Dagur - 17.05.1972, Síða 1

Dagur - 17.05.1972, Síða 1
LV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 17. maí 1972 — 26. tölublað FILMUhúsið AKUREYRI Oróleg} í bænum m helgina VORIÐ hefur ekki jafn góð áhrif á alla þegna þessa bæjar, að því er ráða má af umsögn lögreglunnar, þegar blaðið leit- aði frétta hjá henni á mánudag- inn. Umsögn hennar fer efnis- lega hér á eftir: Síðasta miðvikudag var lög- reglunni tilkynnt um grunsam- legan akstur utanbæjarbíls eins, er var að yfirgefa kaupstaðinn. Fór lögreglan á vettvang og náði bílnum norður á Árskógs- strönd. Sat kona undir stýri og var hún tekin, grunuð um ölvun við akstur. Á fimmtudaginn var Síðustu tónleikarnir Á UPPSTIGNINGARDAG fóru fram fjórðu og síðustu tónleikar Tónlistarfélags Akureyrar á þessu starfsári. Þar komu fram, Elísabet Erlingsdóttir söngkona og undirleikari var Kristinn Gestsson píanóleikari. — Nánar verður getið um tónleika þessa síðar, hér í blaðinu. □ maður einn í bænum tekinn fastur, grunaður um ölvun við akstur. Báða dagana og á föstu- daginn urðu árekstrar í umferð- inni, en án meiðsla á fólki. Á laugardaginn var ölvun óvenjulega mikil. Tók lögreglan 16 manns fyrir óspektir á al- mannafæri og setti í steininn, auk annarra, er hún flutti til síns heima. Er þetta hið alvar- legasta mál, sem lögreglu- og bæjaryfirvöld, svo og þau sam- tök fólks, sem vinna vilja að menningarmálum, geta naumast horft á, án einhverra líklegra aðgerða til úrbóta. Þá var á laugardaginn brotist inn í Ferðanesti, peningtim stol- ið og fleiru. Þá voru um helgina nokkrir menn teknir fastir vegna brota á umferðarlögum, óku háskalega á bifreiðum og léttum bifhjólum. Á sunnudag var lcært yfir líkamsárás, og má segja, að mjög órólegt hafi verið á vett- vangi lögreglunnar um þessa síðustu helgi. □ Hækkun fjárl. var 5,3 milljarðir Tveir þriðju hlutar þeirrar aukningar arfur NÚVERANDI stjórnarandstaða hafði það eitt til málanna að leggja þegar rædd voru fjárlög þau, sem nú gilda, fyrir árið 1972, að auka útgjöld ríkissjóðs verulega, en engin tillaga kom frá hennar hendi um að draga úr útgjöldum. En þeir hrópuðu stöðugt um hækkun fjárlaganna og töldu firn mikil. Og víst hækkuðu fjárlög verulega, en menn þurfa að gera sér ljóst, að tveir þriðju hlutar þeirrar hækk unar, er arfur frá viðreisnar- stjórninni og meira þó. Halldór E. Sigurðsson fjár- málaráðherra gerði stuttlega grein fyrir hinum tölulegu hækkunum fjárlaga nú, saman- borið við árið 1972, í útvarps- ræðu á Alþingi á mánudags- kvöldið. Hann sagði efnislega svo m. a.: Fjárlög á yfirstandandi ári hækkuðu um 5.3 milljarða Eldsvoði á Akureyri Á ELLEFTA tímanum á mánu- dagsmorguninn, varð eldur laus á efri hæðinni í Klettaborg 4, Akureyri. Unglingspiltur, sem þá var þar heima, komst út um bakdyr og urðu engin slys á fólki. Mun hafa kviknað í for- stofu íbúðarinnar, að áliti slökkviliðsmanna, er blaðið hafði samband við. Klettaborg 4 er steinhús með timburklæðningu að nokkru, tvær íbúðir og kom eldurinn upp á efri hæð. Þar búa hjónin Jóhann Bjarmi Símonarson og Freygerður Magnúsdóttir, ásamt börnum sínum. Eldurinn var yfirunninn á skammri stundu, eftir að slökkviliðið kom á stað- inn, en íbúðin skemmdist mjög mikið, svo og innbúið, en hina íbúðina sakaði ekki mjög, enda þar steinveggur á milli. □ króna frá fjárlögum 1971 og sundurliðast hækkunin þannig: 2.2 milljarðar er arfur frá við- reisnarstjórninni vegna kjara- samninga við opinbera starfs- Halidór E. Sigurösson. menn og laga frá Alþingi 1971. 1300 milljónir flytjast frá sveitar félögum til gjalda hjá ríkissjóði (Framhald á blaðsíðu 4) Geldfé rekið Stórutungu 10. maí. Vegir voru blautir en hafa nú þornað og búið er að hefla þá. Geldfé hefur þegar verið rek- ið til afréttar, suður á Öxnadal. En þangað munu vera 40—45 km. frá byggð og yfir vötn að fara, misgóð vegna krapa. Þrír menn voru með reksturinn og gistu þeir í tjaldi eina nótt. Þeir höfðu bíl. Einn veturgamlan DAGUR keinnr næst út fimmtudagirm 25. maí. BJARTSÝNI í ÍSLENSKU ÞJÚÐLÍFI ALMENNUM stjórnmálaumræð um, eldhúsumræðum, sem svo eru nefndar, var útvarpað frá Alþingi á föstudagskvöldið og aftur á mánudagskvöldið. Full- trúar hinna fimm þihgflokka, sem nú eru á þingi, tóku þátt í þeim. Flugu þá að venju hnút- ur um borð. En það mun al- mennt mál manna, að stjórnar- andstaðan sé heldur í linara lagi um þessar mundir. Athygli vakti, að sumir ræðu- menn Alþýðuflokksins lýstu fylgi við ýmis mál, er stjórnin hefur borið fram og a. m. k. einn þeirra gaf í skyn, að stjórn arsamstarf Alþýðuflokksins við Sjálfstæðisflokkinn hefði staðið of lengi. Forsætisráðherrann, Ólafur Jóhannesson, sagði m. a. að sjaldan hefði ríkt meiri bjart- sýni í þjóðlífinu en einmitt nú um þesar mundir. Framfara- og framkvæmdavilji hefði aldrei verið sterkari en nú, bæði hjá einstaklingum og hinu opinbera. í landinu væri nú almenn vel- megun. Þar með vildi hann ekki segja, að sú velmegun væri ríkis stjórninni að þakka, en hitt væri víst, að núverandi stjórnar- stefna hefði leyst ýmis fram- hrút sáu þeir, og hafði sá gengið úti, og vildi hann ekkert með mennina hafa og forðaði sér. Sauðburður er hafinn og geng ur vel. í dag er sjötugur Höskuldur Tryggvason á Bólstað. Bólstaður er nýbýli, sem Höskuldur, ásamt konu sinni, Guðfinnu Pálínu Jóndóttur, byggði. Býli sitt hafa þau hjón setið með miklum myndarbrag og nú síðari árin einnig sonur þeirra og tengda- dóttir. Höskuldur er heima hjá sér í dag, meðal venzlafólks og vina og tekur á móti gestum af sinni alkunnu rausn. 1». J. faraöfl úr læðingi og aukið mönnum áræði. Einar Ágústsson, utanríkisráð Ólafur Jóliannesson. MARGT sígur hér á Akureyri, svo sem nýju haínarmannvirkin og dráttarbrautin. Og nú er nýja hraðbrautin farin að síga, hér innanvert við bæinn. En lítilsháttar sig mannvirkja þarf ekki að boða heimsendi, heldur krefst það þess, að við því sé brugðist á réttan hátt og mann- virki hönnuð samkvæmt því. Á tækni nútímans ekki að vera það ofvaxið. Hitt er verra, þeg- ar hinir verkmenntuðu menn, sem á er treyst, gera sínar áætl- anir um mannvirkjagerð á sandi, eins og þau væru á bjargi byggð. Unnið er að viðgerð á dráttar- brautinni, hraðbrautin sígur eins og hún hefur löngun til, og danskar rannsóknir hafnarmann virkja, ásamt nýrri hönnun frá vitamálastjórn, ganga nú á milli Heródesar og Pílatusar í ná- grannalöndunum, og mun þar dómur lagður á þá áætlun vita- herra, ræddi m. a., sem vænta mátti, um landhelgismálið. Þjóð areininguna, sem hefði skapazt um það mál, og viðræður, sem hann og fleiri hefðu átt um það við fulltrúa frá öðrum þjóðum. Hann sagði: „Við íslendingar þekkjum rök okkar og rétt í þessu lífshagsmunamáli. En við getum líka sett okkur í spor þess góða alþýðufólks í hafnar- borgum Englands, Skotlands og V.-Þýzkalands, sem hefur átt alla sína afkomu, kynslóðum saman, undir fiskveiðum við strendur íslands. Það er vegna þessa fólks, sem við leggjum okkur fram um að geta veitt umþóftunartíma". Einar Ágústsson bætti því við, að við vildum eiga „ekki ein- ungis viðskiptaleg samskipti, heldur einnig mannleg og menn ingarleg“, við aðrar þjóðir. □ málastjórnar um framgang verksins, er hún hefur gert. En yfirvöld bæjarins og hafnarinn- ar eiga svo eftir að vega og meta væntanleg plögg og taka sínar ákvarðanir. □ L. A og eldra fólkið í TILEFNI 55 ára afmælis Leik- félags Akureyrar býður félagið eldra fólki, 65 ára og eldri, á Akureyri og nágrenni í leikhús- ið næstkomandi fimmtudags- kvöld. Sýnt verður leikritið „Strompleikurinn“ eftir Halldór Laxness og hefst sýningin kl. 20.30. Með þessu boði vill félagið þakka eldri leikhúsgestum stuðning á undanförnum ára- tugum. Afhending aðgöngumiða verð ur í leikhúsinu, miðvikudag og fimmtudag frá kl. 15 til 17, sími 11073. □ Alli er fiað á sandi byggí og sígur

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.