Dagur - 20.03.1974, Blaðsíða 4

Dagur - 20.03.1974, Blaðsíða 4
4 5 Skriístofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVfiÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Verða kosningar I INNGANGSRÆÐU sinni á kjör- dæmisþingi Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra, sem haldið var á Akureyri sl. laugardag, gerði Ingvar Gíslason, alþm., ítar- lega grein fyrir nýjustu viðhorfum í stjómmálum. í lok ræðunnar sagði hann m. a.: „Ég hóf mál mitt með því að benda á, að eftir núverandi ríkis- stjórn liggur mikið og merkilegt upp byggingarstarf, sem lengi mun sjá stað í landinu, og sum verk hennar eru svo mikils háttar, að þau verða sett á bekk með stórviðburðum Is- landssögunnar. Það er enginn kot- ungsbragur á hugsjónum þessarar ríkisstjórnar. Henni hefur famazt vel í ýmsum grundvallaratriðum. Ég nefni sérstaklega landlielgismálið, atvinnuuppbyggingu, byggðastefnu og margháttaðar félagslegar um- bætur. En ég hef ekki dregið dul á neitt það, sem aflaga hefur farið. Ég hef gert grein fyrir hinni veiktu aðstöðu ríkisstjórnarinnar í neðri deild Alþingis og þeim erfiðleikum, sem framundan em í efnaliags- og fjármálum. Ég hef sagt, að ríkis- stjórnin standi á vegamótum. Vegna hinnar veiktu aðstöðu er óvíst, hvernig takast megi að koma fram nauðsynlegum þingmálum. Af þess- um sökum má enginn láta sér koma á óvart, þótt alþingiskosningar verði á þessu ári. Ég vil einnig segja það sem mína skoðun, að eðlilegast væri að Framsóknarmenn hefðu fmm- kvæði að því að stjómarflokkamir sameinuðust um ákvörðun um þing- rof og kosningar, sem fram fæm annað hvort strax í vor eða í septem- bermánuði. Þá yrði að leggja þær kosningar þannig fyrir, að kosið væri um áframhaldandi samstjórn vinstri flokkanna undir forystu Framsóknar- flokksins. Að öðrum kosti væri verið að leiða íhaldið í valdastólana að nýju. Ákvörðun um þingrof og kosning- ar er þó slíkt stórmál, að það þarf náinnar íhugunar við. Ég vil fyrst benda á það, að slík ákvörðun er ekki á valdi Framsóknarflokksins eins. Forsætisráðhena hefur ekki einn vald til þess að velja kjördag. Ef þessi hugsun mín ætti að verða að veru- leika, þá yrði ekki hjá því komizt að hafa fullt samráð við aðra stjómar- flokka, Alþýðubandalagið og Samtök frjálslyndra og vinstri manna." Þannig fómst Ingvari Gíslasyni orð. Álit fulltrúa á þinginu var á eina lund um nauðsyn áframhald- andi vinstra samstarf. Sú skoðun átti fylgi að fagna, að ríkisstjómin ætti að styrkja aðstöðu sína á Alþingi með því að efna til alþingiskosninga á næstunni. □ á Akureyri RÆTT VIÐ STEFÁN REYKJALÍN FORMANN HAFNARSTJÓRNAR AKUREYRLNGAR búa við ein- hverja beztu náttúrlegu höín landsins, hinn kyrra Poll, sem Akureyrarkaupstaður stendur við. En meira þarf til svo full- nægt geti kröfum tímans um góða vöru- og farþegaafgreiðslu. Fyrr og síðar hafa menn rætt og ritað margt um höfnina á Akureyri. Skiptar skoðanir hafa á liðnum árum verið uppi um staðarval hafnar og gerð mann- virkja. Mistök hafa átt sér stað og svo er enn. Dagur hefur ekki um sinn tekið þátt í blaðaskrifum um hafnarmálin, en aðrir hafa látið því meira að sér kveða, en því miður ýmsum sleggjudómum á lofti haldið, sem hvorki ber vitni um áhuga á málinu sjálfu, úrbótum í hafnarmálum hér, eða notað þá málsmerðferð, að hafa megi að umræðugrund- velli. En þegar rætt er um hafnar- mál á Akureyri, er ekki úr vegi að minna á nokkur fyrri atriði þess máls, og rifjaði Stefán Reykjalín, formaður hafnar- stjórnar, þau upp á mánudag- inn, er talið barst að hafnar- málum. Hann minnti á, að fyrsta hafnamefnd hefði verið skipuð hér á Akureyri í nóvember 1863 eða fyrir rúmum hundrað árum. Þá var sú ráðagerð uppi, að byggja hér fyrstu hafskipa- bryggjuna, og var auðvitað deilt um, hvar hún ætti að vera. En hún var byggð á þeim stað, sem síðan er kenndur við Höpner og síðan heitir Höpners- bryggja. Hún var fyrst stein- bryggja og var þá aðeins fyrir fiskiskip, en síðar var sökkt skipi við enda hennar og sér þess enn merki á fjöru. Smíð- ina annaðist Bjarni Einarsson, skipasmiður. Árið 1905 er svo byggð bryggja á Torfunefi. Hluti henn ar hrundi daginn eftir að hinn danski yfirsmiður skilaði henni. Bjarni Einarsson endurbyggði þessa bryggju. Norðurhluti Torfunefsbryggju var svo byggð ur 1928 og bátadokkin. Togarabryggja var byggð 1954 og stálþilsbakki við dráttar brautina á árunum 1966—1970. Þannig er í stórum dráttum saga hafnarinnar. Um 1950 var Torfunefsbryggjan endurbyggð og hefur hún fram á þennan dag verið aðal vöruhöfn Akureyrar. Þegar rætt var um að byggja bryggju á Torfunefi urðu um það harðar deilur, hvar hún ætti að vera. Sömu sögu er að segja þegar Togarabryggjan var byggð og dráttarbrautin var flutt, því að þá þóttu ýmsum staðarvalið hið mesta óráð. Stefán Reykjalín. Og enn verða þáttaskil. Nýja vöruhöín varð að byggja á Akur eyri. Hafnargerð sunnan á Odd- eyrartanga þótti, einkum hvað kostnað snerti, hið ákjósanleg- asta hafnarstæði, eitt hið hag- kvæmasta hér á landi. Um ■ þessi þáttaskil sagði Stefán Reykjalín meðal annars: Þegar farið var að athuga um nýja vöruhöfn, voru ýmsar til- lögur og ábendingar uppi um hafnarstæðið, sem Akureyri hefur yfir að ráða, allt frá Höpnersbryggju og norður í Krossanes. Samþykkt var í bæjarstjórn 1969 í samráði við skipulagsyfirvöld, að velja höfn inni stað sunnan á Oddeyri. Var þá reiknað með samfelldri bryggju allt frá Hjalteyrargötu, fyrir Tangahornið og þar eitt- hvað norður og talið að reikna ætti með „upplandi“ hafnarinn- ar, svæðið austan Hjalteyrar- götu og sunnan Gránufélags- götu, sem er í eigu ýmsra aðila. Framkvæmdir hófust sama ár og fyrrnefnd framkvæmd var SMÁTT & STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) vinnukröfur á herðar hins vinn- andi manns. ÝMISLEGT ÞARF AÐ ENDURSKOÐA Kapphlaupið um hin ýmsu lífs- ins gæði eru hörð og flestir verða fyrir þeim að vinna, marg ir hörðum höndum og ná þó ekki þeim árangri, sem að er keppt. Mörg lífsins gæði er hægt að kaupa fyrir peninga eða vinnu, en sjálf Iífshamingj- an fæst þó ekki keypt, því að hún býr hið innra með manni og verður ekki mæld eða vegin á sama hátt og harðviðarþiljur eða bifreið. Hætt er við, að of margar eftirvinnustundir fari í að greiða ýmiskonar hluti eða þjónustu, sem menn álíta að séu lífsins gæði en eru það ekki. FÁFRÆÐIN MEST Ekki er langt síðan því var hald ið fram í fullri alvöru af stjórn- völdum landsins, að óviturlegt væri að treysta á fiskveiðar á íslandi, þar sem erlendar þjóðir samþykkt. En þá gerðist það, sem kom mönnum mjög á óvart, að hafnarmannvirkin sigu, en þau höfðu verið hönnuð af Vita- og hafnarmálaskrifstofunni, að undangengnum rannsóknum sömu aðila. Framkvæmdir voru stöðvaðar og Hafnarmálastofn- unin fékk sér erlenda sérfræð- inga til að gera gagngerðari djúprannsóknir á hafnarstæð- inu. Þeir hafa, að loknum rann- sóknum látið í ljós, að þarna sé hægt að byggja höfn, en hafnar- mannvirkin hefðu verið hönnuð á annan hátt, ef fullkomnar rannsóknir hefðu legið fyrir áður. Rannsóknir og vangaveltur hafa tekið langan tíma. Nú fyrir skömmu var hafnarstjórn Akur- eyrar á fundi hjá hafnarmála- stjóra, er hafði með sér sína verkfræðinga og forráðamann Eimskips. Á þessum fundi var ákveðið, að rannsaka allt hafnar svæðið, þ. e. sunnan og austan á Oddeyrartanga og allt norður í bátahöfnina svokallaða, sem er svæðið á milli Togarabryggj- unnar og Slippstöðvarinnar. Rannsóknirnar eiga að segja til um botnlag á þessu svæði öllu og 'á þann veg, að þeim megi treysta. Eftir þessa rannsókn liggur það fyrir, hvað gera ber, og verður þá væntanlega um það að ræða að velja á milli staða. Um leið þurfa að liggja fyrir möguleikar á því þurr- lendi, er hafnarmannvirki krefj- væru að auka fiskveiðiflota sína og sæktu þær í vaxandi mæli á Islandsmið. Sömu valdamenn létu það viðgangast, að togara- floti landsmanna grotnaði niður. Þetta var ein hin mesta fávizka íhaldsstjórnarinnar, sem kenndi sig við „viðreisn“ og um leið þjóðhættuleg stefna. BLAÐINU SNÚIÐ VIÐ Sem betur fór, var blaðinu snúið við er núverandi stjóm var mynduð. Hennar fyrsta verk var að færa út landhelgina til þess að tryggja íslendingum aukin fiskveiðiréttindi. Enn- fremur var fiskiskipaflotinn endumýjaður og stækkaður, og fiskvinnslustöðvarnar eru færð- ar í það horf, sem erlendir kaup endur fiskafurða krefjast. Allir sjá, sem sjá vilja, hver munur hér er á stjórnarstefnum, von- leysisstefna fyrri ríkisstjómar og djarfhuga sókn þeirrar stjóm ar, er nú situr. Árangurinn hef- ur heldur ekki látið á sér standa, svo sem fréttir herma um land allt. ast og aðstöðu við vöruflutn- inga. En þótt ekki séu liðin nema fjögur ár frá hönnun hafnar- innar sunnan á Oddeyri og þar byrjað á vöruskemmu Eimskips, hefur sú breyting á orðið, að athafnasvæði við vöruskemmu þarf að vera meira en reiknað var með: þá. Þessu veldur sú þróun í vöruflutningum, að nota góma í ört vaxandi mæli í stað palla. Samandregið eru hafnarmál- in á Akureyri þannig á vegi stödd um þessar mundir: Mikill áhugi ér hjá hafnar- málastofnuninni á því að leysa mál Akureyrarhafnar farsæl- lega. Við stöndum frammi fyrir mistökum, er þegar eru orðin og ég dreg engan einstakan til ábyrgðar fyrir í þtessu stutta yfirliti. En yfir mistökin kom- umst við, eins og þau, sem gerð- ust við gerð Torfunefsbryggju fyrir 70 árum síðan. Framundan eru rannsóknirn- ar, sem áður er að vikið og við vonum að geta haldið bryggju- gerð áfram, hvar sem henni verður valinn staður, ef skipt verður um. Uppi eru hugmynd- ir um það, að jafnvel þótt nú- verandi nýju hafnarmannvirki þyldu ekki hið mesta þunga- álag, gætu þau komið að margs- konar notum. Á rannsóknum þeim, sem nú verða gerðar, verður að byggja frekari fram- kvæmdir, svo að komist verði hjá fleiri mistökum, sagði Stefán Reykjalín að lokum og þakkar blaðið viðtalið. E. D. Félagsstarf aldraðra á Akureyri FÉLAGSMÁLARÁÐ Akureyr- arbæjar og ýmis kvenfélög í bænum munu gangast fyrir sam komu n. k. sunnudag 24. marz kl. 15.00 og verður hún í Sjálf- stæðishúsinu, og er ætluð öldr- uðu fólki. Samkomur með líku sniði hafa verið haldnar í Reykjavík og Kópavogi og jafnvel víðar um nokkurt skeið og hafa átt vinsældum að fagna. I könnun, sem nýlega fór fram hér í bæ, þar sem ætlunin var að leiða í ljós óskir aldraðra, sem síðan mætti styðjast við í . sambandi við framkvæmdir í þágu þeirra, kom m. a. fram, að margir óskuðu eftir félpgs- aðstöðu fyrir aldraða. Er þessi síðdegisskemmtun fyrsti liðurinn í því starfi, sem væntanlega á eftir að aukast, þ. e. að koma á fót skemmti- og tómstundastarfi fyrir aldraða. Kvikmynd DER KONGRESS TANZT, gömul þýzk gamanmynd, sem á sínum tíma vakti geysimikla athygli, verður sýnd í Borgar- bíói laugardaginn 23. marz kl. 2 e. h. Allir sem áhuga hafa eru vel- komnir. Aðgangur ókeypis. Þýzk-íslenzka félagið Ak. Eldur í heyi Á SKRIÐU í Hörgárdal kvikn- aði í lausu heyi nálægt bænum 15. marz og slökkviliðið á Akur- eyri kallað þangað kl. 14.10. Heyið brann allt og var það talið 60—70 hestar. Bóndinn í Skriðu er Sverrir Haraldsson. (Samkv. viðtali við Sv. T.) Ætlunin er, ef undirtektir verða góðar, að slíkar skemmt- anir verði mánaðarlega yfir vetrarmánuðina og annist eitt kvenfélag í senn í samvinnu við félagsmálaráð um framkvæmd. Hér í blaðinu er birt auglýs- ing um fyrstu samkomuna. Þess skal að lokum getið, að niðurstaða könnunar á högum aldraðra, sem áður gat um, hef- ur verið gefin út í fjölritaðri bók, sem er til sölu á bæjar- skrifstofunum. ÓLI HALLDÓRSSON, bóndi og barnakennari á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, er kunnur fyrir fé- • lagsmálastörf og lesendum Dags einnig kunnur fyrir fréttir. Hann er sögusjór, kátur skör- ungsmaður. Hann var einn af fulltrúum á nýafstöðnu kjör- dæmisþingi á Akureyri og not- aði blaðið tækifærið til að spyrja hann tíðinda að austan. Þórshöfn er að taka stakka- skiptum? Já, þangað hefur orðið mikill innflutningur fólks síðustu tvö árin, svo þar hefur fólkinu fjölg að verulega. Margar fjölskyldur hafa flutt þangað og mikil upp- bygging stendur þar yfir. Má segja, að margt þetta aðflutta fólk sé að sunnán. Þar má nefna Tryggva Aðalsteinsson raf- virkja, dýralækni, Rögnvald Ingólfsson, rafmagnseftirlits- mann, Árna Pétursson, tvær fjölskyldur komu úr Vestmanna eyjum og ætla báðar að byggja íbúðir í vor. Heimilisfeðurnir heita Ágúst Marinósson og Þor- kell Guðfinnsson. Þá flutti skip- stjóri frá Eyjafirði, Matthías Sigurpálsson, og svona mætti lengi telja. Þetta er ungt fjöl- skyldufólk og fleiri vildu komu ef ekki vantaði húsnæði. Hefur ekki verið bætt úr því? Auðvitað er verið að bæta úr þessu, en gengur ekki nægilega fljótt. Sveitarfélagið byggði nokkur hús í fyrravetur og fólk býr í þeim öllum og fleiri hús er ráðgert að byggja. Svo byggja margir einstaklingar. í janúar sagði oddvitinn mér, að þá væri búið að úthluta tólf lóðum, svo sýnt er, að haldið verður áfram að byggja. En fólk á Þórshöfn nálgast nú 500. Afkoma fólksins? Hún er yfirleitt mjög góð. Afli er nú að glæðast og þeir, sem eiga trillur, búa sig undir grá- sleppuveiðarnar. En í vetur eru sex þilfarsbátar, 18—50 tonn, gerðir út á net og áhugi á út- gerðinni er mjög mikill, sem mörg dæmin sýna. Á aflanum byggist svo atvinnan í landi. Það tókst að mestu að manna þessa báta með heimamönnum, til viðbótar komu fáeinir ungir menn innan úr sveit og réðu sig á bátana. Fiskverkunin? Ennþá er notað gamalt hrað- frystihús, sem Kaupfélag Lang- Ný stjórnarstefna jók fólki trú á framtíðina nesinga á og Hraðfrystistöðin h.f. hefur haft á leigu. Þetta gamla hús er einnig sláturhús. En nú er verið að byggja nýtt hraðfrystihús, sem á að koma í gagnið á næsta ári. Húsið er stórt innflutt stálgrindahús, komið á staðinn, slegið var upp fyrir grunni þess í haust og verður nú farið að steypa ein- hvern næsta dag. Vikurplötum frá Mývatnssveit verður svo hlaðið innan í stálgrindahúsið, síðan einangrað. Þegar nýja húsið tekur til starfa, verður gamla húsið gert upp sem slátur hús eingöngu og hefur verið gerð áætlun um það. Eru hliðstæðir atburðir í sveit unum? Já, reyndar, þar hefur sama sagan gerzt. Ef við nú tökum bara Þistilfjörðinn, skal ég nefna nokkur dæmi. Á tlaga- landi byrjuðu að búa á síðasta vori þrír ungir menn, bræður, og byggðu þarna í fyrrasumar 400 kinda fjárhús og viðbygg- ingu við íbúðarhús. Þeir búa á báðum jörðunum, Hermundar- felli og Hagalandi, sameina jarð irnar. Bræðurnir heita Eyvind- ur, Grímur og Gunnar Þórodds- synir. Bróðir þeirra keypti Garð, sem búinn er að vera í eyði á annan áratug, síðan þar -brann íbúðarhús. Þar byggði hann íbúðarhús á síðasta ári og fjós. Bóndinn heitir Björgvin Þór- oddsson. Á Ytra-Álandi byrjaði í fyrra ungur bóndi og hefur í vetur á fjórða hundrað fjár á fóðrum. Hann heitir Skúli Ragnarsson. í Dal er ungur bóndi, Stefán Eggertsson, byrjaður að búa og hefur byggt sér íbúðarhús og býr félagsbúi með föður sínum. Hann ætlar að byggja fjárhús í sumar. Garðar bróðir hans stundar trésmíðanám, en ætlar svo að setjast að heima í sinni sveit, helzt í Dal. Á Gunnarsstöðum er Jó- hannes Sigfússon, ungur mað- ur, að byrja að búa með föður 77 n S J Ú —< HEILSURÆKTAR- MIÐSTÖÐIN Það hefur lengi verið mikið áhugamál Akureyringa að skapa sem fullkomnasta aðstöðu í og í tengslum við miðstöð vetraríþrótta á íslandi í Hlíðar- fjalli og á síðari árum hefur Norðlendingum öllum verið æ ljósari nauðsyn þess, að hér norðanlands rísi sem fyrst full- komið hressingarhæli. Hvort tvgegja er mjög mikilvægt frá sjónarmiði byggðastefnu og hin þörfustu fyrir .alla framtíðar- þróun þessaFa mikilvægu mála á Norðurlandi. M. a. þess vegna hefur vakið mikla athygli sú ítarlega grein er Heimir Hannesson ritaði fyr- ir skömmu hér í blaðið þar sem hann gerði grein fyrir nýjum hugmyndum um heilsuræktar- miðstöð þar sem báðir þessir þættir yrðu sameinaðir í einn samtengdan rekstur og bent á fjárhagslegar leiðir til að hrinda málinu í framkvæmd. Höfuðatriði þessa máls er það, að á það er bent, að um þessar mundir fer fram athugun á staðarvali slíkrar miðstöðvar. Stjórnvöld hafa engar ákvarð- anir tekið, en á það er lögð áherzla hjá Heimi Hannessyni, að ekki komi til mála, að ef af þeim framkvæmdum verði er sérfræðingar S. Þ. leggja til, verði meginhluta fjárins varið til Faxaflóasvæðisins. Einn stærsti þátturinn sé nokkur hundruð milljóna framkvæmd við uppþyggingu fullkominnar skíðáaðstöðu, útivistarstarfsemi og almennrar heilsuræktar, þar sem upp risi nýtízkuleg stofnun er nýtti jarðhita til margvís- legra þarfa, útivist yrði stunduð árið um kring, skíða- og fjalla- ferðir á viðeigandi árstíðum, ráðstefnur vor og haust, almenn ferðamannaþjónusta á sumrin, en heilsuræktarstarfsemi allt árið með sérþjálfuðu starfsliði. Færð eru rök að því, að slíkri heilsuræktarmiðstöð eigi að velja stað á eða við Akureyri og sem fyrst beri að kanna áhuga þeirra samtaka og aðila er þessi mál hafa látið sig skipta, hvort ekki sé hér á ferð- sínum, hefur byggt stórt fjár- hús og er að byggja íbúðarhús. í Hvammi hefur lengi staðið hálfsmíðuð íbúð, er brottfluttur maður var að byggja. Bróðir hans og systursonur voru að kaupa þessa íbúð núna um dag- inn og eru farnir að standsetja hana, í staðinn fyrir gamalt hús, sem þeir hafa búið í. ini raunhæf hugmynd er vinna beri að og taka upp hið fyrsta við rétt stjórnvöld. Ástæða er til að ætla, að allir aðilar er þetta mál skipta muni fagna þessari hugmynd og vilji kanna hana til þrautar. Svo vill til, að einmitt hér á Norðurlandi er hvort tveggja í senn fyrir hendi mikill áhugi og rík þörf. Ég vil leggja til, að þessi mál verði hið fyrsta tekin föstum og alvar legum tökum. Kanna þarf hug áhugamannasamtaka og bæjar- félags og í framhaldi af því taka upp viðræður við stjórnvöld á þann hátt er til hefur verið lagt. Á þriðja áratug þessarar ald- ar var unnið það stórvirki að reisa Kristneshæli á skömmum tíma. Á þessum velmegunar- árum og með þeim möguleik- um er fyrir hendi eru í alþjóð- legri samvinnu ætti þetta mál ekki að vera miklu stærra átak. Og stjórnvöld landsins á hverj- um tíma mega aldrei gleyma því, að fögur orð um byggða- jafnvægi eru harla léttvæg, nema verkin fylgi. (Aðsent) vegna þess, að sú fyrirgreiðslá er hagkvæmari en að ná til þeirra gegnum verðlagið. Ég vil endurtaka það að Jok- um, að ný stjórnarstefna hefur breytt kjörum landsbyggðar- fólksins og bera auknar fram- kvæmdir þar því gleggst vitni, svona almennt séð. í þessu sam- bandi má minna á Norðurlands- áætlunina, sem hefur stutt mjög að vegagerð sem um munar, og þurfum við í Þistilfirðinum eng- in vitni um það. Ný stjórnar- stefna hefur aukið fólki trú á framtíðina og við það leysast öfl úr læðingi, og sér þess nú víða stað. Sagt er, að beitilönd séu nær ótæmandi á lieiðum Þistilfirð- inga? Já, miklir ónotaðir möguleik- ar, en ekki óþrjótandi. Og í Þistilfirði og á Langanesi er hægt að rækta ósköpin öll, bæði þurrlendi og svo votlendi, sem auðvelt er að þurrka. Heiða- löndin eru gróin og grösug og féð, sem þar gengur, verður vænt. Ég held ég megi segja, að bændur í fjárræktarfélaginu Þistli hafi fengið 27.5 kg eftir vetrarfóðraða á. | Gamall bóndi, Jóhannes Árná son, segir það í Göngur og’ rétt- um, að afréttirnar megi með sanni kallast gullnáma sauðfjár- bóndans. Það er auðvitað bæði satt og rétt, nema að bóndinn þarf ekki að grafa eftir þessu gulli, heldur sendir hann ærnar til að tína það. \\ ij Blaðið þakkar Óla Halldórs- syni á Gunnarsstöðum svör hans. E. D. imníiíiym UMSJON: EINRR HELGRSON ÓIi Halldórsson. Á Hallgilsstöðum er verið að fullgera nýtt íbúðarhús á öðrum jarðarhelmingnum, en á hinn helminginn flytur í vor Þórar- inn Björnsson. Og í Tunguseli eru ungir bændur að taka við, annar fjölskyldmnaður, Krist- björn og Gunnlaugur Jóhanns- synir, en þeir hafa búið félags- búi með foreldrum sínum. Þeir hafa keypt af ríkinu eyðijörð, til að auka landrýmið. Á Syðri-Brekkum hófu bú- skap fyrir einu ári, en þá var jörðinni skipt, ung hjón, Úlfar Þórðarson og kona hans, og hafa þau þegar byggt hlöðu og fjár- hús, en gerðu við gamla íbúðar- húsið, en Indriði, sem þarna hefur búið, byggði nýtt. Á Sauðanesi er þegar komið nýbýli, sem Ágúst Guðröðarson á og hefur hann byggt hlöðu og fjárhús og ræktað manna mest. Nú tel ég ekki meira fram af þessu tagi í þeirri byggð, sem við köllum Þistilfjarðarbyggð, og skiþt er í þrjá hreppa, Sval- barðshrepp, Sauðaneshrepp og Þórshafnarhrepp. Þetta er fé- lagsleg og menningarleg heild, fólkið samhent og félagslynt og þekkist ekkí hrepparígur. Mér þykir þú segja fréttirnar. En hverju þakkar þú þessar ánægjulegu breytingar fyrst og fremst? Þessar breytingar nú, eiga sér fleiri orsakir og þó þá helzta, að breytt var um stjórnarstefnu í landinu. Þegar fólkið fann, að ríkið vildi hjálpa því í lífsbar- áttunni, stóð ekki á framkvæmd unum né dugnaðinum. Það er mikið af vinnufúsum höndum í Þistilfirði. Raforkumálin hafa lengi ver- ið brennandi mál okkar eystra og þau eru það ennþá, þótt þau séu nú væntanlega að leysast verulega. Stór kúabú er ekki lengur hægt að reka -hér á landi nema að hafa raforku. í þessu sambandi má benda á, að í Þistil firði eru fjórar ár, sem hægt er að virkja, ekki stórt, en þó til verulegra nota. Þá vil ég nefna, að þótt hlynnt sé að þeim sem eru að byggja upp eyðijarðir, með meiri lánafyrirgreiðslu en áður, þarf að auka þá fyrir- greiðslu til mikilla muna og setja um það löggjöf, einnig SL. sunnudag léku Þór og Val- ur í íþróttaskemmunni á Akur- eyri í íslandsmótinu í hand- knattleik, 1. deild. Þetta er næst síðasti leikur Þórs í 1. deild á keppnistímabilinu, en þeir eiga eftir að leika við Hauka úr Hafnarfirði. Þórsliðið er nú fall- ið í 2. deild og skipti leikurinn við Val engu máli, og var hann vel leikinn, því öll taugaspenna hjá leikmönnum var úr sögunni. Leikurinn var skemmtilegur og tvísýnn og skemmtu áhorfendur sér vel. Gangur leiksins. Valur skoraði fyrsta markið, en Þór jafnar. Leikurinn geng- ur svo áfram og stendur í járn- um, Þór komst ýfir 4—2, en Valur jafnar. Þór komst yfir 5—4, en Valur jafnar og komst yfir 6—5 og var þá fyrri hálf- leikur hálfnaður. Á -20. mín. er staðan enn jöfn 8—8. Þegar fyrri hálfleik lauk er staðan enn jöfn 12—12. Þór skorar fyrsta markið í síðari hálfleik og þegar 4 mín. eru hðnar er staðan 16—14 fyrir Þór. En þá síga Valsmenn jafnt og þétt fram úr og komast í 20—17, en Þórsúrum tekst að minnka muninn í 21—20. En á lokamínútunum eru Valsmenn sterkari og sigra 24—21. Það vakti athygli að Þór hafði ekki nema einn skiptimann og voru leikmenn því eðlilega orðn ir þreyttir undir lokin. Um leik- inn í heild er það að segja, að hann var vel leikinn, og Þór vantaði aðeins herzlumuninn eins og svo oft áður í vetur. Þá er aðeins einn leikur í 1. deild eftir hér fyrir norðan og mæta þá Þórsarar Haukum og verður þar eflaust um skemmti- lega viðureign að ræða; Sv. o. !( ÞOR - KR í KVÖLD leika í íþróttaskemm- unni kl. 19.30 Þór og KR í 1. deild kvenna. Þór á nú eftir aðeins tvo leiki og vinni þeir báða ná þeir að halda sæti sínu í 1. deild þar sem Víkingur hef- ur aðeins 3 stig. |) UNGLINGAÞJÁLFUN UNGLINGAÞJÁLFUN á veg- um Knattspyrnuráðs Akureyr- ar hefst á Sanavellinum sunnu- daginn 24. marz n. k. Jack Johnson mun hafa yfir- umsjón með æfingunum. ; Drengir 9—12 ára mæti kl. 9.30 f. h. Drengir 13—16 ára mæti kl. 10.30 f. h. Þátttakendur komi mjög stundvíslega að íþróttavallar- húsinu við grasvöllinn. Knattspyrnuráð Akureyrar. , SKIÐAKEPPNI I MYVATNSSVEIT SKÍÐAMÓT Skútustaðaskóla fór fram dagana 8. og 9. marz. Sigurvegarar urðu sem hér segir: Ganga, ca. 2 km braut. Mín. Barnaskólinn. 3. b. Freydís Arngrímsd. 10.14' 4. b. Egill Steirigrímsson 9.19 5. b. Dagbjartuy Hálldórss. 7.33 6. b. Gísli Sverrisson 8.09 Ganga, ca. 4 km bráut. Míri. Unglingaskólinn. 1. b. Kolbjörn Amljótsson 16.2l 2. b. Unnur Pétursdóttir 1 14.31 Lengri braut. 5. b. Geir Arngrímsson 6. b. Gísli Sverrisson Unglingaskólinn. 1. b. Gerður Gúsafsdóttir 2. b. Kristín Sverrisdóttir 88.5 72.1 I 89.3 66.5 , Sek. *■<?/ ""‘k ':.v8ó:ö ssón—1 66.8 4. b. Steinunn Ái’íljörnscí. 48.1 Svig. Barnaskólinn. 2. b. Nils Gúsafásó'n 3. b. Þórarinn Pú'íq, Skíðagöngumót íþróttafélags- ins Eilífs var 3. marz. Sigurveg- arar urðu sem hér segir: \t 5 km, 16 ára og eldri. Mín. Jóhannes Steingrímsson 22.46 2Vz km, 13—15 ára. Mín. Kristín Sverrisdóttir 9.57 1250 m, 12 ára og yngri. Mín. Gísli Sverrisson 4.48 Á þessu móti var keppt um myndarlega verðlaunapeninga, sem Kísiliðjan gaf. J. L

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.