Dagur


Dagur - 08.03.1972, Qupperneq 4

Dagur - 08.03.1972, Qupperneq 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Laxoglaxár FYRIR nokkrum árum mátti lesa það í riti frá Matvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, að 24 þús. ísl. kr. eða 100 sterlings- pund geti legið í hverjum stangar- veiddum laxi, ef rétt væri að staðið. Hjá frændum okkar í Noregi kostar hver veiðidagur í Alta-ánni 22—41 þús. ísl. kr., en þar veiðist stærsti lax- inn. Og naumast er það neitt leyndar mál, að veiðileyfi í íslenzkum laxám eru og hafa verið boðin á 10—22 þús. kr. en þar innifalið fæði, húsnæði, þjónusta og leiðsögumaður. Sex milljón kr. tilboð í Grímsá og sjö milljón kr. í Norðurá, er aðeins stað- festing á verðmæti ánna og möguleik peningum. ísland hefur þá sérstöðu, miðað við nálæg laxveiðilönd, að laxveiði hefur farið ört vaxandi, gagnstætt þróun annarra landa, þar sem meng- un af ýmsu tagi hefur grandað lax- inum. Hér á land hefur aftur á móti verið reynt að auka laxveiðar með klaki, friðun og fiskvegum, og meng- un er hér ekki í stórum stíl. Tölur um auknar laxveiðar eru þessar, sam- kvæmt opinberum upplýsingum. Árin 1955—1960 veiddust að meðal- tali 23 þús. laxar, árin 1961—1970 um 40 þús. laxar og 1971 veiddust 56 þús. laxar. Enn er þó ótalið það, sem mikilvægast er, en það eru ónot- aðir möguleikar á þessu sviði, sem eru ótrúlegir. Fyrir fáum árum voru flestar beztu veiðiárnar lokaðar og margar eru það enn, þ. e. ákveðinn hópur innlendra laxveiðimanna hefur tek- ið þær á leigu og endurléigir ekki. Oft voru gerðir samningar til langs tíma við bændur um leiguna og þeir hlunnfarnir á skammarlegan hátt. Þetta liefur verið að breytast, enda ferðamál orðin ofarlega á baugi og laxveiðiár hafa mikið aðdráttarafl og laða hingað erlenda ferðamenn. En auk laxveiðiánna hér á landi, sem beint og óbeint munu færa lands- mönnum hundruð milljóna króna í kærkomnum gjaldeyri á ári í fram- tíðinni, eru silungsámar og heiða- vötnin mörgu enn lítt nytjuð og í raun að verulegu leyti „lokað land“ vegna vöntunar á akfærum vegum. I veiðivötnum eru geysilegir mögu- leikar til veiða og ræktunar, en það tvennt verður að fara saman til að náð verði þeim árangri, sem að ber að keppa. Vorið er skammt undan. Lax og silungur leita heimkynna sinna og veiðitíminn hefst í fyllingu tímans — og ævintýri stangveiðimanna. □ - Fréttir af Búnaðarþingiim (Framhald af bla'ðsíðu 1) sviði búfjárræktar sæðingatækn ina. í hinum nýju lagafrumvörp um er gert ráð fyrir allmikið auknum stuðningi ríkisins við bæði jarðrækt og búfjárrækt. Nú er þetta að vísu aðeins fróm ar óskir Búnaðarþings og hafa ekki lagagildi. Svo er það undir velvilja og áhuga landbúnaðar- ráðherra og ríkisstjórnar komið hvort og að hve miklu leyti hún vill gera tillögurnar a ðsínum og koma þeim í gegnum Al- þingi. Það e rvon manna, að nú séu fyrir hendi heppilegar póli- tískar aðstæður til að koma þess um málum í gegn. Þriðja milliþinganefndin átti að kanna og gera tillögur um aukningu á búnaðarmenntun á næst uárum. Sú nefnd skilaði líka áliti fyrir þingbyrjun og stingur upp á ýmsum nýmæl- um, sem eiga a ðstuðla að meiri faglegri menntun bænda. Þessi eru líklega stærstu mál- in, sem þetta Búnaðarþing hef- ur fjallað um. En svo eru í með- ferð um þessar mundir tveir aðrir lagabálkar, sem ekki síður snerta afkomu og öryggi land- búnaðarins. Annað er endur- skoðun á framleiðsluráðslögun- um, sem gert er ráð fyrir að lögð verði fyrir Alþingi á næst- unni. Þetta mál hefur alveg far- ið fram hjá Búnaðarþingi, enda samkvæmt hefðbundinni verka skiptingu alveg í verkahring „.Stéttarsambands bænda. Hitt er endurskoðun á ýmsum lögum, sem lúta að eignarhaldi á landi, þ. e. t. d. lög um kauparétt á jörðum, ábúðarlög, lög um ætt- arjarðir o .s. frv. og lög um Jarð eignasjóð ríkisins. Endurskoðun á þessum lögum var reyndar gerð að frumkvæði Búnaðar- þings í fyrra því eftir tilmælum þess skipaði þáverandi landbún- aðarráðherra þriggja manna endurskoðunarnefnd. Frumtil- lögur hennar voru sýndar Bún- aðarþingsfulltrúum, sem trún- - Fréttir úr Grýtubakkahreppi (Framhald af blaðsíðu 1) trillur fara að hefja grásleppu- véiði, eru einnig með færi. — Bátar Gjögurs h.f., Oddgeir Ás- kell og Vörður, eru gerðir út frá Grindavík, ennfremur er Ey- firðingur, 35 tonna bátur, gerð- ur út frá Sandgerði í vetur. Horfur á sölu grásleppu- hrogna eru ekki síðri en í fyrra, er mér tjáð. í barnaskólanum eru 54 nem- endur, og þar a ðauki eru ung- lingar við nám á Laugum og í Stórutjarnarskóla. Tveir kenn- arar starfa við skólann hér, auk skólastjórans, Björns Ingólfs- sonar. Á manntali 1. des. voru í Grýtubakkahreppi 377 og hafði fjölgað um 17 á árinu. Sala verzlunarútibús KEA á Grenivík hafði aukizt um 36.9%. Þróun í landbúnaði virðist sú, hér um slóðir, að bændur hætti mjólkurframleiðslu en auki sauðfjárrækt og garðrækt. 1 haust varð garnaveiki vart á tveim bæjum hér í sveit. Félagslíf er hér nokkuð gott og er kvenfélagið Hlín þar í fararbroddi og á vegum þess var hér sníðanámskeið o.fl. Þá er búið að halda hér, síðan um áramót, hjónamót og þorrablót, nokkrar félagsvistir og bingó. í janúar var haldinn sveitar- fundur um byggingu félags- heimilis og kom þar fram al- mennur áhugi á því, að málinu yrði hrundið í framkvæmd. aðarmál, en næsta Búnaðarþing mun svo vafalítið fá að fjalla um frumvarpjð áður en það kemur til kasta Alþingis. Af þessari upptalningu má sjá að flest megin löggjafarmál land búnaðarins eru tekin til gaum- gæfilegs endurmats um þessar mundir, svo ekki ætti það að vera að kenna gamaldags lög- gjöf ef landbúnaður okkar getur ekki þróazt eðlilega. Ekki er hér ástæða til að telja upp hin smærri mál Búnaðarþings 1972, sem sum eru þó alls ekki svo smá ef að er gáð. Það væri þá helzt að nefna erindi Austfirð- inganna um hreindýrin, af því að það er svo sérstætt. í því máli var samþykkt að biðja um athugun á að fækka hreindýrum á Austurlandi og koraa þá heldur upp smáhjörð- um annars staðar. í leiðinni var svo stungið upp á, að athugað yrði um nýjan innflutning sauð nauta til að koma upp hjörð eða hjörðum, t. d. í óbyggðum Vest- fjarða. Að lokum skal svo minnzt nokkrum orðum á Bændahöll- ina. Þingið var rétt áðan að sam þykkja með 14 gegn 11 atkvæð- um heimild til stækkunar Hótel Sögu til mikilla muna. Nú á Stéttarsamband bænda næsta leikinn. Samþykki það fyrir sitt leyti stækkunina má fastlega gera ráð fyrir að brátt fari að heyrast hamarshökk hér við Hagatorg. Hvort sem mönnum líkar það nú betur eða verr, skal það vottað, að gott er að búa hér á Hótel Sögu og ódýrt fyrir bænd ur á þessum árstíma. Það ættu bændur að festa sér í minni og nota óspart, þegar þeir eru á ferð hér í höfuðborginni. 4. marz 1972. Hjörtur E. Þórarinsson. SMÁTT & STÓR7 (Framhald af blaðsíðu 8) um með framkomu þeirra, a, m. k. þeir, sem ekki þekktu þá áður, og tæplega verður um þá sagt, blessaða listamennina, með undantekningum þó, að kurteis- in væri þeirra aðalsmerki. Út- hlutunarnefnd listamannalauna sat fyrir svörum í þessum sjón- varpsþættí og skýrði allvel hlut verk sitt, svo og lögin um út- hlutun listamannalauna. UNGIR MENN OG UMFERÐARSLYSIN Kári Jónasson segir m. a. í síð- asta hefti Gjallarhorns: „Heildarfjöldi umferðarslysa á landinu öllu, liefur vaxið úr 4.883 slysum árið 1969 í 5.689 á árinu 1970, eða um 16.5%. Þetta er uggvænleg þróun, og enn ugg vænlegra er, að fjöldi slysa, sem hafa haft í för með sér meiðsli á fólki eða dauða, hefur á sama tíma vaxið úr 579 í 709 árið 1970, eða um 22.5%. Eins og marga licfur grunað, þá eiga ungir ökumenn nú sem fyrr, oftast hlut að umferðar- slysum, og gildir það sama um þéttbýli og dreifbýli.“ ÁTJAN ARA ' Kári heldur áfram og segir: „Ef athugaðar eru tölur um slys, sem ungir ökumenn hafa átt hlut að á árunum 1969 og 1970, kemur í ljós að árið 1969 áttu 17 ára unglingar hlut að 275 umferðarslysum og árið 1970 áttu þeir hlut að 487 um- ferðarslysum. 18 ára unglingar áttu hlut að 470 umferðarslys- um 19ó9 og 495 slysum 1970. 18 ára unglingar er sé aldurs- flokkur allra ökumanna, sem eiga oftast hlut að slysum.“ NÝ BÍLASALA Ný bílasala hefur tekið til starfa í Glerárgötu 20, undir nafninu Bílaver h.f. Eigendur eru Aðal- steinn Bergdal og Einar Haralds son. Fyrirtækið hyggst flytja inn notaða bíla frá Þýzkalandi, bæði fólks- og vörubíla og hafa til sölu, en auk þess annast það milligöngu um kaup og sölu á notuðum bílum innlendra manna. Bílarnir eru til sýnis í vistlegum sýningarsal. Plastbátur tapaður. Lítill plastbátur nieð timburborðstokkum ihvarf úr uppsátri í Garðsvíkinni. Sá er kynni að hafa orðið bátsins var, láti annað- hvort Jónas í Sveinbjam- argerði eða mig vita. Jón Bjarnason, Garðsvík. Framsóknarvist verður í 2 kvölda spilakeppni( síðara kvöld) í Samkonmhúsi Svalbarðsstrandar laugardaginn 11. marz kl. 21. GÓÐ VERÐLAUN. Framsóknarfélag Svalbarðsstrandar „Músagildran” HÖFUNDUR: Agatha Christie. LEIKSTJÓRI: Stefán Baldursson. Frumsýning sunnudag kl. 8.30 e. h. Aðgöngumiðasala í leikhúsinu föstudag og laug- ardag frá kl. 3 til 5 e. h. LEIKFÉLAG AKUREYRAR Bifreiðatryggingðfélögln Guðmundur á Hvanneyri sjötugur Frá fjölteflinu á Akureyri. Timman fefldi fjöltefli hér SUNNUDAGINN 27. febrúar sl. lauk 5. Reykjavíkurskákmótinu, • en meðal þátttakenda þar var hollenzki alþjóðameistarinn Jan Timman, en hann er aðeins tví- i tugur að aldri. Á mánudags- : morgun kom þessi ungi og efni- 1 legi skákmeistari til Akureyrar, en hann hafnaði í 7. sæti á Reykjavíkurmótinu, og vantaði aðeins hálfan vinning uppá, til að hljóta stórmeistaratitil. Á mánudagskvöldið tefldi hann f jöltefli í Landsbankasalnum við 32 skákmenn, og urðu nokkrir frá að hverfa. Þess má geta, að skákmenn komu allar götur frá Húsavík til að tefla við skák- meistarann, og var yngsti þátt- takandinn aðeins 10 ára, en sá elzti um 70 ára. Áhorfendur voru allan tímann mjög margir, og lætur nærri að á milli 150— 20b manns - hafi komið til að fylgjast með skákunum. Fjölteflinu lauk þannig, að Timman vann 28 skákir, gerði 4 jafntefli, en tapaði tveimur skákum. Þeir sem unnu voru Hreinn Hrafnsson og Hrafn Timman tefldi á Akureyri Amarsson, en jafntefli gerðu Jón Ingimarsson, Júlíus Frið- riksson, Randver Karlesson og Orn Ragnarsson. Á þriðjudagskvöldið tefldi svo Timman klukkufjöltefli í Varðborg við tíu af betri skák- mönnum Akureyrar. Þeirri við- ureign lauk þannig, að hann vann 7 skákir, gerði tvö jafn- tefli og tapaði einni skák. Rand- ver Karlesson vann skákmeist- arann, en jafntefli gerðu Hreinn Hrafnsson og Jón Björgvinsson. Mikill fjöldi áhorfenda fylgd- ist með skákunum, og má af því sjá að mikill skákáhugi ríkir meðal bæjarbúa, þó svo væntan legt heimsmeistaraeinvígi eigi eflaust einhvern þátt í því. Skák meistarinn rómaði mjög allar móttökur, en honum var sýnt flest það markverðasta er við höfum upp á að bjóða fyrir ferðamemi. Hann sagðist koma BÍIAR TIL SÖLU: Meroury Comet ’64, 6 cyl Ford Bronco ’67, 6 cyl Rambler Ambassador ’66, 6 cyl sjálfskiptur Rambler American ’66, 6 cyl Taunus 17M ’66 Ford Gortina 4 d. L ’7l Chevy II ’67. FORD-umboðið Bílasalan h. f. Strandgötu 53 Akureyri. til íslands til að fylgjast með eirivígi Fishers og Spasskys, og aðspurður sagðist hann reikna með sigri Fisbers. □ U RT A L er kornið í bókabúðina. ÚRVAL Höfum til sölu notað TROMMUSETT, SÖNGKERFI, GUITAR og BASSA. Fyrir fermingar- stúlkuna Hvítar slæður Hvítir hanzkar Hvítir vasaklútar Hvítai' sokkabuxur VERZLUNIN DRÍFA Sími 1-15-21. NYRRI tryggingu hefir verið bætt við ábyrgðartryggingu bif- reiða nú um þessar mundir, um leið og hækkanir á kaskotrygg- ingum og sjálfsábyrgð í ábyrgð- artryggingum dynja yfir bfreiða eigendur. Blaðið leitaði upplýsinga hjá Sigmundi Björnssyni um þessa nýju tryggingu. Hvað felur þessi nýja trygg- ing í sér, og hvað er henni ætlað að bæta? Þessi nýja framrúðutrygging felur í sér bætur til tryggingar- taka, bifreiðaeigenda, ef fram- rúða í hans eigin bíl brotnar, af hvaða orsökum, sem það kann að vera. Að undanskyldu þó ef tryggingartaki tæki upp á því að brjóta rúðuna af ásettu ráði. Þetta mun koma í veg fyrir það, að fái menn stein í rúðu frá öðrum bíl, við mætingu, sem er alltítt, fer tjónþolinn ekki að elta meintan tjónvald uppi, um lengri eða skemmri veg, og þá oft í gengdarlausum kappakstri, heldur kemur til síns tryggingar félags, sýnir brotnu rúðuna, út- fyllir tjónskýrslu þar að lútandi og fær rúðuna því næst bætta, ásamt ísetningarkostnaði. Er þetta ekki nokkuð hátt iðgjald 450 kr. á bifreið? Nei, alls ekki. Til dæmis kost- ar framrúða í Volkswagen frá kr. 2.500 til 4.700 en í amerískan fólksbíl kostar rúðan milli 15 og 20 þús. kr. Þetta er frjáls trygg- ing, þ. e. menn eru ekki skyld- aðir til að taka hana, en ég held, ef menn fara að hugsa málið, komist þeir að þeirri niðurstöðu að sjálfsagt sé að notfæra sér þessa tryggingu. Það hefir komið fram sá mis- skilningur hjá nokkrum bif- reiðaeigendum, að þessi trygg- ing ætti að bæta það tjón, sem þeir yllu öðrum, með steinkasti í rúður, en eins og að framan segir, er svo ekki, þetta er brota trygging á eigin rúðu. Að lokum skal þess getið, að þótt greitt sé tjón ó framrúðu, samkv. þessari nýju tryggingu, hefir það ekki áhrif á bónus tryggingartaka, hvorki í ábyrgð ar- né kaskotryggingu bifreiðar hans. Hér fylgir með skilmálar Sam vinnutrygginga fyrir þessari nýju framrúðutryggingu. Sérstakir skilmálar fyrir framrúðutryggingu. 1. gr. Tryggingin bætir brot á fram- rúðu bifreiðarinnar ásamt ísetn- ingarkostnaði, nema tryggingar taki hafi valdið tjóninu af ásetn ingi eða stórkostlegu gáleysi. Það telst ekki brot, þótt flísist úr rúðu eða hún rispist. 1 2. gr. Rúða, sem brotnar við úrtöku eða ísetningu, er ekki bætt. Ekki er bætt tjón vegna afnota- missis bifreiðarinnar, er rúða brotnar. Við ákvörðun bóta er heimilt að afskrifa hina tryggðu rúðu með allt að 12%% á ári frá smíðaári bifreiðarinnar eða endurnýjun rúðunnar, með hlið sjón af ástandi rúðunnar, þegar tjón verður. 3. gr. Iðgjald af tryggingu þessari verður eigi endurgreitt, þótt um timabundna afskráningu sé að ræða. 4. gr. Ákvæði um iðgjaldsafslátt (bónus) af ábyrgðartryggingu bifreiða gilda eigi um tryggingu þessa. 5. gr. Um tryggingu þessa gilda að öðru leyti ákvæði skilmála lög- boðinnar ábyrgðartryggingar ökutækis hjá félaginu eftir því, sem við getur átt. □ GUÐMUNDUR Jónsson, skóla- stjóri á Hvanneyri, varð sjö- tugur 2. marz sl. Honum og konu hans var haldið veglegt samkvæmi í Varmalandi af því tilefni. Guðmundur Jónsson er Hún- vetningur, fæddur á Torfalæk í A.-Hún., varð búfræðingur frá Hólum 1919 en búnaðarkandidat frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1925. Þrem árum síðar varð hann kennari á Hvanneyri, en við skólastjórn tók hann 1947. Hann veitti Bú- reikningaskrifstofu ríkisins for- stöðu um ellefu ára skeið. Fjöl- mörg önnur trúnaðarstörf hefur hann haft á hendi fyrir bænda- stéttina, sem hér verða ekki rakin. Kvæntur er Guðmundur Ragnhildi Lovísu Olafsdóttur. Guðmundur Jónsson á Hvann eyri var sjálfur mikill náms- maður, framúrskarandi mikill starfsmaður, vel menntaður og Lúðrasveit Ákureyrar þrjáiíu ára FIMMTUDAGINN 16. marz n.k. mun Lúðrasveit Akureyrar halda sína árlegu tónleika og vill um leið minnast 30 ára starfsafmælis síns. Tónleikarnir verða í Sjálfstæðishúsinu og hefjast kl. 9 síðdegis. Það var á öndverðu árinu 1942 að nokkrir félagar úr Lúðrasveitinni Heklu, sem þá hafði ekki starfað um átta ára skeið, komu saman og stofnuðu Lúðrasveit Akureyrar, fengu þeir til liðs við sig nokkra unga menn og munu meðlimirnir í upphafi hafa verið 12, eftir því sem næst verður komizt. Aðal hvatamaðurinn að stofnun sveit arinnar var Ólafur Tr. Ólafsson og varð hann fyrsti formaður hennar, en einnig má geta þess HÚSAVÍKURFLUG- VÖLLUR NOKKRAR umræður hafa að undanförnu orðið um varaflug- völl á íslandi fyrir millilanda- flug og eru menn ekki á eitt sáttir um hvar á landinu sá völlur ætti að vera. Hafa þarf í huga, að staður fyrir varaflug- völl þarf að vera á öðru veður- svæði en Keflavíkurflugvöllur, almenn lendingarskilyrði þurfa að vera góð og kostnaður við gerð vallarins og aðstöðu við hann þarf að vera viðráðanleg- ur. Líklegustu staðir eru í Aðal- dalshrauni — Húsavíkurflug- völlur — og á Fljótsdalshéreði — Egilsstaðaflugvöllur —. Báð- ir eru staðir þessir að jafnaði á öðru veðursvæði, en Keflavíkur ílugvöllur. Talið er, að mikið ódýrara sé að gera mannvirkin í Aðaldalshrauni, en við Egils- staði. Athugun hefur og leitt í ljós, að bæði aðflugs- og flug- taksskilyrði eru mun betri á Húsavíkurflugvelli, en Egils- staðaflugvelli. Fundið hefur verið Húsavík- urflugvelli til foráttu, að þar skorti aðstöðu til móttöku far- þega og áhafna. Þetta gjörbreytt ist vi ðtilkomu nýja hótelsins á Húsavík í aðeins 10 til 15 mín. akstursf j arlægð. Þar geta á fjórða hundrað manns borðað samtímis og gistirými verður fyrir 68 manns. í fárra mínútna fjarlægð eru skólarnir að Hafra læk í Aðaldal og Laugum í Reykjadal, þar sem um 200 sumargestir geta fengið gistingu og um 35 mínútna akstur er til hótelanna við Mývatn. Á sumr- um er rúmur klukkustunda akstur frá Húsavíkurflugvelli til Akureyrar. Áður en millilandaflugvöllur er gerður í Aðaldalshrauni þarf að bæta flugstöðvaraðstöðuna þar, bæði flugstjórnunaraðstöð- una og aðstöðu farþega. Húsavík, 28. febrúar 1972. Þorm. J. að einn úr hópi stofnendanna leikur ennþá með lúðrasveit- inni, er það Sigtryggur J: Helga son gullsmiður, var hann einnig formaður sveitarinnar í yfir tuttugu ár og hefur unnið að málefnum hennar meir og betur en nokkur annar. Tónlistarfélag Akureyrar átti einnig góðan þátt í stofnuninni og tók 'að sér ábyrgð á fjárreiðum sveitarinn- ar, aðstoðaði einnig við útvegun hljóðfæra og má segja að lúðra- sveitin starfaði á vegum Tón- listarfélagsins fyrstu 5—6 árin. Stjórnandi og leiðbeinandi Lúðrasveitar Akureyrar var frá byrjun Jakob Tryggvason og, hafði það starf með höridum til 1964 við „hlaup og lítið kaup“ en sýndi mikinn dugnað og fórn fýsi. Aðrir stjórnendur hafá verið Áskell Jónsson . og Wil- helm Lansky-Otto er stjórnuðu um skeið meðan Jakob Tryggva son var erlendis við nám, Eben- esar Dunipace stjórnaði eitt ár, Sigurður Jóhannesson eitt ár, Jan Kisa þrjú ár, Sigurður Demenz Franzson tvö ár ög nú - síðast Roar Kvam, urigur og duglegur Norðmaður, sem- tók við sveitinni á sl. hausti. Formenn svgitarinnpr hafa verið Ólafur Tr. Ólafsson og Sig tryggur J. Helgason eins og áður segir, síðari Sævar Vigfús- son, en núverandi formaður er Ævar K. Ólafsson. Q góður kennari, með brennand', áhuga á landbúnaðinum. Hanr . lét sér mjög annt um lærdóm og þroska nemenda sinna, vav Ijúfur í umgengni og laus við allan hroka og sýndarmennskr. og þess vegna þótti nemendun:. vænt um hann. Óbrigðul hátt- vísi, hjartahlýja og heiðarleik, einkenndu öll hans störf, ogj þessir mannkostir auðvelduðu. honum kennslustörf og siðar skólastjórn. Enda fer það ekk- ert milli mála, að hann er sá maður, sem staðið hefur í farar- broddi búnaðarfræðslunnar á íslandi undanfarna áratugi. Ég naut þess sjálfur fyrir mörgum árum að vera nemand-. hans á Hvanneyri og áttum við þá ýmiskonar skipti saman óg' öll voru á þann veg, er ég kunni. vel að meta, en þó miklu betur síðar. Ég sendi Guðmundi Jónssyni skólastjóra og konu hans mínar innilegustu afmælisóskir, með kærri þökk fyrir gömul og góo kynni. E. D. Guðrún Vigfúsdóffir Fædd 8 desember 1893. Dáinn 16. febrúar 1972. SYSTURMINNING Elsku systir! Nú að leiðarlok- um langar mig til að kveðja þig með örfáum orðum — kveðja þig og þakka þér fyrir sam- fylgdina á lífsleiðinni. Þegar ég var barn kom það í þinn hlut — sem varst nokkrum árum eldri en ég — að annast um mig. Þú varst með mér úti og gættir mín og leiddir mig. Og þetta — að leiða mig — varð svo ríkur vani að þó ég væri orðin stálpuð brást það ekki að þegar við ætluðum eitthvað að skreppa út saman, réttir þú mér hendina er við komum út úr dyrunum, og svo hlupum við af stað og héld- umst í hendur. Svo fórst þú að heiman og leiðir okkar skildu að nokkru. Þú eignaðist son til a ðleiða og lifa fyrir. Þið komuð í heimsókn árlega og við hlökkuðum til þess og nutum þess að vera nokkra dagá saman. Svo kom tengdadóttir og síð- an sonarbörnin eitt af öðru svo hópurinn smá stækkaði sem kom í heimsókn. Og það var okkur systkinum þínum ávallt óblandin gleði að fá að taka a móti ykkur. En nú hefir skipt sköpun . Fyrir rúmu ári síðan kvaddi " þú einkasoninn hinztu kveðju. Og nú hefir þú kvatt þennai. heim eftir langa sjúkdómsþraut. En minningarnar geymast um gle'ði og sorgarstundir sem vio áttum saman. Lífið er eins og lind, sem lifandi perlum gýs. Við glitrum af gleði og sync , í geislum frá ljóssins dís. Við syngjum unz bresta bra . Við biðjum af hjarta og sál og drjúpum sem daggartár í dauðans marmaraskál. (Davíð Stefánsson) Vertu sæl systir mín. — Bráo um kem ég á eftir þér. Þá von:. ég að þú réttir mér hönd og vic fáum að leiðast í hinum nýjti heimkynnum, eins og vi'ð fyrr • um leiddumst á okkar bernsku- slóðum. Arnarstöðum, 28. febrúar 1972. Kristbjörg Vigfúsdóttir. j

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.