Dagur


Dagur - 28.11.1973, Qupperneq 8

Dagur - 28.11.1973, Qupperneq 8
EYFIRZK FRÆÐI I II GERIZT ÁSKRIFENDUR SÖGUFÉLAG EYFIRÐINGA PÓSTHÓLF 267 • AKUREYRI Dagur Akureyri, miðvikudaginn 28. nóv. 1973 Dömu og ff^ herra I i GULLSMIÐIR steinhringar. |\ SIGTRYGGUR Mikið úrval. II & PÉTUR ^ AKUREYRI SMATT & STORT UPPHITUNIN Um helmingur þjóðarinnar býr nú við þau lífsins gæði, er felast í upphitun húsa með heitu vatni úr iðrum jarðar. Til viðbótar eru nýjar hitaveitur áætlaðar á Suðvesturlandi. Austfirðir og Vestfirðir eru illa settir hvað jarðhitann snertir, en á Norður- landi eru hitaveitur á nokkrum stöðum. Akureyri er ekki vel sett hvað hitaveitu varðar, þar sem hitaleit í nágrenni bæjarins hefur ekki gefið þá raun sem vænst var. En ný viðliorf krefj- ast nýrra vinnubragða til úr- lausnar í þessu máli. SKAUTASVELL Akureyrarbörn hafa verið að spyrjast fyrir um það, livenær þess megi vænta að útbúið verði handa þeim skautasvell. Segja þau réttilega, að nægileg hafi frostin verið til þess að undanförnu. — Blaðið kemur óskum barnanna hér með á framfæri við þá, sem í vetur eiga að sinna þessum málum. BÍLASTÆÐIN VIÐ BÆJAR- SKRIFSTOFURNAR Gildur skattgreiðandi liefur beð ið blaðið að koma þeirri ábend- ingu á framfæri, að starfsmenn bæjarins tileinki sér flest bif- reiðastæði við bæjarskrifstof- urnar, svo að viðskiptavinir geti ekki lagt þar bifreiðum sínum, þegar þeir koma til að borga í bæjarsjóðinn. Það skal fram tekið, að æðstu menn stofnunar innar nota þó önnur bifreiða- stæði og ætti það að vera öðrum starfsmönnum til eftirbreytni. Bilaffur rafstrengur til Hríseyjar Nýbygging KEA við Hafnarstræti. Þessi mynd er tekin frá Kaupvangsstræti. (Ljosm.: E. D.) Fréfiir frá Kaupfélagi Eyfirðinga KAUPFÉLAG Eyfirðinga gefur öðru hverju út fréttabréf fyrir starfsfólk sitt og nefnist KEA- fréttir. í nýútkomnu fréttabréfi er meðal annars sagt frá hinni nýju sex hæða stórbyggingu við Hafnarstræti á Akureyri og hvernig hún er notuð. Á fyrstu hæð er Skódeildin, er þangað flutti í maí 1972. Stjörnu apótek flutti sig þangað í júní sl. og Herradeildin í júlí síðastliðinn. Á annarri hæð, er Vefnaðar- vörudeild og Teppadeild, Hljóm deild og Leikfanga- og ritfanga- deild. Þriðja hæðin verður útbúin fyrir skrifstofur og sú fjórða verður tekin í notkun síðar í vetur og flytur Skattstofa Norð- urlands eystra þangað. Fimmta og sjötta hæð eru notaðar sem birgðastöð fyrir Matvörudeild með vöru- afgreiðslu frá Gilsbakkavegi, þar til byggð verður sérstök vörugeymsla. Tankflutningar. Hinn 6. október sl. hófust tankflutningar á mjólk til Mjólkursamlags KEA frá 60 bæjum í Öngulsstaðahreppi og Svalbarðsstrandarhreppi. En um þetta stórmál er samþykkt frá 27. apríl 1971. Næsti áfangi ÞANN 24. nóv. sl. varði Páll Skúlason doktorsritgerð í heim- speki við Institut Supérieur de Philosophie, Université Catho- lique d’Louvain í Belgíu. Nefnist hún á frönsku „Du Cercle et du Sujet Problémes de compréhension et de méthode dans la philosophie de Paul Ricoeur.“ Ricoeur er einn frægasti núlifandi heimspeking- ur Frakka og fjallar ritgerðin fyrst og fremst um verk hans. Hlaut Páll mikið lof fyrir rit- gerð sína hjá andmælendum og hæstu einkunn, en þar eru eink- unnir gefnar, sem er óvenjulegt. í Páll lauk stúdentsprófi í M.A. í þessu máli er samskonar flutn ingur á mjólk frá Saurbæjar-, Hrafnagils- og Grýtubakka- hreppi. Mjólkursamlagið annast flutninga þessa. Bifröst. Bifröst, vöruflutningastöð KEA, flutti í „gamla timbur- húsið“ snemma sl. sumar, Hafnarstræti 82. Er þar rýmri aðstaða og betri. Starfsmenn Bifrastar eru 16. KEA meðal stærstu fyrirtækja landsins. Dr. Guðm. Magnússon, pró- fessor, birti í 5. tbl. Frjálsrar Páll Skúlason. árið 1965 og hóf sama ár nám við fyrrnefndan skóla og lauk þaðan licenciatprófi ásamt fyrri hluta doktorsprófs vorið 1969. Vann síðan að doktorsritgerð- inni þar til haustið 1971, en var þá settur lektor við Háskóla ís- lands, settur prófessor í veik- indaforföllum Símonar Jóh. Ágústssonar haustið 1972, og nú í haust skipaður lektor í heim- speki við'Háskólann. Páll er fæddur 1945, sonur hjónanna Þorbjargar Pálsdóttur og Skúla Magnússonar kennara á Akureyri. Kvæntur er Páll Auði Birgis- dóttur frá ísafirði. Q verzlunar yfirlit yfir stærstu fyrirtæki á íslandi. Raðar hann þeim í fyrsta lagi eftir veltu án söluskatts árið 1971, en tekið skal fram, að bankastofnanir eru ekki taldar með í þessari flokkun. Tíu efstu fyrirtækin eru: 1) Samband ísl. samvinnu- félaga, 2) Loftleiðir, 3) Kaup- félag Eyfirðinga, 4) Olíufélagið h.f., 5) íslenzka álfélagið h.f., 6) Eimskipafélag íslands h.f., 7) Pótur og sími, 8) Olíuverzlun íslands h.f., 9) Vegagerð ríkis- ins og 10) Skeljungur h.f. í öðru lagi gerir hann grein fyrir hver séu stærstu íyrirtæki landsins, ef miðað er við vinnu- aflsnotkun og styðst við skýrsl- ur um slysatryggðar vinnuvik- ur. í tíu efstu sætunum árið 1971 eru þessi fyrirtæki: (Framhald á blaðsíðu 5) Sérstakt skipulag. Nýlega sendu nokkrir menn bæjarstjórn erindi þess efnis, að þeim yrði heimilað á sinn kostnað að skipuleggja svæði umhverfis Hrafnabjörg (vestan við SÍS-verksmiðjurnar) og gera uppdrætti af því skipulagi, enda fengju þeir forgang að lóðum, sem þar kynnu að fást. Bæjarstjórn hafnaði að verða við erindinu. Samið við verkfræðinga. Bæjarstjórn samþykkti bráða birgðasamkomulag um kaup og kjör verkfræðinga, sem vinna hjá bænum, á sama hátt og Reykjavíkurborg hafði áður gert. Með samkomulagi þessu hækkar kaup verkfræðinganna um 16% þar til endanlegir samningar verða gerðir. En ætlunin er að frá þeim verði gengið fyrir janúarlok. Eftirsóttar lóðir. Nýlega voru auglýstar 9 lóðir við Háalund og Hjarðarlund, sem áður voru ætlaðar undir FYRIR nökkrum dögum bilaði rafstrengur sá, sem liggur frá Helluhöfða á Árskógsströnd til Hríseyjar, 350—400 metra frá landi. Sigurður Finnbogason, fréttaritari blaðsins í Hrísey, sagði blaðinu í gær, að með morgninum hefði strengurinn verið dreginn upp á yfirborðið og viðgerð stæði yfir. Af þessum sökum fór raf- magnið algerlega af hjá okkur, sagði fréttaritarinn. En lítil díselstöð í eynni, sem framleitt getur 85—90 kw, var sett í gang. NÝLEGA var undirritaður í Reykjavík samningur milli Orkustofnunarinnar hér á landi og Kjarnorkumálanefndar Bandaríkjanna um upplýsinga- skipti varðandi hagnýtingu jarð hitans. Jakob Björnsson undir- ritaði samninginn fyrir hönd Orkustofnunarinnar en Dixie Lee Ray fyrir hönd Bandaríkj- Viðlagasjóðshús. 44 umsóknir bárust um þessar lóðir, sem allar eru ætlaðar undir einbýlis- hús. Peningalykt. Heilbirgðiseftirlit ríkisins hef- ur lagt til, sem skilyrði fyrir rekstrarleyfi Krossanesverk- smiðjunnar, að byggður verði þar 70 metra hár reykháfur. Heilbrigðisnefnd Akureyrar tel ur ekki rétt að krefjast þessa 70 metra reykhálfs, þar sem ekki liggi fyrir rök um ávinn- ing að þeirri framkvæmd. Á hinn bóginn telur heilbirgðis- nefnd bæjarins rétt að verk- sipiðjan geri grein fyrir því gagni-f sem lofthreinsitækjabún- aður kynni að gefa. En hái reyk háfurinn eða hreinsitæki eiga að koma í veg fyrir að „peninga lyktin“ berist í vit bæjarbúa. U nglingavinna. Lögð hefur verið fram skýrsla um starfsemi Vinnuskólans á síðastliðnu sumri. Alls störfuðu á vegum hans 142 unglingar, Höfum við síðan búið við knappa rafmagnsskömmtun, en þó held ég að hvergi hafi frosið vatn í miðstöðvum. Bilun varð á rafstrengnum á svipuðum slóðum fyrir nokkr- um árum og var því kennt um, að það væri af völdum ísjaka, hvort sem svo var eða ekki. Byrjað er að leggja heita vatnið inn í húsin og allt að tíu hús hafa fengið vatnið frá hita- veitunni, og það þykir heldur gott nú í frostunum. Fólk er stórhrifið af heita vatninu. Q anna. En hún er talin valda- mesta kona í stjórnkerfi Banda- ríkjanna. Samningur þessi er talinn geta orðið báðum aðilum að miklu gagni í þeirri öru þróun, sem nú er búizt við að verði á sviði jarðhitanýtingar í þeim heimshlutum, sem eiga auð- lindir jarðhitans. Q sem skiluðu rúmlega 26 þús. klukkustunda vinnu, við ýmis konar störf í bænum, þar af hjá Skógræktarfélaginu 4600 klst., við barnaleikvellina 4300 klst. og Lystigarðinn 1000 klst. Við heyvinnu 4000 klst. Fyrir þessa vinnu voru greiddar 2.9 millj. króna. Frá Mæðrastyrksnefnd GÓÐIR AKUREYRINGAR! Eins og á liðnum árum gengst nefndin fyrir peningasöfnun fyrir jólin, til hjálpar bág- stöddum. Skátar munu fara um bæinn fyrstu dagana í desember, og veita gjöfunum móttöku. Treyst um nú sem fyrr gjafmildi yðar. Ennfremur veita neðanskráð- ar konur gjöfum móttöku: Áslaug Þorsteinsdóttir, sími 21118. Ingibjörg Halldórsdóttir, i sími 11807. Freygerður Bergsdóttir, sími 12371. Akureyringur ver doklcrsritgerð Eitt og annað frá bæjarstjórn — Upplýsingaskipti um jarðhita

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.