Dagur - 06.10.1973, Blaðsíða 2

Dagur - 06.10.1973, Blaðsíða 2
2 Review 10 ára „ÍSLAND framtíðarinnar" er meginviðfangsefni nýjasta heft- is tímaritsins Iceland Review, sem jafnframt .minnist þess, að áratugur er nú liðinn frá því að útgáfa þess hófst. Þegar fyrsta eintakið birtist sumarið 1963 þóttu það tíðindi, því þetta var fyrsta tilraunin í þá átt að skapa íslandi málgagn á erlendu máli til þess að auka skilning og þekkingu erlendis á landinu og högum landsmanna. Ritstjórar eru Heimir Hannesson og Har- aldur J. Hamar. Iceland Review hefur þrátt fyrir allt fest rætur, ekki aðeins haldið áfram að koma út óslitið frá byrjun, heldur vaxið að gæð um bæði að efni og útliti. Fyrsta eintak Iceland Review var 36 bls. og aðeins kápan lit- prentuð. Með árunum hefur stöðugt verið lagt meira í ritið — og nú orðið er a. m. k. helm- ingur hvers eintaks prentaður í fullum litum — og er það ásamt sérstöku fréttablaði að jafnaði 84—100 síður, prentað á vandaðan pappír. Upphaflegur tilgangur útgef- enda var að koma !á fót ritij sem reglulega kynnti fyrir umljámi fsland og íslenzk málefni 'j —■ menningu, sögu, þjóðlíf, listir og atvinnulíf. Þetta hefur vel tekizt, með aðstoð fjölmargra manna, og gleðilegt, að ritið er óháð flokkum og fyrirtækjum, og ritstjórarnir færir vel og framtakssamir. □ U MINJASAFNIÐ A AKUREYRI E R T Þ U MEÐ? AÐALFUNDUR Minjasafnsins á Akureyri var haldinn að Hótel KEA þann 21. ágúst sl. Á fundinum voru mættir, auk stjórnar safnsins og safnvarðar, 10 kjörnir fulltrúar frá hinum skráðu eigendum safnsins, sem eru Akureyrarkaupstaður, Eyja fjarðarsýsla og Kaupfélag Ey- firðinga. Formaður stjórnarinnar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundarstjóri var kjörinn Steindór Steindórsson fyrrv. skólameistari en ritari Kristján Vigfússon bóndi Litla- Árskógi. Þá flutti Sverrir Pálsson skólastjóri skýrslu um störf stjórnar Minjasafnsins og Þórð- ur Friðbjarnarson safnvörður skýrði frá rekstri safnsins og starfsemi þess á liðnu ári. í skýrslum þessum kom m. a. fram, að á sl. ári var lokið við frágang og viðgerð á gamla kirkjuhúsinu frá Svalbarði. Það var endurvígt við hátíðlega athöfn þann 10. desember á sl. ári og síðan hafa þar farið fram margar helgiathafnir, svo sem nokkrar almennar guðsþjónust- ur, giftingar ungs fólks svo og barnaskírnir. Þessi kirkja er að sjálfsögðu engin eftirlíking hinnar gömlu Akureyrarkirkju, sem reist var á þessum stað árið 1862, en hún var sem kunnugt er, því miður, rifin og fjarlægð af grunni sín- um árið 1945. Þessi gamla Sval- barðskirkja stendur nú hér sem safngripur og er á margan hátt sannur fulltrúi hins gamla og fátæka tíma: Næsta umhverfi kirkjunnar hefur nú verið snyrt með nýjum grassverði, en eftir er að gera girðingu austan við ‘kirkjulóðina, sem reynt verður hað koma upp á þessu ári. Minjasafnið er í mjög mikilli og sívaxandi þörf á auknu hús- plássi fyrir fjölmarga safnmuni, sem koma þarf fyrir í öruggu húsi, þar sem þeir geta verið "til sýnis fyrir almenning. Skráðir sýningarmunir Minja safnsins eru nú samtals um 3.650. Á sl. ári mun tala safn- gesta hafa verið um 4.500 og virðist sem éhugi almennings og aðsókn að safninu fari vax- ándi með hverju ári. Á þessu ári hefur Minjasafn- U inu verið afhent til varðveizlu p og sýnis um óákveðinn tíma | mjög merkileg og forn altaris- ' - tafla úr Möðruvallakirkju í Eyjafirði, en þessi gripur er tal- L ínn vera frá 15. öld eða jafnvel ; ennþá eldri. W Þá voru reikningar Minja- f safnsins lesnir og skýrðir af f Jónasi Kristjánssyni. Reksturs- | reikningur ársins 1972 sýndi rekstursafgang er nam kr. 155 þúsundum, en samkvæmt efna- hagsreikningi eru eignir Minja- safnsins bókfærðar á samtals kr. 945.196,70. Á fundinum voru rædd ýmis konar málefni varðandi Minja- safnið og störf þess á næstu árum. Meðal þessara mála bar Kristján frá Djúpalæk fram til- lögu um nauðsyn þess að koma á skipulegu samstarfi á milli hinna ýmsu byggðasafna í land- inu varðandi söfnun og varð- veizlu fornra minja. Þeirri til- lögu var vísað til stjórnar Minja safnsins. Steindór Steindórsson bar fram tillögu um, að skorað væri enn á eigendur Minjasafnsins á Akureyri, um að leggja þegar á næsta ári fram nokkurt fé til undirbúnings nýrrar byggingar við Minjasafnshúsið „Kirkju- hvol“ til að skapa safninu nauð- synleg vaxtarskilyrði. Tillaga þessi var samþykkt samhljóða. (Fréttatilkynning) HIÐ árlega happdrætti Styrktar félags vangefinna er nú í upp- siglingu. Fimm bílar í boði, að verðmæti samtals 2.805.000,00 kr. Dregið á Þorláksdag. Miða- númerin eru einkennistölur bifreiða. Forgangsrétt til kaupa á miðunum hafa bíleigendur fram til 1. desember n. k. Nýir þíleigendur á þessu ári, svo og þeir sem skipt hafa um númer eða haft bústaðaskipti, ættu sem allra fyrst að gera skil fyrir heimsenda happdrættismiða, eða hafa tal af umboðsmanni, svo að komizt verði hjá van- skilum. Með þátttöku sinni í þessari árlegu fjáröflun eiga bíleigend- ur verulegan þátt í uppbygg- ingu dýrmætrar aðstöðu fyrir vangefna fólkið. Það er mjög þakkarvert og sýnir lofsverðan áhuga fyrir málinu. Og árlega fjölgar þeim, sem kaupa þessa miða. A-miðar og Þ-miðar hafa oft komið upp og hlotið vinn- inga og munu enn verða sigur- sælir. Styðjið okkur í starfi. ÍÆ Styrktarfélag vangefinna. ' i U Tiboðsmpður fyrir A-miða og I>- miða er Jóhannes Óli Samundsson, verzjunin Fagralilíð, Gler.irhverfi, Akureyri, sími 96-123-31, pósthólf 267. GESHB0D MILLI SVEITfl MEÐ Svarfdælingum og Keld- hverfingum hófust sérstök kynni fyrir 23 árum, þegar flutt voru á hausti líflömb úr Hverf- inu í Dalinn í sambandi við fjárskipti vegna útrýmingar á Mæðiveikinni. Slík viðskipti milli héraða munu á sínum tíma víða hafa leitt til vinsamlegra kynna milli viðkómandi byggða, en sennilega misjafnlega varan- legra eftir atvikum. Með Keldhverfingum og Svarfdælingum gerðist það næst, að kvenfélög þessara sveitá skiptust á heimsóknum, þátttakendum til mikillar ánægju að sögn. Síðan er lang- ur tími liðínn. Við heyskapar- lok á sumri því, sem nú er að líða, kom til tals milli forustu- manna búnaðarmála í nefndum sveitum að efna til heimboða milli Svarfdælinga og Keld- hverfinga. Og ekki var látið sitja við orðin tóm. Tvo sunnu- daga í röð sóttu hvorir aðra heim og var þátttaka öllum frjáls. Aðkomugestir voru milli 50 og 60 hvorn daginn, á aldr- inum frá 12 til 80 ára og vel það. Heimamenn í hvorri sveit fylktu hði við hreppamörk til að fagna gestunum og sýna þeim bvggðir og bú. Efnt var til veizlufagnaða við húsfyhi á samkomustöðum sveitanna með mikilli geðblöndun, ræðuhöld- um og söng. Svarfdælingar riðu á vaðið, heimsóttu Keldhverfinga sunnu daginn 26. ágúst. Veður var óráðið um morguninn, en varð hið fegursta er á daginn leið. Heilsazt var við Dettifoss, síðan var farið um Forvöð, í Ásbyrgi og þaðan að Skúlagarði. Vegir til skoðunarverðra staða vestan Jökulsár, annarra en Ásbyrgis, voru ófærir svo sem oft vill henda. Keldhverfingar þágu heim- boð af Svarfdælingum sunnu- daginn 2. september. Ausandi regn var nóttina fyrir og loftið þungbúið, en enginn hikaði, enda reyndist veðrið viðunandi, þegar á daginn leið, úrkomu- lítið í byggð, en svartaþoka á heiðum. Alla leiðina að austan var beðið og vonað að birti, en ekkert dugði, hvarvetna teygði þokan sig niður undir byggð. Leiðsögumaður frá Svarfdæl- ingum kom á Akureyri til móts við okkur Keldhverfingana, kynnti byggðina vestan fjarðar Björn Haraldsson, Aus turgörð um. og austan, fólkið og söguna í nútíð og fortíð. Var kynningin með þeim ágætum, að veikara kynið meyrnaði við. Við mörk Svarfaðardalsins fagnaði okkur fríður hópur. Voru viðtökur þeirra slíkar, að vonbrigði með fjallasýn í þessum fagra, skjól- sæla dali, harkaði maður af sér. Brátt kom að því, að nóg annað var til að skoða og til að kynn- ast. Lengi dags, hygg ég, að fjöllin hafi alveg gleymzt. Ann- að nærtækara fyllti hugi manna og kvenna. Dreifbýlingarnir dá þéttbýlið, þar sem túnin liggja saman hvarvetna. Og þéttbýl- ingum finnst sitthvað róman- tískt við langar bæjarleiðir, víð- áttuna. Glöggt fannst það, þenn an síðari samverudag, hversu kynningin þróaðist, hversu áhuginn glæddist. Samkvæmið í þinghúsinu verður okkur minnisstætt. . Margt var rætt og ráðgert á vinamótum þessum, bæði í gamni og alvöru. Jafnvel vott- aði þarna fyrir áróðri um frek- ari blóðblöndun milli sveitanna, en það kom í Ijós, er menn báru saman bækur sínar, að þó nokk- ur ættartengsl voru með fólki í Kelduhverfi og Svarfaðardal. Ekki komu þó öll kurl til grafar í það sinn. Mikill áhugi kom fram á báð- um stöðum fyrir framhaldi kynningar og samskipta í ein- hverju formi. Eitt af því, sem gæti komið til greina, er að skiptast á skemmtiatriðum á samkomum. En það sem þegar hefur gerzt, ætti vissulega að brjóta ísinn að félagslegu eða persónulegu framtaki, máske hvoru tveggja. Og hvað sem öllum bollaleggingum líður um árangur eða ekki árangur af heimsóknum þessum, þá er hér á ferðinni nýmæli í þjóðlífs- háttum. Kannske vísir að endur vakningu félagslegra hræringa meðal borgaranna, fálmandi að vísu, vísir að meðvitund fyrir því, að mannkindin var og á að vera annað og meira en mót- tökutæki þrúgandi fjölmiðla. Kannske er þetta líka tilraun til endurvakningar hinnar út- dauðu félagslegu sveitamenn- ingar. Frjáls samskipti fjar- lægra sveita er ný hugmynd, sem góðir menn í Dalnum og Hverfinu munu nú reyna til hvers duga má. Að afstöðnum skilnaðarkveðj um á mörkum Svarfaðardals sló þögn á Keldhverfska hópinn. Svo leit út sem hver og einn kysi að vera út af fyrir sig með sínar hugsanir. Himinninn grét fögrum tárum. Um háttatíma var komið til Akureyrar. Var þar tafið litla stund. Síðan var lagt á heiðina. Tóku menn þá aftur gleði sína. Var sungið og kveðið alla leiðina heim. Á milli voru sagðar gamansögur og lát- ið fjúka í hendingum. Þegar sá niður úr þokunni austan í Vaðlaheiði varð til þessi vísa, byrjuð af einum og botnuð af öðrum: Þoka og beygjur að baki liggja, bjart er nú framundan, af því í Dalinn skal aítur hyggja eftir þér, dýra man. í samræmi við hraða nútíðar var hvor heimsóknin hespuð af á einum degi. Var lagt upp í bítið og komið heim úr óttu. Hefði eins mátt taka þetta ró- legar. f öðru tilfelli brutu þessir fagnaðir í bág við tízku nútím- arts. Vín sást ekki á nokkrum manni og enginn af þeim, sem ég hef spurt, veit til þess, að sú vara væri með í leiknum. Skorti þó ekki gleði. Björn Ilaraldsson. - VETRARÁÆTLIIN (Framhald af blaðsíðu 1) og föstudögum. Til Osló verður flogið á mánudögum, föstudög- um og sunnudögum. Til Stokk- hólms á mánudögum og föstu- dögum. Til Kaupmannahafnar verður flogið alla daga vikunn- ar. Til Glasgow verða ferðir á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum og til London á þriðjudögum og laugardögum. Auk þess flýgur BEA til London á sunnudögum. Til Færeyja verður flogið á sunnudögum. Eins og í síðustu vetraráætl- un flugfélaganna verður hluti farþegarýmis nýttur til vöru- flutninga, sem fara vaxandi. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.