Dagur - 22.11.1972, Síða 8

Dagur - 22.11.1972, Síða 8
8 SMATT & STORT TIL GRÆNLANDS íslendingar hafa löngum verið tómlátir um Grænland og Grænlendinga, næstu nágranna okkar í vestri. Þó er að aukast áhuginn og má þar nefna vina- bæjasamband, auknar skemmti ferðir vestur og nú allra síðast snertir sjálfstæðisbarátta Græn lendinga viðkvæman streng í brjósti íslandinga og liggja til þess sögulegar ástæður. En Jón Dúason og hans samherjar, sem kröfðust Grænlands töluðu fyr- ir daufum eyrum. Nú er ung stúlka farin til þessa nágranna- lands okkar til að læra mál fólksins, grænlenzkuna, og nýt- ur til þess styrks af opinberu fé. Hún heitir Ragnhildur Ingólfs- dóttir. þakkað endurskinsmerkin? Eða hvað á fólk að ímynda sér? í viðtali við lögregluna fékk blað- ið það svar, að þrátt fyrir áminn ingar og eftirgangsmuni væru merkin ókomin enn og yrðu þau seld í búðum KEA eins og áður, er þau kæmu. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ f fréttum segir frá sýnilegu 300 millj. kr. árstapi hjá íslenzka álfélaginu, og að útlitið á rekstri næsta árs sé ekki betra. Verðið á álinu væri enn undir 20 sentum pundið, en var þegar bezt lét 26—27 sent. Birgðir í Straumsvík eru nú 17 þús. tonn, en talið að þær muni verulega minnka fyrir næstu áramót. Þeir eru af Labradorkyninu SÁ MAÐIJR, Watson að nafni, sem keypti fyrir mörgum árum íslenzka hunda og setti upp hundabú vestur í Kaliforníu, til þess að varðveita þann stofn, • sem hann áleit íslenzkastan, er mikill íslandsvinur og hefur sýnt það á margan hátt. En þegar hann var að kaupa ís- lenzku hundana, sællai1 minn- ingar, vildi hann fá ætt þeirra skjalfesta af seljendum. Bænd- ur voru tregir til að leggja nafn sitt við þess háttar ættfræði og sögðu sem var, að um föðurætt vissi enginn. Þessu trúði Wat- son alls ekki og varð af þref mikið. Á endanum lét hann sánnfærast um þetta ótrúlega ættleysi og var hann þá á ferð Máiverkasýning HINN 19. nóvember var opnuð í Menntaskólanum á Akureyri (Möðruvöllum) málverkasýn- ing Þorvaldar Skúlasonar, yfir- litssýning, sem Myndlistarfélag Akureyrar gekkst fyrir, að hér væri haldin. Á sýningunni eru 25 málverk frá ýmsum tímum og 6 þeirra til sölu. Sýningin er opin kl. 6—10 næstu daga, en kl. 2—10 á laugardag og sunnudag og lýkur henni á sunnudagskvöld. Hinir mörgu myndlistarunn- endur á Akureyri og nágrenni ættu að sjá þessa sýningu og gefa sér nægan tíma til að kynn ast listaverkum Þorvaldar. □ vestur í Skagafirði. Þar sá hann tík eina léttlynda og fylgdu henni sex hundar eða sjö. Hinn mikh hundavinur varð orðlaus nokkra stund, en sagði síðan, að þetta væri óþekkt í heimin- um þar sem hundar væru taldir húsdýr. íslenzkir fjárbændur eiga ekki, með fáum undantekning- um, fjárhunda, sem því nafni geta þallast og hafa hvorki ræk.tað húrida jié tamið þá að gagni þótt þieir hafi verið fljótir að tileinka sér nýjungar í mörg- um greinum búskapar Sjálfir vinna þeir ýmis þau störf við fjárgæzluna, sem ættu að vera í verkahring fjárhundanna, svo sem að hlaupa og jafnvel gelta, leita að fé, smala fé, reka til réttar, eða til beitar á vetrum o. s. frv. Auðvitað eiga fslend- ingar að taka munda í þjónustu sína við þau störf, sem þeir geta leyst með prýði, og þess eru nú dæmi. Má þar minna á leitar- unda og hasshundinn Prins, svo að dæmi séu nefnd og allmarga góða minkahunda. Maður heitir Þórarinn Lárus- son, fóðurfræðingur á Akur- eyri. Hann á tík eina gula af svokölluðu Labradorkyni, vitra, fimm ára gamla. Suður í Kópa- vogi er hundur af sama kyni og er það áðurnefndur Prins, fræg ur hasshundur, sem búinn er að finna fjölda eiturefnasendinga í pósti syðra. Þessi hjú eru þau einu sinnar tegundar hér á landi, sem hreinkynja teljast. Þau voru leidd saman og út af þeim komu 9 hvolpar, allir gulir að lit. En liturinn er ýmist gul- ur eða svartur hjá þessu hunda kyni. Föðurtollurinn kostaði fjóra eða fimm af þessum hvolp um og eru þeir farnir suður. En fimm þúsund krónur kostar hver hinna. Labradorhundarnir eru mjög gæflyndir og vitrir og virðast geta lært flestar þær íþróttir, sem hund mega prýða, að sögn þerra, sem til þekkja. Friðrik Vestmann tók þessa mynd af tíkinni og hvolpum þeim, sem eftir voru á föstu- daginn. Q HAPPDRÆTTI Happdrætti er mesta peninga- sport íslendinga, enda eru þau mörg í gangi. Öll eru þau stofn- uð með einhverju þörfu og góðu málefni fyrir augum, og svo eru happdrættismiðar keyptir og keyptir. Talið er, að í næsta mánuði verði dregið um 122 milljónir kr. í vinninga í hinum ýmsu happdrættum. Má þar nefna Háskólahappdrætti, SfBS-happdrætti, DAS-happ- drætti, og auk þess í 17 minni happdrættum í sama mánuði. En Iíldega veit enginn hve mörg eru í gangi. Verst er þegar menn glata miðunum sínum eða sjá aldrei auglýsingar um vinn- ingana. ENDURSKINSMERKIN Hin ágætu endurskinsmerki eru nær daglega auglýst í út- varpinu. Þau fást í liverri mjólk urbúð í Reykjavík. En hvers vegna fást þau ekki í mjólkur- búðum hér? Spyr sá, er ekki veit. Er umferðarráð þeirrar skoðunar, að þessara nauðsyn- legu endurskinsmerkja sé að- eins þörf í Reykjavík? Hafa ein hverjir aðilar á Akureyri af- Stálgrindaf járliúsin í tízku Kasthvammi 8. nóv. Dýrðartíð var síðastliðinn mánuð, en tals- vert snjóaði 27. október, og of mikið var eftir af þiem snjó. Það er búið að taka lömb á gjöf, en menn hafa verið að tína um, og hafa verði nautgripi á gjöf inni allt að átta mánuði á ári og sauðfé fimm til sex mán- uði. UppBlástur er alvarlegt vandamál á íslandi, segir í frétt inni, gríðarstór landflæmi eru svo illa farin, að öll gróðurmold (Framhald á blaðsíðu 4) iðarmálasf. heimsækir FÁO DR. HALLDÓR PÁLSSON, búnaðarmálastjóri, heimsótti ný ■ lega höfuðstöðvar FAO, Mat- væla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna í Róm. í frétt frá FAO segir meðal ann- ars, að búnaðarmálastjóri hafi rætt við yfirmenn stofnunarinn ar um hugsanlega tækniaðstoð af hennar hálfu við íslendinga. — Við þurfum á aðstoð að halda, sagði Halldór Pálsson, meðal annars við að bæta beiti- lönd ókkar, þróa fiskveiðar í ám og vötnum, og einnig höf- um við hug á auknum átökum á sviði skógræktar. Hann bætti því við, að það væri í verka- hring ríkisstjórnarinnar að fara formlega fram á slílca aðstoð, en sagði jafnframt að það væri ekkert leyndarmál, að íslend- ingar óskuðu eftir henni. í frétt FAO segir, að þótt fs- land hafi lengi verið aðili að Sameinuðu þjóðunum og flest- um sérstofnunum samtakanna, þá hafi verið tiltölulega lítið um tæknisamvinnu milli íslands og FAO. Þá er sagt, að hey sé nær eina uppskeran á flestum býl- ærnar saman undanfarna daga, vegna vondra veðurfregna, og verður þeim sjálfsagt ekki sleppt aftur. Það er síður en svo, að hér hafi verið dauður tími undan- farið, og hefur hver maður þurft að hafa margar hendur, því auk venjulegra haustverka eru fjárhús í byggingu á tveim bæjum, fyrir 300 fjár á hvorum stað, og var mikið ógert við þau. Þetta eru stálgrindahús, sem nú eru að komast í tízku. Svo hefur verið unnið við veiði- húsgrunn, sem er um 370 fer- metrar, búið að jafna hann og slá að mestu upp mótum fyrir grunnveggjum. Mikið var borið ofan í veginn í haust og lagðir partar og er vegurinn nú betri en hann hef- ur áður verið. Þá er einnig verið að breyta veginum norður í Gljúfrunum og breikka hann yfir gljúfrin, hvort tveggja mjög mikilvæg bót. Bæði er unnið fyrir ríkisfé og lán héðan úr dalnum, hvort sem tekst að ljúka verkinu fyrir snjó, enn er hann ekki til tafar. Ég sagði 7. október, að rjúp- unum væri að fjölga, en hefði séð 7 í haust, en ekki nema 4 í fyrra. Ég held að menn hafi ekki einu sinni reynt að stelazt í rjúpnalönd, og þá er ekki von um mikið. G. Tr. G. Geysilent fannfe BLAÐIÐ hafði tal af skólastjór- anum á Hólum, Haraldi Árna- syni, á mánudaginn og spurði hann frétta úr Hjaltadal, en fyrst um sjóinn og hrossin. — Hann sagði: Það er óvenjumikill snjór í Hjaltadalnum, á annan metra á dýpt, jafnfallinn, en heldur minni snjór á Hólum. Algerlega er jarðlaust, og urðum við því að taka öll okkar hross á gjöf. Þau eru yfir eitt hundrað á staðnum. Reiðhestar, stóðhestar og Ungviði voru tekin á hús, en öðrum hrossum gefið út. í Kolbeinsdal voru um 120— 130 hross á göngu og áttu þau Sigurmon Hartmannsson í Kolkuósi, sem og bændur á Sleitustöðum, en Sigurmon mun þarna landeigandi. Þar var orðið jarðlaust og fóru menn að vitja þeirra og komu þeim til byggða nú um helgina. Var far- ið á snjóbíl og flutt nokkuð af heyi, og var það hjálparsveit frá Sauðárkróki, sem þar var með í för. Hrossin voru rekin niður Kolbeinsdalinn í tveim hópum, sinn hvoru megin ár, en nokkur hross voru skilin eftir og af einhverjum ástæðum, en þeim var gefið hey og hey skilið eftir hjá þeim. Áttu hóparnir að hafa náð til byggða á sunnu- dagskvöldið. Skólinn og búskapur á Hólum. Skólastjórinn sagði, að skól- inn væri fullsetinn í vetur. Nem endur.eru 38, og eru 15 í yngri deild en 23 í eldri deild. Á staðnum eru rúm 100 hross, RJÚPNASKYTTUR Haukur bóndi frá Sveinbjarnar- gerði sagði blaðinu frá því, að á laugardaginn hefðu tveir ónafngreindir menn komið þangað heim og skotið rjúpu í trjágarðinum við húsið. Rjúpur voru þar daginn áður í garðin- um, mjög gæfar og gáfu börnin þeim mat, sem þær borðuðu með góðri lyst. Taldi bóndi (Framhald á blaðsíðu 5) TÓKU FÉ í HÚS Á SUNNUDAG Saurbæ 20. nóv. Naumast er hægt að segja, að hér sé kominn snjór, aðeins föl. Féð var fyrst tekið hér í hús í gær. Síðan að hvessti hefur skafið í dálitla skafla svo að mjólkurbílar töfð- ust verulega í dag. Beitarjörð er næg hér í þess- um hluta sveitarinnar, bæði fyrir fé og hross, en miklu meiri snjór er í Sölvadal og Villinga- dal, talsverður snjór er einnig frammi í Eyjafjarðardal. Ann- ars hefur ekki komið hér neinn teljandi snjór síðustu tuttugu árin, miðað við það sem maður átti þá að venjast. Hér í sveit eru tveir vélsleðar og komu þeir sér vel er bílfærið versnaði eða tepptist, enda voru þeir á ferðinni. D. S. NÆG BEITARJÖRÐ í VATNSDALNUM Ási í Vatnsdal 20. nóv. Hér var komið ofurlítið föl, en svo hvessti í gær og reif, svo að nú sést allsstaðar í jörð nema þar sem skaflar eru og þeir eru nokkrir, en þó hefur færi á veg um ekki spillzt til muna. Beitar- jörð er næg fyrir hrossin og menn beita líka fé þegar sæmi- legt veður er, þótt beitiland sé ekki nýtt eins og áður var. Ég er nýlega kominn að sunnan og mér sýndist mun meiri snjór í vestursýslunni, en það var skot- færi norður í Hrútafjörð. G. J. éium flest þeirra tilheyra hrossakyn- bótabúinu, sem hér er rekið. Þá er hér hálft sjötta hundrað fjár á fóðrum og er fjárbúið öðrum þræði rekið sem tilraunabú og meðal annárs gerðar á því litar- tilraunir undir stjórn Stefáns Aðalsteinssonar. Hér er hins vegar lítið kúabú, aðeins 20 kýr. Byrjaðar eru hér jarðræktar- tilraunir, einskonar útibú frá tilraunastofunni á Akureyri og Rannsóknarstofu Norðurlands, og hefur tekizt um þær góð sam vinna, sagði skólastjóri. □

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.