Dagur - 19.09.1973, Síða 4

Dagur - 19.09.1973, Síða 4
4 Fjórðungssiúkrahúsið á Ak. Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar hi. Gróska í höfuðstað Norðurlands TALSVERÐ gróska er í höfuðstað Norðurlands um þessar mundir og nær hún til margra þátta í atvinnu- lífi, framkvæmda og menningar- mála. Deilur rísa ekki hátt um þessi mál, enda á bærinn fáa uþphlaups- menn, engan Amarhól, nægilega margar peningastofnanir og allgóð samstaða helztu ráðamanna næst um allar meiriháttar, sameiginlegar ákvarðanir. Þetta er hin liljóðláta og farsæla þróun ellefu þúsund dugandi manna, sem hafa kosið að dvelja á Akureyri, og starfa við iðnað, verzl- un, útgerð og margar þjónustugrein- ar fyrir bæ og hérað og taka jafn- framt þátt í félagsmálum. Hin farsæla þróun hófst með aukn um áhrifum samvinnu- og félags- hyggjumanna í stjórn bæjarins, eftir langa og svo drungalega stjóm, að atvinnuleysi á hverjum vetri var tal- ið jafn sjálfsagt og skammdegið, og vill nú enginn við kannast. En sam- félagsmálin eru aldrei leyst að fullu og þau em hverju sinni mörg í brennidepli, og ber atvinnumálin, sem er grundvöllur velmegunar og allra breytinga í framfaraátt, öðmm hærra. Stóriðja samvinnumanna á Gleráreyrum, sem þúsundir hafa framfæri sitt af og áfallalaus rekstur Kaupfélags Eyfirðinga í verzlun, iðn aði og mörgum þjónustugreinum, myndarleg bæjarútgerð togara, fisk- iðja, niðursuða, stálskipasmíði og hvers konar önnur iðja og iðnaður, skapar hinn trausta grundvöll iðn- aðar- og samvinnubæjar, þar sem margir eru bjargálna í efnalegu til- liti, fáir ríkir og tiltölulega færri, sem búa við ömurleg lífskjör en í nokkmm öðrum kaupstað landsins. Um þessar mundir er undirbúin sjúkrahúsbygging, sem kosta mun milljarð króna, nýir skólar rísa, fleiri íbúðir em í smíðum en nokkru sinni fyrr. Ný vöruhöfn er í smíðum, nýir vegir með góðu slitlagi auðvelda um- ferðina og auka þrifnaðinn, leikvell- ir, dagheimili og vöggustofur leysa dýrmætt vinnuafl úr læðingi og taka húsmæður vaxandi þátt í atvinnu- lífinu á fjölmörgum sviðum. At- vinnuleikhús er tekið til starfa, íþróttaaðstaða hefur verið byggð upp nema sjálf íþróttahöllin, en einnig hún rís af gmnni, fagurbúin miðstöð æsku og hreysti á grænum völlum, fyrir hverjar kosningar. En um leið og við hugleiðum bæjarmál og horf- um fram á veginn, þyrftu sem flestir að eiga þess kost, áður en vetur geng- ur í garð, að sjá litadýrð liaustsins og safna sér forða fegurðar til vetrarins. F J ORÐUN GSS JUKR AHU SIÐ á Akureyri var tekið í notkun fyrir um það bil 20 árum og var til fyrirmyndar á þeim tíma. En þróun ú í sjúkrahúsa- byggingum og tæknilegum fram förum í læknisfræði á þessari öld, heldur einkum orðið eftir síðari heimsstyrjöld. Það hús- næði, sem Fjórðungssjúkrahús- ið rekur sína starfsemi í, er orð- ið ófullnægjandi í stærð og fyrir komulagi og ekki undarlegt. Bygging nýs sjúkrahúss á Akur eyri eða stækkun hefur verið á dagskrá í mörg ár. Nú fyrst virðist málið komið á þann rek- spöl að framkvæmdir hefjist innan skamms. Af því tilefni sneri blaðið sér til Gauta Arn- þórssonar yfirlæknis og bað hann að svara nokkrum spurn- ingum um fyrirhugaða sjúkra- húsbyggingu á Akureyri og varð hann fúslega við því og sagði m. a.: Um starfið á Fjórðungssjúkra húsinu er það fyrst að segja, að teknar hafa verið upp nýjar sérgreinar, svo sem augnlækn- ingar og háls-, nef og eyrna- lækningar, og aðrar greinar hafa, hver fyrir sig, orðið fjöl- þættari, þótt þær beri sömu nöfnin og áður, svo sem hand- lækningar, almennar lyflækn- ingar, rannsóknarlækningar og fleira. Húsnæði Fjórðungssjúkra- hússins er alltof lítið og óheppi- legt fyrir þá greindu starfsemi, sem fram fer innan stofnunar- innar, og steinhúsin, traust og sterk, sem byggð eru hér á -landi eru erfið í breytingu, einkum í sjúkrahúsum, þar sem sjúklingar þurfa að hafa næði. Hve mörg eru sjúkrarúmin nú? Eins og er höfum við 132 sjúkrarúm fyrir bráða líkams- sjúkdóma, þar af eru 12 sjúkra- rúm á Kristnesi, sem er lungna- deild. Á Akureyri eru 120 sjúkrarúm. Þörfin er miklu meiri og miðað við staðal heil- brigðisráðuneytisins, sem gerð- ur er að nokkru að sænskri og enskri fyrirmynd, er þörf á 157 sjúkrarúmum á Akureyri mið- að við árið 1971 í stað 120 eins og nú er. Þetta segir þó lítinn hluta sögunnar, því að það eru ekki fyrst og fremst sjúkrarúm- in, sem vantar, heldur starfs- aðstaðan. En hvernig standa bygginga- málin í dag? Mörg ár eru síðan forystulið sjúkrahússins, bæði læknar og annað starfsfólk, ásamt fulltrú- um hins almenna og sjúkrahús- stjórn, lagði drög að áætlun að stækkun Fjórðungssjúkrahúss- ins. Fyrir nokkrum árum lágu fyrir frumteikningar að viðbót- arbyggingu, sem síðar var horf- ið frá, en þá þegar varð mönn- um ljóst, að gera þurfti miklu stærra átak í sjúkrahúsmálum, miðað við nútímakröfur. Þar við bætist, að heilbrigðisstjórn landsins hefur gert að stefnu- máli hugmynd um það, að Fjórð ungssjúkrahúsið á Akureyri verði aðal varasjúkrahús lands- ins og því varð að endurskoða fyrri áætlanir í samræmi við það. Núverandi áætlun er skil- greind þannig, að Fjórðungs- sjúkrahúsið eigi að vera: I fyrsta lagi almennt sjúkrahús fyrir Akureyri og Eyjafjarðar- sýslu, og veita 10% af almennri sjúkrahúsþjónustu á öllu Norð- urlandi og hluta af Austurlandi. En á þessu svæði eiga önnur sjúkrahús að veita 90% al- menna þjónustu. í öðru lagi er Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur eyri ætlað að veita sérfræði- þjónustu fyrir Skagafjörð, Þing eyjarsýslur og 40% á Austur- landi, auk Akureyrar og Eyja- fjarðarsýslu. Síðast en ekki sízt á sjúkrahúsið, að skoðun heil- brigðisyfirvalda, að vera aðal varasjúkrahús landsins utan höfuðborgarsvæðisins með til- liti til almannavarna. Sjúkrahússtjórn, bæjarstjórn og fleiri aðilar hafa samþykkt hinar nýju teikningar. Á ný- byggingin að verða 78.000 rúm- metrar og 22.670 fermetrar að flatarmáli. í þjónustukjarna, er verður 2 hæðir og kjallari, verða meðal annars gjörgæzlu-, skurð- og röntgendeildir ásamt slysavarðstofu og göngudeild. í útbyggingu verður m. a. kyndi stöð, kapella og líkhús og viðbót Gauti Arnþórsson, yfirlæknir. við verkstæði. f tengiálmum verða skrifstofur, búningsað- stöður starfsfólks og ræstimið- stöð. í legudeildarálmum, sem verða tvær, hver upp á fjórar hæðir með kjallara, verða auk legudeildanna rannsókna- og endurhæfingadeild. f grunn- byggingu legudeildanna verða eldhús og borðstofur. Áætlaður byggingatími er 5 ár. Nýbyggingin verður sunnan og suðvestan við gamla Fjórð- ungssjúkrahúsið og byggingarn ar tengdar saman með tengi- gangi, og ekki alltof mikið tillit tekið til gamla sjúkrahússins, hvað snertir útlit og gerð. Gamla sjúkrahúsið verður þó ekki lagt niður, heldur verður því breytt og í því höfð ýmisleg nauðsynleg starfsemi fyrir hið nýja og endurfædda sjúkrahús. Framkvæmdin er miðuð við íbúafjöldaspá og þörf, sem einnig er sniðin eftir áætluðu þjónustusviði sjúkrahússins. Áætlunartíminn er til 1990 og samkvæmt þessu er áætluð þörf árið 1990 fyrir 190 sjúkra- rúm fyrir bráða líkamssjúk- dóma, en þar við bætist þörf fyrir geðsjúkrahús um 78—86 rúm og hjúkrunarheimili og endurhæfingardeild með 41 rúmi. En almennt er talað um, að þetta sjúkrahús eigi að verða með um 300 sjúkrarúm full- byggt, og byggingartíminn er áætlaður 5 ár. Er mögulciki á, að byrja fram kvæmdir í haust? Já, og húsnæðisskorturinn í sjúkrahúsinu er svo geigvæn- legur, að albr sem þar vinna gera sér ljóst, að komið er í eindaga að bæta húsnæðisskort- inn, og það fyrir löngu síðan. Það er nauðsyn að hefja fram- kvæmdir í haust, til þess að þurfa ekki næsta vor að bíða eftir því að klaki fari úr jörð. Byggingatími næsta ár yrði þá mun lengri. Mjög góðar teikn- ingar eru tilbúnar, sem bygg- inganefnd og bæjarstjórn hafa samþykkt fyrir sitt leyti. Sér- stök hönnunarnefnd hefur verið starfandi, og eftir er aðeins að fá formlegt samþykki ríkis- valdsins. Heilbrigðisyfirvöldin eru sam þykk þessu og heilbrigðisráðu- neytið hefur átt mikinn þátt í þessari áætlunargerð, en fjár- málavaldið hefur ekki sam- þykkt framkvæmdina ennþá. Ennfremur á samstarfsnefnd eftir að leggja þar blessun sína yfir, en sú nefnd þarf að sam- þykkja allar framkvæmdir, sem gerðar eru á vegum ríkis og sveitarfélaga í sameiningu. Byggingin verður boðin út, en sjálft gæti sjúkrahúsið annast útgröft og byggingu grunnsins, þar sem tími til útboðs er of skammur fyrir framkvæmdir í haust, en verkið yrði þá boðið út í byrjun næsta árs. Mannmörg stofnun Sjúkrahjálp er með mann- frekustu þjónustustörfum og má gera ráð fyrir fleira starfs- fólki en sjúklingum. Það nægir ekki að stunda sjúklinga aðeins átta klukkustundir á dag, held- ur verður að gera það allan sól- arhringinn árið út. Á sama tíma og Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri hefur staðið í stað hefur miklum fjár- munum verið varið til sjúkra- húsa á höfuðborgarsvæðinu. Er því tími til kominn að hefjast handa hér, og líta má á þetta mál sem þátt byggðastefnunnar í framkvæmd. Mörg öfl þjóð- félagsins vinna að því eftir ýms um leiðum að öll meiriháttar starfsemi sé í Reykjavík. Ef ekki verður brugðizt við þessu á réttan hátt, þá verður að nokkrum tíma liðnum engin þörf fyrir hinar ýmsu stofnanir úti á landi, til augljóss óhag- ræðis fyrir fólkið út um landið, sem missir þjónustu til fjarlægs landshluta. Fullkomið sjúkra- hús hér á Akureyri eykur og jafnvægi í þessari grein og at- vinnumöguleika fyrir hæfasta fólk í heilbrigðisgreinum hér, ekki síður en syðra. Fyrir bæjar félagið hlýtur svo þetta stækk- aða og endurbætta fyrirtæki að verða verulegur þáttur atvinnu lífsins. ; i Er það rétt, að þú hafir í hyggju að flytja héðan? Það er of mikið sagt. Hins vegar hef ég sótt um dósent- starf við Háskólann í hand- læknisfræði, en umsókn mín er þannig, að ég geri ráð fyrir yfir- læknisstarfi við handlækninga- deildina hér á Akureyri eftir sem áður. Auglýst var pró- fessorsstaða í handlæknisfræði við Háskólann og sótti ég um hana ásamt fjölmörgum öðrum og er þar hörð samkeppni. En mér finnst sjálfsagt að allir hæf ir menn sæki um þessa stöðu hjá Háskólanum, og að sumu leyti finnst mér það skylda mín gagnvart þeirri stofnun, sem ég vinn hjá, að sækja ef maður telur sig hlutgengann í sam- keppninni, því að það er álits- auki fyrir stofnun þá, sem mað- ur vinnur hjá ef það sýnir sig að starfsmaður hennar er hlut- gengur í samkeppni um æðstu stöðu í greininni hér á landi, jafnvel þótt þeir hljóti hana ekki. Ef svo ólíklega vildi til, að ég fengi þessa stöðu, myndi það vera mér mikill söknuður og fjölskyldu minni enn meiri, að flytja héðan, eins og nú stendur á, því að nú göngum við á sjúkrahúsiiiu mót miklu bjart- ari framtíð en áður, vegna fyrir hugaðra framkvæmda. En frómt frá sagt, hef ég enn engar áhyggjúr af brottflutningi. Verður þetta fullkomnasta sjúkrahús landsins? . Það er mín skoðun, að þessi áætlunargerð við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri sé lík- lega sú fullkomnasta, sem gerð hefur verið á íslandi, í hönnun heilbrigðisstofnunar. Þetta sjúkrahús verður langbezta og nýtízkulegasta sjúkrahús hér á landi. I i | nwr Dagur þakkar Gauta Arnþórs syni yfirlækni svörin. E. D. HLIFARKONUR GEFA BARNADEILD Á sl. VETRI færði Minninga- sjóður Kvenfélagsins Hlífar barnadeild Fjórðungssjúkra- hússins að gjöf mikið úrval leikfanga ásamt klukku, að verðmæti 20 til 30 þúsundir króna. Nú í ^l. viku færðu fulltrúar Hlífar barnadeildinni mjög full- komna fóstru (hitakassa), ljósa- lampa, sem notaður er gegn gulu í nýfæddum börnum og súrefnismæli. Kostaði þetta kr. 253.615,00. Fylgja fóstrunni öll nýjustu hjálpartæki og búnaður og er mikill fengur að þessum góðu gjöfum. Þakkar sjúkrahúsið Hlífarkon um fyrir góðar gjafir, fyrr og íðar. Torfi Guðlaugsson Nýkomnar Peysur, stærðir 1—12. Smekkbuxur í stærð- um 1—10. Úlpur, sokkabuxur, ihvítar rúllu/kragapeys- ur, norskar. Vöggusett á kr. 370,00. Koddaver, vagnteppi nneð ikoddaverum. Stuttermapeysur og golltreyjur eins, 4 litir, stærðir 1—3. Nýjar vörur daglega. ÁSBYRGI Hafnarstræti 108, Akureyri. Kýr til sölu Tilboð óskast í kýr, sem eru til sölu hjá Búfjár- ræktarstöðinni á Lundi við Akureyri. Kýrnar verða tiPskoðunar jjriðjudaginn 25. sept- ember og verður tekið á tnóti tilboðum til hádeg- is miðvikudaginn 26. september. STJÓRN S.N.E. Ficher teclmik Nýtt leikfang fyrir stráka. Úr því má gera ótal skemmtilegra hluta á auðveldan hátt. Ficher-Price Toys smábarnaleikföngin sterku og góðu. Leikfangamarkaðurinn Hafnarstræti 96. BLAÐBURÐUR Vantar krakka eða full- orðinn mann til að bera Tímann út í Norður- byggð, Rauðuinýri og Grænumýri. Ujrpl. í síma 1-14-43 f. h. U mboðsmaður. Tökum upp í dag Mikið úrval af sléttum flauelefnum. Terlenka buxna jersey. Ennfremur frönsk buxnaefni úr soðinni ull og terlene. Margar gerðir af rósótt- um kjólefnum. VERZLUNIN SKEMMAN — AKUREYRI—• Nýkomnar Drengja- og telpu- peysur, margar gerðir og litir. VERZLUNIN DRÍFA Sími 1-15-21. HERRADEILD STAKAR BUXUR (PERM PRESS) Stórar stærðir. - GÓÐAR VÖRUR GOTT VERÐ UMSE VANN HSÞ í ÁRLEGRI frjálsíþróttakeppni milli Eyfirðinga og Þingeyinga, sigruðu þeir fyrrnefndu með 108 stigum gegn 88. Keppnin var háð á íþróttavellinum að Laugalandi í kulda og hvass- viðri. Keppt var í 18 greinum karla og kvenna, og voru tveir keppendur frá hvorum aðila í hverri grein. Nokkra af beztu mönnum vantðai í lið Þingey- inga. □ Rafha ísskápur til sölu. Uppl. í síma 1-28-05 eftir kl. 5 á daginn. Forystuhrútur til sölu, 3ja vetra. Uppl. í síma 1-28-24 milli kl. 8 og 10 næstu kvöld. Fataskápur, dívan, kommóða, servantur og útvarp til sölu ódýrt, í Aðalstræti 16, að sunnan. Til sölu nokkrar ungar ÆR. Uppl. í síma 2-11-74. HESTHUS TIL SOLU! 10 básar í nýlegu hest- 'húsi asamt ldöðuplássi til sölu. Uppl. í síma 1-24-25 milli kl. 7—8 á kvöldin. Til sölu nýlegur vel með farinn RIFFILL, teg. Vogere Cal. 22, 6 skota með kíki. Einnig svefnstóll. Uppl. í síma 1-29-73 milli kl. 10—11 á kvöldin. i Sem nýr kerruvagn til sölu. Verð kr. 10,000. Uppl. í síma 2-17-26. Verkamaður óskast að Nesi í Aðaldal. Þarf helzt að vera vanur landbúnaðarstörfum. Sími urn Staðarhól. Ráðskona óskast á sveitaheimili, 35—40 ára. Má hafa með sér börn. Tilboð óskast send á afgreiðslu blaðsins fyrir 1. október, merkt „RÁÐSKONA*. Tvær stúlkur óskast til starfa í verksmiðjunni, hálfs dags vinna kemur til greina. SANA HF., sími 2-14-44. Inlffiiiiifl UMSIÚN: EINAR HELGHSQN IMÖTSLOK KNATTSPYRNUNNAR ÞESSA dagana er að ljúka keppnistímabili knattspyrnu- manna á Akureyri. Meistara- flokkur ÍBA er farinn til ítalíu og mun koma við í Randers í Danmörku í heimleiðinni og leika þar við lið Randers Freja, sem leikur eins og kunnugt er í dönsku 1. deildinni. Sl. föstudagskvöld lék ÍBA- liðið síðasta leik sinn í 1. deild- inni í ár. Mótherjarnir voru KR ingar. Leiknum lauk með jafn- tefli, einu marki gegn einu. Leikurinn þótti rislítill og leik- menn beggja liða harla áhuga- litlir. KR-ingar fengu dæmda vítaspyrnu á ÍBA undir lokin, en okkar mönnum til blessunar skutu þeir himinhátt yfir mark- ið. ÍBA byrjaði mótið með jafn- teflisleik við Fram, íslands- meistara frá því í fyrra, og margir voru bjartsýnir á gengi liðsins. Síðan dró snögglega fyrir sólu og hver tapleikurinn kom á fætur öðrum. Um mitt sumar fór að rofa til og þá kom . góð lota hjá liðinu, sem vann 4 leiki í röð og tryggði þá áfram- haldandi setu sína í 1. deildinni. Bjartsýnir menn voru farnir að reikna með 3. sæti í mótinu. Þær vonir urðu að engu. Eftir þá ágætu lotu, sem færði liðinu 8 stig, unnust aðeins 2 stig til viðbótar, jafntefli við ÍBK og KR. Heildarstigatalan varð því 11 stig í 14 leikjum, sem er 39.3% af mögulegum stiga- Frá Golfklúbbnum HELGINA 8. og 9. sept. sl. fór fram opin golfkeppni hjá G. A. Keppni þessi var Saab-Toyota- keppnin, en umboðsfyrirtæki þessara bifreiðategunda á ís- landi gáfu verðlaun í hana. Sigurvegari án forgjafar varð Björgvin Þorsteinsson, en með forgjöf sigraði Þórarinn B. Jóns son. Nú um helgina fór fram öld- ungakeppni og þar sigraði Gunnar Konráðsson án forgjaf- ar, en með forgjöf sigraði Jó- hann Guðmundsson. N. k. laugardag verða svo úrslit í firmakeppni G. A., en um 100 fyrirtæki taka þátt í keppninni. Klúbbmeðlimir eru hvattir til að mæta vel í úrslita- keppnina. Sunnudaginn 23. sept. verður Parakeppni G. A., en henni varð að fresta vegna veðurs þegar hún átti að fara fram. □ FRÁ SKÍÐARÁÐI AK. FYRST um sinn verða æfingEtr SRA sem hér segir: í íþróttaskemmunni þriðju- daga kl. 6.30—7.30, 12 ára og eldri. 1 íþróttahúsinu við Laugar- götu miðvikudaga kl. 7.00—8.00, 16 ára og eldri. Á íþróttavellinum fimmtu- daga kl. 6.00—7.00, 15 ára og eldri, og 7.00—8.00, 16 ára og eldri. Æfingarbúðir verða að Illuga töðum 22. og 23. sept. n. k. fyrir 12 ára og eldri. Farið verður frá Iðnskólanum n. k. laugardag kl. 1 e. h. Áskriftarlisti liggur frammi í Sportvöru- og hljóð- færaverzlun Akureyrar. Æfingar yngstu flokka verða ákveðnar síðar. □ fjölda. Það verður að teljast við- unandi árangur, þegar þess er gætt, að liðið lék í 2. deild í fyrra. Munurinn á deildunum er mikill og erfitt fyrir lið, sem koma upp í 1. deild að festa sig þar í sessi. í Bikarkeppni KSÍ komst lið- ið í aðra umferð aðalkeppninn- ar, en tapaði þá fyrir Akranesi í aukaleik. I. flokkur ÍBA tók þátt í Bikarkeppni I. flokks og sigraði í keppninni með miklum sóma, vann úrslitaleikinn gegn Þrótti með 6 mörkum gegn 1. Það voru einu sigurlaunin, ‘ sem knattspyrnumenn á Akureyri unnu til á liðnu sumri. í íslandsmóti 2. flokks keppti lið frá ÍBA. Því gekk heldur illa og tókst ekki að kornast í úrslitakeppnina frekar en öðr- um liðum yngri flokkanna-. HÉRAÐSMÓT UMF. REYNIR sigraði í stiga- keppni Héraðsmóts UMSE, sem haldið var að Laugalandi 25. og 26. ágúst sl. Alls tóku 10 félög þátt í mótinu. Stigahæstu einstaklingar urðu: Dóroþea Reimafsdóttir, umf. Svarfdæla og Jóhann Jóns son, Bindindisfél. Dalbúinn. Sigurvegarar í einstökum greinum urðu: KARLAR. 100 m hlaup. sek. Felix Jósafatsson 11.4 400 m hlaup. sek. Gísli Pálsson 55.1 1500 m hlaup. mín.. Benedikt Björgvinsson 4:43.(j 3000 m hlaup. mín. Benedikt Björgvinsson 10:05.4 110 m grindahlaup. sek. Jóhann Jónsson 17.3 4x100 m boðlilaup. sek. Sveit umf. Reynis 47.9 Langstökk. m Gísli Pálsson 6.48 Þrístökk. m Gísli Pálsson 13.43 UMF. NARFI SIGRAÐI SUNDMÓT UMSE fór fram í sundlaug Þelamerkurskóla 18. ágúst sl. Aðeins 6 félög áttu keppendur á mótinu og voru þeir aðallega úr Hrísey, Dalvík og Svarfaðardal. Umf. Narfi úr Hrísey hlaut lang flest stig á mótinu og vann nú í fyrsta skipti fagran farandbikar, sem Kaupfélag Svalbarðseyrar gaf til að keppa um. Helztu úrslit: KARLAGREINAR. 100 m bringusund. mín. Árni Hjartarson, umf. Þorst. Svörfuður 1.29.5 200 m bringusund. mín. Ámi Hjartarson, umf. Þorst. Svörfuður 3.28.2 100 m frjáls aðferð. mín. Þórarinn Hjartarson, umf. Þorst. Svörfuður 1.19.1 50 m baksund. sek. Kristján Hjartarson, umf. Þorst. Svörfuður 43.6 Það sem veldur manni einna mestum vonbrigðum, er sú óþægilega staðreynd, að enginn yngri flokkanna frá KA eða Þór skyldi sigra í Norðurlands- riðlinum og komast í úrslita- keppnina. Völsungur, Húsavík sigraði í 5. flokki, Tindastóll, Sauðárkróki í 4. flokki og KS, Siglufirði í 3. flokki, sem sagt enginn flokkur KA eða Þórs komst áfram í keppninni. — Félögin verða að taka unglinga- þjálfunina til alvarlegrar endur skoðunar ef þau ætla sér að eiga frambærileg lið í meistara- flokki í framtíðinni. Úrslit í Akureyrarmóti 1973 urðu þessi: Meistaraflokkur Þór—KA 3—0, 2. flokkur Þór—• KA 4—2, 3. flokkur Þór—KA 4—2, 4. flokkur KA—Þór 4—1, 5. flokkur Þór—KA 2—1, og 6. flokkur Þór—KA 3—0. □ UMSE Hástökk. m Jóhann Jónsson 1.65 Stangarstökk. m Valdimar Bragason 2.80 Kúluvarp. m Þóroddur Jóhannsson 12.59 Kringlukast. m Þóroddur Jóhannsson 31.47 Spjótkast. m Jóhann Bjarnason 48.57 KONUR. 100 m lilaup. sek. Fanney Jónsdóttir 14.1 4x100 m boðhlaup. sek. A-sveit umf. Svarfdæla 58.8 Langstökk. m Svanhildur Karlsdóttir 4.16 Hástökk. m Dóroþea Reimarsdóttir 1.30 Kúluvarp. m Sigurlina Hreiðarsdóttir 10.39 Kringlukast. m Dóroþea Reimarsdóttir 29.46 Spjótkast. m Margrét Sigurðardóttir 27.69 Á SUNDMÓTI UMSE 4x50 m boðsund. mín. Sveit umf. Narfa 2.25.0 KVENNAGREINAR. i 50 m. bringusund. sek. Fjóla Ottósdóttir, Narfa 48.0 Jóhanna Gunnarsd., Narfa . 48.0 100 m bringusund. mín. Fjóla Ottósdóttir, Narfa 1.47.2 50 m frjáls aðferð. sek. Lovísa Sigurgeirsd., Narfa 37.9 50 m baksund. sek. Hrönn Ottósdóttir, Narfa 46.2 4x50 m boðsund. mín. Sveit umf. Narfa 2.46.0 Stig félaga: Umf. Narfi 71, umf. Þorsteinn Svörfuður 37%, umf. Svarfdæla 11 og umf. Möðruvallasóknar 1% stig. -Flest stig í karlagreinum hlaut Árni Hjartarson, en í kvennagreinum varð Hrönn Ottósdóttir stigahæst. □

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.