Dagur - 15.05.1974, Blaðsíða 1

Dagur - 15.05.1974, Blaðsíða 1
Málverkaútlán á Amtsbókasafninu NORRÆNA listabandalagið hef ur tekið upp þá nýbreytni að bjóða listaverk til útlána frá al- menningsbókasöfnum á Norður- löndum. Amtsbókasafninu hafa nú borst sex málverk eftir kunna norræna 'listamenn og verða þau til sýnis og útlána á lestrarsal safnsins. Leigugjaldi er mjög stillt í hóf og er lán- þegum gefinn kostur á lánstíma frá einni viku .og allt að fjórum vikum eftir samkomulagi. Flest- ar myndirnar eru einnig til sölu, en þó. méð þeim skilmál- um, að þær verða ekki afhentar kaupendum fyrr en farandsýn- ingu þessari er lokið. Forráðamenn safnsins vænta þess að Akureyringar sýni áhuga á þessari nýbreytni, því vænta má framhalds á starfsemi af þessu tagi ef vel tekst til. □ Konurnai* syng ja SÖNGFÉLAGIÐ GÍGJAN held- ur samsöng í Samkomuhúsinu á Akureyri laugardaginn 18. maí kl. 16, einnig á sunnudag og mánudag kl. 21 báða dagana. Söngstjóri er Jakob Tryggva- íis; Dagub kemur næst út á föstudags- kvöldið. son, undirleikari á píanó Dýr- leif Bjarnadóttir. Raddþjálfari kórsins er Sig. Demetz Franz- son. Einsöngvarar eru Helga Al- freðsdóttir og Gunnfríður Hreið arsdóttir. Kvennakórinn er skipaður 47 konum, og söngskráin er eftir innlenda og erlenda höfunda, (þá Jakob Tryggvason, Sigfús Einarsson, Sigv. Kaldalóns, Inga T. Lárusson, Árna Thorsteins- son, J. Barnby, Leonard Bern- stein, Sibelius og Wagner). Aðgöngumiðar eru seldir í Bókabúð Huld og þar geta styrktarfélagar einnig fengið skipt á miðum ef þeir óska.. □ væ Ólafur Noregskonungur. UM 90 manns búa í Grímsey. Aldrei hefur aflast meira en nú í vetur, enda ekki að ráði róið með línu áður, en tveir þilfars- bátar og stór trillubátur róa með línu. Mun aflinn orðinn 160—170 tonn frá áramótum. Þorskurinn hefur verið óvenju- stór, er hann allur saltaður og r Olafur-Ncregskonungur kemur TILKYNNT hefur verið, að Ól- afur Noregskonungur komi í opinbera heimsókn til fslands snemma í sumar og dvelji hér á landi dagana 4.—7. júní. Hann kemur með konungsskipinu Norge, ásamt fríðu föruneyti og meðal annarra verða í föruneyti konungs Knut Fryderlund utan- ríkisráðherra. í þessari för mun konungur og fylgdarlið hans heimsækja Alcureyri miðvikudaginn 5. júní. Verður bærinn skoðaður og umhverfi hans, en síðan býð- ur bæjarstjórn til kvöldverðar á Hótel KEA. En hið sama kvöld fer konungur til Reykja- víkur. □ I ,tólfHlFWÍ3If:i*Iií! Til þess var leikurinn gerður ÞEGAR stóryrðum um valdarán, einræði og siðleysi vegna þingrofs Ólafs Jóhannessonar, linnir, er tími til yfirvegunar. Sú spurning er áleitin, hvers vegna þingmenn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna rufu stjórnarsamstarfið. Svarið liggur nú ljóst fyrir. Hannibal Valdimrasson ætlaði að mynda nýja ríkisstjórn með Alþýðuflokknum og stuðningi Sjálf- stæðismanna. En það stóð á stuðningi Magnúsar Torfa Ólafs- sonar menntamálaráðherra og þá var staðan á Alþingi á þann veg, að Hannibal og félagar höfðu ekki meirihluta í ! báðum þingdeildum og gat því ekki fremur en núverandi stjórn tryggt framgang mála á þingi. Draumur Hannibals og Gylfa varð því að engu í þetta sinn. Þeir eru því báðir í sárum og flokksbrot beggja tvístruð í afstöðunni til hinna eftirminnilegu atburða. Q . < Enginn þykisf of góSur fil aí vinna Gunnarsstöðum, Þistilfirði, 13. maí. — Hér líður mönnum og skepnum allvel. Vorið og sum- arið er óvenju snemma á ferð og man ég ekki annað eins. — Kominn er góður sauðgróður á úthaga ,miðað við gamla skil- greiningu, a. m. k. Einhverjir bændur hafa þegar sleppt þeim ám, sem síðast eiga að bera. En sauðburðurinn hefst víðast nú þykir jafnan hin ágætasta vara frá þessari norðlægu verstöð. Tvö úthöld stunduðu grá- sleppuveiðar, og hafa aflað vel. Allt er orðið fagurgrænt í eynni og veðurfar hefur verið með eindæmum gott, t. d. um páskana logn dag eftir dag. Fugl inn þekur björgin og mun byrj- aður að verpa, sem er óvenju- lega snemmt. Eitt íbúðarhús er komið undir þak og þrír aðrir hafa húsbygg- ingar í undirbúningi. Grímseyingar hafa verið að koma sér upp myndarlegu fé- lagsheimili, og margir þeirra hafa einnig áhuga á byggingu lítillar sundlaugar, sem fyrst og fremst yrði kennslulaug. Seint á síðasta ári varð sá atburður í Grímsey, sem jók enn sund- áhugann. En þá hjólaði sex ára drengur, sem ekki kunni að synda, fram af bryggjunni. Lít- ill félagi hans hljóp upp í fisk- hús og kallaði á hjálp og maður að nafni Gylfi Gunnarsson kast- aði sér til sunds, og bjargaði drengnum, sem orðinn var mjög dasaður. Þetta og fleira barst í tal er blaðið hafði tal af Stein- unni Sigurbj arnardóttur útibús- stjóra og fréttaritara Dags í Grímsey í gær. '• Akureyrartogararnir Svalbakur EA 2 landaði 79 tonnum 10. maí. Harðbakur EA3 landaði 103 tonnum 9. maí. Sól- bakur EA5 landaði ca. 200 tonn- um í gær. Svalbakur EA302 landaði 201 tonni 2. maí. Slétt- bakur EA304 landaði 6. maí 237 tonnum. Q í þessari viku, en er ekki byrjað ur svo heitið geti. Bændur eru byrjaðir að vinna í flögum og undirbúa sáningu, en áburð er ekki farið að bera á tún. Áburðurinn var að koma, seinkaði í verkfallinu, en er nú allur kominn og er því áburðar- dreifingin framundan. Aflinn var heldur tregur í all- an vetur að heita má, en hálfs- mánaðartími í apríl var þó veru lega góður. En gæftir voru frem ur góðar og sjórinn mikið sótt- mikil og hefur svo verið í allan vetur. Nú í vor eru vandræði með að afgreiða skipin og hafa þá bændur hlaupið undir bagga og komið í skipavinnu. Hafa sumir þeirra unnið við skipa- afgreiðslu á daginn en við bú- skapinn á nóttinni til að bjarga málunum. Það sama gerist nú frystihúsunum. Þar vinna hús- mæður og bjarga þar. Það þyk- ist enginn of góður til að vinna hér um slóðir, ekki heldur prestsfrúin, sem vinnur þar. Á Þórshöfn eru konur að byggja heilsuræktarstöð og er hún komin undir þak. Frjáls fé- lagssamtök kvenna í kauptún- inu og sveitunum standa að þess ari framkvæmd pg eru konurn- ar áhugasamar.1 Eins og stendur er fátt að ur. Talsvert hpfúr véiðst af grá- sleppu í vor, eh þeirri vertíð mun vera að ljúka. Atvinna á Þórshöfn er mjög frétta af pólitíkinni. Málin þró- AÐALFUNDUR Ka.upfélags N,- Þingeyinga var haldinn á Kópa- skeri 8. og 9. apríl. Þess var minnst, að félagið er 80 ára á þessu ári. Aðalhvatamaður að stofnun þess var Jón Jónsson Gauti frá Gautlöndum. Formað- ur félagsstjórnar er Árni Sig- urðsson Hjarðarási, en aðrir stjórnarmenn eru Þórarinn Har aldsson, Laufási, Björn Guð- mundsson, Lóni, Björn Bene- diktsson, Sandfellshaga og Helga Sigurðardóttir, Sigurðar- stöðum, sem nú var kosin í stjórn og er fyrsta konan í stjórn félagsins. Kaupfélags- ast næstu daga hér í kjördæm- inu hvað snertir framboð og þessháttar. En í landspólitík- inni eru menn ákaflega spenntir og nú líkar öllum vel við Olaf Jóhannesson, íorsætisráðherra, nema þessum fáu sjálfstæðis- mönnum, sem hér finnast og ör- fáu krötum, en þó held ég að sumir þeirra séu bara glaðir. Ó. H. <®xSx$x$>3>3x$x$x®x§x$x$x$x§x$x$x$x$x$xJx®x§>4 I I Engin I sameining | FLOKKSSTJÓRNAR- S FUNDUR Alþýðuflokksins, % sem haldinn var í Reykja- X vík í fyrrakvöld, telur, að T vegna þess hve alþingis- f kosningarnar beri brátt að, X geti íormleg sameining Al- % þýðuflokksins og Samtaka x frjálslyndra og vinstri 4 manna ekki komið tii l> greina fyrir kosningar. % Þá hefur verið skýrt op- X inberlega frá því, að Hanni T bal Valdimarsson gefi ekki f> kost á sér til framboðs fyr- ir Samtök frjálslyndra og % vinstri manna í Vestfjarða- x kjördæmi í alþingiskosning f unum í sumar. Q stjóri er Kristján Ármannsson frá Akureyri. Velta kaupfélagsins s.l. ár var 201 millj. kr., sem er 43% aukn- ing frá fyrra ári. Launagreiðsl- ur voru 25,5 millj. kr. Hagnaður fyrir afskriftir 6,8 millj. króna. Nettóhagnaður var 1 milljón. Endurgreiðslur til félagsmanna 650 þúsund kr. Samþykkt var að veita 300 þús. kr. til félags- mála á kaupfélagssvæðinu, sem er N.-Þingeyjarsýsla vestan Ax- arfjarðarheiðar. Ennfremur var samþykkt að láta rita sögu fé- lagsins frá 1944—1974, en 50 ára sagan er þegar skráð. Q Áttatíu ára kaupfélag

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.