Dagur - 14.02.1973, Side 1

Dagur - 14.02.1973, Side 1
K O P R A L Dagur LVI. árg. — Akureyri, miðvikudaginu 14. febrúar 1973 — 7. tölubl. osið ENN gýs viðstöðulaust í Heima- ■ ey. í gær var veður vont þar og hafði aðeins ein flugvél lent á Vestmannaeyjaflugvelli fyrir há degið. Undirbúinn er flutningur véla og tækja úr verkmiðjum með stórum flutningaflugvélum varnarliðsins. Frá hraunjaðrinum voru síð- degis í gær 180 metrar að Yzta- kletti, 160 metrar að Heima- kletti og 80 metrar að syðri hafnargarðinum. Að öðru leyti var staðan lítið breytt. Vegna frosta hafa miðstöðvar kerfi í mörgum íbúðarhúsum sprungið, en vinnuflokkar eru enn í Eyjum og vinna m. a. við að vatnstæma miðstöðvar íbúð- arhúsa. □ verkfaU” á Sauðárkróki Sauðárkróki 13. febrúar. í gær var hér versta veður og enn verra í dag. Enginn mjólkurbíll kom í gær og ekki er útlit fyrir, að það verði heldur í dag. Verð- r Islandsmeistarar í bridge í heimsókn UM næstu helgi, 17. og 18. febr., koma til Akureyrar íslands- meistararnir í bridge, sveit Hjalta Elíassonar frá Reykjavík, til að spila við Akureyringa. Sveit Hjalta og félaga hans hefur verið með beztu bridge- sveitum landsins á undanförn- um árum. Á laugardaginn spila íslands- meistararnir tvímenningskeppni er hefst kl. 1 e. h., og á sunnu- daginn verður sveitahrað- keppni. Spilað verður á Hótel Varðborg. Frá Bridgefélagi Akureyrar. 86 HJS. SMÁLESTIR AF LOÐNU Á LAUGARDAGSKVÖLD höfðu borizt á land 86.584 lestir af loðnu, á móti tæpum 60 þús. lestum á sama tíma í fyrra. Afla hæsta skipið er Guðmundur frá Reykjavík með 4072 lestir. Þá höfðu 39 skip fengið eitt þúsund tonna afla eða meira. Á Seyðisfirði var búið að landa 18.045 lestum, á Eskifirði 13.461 lest og í Neskaupstað 12.601 lest. ■ um við því að sötra svart kaffi, bæði börn og fullorðnir. Leikfélag Skagfirðinga, ungt félag, frumsýndi fyrra sunnu- dag Allir í verkfall undir leik- stjórn Kristjáns Jónssonar frá Reykjavík. Á leiklistarnám- skeiði félagsins voru 17 nemend ur. Leikendur í Allir í verkfall eru þessir: Kristján Sigurpáls- son, Lundi, Hildur Kristjáns- dóttir, Lundi, Guðjón E. Jóns- son skólastjóri og frú, Sveinn Árnason, Víðimel og frú og María Valgarðsdóttir, Hátúni. Leiknum var ágætlega tekið og þóttu leikendur fara mjög vel með hlutverk sín. Jónas Þór Pálsson gerði leiktjöld. Formað- ur Leikfélags Skagfirðinga er Knútur Ólafsson, Lauftúni. Þrjú þorrablót voru hér í ná- grenni um síðustu helgi. G. Ó. Skíðahótelið í Hlíðarfjalli. VETRARÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ- IN í Hlíðarfjalli tók til starfa fyrir skömmu. Rekstrarfyrir- komulag verður svipað og und- anfarin ár. Þær breytingar hafa orðið á starfsliði, að Sigtryggur Sig- DOLLARANS FELLT f GÆRMORGUN var tilkynnt 10% gengisfelling Bandaríkja- dalsins. Japanska myntin er „fljótandi“ en þýzka markið er óbreytt. Á Norðurlöndum var um það fjallað í gær, hversu með mynt- ir þessara þjóða skuli farið. En ýmsir spáðu því, að íslenzka krónan yrði felld um 10%. Q DAGUR kemur næst út 21. febrúar. Einí raoir i myrKri cg mm Ilrísey 13. febrúar. Hér er hið versta veður, búið að vera raf- magnslaust síðan kl. 10 í gær- EKKERT lát er enn á stórhríð- inni, sagði Jóhannes Haralds- son, fréttamaður Dags á. Dalvík í gærmorgun. En brim er ekki jnjög mikið hér á Dalvík og fer sæmilega vel um bátana hér í höfninni. Öðru hverju sést hér fram á höfnina, en þess á milli hverfur allt í hríðarkófinu. Við erum rafmagnslaus síðan í gærkveldi og þykir ekki gott. Við höfum að vísu heitt vatn til upphitunar, en þar þarf raf- magn einnig að koma il, því að vatninu er dælt upp. Svona erum við háðir raforkunni. Skaftafell liggur hérna fram á víkinni og bíður þess að geta lágt að, til að taka frosinn fisk. Komin er feiknamikil fönn. Mjólk, sem sótt var í sveitina á sunnudaginn, og svo var lagt af stað með hana á jarðýtusleða í morgun, áleiðis til Akureyrar. Mjólkurlaust var hér á Dalvík í gær, en Drangur á að koma með hana eftir hádegið. Börnin komu ekki í Húsa- bakkaskóla eftir helgina. Hér á Dalvík var skóli part úr degi í gær, en enginn í dag. kveldi, símalaust einnig, kalt og dimmt. Illa að okkur búið með rafmagnið. í morgun var byrjað að keyra litla mótorrafstöð hér í eynni og skipta rafmagninu. Hætt er við að þegar hafi orðið skaðar af frosti í miðstöðvum húsa hér í Hrísey. Enn er það þó tæpast komið í ljós að fullu. Skaflar eru orðnir stórir. Tjón af völdum óveðurs hafa ekki orðið á bátum eða mann- virkjum, nema það, er að fram- an greinir. S. F. tryggsson mun í vetur veita skíðalyftunni forstöðu og Júní- us Björgvinsson er forstöðu- maður Skíðahótelsins. í sumar og haust hfeúr verið unnið mikið að lagfæringum og endurbótum bæði á skíðaleiðum og mannvirkjum í Hlíðarfjalli. Meðal annars er búið að setja upp grilltæki í eldhúsi hótelsins ásamt ýmsum fleiri lagfæring- um. Á síðasta vetri gistu um 1200 skólanemendur víðsvegar af landinu í Skíðahótelinu. Gert er ráð fyrir meiri fjölda í vetur. Aðsókn utanbæjarskóla eykst ár frá ári. Þá er töluverð hreyf- ing í þá átt að flytja Sunnlend- inga til Akureyrar til skíða- iðkana. í því skyni hefur verið efnt til sérstakra ferða frá Reykjavík og munu ferðaskrif- stofur á höfuðborgarsvæðinu hafa skipulagningu þeirra ferða með höndum. Nokkur meiri háttar skíða- mót fara fram í Hlíðarfjalli í vetur, og ber þar hæst Her- mannsmót, er fer fram um næstu helgi, 17.—18. febrúar, með þátttöku allra beztu skíða- manna landsins. 1 næstu viku, 19.—24. febrúar, eru fyrirhuguð skíðanámskeið í Hlíðarfjalli bæði fyrir börn og fullorðna. Fyrir hádegi verður námskeið fyrir börn á aldrinum 7—9 ára. Ferð verður úr bænum kl. 9 á morgnana. Kennt á skíðum frá GESTKVÆMT BLADIÐ hafði tal af Inga Tryggvasyni frá Kárhóli, er hann var staddur í Stórutjarnar skóla á þriðjudagsmorgun. Margt var þá í skólanum, því að leiðir lokuðust og fjöldi ferða- manna þar saman komið. Ingi sagði frá á þessa leið: I fyrrinótt munu hafa verið hér um 85 gestir og í nótt álíka margt eða aðeins færra, allt ferðafólk. Stærsti hópurinn voru unglingar frá Akureyri, á heimleið frá Vestmannsvatni, ennfremur 20 aðrir Akureyring ar, ýmist á leið austur eða vest- ur. En hér líður öllum vel, því að gestrisni er hér í ríkum mæli. Geta má þess, að meðal ferðamanna eru tveir læknar og hj úkrunarkonur. í fyrrinótt fóru átta Höfð- hverfingar héðan á jeppa, áleið- is heim til sín um Dalsmynni. Þeim gekk þolanlega þar til kom að 170 metra breiðu snjó- flóði, sem fallið hafði sunnan við Skarð. Gengu þeir þar yfir og komust heim. Sjálfur fór ég ásamt syni mín- um að heiman á sunnudag í logni og heiðskíru veðri, áleiðis til Akureyrar. Þegar kom út í Kinn, brast á með hörkustór- hríð, svo heita mátti ókeyrandi, Varð að síðustu ekki áfram kom ist nema með hjálp jarðýtu. Hér á Stórutjörnum bíðum við þess öll, að komast leiðar okkar, en óvíst er á þessari stundu um framhaldið. Q 9.30—11.30 og komið í bæinn kl. 12. Námskeiðsgjald er kr. 350,00, innifalið 10 tíma kennsla og lyftugjöld. Eftir hádegi er unglinganám- skeið fyrir þá unglinga á aldr- inum 10—15 ára, sem hefðu áhuga á að kynnast keppnis- skíðun. Fyrir þetta námskeið er (Framhald á blaðsíðu 5) ENGIR SKAÐAR í GRÍMSEY Grímsey 13. febrúar. Hér er búið að vera hið versta veður síðan á sunnudagsnótt og enn er dimmt af hríð og stórsjór, en norðaustanstætt. Ekkert hefur orðið að bátum eða mannvirkj- um svo vitað sé. Snjór er orðinn nokkuð mikill. Afli var sæmilegur áður en spilltist. Sjómenn lögðu hrogn- kelsanet og fengu rauðmaga í soðið. Stundum hefur rauðmagi verið veiddur nokkru fyrr, eða um miðjan jánúar. S. S. LÍTIL MJÓLK TIL HÚSAVÍKUR Húsavík 13. febrúar. Ekkert lát er á óveðrinu í dag, en það skall á síðdegis á sunnudaginn. Þó er ekki eins hvasst, en enn meiri snjókoma og dimmviðri. í gær komust aðeins 4 mjólk- urbílar til Húsavíkur, úr Reykjadal, Aðaldal og Reykja- hverfi. Engin mjólk kom úr Bárðardal, Mývatnssveit eða úr Ljósavatnshreppi. í dag er ráð- gert að senda eftir mjólk í Reykjahverfi, en ekki er búist við annarri mjólk í dag, nema veður skáni verulega seinnipart inn. Fólk héðan frá Húsavík, nú veðurteppt í Stórutjarnarskóla, ætlar með hjálp snjóbíls að reyna að koma heim í dag. Rafmagnsskömmtun er hér. Við höfum rafmagn í fjóra klukkutíma en sitjum svo í myrkrinu í tvær stundir. Þ. J.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.