Dagur


Dagur - 08.03.1972, Qupperneq 8

Dagur - 08.03.1972, Qupperneq 8
s SMÁTT & STÓRT A æi'ingu í Músagildrunni. r LEIKSTJORI ER STEFAN RALDURSSON LEIKFÉLAG AKUREYRAR :rumsýnir á sunnudagskvöldiS rið fræga sakamálaleikrit Vletafli af loðnu iuiOÐNUAFLINN var um helg- : na orðinn nær 250 þús. tonn, sem er metveiði á loðnuvertíð. Aflahæst var Eldborg GK 13 :neð 9002 tonn. En þetta mikla aflaskip var, sem kunnugt er, smíðað á Akureyri. Löndunarbið var á öllum mót ökustöðvum frá Vestmanna- eyjum til Akraness í gær Taka sæti á þingi ÞRÍR varaþingmenn tóku sæti á Alþingi í gær. Það eru þeir Ingi Tryggvason, 2. varaþing- maður Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, Hafsteinn Þorvaldsson, 1. vara- oingmaður Framsóknar í Suður iandskjördæmi, og Tómas Karls son, 1. varaþingmaður Fram- sóknarflokksins í Reykjavík. Ingi Tryggvason og Hafsteinn Þorvaldsson hafa ekki setið á pingi áður. 0 DAGUR kemur næst út á laugardaginn. Auglýsingar og annað, sem birt- ast á í blaðinu, þarf að berast fímanlega. „Músagildruna" eftir Agatha Christie. Leikrit þetta er fræg- asta leikrit höfundar, sem nú er komin á níræðisaldur. Það hef- ur verið sýnt í sama leikhúsinu í Londón í nær 20 ár samfleytt og mun slíkt «insdæmi. Eins og oftaSt: þjá A'ggtha Christie, er hér um'mjög sþennandi atburða rás að ræða og sökudólgurinn ekki afhjúpaður fyrr en á síð- ustu mínútu. Leikendur í „Músagildrunni“ eru átta: Guðlaug Hermanns- dóttir, Arnar Einársson, Gestur Einar Jónasson, Þórhalla Þor- steinsdóttir, Guðmundur Gunn- arsson, Sigurveig Jónsdóttir, Jón Kristinsson og Þráinn Karls son. Halldór Stefánsson þýddi leik (Ljósmyndastofa Páls) á sunnudag ritið, leikmynd er eftir Ivan Török og leikstjóri er Stefán Baldursson. Frumsýningargestir vitji miða sinna á föstudag og laugardag milli kl. 3 og 5 e. h. Q MINKURINN í Glerárhverfi hefur orðið vart við minka að undanförnu og hafa þeir drepið bæði hænsn og endur. Um helgina náðist einn í minkaboga í Vallholti, en hann hafði áður gert nolskrar endur höfðinu styttri. Sama dag eða daginn áður ók maður nokkur yfir mink á veginum við sjóinn, framan við Samkomuhúsið, og var minkurinn með rottu í kjaft inum, er hann varð undir hjóli bifreiðarinnar. Virðast nú næg verkcfni fyrir minkabana hér á Akureyri. :s ',st f. * • r . • ÓSKILGETIN BÖRN Þau eru mörg óskilgetnu börn- in á íslandi, eftir því sem skýrsl ur herma. Árin 1967—1969 voru 30 börn af hverju hundraði óskilgetin. Þar sláum við frænd um okkar á hinum Norðurlönd- unum heldur betur við. Danir eru með 11.1%, Finnar 4,8%, Norðmenn 5.1% og Svíar eru aðeins hálfdrættingar með 15% óskilgetinna barna. Þessi liáa tala barna — „getinna í synd“ liefur lengi vakið athygli nema liér á landi, þar sem margir líta svo á, að þessi háa hundraðs- tala sé eftir atvikum mun lægri en búazt mætti við. Brefar leggja landhelgismálið fyrir aiþjcðadómsfólinn í Haag BREZKA stjórnin tilkynnti í fyrradag, að hún ætli að biðja Alþjóðadómstólinn í Haag að fjalla um útfærslu íslenzku fisk veiðilögsögunnar í 50 mílur. Anthony Royle aðstoðarutan- ríkisráðherra Bretlands skýrði frá þessu í fyrirspurnartíma á fundi neðri málstofu brezka þingsins. Hann sagði, að þótt ákveðið hefði verið að vísa mál- inu til Alþjóðadómstólsins, væri ekki loku fyrir það skotið, að haldið yrði áfram óformlegum viðræðum Breta og íslendinga í von um samkomulag. Bretar leggja málið fyrir dóm stólinn 1. september, sama dag og íslenzka lögsagan verður færð út í 50 mílur. Q Sönghátíð í Ljósvetningabúð Laugum 27. febrúar. f gær- kveldi hélt Kirkjukórasamband Suður-Þingeyjarprófastsdæmis söngmót í félagsheimilinu Ljós- vetningabúð. Komu þar saman 10 kirkju- kórar og var fyrst sezt að sam- eiginlegu kaffiborði. Meðan á borðhaldi stóð sungu 6 kóranna hver í sínu lagi 2 eða 3 lög. Þessir kórar sungu: Kirkjukór Hálsprestakalls, söngstjóri sr. Friðrik A. Frið- riksson. Kirkjukór Húsavíkur- Ldndkynningarsiarfsemi F. í. UM þessar mundir dreifa skrif- stofur Flugfélags íslands erlend is nýju landkynningarriti, sem félagið gefur út. í ritinu, sem er 24 síður í stóru broti, er mögu- leikum erlendra ferðamanna á íslandi lýst og raktar ferðir sem á boðstólum eru um landið. Þetta nýja landkynningarrit, sem fyrst kemur út á ensku og nefnist „Iceland Travel Plannei", er að hluta prýtt lit- myndum, en textasíður eru að meginhluta til í einum lit. Alls eru 87 myndir í ritinu þar af 49 litmyndir. Efninu er skipt niður í kafla, sem hver um sig f jallar um viss- an þátt íslandskynningarinnar. Þar er í myndum og texta fræðsla um sérkenni íslands og íslenzkrar náttúrufegurðar. Ser stök áherzla er lögð á hreinleika lofts, lands og vatns. Sérstakur kafli er um veiði- ferðir. Lax- og silungsveiði hér á landi og í Grænlandi og stangaveiði í sjó. kirkju, söngstjóri Steingrímur Sigfússon. Kirkjukór Neskirkju, söngstjóri Sigurður Demenz Franzson. Kirkjukór Grenjaðar staðakirkju, söngstjóri Sigurður Sigurjónsson. Kirkjukór Reykja hlíðarkirkju, söngstjóri Jón Árni Sigfússon. Kirkjukór Skútustaðakirkju, söngstjóri sr. Orn Friðriksson. Að loknu borðhaldi sungu all- ir kórarnir sameiginlega 5 lög undir stjórn jafn margra söng- stjóra. Lög þessi höfðu verið æfð undanfarnar vikur í kórun- um og hvíldi það æfingastarf mikið á Friðriki Jónssyni organ- ista, Halldórsstöðum í Reykja- dal, sem ferðaðist milli kóranna og kenndi lögin. Alls er talið að um 250 manns hafi skipað þenn- an samkór, en samkomugestir hafi verið um 350. Kirkjukórasambandið var stofnað árið 1950 og hefur hald- ið allmörg söngmót á starfsferli sínum. Núverandi formaður þess er Þráinn Þórisson, skóla- stjóri, Skútustöðum og stjórn- aði hann samkomunni. Virtist það einróma álit manna, að samkoma þessi hefði tekizt hið bezta, bæði um alla skemmtan og gæði söngs og þar með árangur starfs hjá einstök- um kórum. G. G. 60 ÞUSUND FERÐAMENN Á síðasta ári komu til íslands rúmlega 60 þúsund erlendir ferðamenn, sem cr 15% aukning frá árinu áður, en þar að auki komu 10—11 þús. ferðamenn með crlendum skemmtiferða- skipum. Talið er, að beinar og óbeinar- tekjur af þessum ferðamönnum hafi numið um 1.2 milljörðum króna. Búizt er við aukningú freðamanna á þessú ári og næstu árum, ef komið er til móts við þarfir þeirra, sem hingað vilja leggja leið sína. AÐ BIRTA NÖFN Öðru hverju berast blaöinu óskir um, að birt séu nöfii þessr ara eða hinna manna, sem brot- legir liafa gerzt við lög. Dagur liefur áður vikið að því máli. Ilinar ýmsu fréttir frá lögregl- unni um óhöpp manna og þá verknaði af ýmsu tagi, sem varða við lög, eru birtar án nafna, samkvæmt liennar fyrir- mælum. Verður svo gert fram- vegis, nema að til komi nýjar reglur um þetta efni, og mun blaðið þá að sjálfsögðu haga fréttaflutningi í samræmi við það. NAFNBIRTING ER REFSING Margir segja sem svo, að þegar sagt er frá afbroti, en nafn er ekki birt um Ieið, hljóti fleiri eða færri aðrir að liggja undir grun og er það rétt. En á hitt ber jafnframt að líta, að nafn- birtingin ein er veruleg refsing, stundum þyngri en sú refsing, sem dómstólar leggja á'menn. Dagur getur ekki fremur en önnur blöð lagt þá aukarefsingu á brotlegt fólk, að birta nöfn þess, nema að það sé þá hluti af dómi eða refsingu og með því reiknað við uppkvaðningu dóma hjá dómstólum. Og að þá verði eitt látið yfir alla ganga. GIFTINGARALDUR Árið 1969 voru karlar, sem giftu sig, 25.5 ára að meðaltali og kon ur 23.3 ára. Um síðustu aldamót voru karlar rúmlega þrítugir að meðaltali og konur 28 ára við giftingu. KURTEISI EKKI ÞEIRRA AÐALSMERKI Svo fór, sem hér var spáð ný- lega, að upp myndu hefjast deil- ur um úthlutun listamanna- launa. Þess bar glöggan svip sjónvarpsþáttur Ólafs R. Gríms sonar á þriðjudaginn, 29. febrú- ar. Þar var í sal samankomið „Iistafólk,“ mikill hópur. Flestir munu hafa orðið fyrir vonbrigð- (Framhald á blaðsíðu 4) ngar á Akureyri Enn hrakar læknisbjónustunni Kópaskeri, 6. marz. Margir búa sig undir grásleppuveiðina. — Menn vinna héraf kappi í sjó- húsum, sem eru í smíðum og eru misjafnlega langt komin. — Við erum ánægðir hér með póst- flugið, sem er tvisvar í viku, en óánægðir með skipaferðir, sem hér eru engar, og að F. í. lagði niður flug hingað. Ekki var talið líklegt, að læknisþjónustan versnaði, en þó er útlitið þannig, að svo verði. Hingað komu lækn ar frá Húsavík hálfsmánaðar- lega, en nú mun of fátt lækna á Húsavík til að annast þessa þjón ustu og enginn læknir er á Rauf arhöfn, þegar frá eru taldar tvær vikur, sem Úlfur Ragnars- son starfaði þar og nuturn við góðs af því. Er því um afturför að ræða, þótt ekki sé trúlegt — og ekki heldur sómasamlegt. Ekki verðum við þess þó varir, að okkur sé hlíft við að greiða okkar gjöld til samfélagsins, — þótt við fáum lítið í staðinn á sumum sviðum. Kvenfélagskon- ur hafa hér saumanámskeið um þessar mundir. K. Á. YFIRLIT yfir byggingarfram- kvæmdir á Akureyri árið 1971. Tölurnar í sviga eru sambæri- legar tölur frá árinu 1970. íbúöarhús: Hafin var bygging 50 (27) húsa með 140 (97) íbúðum á árinu. Skráð voru fullgerð á árinu 32 (28) hús með 98 (53) íbúðum. Fokheld voru um sl. áramót 55 (44) hús með 136 (113) íbúðum og 24 (15) hús með 45 (23) íbúðum voru þá skemmra á veg komin. Á árinu voru því 107 (87) hús með 275 (189) íbúðum í byggingu. :i ■ •£ : •_!-*. m Aðrar liyggingar: Af öðrum byggingum sem skráðar voru fullgerðar á árinu má m. a. nefna: Afgreiðslu og viðgerðarhús Norðurflugs á Akureyrarflugvelli; Trésmíða- verkstæði Reynis s.f., Furuvöll- um 1; verkstæðis og skrifstofu- hús Vegagerðar ríkisins, Mið- húsavegi 1; skrifstofuhús Olíu- verzlunar íslands h.f. við Tryggvabraut og iðnaðarhús að Oseyri 6. Af byggingum sem fokheldar voru um sl. áramót má m. a. nefna: Skrifstofu og lagerhús Olíuverzl. Skeljungs h.f. við Hjalteyrargötu; skrifstofuhús Byggingavöruverzl. Akureyrar, Glerérgötu 20; iðnaðarhús Sand blásturs og málmhúðunar h.f. við Hjalteyrargötu; skipasmíða- stóð Varar h.f., Óseyri 16; 3. og 4. hæð Efnaverksm. Sjafnar, Glerárgötu 28; viðbygging við verksmiðjuhús Heklu, Glerár- eyrum og viðbyggingar við tré- smíðaverkstæði Haga h.f., Ós- eyri 4. Akureyri, í febrúar 1972, Byggingafulltrúi Akureyrar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.