Dagur - 13.12.1972, Blaðsíða 8
8
SMÁTT & STÓRT
Ganiia kirkjan frá Svalbarði endurvígð á Akureyri. — Sjá grein á fyrstu síðu. (Ljósm.: F. V.)
Sefdn Drangey, en fá japanskan skuttogara
Sauðárkróki 12. des. Nú er kom
in kerlingarhláka, eða norðan-
bleyta. En veruleg hláka væri
kærkomin, einkum þeim, sem
búa við algert jarðbann, svo
sem á svæðinu frá Hjaltadal og
út í Fljót.
Aðalfundur Útgerðarfélags
Skagfirðinga fyrir árið 1971 var
haldinn á laugardaginn, 9. des.
Þar kom fram á rekstursreikn-
ingi, að nokkur halli varð á
rekstrinum eða um 4.9 millj. kr.
En afskriftir eru færðar á tæpar
4.6 milljónir. Hallinn nemur því
rúmlega afskriftarupphæðinni.
Á árinu 1971 rak Útgerðarfélag-
ið tvö fiskiskip, m.s. Drangey,
sem er 25Ó tonna skip og skut-
togarann Hegranes, sem er 380
tonna skip. Aílamagn Drang-
eyjar varð. 888 tonn, að verð-
mæti rúmar 13 milljónir króna.
Aflamagn Hegraness varð nær
1594 tonn, að verðmæti 23.6
millj. kr. Á fundinum kom fram
hve aflinn fer ört minnkandi á
miðunum.
rot á ýmsum sviðum
ÓTeigsstöðum, 11. des. Það eru
umbrot á ýmsum sviðum, en þó
vegna snjóa. Og svo demba þeir
á okkur myrkri ofan á allt ann-
að svo að hvergi sér handaskil
þar sem ljós eiga annars að loga
og leiðbeina mönnum við sín
störf. Það liggur við að maður
verði að taka upp gamla háttu
og krota á blað á þann veg, að
hafa það á hné sér og kertis-
stubb við hlið sér. Ég er búinn
og við hérna í nágrenni, að sitja
í myrkri í eina þrjá sólarhringa
og svo einnig í kulda, því að
mannlífið gengur að mestu fyrir
rafurmagni, sem kunnugt er.
Þetta á að lagast í dag.
Hér brotnuðu símastaurar
vegna ísingar og einnig raf-
magnsstaurar, einn og einn
staur, og einkum urðu skemmd
ir á línunni, sem hér liggur
þvert yfir, vegna þess, að sú
lína liggur þvert á mestu vind-
áttina og er henni því hættast,
svo sem eðlilegt er. En þær lín-
ur, sem þannig liggja, þurfa hér
á Norðurlandi að liggja mun
þéttstauraðri en aðrar línur.
Snjór er mikill svo að þar er
sannkallað umbrotafærð. Það
komu hingað frá Akureyri fjór-
ir vörubílar í nótt. Með þeim
voru fjórar jarðýtur flest, en
annars tvær. Þeir voru 30
VÖRUBÍLALEST
í GÆR var reynt að opna bif-
reiðum leið vestur yfir Öxna-
dalsheiði. Þar var þá bæði hríð
og renningur, og mun hafa.
reynzt tafsamt að opna leiðina.
Veghefill kom að vestan en
strandaði hjá Reiðgili. Snjóblás-
ari, jarðýtur og vegheflar voru
á leiðinni frá Akureyri og vest-
ur á heiði. Bílalestir fylgdu
snjómoksturstækjum fast eftir,
bæði austur og vestur, enda
mikið sem þarf að flytja af vör-
um fyrir jólin.
klukkustundir frá Akureyri til
Húsavíkur og má af þessu sjá,
að færið er ekki gott. Annars er
minnstur snjór á veginum héð-
an frá Ófeigsstöðum til Húsa-
víkur, og má sjálfsagt þakka
það hinum ágætlega upphlöðnu
og nýlegu vegum, mestan hluta
leiðarinnar.
Mjólkurbílar hafa þrælazt við
illan leik og með aðstoð hjálpar-
tækja af og til. B. B.
Útgerðarfélag Skagfirðinga
var stofnað 17. janúar 1969. For-
maður félagsstjórnar frá upp-
hafi var Hákon Torfason bæj-
arstjóri og gegndi hann jafn-
framt framkvæmdastjórastarfi
til síðla árs 1971, að Stefán Guð-
mundsson bæjarfulltrúi tók við
því starfi. Auk Ilákonar Torfa-
sonar eru í stjórninni: Marteinn
Friðriksson, Stefán Guðmunds-
son, Kristján Hansen, Árni Guð
mundsson, Erlendur Hansen og
Haukur Hafstað í Vík.
í ársbyrjun 1972 seldi Útgerð-
arfélagið Drangey, svo að nú í
ár hefur félagið aðeins gert út
eitt skip. En Útgerðarfélag Skag
firðinga á í smíðum 500 tonna
skuttogara í Japan, og er hann
væntanlegur til landsins í apríl-
mánuði næstkomandi. G. Ó.
OVENJULEGUR ATBURÐUR
Ungur maður á Akureyri, Val-
garður Stefánsson, opnaði á
laugardaginn málverkasýningu
í Landsbankasalnum. Þrjú
hundruð manns skoðuðu sýning
una um helgina og helmingur
myndanna seldist á fyrsta
klukkutímanum eftir opnun, og
síðar fleiri. Þetta er í senn gleði
legt og óvanalegt, og jafnframt
er þetta hinum unga og geð-
fellda listamanni mikil upp-
örvun.
NÝ TEK JUÖFLUN ARLEIÐ
Verið er að undirbúa nokkur
auglýsingablöð á Akureyri, sem
hin og þessi félög ætla að gefa
út. í þau er safnað auglýsingum
nú fyrir jólin, í tekjuskyni.
Þessi blöð eiga sér engan til-
gang nema að afla viðkomandi
aðilum tekna. Nú er það svo, að
desembermánuður er mesti aug
lýsingatími vikublaðanna, eins-
konar auglýsingavertíð, sem
getur grynnt á skuldum, og
þeim veitir sannarlega ekki af
auglýsingatekjum í jólakauptíð-
inni. Svo framarlega að því sé
slegið föstu, að vikublöð þjóni
margþættum tilgangi, og eigi að
lifa, verða þau að fá að njóta
sinna hefðbundnu auglýsinga-
tekna.
BROTIST INN f LANDIIELGI
VIKUBLAÐANNA
Þessi nefndu auglýsingablöð,
sem samtök Framsóknarmanna,
nieðal annarra, cru að gefa út
og safna auglýsingum í, eru að
veiða í landhclgi, alveg uppi í
landsteinum og taka tekjumögu
leika og beihar tekjur af viku-
blöðunum. Með því að brjótast
þannig í auglýsingalandhelgina,
eru þau að veikja aðstöðu sinna
eigin blaða — segjast kannski
vera að veiða á úthafinu, eins
og Bretar. Þá menn og
samtök, sem þannig fara að,
BRASILÍUFARARNÍR
BRAZILÍUFARARNIR eftir
Vestur-íslenzka skáldið Jóhann
Magnús Bjarnason er þjóðkunn
saga. Nú er bókin komin út í
Jólatónleikar og Lúsíuháfíð
SÖNGFÉLAGIÐ GÍGJAN og
Karlakór Akureyrar efna til
jólatónleika og Lúsíuhátíðar í
Akureyrarkirkju dagana 14., 15.
og 17. des. n. k. kl. 20.30 alla
dagana.
Auk kóranna tveggja koma
fram stúlkur ur Oddeyrarskóla,
í Lúsíukór og frú Þórunn Ólafs-
dóttir í gervi Lúsíu, en Þórunn
□ Þórunn Ólafsdóttir söngkona.
syngur einnig fjögur einsöngs-
lög á tónleikunum.
Hljóðfæraleik annast Dýrleif
Bjarnadóttir á píanó, Hörður
Áskelsson á orgel, Roar Kvam
á trompet, Lárus Zophoníasson
á comet, Árni Árnason á
trompet, Jóhann Baldvinsson á
básúnu og Árni Árnason á
básúnu.
Einsöngvarar eru Anna María
Jóhannsdóttir, Guðmundur
Stefánsson, Guðrún Kristjáns-
dóttir, Gunnfríður Hreiðars-
dóttir og Þórunn Ólafsdóttir.
Stjórnandi er Jón Hlöðver
Áskelsson.
Efnisskrá er mjög fjölbreytt
og samanstendur hún af lögum
eftir eftirtalda höfunda: Cesar
Bresgen, Pál ísólfsson, Karl O.
Runólfsson, Arthur Sullivan,
Carl Bohm, Ingunni Bjarna-
dóttur í Kyljarkoti, Pál H. Jóns
son, Mendelsohn og M. Prae-
torius.
Á milli þátta verður leikið á
orgel og blásturhljóðfæri Fan-
fare eftir Buxtehude undir
stjórn Roars Kvam.
Aðgöngumiðar eru til sölu í
Bókabúðinni Huld, og þar geta
styrktarfélagar kóranna einnig
fengið miðum skipt á milli daga.
( Fréttatilky nning )
vill Dagur vinsamlega biðja að
fara aðrar leiðir sér til tekju-
öflunar. En jafnframt vill blað-
ið spyrja þá, sem auglýsa í þess-
um svokölluðu auglýsingablöð-
um, hvort ekki sé hreinlegra að
gefa aura, því að í þessum aug-
lýsingasneplum hafa þær lítið
sem ekkert auglýsingagildi.
HANN GAF HRÖFNUNUM
Sálmasöngurinn frá vígslu-
athöfninni í Innbænum heyrð-
ist út á götu í kyrru skammdeg-
inu á sunnudaginn. Og á meðan
gömul kirkja var drottni helguð
á ný með söng og bænum, gekk
stórvaxinn maður með skinn-
húfu á liöfði og poka í hendi
fram á ísinn litlu sunnar og leit
eftir fuglum. Síðan opnaði hann
poka sinn, tók úr honum brauð,
braut það og kastaði því í snjó-
inn. Hrafn kom aðvífandi og
sveiflaði sér glaðlega yfir mann
inum, en tók síðan þakksamlega
til matar síns. Þótt hvorki hafi
fuglar póst eða súna, liðu ekki
nema fimm mínútur þar til 35
hrafnar neyttu þarna máltíðar,
ásamt þrem veiðibjöllum. Þótt
hér væru vargfuglar, og af flest
um illa þokkaðir, var þeim af
góðum liuga gefin máltíð á helg
um degi, og eru ekki góðverkin
guði til dýrðar?
fallegri útgáfu og er þetta þriðja
bindið í ritsafni Jóhanns, sem
verið er að gefa út.
Um Brazilíufarana þarf ekki
að fara mörgum orðum, því að
flestir fullorðnir menn hafa les-
ið bókina. Sagan er furðusaga
um fjóra unga menn úr Eyja-
firði og Þingeyjarsýslu, sem
„lögðu land undir fót“ og fluttu
til Brazilíu, undralandsins hinu
megin á hnettinum. Ferðalag
fjórmenninganna og ævintýrin
í fyrirheitna landinu, sem þeir
rata í, eru ótrúleg. En alla erfið-
leika sigra þeir þó að lokum
með karlmennskií og hyggind-
um.
Brazilíufararnir eru 426 blað-
síður að stærð og útgáfan hin
smekklegasta. — Útgefandi er
Edda, Akureyri. Q
*S(<wtr ctftáir oí lífitúdíl
..5.H9 m»íf h » » s nm
Varaðu þig!
ÓLAFUR Ásgeirsson lögreglu-
þjónn á Akureyri, hefur dvalið
á Englandi undanfarna mánuði
og fylgist vel með landhelgis-
deilunni. Fyrst í stað, segir
Ólafur í bréfi til blaðsins, virtist
almenningur lítið vita um land-
helgisdeiluna, en þegar á leið
fóru að berast meiri fréttir af
brezkum togurum á íslandsmið-
um og fór þá áhuginn að vakna
hjá almenningi.
Þessi teiknimynd birtist í
Daly Mail hinn 27. nóvember.
Siglósildin farin um bcrð í skip
Siglufirði, 11. des. Þriggja vikna
ótíðarkafli hefur komið í veg
fyrir sjósókn, enda daufur afli.
Vegir eru lokaðir, en Drangur
kemur tvisvar í viku og er það
mikil bót. Svo fljúga Vængir
hingað þegar fært er og nú mun
flugvöllurinn verða mokaður
svo að flug getur hafizt á ný.
Lokið er í bráð vinnu við
niðurlagningu Siglósíldar og
búið áð afgreiða þá síld, sem
lofað var. Var síðasta tímann
unnið langt fram á kvöld, til að
geta skilað tilskyldu magni.
Verður nú eitt hlé á niðurlagn-
ingu.
Snjór hefur ekki verið til-
finnanlega mikill hér í Siglu-
firði, en hér vesturundan er
fannfergi mikið, meira en um
áratugi ó þessum árstíma og
allt á kafi.
Hér bar það nýlega við, að
togarinn Hafliði seig að aftan
og settist eins og hundur. Hafði
hlaðizt mikill snjór á skipið,
þar sem það lá bundið við
bryggju, en sjór komst einnig
í það. Sjónum var dælt úr skip-
inu og liggur það nú eðlilega á
sínum stað og bíður þess að
vera sent í brotajárn, ef það fær
ekki önnur verkefni.
Svo eru blessuð jólin að koma
og gagntekur alla. J. Þ.
«