Dagur - 06.10.1973, Blaðsíða 7

Dagur - 06.10.1973, Blaðsíða 7
VERKFRÆÐíNGAR frá Vega- gerð ríkisins fóru norður yfir Sprengisand í annarri viku september tii að ,fá betri yfir- syn yfir væntanlegt vegarstæði milli Suður- og Norðurlands. Á því ferðalagi munu þeir hafa skoðað Bárðardal, Hólafjall og lEyjafjarðardal. Auk þess fór flokkp^ áhugamanna af Akur- eyri óg ‘uf. Eyjafirði með vega- gerðarmenn með I sér um Hóla- fjall.. od' 'Eyjafjarðardal föstu- dagijnillftí september. En Akur- eyrárþær j og Mj ólkurflutninga- félag íírarnagilshrepps hafa lof- að fjárátuðningi í vegagerð upp úr Eýjafírði. Síðar segir Sigurjón: „. . . . Okkur, sem unnum á Vatnahjalla og könnuðum inn- dali og Fjöll, var ljóst, að ákjós- anlegt var að komast með bíla- slóð upp úr botni Eyjafjarðar- dals, en okkur var jafnframt ljóst, að þótt vegalengdin frá Haíráreyrum og inn úr botni væri- aðeins 14 km og með jöfn- um halla, þá kom sú leið ekki til greina sem rudd leið, fyrst og fremst vegna mýrlendis. Dalurinn er aftur á móti væn- legur fyrir upphlaðinn veg. Hallinn er jafn 1:25. . . . “ Þarna komast þeir Björn og Sigurjón að kjarna málsins. Mér finnst þessir aðilar hafa sýnt lofsverðan áhuga á þessu máli, og ég vona, að þetta verði upphaf á miklum framkvæmd- um, svo þarna komi greiðfær framtíðarvegur milli landsfjórð unga. I framhaldi af þessu ætla ég til fróðleiks og gámans að rifja upp sumt af því, sem ritað hefur verið um þessa hálendisleið. Björn Þórðarson segir í Ferð- um — riti Ferðafélags Akur- eyrar — 1973: ' „Þann 10. september 1939 var gerður út leiðangur til að at- huga líklegt vegarstæði upp úr Eyjafirði. Farið var á hestum frá innstu bæjum í Eyjafirði og haldið inn Eyjafjarðardal. Þeg- ar komið var að Ströngulækj- u'm féllust mönnum hendur — ómögulegt — engin tæki — engir peningar — aðeins hug- sjónin. Austan Eyjafjarðarár var sýnilega vegarstæði, en brú á Eyjafjarðará? — útilokað. Þá varð Vatnahjalli fyrir val- inu. . . . “ Sigurjón Rist segir frá göngu ferð sinni um Eyjafjarðardal veturinn 1973 í Ferðum á þessa leið: „. .. . Það er komið fram í apríl, vorið er í nánd, leysing hafin í byggð, 1.6 metra sæmi- léga jafnfallinn snjór á Sprengi- sandi, einmitt rétti tíminn til að mæla á snjóstikunum. . . .“ - Frá Bæjarstjórn .. (Frainhald af blaðsíðu 8) ist framkvæmdir eigi síðar en næsta ýor. Ennfremur skorar bæjarráð á háttvirt samgöngu- ráðuneyti, að útvega meira fjár- magn til þessara framkvæmda. Myndlistarfélagið. Myndlistarfélag Akureyrar leitar eftir fjárstuðningi hjá bæjarsjóði til greiðslu á hálfum launum eins fastráðins kennara, auk styrks til ýmiss annars skólakostnaðar, vegna nýstofn- aðs Myndlistarskóla. Bæjarráð hefur lagt til, að greidd verði hálf laun eins myndlistarkennara í sex mán- uði úr bæjarsjóði, en ákvörðun um frekari styrkveitingu verði frestað til næstu fjárhags- áætlunar. Eyjafjarðardalur er óhæfur fyrir ruddan veg, en ákjósan- legur fyrir upphlaðinn veg. 1 framhaldi af þessu er svo gaman að athuga, hvað sumir aðrir hafa sagt um upphlaðinn veg yfir hálendið. Þá er miðað við a. m. k. 2 m upphlaðinn veg að meðaltali sbr. mælingar Sig- urjóns á snjódýptinni 1.6 m. í Vísi 11. október 1969 birtist grein, sem heitir: BORGAR VEGUR YFIR SPRENGISAND SIG UPP Á EINU ÁRI? Þar stendur þetta m. a.: „. . . . Vegurinn frá Þjórsá að Tungnaá, yfir 30 km á lengd, mun aðeins kosta 8.5 milljonir króna.... Ef reiknað væri með sama kostnaði, mundi vegur frá Þórisósi og niður í vegakerfi Eyjafjarðar kosta um 35 millj- ónir króna. . . . Þarna mundi leiðin Reykjavík—Akureyri verða rúmir 350 km eða nær 100 km styttri en þegar farið væri um byggðir.... Ef aðeins sparnaðurinn á vöruflutningum væri reiknaður út, kæmu út úr því dæmi 80—90 milljónir króna árlega, eða tvisvar til þrisvar sinnum hærri upphæð en vegurinn gæti hugsanlega orðið ódýrastur. ... Þá er eftir að meta sparnaðinn af því, að þessi vegur gæti hlíft núverandi vegum norður í land á vorin, þegar frost er að fara úr jörð.... Séu öll þessi atriði rétt, má halda því fram grín- laust, að vegur yfir Sprengi- sand kostaði minna en ekki neitt, eða svo mætti segja um veg, sem borgaði sig upp á skemmri tíma en einu ári í bein um útreiknanlegum kostnaðar- tölum. . . . “ Síðan þessi grein var skrifuð hefur allt verðlag hækkað til muna, en hlutföllin í útreikn- ingnum ættu þó að vera þau sömu. í Morgunblaðinu 19. marz 1970 er grein eftir Karl Friðriks son fyrrverandi vegaverkstjóra hér norðanlands, en Karl var einmitt mjög kunnugur á þess- uxn slóðum. Greinina nefnir hann: NOKKUR ORÐ UM SPRENGISANDSVEG. Karl miðaði hugmynd sína við Hólafjall, sem hann taldi erfiðasta hluta leiðarinnar suð- ur á land. Um þann hluta segir hann m. a.: „. . . . Viðvíkjandi Hólafjalli, sem er hæsti hluti leiðarinnar, er það álit mitt, að vel upp- byggður vegur eftir því verði varla nokkunx tíma snjóþung- ur, en náttúrlega geta skapast þar vond veður, en með þéttri merkingu ætti hann í flestum veðrum að verða fær, og það ætti að verða veginum til gildis, ef góður afleggjari yrði af hon- um að sæluhúsinu við Lauga- fell, sem nú er upphitað með laugarvatni. ... Og nú vil ég skora á Akureyringa og Eyfirð- inga að fylgja hugmyndinni fast fram til sigurs, því þetta er ekki eingöngu þörf flutningaleið, heldur ómetanleg leið fyrir alla þá, sem unna fegurð og tign hálendisins.“ Öll þessi orð Karls heitins Friðrikssonar vildi ég gera að mínum. Ef ég að lokum dreg saman það helzta, sem lesa má úr þess- um tilvitnunum hér að framan, verður niðurstaðan þessi. Það er hægt að gera góðan veg um Eyjafjarðardal og þá leið suður yfir Sprengisand. Sá vegur ætti að verða snjóléttur, en vond veður mundu öðru hvoru tefja eða hefta ferðir að vetrinum. Vegagerðin yrði dýr, en þó mundi hún ekki kosta eins mikið og það, sem sparast á einu ári í rekstri bifreiða, sem fara þá leið, vegna þess hve hún er mikið styttri en núverandi leið milli Akureyrar og Reykja- víkur. Með þetta í huga ættu Akur- eyringar og Eyfirðingar með samstilltu átaki að geta hrint framkvæmdum af stað. Angantýr II. Hjálmarsson. Get tekið tvær reglu- samar stúlkur í fæði. Uppl. í síma 2-12-24. Mig vantar á næstunni AÐSTOÐARSTÚLKU. Jón Bjarnason úrsmiður, Hafnarstræti 94. Til sölu Ford BRONCO árgerð 1666 í mjög góðu lagi. Upplýsingar gefur Hörður Svanbergsson. sími 1-11-61. Opel Record Cupe 1900 L 2ja dyra sportbifreið. til sölu. Stefán Stefánsson, Litlu-Tjörnum, sími um Fosshól. Land Rover dísel árg. 1972 til sölu. Stefán Stefánsson, Litlu-Tjörnum, sími um Fosshól. e • e Bændiir - Norðlendingar Höfum á lager hina endingargóðu LUC.AS rafgeyma í dráttárvélar og bifreiðar. ÁRS ÁBYRGÐ. SJÁLFSÞJÓNUSTAN S.F. KALDSBAKSGÖTU - SÍMI 1-12-93. Opið alla daga frá kl. 8,30—23,00. Styrktarfélag vangefinna býður nú upp á FIMM NÝTÍZKU BIFREIÐIR í vinninga. Miðinn kostar tvö hundruð krónur. MÁLEFNIÐ VARÐAR ALLA. JÓHANNES ÓLI SÆMUNDSSON, sími (96) 1-23-31. Umboðsmaður fyrir A- og Þ-miða. UMBOÐ Á AKUREYRI: BYGGINGAVÖRUDEILD

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.