Dagur - 27.02.1974, Side 2

Dagur - 27.02.1974, Side 2
2 Ævarr Hjartarson tók þessa mynd af snjóblásaranum. MÁNUDAGSKV ÖLDIÐ 18. febrúar sl. var Bændaklúbbs- fundur að Hótel KEA. Frum- mælendur voru þeir Gísli Jóns- son framkvæmdastjóri Sam- bands íslenzkra rafveitna og Friðþjófur Hraundal öryggis- eftirlitsmaður. Gísli Jónsson ræddi um upp- hitun húsa með rafmagni. Sagði hann m. a., að það væri ekki rétt sem oft væri haldið fram, að hitun með rafmagni og þá þilofnum gæfi þurrt loft og væri því óþægileg hitun. Ástæðan fyrir hinum útbreidda misskiln- ingi, að rafhitun gefi þurrt loft, kann að vera sú, að þegar hit- unarkerfin hafa ekki getað full- r Alyktun og áskorun FUNDUR miðnefndar her- stöðvaandstæðinga á Akureyri 21. febrúar fagnar því, að til- raun stjórnarandstöðunnar til að fella ríkisstjórnina með undir skriftasöfnuninni „Varið land“ hefur nú mistekist, þar sem undirskriftir eru ekki fleiri en sem svarar atkvæðamagni stjórnarandstöðuflokkanna við síðustu alþingiskosningar og leiða því í ljós, að þeim hefur ekki vaxið fylgi, þrátt fyrir það, að valdakerfi og peningavaldi hægri aflanna hafi verið beitt til hins ítrasta. Það er því sýni- legt að meirihluti þjóðarinnar unir því ekki að ríkisstjórnin hviki frá málefnasamningnum um brottför hersins. Fundur miðnefndar herstöðva andstæðinga á Akureyri 21. febrúar skorar á forsvarsmenn „Varins lands“ að birta undir- skriftalista sína opinberlega, þar sem grunur leikur á að ýmis nöfn sem þar er að finna séu misjafnlega fengin. (Frá miðnefnd herstöðvaand- stæðinga á Akureyri) HJÁ Búnaðarsambandi Eyja- fjarðar, í samvinnu við Vega- gerð ríkisins á Akureyri, standa nú yfir prófanir á snjóblásara. Blásari þessi er ætlaður á drátt- arvélar sem eru af stærð 50—60 ha. Vinnslubreidd hans er um 2 metrar og þykkt þess snjólags sem hann getur tekið í hverri ferð er um 40 cm. Blásari þessi er þannig gerður, að hann er tengdur á þrítengi dráttarvélar og því mjög fljótlegt að setja hann við og taka hann frá. Þá er og hægt að snúa honum á tvo vegu, þannig að dráttarvél- inni sé ekið afturábak og eins þannig að hún gangi í snjónum á undan blásaranum. Þær prófanir sem gerðar hafa verið með tæki þetta lofa all- góðu. Afköst blásarans við sæmi legar aðstæður reyndust vera um 25—30 rúmmetrar af snjó á mínútu, og var þá aksturshraði dráttarvélar um 1.8 km/klst. Engir ruðningar koma við mokstur með þessu tæki en snjórinn dreifist nokkuð jafnt á um 20—30 metra breitt belti. Hægt er að blása snjónum til beggja hliða í einu og eins til annarrar hvorrar hliðar eftir því sem aðstæður eru. Mjög fljótlegt er að breyta blásturs- stefnu (úr ekilssæti). Blásari þessi er framleiddur í Svíþjóð og trtun kosta hingað kominn um 110.000 kr. Hug- myndin með þessari prófun var að fá tæki sem gæti hentað til að hreinsa snjó af heimreiðum, en með tilkomu tankflutninga á mjólk vex þörfin á að halda heimvegum greiðfærum. Áfram- haldandi athuganir verða gerð- ar með tæki þetta í vetur þann- ig að nokkur reynsla mun fást af notkun á slíku tæki. Mjög víða eru nú til dráttar- vélar af þeirri stærð sem þarf til að blásarinn geti skilað full- um afköstum og er því mögu- leiki á sameiginlegum kaupum og rekstri á slíku tæki fyrir nokkra bændur. □ Börnin fögnuðu miklum flóðum á Akureyri í gær, en þau urðu mörgu fólki til óþurftar. Víða rann vatn inn í hús, svo sem hér má sjá í Aðalstræti. (Ljósm.: Fr. V.) Aukin stöðlun í húsagerð áherzla lögð á fjölgun staðla, sem tengdir eru svokölluðu „mátkerfi“, en það er stærðar- kerfi fyrir byggingariðnaðinn. Verður stefnt að því, að í þess- um áfanga liggi fyrir staðlar um ákveðin kjörmál fyrir veggi, tröppur, hurðir, karma, innrétt- ingar, gluggahluta og stærðir. Á síðasta ári hafa orðið stór- felldar hækkanir , á ýmsum byggingavörum og sér enn ekki fyrir endann á þeim. Er mikil- vægt að við þeim verði brugð- ist með jákvæðum hætti. Vafa- laust ef, að eitt ráðið til varnar er stóraukin stöðlun bygginga- hluta, er tryggir m. a. miklu hagkvæmari notkun byggingar- efnanna og stórbætta nýtingu þeirra. Er þess því vænzt, að byggingariðnaðurinn og allur almenningur taki vel og veiti brautargengi þeim íslenzku stöðlum, sem þegar eru fyrir- liggjandi og koma munu út á þessu ári og síðar. Húsnæðismálasaofnun ríkisins, Iðnþróunarsofnun íslands. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN ríkisins og Iðnþróunarstofnun íslands hafa nýlega gert með sér samning um skipulagt sam- starf um gerð nýrra íslenzkra staðla og unr notkun staðla við framkvæmdir á sviði íbúða- bygginga. Á grundvelli þessa ssmstarfs mun Iðnþróunarstofn un íslands auka yerulega starf sitt 'áð staðlagerð til notkunar í byggingariðnaðihum og Hús- næðismálastofnun; ríkisins mun stuðla að því, að íslenzkir staðl- ar verði í vaxandi mæli notaðir við hönnun þeirra íbúðabygg- inga, sem hún, veitir lán til. Með aukinni notkun staðla við hörtnun íbúðabygginga er m. a. stefnt að lækkun bygg- ingarkostnaðar. í fyrsta áfanga nægt hitunarþörfinni, er al- gengt að fólk bregði upp lausum rafmagnsofnum. Þetta skeður þegar kalt er, en þá er vanda- málið með þurrt loft einmitt fyrir hendi. Fyrir misskilning hefur svo skuldinni verið skellt á rafmagnsofnana í stað kuld- ans. Þá ræddi hann um hin ýmsu form rafhitunar, s. s. þilofna, geislahitun og hitun á vatni með rafmagni. Þá gerði hann saman- burð á upphitunarkostnaði, bæði með olíuhitun og rafmagns hitun. Lagði hann til viðmið- unar hús af stærð 420 m:?. Sam- kvæmt reynslutölum mun þurfa um 67 kwh/m3 á ári í rafmagni, eða 13.1 líter/m3 af olíu á ári. Sé miðað við orkuverðið kr. 1,10 pr. kwh og kr. 7,70 fyrir líter af olíu, þá kostar að hita m3 í þessu húsi kr. 76,79 ef raf- magn er notað, en kr. 130,40 sé hitað með olíu. Er þarna um aklýhbsfundi verulegan mun að ræða, sé miðað við þessar tölur. Friðþjófur Hraundal ræddi um öryggismál í sambandi við rafmagn. Sagði hann m. a., að elztu reglur um öryggisákvæði væru frá 1913. Dauðaslys a£ völdum rafmagns hafa verið frá 1940 22 talsins. Einnig hefur nokkur fjöldi af búfé drepizt a£ völdum rafmagns. Brunar sem stafa út frá rafmagni eru um 17% af öllum brunum á land- inu. Þá ræddi hann um hættur af rafmagni í sambandi við bruna á heyi. Benti hann á að óvarin laus ljósastæði (hundar) gætu verið mjög hættuleg, t. d. kvikn- ar í út frá 100 w peru sem li-gg- ur í heyi á um það bil hálftíma. Báðir ræðumenn sýndu skuggamyndir máli sínu til stuðnings. Fundarstjóri var Ólafur G. Vagnsson ráðunautur. Fundinn sóttu um 30 manns. Q Frétt frá Náttúru- lækniiigafélaginu FÉLAGIÐ hefur á undanförn- um vikum sent frá sér bréf til félagasamtaka um norðanvert landið, hafa nú þegar verið send út yfir eitt hundrað bréf. Bréf þessi þjóna tvenns konar til- gangi, annars vegar kynning á starfsemi félagsins, hins vegar ósk til fjármögnunar því undir- búningsverkefni, sem félagið vinnur nú að. Nú þegar hefur fyrsta félagið svarað erindi N.L.F.A., er það kvenfélagið Baldursbrá í Glerár hverfi, sem hafði bollusölu og munabazar sl. sunnudag. Hefur formaður Baldursbráar, frú Bergþóra Bergsdóttir, afhent formanni N.L.F.A. ágóðann a£ sölunni, kr. 25.000,00. N.L.F.A. sendir sínar beztu þakkir fyrir hið skjóta viðbragð, sem þetta félag sýndi og þann fómarhug, sem að baki býr. Megi fleiri félög taka sér fram- tak þeirra sér til eftirbreytni. ' Konur í Baldursbrá! Megi störf ykkar blómgvast og bless- ast á komandi tíð. F. h. N.L.F.A., ! Laufey Tryggvadóttir. Frá afhendingu snjósleðans. Talið frá vinstri: Þormóður Sigur- geirsson formaður Lionsklúbbsins, Ragnar Ingi Tómasson for- maður Hjálparsveitar skáta og Valur Snorrason gjaldkeri Lions- klúbbsins. Lionsmenn gela snjósleða NÝLEGA gaf Lionsklúbbur Blönduóss Hjálparsveit skáta á Blönduósi 30 ha. snjósleða af gerðinni Johnson, en hann er fluttur inn af Gunnari Ásgeirs- syni. I haust gaf klúbburinn ung- um bónda, Jóni Þorbjörnssyni, Snæringsstöðum, kýrverð, en hann missti átta kýr af völdum raflosts. Fjáröflun Lionsklúbbsins hef- ur gengið vel á þessu starfsári, en fjár aflar klúbburinn með blóma- og perusölu, útgáfu jóla- korts og með því að efna til spilakvölda. Fundi hefur klúbburinn tvisvar í mánuði og eru þar rædd ýmiss framfaramál. Sviða- messa var haldin á haustdögum og konukvöld í lok nóvember. Árshátíð klúbbsins er fyrirhug- uð 2. marz. Klúbbfélagar eru 32, allir bú- settir á Blönduósi og í nær- sveitum. Stjórn klúbbsins skipa: Þor- móður Sigurgeirsson formaður, sr. Árni Sigurðsson ritari og Valur Snorrason gjaldkeri. F. h. Lionsklúbbsins, Magnús Ólafsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.