Dagur - 27.02.1974, Side 5

Dagur - 27.02.1974, Side 5
4 Skrifstofur, Ilafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. , Hverjum er um að kenna ? EITT af fyrstu verkum núverandi ríkisstjómar var að gera áætlun um að ljúka rafvæðingu dreifbýlisins á næstu þremur árum, að þriggja km marki milli býla. Þessari áætlun á að ljúka á þessu ári. Af þeim 930 býlum, sem talið var, að ekki hefðu fengið rafmagn frá samveitum í árs- lok 1971, var talið að eftir yrðu 138 býli í árslok 1974, en 27 þeirra em með vatnsaflstöðvar, 87 með mótora en 49 án raforku, að þessari áætlun lokinni. Á fyrsta ári gerði áætlunin ráð fyr- ir, að tengd yrðu 328 býli, á því næsta 239, en á þessu ári verða um 200 býli tengd. Fjármagn hefur verið tryggt til að þessi áætlun standist og hefur fjármálaráðherra margsinnis lýst því yfir, að á fjármagni myndi ekki standa til að ljúka þessu verk- efni á tilsettum tíma. Á síðasta ári áttu þrettán býli í Þistilíirði að fá rafmagn, samkvæmt þessari áætlun. Línan var lögð, eins og til stóð', frá Kópaskeri til Þórs- hafnar og heimtaugar til þeirra býla, sem áætlunin náði til. Ábúendur vom að sjálfsögðu krafðir um heim- taugargjöld, eins og lög ákveða og stóð ekki á greiðslum. Heimilisfólk þessara bæja stóð í þeirri trú, að raf- magnið yrði komið fyrir jólin og hugsaði til þess með tilhlökkun. En þegar leið á jólaföstu og engir spenn- ar vom austur komnir, fór fólk að ókyrrast og spyrjast fyrir um fram- kvæmdir. Vom svörin þá bæði dræm og óljós, en þó var helzt svo að skilja, að dregizt hefði úr hömlu að afgreiða þessa spenna frá framleiðanda þeima erlendis. Árið leið og ekki gerðist meira í málinu. I janúar voru gerðir út menn til að knýja á um úrlausn þessara mála. Því var þá heitið að tenging skyldi hafin 2. febrúar og síðan hljóðaði loforðið upp á 10. febrúar. í janúar koinu margnefndir spennar til Þórshafnar, ásamt bifreið með nauðsynlegum útbúnaði til að nota við verkið. En síðar var eitthvað af þessum spennum flutt burt til þeirra staða, sem liart urðu úti í óveðrinu á dögunum, en bæimir í Þistilfirði em ennþá rafmagnslausir og ekkert vitað hvenær úr rætist. Það hefur ekki verið staðið að þessari framkvæmd á þann veg, að afsakanlegt sé, hvað sem veldur. Ekki er hægt að kenna því um, að fjár- magn hafi skort og rúm tvö ár síðan ákveðið var, að rafmagn átti að koma á þessa bæi á síðasta ári. Þetta mál er með þeim hætti, að kref jast verður undanbragðalausrar skýringar og hverjum hér er um að kenna. □ Nokkur mál Búnaðarþings HjÖRTUR E. ÞÓRARINSSON SEGIR FRÁ HIÐ 56. Búnaðarþing hófst 11. febrúar og var sett með viðhöfn að venju og lýkur því í dag. Þing þetta er flestum öðrum styttra, enda fá stórmál tekin til meðferðar þar að þessu sinni, sagði Hjörtur E. Þórarinsson þingfulltrúi blaðsins í gær. Hann drap á helztu þingmál og sagði meðal annars: Mál þau, er Búnaðarþing tek- ur til meðferðar nú, eru 37 tals- ins og koma þau úr ýmsum átt- um, frá einstökum bændum, Alþingi, stjórn Búnaðarfélags íslands og frá búnaðarsambönd- unum. Ekki hefur Búnaðarþing fjallað um stóra lagabálka, eins og stundum áður, en þó var hjá okkur starfandi milliþinga- nefnd, sem átti að gera tillögur um endurbætur á rekstri rækt- unarsambandanna. En ýmis þeirra hafa átt erfitt uppdráttar á undanförnum árum. Þessi nefnd lagði fram uppkast að nýjum lögum um þetta efni, en þau lög heita: Lög um rækt- unar- og húsgerðarsamþykktir í sveitum. í þessu lagafrumvarpi er gert ráð fyrir aukinni fjár- hagsaðstoð hins opinbera við ræktunarsamböndin, einkum er varðar endurnýjun á vélakosti þeirra, og ennfremur á þeim tækjum, sem sameiginlega eru notuð við húsagerð. Annað meiriháttar mál, sem þingið hefur fjallað um, er frum varp til nýrrar reglugerðar um AÐALBJÖRG Sigurðardóttir, lándskunn gáfu- og skörungs- kona, var jarðsungin á Akur- eyri á mánudaginn, að við- stöddu fjölmenni. . Hún fæddist í Miklagarði í Eyjafirði 10. janúar 1887 og voru foreldrar hennar Sigurður Ketilsson bóndi þar og Sigríður Einarsdóttir kona hans. Hún var fjölmenntuð kona, var kenn ari m. a. við Barnaskóla Akur- eyrar um tíu ára skeið, en var rjómabússtýra bæði í Rangár- vallasýslu og í Eyjafjarðarsýslu 1 (Framhald af blaðsíðu 1) framgjarn maður í þeirra hópi kvaddi sér hljóðs á fundi þeirra og sagði, að Framsóknarmenn stjómuðu bænum og hefði svo verið á öllu kjörtímabilinu, enda væru þeir eiginlega átta talsins og gætu eignað sér allt, sem vel væri gert í bæjarstjóm- inni, en íhaldið væri lítils meg- andi. Ekki er blaðinu kunnugt um hvort lausn gátunnar hefur bögglazt eitthvað fyrir brjósti hins unga manns. SAMEIGINLEGT FRAMBOÐ Kratar og frjálslyndir hafa ákveðið sameiginlegt framboð við bæjarstjómarkosningamar á Akureyri. Hafa samninga- mennirnir í vikur og mánuði verið að ýtast á um efstu sæt- in og menn í þau. Hins vegar er ekki vitað, hvort þessi nýju sam tök hafi gert sér grein fyrir nokkurri bæjannálastefnu, sem á þó að vera forsenda fyrir sam- eiginlegu framboði. Sé ekki um þá sameiginlegu stefnu í bæjar- málum að ræða, sem tengir þessa flokka saman, er sýnilega um hrein og bein hrossakaup að ræða, sem kjósendur hljóta að gjalda varhuga við. RÖKFRÆÐI SEM SEGIR SEX Maður nokkur,. sem virðist mat á gærum og ull, unnið af stjórnskipaðri nefnd, sem skil- aði áliti fyrir þingið. Er þar gert ráð fyrir lögboðnu mati og breyttu á þessum vörum, er miði að meiri vöndunar fram- Hjörtur E. Þórarinsson. leiðslu og meðferðar. Var frum- varpinu mjög vel tekið. Sunnlendingar báru fram til- lögur um stofnun kjötrannsókn- arstöðvar. Þar segir: Búnaðar- þing telur það miklu varða fyr- ir íslenzkan landbúnað, að kjöt- framleiðslan svari sem bezt á sumrin. Félagsmálastörf henn ar voru mikil og fjölþætt, erindi hennar um kvennamálefni, upp- eldismál, áfengismál og guð- speki nær óteljandi og blaða- og tímaritagreinar um þessi mál og önnur vöktu að jafnaði athygli. Eiginmaður Aðalbjargar Sig- urðardóttur var Haraldur Níels- son prófessor. Þau giftust 1918, en hann lézt 1928. Börn þeirra eru Bergljót Rafnar húsmóðir á Akureyri og Jónas Haraldz bankastjóri í Reykjavík. □ óvanur því að liugsa, skrifaði nýlega í blað íhaldsmanna um kosningaundirbúninginn á Ak- ureyri. Færir hann rök að því, að ósamkomulag sé hjá Fram- sókn en mikil eining hjá sínum mönnum. Rökin eru þessi: Vegna ósamkomulagsins hjá Framsókn birtu þeir flokka fyrstir framboðslista sinn! Vegna einingar hjá íhaldinu, ætlar það að hafa prófkjör! MUNU BEINA SPJÓTUM AÐ FRAMSÓKN Bæjarbúar, sem fylgjast með bæjarmálum og hafa áhuga á framfarastefnu þeirri, sem fylgt hefur vcrið undanfarin ár, eða allt frá því að Framsókn fékk aðstöðu til að láta að sér kveða, munu áfram ganga undir merki flokksins við næstu bæjar- stjórnarkosningar. í rökræðum og samtölum manna í milli, mun það koma glöggt fram, að andstæðingarnir óttast hið trausta og vaxandi fylgi í Fram- sóknar öðru meira og munu því beina spjótum sínum að Fram- sóknarmönnum í kosningabar- áttunni, allir sem einn. Ef svo verður, getur það verið þeim nokkur vísbending, sem í raun vilja ábyrgan, sterkan framfara- flokk, sem driffjöður bæjar- málanna, i margvíslegum kröfum neyt- enda, innlendra sem erlendra. í því sambandi má minna á það mikla átak, sem gert hefur verið til að tilbæta íslenzk búfjárkyn, meðal annars með tilliti til bættra kjöteiginleika og inn- flutning nýrra búfjárkynja. Til að styðja þetta ræktunarstarf og tryggja framfarir á kjötgæð- um búfjárstofna telur Búnaðar- þing, að tímabært sé að koma upp kjötrannsóknarstöð. Bún- aðarþing skorar á Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins að hefja sem fyrst undirbúning að því að koma þessari starfsemi á við Rannsóknarstofnun land- búnaðarins. En þegar bygging stofnunarinnar var reist á Keldnaholti, mun rúm fyrir þessa starfsemi hafa verið fyrir- hugað í byggingunni, þó ekki hafi orðið af framkvæmdum til þessa. Framangreind ályktun var afgreidd fyrir nokkrum dögum og þá send Rannsóknarstofnun- inni, sem brá strax við og sótti um fjárveitingar til að hrinda málinu fram. Um fyrirhugaða holdanauta- stöð í Hrísey gerði Búnaðarþing samþykkt, þar sem eindregið er óskað eftir því, að framkvæmdir hefjist með þeim krafti, að stöð- in geti tekið til starfa á næsta vetri. Ráðuneytið hefur upplýst, að framkvæmdir hefjist í vor. Eyfirðingar og Þingeyingar óska breytinga á sauðfjárböð- unum. Nú er skylt að baða sauð- fé annað hvort ár. Þykir það óþarfi nema þar sem óþrif eru í fé. í stað lögboðinna baðana komi eftirlit, einkum í slátur- húsum og sé böðun þá fyrir- skipuð, þar sem þörf er á. Er þetta talið spara mikla vinnu. Frá Sambandi norðlenzkra kvenna kom erindi um, að Búnaðarfélagið beiti sér á ein- Sambandsfréttir Nær 60% söluaukning | Innflutningsdeildar. Að því er Hjalti Pálsson fram kvæmdastjóri tjáði SF liggja nú fyrir bráðabirgðatölur um sölu Innflutningsdeildar á síðasta ári. Samkvæmt þeim var salan 2.577 milljónir króna, og er þá ótalin sementssala beint til fé- laganna og sala Vefnaðarvöru- deildar á framleiðsluvörum Sambandsverksmiðjanna á Ak- ureyri, en þessir liðir saman- lagðir hafa sennilega verið 160 —180 milljónir. Heildarsala Innflutningsdeild ar árið 1972 var 1.612 milljónir, og nemur því söluaukningin milli áranna skv. þessum tölum 59.9%. Mest aukning hefur orð- ið í byggingavörusölu eða rúm- lega 90% frá árinu 1972, en sölu aukning Birgðastöðvar nemur 42.8%. Framkvæmdir í verksmiðjunum á Akurcyri. Skv. upplýsingum frá Axel Gíslasyni aðstoðarframkvæmda stjóra Iðnaðardeildar hafa tals- verðar framkvæmdir verið und anfarið í Sambandsverksmiðj- unum á Akureyri. M. a. er ný- búið að taka í notkun í Gefjun loftræsti-, hita- og rakakerfi, sem bæði bætir loftræstinguna í vinnslusölunum og aðstöðuna til ullarvinnslu í ýmsum deild- um, þar sem visst rakastig er nauðsynlegt. Kerfi þetta er sjálf virkt, þegar það hefur einu sinni verið stillt. hvern hátt fyrir því, að konur, sem stunda prjónaskap í heima- húsum, fái viðunandi verð fyrir vinnu sína. Var erindi þessu vel tekið. Frá Borgfirðingum kom er- indi um nauðsyn á bættri síma- þjónustu í sveitum, en síma- þjónustan er víða fyrir neðan allar hellur og á mörgum sím- stöðvum opið aðeins 2 klst. á dag. Send var mjög skorinorð áskorun til Póst- og símamála- stjórnar um þetta efni og fleira viðvíkjandi bættri símaþjón- ustu. Eyfirðingra fluttu svohljóð- andi ályktun: ■ Búnaðarþing ályktar að fela stjórn Búnaðar- félags íslands í samráði við Bútæknideild Rannsóknarstofn- unar landbúnaðarins, að gera auknar tilraunir með tæmibún- að í haughúsum og áburðar- kjöllurum og vinna jafnframt að því, í samráði við Byggingar- stofnun landbúnaðarins, að all- ar nýbyggingar verði framvegis hannaðar með það fyrir augum, að tæming verði sem auðveld- ust og hagkvæmust. Fram kom erindi frá full- trúa úr N.-Þing. og af Austur- landi um stuðning við byggð- ina á Hólsfjöllum: Búnaðarþing beinir þeirri áskorun til Land- náms ríkisins, að það hlutist til um að treyst verði til fram- búðar búseta á þeim jörðum, sem enn eru í byggð þar. Bendir þingið á, að gerð verði þegar á þessu ári heildaráætlun, á hvern hátt búseta á þessum jörðum verði bezt tryggð. Þetta er sérstaklega rökstutt með nauðsyn þessarar byggðar vegna samgangnanna. Þetta sé varðstöð á mikilsverðri sam- gönguleið. Q í SÚ ORKA, SEM EKKI ER MÆLD Það er mikið rætt og ritað um orkumál og er það að vonum. Við hér á norðurslóðum erum á yztu nöf hvað raforku snertir, en allt um kring er jarðvarminn og beljandi fljót og fossar, sem bíða þess að flytja Ijós og yl inn á heimilin. Því ekki að hefjast handa og hrinda þessu í fram- kvæmd? En það eru fleiri orkugjafar, sem þarf að virkja, en hafa ekki verið virkjaðir sem skyldi á þeim mammonstímum, sem við nú lifum á. Sú orka er ekki mæld í megavöttum eða litlu krónunni okkar. Þessi orka stendur öllum til boða alveg ókeypis, ef menn og konur vilja hagnýta sér hana betur en verið hefur. Sú orka sem hér um ræð- ir er guðstrúin, eilífðarorkan, sem heimurinn er fullur af. Hún bíður þess aðeins að verða virkj uð til lífskjarabóta, ekki sízt til handa þeim, er misst hafa fót- anna í svartnættishyldýpi áfeng is og eða fíknilyfjaneyzlu. Tilefni þessara hugleiðinga er þátturinn Landshorn í sjónvarp- inu þann 1. febrúar sl., þar sem vandamál áfengissjúkra var til umræðu. Það mál snertir okkur öll að meira eða minna leyti. Ég er satt að segja undrandi yfir því að hafa ekki séð nema einn mann fjalla um efni umrædds þáttar á prenti, svo athyglis- verður sem þátturinn var. Þarna mættust andstæðir pólar, annars vegar læknirinn og fé- lagsráðgjafinn, hins vegar fyrr- Aðalbjörg Sigurðardóltir jarðsett SMÁTT & STÓRT Ljósmyndastofa Páls tók þessa mynd í leikhúsinu. Halló krakkar frumsýnl Á LAUGARDAGINN kemur hinn 2. marz verður barnaleik- ritið Halló krakkar frumsýnt klukkan 5 síðdegis. Leikritið skiptist í eftirfarandi atriði: forleik, ljósaleik, kynningarleik, spunaleik, slönguleik, valdaleik, gátuleik, árásarleik, foringja- leik, tónlistarleik og skattaleik. Eins og sjá má af þessari upp- talningu er Halló krakkar óvenjulegt leikrit og til þess ætlast að börnin taki þátt í leiknum. Strax við innganginn munu leikararnir taka á móti áhorfendum og leiða þá til sæta sinna og fá síðan aðstoð hjá þeim í ýmsum atriðum. Nokkrir áhorfendur verða beðnir að koma upp á svið og taka að sér hlutverk í stuttu atriði, þar sem sn 2, man leikara vantar og allir eiga áhorfendur þess kost að taka þátt í gátuleik og tónlistarleik. Sjö leikarar koma fram í sýn- ingunni: Aðalsteinn Bergdal, Gestur E. Jónasson, Guðlaug Hermannsdóttir, Guðmundur Olafsson, Kjurugei Alexandra, Saga Jónsdóttir og Sigurveig Jónsdóttir. Leikritið Halló krakkar er eftir Svíann Leif Forstenberg, en Guðlaug Hermannsdóttir hef ur þýtt það og staðfært. Arnar Jónsson og Þráinn Karlsson hafa gert leikmynd og leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Næstu sýningar á Halló krakkar verða á sunnudag kl. 2 og 5. (Frá L. A.) verandi áfengissjúklingar. Hin fyrrnefndu höfðu menntazt til meðhöndlunar sjúkum og þeim sem við margs konar þjóðfélags vandamál eiga að stríða, en svo virtist, sem þau hafi fallið inn í svo þröngan ramma sinnar menntunar að þar nánast sitji þau föst. Ekki er ég þar með að draga í efa starfsvilja þeirra hvors á sínu sviði. Hinir síðar- nefndu höfðu gengið í gegn um svartnætti drykkju og umkomu- leysis eins og þeir sögðu sjálfir, en þeir báru gæfu til að slíta af sér þessa helfjötra með innri viljastyrk. Þar kom einnig trúar orkan til hjálpar hinum unga manni. Hann virkjaði hana sér til handa og hefur nú hafið end- urreisnarstarf til aðstoðar þeim, sem hafa við sama vandamál að stríða og hann hafði, en hafa hug á að endurhæfa sig til lífs- ins aftur. Ekki þarf þessi ungi maður á að halda tugmilljóna- höll til starfsemi sinnar. Bíl- skúrinn dugar honum vel. Það er ósk mín til handa þess um bjarta unga manni, að starf hans megi bera þúsundfaldan árangur. Það er mikið um áætlana- gerðir á þessum síðustu tímum. Stórátök á að gera á ýmsum sviðum og er ekki nema gott eitt um það að segja. En tökum inn í áætlanagerðina stórátak á þeim sviðum, sem hér hefur verið drepið á, þ. e. áfengisvand ræði og fýknilyfjanotkun fólks- ins í landinu. Við hljótum öll að fagna því ef menntun, trú og tækni tækju saman höndum í vandamáli líð- andi stundar og bæri gæfu til á 1100 ára afmæli Islnadsbyggð- ar, að hrinda af stað öflugri hreyfingu til mannbóta öllum landsins börnum. Það myndi verða sú bezta afmælisgjöf sem við gætum gefið þjóðinni. Hrind um af höndum okkar því oki sem við höfum heft okkur í. Bjóðum tízkunni byrginn og lifum frjáls án allra vanabind- andi ávanaefna. Þá fyrst lítum við sólaruppkomu hins batnandi lífs og bjartari daga. Akureyri, í febrúar 1974. Laufey Tryggvadóttir, Helgamagrastræti 2, Akureyri. ÞÓR leikur í 2. deild ÞAÐ er nú komið fram, sem raunar lá í loftinu, að 1. deildar- lið Þórs í handknattleik leikur í 2. deild næsta keppnistímabil. Þórsarar léku við Ármann í síðustu viku í Laugardalshöll- inni og töpuðu 17—14. Þór á eftir tvo leiki í mótinu við Hauka og Val og fara þeir báðir fram í íþróttaskemmunni, en breyta engu um endanleg úrslit mótsins, en F. H. hefur tryggt sér íslendsmeistaratitilinn. Sú spurning hlýtur nú að vakna, bæði vegna kostnaðar o. fl., hvort ekki er rétt að stefna að því að senda ÍBA-lið til þátttöku í íslandsmótið í öll- um flokkum í handknattleik og knattspyrnu. Það ættu forráða- menn Þórs og KA og stjórn ÍBA að taka til athugunar sem fyrst. EINS og fram hefur komið í fjölmiðlum, tóku Akureyring- arnir Árni Óðinsson og Haukur Jóhannsson, ásamt Hafsteini Sigurðssyni frá ísafirði, þátt í mörgum skíðamótum erlendis í janúar og febrúar og voru þar meðal keppenda allir beztu skíðamenn í heimi. Lokakeppn- in hjá þeim félögum var HM í alpagreinum, sem fram fór í St. Moritz í Sviss. Þar vöktu þeir Haukur og Árni mikla athygli, því íslendingar hafa trúlega ekki verið fyrirfram álitnir lík- legir til afreka í þessari íþrótta- grein, en komu mjög á óvart. í stórsviginu náði Haukur mjög góðum árangri í fyrri ferð, en hlekktist á í síðari ferð- inni í miðri braut og skarst á hné svo ekki varð um frekari keppni að ræða af hans hálfu. Árni varð nr. 50 í stórsviginu (rásnr. 105) og Hafsteinn nr. 55 (rásnr. 115). í sviginu náði Árni mjög góð- um árangri, en hann varð nr. 27 (rásnr. 94) og Hafsteinn varð nr. 33 (rásnr. 104). Fyrri ferð Árna í þessari keppni vakti mikla athygli þar ytra, því hann bar af öllum, sem höfðu svipað rásnúmer og hann. Það gefur auga leið að ekkert spaug er að fara braut, sem um 100 aðrir skíðamenn hafa farið áður. Þetta er mjög ánægjulegur árangur hjá skíðamönnunum og verður væntanlega til þess, að þeir fá betri ráðnúmer næst. Fararstjóri skíðamannanna var Hákon Ólafsson verkfræð- ingur og kunnur skiðamaður frá Siglufirði, sem keppti hér á mörgum mótum er hann var nemandi í M. A. Hér á eftir fer hluti af viðtali, sem birtist í Tímanum 17. febrúar, og segir Hákon þar frá ferð íslenzku skíðamannanna og þjálfun er- lendra skíðamanna, sem taka' þátt í slíkum mótum sem þessu. Hvernig var frammistaða ís- lenzku keppendanna á heims- meistaramótinu og í öðrum mót- um erlendis? — Ég tel frammistöðu þeirra hafa verið mjög góða og ekki sízt í heimsmeistaramótinu. Þannig er í alpagreinum, að á alþjóðamótum og sérstaklega í hinum svokölluðu Evrópubikars og heimsbikarsmótum fá kepp- endur rásnúmer í samræmi við þann árangur, sem þeir hafa náð í mótum þessum árið áður. Ef menn hafa ekki tekið þátt í mótum þessum áður hljóta þeir einhver seinustu rásnúmerin. Vegna þessa fengu íslending- arnir yfirleitt rásnúmer um og yfir nr. 100 á þeim mótum, sem þeir tóku þátt í, sem vorú aðal- lega Evrópumót, og geta menn þá gert sér í hugarlund hvernig ástand brauta er, þegar 100 keppendur hafa farið þær. í mótum þeim, sem þeir tóku þátt í, kom í ljós, að þeir eru tiltölulega sterkari í svigi en í stórsvigi. í Evrópubikarkeppn- inni voru þeir yfirleitt nr. 50— 60 í stórsvigi, en í svigi nr. 30— 40 af 120—130 keppendum. Á heimsmeistaramótinu sjálfu náðist beztur árangur-í svigi, en þar varð Árni 27. af 116 kepp- endum og var hann ræstur nr: 94. Hafsteinn varð 33. með rás- númer 104. Haukur gat ekki tekið þátt í svigkeppninni, þar eð hann meiddist í stórsvigs- Þegar rætt er um árangur í mótum þessum er einnig rétt að benda á það, að þjóðir eins og Norðmenn, Svíar, Bretar o. fl. senda um það bil jafnmarga að- stoðarmenn á mót þessi eins og keppendur, og sést á því, hvað þeir leggja mikið upp úr þess- um mótum. Er von til þess, að íslenzkir skíðanienn nái enn betri árangri í framtíðinni? — Alger forsenda þess, að hægt sé að ná mjög góðum árangri í alþjóðamótum er sú, að mót þessi séu stunduð nokk- ur ár í röð, til þess að kepp- endur fái góð rásnúmer. Ef það er gert tel ég engan vafa á því, að íslendingar geti eignazt ein- staka skíðamenn, sem geta blandað sér í baráttuna um fyrstu sætin. Ég þekki nokkuð vel til hvern ig Norðmenn stóðu að þessum málum, þegar þeir endurskipu- lögðu starfsemina hjá sér. Fyrir u. þ. b. 12 árum byrjuðu þeir á því, að senda landslið sitt til æfinga í Mið-Evrópu fyrir jól. Síðan kom það heim í jólafrí og fór síðan aftur til Evrópu og stundaði keppnir til vors. Fyrstu 3 árin náði enginn um- talsverðum árangri, en síðan hafa Norðmenn alltaf átt einn og einn mann, sem hefur getað unnið hvaða mót sem er. Annað atriði, sem við getum tekið eftir Norðmönnum og Sví- um og er forsenda góðs árang- urs, er aukið unglingastarf. Hafi þessar þjóðir náð mjög góðum árangri í því og eiga þær yfir- leitt á hverju ári einn eða fleiri Evrópumeistara í unglinga- flokki. □ HAbKUR JÓHANNSSON OG BJÖRGVIN ; ÞORSTEINSSON FÉNGU VIÐURKENNINGU $ : T - iSÚ nýbreytni hefur nú verið því, að forráðamenn íþrótta- tekin upp hjá íþróttablaðinu, hreyfingarinnar syðra virðast sem gefið er út í Re-ykjavík, að nú beina sjónum sínum oftar velja íþróttamann ársins í öílum ■ en áður út fyrir sitt svæði. íþróttagreinum. Niðurstaða Þessa ungu menn þarf ekki að blaðsins var birt í síðustu viku, kynna hér, þeir eru löngu lands- og vakti það nokkra athygli hér kunnir fyrir íþróttaafrek sín. fyrir norðan, að tveir Akur- Það vakti mikla gremju hér eyringar voru valdir, en það er nyrðra, þegar íþróttamaður árs- ekki venjan að velja fólk búsett ins var valinn, að Margrét Bald utan Reykjavíkursvæðisins. vinsdóttir fjórfaldur íslands- Þessir tveir menn, sem valdir meistari á skíðum og Halldór voru frá Akureyri, voru Hauk- Matthíasson tvöfaldur íslands- ur Jóhannsson skíðamaður og meistari í skíðagöngu og yfir- Björgvin Þorsteinsson golf- burðamaður í sinni grein, hlutu maður. Okkur finnst þessir ekkert stig, en Haukur Jóhanns menn mjög vel að þessari viður son hlaut víst 4 stig. Sv. O. kenningu komnir og fögnum Haukur Jóhaxmsson. Björgvin Þorsteinsson. J keppninni. Svigbrautirnar voru mjög erfiðar og urðu fjölmargir keppendur að hætta keppni. Þannig komst enginn Breti og Árni Óðinsson. enginn Norðmaður í gegnum brautirnar, en þessar þjóðir áttu báðar 4 keppendur. í fyrri umferð vakti Árni talsverða athygli, þar eð hann náði- rnjög góðri ferð og bar af öllum þeim, sem höfðu verið ræstir um svip- að leyti. Var hann t. d. ekki nema 2 sek. á eftir Austurríkis- manninum Fránz Klammer, sem varð hreimsmeistari í þrí- keppni (samanlagður árángur í svigi, stórsvigi og bruni). í stórsviginu náðu Haukur mjög góðri fyrri ferð, en í þeirri seinni hlekktist honum á í miðri braut og skai'st á hné, þannig að hann varð að dvelj- ast 3 daga á sjúkrahúsi og gat ekki verið meira á skíðum. Árni varð 50. í því móti (rásnúmer 105) og Hafsteinn 55. (rásnúxner 115).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.