Dagur - 28.06.1972, Blaðsíða 4

Dagur - 28.06.1972, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Samvinnusfarfið SÍÐAN fyrsta kaupfélag landsins var stofnað á Norðurlandi fyrir 90 árum og Samband íslenzkra samvinnu- félaga fyrir 70 árum, og fram á þenn- an dag, hefur samvinnustarfið í land inu verið meginþáttur í mótun við- skipta- og athafnalífs í þjóðfélaginu. Það hefur borið ríkulegri ávöxt en aðrar félagsmálahreyfingar, er til landsins hafa borizt. Samvinnumenn minntust þessara merku tímamóta með sérstökmn hátíðafundi Sambandsins í Reykja- vík dagana 21.—23. júní. Þar kom meðal annars fram, að hinn fjölþætti rekstur Sambandsins og félaganna innan þess, 47 að tölu með 33.444 félagsmönnum, gekk í heild vel á síðasta ári. Sem dæmi um liinn mikla þátt samvinnumaiina í viðskiptalíf- inu, má nefna að heildai'velta Sam- bandsins nam 6.4 milljörðum króna, og sambandsfélaganna 8.7 milljörð um, og hafði í krónutölu aukizt um 20% frá fyrra ári. Þegar fyrsta kaup- félag landsins var stofnað í Þingeyjar þingi, bjuggu 94% þjóðarinnar í sveitum. Starfsemi félagsins og allra þeirra, sem stofnuð voru á næstu árr um og áratugum, var miðuð við verzlunarþjónustu við bændur, bæði útvegun erlendrar vöru og sölu bú- vara. Þetta tvíþætta verksvið hefur öðru fremur mótað samvinnustarfið hér á landi fram á þennan dag, og gefist vel. Brátt stækkuðu samvinnu- menn verksvið sitt og beindist það að verulegu leyti að fullvinnslu landbúnaðai'vara og síðar sjávarvara. Eru Sambandsverksmiðjurnar hér á Akureyri nærtælct dæmi um þetta og um leið hina mikilvægu uppbygg- ingu kaupstaðarins á sviði iðnaðar. Allt samvinnustarf í landinu er „til vegna mannsins sjálfs, fyrir hann og velferð lians. Ytra tákn samvinnu- starfsins er ekki tilgangur í sjálfu sér, heldur tæki til að móta mann- félagið, þannig að það verði betra mannfélag að búa í og starfa í fyrir fólkið í landinu, og stuðli jafnframt að mannbótum,“ eins og Ólafur Jó- hannesson, forsætisráðherra komst að orði í ávarpi sínu á afmælisfund- inum. Samvinnuhugsjónin er víð- feðma og stefnir að jafnrétti, frelsi og félagsþroska, og í framkvæmd er hún mótuð af fyllsta lýðræði. Eins og samvinnustarfið hefur orðið lyfti- stöng í lífsbaráttu fjöldans, getur ]>að í vaxandi mæli orðið sameining- arafl og sáttatákn í þjóðfélaginu. En á því er vaxandi þörf á tímum stétta- skiptingar og liarðrar stjómmála- baráttu. □ K J Ö R DÆMIS S A M B A N D Framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi eystra efndi til hópferðar til nágrannalandanna dagana 8.—22. júní sl. Mun þetta vera fyrsta ferðin, sem kjördæmissamtök flokksins efna til, a. m. k. utan Reykja- víkur. Þorgeir Jakobsson frá Brúum kom fyrstur inn á skrifstofu Dags, þeirra manna, sem í þess- ari för voru, að ferð lokinni og notaði blaðið tækifærið til að leggja fyrir hann nokkrar spurn iíígár um ferðalagið. En alls tóku um eitt hundrað manns þátt í ferð þessari og var flogið fr.á Akureyri til Kaupmanna- ' . háfnar, án millilendingar. Ferð- ast var um Danmörku, Svíþjóð og Noreg, en síðan flogið heim frá Bergen. Flugvélin var frá danska flugfélaginu Sterling, sem prestur einn stofnaði á sín- um tíma, og rekur enn með ' úiíklúm dugnaði. Fararstjórar vorif þau Jóna Hansen og Ingi Tryggvason . Var þetta skcmmtileg ferð? Já, mjög skemmtileg og það mun einróma álit allra, sem í hópnum voru og einnig var hún mjög fróðleg. Þarna blasti margt við, sem við höfum áður lesið um en ekki séð, og varð þetta nú að lifandi raunveru- leika. En þessi för var fyrsta utanför margra í hópnum. Þarna sýndust mér bæði ung- ir og gamlir? Sá elzti var nær 75 ára og var það Sigfús Hallgrímsson á Ytra- Hóli í Öngulsstaðahreppi og hafði gamanyrði á reiðum hönd um. En yngsti ferðafélaginn var Guðbjörg Árnadóttir, Akureyri, sem er um 14 ára. Var því ald- ursmunur þess yngsta og elzta rúmlega sextíu ár. En þessi unga stúlka var þarna ásamt foreldrum sínum. Með i för voru þrjár systur, úr Svarfaðar- dal ættaðar, Jónmundsdætur frá Hrappsstöðum. Hafði ein þeirra áður unnið við hjúkrun- arstörf í Noregi og var því öðr- um kunnugri á þeim slóðum og kom það sér vel. Hún tók í fyrra þátt í hjólreiðakeppni þar ytra og varð önnur. Ekki lögðu aðrir sveatabæir til fleiri þátttakend- ur en Hrappsstaðir. Drykkjuskapur sennilega í hófi í þessari ferð? Hann var enginn. Ég sá aldrei ölvaðan mann eða vínflösku í ferðinni. Á fyrsta hótelinu, sem við gistum á í Höfn í fimm nætur, en það reka bræður tveir og heitir Hotel Absason, fengum við fremur gott orð. Bræður þessir létu svo um mælt við fararstjóra okkar er við fór- um þaðan, að þetta væri fyrsti hópur íslendinga, sem hjá þeim hefði gist og enginn verið ölvað- ur fyrsta kvöldið. Og þetta hélzt alla ferðina og er talið sjaldgæft í hópferðum. Margt hefur borið fyrir auga? Við sáum fornar hallir kon- unga íslands og Danmerkur og kistur þeirra í Hróarskeldudóm kirkju. Ekki urðum við nú bein línis snortnir af því, vegna þess að við þekkjum bakhlið sög- unnar. En víst undruðumst við listaverk frá 13.—15. öld, lítið skemmd í hinum miklu höllum, gerð af Spánverjum. Þá fór mörgum eins og þegar Þór kom til Útgarða-Loka, að þeir settu höfuðið aftur á bak til að sjá. Safn Thorvaldsen og önnur listaverk, og bústaður H. C. Andersens, skoðuðu menn með athygli og ánægju, enda t. d. mörg ævintýri Andersens enn í barnsminni. Danmörk er einn gróðurreitur, vaxin nytjagróðri flgæt hópferfi til Norðurlanda og skógum. En nú er svo kom- ið, að hinn upprunalegi gróður á Jótlandsheiðum er nær alveg horfinn, en varðveittur á einum stað til þess að menn geti séð hina fyrri ásýnd landsins. Þótti það fásinna, að friða þann reit. Nú eru menn sammála um, að rétt hafi verið gert. Borgirnar, flugvellirnir og vegirnir teygja sig í allar áttir um hið gróður- sæla land, og koma mér í hug orð Óttars Indriðasonar, er hann mælti fyrir sex árum, er við vorum á ferð í Bandaríkjun- um: Þessar borgir eru eins og krabbamein í eðlilegu umhverfi náttúrunnar. Fluguð þið svo til Svíþjóðar? Nei, við fórum á bílferju frá Friðrikshöfn á Jótlandi til Gautaborgar í Svíþjóð. En í Gautaborg gistum við tvær næt ur. Skoðuðum við borgina og sigldum um Gautelfi, heimsótt- um skóla einn í Kungelv, og er skólinn lýðháskóli fyrir öll Norð urlönd. Skólastjóri er nú íslend ingurinn Magnús Gíslason, í for föllum, og veitti hann okkur góðar viðtökur, var hann fróður og stundin með honum var hin ágætasta. Virtist mér skóli þessi merkileg og einstæð stofnun, þar sem reynt er að sameina menn frá Norðurlöndunum. Á síðasta degi ferðarinnar hittum við annan ágætan íslend ing í Bergen, Tryggva Gíslason lektor, sem fylgdi okkur um Bergen og var leiðsögumaður okkar meiri hluta dagsins. Nut- um við þar bæði mikils fróð- leiks og ágætrar samfylgdar. Gerðuð þið ykkur dagamun 17. júní? Þann dag fórum við frá Gauta borg um Svíþjóð, yfir landa- mærin til Noregs og alla leið til Oslóborgar. I leiðinni skoð- uðum við skipastigann við Troll hetten og sáum skip fara þar upp. Landslag og umhverfi í Suður-Svíþjóð er allt annað en í Danmörku. Þarna gægist forn bergið út úr hverri hæð, sem þó eru flestar skógi klæddar. En ræktarlöndin eru á milli þess- ara hæða. En allt er gróðri vaf- ið. Undravert, hve skógurinn getur tyllt sér í brattar hlíðar og vaxið þar. Til Oslóborgar komum við síðdegis og það sama kvöld var farið í veitinga- hús, sem heitir Frognaseteren, sem er bygging í fornum stíl, bjálkahús með allskonar fom- um munum á veggjum til skreytingar. Þar var keyptur kvöldverður og var það í raun- inni eina sameiginlega máltíð ferðarinnar. Þar voru ræður fluttar og ættjarðarsöngvar sungnir. Ræðurnar fluttu Stefán Valgeirsson alþingismaður og fararstjórinn Ingi Tryggvason á Kárhóli og mæltist þeim vel, ennfremur tóku nokkrir aðrir til máls. Var nokkuð ort? Oðru hverju heyrðust vísur kveðnar í bílunum, en ekki mun sá kveðskapur hafa verið al- mennur. Stefán Valgeirsson gerði þá uppástungu, að senda rimaða kveðju heim til íslands í tilefni dagsins. Mun það þó hafa fallið niður. Hins vegar var lesin upp vísa, er fram kom í einum bílnum og ég hafði sett saman. Hún er þannig: Litum Noregs fornu fjöll og frjóar lendur Svía. Sendum heim til íslands öll ástarkveðju hlýja. Hvað um uppsveitir Noregs? Mér fannst, er við vorum á ferðinni í uppsveitum Noregs, að fjöllin myndu lítið hafa breytt um svip síðan jökullinn skildi við landið fyrir 12—15 þúsund árum, að öðru leyti en því, að gróðurinn hefur þakið allt nema efstu tindana. Því að þótt þar séu ár og fossar, er bergið svo hart, að árnar hafa mjög lítið unnið á því og ekki að jafnaði gert sér djúp árgljúf- ur, eins og hér á landi. En svo hefur mannshöndin komið til og breytt talsvert miklu á síðustu tveim öldum. Eitt undrunarefni okkar voru vegirnir, hve góðir þeir eru þrátt fyrir erfiða að- stöðu í vegalagningu. Þarna eru malbikaðir eða olíubornir vegir um allar byggðir, vegurinn víða skorinn inn í fjöllin og í gegn um þau á marga vegu. Frá nefndu fjallahóteli og til Bergen munum við hafa farið í gegn um jarðgöng, sem samanlögð munu vera um 10 kílómetrar. En lengstu göngin voru 5.2 km. Við virtum fyrir okkur smábú- skapinn og undruðumst hve Norðmenn eru nýtnir á hvern þann blett, sem unnt er að rækta. Við surna túnblettina voru háir grjótgarðar, sem sýndu, hve mikið hefur þurft að taka upp af grjótinu til þess að rækta. Geitur og sauðfé sáum við víða og á sumum stöðum sáum við nokkur kúabú. Hey- skapur var byrjaður og heyið víða sett á hesjur. Þetta þótti íslenzkum bændum heldur sein leg þurrkunaraðferð og höfðu orð á því. Hvað er þér nú eftirminni- Iegast? Mér þótti mjög gaman að sjá fomu skipin, sem grafin voru upp úr Hróarskeldufirði og ver- ið er að setja saman með ærn- um kostnaði á safni, sem er þar Frá Tækniskóla íslands Skólaárið 72 - 73 er áætluð þessi starfsemi: 1. Undirbúningsdeild 2. Raungreinadeild 3. Fyrsta námsár af þrein í rafmagns-, reksturs-, skipa- og véltæknifræði (tvö síðustu árin oft- ast við danska tæknifræðiskóla. 4. 3ja ára nám í byggingatæknifræði (eftir raun- greinadeild) — til ‘lokapróis. Til athugunar er að starfrækja ef næg þátttaka fæst: 5. Raftæknadeild, 2ja ára framhaldsmepntun fyr- ir iðnaðarmenn í rafmagnsgreinum. Fyrra ár- ið fari þessir nemendur í undirbúninsdeild tækniskóla í Reykjavík, á Akureyri eða á ísa- firði, en síðara árið í sérhæft nám. Því miður skrifaði ég ekki niður vísur þær, sem til urðu og ég heyrði, svo að þetta sýnis- horn verður að nægja. En meðal þeirra, sem létu fjúka í kviðling um var t. d. Stefán Valgeirsson, Erlingur Jóhannsson, áður í Byrgi, Ingi Tryggvason, Sigfús Hallgrímsson og auk þess heyrði maður vísur, sem ég vissi ekki um höfunda að. Þorgeir Jakobsson. Margt hefur verið að sjá hjá frændmn okkar í Noregi? Margt mjög markvert. Og með þessari ferðatilhögun var stígandi í ferðalaginu. Við ókum frá Osló upp í hálendi Noregs og gistum í fjallahóteli, sem er um 1000 metra yfir sjó, rétt hjá Rjukan-verksmiðjunum. Þar er mikil virkjun og framleiðsla á þungu vatni. Þetta fjallahótel er nýlegt og er byggt bæði fyrir skíðamenn og sumargesti. Þarna er ákaflega fagurt um að litast, en gróðurinn er minni þar uppi, þó er dálítið af trjágróðri í meira en eitt þús. metra hæð. Á einu fjallavatninu var ísa að leysa, enda fremur köld veðr- átta á þessurn slóðum í vor. Á Akureyri er áætlað að starfrækja oindirbúnings- deild og raungreinadeild. Umsóknareyðublöð og upplýsingar hjá Jóni Sigurgeirssyni sími 1-12—74 og Aðalgeir l'álssyni sími 2-10-93. Unisóknarfrestur til 15/7. SKÓLASTJÓRI. nærri. Þetta eru samskonar skip og landnámsmennirnir sigldu á til íslands fyrir 1100 árum og eins. og þau skip voru, sem Eiríkur rauði og Leifur heppni sigldu á til Grænland og Ameríku. En skip þau, sem upp voru grafin úr sjó, var sökkt þarna til að verjast ásókn víkinga frá Noregi um árið 1000, því að þau lokuðu firðinum er þeim hafði verið sökkt. Síðan hafa þau legið á sjávarbotnin- um þar til nú fyrir fáum árum, að firðinum var lokað, sjónum dælt burt og voru þá skip þessi Greni í Þórðarstaðaskógi NÝLEGA var greni unnið í Þórðarstaðaskógi í Fnjóskadal, en oftast er lagt í það. Annað greni fannst ofan við Stein- kirkju í sömu sveit. Ármann frá Vatnsleysu aðstoðaði með minkahundum sínum við að ná hvolpunum. □ Sumarbúðir U. M. S. E. UNGMENNASAMBAND Eyja- fjarðar stendur fyrir tveimur sumarbúðanámskeiðum í sum- ar, að Laugalandi í Öngulsstaða hreppi. Hið fyrra hófst í gær og er fullskipað. Síðara námskeið- ið, sem ætlað er börnum 8, 9 og 10 ára, hefst 4. júlí n. k. og er enn hægt að bætanokkrum þátt takendum á það. □ ATHUGIÐ! Hjá okkur er bílaúrval- ið. Nú er rétti tíminn til að kaupa og selja. Verzl- ið þar sem kjörin eru Ijezt. Elzta bílasala á Norðurlandi. ★★★ Peugeot station árg. ’68 Citroen Ami 8 árg. ’70 Gortíim árg, *72 F-íat 850 árg. ’71 Volvo Amasqn árg. ’64 Volvo Duett árg. ’64 Volvo Amason ár°;. ’64 Opel Record árg. ’68 Taunus 17m árg. ’68 Taunus 20m xL árg. ’69 Opeí Commandor árg. ’68 Vo'h o Duett árg. ’63 Fíat sport árg. ’71 Skoda 1000 árg. ’69 Skoda 1000 árg. ’66 Cortína árg, '68 Sunbeam 1250 árg. ’71 Volvo 144 árg. ’67 Forti-Falkon 2ja dyra árg. '67 sjálfskiptur, vökvast. Ford Fal.kon íra dyra árg. 67 Benz 250 SE árg. ’68 ný innlluttur Bronco árg. ’6fi. í sérfl. Brene&- á rg. ’öfir Bronco árg. ’66 Taunus 20m station árg. ’68. á þurru. Hér er um að ræða skip, sem nefnd eru langskip og knerrir, einnig ferjur, en alls voru þarna fimm gerðir skipa. í framhaldi þessa má bæta því við, að við skoðuðum í Osló skip nútíma víkinga Noregs, Fram Nansens og Kontiki Heyendals og var það ekki síður merkilegt. Nokkuð að lokum, Þorgeir? Drepa má á það, að enn ger- ast átök á Norðurlöndum, þótt ekki fylgi mannvíg. Þegar við ætluðum að fljúga frá Bergen til íslands með flugvél frá flug- félaginu Sterling, varð farar- stjórinn að fá mann frá Osló til afgreiðslu flugvélarinnar vegna þess að neitað var um mann til afgreiðslu í Bergen, þar sem SAS mun mestu ráða. Einnig urðum við vör við, að fólki úr okkar hópi var neitað um af- greiðslu á gistihúsi, þegar vitað var, að það fólk ætlaði að fljúga með vél frá Sterling. Þótti okk- ur þetta hörð samkeppni. Samferðafólki mínu þakka ég góða viðkynningu og samskipti öll á meðan á ferðinni stóð og alveg sérstaklega fararstjórun- um. Ennfremur þakka ég kjör- dæmissambandinu fyrir það, að efna til þessarar skemmtilegu ferðar. Blaðið þakkar svörin. E. D. B. N. auglýsir: Peugeot 504 ’71 Peugeot 404 ’66 Sunbeam ’70 og ’71 Crysler 180 ’71 Benz 250 S ’68 Cortína ’64—’71 Vauxhall Víva ’70, ’71 Saab ’66, ’68 Citioen Amí 8 ’70 Taunus station ’69, ’70 Díesel og benzín jeppar Benz 1413 ’66 Man ’68, ’71 Bílarnir seljast bezt hjá okkur. Bílasala Norðurlands SÍMI 2-12-13. 2ja herbergja íbúð ósk- ast til leigu frá 1. okt. Uppl. í síma 2-14-25. 3—4ra herbergja íbúð óskast til leigu. Uppl. í símurn 1-17-09 og 2-10-77. Þriggja herbergja íbúð óskast strax. Sími 1-14-62. ÖKUKENNSLA. Gunnlaugur B. Ólafsson sími 1-28-26. Til sölu nýbólstrað sófa- sett. Uppl. í síma 2-10-92 á fimmtudag. Til sölu nýlegur radíó- fónn. Sími 1-16-26 á vinnutíma Barnakerra til sölu. Sími 2-18-17. Til sölu stór Boch ís- skápur og BTH þvotta- vél. Uppl. í síma 1-15-07 eftir kl. 4 e. h. Til sölu Rafha eldavél, stálþvottapottur og Mile þvottavél. Sími 1-23-53 eftir kl. 7 á kvöldin. Til sölu með tækifæris- verði sófasett og 2ja manna svefnsófi. Uppl. í síma 1-23-50. Ath: Til sölu er vel með farinn Gibson bassagítar lítið notaður. Einnig 40w Selner magnari með boxi. Vægt verð. Uppl. í síma 1-15-64. Barnavagn til sölu, kr. 2,500. Uppl. í síma 1-20-15 eftir kl. 5 e. li. Lítið notuð Fhar-sláttu- þyrla til sölu. Selzt ódýrt Tryggvi Ólafsson Gilsá, sími um Saurbæ. Nýlegur svefnbekkur til sölu. Uppl. í síma 1-17-22. Til sölu vél í Taunus. Sími 2-10-77. Heyblásari til sölu ásamt rörurn. Tækifærisverð ef satnið er strax. Uppl. lijá Valmundi Kristjánssyni. Til sölu og brottflutn- ings er bogaskemma á Gleráreyrum. Uppl. hjá Stefáni Þórar- inssyni Fjólugötu 20, sími 1-19-49. Heyvagn til sölu. Uppl. í síma 1-20-25. Átvinna Viljum ráða stúlku til ritarastarfa. asc Vélritunarkunnátta og málakunnátta æski'leg. Upplýsingar veitir Gunnlaugur P. Kristinsson, en ekk í síma. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Frúar- og táningakjólar. Regnkápúr og hattar í úrvali. Síðbuxur, margar gerðir. VERZLUN BERNHARÐS LAXDAL Sími 1-13-96. BIFREIÐAEIGENDUR! BIFREIÐAVERKSTÆÐI! ER GÆÐA VARA Hljóðkútar og púströr í: Chevrolet, Opel, Vauxhall, Volvo, Landrover, Willy’s, Cortina, Taunus, Skoda, Dodge, Ford, Moskvich o. fl. PÚSTRÖRAEFNI, SPENNUR, FESTINGAR, KRÓMENDAR o. fl. SENDUM GEGN KRÖFU ÞÓRSHAMAR VARAHLUTAVERZLUN. SÍMI 1-27-00 Orlofsferð Iðju verður 21. júlí n. k. Lagt verður af stað kl. 8 f. h. frá Ferðaskrifstofunni, ekið yfir Kjöl að Hvera- völlum, Hvítárnes óg Haukadal og gist þar. 2. dag ekið um Þjórsárdal, Býrfell, Þórisós og að j Skógarskóla, þar gist. 3. dag farið í khk í Mýrdal, að Kirkjubæjar- klaustri, Lómagnúp til baka í Skógarskóla. 4. dag ekið í Þórsmörk, um Fljótshlíð að Gaul- verjabæ. 5. dag ekið að Láugarvatni, Þingvelli um Kalda- f dal í Reykiholt. 6. idag heim. Farið kóstar kr. 5,700.00, í því verði er morg- ornverður, kvöldverður og gisting (pokapláss). Þar sem nrjög erfitt er að útvega bifreiðir eru þeir sem hug hafa á þessari sumarferð Iðju, beðnir að tilkynna þátttöku sína á skrifstofu félagsins, sem fyrst og ekki síðar en 12. júlí, stmi 1-15-44. Far- j seðlar verða seldir 17. júlí kl. 2 til 6 e. h. FERÐANEFNDIN. Bikðrkeppni K. S. í. 1. FLOKKUR í kvöld 27/6 kl. 20.30 leika K. A. og ÞÓR á íþróttavellinum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.