið að smíða einn togara af þessari stærð innanlands, og eru þetta því 20 skip. Að auki eru líkur á að 3—4 skip af stærri gerðinni verði keypt til viðbótar við áður gerða samninga. Þá minntist Lúðvík aðeins á þá tvo litlu skuttogara, sem gerðir hafa verið út frá Aust- fjörðum sl. ár. Gat hann þess, að þeir hefðu kostað 42 millj. en hefðu fiskað fyrir 40 millj. kr. á sl. ári. □ I I I I é I *)' * & i i i I 1 s T * i I s t i * e> I © I 1882 1902 1972 ISLENZK samvinnulireyfing á í dag merkisafmæli. Kaupíélag Þingeyinga, elzta kaupfélag landsins, er 90 ára og 70 ár eru liðin frá stoínun Sambands íslenzkra sanvv i nnufélaga. A jjessum merku tímamótum vill Sambandið færa hinum ljölmörgu félagsmönnunv Sanvbandskaupfélag- anna og öllum viðskiptamönnum Sambandsins og íé- laganna beztu kveðjur og þakkir fyrir viðskipti og félagslegan stuðning á liðnum árum. Það er von forráðamanna Sambandsins, að hinum fjölmennu samvinnusamtökum auðnist á komandi ár- um að leysa mörg framfaramál í hinum ýmsu byggðar- lögum landsins til lieilla fyrir félagsfólkið og þjóðina alla. Hér veltur mikið á því, að sem flestir gerist virkir þátttakendur í samvinnufélögunum og sameini þannig kraftana til nýrra átaka í atvinnu- og efnaliagsmálum þjóðarinnar. — 20. febrúar 1972. — Jakob Frímannsson Erlendur Einarsson stjórnarformaður forstjóri I ? I 1 í f 1 © * <■ ? f ? * ? * f ? I ? Ý <■ ? f ? f ? í Á íuntli í stofunni á Þverá. Talið frá vinstri: Illugi Jónsson, Þráinn Þórisson, Baldvin Baldursson, Finnur Kristjánsson, kaupfélagsstjóri, Úlfur Indriðason, stjórnarformaður, Jóhann Hermannsson, Skapti Benediktsson og Sigurjón Jóhannesson. (Ljósmynd: Jón Jóliannesson) Aðalfimdur K. Þ. á Húsavík minnist 90 ára afmælis síns og er í örum vexti KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA hélt 91. aðalfund sinn dagana 19. og 20. febrúar og minntist um leið 90 ára afmælis síns með ýmsum hætti. Bárust félaginu margar kveðjur og góðar gjafir, m. a. stórt málverk eftir Jón Þorleifsson af stofnfundi Sam- bandsins í Yztafelli árið 1902. Fulltrúar á aðalfundinum voru 117, auk endurskoðenda, stjórnar, framkvæmdastjóra og margra gesta úr hópi fyrrver- andi forystuliðs félagsins. Úlfur Indriðason stjórnarfor- maður K. Þ. setti fundinn og minntist þá þriggja látinna full- trúa: Ásmundar Kristjánssonar, Lindahlíð, Hauks Ingjaldssonar, Garðshorni og Ketils Indriðason ar, Fjalli. Mesta framkvæmd K. Þ. á síð asta ári var að ljúka sláturhús- byggingunni, sem kostar 41 milljón. Einnig voru endurnýj- aðar frystivélar í frystihúsinu og keyptar trésmíðavélar. Tekið var upp á árinu afslátt- arkortakerfi, sem þótti gefast vel og ennfremur lækkaði félag- ið verulega álagningu á heilum sekkjum. Finnur Kristjánsson kaup- félagsstjóri flutti skýrslu um Frumsýmng M.A. á sunnudaginn UM þessar mundir standa yfir hjá Leikfélagi Menntaskólans, æfingar á leikritinu „Minkarn- ir“ eftir Erling E. Halldórsson. Þetta er fyrsta sviðssetning verksins. Leikstjóri er María Kristjáns- dóttir og leikmynd gerði Ivan Török. Að uppsetningu verksins hafa starfað milli 30 og 40 nemendur. Einnig er tónlist við verkið frumsamin og flutt af þeim. Frumsýning er fyrirhuguð sunnudaginn 27. febrúar. L. M. A. verzlun og viðskipti á liðnu ári. Verzlun jókst verulega, eða um 25% og er það ekki aðeins verð- hækkunaraukning, heldur einn- ig veruleg magnaukning. Niðurstöðutölur rekstrar- reiknings eru 232.3 millj. kr. og rekstrarhagnaður varð 2.45 millj. kr. Aðalfundur ákvað að leggja Norðlenzk HINN 20. febrúar átti Kaup- félag Þingeyinga 90 ára afmæli og er það elzta kaupfélag lands- ins. Sama dag átti Samband ís- lenzkra samvinnufélaga 70 ára afmæli. Kaupfélagið var stofnað á Þverá í Laxárdal, en Sam- bandið var stofnað á Yztafelli í Köldukinn, og eru sambands- félögin 50 talsins. Þau annast jöfnum höndum sölu á inn- lendum afurðum og innfluttum nauðsynjavörum, en mörg þeirra annast einnig rekstur frystihúsa og eiga þátt í útgerð, og nokkur hafa verulegan iðn- rekstur. Þó eru þau félög til, er eru aðeins neytendafélög, s. s. eins neytendafélög, svo sem KRON í Reykjavík. Kaupfélag Eyfirðinga er stærst þessara félaga og hefur fjölbreyttasta starfsemi og velta þess á sl. ári fór yfir tvo milljarða króna. Samband íslenzkra samvinnu félaga rekur sjö aðaldeildir: Bú vörudeild, Sjávarafurðadeild, Innflutningsdeild, Véladeild, Skipadeild, Iðnaðardeild og Skipulagsdeild. Þar að auki má nefna Samvinnuskólann, Bréfa- skóla SÍS og ASÍ, og timaritið Samvinnuna. Stjórnarformenn Sambands- ins frá upphafi hafa verið eftir- taldir menn: Pétur Jónsson á Gautlöndum 1902—1905 og 1910 —1922, Steingrímur Jónsson 1905—1910, Ólafur Briem 1922 —1925, Ingólfur Bjarnason 1925 —1938, Einar Árnason 1936— 1.2 millj. kr. í varasjóð, og sam- þykkti tillögu stjórnarinnar, sem haldinn var á Þverá í Lax- árdal 17. febrúar sl. um að leggja eina milljón kr. í Menn- ingarsjóð K. Þ. í tilefni afmælis ins og því fé verði síðar ráð- stafað til menningarmála í hér- aðinu. Félögum hefur fjölgað veru- lega að undanförnu og eru fé- lagsmenn nú 1731. (Framhald á blaðsíðu 5) forysta 1948, Sigurður Kristinsson'‘1948 —1960, Jakob Frímannsson frá 1960. í öndverðu voru formenn Sambandsstjórnar jafnframt framkvæmdastjórar Sambands- ins, en síðan 1915 hafa eftir- taldir menn gegnt starfi for- stjóra: Hallgrímur Kristinsson 1915—1923, Sigurður Kristins- son 1923—1946, Vilhjálmur Þór 1946—1954, Erlendur Einarsson frá ársbyrjun 1955. Má af þessu ljóst vera, að hlutur Norðlendinga hefur ekki eftir legið í málefnum landssam taka samvinnufélaganna, eftir að frumherjarnir höfðu rutt brautina með tuttugu ára þrot- lausu og sigursælu starfi. □ Jakob Frímannsson, formaður Sambandsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.