Dagur - 04.07.1973, Side 2

Dagur - 04.07.1973, Side 2
2 Nýja Miklabæjarkirkjan í SkagafirSi EINS og kunnugt er af fréttum brann Miklabæjarkirkja í Skagafirði á sl. vetri. í brunan- um eyðilögðust gamlir og verð- mætir kirkjugripir, sem mikil eftirsjá var að. Kirkjan sjálf var allgömul orðin, frá 1894, og komin á fall- anda fót. En þar sem Blönd- hlíðingum a. m. k. mun ekki hafa þótt annað hlýða en að Miklibær yrði áfram kirkju- staður voru tveir kostir fyrir hendi: að gera við hina gömlu kirkju svo að til frambúðar yrði eða að byggja nýja. Skoð- un á kirkjunni var gerð árið 1966, af Finni Ámasyni, eftir- litsmanni með kirkjustöðum, og leiddi hún það í ljós, að viðhlýt- andi viðgerð á kirkjunni mundi verða mjög kostnaðarsöm. Var því horfið að því ráði, að reisa nýja kirkju. Framkvæmdir við kirkjubygg inguna hófust í júlí 1970 og um sl. mánaðamót var þeim lokið, ásamt frágangi á lóð. Margir lögðu að sjálfsögðu hönd að því verki, sem hér hef- ur verið unnið og er ekki unnt að geta þeirra allra. Arkitekt var Jörundur Pálsson, bygginga meistari Guðmundur Márusson frá Bjarnastöðum, yfirsmiður Ingólfur Þorsteinsson, Ásgarði, múrararnir Þórir Bergsteinsson og Þorsteinn Björnsson lögðu flísar í gólf og gengu frá grunni og sperrustöplum, Pétur Pálma son verkfræðingur á Akureyri sá um vinnuteikningar, Bjarni Jónsson rafvirki á Sauðárkróki lagði raflagnir, vélsmiðjan Logi á Sauðárkróki smíðaði járna- og burðarvirki í kirkju og turn, trésmiðjan Borg á Sauðárkróki smíðaði prédikunarstól, bekki, hurðir o. fl., Sigurður Helgason steinsmiður í Reykjavík smíð- aði altari og skírnarsá úr ís- lenzkum grásteini, Haukur Stefánsson og Jónas Þór Páls- son málarar á Sauðárkróki mál- uðu kirkjuna utan og innan, Marteinn Davíðsson listmúrari skreytti kirkjutröppur og klukknastöpul, Aðalsteinn Stein dórsson sá um skipulagningu og frágarig lóðar. En aflvakinn að baki þessum framkvæmdum voru svo að sjálfsögðu sóknar- börnin, með sóknarnefndina (form. Magnús Kr. Gíslason á Vöglum) og byggingarnefndina (form. Hólmsteinn Jóhannesson á Þorleifsstöðum) í broddi fylk- irigar og svo ekki hvað sízt sóknarpresturinn á Miklabæ, sr. Sigfús J. Árnason. Síðastliðinn sunnudag, 3. júní, vígði svo biskupinn yfir íslandi, hr. Sigurbjöm Einarsson, hina nýju kirkju, en sr. Sigfús J. Árnason þjónaði fyrir altari. Við upphaf athafnarinnar var gengið í skrúðgöngu til kirkju og báru byggingarnefndar- og sóknarnefndarmenn helga muni kirkjunnar. Kirkjukór Mikla- bæjar- og Flugumýrarsóknar annaðist söng við vígsluna und- ir stjórn Jóhönnu Sigríðar Sig- urðardóttur, prestsfrúar á Miklabæ. Þá sungu og nokkrir menn úr karlakórnum Heimi. Fjölmenni var við vígsluna og m. á. voru þar mættir prest- ar úr nágrannabyggðum. Að lokinni vígsluathöfninni var gestum boðið til höfðing- legra veitinga í félagsheimilinu Héðinsminni og sáu konur úr söfnuðinum um þær. Þar fluttu stuttar ræður biskup, sóknar- prestur og formaður sóknar- nefndar. Hin nýja Miklabæjarkirkja er að öllu veglegt hús og vandað og umhverfi hennar frábærlega vel frá gengið og snyrtilegt. Er hún talandi vottur um að enn eru, sem betur fer, í fullu gildi þau orð Hjálmars skálds frá Bólu, að „miklu fá orkað í mann vina höndum samlynd tryggða- tök.“ Magnús H. Gíslason. Breyting á nafnskírteinunum ÁKVEÐEÐ hefur verið að gera ýmsar breytingar á nafnskrí- teinakerfinu, í þeim tilgangi að hamla gegn misnotkun í sam- bandi við skírteini. Framvegis verða öll nýútgef- in og endurútgefin skírteini plasthúðuð, áður en Hagstofan lætur þau af hendi. Með þessu á að vera loku fyrir það skotið, að menn geti falsað fæðingarár eða aðra áritun á skírteini eða skipt um mynd á því. Tilraunir í á átt leiða, eftir þessa endur- bót, til þess eins, að nafnskír- teinið eyðileggst. Auk þess verða skírteinin hentugri í ndtk un, og ending þeirra eykst til mikilla muna. Þá hafa og verið settar nýjar og strangari reglur til varnar því, að ungmenni, sem segjast hafa týnt nafnskírteini, geti svikið út nýtt skírteini með eig- in mynd, en á nafni annars, eldra ungmennis. Einstaklingur á 12—25 ára aldursbili fær fram vegis ekki útgefið nýtt nafn- skírteini á Hagstofunni, nema með honum mæti karl eða kona, Frá Golfklúbbi Akureyrar UM síðastliðna helgi fór fram hin svokallaða Junior Chamber keppni. Urslit urðu þau, að Hörður Steinbergsson sigraði bæði með og án forgjafar. Ann- ar, án forgjafar, varð Sævar Gunnarsson og annar, með for- gjöf, var Tómas Sigurjónsson, eftir harða úrslitakeppni við Árna Jónsson. Næst á dagskrá hjá Klúbbnum er svo Akureyr- armót í golfi og hefur verið rað að niður í ráshópa: Fyrsti ráshópur (kvennaflokk- ur) kl. 16.00: 1. Jóhanna Jóhannsdóttir. 2. Karólína Guðmundsdóttir. 3. Margrét Jóhannsdóttir. Meistarafl. karla kl. 17.30: 1. Björgvin Þorsteinsson. 2. Gunnar Þórðarson. 3. Sævar Gunnarsson. KI. 17.40: 1. Gunnar Sólnes. 2. Ragnar Steinbergsson. 3. Hörður Steinbergsson. Kl. 17.50: 1. Þengill Vaidimarsson. 2. Bragi Hjartarson. 3. Árni Jónsson. 1. flokkur — kl. 18.05: 1. Haukur Jakobsson. 2. Eggert Eggertsson. Kl. 18.15: 1. Sigtryggur Júlíusson. 2. Sigurður Ringsted. 3. Jón Steinbergsson. 2. flokkur — kl. 18.30: 1. Tómas Sigurjónsson. 2. Sveinbjörn Sigurðsson. Kl. 18.40: 1. Rafn Gíslason. 2. Jóhann Guðmundsson. 3. Heimir Jóhannesson. 3. flokkur — kl. 18.50: 1. Sigurður Stefánsson. 2. Tryggvi Sæmundsson. •3. Sveinn Sigurgeirsson. Unglingaflokkur — kl. 19.00: 1. Konráð Gunnarsson. 2. Sigurður G. Ringsted. 3. Karl Frímannsson. Ef fleiri klúbbfélagar hyggja á þátttöku í móti þessu, eru þeir beðnir að hafa samband sem fyrst við Arnar Einarsson í síma 11382. Menn eru beðnir um að mæta tímanlega vegna breyt- inga, sem gætu orðið á rásröð. Reynt verður að hliðra til fyrir þá keppendur, sem vegna vinnu eða annarra löglegra orsaka geta ekki mætt á tilsettum tíma. Q sem með undirskrift sinni ábyrgist, að hann sé sá, sem hann segist vera. Ábyrgðarmað- ur skal hafa náð 30 ára aldri, vera búsettur hér á landi, og hann verður að sanna, hver hann er, með framlagningu vegabréfs eða ökuskírteinis. Verði ábyrgðarmaður uppvís að því að hafa látið í té rangt vott- orð, verður mál hans umsvifa- laust sent dómstóli til með- ferðar. Einstaklingar á 12—25 ára aldursbili, sem óska að fá út- gefið nýtt nafnskírteini, skulu framvegis afhenda 2 eins mynd- ir af sér, og er önnur þeirra fest á beiðnina, áður en ábyrgð- armaður ritar vottorð sitt á hana. Loks er það einn liður í þess- um aðgerðum, að framvegis fæst endurútgefið skírteini ekki afhent fyrr en daginn eftir að beiðni um það var borin fram. Með þessu fæst svigrúm til að rannsaka réttmæti beiðnar, ef ástæða er til. Innan skamms verða gerðar hliðstæðar breytingar á þeim reglum, sem gilda utan Reykja- víkursvæðis um móttöku beiðna um endurútgáfu nafnskírteina. Aðrar breytingar á nafnskír- teinakerfinu, sem krefjast breyt inga á gildandi lögum, eru í undirbúningi, og verða tillögur þar að lútandi væntanlega lagð- ar fyrir næsta Alþingi. (Fréttatilkynning frá Hagstofu íslands) TAPAÐ E YRN ALOKKUR Stór si'lfur-eyrnalokkur tapaðist s. 1. föstudags- kvöld. Góð fundarlaun. Skilist á afgreiðslu Dags. Gleraugu töpuðust. Finnandi vinsamlegast skili þeim á úrsmíða- vinnustofu Jóns Bjarnasonar. Fréttatilkynning frá Alþýðubandalaginu » í Neskaupstað Á AÐALFUNDI Alþýðubanda- lagsins í Neskaupstað, sem hald inn var 25. júní 1973, var sam- þykkt eftirfarandi ályktun um brottför hersins og endurskoð- un á afstöðunni til NATÓ. Er ályktun þessi hér með send fjöl miðlum með ósk um, að þeir kynni hana. „Aðalfundur Alþýðubanda- lagsins í Neskaupstað, haldinn 25. júní 1973, lýsir yfir ánægju sinni yfir, að nú skuli hafin framkvæmd á ákvæði stjórnar- sáttmálans um brottför hersins. Heitir fundurinn á ríkisstjórn- ina að sjá til þess, að allur her verði á brott af landinu fyrir árslok 1974. Jafnframt skorar fundurinn á ríkisstjórnina að endurskoða afstöðu sína til Atlantshafs- bandalagsins og losa þjóðina úr því svo fljótt sem samningar leyfa.“ Jón Rögnvaldsson MINNINGARORÐ JÓN RÖGNVALDSSON, garð- yrkjumaður, vinur minn, er fallinn í valinn, er fallinn í skaut jarðar, sem hann elskaði og fórnaði öllum sínum kröftum fyrir. Okkur ber að minnast hans og þakka honum af alhug hans mörgu og miklu störf fyrir gróð ur jarðar. Ég minnist hans árin í Fífil- gerði, þar sem hann, og hans fólk, vann af alhug og fómfýsi. Svo komu árin á Akureyri: Óþrotlegt var það starf, sem hann vann fyrir bæinn og Lysti garðinn og Grasagarðinn sinn. Bærinn ber þess merki. Jón var tryggur og vinfastur, reiðubúinn að hjálpa er á lá. Jón fór víða um byggðir lands ins, leiðbeindi og veitti fræðslu og aðstoð í garðyrkju og gróðri jarðar, sem var hans hjartans Tilboð óskast í ÁS II, Glerárhverfi, lítið ein býlishús. Til sýnis næstu daga milli kl. 8—10. HÚS TIL SÖLU. íbúð í raðhúsi við Furu- iund 15, selst fokhelt. Uppl. veitir Guðmund- ur Jónsson, Langholti 22, eftir kl. 7 s. d. eða á byggingarstaðnum frá 1 til 6 næstu daga. Einstæð móðir, sem er á götunni, óskar eftir HÚSNÆÐI, má vera aðeins herbergi. Uppl. hjá Helgu Jóns- dóttur lijá Hjálpræðis- hernum fram á föstudag Reglusamur ungur mað- ur óskar eftir að leigja herbergi í sumar. Sími 2-10-78. Til sölu einbýlishús í smíðum við Hraungerði 6, selst foklielt. Uppl. í síma 1-13-00. mál. Frægastur varð hann fyrir Grasagarð sinn, með búsundir plantna, um víða veröld. Bróðir Jóns starfaði með honum öll ár, góður bróðir. Jón barðist fyrir endurreisn garðyrkjuskóla í Gróðrarstöð- inni. Hóf námskeið í garðyrkju- kennslu. Maður vonaði að af þeirri byrjun risi skólinn í Gróðrarstöðinni. Jón lagði grundvöll við valdamenn: Al- þingi og bæjarstjórn. Við þökk- um það sem gert er í þessu máli öllu til stuðnings og virðingar. Það ber ávöxt, Guð gefur það. Við gleymum aldrei Jóni og þeim bræðrum alla þeirra bar- áttu. Starfsemi fyrir Akureyrar- bæ og Norðurland allt. Það verður aldrei fullþakkað. Vertu sæll, vinur, Guði falinn og þín áhugamál. Halldóra Bjarnadóttir. - Sumaríþróttaliátíð (Framhald af blaðsíðu 8) minton milli Húsavíkur og Ak- ureyrar Skíðamót verður hald- ið í Hlíðarfjalli um kvöldið miðvikudaginn 11. júlí. Keppt verður í handknattleik um síð- ari helgina. Sjóferðafélag Ak- ureyrar gengst fyrir sýningu á Akureyrarpolli og gefur bæjar- búum kost á að sigla um Poll- inn. Á föstudaginn lj3. júlj kem- ur hingað til bæjarins 50 manna hópur fimleikafólks frá Norð- urlöndum, allt úrvals fimleika- fólk, og sýnir hér um kvöldið, og stendur sýningin yfir í tvo tíma. Þar gefst bájjarbúum kostur á að sjá eitt færasta fimleikafólk Norðurlanda sam- ankomið. Að síðustu skal nefnt, að frjálsíþróttamót verður háð á þriðjudagskvöldið á íþróttavell- inum og þar keppa unglingar 13—14 ára og 12 ára og yngri. Foreldrar eru hvattir til að koma og fylgjast með skemmti- legum leik barnanna. Að öllu þessu samantöldu, sem er nánar tilgreint í aug- lýsingum, má sjá að víða er gripið niður og er von, að há- tíðin verði vel sótt og af sem flestum hér í bæ og úr nær- sveitunum. (Fréttatilkynning).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.