Dagur - 22.11.1972, Síða 1

Dagur - 22.11.1972, Síða 1
LÆKNISLAUST í ÓLAFSFIRÐI Ólafsíjöröiir 13. nóv. Hér hefur verið norðaustan hríðarveður síðan um fyrri helgi og mikill snjór. Bátar hafa því ekki kom- izt á sjó í lengri tíma og er því engin atvinna í frystihúsunum, eins og er. Múlavegur lokaðist strax á miðvikudaginn og fyrst í dag hefur verið talið fært að hefja mokstur. Við hefðum því verið algerlega einangraðir þennan tíma ef flóabáturinn Drangur hefði ekki komið hér til hjálpar, eins og oft áður. En hann kom hér á fimmtudaginn á leið sinni til Siglufjarðar, tók póst í bakaleiðinni á laugar- dagsmorgun, en þá var illfært inn fjörðinn vegna sjógangs. Enn erum við læknislausir og því heldur illa settir þegar svona áhlaup koma. Þessu ástandi fylgir mikið öryggis- leysi í heilbrigðismálum okkar og hafa sumir jafnvel neyðzt til að flytja burtu vegna þessa. í vikunni varð að flytja konu inn á Akureyri til læknis með mótorskipinu Sigurbjörgu í þessu vonskuveðri. En hún lá þá til allrar hamingju hér inni vegna veðurs. í gær vitjuðu mótorbátarnir Anna og Guðmundur Olafsson um net sín, en þau voru þá búin að liggja rúma viku í sjó. Afli var lítill og megnið af fiskinum farið að skemmast. Mótorskipið Sigurbjörg hélt á veiðar í gær. B. S. MARGIR óttast, að enn gangi hross hér og hvar og búi við lakann kost. Sennilegt er, að víðast megi heita haglítið orðið og jafnvel alveg haglaust, svo djúpur er nú snjórinn orðinn og víða hjarn undir. Sigurður bóndi á Ásláksstöð- um sagði, að haglaust mætti telja og hefði hann á laugardag- inn gert yfirvöldum aðvart um hross, er á veginum voru og hringluðu þar fram og aftur. Voru þau þá tekin von bráðar. Uppi í fjalli væru enn hross á göngu og væri þar skárra. Fjallskilastjórinn, Jón Kjart- ansson, sagði blaðinu á mánu- daginn, að hann hefði haft sam- band við marga hrossaeigendur vegna hrossa, er enn gengju úti og næðu lítt til jarðar, enda væri víða snögg jörð undir, og um helgina hefðu margir geng- ið til hrossa sinna, sem enn eru úti og þá tekið mörg í hús. Hann sagði ennfremur, að Pétur Jónsson. skammt frá Skíðahótelinu hefðu fundizt fjögur trippi fyrir skömmu, mjög illa farin, í sjálf- heldu og svo hungruð, að þau hefðu verið farin að eta faxið hvert af öðru. Þau voru þegar tekin og þeim hjúkrað. Ekki myndu hross vera á Glerárdal, svo hann vissi, en eigendurnir þyrftu strax að ganga úr skugga um, að þau liðu ekki skort og væri ekki annað sæmandi, þar sem nægileg hey væru hvar- vetna fyrir hendi. □ Húsið Hafnarstræti 84 á Akureyri. (Ljósrn.: F. V.) KVIKNAÐII HAFNARSTRÆTI84 HINN 16. nóvember^ kviknaðj j húsinu Hafnarstræti 84 á Akur- eyri klukkan 2 síðdegis. Slökkvi , 1 ið kom þegar á staðinn og slökkti eldinn, sem var undir stiga á neðstu hæð, en þar var Kýr hverfa af túnum MIKIL LEIT BAR ENGAN ARANGUR ÞEGAR það fréttist í haust, að kýr hefðu horfið af túnum og síðan ekki fundizt, var því tek- ið sem hverri annarri gaman- semi, og ekki trúnaður á lagð- ur. Nú um helgina leitaðið blað- ið þó staðfestingar á kúahvarf- inu. Bjarni Guðleifsson tilrauna- stjóri sagði,' að rétt fyrir. snjóa í haust hefði svört, fremur smá- vaxin kýr horfið úr kúahópn- um á Galtalæk og síðan ekki fundizt. Hefði þó rækileg leit verið gerð á því landi, sem hugsanlegt var að kýrin hefði getað flækzt um. Ennfremur hefur verið hugað í fjós hér í nágrenni, en hin ótrúlegustu mistök geta átt sér stað, án verri grunsemda í huga. Sagð- ist Bjarni ekki trúa því, að kúnni hefði verið stolið, en jafn ótrúlegt væri, að hún fyndist ekki, svo mjög var hennar leitað. En mánuði fyrr, eða um miðj- an september, hvarf svört og mjög verðmæt kýr á Hlíðar- enda og fannst ekki heldur. Var hennar þó leitað í þrjá daga og fékkst þetta einnig staðfest. Engum getum skal hér leitt að orsökum kúahvarfsins, en hér þykir þetta tiðindum sæta. Hins vegar hafa það aldrei þótt nein stórtíðindi þó að ein og ein kind hafnaði á röng- um stað á haustnóttum, enda þá jafnan leiðrétt, er það hefur komið í ljós og segja eyrnamörk og brennimörk til um eigendur, þegar að er gáð. Þannig heimti fjáreigandi einn hér á Akureyri í haust kind eina eftir fjögur ár og mun ærin hafa verið í góð- um höndum þessi ár og greitt sín fósturlaun með sóma, þótt eigandinn nyti þeirra ekki. □ PÉTUR JONSSON, fyrrum bóndi og lengi hótelhaldari í Reynililíð í Mývatnssveit, and- aðist 19. nóvember, 74 ára að aldri. Hann var búfræðingur frá Hvanneyri, stundaði um skeið barna- og unglingakennslu en hóf búskap í Reykjahlíð 1922, bjó þar í sex ár en síðan í Kast- hvammi í Laxárdal frá 1926— 1928 og svo aftur í Reykjahlíð. En árið 1942 reisti hann nýbýlið Reynihlíð og bjó þar, þar til hann afhenti börnum sínum búið árið 1951.- Reisti Hótel Réynihlíð, ásamt sonum sínum, 1947—1949. Vegaverkstjóri var hann um áratugi, hreppstjóri Skútustaðahrepps frá 1962, lengi í hreppsnefnd og skatta- nefnd og mörgum öðrum nefnd um. Rétur í Reynihlíð var fróð- ur maður, áhugasamur um fé- lagsmál og mildð hraustmenni á yngri árum. Hann var glöggur og skemmtilegur fréttamaður Dags um árabil. Ekkja Péturs er Þuríður Gísladóttir frá Presthvammi. ILÆKIR EFTIR KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK KRISTJÁN frá Djúpalæk send- ir nú frá sér elleftu bók sína, ljóðabókina Þrílæki, sem Bóka- forlag Odds Björnssonar gefur út. En fyrsta ljóðabókin hans, Frá nyrztu ströndum, kom út 1943. Með henni kvaddi hann sér hljóðs á skáldabekk og síð- ari bækur hans hafa tryggt hon um þar varanlegan sess. Þrílækir, þessi nýja bók skáldsins, sem lögð var inn á skrifstofur blaðsins í gær, er ekki fyrirferðarmikil. En strax við fyrstu athugun gefur hún önnur og meiri fyrirheit en þær ljóðabækur, sem litið hefur ver ið í á þessu hausti. Höfundur- inn er frjálshuga, reynir ekki að vera annað en hann er. Ritdómur um bók þessa birt- ist væntanlega í næsta blaði. □ Kristján frá Djúpalæk. mikið rusl. Reykur varð mikill í húsinu, en skemmdir af reyk urðu nokkrar. Tveim stúlkum var bjargað út um glugga á mið hæð og varð þeim ekki meint af. Hafnarstræti 84 er timbur- hús, riggja hæða, auk kjallara, kölluð Gamla símstöðin. Þar var búið á öllum hæðum og áttu þar heima 14 eða 15 manns og sakaði engan. Eldsupptök eru ekki kunn, sagði slökkvi- liðsstjórinn, er blaðið spurði hann frétta af brunanum. Fyrir nokkrum árum varð eldsvoði í þessu sama húsi og létust þrír í þeim bruna. □ FRÁBÆR AÐSÓKN HJÁ LEIKFÉLAGINU LEIKFÉLAG AKUREYRAR hefur nú sýnt sjónleikinn Stundum bannað og stundum ekki sautján sinnum og. nær alltaf fyrir fullu húsi og við ágætar undirtektir. Nær 4 þús. manns hafa séð leikinn og svar- ar það til 40 þús. í Reykjavík. Vegna örðugra samgangna hefur fólk úr næstu byggðar- lögum þurft að afpanta 30—40 miða í einu. Vegna þess hve margir. þurftu frá að hverfa á síðustu sýningu, ætlar Leik- félagið enn að sýna um næstu helgi. □ VEGIR LOKAÐIR VEGAGERÐIN sagði í gær, að nær allir vegir í nágrenni Akur eyrar væru ófærir bifreiðum, án hjálpar moksturs- eða snjó- ruðningstækja. Mjólk kom þó til bæjarins úr flestum sveitum, seint og um síðir, þar sem erfið- ast var. Vegagerðin treysti sér ekki til að opna leiðina vestur yfir Oxnadalsheiði, svo sem ráð gert var. Q

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.