Dagur - 14.02.1973, Síða 8
s
DAGUR . DAGUR . DAGUR
Vér viljum vekja athygli
á auglýsingasíma okkar,
sem er 1-11-67
DAGUR . DAGUR . DAGUR
Akureyri, miðvikudaginn 14. febrúar 1973
TRÚ-
LOFUNAR-
HRING-
ARNIR
afgr. samdægurs
SMÁTT & STÓRT
og gáfu jafnvel upp nöfn á söku
dólgnum. Eftir að málið varð
upplýst hefur fólk lialdið áfram
að ræða þetta mál og m. a. ósk-
að þess, að nafn hins seka sé
birt. Blaðið getur ekki orðið við
þeim tilmælum, fremur en áður,
að birta nöfn sekra.
FRJALSLYNDIR OG VINSTRI
MENN
Flokkur með þessu fallega
nafni vann sigur í síðustu kosn-
ingum. Hann ætlaði að vinna að
sameiningu allra íhaldsandstæð
inga í landinu — sameina vinn-
andi stéttir í öflugt stjórnmála-
afl í landinu — taka upp mál-
efnalegar og heiðarlegar bar-
áttuaöferðir, uppræta spillingu
íslenzkra stjórnmála. Nú liafa
þessi stjórnmálasamtök, sem
áttu að vera hið eina og sanna
sameiningartákn, klofnað í tvær
fylldngar, sem berjast af heift
sín í milli. Ganga klögumálin á
víxl og Bjarni Guðnason hefur
sagt sig úr þingflokknum. Hvor
flokksparturinn um sig vill hafa
yfirráð yfir blaðinu Nýju landi.
Síðasti Verkamaður, annað
tölublað þessa árs, ber gleggst
vitni þessari baráttu hins mis-
lieppnaða stjórnmálaflokks.
FÓLK A AÐ KVARTA
Hálfur þriðji tugur barna og
unglinga ber Dag um bæinn og
gengur það yfirleitt mjög vel
því að börnin vinna þetta starf
samvizkusamlega. Þegar út af
ber, sem fyrir getur komið, eru
kaupendur beðnir að láta af-
greiðslu blaðsins vita, svo að
unnt sé úr að bæta. Fólk á að
fá sín blöð, sem það greiðir skil-
víslega, en þess er óskað, að það
láti vita þegar vanskil verða, og
er enn einu sinni á þetta minnt.
HROLL SETTI AÐ KONUM
Nokkrar konur urðu fyrir árás
ungs pilts á Akureyri og kærðu
sumar til lögreglunnar, en aðrar
létu kyrrt Iiggja. Eftir að frá
þessu var sagt, setti hroll að
konum og þorðu þær naumast
út úr húsi, eftir að skyggja tók.
En ein konan, sem komst í kast
við pilt þennan, þekkti hann
aftur og komst málið þannig
upp. Fjöímargir liringdu til
blaðsins á meðan á rannsókn
málsins stóð, ræddu þetta mál
Eyfirðinga
Frá Kaupfélagi
KIRKJUR f BÆNUM
Tankvæðing mjólkur-
flutninganna.
Á aðalfundi Mjólkursamlags
KEA vorið 1972 var samþykkt
að hefja skyldi tankvæðingu
m j ólkurf ramleiðslusvæðis
Mjólksamlags KEA. Tankvæð-
ingjn felur í sér, að komið skal
upp kælitönkum á hinum ein-
stöku búum til varðveizlu mjólk
urinnar, jafnframt því sem
Eldur í Snæfellinu
ELDUR varð laus í hásetaklefa
í Snæfellinu á Akureyri sl.
föstudag, þar sem það lá við
Togarabryggjuna. Slökkviliðið
kom þegar á vettvang og slökkti
eldinn. Tjón varð nökkurt, m. a.
af reyk og vatni. Q
mjólkin verður flutt frá búun-
um til mjólkursamlagsins á
tankbifreiðum, sem mjólkursam
lagið kaupir og rekur. Sam-
þykktin fól í sér, að svæðið
skyldi tankvætt í áföngum, en
stjórn félagsins og samlagsráð
ákváðu síðar, í samráði við
bændur í Ongulstaðahreppi og
í Svalbarðsstrandarhreppi, að
þessir hreppar yrðu fyrsti áfang
inn í tankvæðingunni.
Á síðastliðnu ári var unnið
verulegt starf til undirbúnings
tankvæðingunni meðal annars
á þann hátt, að aðstæður voru
skoðaðar á hverju einstöku búi
og bændum leiðbeint um þær
endurbætur, sem þeir þyrftu að
gera á mjólkurhúsum og heim-
reiðum, og ennfremur fór fram
ítarleg athugun á heppilegum
heimilistönkum og tankbifreið-
um. Niðurstaða þeirrar athug-
unar leiddi til, að pantaðir hafa
verið samtals 63 heimilistankar,
þar af 30 Wedholms-tankar frá
Svíþjóð og 33 Múller-tankar frá
Bandaríkjunum, og tvær
tveggja drifa bifreiðir frá Banda
ríkjunum af Chevrolet gerð,
sem búnar verða dönskum flutn
ingatönkum.
Gert er ráð fyrir að tankvæð-
ingin komi til framkvæmda í
umræddum hreppum í júní n. k.
Undirbúningur að byggingu
nýrrar mjólkurstöðvar.
Svo sem kunnugt er hóf Kaup
félag Eyfirðinga byggingu nýrr-
ar mjólkurstöðvar á Lundstúni
ofan við Akureyri vorið 1965.
Vegna ýmissa viðhorfa í land-
slefsia á Akyreyri m
SÍÐdegis á sunnudaginn verður
ráðstefna á Hótel KEA um
byggðamál. Eru það ungir Fram
sóknarmenn, sem þessa ráð-
stefnu halda, og auglýsa þeir
hana á öðrum stað í blaðinu í
dag. En stefna hinna ungu
manna felst meðal annars í
eftirfarandi, sem er upphaf
stefnuyfirlýsingar þeirra:
Samband ungra Framsóknar-
manna telur það eitt af brýn-
ustu viðfangsefna í stjórnmál-
um, að snúa við þeirri óheilla-
þróun undanfarinna áratuga, að
fólkið, yaldið, fjármagnið,
menntunarmöguleikar og þekk-
ingin flytjist að mestu leyti á
einri stað á landinu, Reykjavík-
ursvæðið.
SUF telur því, að framkvæmd
raunhæfrar og markvissrar
Sjöstjarnan sökk
SJÖSTJARNAN frá Keflavík
sökk síðdegis á laugardaginn,
Erfiðir flutningar
ÞÖTT mjólkurflutningar hafi
truflazt nokkuð, er næg mjólk
í bænum. í gær komu mjólkur-
bílar frá Dalvík, úr Hrafnagils-
hreppi og úr Öxnadal og Hörg-
árdal. Víða var rifið af vegum,
en mikið hríðarkóf. Q
um 100 mílur austsuðaustur af
Dyrhólaey. Með henni voru tíu
menn, þar af ein kona, fimm ís-
lendingar og fimm Færeyingar.
Skipið var að koma úr viðgerð
frá Færeyjum. Það var klukkan
tvö, sem tilkynnt var um leka,
er kominn var að skipinu.
Tveim tímum síðar voru allir
komnir í björgunarbáta.
Þrátt fyrir mikla leit á sjó og
úr lofti, hafa bátarnir enn ekki
fundizt, Véður hefur verið vont.
byggðarstefnu þjóðarnauðsyn
og þjóðarskýldu. Markmið
byggðarstefnunhar eigi að vera,
að viðhalda og efla blómlega
byggð um landið allt, tryggja
þannig grundvöll efnalega sjálf-
stæðs velferðarþjóðfélags fyrir
komandi kynslóðir. Að koma á
efnalegu og menningarlegu jafn
rétti þegnanna, hvar á landinu
sem þeir búa, jafnframt því að
krefjast þess að ríkisvaldið hefji
róttækar aðgerðir er snúi þess-
ari óheillaþróun við, og vill
SUF vekja á því sérstaka at-
hygli, að einnig verður að koma
til meiri áhugi og meiri sam-
staða íbúa landsbyggðarinnar.
Samband ungra Framsóknar-
manna hyggst halda fundi eða
ráðstefnur um byggðamálin í
öllum kjördæmum landsins inn-
an tíðar. Má eflaust ætla, að
málflutningur þess og áhugi
vekji menn til aukins áhuga á
málinu, auk þess fróðleiks, sem
þar mun fram koma um byggða
málin almennt. Q
búnaðarmálum á þeim tíma
varð að hætta við framkvæmd-
ina á árinu 1966, en þá hafði
hluti kjallara verið steyptur
ásamt strengjasteypubitum og
súlum í aðalhæð hússins.
Á aðalfundi Mjólkursamlags
KEA vorið 1972 var samþykkt,
að hafinn skyldi undirbúningur
að því að hefja framkvæmdir að
(Framhald á blaðsíðu 5)
Glerá skiptir Akureyrarkaup-
stað í tvær kirkjusóknir og er
Lögmannshlíðarsókn norðan ár-
innar með á þriðjp þúsund íbúa,
en var áður hluti Glæsíbæjar-
hrepps. Hrafnagilskirkja var
fyrir eina tíð flutt til Akureyr-
ar, en þá þóttu Akureyringar
miðlungi kristilegur söfnuður.
Þessi gamla og fyrsta kirkja
(Framhald á blaðsíðu 2)
Sæmilepr afli Ólafsfjarðááfa
Ólafsfirði 13. febrúar. Þetta er
þriðji stórhríðardagurinn og er
þetta versta veðrið, sem komið
hefur á vetrinum, norðaustan
hvassviðri og hríð, blindbylur.
Öfærð er komin og svona á tak-
mörkum, að börnin komist í
skólann vegna óveðurs.
Hér inn fjörðinn leiddi
mikinn sjó, eins og jafnan í
þessari átt, þannig að ég held
að engu skipi hafi verið fært inn
fjörðinn á sunnudaginn, en þá
var veðrið harðast. Hafnarvörð-
urinn sagði mér áðan, að það
gerði ekki betur en Drangur
kæmist hingað inn í dag.
Reitingsafli hefur verið hjá
bátunum undanfarið. Róðrar-
veður var sérlega hagstætt í
Fréltárél úr
Stórutungu 9. febrúar. í dag er
jarðsungin að Lundarbrekku
Jóninna Þuríður Jónasdóttir.
Hún var fædd að Lundarbrekku
22. marz 1888, dóttir hjónanna
Jónasar Jónssonar frá Baldurs-
heimi og Jakobínu Jónsdóttur
frá Garði við Mývatn. Þau
fluttu að Lundarbrekku 1879 og
bjuggu þar allan sinn búskap.
Síðast stóð Jóninna fyrir búi
með föður sínum til 1924. Síðan
hefur hún dvalið á Lundar-
brekku, hjá syni sínum, Sigurði
Baldurssyni, á meðan hans naut
við, en hann dó af slysförum
janúarmánuði. Róðrarfjöldi hjá
minni bátunum var því óvenju-
lega mikill. Anna fór t. d. 23
róðra í þeim mánuði og er það
meiri róðrarfjöldi en nokkru
sinni áður á þeim bát. Aflinn
var bara sæmilegur, minni síð-
ustu dagana fyrir óveðrið, en þá
var verra sjóveður. Stærri bát-
arnir eru Sigurbjörg og Stíg-
andi. En senn verður sent eftir
öðrum japanska skuttogaran-
um, sem verið er að smíða.
Stígandi kom á föstudags-
kvöldið með 25 smálestir eftir
stutta útivist. Sigurbjörg hefur
verið að lóna útifyrir, án þess
að geta veitt. Hún kemur vænt-
anlega í dag með 30 smálestir.
B. S.
Bárðardal i
árið 1955. Það var henni og öll-
um öðrum mikið harmsefni. Síð-
an hefur hún verið á vegum
ekkju hans og sona þeirra. Hún
var heilsuveil hin síðari ár.
Jóninna var greind kona í bezta
lagi, einbeitt um skoðun og
háttu.
Veður hafa verið breytileg
síðasta tímann, snjógrunnt er
þó, en svellað og léleg fjárbeit.
Vegir eru greiðfærir og hjarnið,
þar sem svo hagar til. Meiri
snjór er til heiðarinnar, ekki þó
venju fremur, miðað við árs-
tíma. Þ. J.