Dagur - 22.11.1972, Side 5

Dagur - 22.11.1972, Side 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERUNGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Ellefu alda afmæli EFTIR rúm tvö ár ætla fslendingar að halda þjóðhátíð til minningar um ellefu alda byggð í landi. Minningar hátíð um þúsund ára landsbyggð var líka haldin á öldinni sem leið. Þó að þjóðin sé enn meðal hinna fámenn- ustu í lieimi, var hún þó miklu fá- mennari þá, sárfátæk en í þann veg- inn að endurlieimta sjálfstæði sitt. Svo var haldið hátíðlegt þúsund ára afmæli Alþingis árið 1930 á Þing- völlum við Öxará. Þá var þjóðin að verða bjargálna og yfir Alþingis- hátíðinni var sú hóflega reisn, sem mótaðist af bjartsýni þjóðar, sem vildi mikið á sig leggja til þess að byggja með sæmd og bæta land feðra sinna milli fjalls og fjöru. Á land- námsbæ Ingólfs var þá risinn höfuð- staður við hæfi smáþjóðar. Sá höfuð- staður er nú orðinn að stórborg með alþjóðlegu yfirbragði, sem í vaxandi mæli setur svip á landið. Margir hlakka sjálfsagt mikið til hinnar miklu þjóðhátíðar 1974, sem sagt er að eigi að halda á Þingvöll- um, en ekki á hinum fyrsta land- námsbæ. Það hefur þó komið fram í blöðum syðra, að sumir óttast að svo geti farið, að þessi hátíð verði þjóð- inni hvorki til gagns né sæmdar. Þeir óttast, að svo geysifjölmenn sam- koma á þessum helga stað verði mesta drykkjuveizla á landi hér. Vonandi er hægt að koma í veg fyrir að svo illa fari, en dýr mun sú hátíð, verða og þá vonandi vegleg að sama skapi og til þess fallin, að minna menn á, að íslendingum ber að byggja land sitt á komandi tímum. En minnast mætti þess þá einnig, að 1974 er ekki aðeins ellefu akla landnámsafmæli, heldur einnig ellefu alda afmæli íslenzkrar tungu. Hverju sem fram er haldið um upp- haf ritaldar á íslandi, má fullyrða, að ólærður nútíma íslendingur geti skilið einfalt bundið mál frá land- námstið. Ætla má, að forseta vorum tækist dável að skilja lögsögu Úlf- ljóts að Lögbergi, ef geymd væru á þann hátt, sem nú tíðkast. Slík varðveizla þjóðtungu í meira en þúsund ár, er eindæmi í þessum hluta heims. Sú varðveizla er menn- ingarlegt afrek þeirra, sem landið byggðu. En án varðveizlu tungunnar væru fslendingar heldur ekki til nú, sem sérstök þjóð. Sum önnur fom- mál hafa að vísu geymzt í bók, en þau eru ekki lifandi mál eins og ís- lenzkan, ekki móðurmál bama á tuttugustu öld. Víst mun hátíð haldin. En yfir afmælisbömunum báðum, lands- byggðinni og hinu aldna móðurmáli, (Framhald á blaðsíðu 6) Eggert Sleíánsson, minningarorð ÞANN 27. október síðastliðinn var til moldar borinn frá Akur- eyrarkirkju Eggert Stefánsson, forstjóri vélsmiðjunnar Atla. Hann lézt þann 19. dag sama mánaðar, þá á ferð með konu sinni í Hafnarfirði, en þar er elzta dóttir þeirra búsett. Það má segja, að dauðinn komi okkur ávallt á óvart, og svo fór okkur, sem höfðum séð Eggert nokkrum dögum áður, hressan og glaðan að venju. En þrátt fyrir það, vissum við, að Eggert hafði búizt við þessum gesti í nærfellt 21 ár. Svo lengi hafði hann barizt við hjarta- sjúkdóm þann, sem leiddi hann nú til dauða. En þessi grið gáfu Eggerti einmitt tíma til þess að njóta þess, sem svo margir vilja höndla. Hann fékk að líta far- sæld og velgengni barna sinna, hann naut yndislegs heimilis, sem kona hans bjó honum, og hann vissi, að fyrirtækið, sem hann veitti forstöðu, stóð föst- um fótum. Æðrulaus hetjulund Eggerts var það vopn, sem hann bar á þá vá, er hann vissi, að ætíð stóð fyrir dyrum. Eggert var fæddur hinn 14. apríl- órið 1901 að Daðastöðum í Núpasveit í Norður-Þingeyjar- sýslu, og var því 71 árs að aldri, þegar hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Þorsteins- son söðlasmiður og Ingibjörg Jónsdóttir kona hans. Tvö al- systkini átti Eggert, Þórunni og Þorstein, og hálfbróður, Guð- mirnd Jónsson, lifði hann þau öll. - Búnaðarmálast. . . . (Framhald af blaðsíðu 8) er fakin burt, en samt verður ísland að auka haglendið því kvikfjárræktin er grundvöllur landbúnaðarins. — Við þurfum á að halda að- stoð erlendra sérfræðinga til að finna beztu aðferðirnar til að bæta beitilöndin okkar, sagði Halldór Pálsson. — Það er gnægð fiskjar í ám og vötnum á íslandi, en ef á að fullnýta þessi gæði þá þurfum við einnig aðstoð á því sviði. Búnaðarmála stjóri lét einnig svo um mælt, að sérfræðingar frá FAO hefðu þegar fundið landssvæði þar sem tilraunir sýndu, að skóg- rækt gæti reynzt hagkvæm. □ NÝLEGA kom hingað til lands rúmenskur prestur, Richard Wurmbrand að nafni. Hélt hann fyrirlestur í Fríkirkjunni í Reykjavík og hafði merkilega sögu að segja. Hafði hann verið fangi kommúnista í 14 ár og sætt hinni hroðalegustu með- ferð. Voru margar lýsingar hans á fangavistinni beinlínis ótrúlegar, ekki sízt íslenzkum áheyrendum, sem eru margir orðnir sljóvir af sífelldum áróðri þeirra manna, sem vilja koma á því stjórnunarkerfi, sem er í löndum austan jám- tjalds, og framangreindur prest- ur hafði þvílíka reynslu af. Nú er komin út í íslenzkri þýðingu bók eftir sr. Wurmbrand. Þýð- inguna gerði sr. Magnús Run- ólfsson. Er það skemmst frá að segja, að bók þessi er hin at- hyglisverðasta. Hún lýsir mikl- um andstæðum. Annars vegar viðurstyggð, hatri og kúgun. Hins vegar djörfung, hreinleika og trú. Margt er það á síðum þessarar bókar sem virðist ótrú Þriggja ára missti Eggert föð- ur sinn. Sex árum síðar fylgdi hann móður sinni til Akureyrar og ólst upp hjá henni að Eyrar- landi og fyrr meir könnuðust allir ungir Akureyringar við knattspymu- og íþróttamann- inn Eggert á Eyrarlandi. Snemma hneigðist hugur Egg erts að öllu því, sem að vélum og vélaviðgerðum laut. Auk þess, sem allt er hann fékkst við léki í höndum hans, þá var Eggert óvenju traustur starfs- maður og lét verk, sem ljúka mátti í dag aldrei bíða til morg- uns. Þessir kostir gerðu hann að eftirsóttum manni til vél- gæzlu og vélaviðgerða bæði á landi og sjó. Fyrst mun Eggert hafa gefið sig að vélgæzlustörfum hjá Hjalta Espólín. Hann starfaði við tunnuverkstæði Hjalta og seinna hjá verkstæðinu Marz á vetrum, en var vélstjóri á skip- um á sumrin. 17 ár var hann vélstjóri á Kristjáni, skipi Guðmundar Péturssonar. Þrátt fyrir það, að Eggert væri dulur maður að eðlisfari og seinn til nánari kynna, tók hann mikinn þátt í ýmsum fé- lagsstörfum og hann var einn af beztu íþrótta- og knattspyrnu- mönnum Akureyrar eins og áður er á drepið. Hann var frá upphafi í hinum kunna fimleikaflokki Magnúsar Péturssonar, sem sýndi fimleika við mikinn orðstír víða um land ið, og alla tíð bar Eggert merki þessa hóps góðra íþróttafélaga, léttleika í spori og hreyfingum og frjálsmannlega framgöngu. Einmitt á þessum árum bjarg- aði Eggert skipsfélögum sínum legt, en þó hygg ég að engum dyljist, sem vill vera einlægur, að sögumaður segir satt. Enda hefur hann enga ástæðu til ann- ars. Hann segist ekki hata kommúnista, heldur elska þá, og hann margundirstrikar þetta. Enda er tilgangur höfund ar ekki að klekkja á kommún- istum, heldur sá, að reyna að hjálpa hinum, sem ofsóttir eru vegna trúar sinnar. Bók sr. Wurmbrands er spennandi frá upphafi til enda. Hún opnar sýn inn í heim, sem okkur er fram- andi og fjarlægur en er samt staðreynd í dag, á tuttugustu öld, eða eins og segir á kápu- síðu bókarinnar: Markmið Wurmbrands með bókinni og fyrirlestrarferðum sínum er, að opna augu heimsins fyrir þeirri ömurlegu staðreynd, að kristin- dómsofsóknir tilheyra ekki löngu liðnum öldum. Slíkar of- sóknir eru stundaðar á okkar dögum, gegn enn þá fleirum og af enn meiri grimmd en á dög- um frumkristninnar í Róm. Q á land úr báti þeirra, sem hafði strandað, með því að ná landi með líflínuna, sem varla hefði tekizt nema með snarræði og dug þeim, sem Eggert sýndi með þessu afreki. Eggert hætti sjómennsku og gerðist starfsmaður vélsmiðj- unnar Odda árið 1937. Þá tók hann vélvirkjapróf, sem veittist honum auðvelt eftir svo langa og hagnýta starfsreynslu. Þegar eigendaskipti urðu að Odda, stofnaði Eggert, ásamt með þrem félögum sínum, vél- smiðjuna Atla hinn 1. júlí 1942. Að mestu leyti með eigin fjár- magni reistu þeir húsakost og væddu vélum. Atli hefur ávallt notið mikils trausts þeirra sem við hann skipta og fjárhags- afkoma hans hefur ætíð verið góð. Eggert heitinn veitti Atla for- stöðu síðasta áratuginn ásamt með Alfreð Möller, en þeir hafa átt samstarf og samvinnu innan fyrirtækisins allt frá upphafi þess. Eftirlifandi kona Eggerts er Aðalheiður Þorleifsdóttir frá Naustahvammi í Norðfirði. Henni kvæntist hann hinn 16. febrúar 1935. Þau hjónin voru í öllu mjög samhent og heimili þeirra að Eyrarvegi 2 bar þess glöggt vitni. Frú Aðalheiður bjó manni sínum vissulega gott og friðsælt heimili, þar sem hann naut hvíldar og hugðarefna sinna, góðra bóka. Eggert Stefánsson bar það ekki utan á sér, að hann var nokkuð geðríkur maður og til- finninganæmur, hann kunni þá andans íþrótt að halda þessum eiginleikum svo vel í skefjum, að ég vissi aldrei til að hann ætti neina óvildarmenn. Þrátt fyrir það vissi ég heldur ekki til þess, að Eggert þyrfti að láta hlut sinn í neinu máli. Og Eggert átti fjölmarga vini, sem minnast nú margra góðra stunda á heimili þeirra hjóna. Þeim Aðalheiði og Eggerti varð sjö barna auðið. Fyrsta barn sitt misstu þau, en sex ólust upp í föðurgarði, en þau eru: Pétur, búsettur á Skaga- strönd, kvæntur Silvíu Hrólfs- dóttur, þau hjón eiga tvö börn, Kristínu og Hrólf. Eggert, bú- settur á Akureyri, kvæntur Onnu Baldursdóttur, þau eiga tvö börn, Aðalheiði og Eggert. Ingibjörg, búsett í Hafnarfirði, gift Þórði Benediktssyni, þau eiga tvö börn, Rut og Eggert. Sveinn, búsettur á Akureyri, kvæntur Olínu Leonardsdótt- ur, þau eiga tvö börn, Rakel og Hrein. Yngstu dætur Eggerts, Brynja og Ásta, dvelja nú með móður sinni. Sonardótturina, Kristínu Helgu, ólu þau upp Eggert og Aðalheiður. Þessi fáu orð hér að ofan segja okkur, að Eggert skilaði okkur happasælu og miklu ævi- starfi og stórum niðjagarði. Við sendum ekkju hans, börn um og ættmönnum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Við þökkum þér störf þín og sam- fylgd Eggert. Guð blessi þig og minningu þína. B. B. Bústofninn í bænum AKUREYRINGAR áttu hátt á fjórða hundrað hross í fyrra- vetur, flest á fóðrum í bænum, 2369 kindur og þar af 1736 ær, og 529 nautgripi, þar af 275 mjólkandi kýr. Líklega er álíka margt búfé sett á vetur nú. Q Neðanjarðarkirkjanr ný bók Eitt og airnað frá bæjarstjórn — Fögur og skemmtileg bók NÝKOMIN er á markaðinn bók in „Helztu stórtíðindi líðandi stundar í máli og tali“, árbókin 1971, hin sjöunda í röðinni. Er hún sem fyrri bækur í þessum flokki hin vandaðasta að öllum frágangi. og ber af flestu því, sem prerrtað er á íslenzku. Þessi síðasta árbók er 20 blaðsíður í stóru broti, prýdd mörg hundr- uð gullfallegum myndum, þar af fjölda þeirra í litum úr öllum heimsálfum, af helztu viðburð- um hins liðna árs. Sérstakur kafli er um keppni allra helztu íþrótta, en einnig langur þáttur frá íslandi, 35 blaðsíður, með tugum mynda og eru sumar í litum. Ritstjórar íslenzka kaflans eru Gísli Olafsson og Bjöm Jó- hannesson. Utgefandi er Þjóð- saga, en eigandi hennar er Haf- steinn Guðmundsson, sá þjóð- kunni listamaður. Svo vel hefur árbókinni verið tekið, að helm- ingur hennar er þegar uppseld- ur og í endurprentun, þrátt fyr- ir stórt upplag. Aðalumboð á Norðurlandi hefur Bókaverzl- unin Edda, Akureyri. (Aðsent) BÓKAÚTGÁFAN BJÖRK hef- ur nýlega sent frá sér þessar tvær bækur: Selurinn Snorri er bók fyrir börn og unglinga eftir norskan höfund — Frithjof Sælen — en þýdd á íslenzku af Vilbergi Júlíussyni skólastjóra. Bók þessi kom fyrst út í Noregi á stríðsárunum og hefur síðan komið út hvað eftir annað á öll- um Norðurlöndunum og víðar. Þetta er önnur útgáfa á bókinni á íslenzku. Hún kom fyrst út haustið 1950 og seldist þá fljót- lega upp. Bókin er 96 bls. að stærð og er önnur hver blaðsíða mynd í 4 litum af efni sögunnar. Mynd- ir þessar hafa mikið gildi fyrir bókina, enda frábærlega vel gerðar. Kata litla er eftir Jens Sigsgaard, höfund bókarinnar Palli var einn í heiminum, sem gefin hefur ver- ið út í 30 þjóðlöndum og nýtur fádæma vinsælda hér á landi. Kata litla og brúðuvagninn er einnig mjög vinsæl barnabók í mörgum löndum. Bókin er prýdd fjölda mynda í 4 litum eftir Arne Ungermann, en hann teiknaði einnig myndir í bókina Palli var einn í heim- inum. Bók þessi er einkum ætl- uð yngri börnum. Kata litla og brúðuvagninn er íslenzkuð af Stefáni Júlíussyni rithöfundi. Báðar þessar barnabækur eru offsetprentaðar í Prentsmiðj- unni Odda í Reykjavik. Q Uppreisnin í grasinu Á ÞESSU ári virðist aðeins ætla að koma út ein skáldsaga eftir ungan islenzkan höfund, sem ekki hefur áður sent frá sér bók. Er það bókin Uppreisnin í grasinu eftir Árna Larsson, sem Almenna bókafélagið gefur út um þessar mundir. Er etta nú- tímaleg skáldsaga og um marga hluti óvenjuleg. Efnisþráður sögunnar er ekki augljós við fyrstu sýn, því að sagan er byggð upp af mörgum sjálfstæð um köflum og minnir gerð henn ar í mörgum tilvikum á kvik- myndir. Að sögn höfundar er sögunni ætlað að vera „heim- spekilegt landnám í umhverfi, þar sem engin menningarlleg hefð er fyrir hendi“. Árni Larsson er Reykvíking- ur, fæddur 1943. Uppo-eisnin í grasinu er 96 bls. að stærð. Höfundur á sjálf- ur hugmyndina að káputeikn- ingu auk þess hann hefur teikn að þrjár myndir í bókina. Prent smiðja Jóns Helgasonar prent- aði og Félagsbókbandið h.f. batt bókina. Q Fjórar nýjar ljóða- bækur frá AB ALMENNA bókafélagið hóf árið 1968 að gefa út sérstakan flokk ljóðabóka í samstæðum og smekklegum búningi, en jafnframt tiltölulega ódýrum. Var tilgangur félagsins einkum sá að koma á framfæri ljóðum ungra skálda. Hafa nú allt kom- ið 17 bækur í þessum flokki. Eru þá taldar með þær fjórar nýju ljóðabækur, sem félagið sendir frá sér þessa dagana. Getur lífið dáið? nefnist ljóða bók eftir Birgir Bjarnason, ung an Reykvíking (f. 1945), sem er kennari að menntun. Er þetta fyrsta bók hans. Þuríður Guðmundsdóttir gaf út í þessum bókaflokki fyrstu ljóðabók sína árið 1969. Nefnd- ist hún Aðeins eitt blóm. Nú sendir hún frá sér aðra ljóða- bók sína og ber hún heitið Hlátur þinn skýjaður. Þriðji höfundurinn, Ingólfur Kristjánsson, nefnir bók sína Dægur og ár, en áður hafa kom ið frá hans hendi ekki færri en 12 bækur, ljóð, smásögur, ævi- sagnarit o. fl. Hann leitar sjald- Mikil fönn STEINN Snorrason á Syðri- Bægisá sagði blaðinu á mánu- daginn, að þar um slóðir væri meiri snjór en hann myndi eftir á þessum árstíma og haglítið eða haglaust fyrir allar skepn- ur. Fé væri auðvitað allsstaðar í húsi og hrossum væri gefið út. Ekki ættu þó allir bændur hross og víðast væru þau fá á bæjum. Myndi Hallgrímur bóndi á Vöglum eiga flest höf- uð, en þar tæki næstum aldrei fyrir jörð og svo myndi enn vera. í nótt hvessti, sagði Steinn, og varð ófær vegurinn hér framan við, svo að mjólk varð ekki sótt og skólabörn sátu heima. Q (Framhald af blaðsíðu 8) skotið hina mestu óhæfu, svo sem rétt er, en hvort hann kær- ir verknaðinn, eða hefur þegar gert, veit blaðið ekki. EKKI FINNST KUSSA Það bar til tíðinda í haust í ná- grenni Akureyrar, að kýr hvarf af afgirtu túni og hefur ekki enn fundizt. Þykir mönnum slíkt með ólíkindum. Kýr eru að vísu orðnar margar, heilar hjarðir á sveitabæjum, en ekki liefur enn þótt ástæða til að merkja þær, eins og sauðfé eða stóðhross. Þó hafa einhverjir an um langan veg að torráðnum yrkisefnum, en er því fundvís- ari á margan þann skáldskap, sem liggur svo að segja við hvers manns veg í daglegu lífi. Enn er ógetið þeirrar ljóða- bókar, sem ætla má með vissu, að veki lesendum forvitni, en það eru Trúarleg ljóð ungra skálda, sem Jóhann Hjálmars- son og Erlendur Jónsson hafa tekið saman. Eiga alls 11 skáld kvæði í þessu safnriti og eru elztu höfundarnir fæddir 1930. í formála víkur Erlendur Jóns- . son að því, að ungt fólk hafi nú meiri áhuga á trúarefnum en áður og því megi segja, að tím- inn hafi í raun kallað eftir sam- antekt bókarinnar. Jafnframt tekur hann fram, að fæst þess- ara ljóða séu „trúarljóð í venjú legum skilningi, heldur aðeins trúarleg, ekki rétttrúnaður, heldur spurning, leit“, • og þó yfirleitt með jákvæðu inntaki. Allar eru þessar 4 ljóðabæk- ur prentaðar í Odda og bundn- ar í Sveinabókbandinu. Aug- lýsingastofa Kristínar Þorkels- dóttur gerði káputeikningar. Q Dalvík 20. nóv. Mikill snjór er kominn. Mjólkurflutningamenn voru hátt í sólarhring að sækja mjólkina fram í Svarfaðardal, Vesturkjálka og höfðu jarðýtu og sleða, eins og gert var fyrir nokkrum árum og maður áleit að væri liðin tíð. Á Austur- kjálkanum var einnig erfitt um m j ólkurf lutningana. Áður en hvessti var jafnfall- inn snjór fremst í Svarfaðardal hálfur annar metri. Þangað var áður búið að senda ýtur til að moka frá húsum svo unnt væri að ryðja snjó af húsaþökum, sem ekki þoldu þennan mikla snjóþunga. Hins vegar gekk mjólkurbílunum vel til Akur- eyrar í dag. Vörubíll er fastur úti í Ólafs- fjarðarmúla, festist þar á laugar daginn og er verið að reyna að sækja hann nú í dag. Gæftaleysi er nú og atvinnu- leysi við sjóinn. Ný skíðalyfta og togbraut frá Sviss var tekin í notkun í Bögg- visstaðafjalli á laugardaginn. Hún er rafdrifin og ekki vantar snjóinn. Hreppurinn stóð að framkvæmd þessari, en margir unnu við uppsetningu í sjálf- boðavinnu. Hreppsnefnd Dalvíkurhrepps hefur samþykkt að biðja þing- menn kjördæmisins að flytja frumvarp um það á Alþingí, að Dalvík fái kaupstaðarréttindi. Mun ekki búið ag flytja það mál syðra. Ætlunin er, að kaup- staðurinn nái yfir það svæði, erfiðleikar vcrið á því að „draga í sundur“ geldneyti, sem sumar langt hafa gengið í afrétt og frá fleiri bæjum. HJÓN Á FJÖLLUM UPPI Ung hjón frá Reykjavík niunu hafa vetrardvöl á hálendinu skammt inn af Eyjafirði, eða jafnvel ársdvöl. Ilefur skáli verið reistur þar og eiga hjóna- kornin að athuga veðurfar og alveg sérstaklega ísingu, með tilliti til lagningar raflínu þvert yfir hálendið. Iljónin lieita Haf- steinn Ingvarsson og Guðrún Sigurðardóttir. Dagvistarheimili fyrir börn. Á fundi sínum hinn 8. nóv. sl. „beinir félagsmálaráð þeirri áskorun til bæjarráðs, að hrað- að verði undirbúningi og fram- kvæmdum við dagheimili og leikskóla í bænum, vegna mik- illar eftirspurnar og nauðsynjar á slíkum heimilum. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 1973 verði stóraukið framlag til þess- ara mála og ákvörðun um stað- arval tekin sem fyrst.“ Bæjarráð bendir á, að gamli Glerárskólinn losnar til ráðstöf- unar á næsta vori og felur fé- lagsmálaráði að kanna, hvort ekki sé hagkvæmt að nota hús- ið fyrir dagvistarheimili og gera tillögur og kostnaðaráætlun um nauðsynlegar breytingar á hús- inu í þessu skyni og leggja fyrir bæjarráð. Þjóðhátíðarnefndir kynna hug- myndir sínar. Á síðasta bæjarráðsfundi komu fulltrúar frá þjóðhátíðar- nefndum Akureyrarkaupstaðar og Eyjafjarðarsýslu, sem undir- búa hátíðahöldin 1974, þeir Hörður ÓlafssQn, Sverrir Páls- son og Ófeigur Eiríksson. sem hreppurinn nær nú. Við þetta fengjum við lögsögu yfir okkar eigin málum og margt fleira þykir ávinnast með kaup- staðarréttindunum, ef þau fást. J. H. Kynntar voru fyrir bæjarróði hugmyndir nefndanna, að í sam bandi við þjóðhátíðahöldin 1974 verði hafizt handa við byggingu fyrir Minjasafnið á Akureyri. Ákvarðanir voru ekki teknar. Gönguleiðir. Lagðir voru fram undirskrifta listar frá íbúum á brekkunni norðan Kaupvangsstrætis, þar sem þess er farið á leit við bæj- arstjórn að endurbætur verði KOMIÐ hefur fram í fréttum í haust, að búið er að koma upp húsum á hálendinu sunnan Eyjafjarðardala til afnota við könnun á raflínustæði niður í Eyjafjörð. Bæjarstjóm Húsavíkur bein- ir þeim eindregnu tilmælum til Orkustofnunar, að jafnhliða könnun á þessari leið, verði gerð hliðstæð könnun á hálend- inu sunnan Bárðardals, svo raunhæfur samanburður fáist á því, hvort hagkvæmara muni reynast að leggja raflínu riiflli Suður- og Norðurlands um Mýri í Bárðardal að Fosshóli, eða í Eyjafjörð. Jafnframt bendir bæjarstjórn in á erindi dr. Jakobs Björns- sonar væntanlegs orkumála- stjóra er hann hélt á fundi Sam- bands ísl. rafveitna á Akureyri sl. vor, þar sem hann leggur til að leiðin í Bárðardal verði val- in. Tekur bæjarstjórnin undir hið fyrsta gerðar á gönguleið- um, götum og auðum svæðum í hverfinu. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarverkfræðings, einkum með tilliti til úrbóta á göngu- leiðum. Húsið Eyrarlandsvegur 19 rifið. Bæjarráð felur bæjarstjórn að láta rífa húsið Eyrarlands- veg 19, en það hefir nú verið rýmt. Q rök dr. Jakobs í erindinu, en hann bendir á að línan í Bárðar dal liggur betur við helztu orku vinnslumöguleikum á austan- verðu Norðurlandi, jafnframt því sem hann álítur hálendið suður af Eyjafirði hættulegasta kaflann á línulögn milli lands- hlutanna. Að lokum vill bæjarstjórn Húsavíkur benda á, að línulögn í Bárðardal mundi í höfuðatrið- um fylgja Sprengisandsvegi, sem nú þegar er fjölfarinn yfir sumarmánuðina. Línulögn í Bárðardal mundi því eigi kosta landsmenn verulegar upphæðir í óarðbærri vegagerð sem óhjá- kvæmilegt er að ráðast þurfi í, verði Eyjafjarðarleiðin valin. Tillaga þessi var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Húsavíkur þann 10. nóvember 1972. Húsavík, 10. nóv. 1972. Haukur Harðarson. 3att3ut BÝÐUR ÞIG VELKOMINN! I heim STEREO-hl jómtækja Ef þú ert góðkunningi STEREO-HLJÓMTÆKJA, kemst þú vart hjá því að veita athygli sérstöðu SANSUI meðal stereo- framleiðenda, en sem byrjandi verður þú að vita mikilvægar staðreyndir um SANSUI: — SANSUI er elzta og virtasta fram- leiðslufyrirtæki í Japan, sem hefur gerð liljómflutningstækja að sérgrein. SANSUI er eini framleiðandinn, sem einbeitir hæfilikum sín- um og orku að gerð stero-tækja, eini framleiðandinn, sem telur að gerð framúrskarandi tækja sé ærið nóg verkefni. SajrLsru.L 2JA ÁRA ÁBYRGÐ Hvort sem þú ert á höttum eftir einu tæki eða heilu stereo-setti, þá getur Sansui uppfyllt kröfur þínar. — Hljómplötusalan í full- um gangi. Rtfcffflí© viðgerðarstofa Stefáns Hallgrínissonar Glerárgötu 32, Akureyri, sími 11626. Hinir frábæru viðgerðatv menn okkar gera fljótt og vel við allar gerðir radio- tækjá! SMÁTT & STÓRT Tillaga um rallinulögnina

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.