Dagur - 13.03.1974, Blaðsíða 4

Dagur - 13.03.1974, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Kjördæmisþing Á LAUGARDAGINN hefs á Akur- eyri þing Framsóknarmanna í Norð- urlandskjördæmi eystra, en það er árlegur fundur félagasambands Framsóknarmanna í kjördæminu. Á þinginu eiga sæti kjörnir fulltrúar einstakra Framsóknarfélaga, eldri og yngri manna, auk alþingismanna og stjórnarmanna sambandsins. Munu 50—60 manns eiga setu á þinginu. Samband Framsóknarfélaganna í Norðurlandskjördæmi eystra var stofnað 1960, þegar eftir kjördæma- breytinguna og befur alla tíð starfað af miklum þiótti. Sambandið er þannig upp byggt, að tryggt á að vera, að ábrif fólks úr hinum ýmsu hlutum kjördæmisins fái notið sín, og að ]>ar heyrist jafnt raddir úr sveitum sem sjávarbyggðum. Sú venja hefur skapazt að fulltrúar binna ýmsu béraða skiptast á um stjórn sambandsins og hefur J>að gefizt vel. Þá segja lög sambandsins fyrir um, að ekki megi kjósa menn í stjórn oftar en })risvar í röð. Hefur þetta reynzt vel og sannað það, sem til var ætlast, að hæfilega tíð manna- skipti í stjómum stórra félaga og félagasambanda örvi félagslíf og kalli fleiri til trúnaðarstarfa en annars myndi verða. Kjördæmisþingið mun nú, sem áður, fá mörg mál til meðferðar, sem varða hagsmuni abnennings í þessu kjördæmi og baráttu Framsóknar- flokksins í })águ norðlenzkra byggða. Framsóknarflokkurinn hefur haft alla forystu um mótun þeirrar lands- byggðarstefnu, sem nú liefur hlotið almenna viðurkenningu, og er einn af hornsteinum núverandi stjórnar- samstarfs. Árangur þessarar stefnu er auðsær í öllum landshlutum, ekki sízt í Norðurlandskjördæmi eystra. Það er því almenn ósk Framsóknar- manna, að núverandi stjórnarsam- starf megi haldast sem lengst. Hins vegar fer ekki hjá því, að á væntan- legu kjördæmisþingi verði sú stað- reynd höfð í huga, að þingstyrkur núverandi ríkisstjórnar liefur verið veikur, svo að óvissa er ríkjandi um framgang þingmála og af því hlýtur að leiða, að alþingiskosningar verði á dagskrá kjördæmisþingsins, þar sem þær gætu orðið áður en kjör- tímabilinu lýkur. Undirbúningur alþingiskosninga verður því án efa eitt af viðfangsefnum Jkjördæmis- þingsins. Dagur óskar kjördæmisþinginu heilla í störfum og býður þingfull- trúa velkomna til Akureyrar. □ :latev á Skiálfanda OG SJÓVINM Bl i)IS» FYRIR UNGLINGA JÓNAS JÓNSSON flutti eftir- farandi framsöguræðu á Al- þingi með tillögu um sjóvinnu- búðir á Flatey á Skjálfanda. Er þar ýmsan fróðleik að finna um byggðina í Flatey, auk tillög- unnar. Flatey á Skjálfanda liggur á norðan- og vestanverðum Skjálf andaflóa. Hún er um 2.5 km frá landi þar sem heitir Flateyjardalur — en það er raunar strandlengjan á norðaustanverðum skaganum •á milli Eyjafjarðar og Skjálf- anda. Upp frá þeirri strönd geng ur dalur sem fer fyrst hækk- andi til landsins en lækkar aftur og gengur niður í Fnjóskárdal. Sá dalur er nefndur Flateyjar- dalsheiði. Upphaflega var eyjan, dalur- inn og heiðin, sem öll var byggð einn hreppur með Fnjóskadaln- um — Hálshreppur. Hálshrepp var skipt 1907 og Flatey og Flat- eyjardalur mynduðu Flateyjar- hrepp. Flatey er talin 262 ha. að stærð, er um 2.5 km á lengd og um 2 km á breidd. Öll er eyjan lág úr sjó, rís hæst 22 metra. Hún er nú nær öll grasi gróin og þar eru um 45 ha. tún. Flateyjar er snemma getið í heimildum. Um 1200 er þess getið að þangað sé sótt skreið. Eyjan hefur alla tíð þótt eftir- sótt verstöð. Upphaflega var Flatey ein jörð 60 hundruð að fornu mati. Síðar fjölgaði býlum og urðu þau flest þrettán að tölu og auk þess tvær þurrabúðir. Flestir urðu íbúar eyjarinnar um 120 talsins eftir 1940. íbúðarhús urðu flest 17, þar af 10 steinhús. Vélbátaútgerð hófst í Flatey 1907 og 1919 var þar stofnað fisksamlag Flateyinga. Bygging var öll á sunnan- verðri eyjunni og var þar góð lending og síðar gerð þar bryggja. Árið 1968 var svo gerð höfn í Flatey og þykir það góð fram- kvæmd enn — þó að svo tækist til að það ár lagðist niður föst búseta í eyjunni. íbúarnir flutt- ust þá nær allir til Húsavíkur. En höfnin fiýfur verið notuð og ér lífhöfn fýrir báta sém lenda í vondum veðrum út af Eyjafirði eða vestarlega út af Skjálfanda. Allt að 150 tonna bátar gátu iagst að bryggju í Flatey. Þó að Flatey þætti forðum heldur rýr að venjulegum land- kostum voru sjávargagn og hlunnindi þar ríkuleg. Þar var eggver, selveiði og hrognkelsi og eins og fyrr segir útræði hið bezta. Sjávargagnið var þar á öllum öldum megin bústoðin. Þó var þar ræktað verulega og þar varð flest um 1000 fjár, sem flutt var á afrétt fram á Flateyjardal. Kýr höfðu Flat- eyingar þá fyrir sig. Á blómatíma Flateyjar eftir að vélbátaútvegur efldist og fram undir 1960 var þar mikils aflað úr sjó og oft aðkomufólk þar við fiskverkun á sumrin. Eftir að síðasti hópurinn flutti til Húsavíkur 1968, hafa Flat- eyingar og reyndar einnig að- komubátar frá Eyjafjarðarhöfn- um stundað hrognkelsaveiðar við Flatey og þeir haft þar við- legu. í Flatey eru allir möguleikar fyrir hendi til smábátaútgerðar og handfæraveiða. Þar er góð höfn, fiskverkunar hús og íbúðarhús, sem vel mætti með litlum eða engum til- kostnaði gera hæf til sumar- búsetu. Þar var sameiginleg raf- lýsing. Þar var útibú K. Þ. og standa hús þess enn. Hér hefur aðstæðum verið lýst og kem ég þá að því að skýra og rökstyðja tilgang þings ályktunartillögu þeirrar á þing- skjali 347, sem ég hef leyft mér að flytja ásamt fyrsta þing- manni Norðurlandskjördæmis eystra, Ingvari Gíslasyni. Jónas Jónsson alþingismaður. Tilgangurinn er þvíþættur: 1. Að nýta og koma í veg fyrir að eyðist og spillist verðmæti í mannvirkjum og náttúrufari, sem eru í eynni. 2. Og með sömu aðgerðum stuðla að þjóðhollri starfsemi, sem væri rekstur sjóvinnubúða fyrir unglinga. Starfsemi, sem væri þroskavænleg fyrir ungl- ingana, sem hennar nytu, en ekki síður það, að með þessu yrði stuðlað að kynningu og tengslum unglinganna af einum mikilsvægasta atvinnuvegi þjóð- arinnar. Með þeirri kynningu - og þeim tengslum ykist skiln- ingur unga fólksins á mikilvægi frumframleiðslugreinanna og líkur ykjust til þess, að dug- miklir unglingar kæmu síðar sem fullvaxta fólk til starfa við atvinnuveginn. Um fyrra atriðið, það er verndun verðmæta'nná í Flatey, er þetta að segja, til viðbótar því/sem ég hef að framan rakið: Það er "augljóst, að þar sem byggð hefur verið í hartnær 11 aldir er mönnum eftirsjón í því að allt leggist í auðn. Enginn veit raunar hvenær fólk kynni að setjast að með fastri búsetu í Flatey á ný. Með aukinni og breyttri samgöngutækni — og ekki síður breyttum hugsunar- hætti, gæti slíkt orðið. Mannvirki eru þarna veruleg, sem mundu grotna niður, ef ekki yrði fundin fyrir þau ein- hver not. Höfnin sem er lífhöfn fyrir þetta svæði, þarf einnig sitt viðhald og umhirðu. Búseta í eyjunni, þó ekki væri nema vor og sumartímann, yrði líka til þess að tryggja, að náttúruverð- mæti, varp og fuglalíf, varðveitt ist betur. Ef eyjan er í algerri eyði, yrði sífellt hætta á, að að- vífandi menn spilltu þarna fugla lífi og öðru. Þá kem ég að því, sem ég tel mest um vert, en það er það ef hægt væri að gera þarha alvar- lega tilraun til að koma upp sjóvinnubúðum fyrir unglinga, sem eru undir þeim aldri að þeir komist á almennan vinnu- markað. Þessum unglingum fer hlut- fallslega fjölgandi — en tæki- færum þeirra til þess að taka þátt í atvinnulífi þjóðarinnar fer aftur á móti fækkandi, — sérstaklega í þeim atvinnugrein um, sjávarútvegi og landbúnaði, sem brýnast er að unga fólkið tengist. Þjóðinni er nú fátt brýnna á essum tímum en að unglingar sem nú alast upp í borg og bæj- um, slitni ekki úr tengslum við atvinnulífið. Að sem allra flest af unga fólkinu kynnist og alist upp með þeim atvinnuvegum, sem skapa okkur frumverð- mætin. í þessu felst ekkert van- mat á öðrum atvinnuvegum, svo sem iðnaði og þjónustustörfum. Sem betur fer á fjöldi unglinga enn kost á því að njóta hollrar og þroskandi dvalar í sveitum á sumrin. Það er bæði sveitun- um og unglingunum hollt og eftirsóknarvert. Kaupstaðabörnin tengjast sveitunum og fólkinu þar oft ævílöngum böndum. Þetta skap ar aukinn skilning. Margir kaup staðaunglingar koma því betur settir á bændaskóla. Áhuga á landbúnaði hafa þeir þá oftast fengið við sumardvöl í sveit. Nokkrir verða síðan bændur. Gera mætti miklu meira að því að skapa unglingum, hvaðan sem þeir koma, möguleika á því að komast í snertingu við sjó- inn, fiskveiðar og fiskverkun. Handfæraveiðar og saltfiskverk un væri vel til þessa fallið. Það væri lokkandi og spenn- andi fyrir unglinga að stunda slíkar veiðar. Og undir stjórn reyndra sjómanna á smábátum lærðu þeir undirstöðuatriði sjó- mennsku. Eyjalíf er líka lokk- andi og hefur sinn sjarma. Til að koma upp slíkum búð- um, sem hér er bent á, þyrfti ekki stórmikinn tilkostnað. — Það þyrfti báta og að sjálfsögðu ýmislegt annað, og svo nægi- lega marga reynda sjómenn, og er ekki ólíklegt, að eldri menn mundu einmitt fást í þetta. Ef ríkið legði til þá aðstöðu, sem það á ráð á í Flatey, er ekki ólíklegt, að bæjarfélög eða önn- ur félög og félagasamtök vildu leggja nokkuð :fram til að reka slíkar búðir. Ýmis félög innan kirkjunnar reka sumarbúðir unglinga og er það þakkarvert, en víst er það að starfið hlýtur að vera guði þóknanlegt og að ekki hefðu sumarbúðir minna þroskagildi, ef þær leiddu ungl- ingana í snertingu við undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Ef þessir atvinnuvegir, eins og sjávarútvegur, landbúnaður og fiskverkun, afmannast og við þurfum e. t. v. að flytja inn fólk til þess að draga fyrir okkur fiskinn og vinna hann, þá er illa komið fyrir þjóðinni. Því miður óttast ég það veru- lega, að skóla- og menntakerfi okkar allt mennti alltof mikið af fólkinu frá atvinnuvegunum — og slíti það úr tengslum við þá. Við þurfum gott og vel mennt að fólk í þessa atvinnuvegi. Menntakerfið verður að mennta fólkið til atvinnuveganna og fyrir þá — en ekki frá þeim. Þessi atriði verður að hafa ríkt í huga við alla setningu löggjafar um menntamál og annað. Tilraunir með sjóvinnubúðir, skólaskip og landgræðslustörf skólaæskunnar o. fl. þess háttar gætu allt verið spor í rétta átt í þessu efni. □ BARNAGALLAR BARNAÚLPUR BARNASTAKKAR BARNABUXUR FJÖLBREYTT ÚRVAL GOTT VERÐ 6 • -1! VEFNAÐARVÖRUDEILD Köku- og munabasar vei-ður á Hótel K.E.A. sunnudaginn 17. mars. Hefst kl. 3 e. h. KVENNADEILD STYRKTARFÉLAGS VANGEFINNA Á NORÐURLANDI. KARTÖFLUOS í BRÉFUM OG PÖKKUM MJÖG GOTT VERÐ KJÖRBUDIR K.E.A. 5 Bókamarkaður á Akureyri BÓKAMARKAÐUR verður haldinn á vegum Bókaútgáfu Menningarsjóðs í húsi Utvegs- bankans, Akureyri, 15 til 17. marz n. k. og mun standa frá kl. 2—6 alla dagana. Bókamark- aður þessi er haldinn í beinu framhaldi af þeim mörkuðum, sem Bókaútgáfan hefur haldið á Suðurlandi, og hefur þeim verið fangað af félagsmönnum og öðrum. Á bókamarkaðnum í húsi Ut- vegsbankans verða um 200 bóka titlar og eru það flestallar bæk- ur útgáfunnar. Verð bókanna er frá 50 kr. þær elztu og síðan hækkandi. Af einstökum bókum má nefna t. d. Alfræði Menn- ingarsjóðs, tiltölulega nýjan bókaflokk, sem vakið hefur mikla athygli og orðið mjög vin sæll, þrjár bækur eru þegar komnar, og mun útgáfan halda áfram af fullum krafti á þessu ári. Annar nýr flokkur eru Smá bækur Menningarsjóðs, og - Hvenær koma . . . (Framhald af blaðsíðu 1) sóknarmenn í bæjarstjórn og utan hennar vinni jafn ötullega að kaupum Spánartogaranna og kaupunum á færeysku skuttog- urunum, sem allar líkur benda til að verði happaskip. Því er treyst, að þessir togar- ar séu á margan hátt betur búnir en þeir togarar frá Spáni, sem umtalsverðir smíðagallar hafa komið fram í. Nú hefur eftirlit með smíðunum verið stóraukið, og í þessa togara verða settar vélar og tæki frá öðrum framleiðendum, sem meira traust er borið til. Formaður stjórnar Útgerðar- félags Akureyringa h.f., sem í raun er bæjarútgerð, er Jakob Frímannsson. En framkvæmda- stjórar Ú. A. eru þeir Gísli Kon- ráðsson og Vilhelm Þorsteins- son, og njóta þeir allir mikils trausts, og framkvæmdastjór- arnir eru einnig í áðurnefndri togarakaupanefnd ríkisins. Q komu út á síðasta ári: Króksi óg Skerðir, eftir spænska skáld- ið Cervantes, og Ljóð og sagna- mál, eftir Jón Þorleifsson, Þýð- ingar Heimsbókmenntanna, ís- lenzk orðabók, Kortasaga Is- lands og svo mætti lengi telja. Þess má geta, að sumar eldri bækur eru nú á þrotum. Ný stefna var tekin upp hjá Bóka- útgáfunni á síðasta ári, er hafin var útgáfa á hljómplötum og Atvinna ~j Unglingsstúlka óskast í sumar til að gæta eins árs barns. Uppl. í síma 2-28-26. Barnagæsla. Óska eftir 12 ára stelpu til að gæta barna á kvöídin, einu sinni til tvisvar í mánuði. Uppl. í Þórunnarstrætx 115 neðstu hæð. Húsnæði Ung hjón óska eftir 2ja herbergja íbúð með vor- inu. Uppl. í síma 1-14-41. Óska eftir að taka 2—3ja lierbergja íbúð á leigu. Nánari upplýsingar í síma 1-10-26. 2—3ja herbergja íbúð óskast til leigu. Uppl. í síma 2-16-68. Til sölu þriggja her- bergja íbúð, í góðu lagi. Sími 2-12-35. var gefin út 4 íslenzk píanóverk, hljómplata þessi mun verða kynnt á Bókamarkaðnum. Tilgangurinn með þessum Bókamarkaði er fyrst og fremst sá, að kynna Akureyringum bókaval okkar á einum stað, og jafnframt að kynna þeim félags- mannakjör Bókaútgáfunnar, en þau gefa að jafnaði 20—30% afslátt frá útsöluverði og eina skilyrðið, sem félagsmaður þarf að uppfylla, er að kaupa 4 bæk- ur árlega. Annað aðalmarkmið markaðs ins er að koma á betra sambandi við eldri félagsmenn. Magnafsláttur mun verða gef- inn, þ. e. verði keypt fyrir 3.000 kr. eða meira fæst 5% afsláttur, en fari upphæðin yfir 5.000 kr. fæst 10% afsláttur. (Fréttatilkynning frá Bóka- útgáfu Menningarsjóðs) NOKKUR ÞAÐ má heita furðulegt að ekki hafi þróast hér graflist, í þessu landi bókmenntanna. Graflistin er lítt þekkt hér á landi og stór- lega vanmetin af almenningi, þó er hún einmitt viðleytni myndlistarmanna til að dreifa list sinni meðal almennings. Graflist er sú grein myndlistar sem kemst næst því að vera fjölmiðill, þar eð hver mynd er þrykkt í mörgum eintökum, sem einnig leiðir til þess að verðlag er lægra og meir í sam- ræmi við kaupgetu almennings, en þegar um málverk er að ræða. Allir ættu að hafa efni á að kaupa eintak af graflistar- mynd. Þeir sem það gera, gera það í þeirri skynsamlegu vissu að betra sé að hafa á veggnum hjá sér góða graflistarmynd, heldur en lélegt málverk eða nokkrar góðar eftirprentanir. Það hefur verið all útbreiddur misskilningur hér á landi, að graflistarverk væri einskonar „óekta“ listaverk, eða eins og hver önnur prentuð mynd í bók eða blaði. Hér er þó vitanlega um misskilning að ræða, þar sem graflistarverk eru sem önnur myndlistarverk unnin af listamanninum sjálfum og hvert eintak er í flestum tilfellum þrykkt og í öllum tilfellum árit- að af höfunái sjálfum. Þannig er hvert eintak sjálfstæð frum- mynd í tölusettri röð. Þýðing graflistar á liðnum öldum verður ekki í vafa dreg- in. Um það vitnar heimslista- sagan. Elstu myndir þrykktar eru t. d. kínverskar tréskurðar- myndir frá um 800 e. K. í Japan voru tréskurðarmyndir þekktar um 1000 e. K., en ná hámarki um 1700 e. K. og nokkru síðar fullkomnun í littréskurðarmynd um, sem ekki eiga sinn líka, sökum fínlegra blæbrigða litar- ins. í Evrópu, þar sem farið var að nota pappír um 1300, eru tréskurðarmyndir fyrst þekkt- ar frá um 1380 e. K. Nokkru seinna kemur þýski meistarinn Albert Diiren fram og hefur tréskurðarmyndir í svörtu og hvítu til frjálsrar listgreinar. Starf hans að graflist varð ómet anlegt fyrir síðari tíma, því að með myndum hans öðlaðist graflistin fullt jafnrétti við aðrar .greinar evrópskrar mynd- listar. Graflist á sér ekki langa sam- fellda sögu á íslandi, þó svo að nokkrir listamenn hafi fengist við hana jafnframt sem þeir hafa stundað málaralist. Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem fram hefur komið IjilliMllllllillllllllllllillllllllllliilllllillllillllllllllllilllliilllillilillllliiililllliiiliiiiilllliiiiliililiiiiilHliiiilllllllllii Akureyringar - Nærsveifamenn j Bílaþjónustan Tryggvaþraut 14 Akureyri hefur i i untboð fyrir hina vönduðu i HARLEY-DAVINSON vélsleða Fyrirliggjandi 30 og 35 ha. sleðar. i Fáanlegir með allskonar aukahlutum. HARLEY-DAVINSON UMBOÐIÐ BÍLAÞJÓNUSTAN, | TRYGGVABRAUT 14 | riiiiiiiiiiiini iii iii iii iii iiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiimui n iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiui iii 111111111111 iii ii ii iiiiiiiiiiiiiiiiiin iii iii iiur Rcmbrandt: Jésús leiddur frani fyrir fjöldann — sýrubrennsla (etsning). Yfirborð plötunnar er þakið sérstökum grunni, sem sýran vinnur ekki á. Síðan er grunnurinn Ieystur mcð nál eða á annan hátt frá plötunni, þar sem sýran á að grafa sig niður í málminn. hér listafólk, sem eingöngu fæst fletir verða eftir hreinir. T. d. við graflist. Árið 1968 var félag- tré- og línóleumskurður. ið „íslenzk grafík“ endurreist Planþrykk er að því leyti frá- og hefur það síðan haldið uppi brugðið áðurnefndum aðferð- all blómlegri sarfsemi, m. a. tekið þátt í sýningum Norræna listbandalagsins, og ennfremur gekkst það fyrir innlendri sýn- ingu, sem send var út um land m. a. hingað til Akureyrar. Allflestir hinna fremstu mynd listarmanna veraldar hafa spreytt sig á hinni margbrotnu og dularfullu listgrein, sem kölluð er graflist. Og óhætt er að fullyrða, að naumast er nokk ur grein innan myndlistarinnar jafn hugmyndaauðgandi. En möguleikar graflisarinnar sem sjálfstæðrar listgreinar, eru engu minni en málverksins. Graflistaverk eru þrykkt á pappír frá þrykkplötu, sem lista maðurinn hefur sjálfur unnið myndina í, með ýmsum hætti Emil Nolde: Spámaður — tré- eftir eiginleikum plötunnar. rista. Þrykkplatan er venjulega Hér verður nokkrum grafískum langsneiddur tréflötur. Með aðferðum lýst. Hinar venjuleg- J’miss konar hnífum og jámum ustu skiptast eftir þrykkaðferð er uiyndin skorin út. í þrjá höfuðflokka: djúpþrykk, háþrykk, planþrykk, um, að allir fletir þrykkplöt- Við djúpþrykk eða kopar- unnar (þ. e. ábornir sem óáborn þrykk eins og það er venjulega ir fletir) liggja í sömu hæð. kallað, eru sýrugrafnar línur T. d. litografi (steinprent). eða fletir fyllt með þrykklit, Hvaða grafiskri tækniaðferð sem síðan þhykkist á pappír við Sem beitt er, má þrykkja mynd- mikinn þrýsting í koparþrykks- jrnar , fleiri en einum lit. Oftast pressu. T.' d. sýrúbrenrisla er þá notast við fleiri en eina (etsning) og koparstunga. . plötu eða einn stein. Hitt er þó Við háþrykk er farið þver- einnig til, að sama platan sé öfugt að, yfirborð plötunnar er notuð fyrir marga liti, og þá í þakið þrykklit, en niðurskornir kopargrafík. Helgi Vilberg. ( M. C. Escher: Auga — steinþrykk (litógrafí). Myndin er þrykkt frá sérstakri kalksteinstegund. Aðferðin byggist á því, að vatn skilur sig frá fitu. Myndin er teiknuð eða máluð á stcininn með sérstökum krítum, pennum og bleld. Eftir mjög flókna meðhöndl- un á steinfletinum er myndin völsuð með þrykklit. Festist þá litur- inn aðeins á þeim flötum, sem fita er á, þ. e. a. s. teiknuðu og máli uðu flötunum. J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.