Dagur - 14.02.1973, Qupperneq 7
7
RITSTJÓRI Dags hefur mælzt
til þess, að ég gerði nokkra
grein fyrir starfsemi Bænda-
klúbbs Eyfirðinga í tilefni þess,
að haldinn var afmælisfundur á
Hótel KEA 31. jan. sl. til þess
að minnast 25 ára starfsemi
klúbbsins.
Mér þykir hlýða að verða við
þessu, þó að lítið sé um skráðar
heimilðir, því að Dagur hefur
alla tíð v^rið þessum félagsskap
hlynntur , og greitt götu hans,
baeði méÍ5 því að tilkynna fund-
iná frá' þeim tíma, er hann
breiddist út um héraðið og með
frásögnum um það, sem á fund-
unum gerðist, jafnvel stundum
úrdrátt úr framsöguerindum.
Ég byggi því það, sem hér
kemur fram í fyrsta lagi á mínu
eigin minni og annarra, sem
staríað hafa í klúbbnum frá
stofnun hans, í öðru lagi á því,
sem ég hefi fært í mínar dag-
bækur hverju sinni, nema allra
fyrstu árin og í þriðja lagi á því,
sem skráð stendur í Degi.
Arnór Sigurjónsson fyrrum
skólastjóri á Laugum í Reykja-
dal kenndi við Gagnfræðaskól-
ann á Akureyri veturna 1946—
47, 1947—48 og 1948—49. Hon-
um voru landbúnaðarmál hug-
leikin og hann ræddi um það
við nokkra menn á Akureyri,
sem áður höfðu stundað búskap
eða sinnt öðrum landbúnaðar-
störfum, hvort þeir 'myndu ekki
hafa ánægju af að koma til eins
konar „rabbfunda" um búnaðar
mál. Tóku flestir vel undir þetta
og varð niðurstaðan sú, að
nokkrir menn komu saman í
Rotary-salnum á Hótel KEA til
þess að ræða um tilhögun á slík-
um umræðufundum og ákveða
stað og tíma til fundarhalda. Ég
heimsótti Arnór sl. vetur í
Reykjavík og innti hann eftir
því, sem hann kynni að muna
um tildrögin og fyrstu fundina.
Hann sagðist aldrei hafa skrifað
neitt niður um þetta, en hann
hefði gert þetta til þess að fá
, eins konar „sálufélaga", er vildu
sameiginlega leiða hugann að
þessum málum. Hann minnti að
fyrsti fundurinn hefði verið í
janúar 1948.
Þeir, sem þarna mættu ræddu
þessa hugmynd og ákváðu að
koma saman aftur eftir hálfan
mánuð og skipuleggja þá vænt-
anlega starfsemi.
Segja má, að næsti fundur
hafi verið eins konar stofnfund-
ur þessa félagsskapar. Varð þá
samkomulag um, að þetta yrði
óformlegur félagsskapur, þar
sem hverjum væri heimilt að
vera með, sem áhuga hefðu á að
fylgjast með umræðum um land
búnaðarmál. Ekki skyldi leggja
mönnum neinar skyldur á herð-
,at aðrar en þær að greiða kaffi-
ígjald sitt. Mönnum átti að vera
heimilt E)ð koma í félagið og
fara úr því eftir því, sem þeim
. thentaði, enga gerðabók skyldi
halda, engin skráð lög eða reglu
■igerðir hafa, engin félagsgjöld,
engar ályktanir yrðu gerðar á
pessum fundum, en fylgja
skyldi þeirri óskráðu stefnuskrá
að ræða og fræða um landbún-
aðarmál. Var ákveðið að koma
saman annan hvorn mánudag
kl. 9 að kvöldi.
Arnór tók að sér að útvega
fundarstað og minna menn á
fundina. Varð samkomulag um
að hafa aðeins eitt mál á hverj-
um fundi.
Fyrstu veturna sóttu þessa
fundi frá 10 til 20 manns oftast
tvisvar í mánuði. Nokkrir lærð-
ir og búfróðir menn voru í þess-
um hópi, s. s. Ólafur Jónsson
framkvæmdastjóri, Jónas Krist-
jánsson mjólkurbússtjóri, Hjört-
ur E. Þórarinssoon búfræði-
kandidat, Jón Rögnvaldsson
garðyrkjumaður og Þorsteinn
Davíðsson verksmiðjustjóri.
Auk Arnórs höfðu þessir menn
framsögu á fyrstu fundunum.
Arnór talaði á fyrsta fundinum
um „að búa sér til skemmtun-
ar“. Helga Kristjánsdóttir kona
Arnórs hafði framsögu á einum
fundinum og segist hafa talað
um „uppeldisgildi sveitalífsins".
Fæstir muna nú orðið hvaða
mál þeir innleiddu á þessum
fyrstu fundum.
Þegar ákveðið var, að Arnór
flyttist til Reykjavíkur, var
stungið upp á Ólafi Jónssyni til
að hafa forystu um framhald á
félagsstarfinu, því engir vildu,
að það félli niður. Ólafur færð-
ist undan því að taka að sér að
kalla menn saman til funda, en
lagði til, að formanni Jarðrækt-
arfélagsins yrði falið það. Ég
var þá formaður Jarðræktar-
félagsins og varð samkomulag
um, að þeir sem voru ásamt mér
í stjórn þess, yrðu með í ráðum
um val málefna og framsögu-
manna. Þetta leiddi til þess, að
í raun og veru varð stjórn Jarð-
ræktarfélagsins jafnframt stjórn
Bændaklúbbsins. Aðrir í stjórn-
inni voru þá, Jónas Kristjáns-
son og Jón G. Guðmann bóndi
á Skarði.
Næstu vetur var starfseminni
haldið áfram með sama hætti,
og fór þeim fjölgandi, sem fund-
ina sóttu meðfram af því, að
bændur úr nágrenninu fóru að
leggja leið sína þangað. Stöku
sinnum voru fengnir búfróðir
aðkomumenn til þess að inn-
leiða umræður og svara fyrir-
spurnum.
Þegar ég var kosinn í stjórn
Búnaðarsambands Eyjafjarðar,
varð Árni Jónsson tilraunastjóri
formaður Jarðræktarfélagsins
og jafnframt oddamaður þess-
arar starfsemi. Jónas og Jón
voru áfram í stjórninni og sem
áður styrkar stoðir Bænda-
klúbbsins.
Eftir að farið var að boða til
fundanna í Degi, fór þátttaka
bænda úr héraðinu stöðugt vax-
andi, og var því gert meira að
því að fá ráðunauta Búnaðar-
félags íslands til að innleiða mál
efni og svara fyrirspurnum. Af
því leiddi smám saman, að nokk
urn kostnað varð að greiða
stöku sinnum. Samkvæmt ósk
Jarðræktarfélagsins varð því að
ráði, að Búnaðarsambandið tæki
að sér Bændaklúbbinn. Þá voru
KOMINN er út 23. árgangur
Handbókar bænda.
Að venju hefst bókin á alman
aki, með stuttum ábendingum
varðandi ýmsa þætti búskapar-
ins, þá er skrá yfir helztu stofn-
anir landbúnaðarins og ýmis
Mjög ítarlegar áburðarleið-
beiningar eru að þessu sinni þar
sem verulegar breytingar eru
fyrirhugaðar á tegundum til-
búins áburðar sem gert er ráð
fyrir að verði á markaðnum
næsta vor. Gagnlegar upplýsing
ar eru um bændaskólana og
garðyrkjuskólann.
Þá hefur Árni Jónsson, land-
námsstjóri skrifað um lánaregl-
ur Stofnlánadeildar. Sveinn Ein
arsson, veiðistjóri skrifar um
minkaveiðar. Markús Á. Einars-
son, veðurfræðingur skrifar um
hitafar í lofti, næst jörðu og
frosthættu. Lengsta grein bókar
innar er um grænfóður, tekið
saman af Magnúsi Oskarssyni,
kennara. Stuttar greinar eru frá
tilraunastjórum jarðræktar-
líka farnir að sækja fundina
menn frá næstum öllum bún-
aðarfélögum á sambandssvæð-
inu. Samþykktir um þessa breyt
ingu voru gerðar á aðalfundum
Jarðræktarfélagsins og B.S.E.
1963. Hefur klúbburinn starfað
á vegum Búnaðarsambands
Eyjafjarðar síðan.
Frá 1953 til 1963 hafa verið
7 fundir á ári að meðaltali og
fundarsókn að meðaltali tæp-
lega 90 manns. Frá 1963 til 1970
Ármann Dahnannsson.
voru 5 fundir að meðaltali á ár;
og mættir fundarmenn að meðal
tali rúmlega 110.
Samgönguerfiðleikar hafa
stundum valdið því, að færri
fundir hafa orðið á vetri en
áætlað var.
Það má segja, að flest þau
málefni, sem landbúnaðinn
varða, hafi verið tekin til með-
ferðar á fundum Bændaklúbbs-
ins, og þó ekki hafi verið gerðar
ályktanir, hefur verið vakin
athygli þar á ýmsum nauðsynja
málum, sem síðar hafa verið
gerðar ályktanir um á aðalfund-
um B.S.E., S.N.E., Stéttarsam-
bands bænda og jafnvel Bún-
aðarþingi. Má þar til nefna verð
lagsmál, framleiðslumál, efna-
rannsóknir og tilraunir,
afkvæmarannsóknir, kynbætur
búfjár, fóðurblöndur, áburð, bú
vélar, fræðslumál o. fl. Meðal
annars má rekja þangað upp-
tökin að útgáfu Vasahandbókar
bænda. Þessir fundir hafa
reynzt kjörinn vettvangur til að
auka samstarf og kynni ey-
firzkra bænda og ráðunauta
Búnaðarfélags íslands og for-
ystumanna í landbúnaðarmál-
um víðs vegar um landið.
Stöku sinnum hafa erlendir
stöðvanna, þá eru greinar um
eyðingu illgresis, sáðvöru á
markaðnum, súgþurrkun heys,
loftræstingu peningshúsa og
tæmingu haughúsa.
Nokkuð langur kafli er fyrir
garðyrkjubændur, skrifaður af
Axel Magnússyni, ráðunaut. Þá
er grein eftir Þórarinn Lárus-
son, sérfræðing, um prótein og
steinefni í heyfóðri. Grein er
um lax- og silung eftir Ólaf
Skúlason. Páll A. Pálsson, yfir-
dýralæknir skrifar um alla
helztu svínasjúkdóma, sem vart
INNFLUTNINGUR bifreiða síð
asta ár varð mikill, eins og bú-
ast mátti við. Alls voru fluttir
inn 7.137 bifreiðar og er það
heldur lægri tala en árið 1971,
en þá voru innfluttir bílar alls
7.729.
Af innfluttum bílum 1972
voru fólksbifreiðar flestar, eða
fræðimenn um landbúnaðarmál
komið og flutt erindi á Bænda-
klúbbsfundum.
Þátttaka í umræðum á þess-
um fundum hefur oftazt verið
töluverð og hefur komið fyrir,
að allt að 20 manns hafa tekið
til máls á sama fundi. Oft hefur
verið létt yfir þessum fundum
og stökur látnar fjúka inn á
milli. Bændurnir Jón Bjarnason
í Garðsvík á Svalbarðsströnd og
Aðalsteinn Guðmundsson á
Flögu í Hörgárdal hafa átt hvað
drýgstan þátt í að halda uppi
hressilegum umræðum.
Oftast hafa fundirnir verið á
Hótel KEA, en um skeið voru
nokkrir fundir haldnir í félags-
heimilum sveitanna, Svalbarðs-
eyri, Freyvangi, Sólgarði og Dal
„ELDGOS klýfur íslenzka eyju
í tvennt“. Þannig hljóða forsíðu
fyrirsagnir í blöðunum í Noregi,
eftir eldgosið í Vestmannaeyj-
um. Líklega hefur engin önnur
frétt frá íslandi vakið aðra eins
athygli hér í landi. En það virð-
ist líka svo, að frétt sem þessa
hafi þurft til að svipta þeirri
hulu af íslandi, sem yfir því
hefur legið í norskum frétta-
miðlum. Ein og ein stuna hefur
heyrzt um landhelgismálið,
sennilega vegna þess að norskir
telja sig tapa á því, og virðast
norska menn vanta nær allan
skilning á okkar sjónarmiðum í
landhelgisdeilunni. Það er mik-
ið þekkingarleysi.
Nú eftir gosið birtist grein í
einu dagblaðanna, er fjallaði
einmitt um þekkingar- og skiln-
ingsleysi Norðmanna á íslenzk-
um málefnum. Kom þar fram,
að þótt Noregur væri ein mesta
fiskveiðiþjóð í Evrópu, gæfi sá
útvegur aðeins 10% af þjóðar-
tekjunum. Þeir ættu því erfitt
með að skilja, að íslendingar
ættu svo að segja allt undir
sjávarútveginum.
Þeir menn á íslandi, sem um
þessi mál fjalla, virðast ekki
hafa kynnt þau nægilega hér í
landi, og þar af leiðandi fá þeir
almenning ekki með sér, svo
sem vera myndi, ef málið væri
vel kynnt. Þeir Norðmenn eru
þó til, sem undrast fálæti sinnar
ríkisstjórnar í þessu máli, og
lætur nánast að hún viti vart
um útfærslu ísl. landhelginnar
hefur verið hér á landi. Grein er
eftir Hjört E. Þórarinsson á
Tjörn, sem hann nefnir „Bænd-
ur og náttúruvernd“.
Margar aðrar stuttar greinar
eru í bókinni, skrifaðar af ráðu-
nautum og sérfræðingum, alls
hafa 20 manns lagt til efni að
þessu sinni.
Handbókin er að þessu sinni
431 blaðsíða, hún er prentuð í
Prentsmiðju Jóns Helgasonar,
bundin hjá Bókbindaranum h.f.
Ritstjóri Arnar Guðnason, út-
gefandi er Búnaðarfélag íslands.
5.378, og er þá átt við nýjar, en
notaðar innfluttar voru 767.
í tíu efstu sætunum, þ. e. sem
mest var flutt til landsins voru:
Volkswagen 807, þá Ford 582,
Fiat 458 og Toyota 437. Síðan
koma Volvo-bílar, Landrover,
Saab, Skoda, Moskvitch og
Sunbeam. □
vík, ennfremur einn fundur í
Sjálfstæðishúsinu á Akureyri.
Upphaflega var þessum sam-
tökum ætlað einungis að vera
tómstundagaman uppgjafa-
bænda á Akureyri, en þau hafa
þróazt í þá átt að verða eins
konar fræðslustofnun til að
miðla þekkingu og nýjungum í
búskaparaðferðum til bænda.
Jafnframt hefur þessi starfsemi
orðið til kynningar og miðlunar
á þekkingu og reynslu meðal
bænda innbyrðis, þannig að
þeir hafa getað borið saman
bækur sínar og lært hver af
öðrum. Það, sem m. a. gefur
bendingu um, að hér hafi orðið
eðlileg og æskileg þróun, er
stöðugt vaxandi þátttaka ungra
manna í fundahöldunum. Vafa-
laust finnst þeim og hinum eldri
líka, að sitthvað mætti betur
fara, en þeirra er framtíðin og
möguleikarnir til umbóta.
og þá deilu, sem af útfærslunni
hefur sprottið.
í þessari sömu grein segir
einnig:
„Um fsland vitum við raunar
harla lítið, og minna en .við eig-
um gott með að viðurkennt fyr-
ir sjálfum okkur. Við lifum
einna helzt á tímum víkinga-
aldar, Við tölum um fornsögurn
ar og Snorra, sem við þó gerum
að Norðmanni, þegar færi gefst
á. En okkar mikilvægasta fram-
lag til Snorra var, að við tókum
hann af lífi. Þess vegna brestur
í norskum höfðum nú, þegar
áhuginn beinist að hinu nútíma
lega íslandi. Vissan fyrir því
hefur lengi verið augljós.“ /
En þótt vissan fyrir því hafi
lengi verið augljós, er hún
þekkt af ákaflega fáum, svo
fáum, að furðu sætir. Norðmenn
vita sennilega meira um Viet-
nam en ísland, og það sem þeir
vita er oft byggt á úreltri landa
fræðiþekkingu. Ég hef verið
spurður að því af norskum stúd-
entum, hvernig menn. ferðist
yfir landið, hvort flugvellir
séu til utan Reykjavíkur og
þar fram eftir götunum.
Þekking flestra nær til hvera
og til Surtseyjar, og svo þekkja
menn Loftleðiir. En nú hefur
þessu þó verið snúið dálítið til
réttrar áttar, eftir fréttir þær,
sem fjölmiðlar hafa flutt af eld-
gosinu, og einnig um mikilvægi
hafsins og fiskveiðanna fyrir ís-
lendinga, og um hina miklu ver-
stöð, Vestmannaeyjar. En óskap
legri furðu sætir hin augljósa,
efnalega velferð fólksins á þessu
eylandi, Vestmannaeyjum, eins
og norskir kalla það.
Og eftir að almenningur hefur
séð myndir af gosinu og af Vest
mannaeyjum, fyllist hann af
samúð, og allir vilja hjálpa, og
hjálpa á þann hátt, að það komi
að sem beztum notum. Söfnun
er í gangi um allt land. Fiski-
mannasamtök hafa sýnt söfnun-
inni sérstaklega mikinn áhuga í
orði og verki, svo og margir
þeir, sem á eyjum búa. Munið
Islandssöfnunina má sjá stór-
letrað á fyrstu síðum í blöðum
hér í Álasundi. Og þeim, sem
gefa, virðist áhugamál, að pen-
ingarnir renni beint til bæjar-
stjórnar Vestmannaeyja. Þeir
virðast hafa fengið nægju sína
af ýmsum söfnunum hér í landi,
þar sem hehningurinn hefur svo
farið í kostnað við að ákveða,
hvernig haga skuli því, sem til
er safnað.
Þessa dagana sannast frávik
frá hinu gamla máltæki, að
frændur séu frændum verstir,
því að nú vilja Norðmenn
hjálpa fslendingum og gera það
myndarlega.
Viðar Már Aðalsteinsson.
Handbók bænda 1973 er komin ú!
Innfiulninpr bifreiða árið 1972
Ármann Dalmannsson.
Lfiill pisiill frá Noregi