Dagur - 11.07.1973, Blaðsíða 8
DAGUR . DACUR . DAGUR
Vér viljum vckja athyglí
á augiýi>mgasíma okkar,
sem cr 1-11-87
DAGUR . DAGUR . DAGUR
AGUK
Akureyri, miðvikudaginn 11. júlíí 1973.
Demants-
hringar.
Wlikið
úrval.
Verð frá kr.
2.000.
SMÁTT & STÓRT
Nýi báturinn Eyrún EA 157 í reynsluferö.
áfor frá Siippsföðinni á Akureyri
í DAG afhenti Slippstöðin h.f.
24 brúttórúmlesta tréfiskiskip
til Árna Kristinssonar, Mikaels
Sigurðssonar og Tryggva Ingi-
marssonar, Hrísey.
Skipið hlaut nafnið „Eyrún
EA-157“ og er 15,80 m á lengd
og 4,35 m á breidd. Skipið er
búið öllum nýjustu tækjum og
er aðalvél af gerðinni SCANIA-
VABIS 230 hö. Vindukerfi er
frá Vélaverkstæði Sig. Svein-
björnssonar, togvinda er 4 tonn,
línuvinda 20 tonn og bómuvinda
0.5 tonn. Kraftblökk er af gerð-
inni RAPP 19R ca. 900 kg. Stýr-
isvél af gerðinni BRUSSELLE
og radar af gerðinni KELVIN
HUGES 36 mílna með rafeinda-
stýrðum fjarlægðarhring. Tveir
dýptarmælar af SIMRAD-gerð
og tlastöð af gerðinni SAILOR
S.S.B.: . .
' „Eyrúft" heldur strax á hand-
færaveiðar frá heimahöfn sinni,
Hrísey.
Það fsérist nú mjög í vöxt að
konur hasli sér völl í þeim
starfsgreinum, sem til skamms
tíma hafa ekki verið taldar við
kvenna hæfi.
Það telst þó enn til tíðinda
þegar ung stúlka hefur nám í
járniðnaði a. m. k. hér á Akur-
eyri. Nýlega byrjaði Hugrún
Hugadóttir nám í rafsuðu í
Slippstöðinni h.f., en rafsuða er
nú orðin sérstök iðngrein inn-
an járniðnaðarins og tekur nám
ið tvö ár og veitir rétt til inn-
göngu í Sveinafélag járniðnað-
armanna.
Þetta starf krefst bæði ná-
kvæmni og leikni og ætti ekk-
ert að vera því til fyrirstöðu að
konur gegni því, enda lætur
Hugrún vel af og hyggur gott
til fanga í járniðnaðinum.
Slippstöðin h.f. hyggst ráða
fleiri konur til rafsuðunáms ef
þær hafa áhuga. (Fréttatilk.).
Þakkar LÁ fyrir heimsóknina
Hugrún Hugadóttir
í rafsuðunámi.
Vopnafirði 9. júlí. Fyrsta lax-
veiðivikan í Selá varð allgóð og
lofar góðu, ennfremur voru
fyrstu veiðimennirnir í Vestur-
dalsá heppnir. Um Hofsá veit
ég ekki, óvíst að þar sé hafin
laxveiðin.
Ég vil biðja Dag að færa Leik
félagi Akureyrar þakkir fvrir
að koma hingað með Klukku-
strengi Jökuls Jakobssonar og
sýna þá hér í Vopnafirði. Veit
ég, að þar mæli ég fyrir munn
margra og vil ég óska, að LA
komi hingað aftur sem allra
fyrst.
Sláttur er hafinn á tveimur
bæjum, en nokkuð vantar á, að
heyskapur hefjist almennt, því
að túnin voru nauðbeitt langt
fram á sumar, vegna þess hve
seint greri í úthaga. En túnin
eru óskemmd og geta því gefið
góða uppskeru þótt seint verði.
Fiskaflinn er ekki eins mikill
og í fyrra, en þó nokkur og at-
vinna er ágæt við frystihúsið.
Nú er með langmesta móti
byggt af hlöðum og fjárhúsum,
og fjárhús eru nýbyggð með
áburðarkjöllurum, sem auðvelt
er að tæma, Þ. Þ.
SILUNGAKLAK VIÐ
MÝVATN
Veiðiréttareigendur brugðu
fljótt við er minnzt var á veiði-
skap í Mývatni og Laxá í síð-
asta blaði og rætt um ofurlitlar
breytingar á nýtingu vatna-
fiskanna.
Dagbjartur bóndi í Álftagerði
bað fyrir þá leiðréttingu, að sil-
ungaklak hefði verið stundað í
Mývatnssveit flest árin frá 1905,
fyrstu árin raunar á frumstæð-
an hátt, og svo væri í ráði að
stórauka klakið þar.
Ennfremur sagði hann þau
tíðindi, að veiði væri lítil og
virtist þriggja ára silunginn
vanta, og myndi klakið í vatn-
inu hafa misfarizt að miklu
leyti fyrir þremur árum, enda
hefði þá verið óáran í vatninu.
Hinsvegar yrði nokkuð vart við
eins og tveggja ára silung og
svo eldri silung en þriggja ára.
ATHUGASEMD
Jón H. Þorbergsson á Laxamýri
biður fyrir athugasemd eða við-
bót við umræður síðasta Dags
um laxveiði og hindrun á lax-
göngu í Laxá.
í fyrsta lagi segir liann, að á
síðari árum hafi breyting á orð-
ið við Æðarfossa, neðantil í
Laxá. Þar renni Laxá fram af
hrauninu í fjórum kvíslum og
séu þrjár þeirra laxgengar en
sú fjórða og vatnsminnsta ekki.
I öðru lagi segir Jón, að fyrir
hans tilverknað hefjist nú lax-
veiðin 10 dögum síðar en áður
var siður í neðsta liluta Laxár.
Þar sé ekki leyfð veiði lengur
en til 31. ágúst, eða nokkru
skemur en í ánni ofanverðri.
ILLA FARIÐ MEÐ HEYIÐ
Allmargt fé sækir á öskuhauga
bæjarins og gæðir sér þar m. a.
á heyinu, sem þangað er flutt
af lóðum bæjarbúa. Blaðinu
liefur verið bent á, að betri væri
sá báttur, að flytja heyið á liina
mörgu og stóru uppblásnu mela
á Glerárdal og myndu þeir þá
gróa upp. Hvort unnt er að
koma þessu svo fyrir með liægu
móti, er blaðinu ekki kunnugt,
eða um áhuga á því, en kemur
hér með hugmyndinni á fram-
færi.
FRÖNSK FYNDNI
Leikfélag Reykjavíkur sýnir
franska gamanleikinn Fló á
skinni á Akureyri og hóf sýn-
ingar fyrir hálfum mánuði. Síð-
an hefur verið uppselt á hverja
sýningu. Akureyringar og aðr-
ir, sem leikhúsið sækja, virðast
skemmta sér vel. Mun sýning-
um senn lokið. 14 leikarar hafa
hlutverk í þessum leik, flestir
að góðu kunnir.
UMFERÐARSLYSIN
Á AKUREYRI
Næstum í hverju tölublaði Dags
eru frásagnir af umferðarslys-
um á Akureyri. Fyrir skömmu
ritar S. B. grein um málið
og bendir á, með tölulegum rök
um, að Akureyri er liinn mesti
slysabær í umferðarmálum. Töl
urnar frá 1971. Þar kemur fram,
að slys og óhöpp á liverja þús-
und bíla voru á Akureyri 210
á móti 130 í Hafnarfirði, 97 í
Kópavogi og 164 í Reykjavík.
(Framhald á blaðsíðu 4)
FRA LÖGREGLUNNI
Á AKUREYRI
SÍÐDEGIS í gær hafði lögregl-
an á Akureyri þetta helzt að
segja: Frá og.með síðasta mið-
vikudegi hafa sex árekstrar orð
ið í umferðinni í bænum. Þá
lenti réttindalaus ökumaður
bíls eins í árekstri nálægt bæn-
um. Urðu þar skemmdir á bif-
reiðum en ekki slys á fólki. Þá
var annar ökumaður án rétt-
inda tekinn á léttu bifhjóli.
Fangahúsið gistu 17 manns
frá miðvikudegi að telja.
Lögreglan hefur verið að
rannsaka tvö mál, vegna ávís-
anafals, og er annað þeirra upp-
lýst. Var þar um að ræða 20
þúsund króna upphæð og var
bæjarmaður og annar utan-
bæjarmaður viðriðnir málið. Q
SUMARHATIÐIN
FRAMSÓKNARFÉLÖGIN í
þessu kjördæmi efna til mikill-
ar sumarhátíðar um næstu
lielgi, eða dagana 13.—15. júlí.
Verður tilhögun þessi:
Hinn 13. júlí, kl. 21.00, verður
samkoma á Raufarhöfn. Ingi
en hljómsveit Grettis Bjömsson
ar Ieikur.
Búast má við miklum mann-
fjölda á Laugum sunnudaginn
15. júlí, ef veður verður hag-
stætt, svo margt sem verður til
skemmtunar á hinu ágæta
menntasetri Þingcyinga þennan
dag. G
Báficsn Þeirra hvolfdi á Poliinum
TVEIR piltar voru á kajökum
norðan við nýja grjótgarðinn á
Leirunum síðdegis á mánudag-
inn. Hvolfdi þá annar bátnum
undir sér en hinn báturinn varð
björgunarbátur. En ekki tókst
betur til en svo, að honum
hvolfdi einnig. Ungu mennirnir
syntu þá suður að grjótgarðin-
um og munu þó á sumum stöð-
um hafa náð niðri. Varð þeim
ekki meint af volkinu.
Frú Fanney Guðmundsdóttir,
Aðalstræti 15, horfði á er bátun
um hvolfdi og gerði lögreglunni
þegar aðvart. Kom lögreglubíll
litlu síðar með gúmbjörgunar-
bát, en piltarnir voru þá komn-
ir í land.
Því miður er þess ekki gætt
sem skyldi, að nota ætíð björg-
unarvesti við „bátasportið11 á
Pollinum og ætti það þó að vera
ófrávíkjanleg regla. Q
Einar Ágústsson.
Tryggvason, form. kjördæma-
sambandsins, setur samkomuna,
en ávörp flytja Stefán Valgeirs-
son og Ingvar Gíslason. Hljóm-
sveit Grettis Björnssonar leikur
fyrir dansi.
Hinn 14. júlí verður haldinn
dansleikur á Breiðumýri í
Reykjadal og hefst kl. 21.00, og
leikur sama hljómsveit fyrir
dansinum.
Aðalsamkoman verður svo á
Laugum sunnudaginn 15. júlí
og liefst hún kl. 14.00.
Aðalræðuna flytur Einar Ág-
ústsson utanríkisráðherra, en
auk hans flytja ávörp: Ragn-
heiður Sveinbjörnsdóttir og
Stefán Valgeirsson. Lúðrasveit
Húsavíkur leikur, Haraldur Ás-
geirsson sýhir listir sínar í svif-
flugu og Húnn Snædal sýnir
flug á stormþyrlu. Þá stekkur
Eiríkur Kristinsson út úr flug-
vél í 6 þúsund feta hæð í fall-
hlíf og lendir á samkomusvæð-
inu.
Um kvöldið verður dansað, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir.