Dagur - 13.03.1974, Blaðsíða 8

Dagur - 13.03.1974, Blaðsíða 8
Bagub AUGLVSINGASÍMI AGU Akureyri, miðvikudaginn 13. marz 1974 r Silfurfingur- bjargir. B 1 GULLSMIÐIS . Fermingar- ^ íf M |\ SIGTRYGGÚR gjafir, \J & PÉTUR mikiS úrval. ^ AKUREYRI Þeir eru bæði hestglaðir og ferðaíúsir, prentararnir Frímann Frímannsson og Reynir Hjartar- x son. Ilér eru þeir að sundríða unghrossum frá tamningastöðinni á Brávöllum, í sjónum. Gaml- ir hestamenn telja sjóböð holl og ung hross verða reynslunni ríkari. (Ljósm.: V. S.) x W 4>4>^>4>$><í><í><$>$><$><i><$><$><^<i«S><$><S><$>&$*$*$&S><$>&$><S>$><S><$*$>&$xS><&&Sx$>&S>&i>&$^xS<&t><$xS><$>^^ SÉÍunaurinn œnour i næsla mánuði SMATT & STORT Ási í Vatnsdal, 11. marz. Undan- farið hefur verið dásamleg veðurblíða, eins og um hásumar og orðið alautt í byggð og má heita,. að öll svell séu farin á láglendi. Vegir eru enn sæmi- legir en jíó komin nokkur aur- bleyta. í dag kemur hingað mjólkur- tankbíll í fyrsta sinn til að taka mjólkina. Fyrst um sinn verður þó að taka nokkuð af mjólk úr brúsum, því að ekki eru allir búnir að koma upp mjólkurtönk um heima hjá sér. Hér hafa margir hætt við mjólkurfram- leiðsluna hér í sveit og ekki helmingur bændanna, sem stundar nautgriparækt til mjólk urframleiðslu. Og enn fleiri munu hætta og snúa sér fremur að sauðfjárræktinni, vegna þess ara breytinga, tankvæðingar- innar, sem eru mjög kostnaðar- samar, svo sem bændur hér innst í dalnum, sem ekki búa við eins góðar samgöngur og aðrir. Má þar nefna Forsæludal og Sunnuhlíð. Þangað eru vegir ekki nógu góðir. Menn voru orðnir dálítið hræddir við svellalögin og kal í túnum af þeim sökum, en nú vona menn, að þessi hætta sé hðin hjá. NÆSTU DAGA mun hefjast grafíknámskeið í Myndiðjunni, einn þáttur graflistar verður kenndur, en það er dúkrista. Kennt verður að gera mynd- uppkast fyrir dúkristu og hvernig uppkastið er flutt yfir á dúkinn, kennt verður að skera í dúk og að prenta dúkristuna. Með tilkomu grafíknámskeiðs- ins hefur bæst einn þáttur myndlistar í kennslu okkar og er það fagnaðarefni. Við í Myndsmiðjunni lítum þannig á að nauðsyn sé á að kynna jjessa lítt þekktu list- Nú eru bændur að baða sauð- fé, en ekki fengust baðlyf nægi- lega snemma til þess að sauð- fjárbaðanir gætu farið fram á þeim tíma, sem bændur óskuðu. Einhverjir eru þegar farnir að bollaleggja lax- og silungs- veiðar næsta sumar, og menn allt til Egilsstöðum, 11. marz. Mild og góð veðrátta hefur verið hér í rúman hálfan mánuð, sunnan- og suðaustanátt og hefur tekið upp allan snjó í byggð og í mörg um sveitum eru svellin einnig horfin. Helztu fjallvegir eru þó enn ófærir bílum, svo sem Fjarð arheiði, Oddsskarð og Vatns- skarð, en þar eru snjóbílar notaðir, svo að fólk kemst leiðar sinnar. Vegir í byggð eru þokka legir, en búið að setja þunga- takmarkanir á suma þeirra, vegna aurbleytu. grein hérlendis, í jjví sambandi ritar Helgi Vilberg grein um graflist í þessu blaði. Við munum leitast við í fram- tíðinni að auka þann þátt starf- •semi okkar, sem lítur að kynn- ingu ýmissa þátta myndlistar, t. d. með stuttum námskeiðum, fyrirlestrum, umræðum og blaðagreinum. Þannig viljum við stuðla að því að alþýða manna gefist kostur á að auka við og þroska myndlistarþekk- ingu sína. Skólastjóri Myndsmiðjunnar. velta því líka fyrir sér, hvort laxinn sé ekki farinn að snúa sér í áttina til lands. Ekki veit ég um jjað, en hins vegar geng- ur silungur oft fram í ána strax í apríl og veiða menn þá stund- um vel, og fer nú að styttast í þá veiði. G. J. Það hefur alltaf verið ágrein- ingsefni og aldrei fengist úr því skorið frá verkfræðingum, hvað virkjunarframkvæmdir við Lag arfoss kynnu að valda mikilli yfirborðshækkun á Lagarfljóti fyrir utan Egilsstaði og á sjálf- um Leginum fyrir innan Egils- staði. Rafmagnsveitur ríkisins voru með áform um að setja lokur í yfirfallið við virkjunina, en við það verður meiri vatnsmiðlun og yfirborðshækkun á vatninu, en það á að auka raforkufram- leiðsluna og auka vatnsmiðlun- ina. Það virðist stundum háttur verkfræðinga að gefa mönnum loðnar upplýsingar eða þar til framkvæmdir eru þar á vegi staddar, að örðugt er að snúa við. Þá er mönnum stillt upp við vegg og sagt, að ef þetta og h'ltt fáist ekki, þá nýtist ekki mannvirkin nema að takmörk- uðu leyti. Þessi leikur er leik- inn hér. Svörin hér hjá heimamönn- um eru skýr og afdráttarlaus; að aldrei yrði heimiluð meiri yfirbroðshækkun á Leginum en eðlileg vatnsstaða er, en heimilt væri að safna vatni að hausti, sem vetrarforða til miðlunar. Aðgerðir við Lagarfoss, sem valda myndu landspjöllum á STRAUMHVÖRF Það kemur í ljós í skýrslu um fólksfjölda á landinu og hverj- um einstökum stað þess, að fjölgun varð meiri utan höfuð- horgarsvæðisins en verið hefur um langt árabil. Eru í þessu efni straumhvörf. íbúafjölgun Reykjavíkur árið 1973 varð að- eins þriðjungur mós við fólks- fjölgunina í heild, eftir upplýs- ignum Hagstofunnar. NORÐURLAND HELDUR SÍNU Fólki er byrjað að fjölga á Vest- fjörðum og einnig á Austur- landi, einnig á Norðurlandi vestra. Á Norðurlandi eystra er fjölgunin yfir landsmeðaltal eða 1.8%, en var áður 1.1%. Reykja nesið hefur þó dregið til sín flest fólk, en þó litlu meira en Austurland. Þá er það atliyglis- vert, að fæðingar urðu miklu fleiri á landsbyggðinni en í Reykjavík. DÆMH) SNÝST VIÐ Á stöðum, sem fólki hefur verið að fækka um langt árabil, er nú ör fjölgun, svo sem á Raufar- höfn, Skagaströnd og Siglufirði, ennfremur á Þórshöfn. Sú stefnubreyting virðist loks vera orðin að veruleika, að fólksfjölg un er nú í þeim landshlutum, sem höllustum fótum stóðu áður. Og í þessu máli ráða sjávarþorpin úrslitum. UPPGRIPATEKJUR Það hafa víða orðið uppgripa- tekjur, bæði sjómanna og ann- arra, seni við fiskvinnu fást, í liinum ýmsu sjávarplássum hér Héraði yrðu aldrei leyfðar. Þannig standa málin í dag, þar munu þau standa til eilífðar- nóns. Virkjunaraðstaða á há- lendinu og aðrir möguleikar til öflunar raforku eru fyrir hendi, og eru því landspjöll í byggð þarflaus. Lagarfossvirkjún á að kom- ast í gagnið næsta haust, í sept- ember. Virkjunin er tæplega 8.4 megavött og verður þessi raf- orka strax fullnýtt, um leið og hún kemur á iparkaðinn. Virkj- unin leysir tæplega af hólmi díselorkuna, eins og hún er jafn aðarlega á Austurlandi. Þessi raforka er því ekkert fyrir fi’am PRÓFKJÖRIÐ Á DALVÍK UM síðustu helgi fór fram á Dalvík prófkjör um fjóra efstu menn á lista Framsöknarmanna við sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Urslit urðu þessi: Flest atkvæði hlaut Jóhann Antonsson, 80, næstur varð Hilmar Daníelsson með 78 at- kvæði, þriðji varð Helgi Jóns- son með 60 og í fjórða sæti urðu jafnir þeir Árni Oskarsson og Baldvin Magnússon með 44 atkvæði. V. B. og þar um land. Enda er þar nú víða tilfinnanlegur húsnæðis- skortur, sem hamlar enn frek- ari fjölgun. Og nú er ennfremur svo komið, að margir Reykvík- ingar sækja um stöður, svo að segja um allt land og vilja raun- verulega skipta um dvalarstað og hverfa til kyrrlátari staða með fjölskyldur sínar. MARGT ER NAUÐSYNLEGT Þessi breyting kallar á auknar félagslegar framfarir hjá hinum ýmsu sveitarfélögum, svo sem byggingar leiguíbúða, eða a. m. k. undirbúning bygginga, mal- bikun, bætta aðstöðu til skóla- göngu o. s. frv. Sumir telja, að fólk, sem flytjast vill til hinna minni staða, leggi mest upp úr umhverfinu, þar með varanlegri gatnagerð og almennum þrifn- aði, þegar húsnæðið er fengið og atvinnan er fyrir hendi. ÍBÚÐIR HÆKKA I VERÐI fbúðarhúsnæði í Reykjavík hef- ur hækkað ótrúlega mikið í verði á undanfömum árum. Fasteignasali sagði frá því um daginn í sjónvarpi, að fasteignir hefðu á árinu 1973 hækkað um 48% á höfuðborgarsvæðinu, eða til jafnaðar um 4% á mánuði, miðað við söluverð. Hann sagði, að tveggja herbergja íbúð kost- aði nú, t. d. í Breiðholtshverf- inu, 2.6—2.8 milljónir króna, þriggja herbergja íbúðir 3.6— 3.7 millj. kr. og fjögurra her- bergja íbúðir, t. d. 110 fermetra íbúð, 4.3—4.4 millj. kr. En íbúða verð er mjög mismunandi liátt á landinu. Byggingarkostnaður virðist einnig mjög mismunandi. tíðina, því orkuþörfin eykst hér um 20% á ári, og þarf strax að hefjast handa um nýja virkjun fyrir Austurland, eða afla orku á annan hátt. Á Austfjörðunum er ákaflega mikil atvinna og hefur vantað fólk í stórum stíl til starfa. Loðnubræðsla er í fullum gangi, en á nokkrum stöðum er þó bræðslu að ljúka. Ekki er von- laust með nýja loðnugöngu, en annars snúa menn sér að þorsk- inum og er að koma vertíðar- tími við þær veiðar. Þetta hefur verið mikill uppgripatími og hafa margir orðið loðnir um lófana af loðnunni. V. S. Loðnuaflinn LOÐNUAFLINN hefur verið lítill undanfarna daga. En á mið nætti á laugardagskvöld var heildaraflinn orðinn 360 þúsund tonn. Nokkrir bátar voru þá hættir loðnuveiðum og búa sig undir þorskveiðar. En alls stund uðu 135 bátar loðnuveiðar. Dreifð loðna hefur nú fund- izt við Suðausturland, en hún hefur ekki verið veiðanleg. 98 skip hafa fengið 1000 lestir eða meira. Mestan afla hefur Guðmundur RE fengið, 10.978 lestir, þá Börkur með 10.366 lestir og Eldborg er þriðja hæsta skipið með 8.361 lest, og í fjórða sæti er Gísli Árni með 8.296 lestir. □ Neitum landsskemmdum eilífðarnóns

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.