Dagur - 04.05.1972, Blaðsíða 4

Dagur - 04.05.1972, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Frentverk Odds Björnssonar b.f. Kröfuspjöld framtíðarinnar ÓLAFUR Ragnar Grímsson, lektör; flutti aðalræðuna á Ráðhústorgi á Akifreyri 1. maí. Hann hóf mál sitt á því að segja, að á þessum hátíðis- degi væri vert að minnast þeirrar upphaflegu baráttu, sérstaklega í til- efni af 75 ára afmæli verkalýðsfélag- anna á Akureyri, þegar fámennur hópur forystumanna þeirra var hædd ur fyrir að stofna verkalýðsfélögin og neitað um rétt til að semja um kjör og neitað um að beita skæðasta vopni sínu, og þegar fjölda verkafólks var meinuð þátttaka í kosningum vegna fátæktar og þjóðfélagsstöðu þeirra. En þá þurfti kjark til að fylkja sér undir fána verkalýðsfélaganna 1. maí, er ganga verkalýðsins var farin í andstöðu við öll hin ráðandi öfl. En sú mynd, sem blasir við okkur á okkar dögum, sagði ræðumaður, er öll önnur. Nii værí verkalýðshreyf- ingin orðin f jölmennasta félagsmála- hreyfing á íslandi, sterkasta samtaka- aflið meðal þjóðarinnar, viðurkennd ur aðili að margháttuðum samning- um og hún væri fær um að halda upp á 1. maí með allri þjóðinni, því að sá dagur væri löghelgaður hátíðis- dagur. Þrátt fyrir þetta biði verka- lýðshreyfingarinnar mikið hlutverk, því að hún stæði að ýmsu leyti á tíma mótum. Væri því vert að svipast um og festa augu á þeim málum, er hún muni í framtíðinni þurfa að beita sér fyrir. Síðan nefndi ræðumaður nokkur atriði, er væntanlega yrðu borin á kröfuspjöldum framtíðar- innar, því að ekki væri nægilegt að hafa aðeins kosningarétt á fjögurra ára fresti, því að upp væri risin í landi fjöldi stofnana og fyrirtækja, sem á fjölþættan liátt hefði meiri áhrif á líf fólksins, en ákvarðanir Al- þingis og bæjarstjórna. Á sama liátt og verkalýðurinn hefði barizt fyrir ákvörðunum Alþingis og sveitar- stjóma, myndi hann í framtíðinni krefjast aðildar að stjóm þessara valdamiklu stofnana og fyrirtækja. í öllum skólum, fyrirtækjum og stofnunum myndi fólkið krefjast réttar til þátttöku í stjórn og ákvörð- unum, því að án þess yrði lýðræðið aðeins leikur að formum. Og enn sagði ræðumaður, að sú hætta blasti við, að þjóðin myndi á næstu árum skiptast í tvo hópa: íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem búa myndu við forréttindi á öllum svið- um í atvinnu, menntunar- og menn- ingaraðstöðu. Yrði þetta látið líðast, væri meiri ójöfnuði boðið heim en áður hefði þekkzt í landinu. Það væri J>ví hlutverk verkalýðshrevfing- arinnar um land allt, að snúa þessari þróun við. □ Fj árhagsáætlun bæjarsjóðs samþykkt í gær r Sigurður Oli Brynjólfsson svarar spurningum Dags uin áætlunina FJÁRHAGSÁÆTLUN bæjar- sjóðs Akureyrarkaupstaðar fyr- ir árið 1972 var til síðari um- ræðu á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn. En gerð fjárhags- áætlunarinnar hafði seinkað verulega vegna skattalagabreyt- inga á Alþingi. Niðurstöðutölur hinnar nýju áætlunar eru um 264 millj. kr. á hvora hlið. Aðaltekjur bæjarsjóðs ár hvert eru hin álögðu útsvör, sem nú.eru áætluð samtals 128.4 milljónir króna og fasteigna- skatturinn er áætlaður 46.5 milljónir króna. Gefst bæjar- búum þeim, sem að jafnaði gleðjast yfir því að leggja eitt- hvað ,af mörkum til sameigin- legra þarfa, enn á ný tækifæri tiF að greiða álögð gjöld sín, en aðrir munu að venju kvíða gjald ' seðlunum frá bæjaryfirvöldun- um. En hvernig sem þessir hóp- ar skiptast, má telja víst, að um- ræður um álagða skatta verði kærkomið umræðuefni manna 1 í sambandi við afgreiðslu þessa stórmáls hjá bæjarstjórn- inni á þriðjudaginn, sneri blað- ið sér til Sigurðar Óla Brynjólfs sonar bæjarfulltrúa og lagði fyrir hann nokkrar spurningar, varðandi hina nýju fjárhags- áætlun. Verða tckjustofnar fullnýttir? Við samnir.gu fjárhagsáætlun arinnar má heita að tekjuheim- ildarákvæði, samkvæmt tekju- stofnalögunum, verði fullnýtt. Þar með er notuð heimild til 50% álags á fasteignaskatt og að miklar líkur eru á því, að notað verði 10% álagsheimild á útsvör, þ. e. að þau verði 11% af brúttótekjum. En til þess þarf samþykki ráðherra. Helztu undantekningar eru, að ekki verða lögð útsvör á ellilaun, örorkustyrk, slysa-, ekkju- og makabætur né heldur mæðra- laun og bamalífeyri. Og líklega mun niðurjöfnunarnefnd taka eitthvert tillit til sérstakra ástæðna, eins og verið hefur. Nú er heimilt að fella niður fasteignaskatt af nýjum íbúð- UK?- Þessi heimild er ekki notuð hér, 'enda væri það sýndar- menrjska á meðan gatnagerðar- gjöld á ibúðum eru notuð sem tekjustofnar. Ég veit ekki hvort það kæmi sér nokkuð betur fyr- ir fólk, að gatnagerðargjöld væru 20—30 þúsund kr. hærri á íbúð en nú er, og sleppa í stað- inn við að greiða fasteignaskatta í eitt eða tvö ár. En um undan- þágur almennt, vil ég minna á, að tryggingakerfið er og á að vera notað til að bæta úr og jafna aðstöðumun, þannig, að undanþágur eru ekki jafn nauð- synlegar og áður. Hafa nýju tekjustofnalög sveit arfélaga í för með sér auknar álögur á Akureyringa? í rauninni hafa þau engin bein áhrif í þá átt og er það í valdi bæjarstjórnar hverjar álögurnar eru hverju sinni, upp að hámarkinu. Á undanförnum árum hafa möguleikar bæjarins til frjálsra athafna sífellt versn- að, vegna þess að álagsheimildir voru fullnýttar að undanskyldu því, að bæjarstjórn treysti sér ekki til að vera með álag á lög- boðinn útsvarsskala (mátti vera allt að 20% álag) vegna saman- burðar við önnur sveitarfélög þótt þess hefði verið þörf. Þetta leiddi til þess, að nauðsynlegum framkvæmdum var skotið á frest ár eftir ár, og fjármagn skorti til að geta staðið við skuldbindingar bæjarsjóðs, vegna stuðnings við atvinnuupp bygginguna í bænum. Hér á ég einkum við stuðning við Slipp- stöðina h.f. og vegna endurnýj- unar togaraflotans. En nú, er sýnt þótti, að flest hin stærri sveitarfélög myndu nota sér fullar álagsheimildir, taldi bæjarstjórn Akureyrar rétt að stíga það skref einnig, þar sem svo mörg óleyst verk- efni bíða. Það er í rauninni þessi breyting, sem gefur bæjarstjórn aukið svigrúm en ekki sjálf tekjustofnalögin. Sigurður Óli Brynjólfsson. Hverjar eru lielztu breytingar frá fyrri árum? Utsvörin eru nú lögð á sam- kvæmt nýjum lögum, sem kunn ugt er, og fasteignaskattar verða miklu stærri liður í tekjuöflun bæjarsjóðs en áður, einnig sam- kvæmt hinum nýju lögum. Hins vegar falla niður framlög til al- mannatrygginga og sjúkratrygg inga að hálfu, ennfremur allur lögreglukostnaður. Skiptir þetta tugum milljóna króna fyrir bæjarsjóð Akureyrar. Að þessu sinni er varið meira fé til stærri og minni fram- kvæmda en áður. Stærstu upp- hæðirnar, sem kallaðar eru framkvæmdafé, fara til gatna og í Framkvæmdasjóð bæjarins, sem er að nokkru aðgreindur frá bæjarsjóði og stendur m. a. undir skuldbindingum bæjar- sjóðs vegna Slippstöðvarinnar h.f., togarakaupa og leitar að heitu vatni. Það er rætt um ósamræmi í tillöguflutningi Framsóknar- manna í sveitarstjómum hér og í höfuðborginni? Á réttmæti þess mismunar legg ég engan dóm, því að ég þekki ekki nægilega til málefna höfuðborgarinnar. En tillögu- flutningur byggist að sjálfsögðu á aðstæðum á hverjum stað og ég held að allir viti, að aðstæð- ur hér á Akureyri eru ekki þær sömu og í Reykjavík og borgar- stjórnarmeirihlutinn syðra hef- ur áreiðanlega aðrar ástæður til sinna ákvarðana en við. En á undanförnum árum hafa borgar yfirvöldin í Reykjavík gefið af- slátt frá almennum útsvarsskala og því má telja ólíklegt, að þeir hafi ýtt jafn miklu á undan sér af óleystum verkefnum og við höfum orðið að gera. En þótt ég segi þetta, er áreiðanlega hægt að gera margt gagnlegt fyrir þessar auknu ráðstöfunartekjur höfuðborgarinnar. En um þarf- ir, bæði þar og hér, má deila. Nokkuð að lokum, Sigurður Óli? í mínum augum er spurningin um, hvort nýta eigi tekjustofna- heimild til fulls eða ekki, spurn- ing um það, hvort við viljum bæta sameiginlega aðstöðu í bænum okkar, fegra hann og einnig prýða eða hvort við ráð- stöfum þeirri upphæð til eigin FÆREYSKIR BADMINTONMENN Á LAUGARDAGINN kemur hingað til bæjarins hópur badmintonleikara frá Færeyj- um, ellefu leikmenn, ásamt nokkrum öðrum Færeyingum. Badmintonmennirnir leika við Akureyringa sama dag í íþrótta- skemmunni kl. 2 e. h. Mun heim sókn þessi sérstaklega kærkom- in og væntanlega boðar þetta auknar íþróttaheimsóknir og kynnisferðir milli landanna. □ •t © 4 -t © © Sendum félögum okkar og allri alþýðu baráttukveðjur 1. maí. SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS. Spá Dags SPÁMAÐUR okkar í 18. leikviku er Jón Sigfússon prentari í POB. Spámaður okkar úr síðustu leikviku, Óli Guðmarsson, hafði 5 leiki rétta. Urslit úr síðustu leikviku: 2-x-l — 1-1-x — x-1-2 — 1-2-x. Lelkir 6. og 7. maí 1972 1 X 2 Þróttur — Fram 1 7 i.B.H. — Í.B.K.2 49 i.A. — Breiðablik2 / Arsenal — Leeds3 1 Celtic — Rangers/Hibs4 / Randers — Vejle* ... / B 1901 — A.G.F.5 / B 1903 — Hvidovre5 T Frem — Köge5 T B 1909 — Brönshöj5 ■■ X Silkeborg — Svendborg0 Át Álborg — Slagelse0 / nota. Sjálfur tel ég hið fyrra réttmætt og svo mun vera um þorra manna. Það sézt bezt á undirtekturn manna við safn- anir til stuðnings við nauðsyn- leg verkefni, sem eru á vegum almannasamtaka, svo sem í líknar- og menningarmálum. Svo má á það líta, að kröfur okkar um auknar athafnir ríkis- valdsins, bæði hér og víða um land, verða að líkum með því bezt studdar, að sýna í verki, að við viljum sjálf leggja nokkuð af mörkum til að bæta sameigin lega þjónustu og framfarir, seg- ir Sigurður Óli Brynjólfsson að lokum og þakkar blaðið svör hans. □ 0 4- f 0 4 <■ 0 i f 0 4 T I f 0 Köku- og munabazar heldur Skúgræktaiifélag Tjarnargerðis á Hótel K. E. A. sunnudaginn 7. maí kl. 3 e. h. Skógræktarfélag Tjarnargerðis. Verð fjarverandi maí- mánuð. Sjúkrasamlags- sjúklingar mínir vinsam- legast snúi sér til Lækn- ingastofu Sjúkrasamlags Akureyrar, Ráðhústorgi. Jón Níelsson, læknir. Húsbvggendur athugið. Leitið tilboða í raflögn- ina. Rafverk framkvæm- ir verkið fljótt og vel. Önnunjst viðgerðir á heimilistækjum og hvers- konar rafvélum. Sækjum ef óskað er. Fljót afgreiðsla. RAFVERK, Strandgötu 23. Reglusamur maður get- ur fengið leigit herbergi og fæði á sama stað. Á góðum stað í miðbænum Ennfremur til sölu á sama stað notuð, góð þvottavél. Selzt ódýrt. Uppl. í síma 1-27 11 eftir kl. 6. 11—13 ára stúlka óskast til að gæta 2 drengja í sumar eða aMan dag- inn. Uppl. í síma 2-18-80, eftir kl. 7 á kvöldin. 12—13 ára stúlka óskast til barnagæslu. Sími 2 15-10 eftir kl. 7 á kvöldin. Stúlka með stúdents- próf óskar eítir skrif- stofuvinnu frá 1. júlí. Véhitunarkunnátta. Tilboð leggist inn á af- greiðslu Dags fyrir 1. júní merkt Skrifstofu- vinna. Óska eftir 12—13 ára stúlku í surtiar. Sími 1-29-57. Vantar 1—2 smiði nú þegar. Gunnlaugur Jóhannsson Álfabyggð 14, sími 1-14-79. Tvær ungar stúlkur utan af landi óska eftir vinnu í sumar. Margt kemur til greina. Uppl. í síma (92) 74-83. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) seni í færi er, og það um varp- tímann. Slíkt gera ekki aðrir en fantar. Bændur eiga að kæra slíkt athæfi .skilyrðislaust og venja illa siðaða menn af þess- um Ijóta leik. Hreppstjórar og aðrir löggæzlumcnn þurfa að standa hér vel á verði og betur en tíðkazt hefur. — ' FLEIRI SEKIR En það eru fleiri byssuglaðir en kaupstaðabúar, og gera sér ekki allir grein fyrir því, að ekki má fremja afbrot á eigin landi frem- ur en annarsstaðar. Fugladráp og eggjarán er gamall löstur og er ntál að linni. Qr}' í v.W' Dórólhea Þórðardófiir Fædtl 6. maí 1882. Dáin 23. apríl 1972. DÓROTHEA Þórðardóttir, Þór- unnarstræti 106, Akureyri, var jarðsungin frá Akureyrarkirkju í gær, 3. maí. Hún fæddist í Syðra-Garðs- horni í Svarfaðardal 6. maí 1882 og voru foreldrar hennar Guð- rún Björnsdóttir og Þórður Jónsson bóndi á Steindyrum. Dóróthea giftist Árna Jóns- syni frá Sökku árið 1907 og bjuggu þau á Þverá í Svarfaðar- dal þar til hann andaðist árið 1924. Börn þeirra hjóna voru: Lovísa, gift og búsett á Akur- eyri, Jón Magnús, dáinn 1962, Elín, gift á ísafirði og Sigurveig, gift og búsett á Akureyri. Dóróthea fluttist til Akureyr- ar 1930 og átti þar heima til dauðadags, 23. apríl sl. Hún var greind og viljasterk, sívinnandi og vökul skapgerðarkona, er hélt fullri reisn sinni þar til yfir lauk. □ - Aðalfimdur . . (Framhald af blaðsíðu 1) borgunar námu 391 eyri á .ltr., en af þeirri upphæð var greidd- ur 31 eyrir í stofnsjóð framleið- enda. Heildarverð fyrir innlagða mjólk varð þannig kr. 16.24.8 á ltr. Á fundinum flutti Valur Arn- þórsson framkvæmdastjóri KEA ýtarlegt erindi um horfur og möguleika fyrir að hægt yrði að halda áfram byggingu hinnar nýju mjólkurstöðvar, en það væri mikið fjárhagslegt átak. Samþykkt var á fundinum álykt un, sem framkvæmdastjóri lagði fram frá stjórn KEA og samlags ráði, um að reynt skyldi nú þeg- ar að útvega fjármagn og hefja síðan byggingaframkvæmdir að nýju við mjólkurstöðina á næsta ári. Ennfremur ræddi fram- kvæmdastjóri um möguleika fyrir að hafin yrði undirbúning- ur að flutningi mjólkur í tank- bílum frá framleiðendum til mjólkurstöðvarinnar og um margþættan undirbúning, sem gera þyrfti í því sambandi. Fundarmenn ræddu þessi mál af miklum áhuga og að lokum var samþykkt tillaga til breyt- inga á núverandi reglugerð mjólkursamlagsins varðandi mjólkurflutningana. r Ufdregin skuldabréf Hinn 3. maí 1972 framkvæmdi notarius publicus í Akureyrarkaupstað útdrátt á 9]/o% skuldabréfa- láni til byggingar elliheimila á Akureyri og í Skjaldarvík teknu 1969, og. voru eftirtalin bréf dregin út: Litra A nr. 3, 4, 6, 7, 8, 16, 23, 32, 36, 49, 58, 63, 64, 74, 82, 83, 86, 89, 97. Litra B nr. 2, 3, 7, 14, 22, 25, 31, 40, 46, 64, 68, 77, 80, 83, 85, 87, 96, 100, 135, 150, 151, 157, 167, 168, 173, 178, 179, 187, 188, 190, 197, 201, 206, 212, 214, 216, 218, 219, 221, 233, 240, 242, 244, 246, 255, 256, 258, 260, 266, 278, 296, 299. Litra C nr. 4, 5, 6, 7, 8, 10, 13, 14, 21, 22, 59, 67, 69, 71, 72, 74, 92, 97, 102, 114, 116, 134, 135, 136, 139, 140, 148, 150, 153, 155, 164, 226, 236, 238, 239, 241, 247, 251, 255, 279, 281, 285, 291, 295, 305, 325, 366, 373, 379, 383, 384, 393, 394, 395, 399, 401, 408, 417, 423, 424, 426, 429, 431, 437, 440, 443, 454, 455, 467, 470, 476, 478, 482, 508, 512, 513. 515, 518, 519, 521, 525, 527, 531, 533, 535, 536, 538, 543, 546, 548, 556, 562, 572, 578, 580, 582, 600, 610, 615, 617, 619, 634, 637, 640, 642, 644, 650, 660, 661, 677, 684, 685, 686, 688, 693, 694, 696, 700, 705, 708, 709, 722, 725, 742, 743, 745, 748, 752, 754, 755, 757, 764, 765, 767, 769, 770, 771, 778. 377, 526. Gjalddagi útdreginna bréfa er 1. október 1972 og fer innlausn þeirra fram á bæjarskrifstofunni á Akureyri. Akureyri, 3. maí 1972. RJARNI EINARSSON. Aðalfundur Glerárdeildar K. E. A. verður haldinn í barna- skóla Glerárþorps fimmtudaginn 4. þ.m. k>l. 20.30. DAGSKRÁ: Kjör fulltrúa á aðalfund Kaupfélags Eyfirðinga. Venjuleg aðalfundarstörf. DEILDARSTJÓRINN. GOTT VERÐ ERUM AÐ TAKA UPP sérlega fallegar KVENTÖFLUR SÍMI 21400 SKÓDEILD Barnagæzla Störf 7 gæslukvenna við barnaleikvelli Akureyrar- bæjar er 'laus til umsóknar. Umsækjendur þurfa að vera fullra 18 ára og fúsir að sækja 20 tíma kvöldnámskeið samhliða vinnu fyrstu vikurnar. Skriflegar umsóknir, merktar „BARNALEIK- VELLIR,“ leggist inn á skrifstofur bæjarins fyrir 9. maí. Að.eins verður liaft samband við þær konur, sem ráðnarvérða. Nánari upplýsingar gefur Einar Hallgrínrsson í síma 1-28-94. LEIKV ALLAN EIN'D. Einar Bjarnason próíessor flytur erindi á Hótel K. E. A. (niðri) UM FjRF- INGJA SÉRA HALLDÓRS Á GRUND í EVJA- FIRÐI, LOFSSONAR OG NIÐJA ÞEIRRA, fimmtudaginn 4. maí n.k. Hefst erindið kl. 20.30. Allir áhugamenn um söguleg fræði velkomnir. STJÓRN SÖGUFÉLAGS EYFIRÐINGA. ATYINNA! Okkur vantar duglega stúlku í salinn, sem fyrst. Upplýsingar hjá hótelstjóra. HÓTEL AKUREYRI. Atvinna Karlmaður óskast til starfa á Vistheimilinu Sól- 'borg. Upplýsingar hjá forstöðukonu í síma 2-14-54, milli kl. 11 og 12. TIL SÖLU: Stórt einbýlishús við Brekkugötu. Geta verið tvær íbúðir. Einbýlishús við Eiðsvallagötu, 5 herb. Bílskúr. Ennfremur lítil einbýlis'hús í Glerárþorpi og Inn- bænum, hús með tvemur íbúðum og 2—6 herb. j íbúðir. RAGNAR STEINBERGSSON, Hrl. Geislagötu 5, Akureyri, viðtalstími 5—7 e. h. mánudaga—föstudaga og kl. 10—12 f. h. laugard. Sölustjóri Kristinn Stcinsson, byggingameistari. I Símar 1-17-82 á skiifstofu, 1-25-36 og 1-14-59 hema. •) DANSSÝNING j f) Heiðar Ástvaldsson og Edda Pálsdóttir sýna ýmsa * t) dansa n.k. föstudags- laugardags- og sunnudags- J c kvöld. J SJÁFSTÆÐISHÚSIÐi O

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.