Dagur - 27.09.1972, Blaðsíða 5

Dagur - 27.09.1972, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Frentverk Odds Björnssonar h.f. RÆKTUN LÝÐS OG LANDS ÞANNIG hljóðuðu einkunnarorð vaknandi þjóðar á íslandi við síð- ustu aldamót. Ungmennafélögin gerðu þau að herópi, ef svo mætti segja og oft var talað um að klæða landið. Eitt af þjóðskáldunum kvað upp þessi spádómsorð við fyrsta sól- ris aldar vorrar: Sú kemur tíð, að sárin foldar gróa, o. s. frv. Þegar á fyrstu tugum aldarinnar var hafizt handa um að fylgja fram einkunnarorðunum og láta spádóm- inn rætast. Gömlu, þýfðu túnin um land allt voru sléttuð og stærð hins ræktaða lands hefur verið margfald- að á þessari öld. Þar „hylja akrar móa.“ Á fyrsta tug aldarinnar voru sett lög um almenna barnafræðslu. Á öðrum aldartug var þjóðinni með lögum bannað að spilla sjálfri sér með áfengisneyzlu. Þannig átti jöfn- um höndum að rækta landið og þjóðina, gróðurinn og menningin að vaxa hlið við hlið á nýrri öld. Einkunnarorðin um ræktun lýðs og lands, eru engu síður mikilvæg fyrir framtíðina en þau voru um aldamót. Enn er Grettistak óunnið við að auka gróður landsins í byggðum og óbyggðum og koma í veg fyrir gróð- ureyðingu. Sem betur fer, er nú vax- andi áhugi á landgræðslu og náttúru vemd. Gróðurlendi liefur eyðzt af náttúruvöldum á liðnum tímum, og af mannavöldum einnig, að ein- hverju leyti. En í íslenzku mannlífi er líka um uppblástur að ræða og það í stórum stíl, nú á síðustu ára- tugum. Sagt er, að tvær þúsundir manna séu óvinnufærir áfengissjúkl- ingar, eða jafnvel nokkru fleiri, og áður óþekkt eiturlyf ógna heilsu ungu kynslóðarinnar. Iðjuleysi og þarflítil iðja fer vaxandi. En til mannræktar er líka rniklu fé varið. Ríkissjóður greiðir 2900 ntilljónir króna til menntamála nú í ár, þar af 2600 milljónir til fræðslumála. Mik- ill liluti þjóðarinnar situr í mennta- stofnunum, eða allt að 60 þúsund manns, bæði börn og fullorðið fólk. En þegar að árangrinum kemur er víst víða pottur brotinn. Námsleiði og agaleysi í skólum eru algeng orð. Sumir kenna þetta kennurum og foreldrum, aðrir nútíma uppeldisvís- indum misviturra manna, einkum erlendra, en einnig innlendra, sem eftir þeim hafa apað. Undir það taka víst nrargir, að ræktun lýðs og lands sé svo mikils virði, að þar megi hvergi til spara. En því aðeins á þetta við, að menn viti hvað þeir vilja og að rétt sé að unnið. En undir gróðri jarðar og gróðri mannlífs verður framtíð lands og þjóðar komin er tímar líða. □ Búið að fjarlægja 50 skúra Vænt fé en minnkandi afli Könmm á hö guin aldraðra ■0 Jp Dalvík 25. september. Fegurðar skörpust. Um tuttugu manns FYRRI HLUTA ágústmánaðar verkefni undirritaðs í sálar- lega aldursfk MÖRG eru þau málin í þétt- býlinu, varðandi hreinlæti, sem miklu skipta um líf og heilsu borgaranna og oft eru á dag- skrá meðal manna, einnig hjá bæjaryfirvöldunum. Svo er það hér á Akureyri. Við viljum hafa hreint vatn að drekka, góða mjólk, heilnæmar kjötvörur, óskemmdan fisk. Við þurfum einnig að losna við hverskonar úrgang, án þess hann valdi síð- ar óþægindum eða jafnvel heilsutjóni. Og við viljum hafa þrifalegt og ómengað umhverfi. í þessu efni skapar 11 þúsund manna byggð mörg verkefni til úrlausnar. Okkar ágæta bæjarstjórn þarf að hugsa fyrir mörgu og láta starfsmenn sína leysa vandamálin, hvert af öðru. Fjöl mennur hópur verkfróðra manna í starfi hjá bænum er jafnan tiltækur þegar um er að ræða undirbúning og fram- kvæmd verklegra framfara. Miklu stærri er þó sá hópurinn, sem hefur eitthvað til málanna að leggja, en verður oftast að láta sér nægja sú þátttaka ein, að greiða einhvern hluta tekna sinna í bæjarsjóðinn. En í framhaldi af því, sem að var vikið um hreinlæti og holl- ustuhætti í bænum, er þess að geta, að til er heilbrigðisnefnd, valdamikil, samkvæmt nýjum lögum og heibrigðisfulltrúi, sem heitir Björn Guðmunds- son. Það er líklega bezt að ræða við Björn, hugsaði ég, þegar ég fyrir nokkrum dögum ók um götu, þar sem áður skörtuðu miklar kofa- og skúrabyggingar en nú eru horfnar, eins og jörð- in hefði gleypt þær. Um leið komu mér í hug ummæli fyrr- verandi bæjarstjóra á Akur- eyri, sem taldi þessar og aðrar svipaðar byggingar í bænum myndu á fáum árum gera sig gráhærðari en önnur saman- lögð vandamál þessa bæjar- félags, og var þá mikið sagt. En þá stóðu yfir árlegar rimmur á milli bæjarstjórnar og búfjár- eiganda út af hesthúsum og jafnvel fjárhúsum, sem þótti ekki við hæfi að láta standa hvar sem verkast vildi í þétt- býlinu, en eigendur vildu ekki flytja. Þessi áralanga deila færð ist auðvitað á hendur nýs bæjar stjóra, og verður auðvitað eitt af eilífðarmálunum hjá bæjar- yfirvöldum. Það er svo mikið eftir að sveitamönnunum í fjölda bæjarbúa, að þeim finnst lífið í þéttbýlinu ekki nema hálft ef þeir eiga ekki kofann sinn og nokkrar skepnur. Þessi sjónarmið eiga enga samleið með nýrri borgarmenningu, sem metur hvorki sauðkindur eða hross, þaðan af síður áburð arhauga eða önnur þefjandi efni. Eitthvað er til í bænum, sem heitir bygginganefnd, einn ig valdamikil nefnd. Hún á að veita umbeðin leyfi til að kyggja hús í landi bæjarins, þegar svo og svo mörgum skil- yrðum hefur verið fullnægt, og hefur svo lengi gert. En utan við .þessa nefnd og allt hável- borið velsæmi hefur sjálfsbjarg arviðleytni, margra manna, áhugi á skepnum og klambri kofa og skúra í algeru leyfis- leysi, fundið sér leiðir. En nú hittum við heilbrigðisfulltrú- ann og tökum hann tali. Hvernig ferðu að því að láta fjarlægja heilar kofaþyrpingar án uppreisnar eða hermdar- verka? Vegna stækkunar bæjarins á liðnum árum, hafa hesthús og fjárhús lent inni í þéttbýlið og BJORN GUÐMUNDSSON HEILBRIGÐISFULL- TRÚI SVARAR NOKKRUM SPURNINGUM verið illa séð, enda orðið fyrir öðrum byggingum og hefur þetta skapað nokkurt vanda- mál. Bæjarstjórn ákvað að láta fjarlægja skúra af þessu tagi við Setbergsveg, á Óseyri, í Sandgerðisbót og á nokkrum öðrum stöðum. Var mér falið að sjá um, að Svo yrði gert. Ég Björn Guðmundsson. ræddi við eigendur og þeir við mig og sjónarmið beggja voru skýrð. Sumir eigendur höfðu byggt í algeru óleyfi, en hjá öðrum var stöðuleyfið útrunn- ið. Nú eru allir skúrar við Set- bergsveg horfnir og allir nema einn á Óseyri. í Sandgerðisbót er meirihlutinn farinn en þar eru gamlar sjóbúðir og ekki unnt að fjarlægja þær fyrr en viðkomandi eigendur geta byggt á öðrum stað. Bærinn vinnur nú að því að ákveða nauðsynlegum byggingum nýj- an stað. AIls hafa 53 skúrar verið fjarlægðir á þessu ári. Hvar fá fjár- og hestaeigend- ur að byggja sín hús? Á Breiðumýri er einskonar hestamannanýlenda og er þar ennþá rúm til bygginga. Hesta- menn hafa sótt um bygginga- leyfi í Krossaneshaga, en hafa enn ekki fengið svar bæjar- stjórnar. Hvað um friðunarlínu bæjar- ins? Já, Fegrunarf élagið sam- þykkti í vetur hugsaða línu allt frá Krossanesi og inn að Kjarna landi, í allstórum boga vestur og vildi miða búfjárhald bæjar- búa við það, að það ætti allt að verða utan þeirrar línu árið 1974. Þessa fyrirætlun sam- þykkti heilbrigðisnefnd fyrir sitt leyti. En bæjarstjórn hefur enn ekki afgreitt mál þetta. Eru oft tekin sýnishora af matvælum og send rannsóknar stofum? Tvisvar £ viku eru tekin vatnssýnishorn og þau rann- sökuð, með tilliti til bakteríu og gerlagróðurs. Neyzluvatn bæjarins hefur jafnan verið gott og ágætt, en það er undir- staða þess, að unnt sé að full- vinna hinar ýmsu matvörur, bæði mjólkurvörur, kjötvörur og fiskvörur. Sýni af kjötvör- um og ennfremur af fiskiboll- um eru einnig tekin öðru hverju, einnig af rjómaís. Ef eitthvað það finnst, sem ekki svarar fyllstu kröfum um hrein læti, eru eigendur látnir vita og fyrir þá lagt að bæta úr hið bráðasta. En stundum er e. t. v. sóða- skapur í verzlunum? Það er auðvitað ekki nægi- legt að framleiða ágætar mat- vörur, hverju nafni sem nefn- ist, ef illa er með þær farið á sölustað. Þar verður allt hrein- læti að svara kröfum þar um. Þegar út af ber er að því fund- ið og fylgst með úrbótum. í þessu sambandi er einnig mikil vægt, að umhverfið sé hrein- legt, kælitæki öflug o. s. frv. En rannsóknir, sem hér um ræðir, eru gerlarannsóknir. Hef ur komið í ljós, að nokkurs að- halds er þörf. Rétt er í þessu sambandi að taka fram, að kröf um okkar um úrbætur og ábendingum er yfirleitt mjög vel tekið. Eigum við að henda sorp- tunnunum? Um þessar mundir er verið að skipta úr sorptunnum í plast poka og var bænum skipt í sex hverfi á meðan þessi skipti fara fram. Þetta ætti að auka hrein- læti við sorp og sorphreinsun. Á sorphaugunum loga ekki stöðugir eldar eins og fyrrum, en jarðvegi er ýtt yfir sorpið með stuttu millibili. Bærinn hefur haft það til áthugunar síðustu ár, að koma um sorp- brennslu eða sorpeyðingarstöð, hvað framhald, sem verða kann á því. Er svo ekki verið að rann- saka sjóinn? Jú, bæði í fyrrasumar og nú í sumar. Þær skýrslur, sem þegar liggja fyrir um það efni benda til nokkurrar mengunar, en þó er minna um hættulegan gerlagróður en margir álitu fyrirfram. Annars vísa ég til skýrslu um þetta efni frá Helga Hallgrímssyni og Herði Krist- inssyni frá sl. ári og væntan- lega verður einnig birt niður- HÚ SMÆÐR A SKÓLINN að Laugum, Suður-Þingeyjarsýslu, var settur í gær, 15. þ. m. Setn- ingarathöfnin hófst með guðs- þjónustu sr. Sigurðar Guð- mundssonar prófasts, en að henni lokinni flutti Jónína Bjarnadóttir forstöðukona setn ingarræðu og lýsti þar nýju námsfyrirkomulagi við skólann í vetur. Fyrir áramót verður 3ja mánaða námskeið í störfum við veitinga- og og gistihús. Eftir áramót er fyrirhugað 4ra mánaða hússtjórnarnámskeið með aðaláherzlu á námi í saum- um, matreiðslu, þvottum og ræstingu. Enn geta nemendur staða rannsóknanna í sumar. En sú niðurstaða mun gefa vís- bendingu um, hvað gera skal til að forðast frekari mengun sjávarins, segir Björn Guð- mundsson heilbrigðisfulltrúi að lokum og þakkar blaðið svör hans. Til fróðleiks má geta þess, að heilbrigðisnefnd bæjarins skipa eftirtaldir menn: Ófeigur Eiríks son formaður, Þóroddur Jónas- son ritari, Erlingur Pálmason, Jóhannes Sigvaldason og Ólaf- ur Aðalsteinsson. Q Ðalvík 25. september. Fegurðar samkeppni kvenna fór fram í Víkurröst fyrir helgina. Þátt- takendur voru aðeins þrjár stúlkur og varð A-nna L. Aðal- geirsdóttir, Ólafsfirði, hlut- VARÐ FYRIR SKOTI ÞRETTÁN ára drengur á Húsa- vík, Guðmundur Helgason, varð fyrir riffilskoti á föstudag- inn. Hljóp kúlan í kviðarhol háns. Ðrengurinn var þegar fluttur til Réykjavíkúr og er þar 'í sjúkrahúsi. □ skörpust. Um tuttugu manns höfðu uppi friðsamleg mótmæli við samkomuhúsið. Sláturfé er verulega vænna hér en fyrirfarandi haust og er þyngsti dilkurinn 26.5 kg. Meðalvigtin er nú 15.5 kg. Búið mun vera að taka upp kartöflur hér um slóðir og var sprettan góð. Enn stendur kart- öflugrasið fagurgrænt. Samfeld vinna er í hraðfrysti húsinu. En mjög er kvartað um, að vinnslufiskurinn fari smækk andi og afli fari minnkandi með hverju ári. J. H. H. S. Þ. sigraði á Murl.móti í frálsum íþróftum Frá Húsmæðraskólanum Laugum komizt að á því námskeiði. Fyrra námskeiðinu lýkur með prófi undir umsjón prófdómara frá Hótel- og veitingaskóla ís- lands, enda fyrirhugað, að þátt- taka í námskeiðinu og við- unandi árangur á prófi stytti námstíma nemenda við þann skóla. Á þetta námskeið eru innritaðir um 20 nemendur, þar á meðal 2 piltar, sem luku gagn fræðaprófi sl. vor. Er það senni lega í fyrsta sinn, að karlmenn innritast til náms í húsmæðra- skóla hér á landi. Laugum, 16. september. Guðmundur Gunnarsson. MEISTARAMOT Norðurlands í frjálsum íþróttum fór fram á Akureyri 2. og 3. september sl. í ágætu veðri. Ungmennasam- band Eyjafjarðar sá um undir- búning og framkvæmd mótsins, en mótsstjóri var Svienn Jóns- son formaður UMSE. Þátttaka var allgóð í mörgum greinum, en þó vantaði nokkra íþrótta- menn, sem sett hafa mikinn svip á Norðurlandsmótin und- anfarin ár. Tveir gestir kepptu á mótinu, þeir Hreinn Halldórs- son Héraðssambandi Stranda- manna og Ágúst Ásgeirsson ÍR. Helztu úrslit: Langstökk karla. m. Gísli Pálsson, UMSE 6.22 Aðalst. Bernharðss., UMSE 6.09 Erlingur Karlsson, HSÞ 6.08 Kúluvarp karla. m. Páll Dagbjartsson, HSÞ 14.55 Guðni Halldórsson, HSÞ 13.19 Þóroddur Jóh.son, UMSE 12.91 Gestur mótsins: Hreinn Halldórsson, HSS 16.71 100 m. hlaup karla. sek. Lárus Guðm.son, USAH 11.6 Ragnar Jóh.son, UMSE 11.7 Felix Jósafatsson, UMSE 11.8 400 m. hlaup karla. sek. Lárus Guðm.son, USAH 54.0 Jóhann Jónsson, UMSE 54.2 Ragnar Jóh.son, UMSE 55.3 1500 m. hlaup karla. mín. Halldór Matthíasson, KA 4.15.2 Þórir Snorrason, UMSE 4.16.9 Þórólfur Jóhannsson, KA 4.18.6 Gestur mótsins. Ágúst Ásgeirsson, ÍR 4.10.0 100 m. hlaup kvenna. sek. Edda Lúðvíksd., UMSS 12.9 Bergþóra Benónýsd., HSÞ 13.3 Sigurlína Gíslad, UMSS 13.4 400 m. lilaup kvenna. sek. Sigríður Halldórsd, UMSS 66.3 Sólveig Jónsdóttir, HSÞ 66.7 Sigurlína Gíslad, UMSS 68.0 Hástökk kvenna. m. Edda Lúðvíksd, UMSS 1.40 Björg Jónsdóttir, HSÞ 1.35 Sigríður Stefánsd, KA 1.30 Kringlukast kvenna. m. Björg Jónsdóttir, HSÞ 31.62 Sólveig Þráinsd, HSÞ 29.40 Kolbrún Hauksd, USAH 27.22 Spjótkast kvenna. m. Sólveig Þráinsd, HSÞ 29.05 Margrét Sig.d, UMSE 28.08 Björg Jónsdóttir, HSÞ 27.04 4x100 m. boðhl. karla. sek. A-sveit UMSE 45.6 B-sveit UMSE 47.5 110 m. grindahlaup karla sek. Páll Dagbjartsson, HSÞ 16.6 Jóhann Jónsson, UMSE 17.5 Lárus Guðmundss, USAH 19.7 800 m. hlaup karla. mín. Þórir Snorrason, UMSE 2.06.5 Þórólfur Jóhannsson, KA 2.08.6 Halldór Matthíasson, KA 2.10.2 Kringlukast karla. m. Páll Dágbjartsson, HSÞ 45.07 Þór Valtýsson, HSÞ 37.93 Jóhánn Sigurðsson, HSÞ 34.88 Géstur mótsins. Hreinn Halldórsson, HSS 47.47 200 m. hlaup karla. sek. Lárus Guðmundss, TTSAH 23.8 Hannes Reynisson, UMSE 24.0 Ragnar Jóhanness, UMSE 24.2 Stangarstökk. m. Benedikt Bragason, LISÞ 3.09 Jóhann Sigurðsson, HSÞ 3.00 Valgarður Sigurðsson, KA 2.71 Spjótkast karla. m. Halldór Valdimarss, HSÞ 46.74 'Baldvin Stefánsson, KÁ 46.08 Halldór Matthíasson, KA 45.26 Hástökk karla. m. Jóhann Jónsson, UMSE 1.75 Páll Dagbjartsson, HSÞ 1.70 Halldór Matthíasson, KA 1.70 3000 m. hlaup karla. mín. Gunnar Gunnarss, LJNÞ 9.32.8 Halídór Matthíasson, KA 9.38.4 Þórólfur Jóhannss, KA 9.38.6 Gestur mótsins. Ágúst Ásgeirsson, ÍR 9.19.8 Þrístökk karla. m. Gísli Pálsson, UMSE 12.61 Aðalst.' Bernh.son, UMSE 12.49 Erlingur Karlsson, HSÞ 12.47 1000 m. boðhlaup karla. mín. A-sveit UMSE 2.10.7 B-svéít UMSE 2.12.5 Sveit HSÞ 2.22.7 100 m. grindahl. kvenna. sek. Bergþóra Benónýsd, HSÞ 18.3 Sigríður-Stefánsd.^KA 18.9 Sólveig Jónsdóttir, HSÞ 18.9 Langstökk kvenna. m. Sigurlína Gíslad, UMSS 4.79 Ragna Erlingsdóttir, HSÞ 4.49 Þorbjorg Aðalsteinsd, HSÞ 4.45 4x100 m. boðhl. kvenna. sek. A-sveit HSÞ 53.7 Sveit UMSS 53.9 B-sveit HSÞ 57.1 200 m. hlaup kvenna. sek. Edda Lúðvíksd, UMSS 26.7 Bergþóra Benónýsd, HSÞ 28.2 Sigurlína Gíslad, UMSS 28.3 Kúluvarp kvenna. m. Sólveig Þráinsd, HSÞ 10.13 Björg Jónsdóttir, HSÞ 9.48 Margrét Sigurðard, UMSE 9.01 Stig féllu þannig milli félaga: Héraðssamb. S.-Þingeyinga 108 Ungmennasamb. Eyjafj. 84 Ungmennasamb. Skagafj. 38 Knattspyrnufél. Akureyrar 32 Ungmennasamb. A.-Hún. 22 Ungmennasamb. N.-Þing. 6 Héraðssamband Suður-Þing- eyinga hlaut annað skiptið í röð heildarverðlaun mótsins, styttu, sem Vélsmiðjan Oddi á Akureyri gaf árið 1969. HSÞ varð einnig stigahæst í kvennagreinum, og hlaut styttu, sem prentsmiðjan Skjald borg á Akureyri gaf nú í ár. Ungmennasamband Eyja- fjarðar fékk flest stig í karla- greinum, og hlaut styttu, sem Vélsmiðjan Atli á Akureyri gaf. □ ÍBA-ÍBV leika LEIKURINN, sem knattspymu unnendur hafa beðið eftir í um það bil mánuð, fer fram á íþróttavellinum n. k. laugardag og eru það Vestmannaeyingar, sem leika við Akureyringa í Bikarkeppni KSÍ. Þetta verður sennilega síðasti leikurinn, sem fram fer hér á íþróttavellinum í sumar. Ekki er að efa, að knattspyrnuunnendur fjöl- menna á völlinn og hvetja lið sitt vel. □ FYRRI HLUTA ágústmánaðar fór fram könnún á vegum únd- irritaðs á högum aldraðra á Dal vík. Sá er tilgangur þessara lína, að þakka, að verki loknu, öllum þeim sem ljáðu lið sitt með því að opna spyrjendum dyr sínar og láta langa skrá spurninga yfir sig ganga. Auk þess er ætlunin að miðla nokkr um upplýsingum um könnun- ina, tilgang hennar og aðferð. Könnun þessi fór fram með þeim hætti, að staðlaðar spurn- ingar voru lagðar fyrir alla þá íbúa Dalvíkurhrepps, sem fædd ir voru fyrir mitt árið 1907, voru búsettir í hreppnum á miðju ári 1972 og ekki fjarver- andi, á elliheimilum eða á sjúkrahúsum á þeim tíma sem könnunin fór fram. Fjöldi þeirra, sem uppfylltu skilyrði þessi var 97, og tókst að leggja spurningarnar fyrir 92 þeirra. Spurningarnar beindust eink- um að vinnu þessa aldurshóps, heilsu, húsnæði, hæfni, tengsl- um við nánustu ættmenni og flutningum innanlands. Sömu- leiðis var fyrir tilmæli sveitar- stjórnar Dalvíkur könnuð af- staða spurðra til elliheimilis- byggingar á staðnum. Megin- hluti könnunarinnar byggir á rannsókn, sem skipulögð var með samvinnu alþjóðlegra vís- indasamtaka um málefni aldr- aðra og gerð hefur verið í nokkrum löndum á ýmsum stig um iðnvæðingar. Spuminga- skráin var aukin nokkuð í þá átt, sem sneri að sérstöðu ís- lands um ýmsa hluti, svo sem dreifbýli landsins, fólksfæð og þeim mikla hraða, sem ríkt hef- ur í þróun þjóðfélagsins til iðn- væðingar síðastliðna áratugi. Síðari hluti könnunarinnar fer fram í Reykjavík í september og verða hinar sömu spurning- ar lagðar fyrir u. þ. b. 150 Reyk víkinga á sama aldri. Með þessu móti fást tvennskonar saman- burðarmöguleikar, annars veg- ar má bera saman hagi og stöðu aldraðra í kauptúni úti á landi og í höfuðborginni, hins vegar stöðu aldraðra og hagi á íslandi og í öðrum löndum. Könnun þessi er af sviði fræðigreinar, sem erlendis er nefnd „gerontology“ og fæst við málefni aldraðra út frá fé- lagsfræðilegu og félagssálfræði- legu sjónarmiði. Niðurstöður hennar verða lagðar fyrir sál- fræðideild háskólans í Fxei- burg í V.-Þýzkalandi sem próf- | Hugsaö til 1. sept. ■(■ & I Ármann í heimsókn | 1. DEILDARLIÐ Ármanns í handknattleik kemur til Akur- eyrar um helgina og leikur við KA og Þór. Á laugardag kl. 2 e. h. leika KA og Ármann í íþróttaskemmunni, en á sunnu- dag kl. 1.30 e, h. leika Þór og Ármann, Þetta er fyrsta 1. deild arliðið, sem kemur fullskipað norður á keppnistímabilinu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig handknattleiksmenn á Akureyri standa sig i sinni fyrstu viðureign. □ X £3* I 1 t v,- íS* ■(■ £3» * •£■ t £ £3* % I I I t Frjdlsir menn i jrjdlsu landi. Fram með liðið. Sælijum nú. Tengjumst fornu tryggðabandi. Tökum á öllu Ég og þú. „Tár og blóð það kann að kosta“ karlinn sagði. — Mörgum tamt. Slípum orðin. Engan rosta, en óbifa^idi festu samt. Landið bláa, vættum varið, vopnadrekar ógna þér. Stundum er í styröld farið, svo stórþjóð geti kveinkað sér. Upp, upp hefjum íslands merki. Ættjörð kallar allt sitt lið. Sýnum 'okkar vilja i verki. VIÐ skulum sigra heimsveldið. Brynjólfur Ingvarsson. verkefni undirritaðs í sálar- fræði þaðan á sumri komanda og verða væntanlega, ekki löngu síðar, birtar á íslandi. Að Dalvíkurdvölinni lokinni er ég orðinn allskuldugur á þakkir. Sveitarstjórn og skóla- yfirvöld veittu mér og konu minni góðfúslega húsnæði með- an á könnuninni stóð. Sveitar- stjóri og hans starfsfólk voru auk þess boðin og búin til allr- ar aðstoðar. Póstmeistara og starfsmönnum hans . skúlú~her og færðar þakkir svo og hús- verði skólans fyrir þeirra hjálp. Stærsti skuldaliðurinn á mín- um þakkarreikningi snýr þó að þeim öllum, sem entust til að sitja fyrir svörum langra og leiðra spurninga, og áttu auk heldur ósjaldan svo mikla þol- gæði aflögu að þeim. loknum, að hella upp á könnu eða bjóða vindil. Þeim sé þökk og það er von mín að þolinmæði þeirra og svarvísi megi gagnast hag allra þeirra, sem eftirleiðis munu fylla þennan stórvirðu- lega aldursflokk. Það er ósvinna eftirá að reyna ai: benda á einhvern þann einn sem minnisstæðastur er úr þest: um stóra hópi. Allir lögðu sit'; af mörkum til að draga upf< mynd af sterkri kynslóð, sen. margt hafði reynt og ekki var bilgjörn. Þó hygg ég að mé) líði seinast úr minni einn af þessum hetjum hversdagslífs ■ ins, sem er hetjuskapurinn svo eiginlegur, að engum kemur eiginlega til hugar að hafa oro á, sakir þess hve sjálfsagður hann er og órjúfanlegur frá persónunni. Ég á þar við Ár- ninu Árnadóttur, blinda kónu :í erfiðum kjörum. Ein spurninga minna var þess efnis, hvar bezt færi að elliheimili yrði reist Dalvík. Hún átti þá víðsýni, ao óska því staðar, þar sem hátíi bæri og vel sæist yfir. Megi henni og öllum viðmæ: endum okkar á Dalvík vel farn ■ ast og hafið þökk fyrir viðkynr ■ ingima. Jón Björnsson. Súlur, fjórða heíti, að koma út NORÐLENZKA tímaritið Súl- ur, sem hlotið hefur frábærar viðtökur og stöðugt eykur áskrifendafjölda sinn, er nú að koma út, fjórða hefti. Verður það strax sent skuldlaúsum áskrifendum í pósti. En æski- legast er, að áskriftagjöld séu send Fögruhlíð, Akureyri, til að losna við póstkröfur. . _ Þetta fjórða hefti Súlna ér efnismeira en áður og höfund- ar margir, en meðal þeirra eru: Hallfreður Örn Eiríksson, Jón Bjarnasonfrá Garðsvík, Friðrik Hallgrímsson, Skagfirðingur, Eiður Guðmundsson, Jakob Ó. Pétursson, Stefán Árnason og Sigvaldi Gunnlaugsson. Þá eru greinar eftir ritstjórana. þá Jó- hannes Óla Sæmundsson og Erling Davíðsson, og ýmislegt er þeir hafa safnað og skrasetf:. En heimildarmenn þeirra frá- sagna eru t. d.: Aðalsteinn óón.: son, Sigurður Jónsson, Kár Larsen, Randver Jóhannesson, Stefán Steinþórsson, Þorkel.. Björnsson og Aðalsteinn Guð' mundsson. Meðal efnis í riti þessu eru „furður og fyriiv bæri,“ eins og í fyrri heftmn. Nýir áskrifendur geta látio skrá sig hjá Jóhannesi Oia Sæ- mundssyni eða Erlingi Davíðs • syni. Eldri hefti eru enn tiL Súlur fást aðeins hjá útgefanda, Fögruhlíð, Akureyri. Q SMÁTT & STÚRT * é © t. t © 4- ý- % t Í t t t t © 4- * © 4- t © (Framhald af blaðsíðu 8) til að birt sé, jafnvel í litlum blöðum. Betra væri og raunar nauðsynlegt, að fá fréttiraar nýjar og ekki lengri en svo, að unnt sé að birta þær án stytt- ingar í viðkomandi fréttablöð- um. FYRIR HVERJA ER ÞETTA SKRIFAÐ? Margir áhugamenn um stjórn- mál hafa af því áhyggjur, hve hinn almenni borgari lesi lítið eða jafnvel ekki hinar pólitísku greinar blaðanna. Áhyggjur þessar eru víst ekki ástæðulaus ar, enda ýmsar pólitískar rit- smíðar á þann veg, að lítið er á þeim að græða og jafnvel spurt: Fyrir hverja eru þær skrifaðar Um daginn las ég eina slíka klausu í Morgunblaðinu og hljóðar hún svo, orðrétt: „Svo kátlegt sem það kann að virðast, þá halda ráðherrarnir að þeir sitji i alvöru ríkisstjórn, og eru mjög íbyggnir á svip, allir nema Hannibal. Hann veit, að þetta er þykjustustjórn og er því bara í ráðherraleik, þótt það komi raunar illa niður á húsbyggjendum t. d. Tveir ráð- herranna eru meira að segja, enn þann dag í dag rígmontnir, enda lieldur annar, að hann sé sérstakt fjármálaséní, fyrst vegna stjórnar á peningamálum Borgarneshrepps og síðan ríkis- ins, og hinn veit sem er, að hann kann allt til ráðherra- dóms, og hefur það upplag, sem til lians þarf. Galliun er bara sá, að hann áttar sig ekki á því, að hann er öfugum megia viö járntjaldið.“ BÁTUM HVOLFIR Hið skemmtilega sport, sigling ar, er talsvert iðkað á Pollinum við Akureyri. Nokkrum sinnum hvolfir bátum, eða önnur óhöpp verða, en Iiingað til án slysa. Síðast á laugardaginn var kalí að á lögreglu og sjúkrabil niðui að höfn. Þangað kom einn segl' báturinn, heldur illa til reika. Félagsskapur ungra manna um siglingar starfar á Akureyri, Eflaust setur hann þær öryggis reglur, er þurfa þykir, svo sem um notkun björgunarbelta ú sjó, svo og um hæfni seglbát- anna. Ókunnugum sýnist, ao hér þurfi betra eftirlit að hafr:, BÁTAR Slippstöðin afhendir nýjan stál- bát frá stöðinni einhvern næsta dag og innan skannns tíma rúm lega 40 tonna eikarbát. Ný báta smíðastöð, Vör, sjósetti á laugai daginn 27 tonna bát, fyrsta bát sinn. Frá þessu verður væntan- lega hægt að segja nanar :! næsta blaði. Talið er, að Slipp- síöðina vanti mjög marga meni.i til starfa til að nýta betur allíi þá aðstöðu og tæki, sem þæ eru fyrir hendi. Líklegt er talið, að unnt væri að fá menn ti! starfa, aðflutta, ef lnisnæð; væri fyrir hendi. En liúsnæðis vöntun kemur í veg fyrir að' streymi fólks til þeirra iðn ■ grcina í bænum, sem annar:; vildu gjarna og þurfa beinlínis að fjölga starfsmönnum sínum,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.