Dagur - 15.05.1974, Blaðsíða 8

Dagur - 15.05.1974, Blaðsíða 8
Dagur Akureyri, miðvikudaginn 15. maí 1974. Silfurfingur- bjargir. g . y GULLSMIÐIB , Fermingar- ^ íf M' N SIGTRYGGUR gjafir, \U|^ J & PÉTUR mikið úrval. - I AKUREYRI SMÁTT & STÓRT Húsavík við Skjálfandaflóa er mikill athafnabær. (Ljósm.: E. D.). Metafli hjá Húsavíkurbátimum Húsavík, 13. maí. — Leikfélag Húsavíkur hefur nýlega lokið sýningum á sjónleiknum Góða dátanum Sveik eftir Jeroslaf Hasek í þýðingu Karls ísfelds. Alls urðu sýningar 14 og að- sókn var góð, þrátt fyrir inflú- ensufaraldur, sem gekk um þær mundir er á sýningum stóð. Leikstjóri var Benedikt Árna- son. Með aðalhlutverkið, Sveik, fór Ingimundur Jónsson við mik inn fögnuð leikhúsgesta. í þeirri leikgerð, sem Leikfélagið sýndi leikritið, er sýningin áhrifamik- il ádeila á allan styrjaldarrekst- ur og' jafnframt háð um vopna- skaksfólk. Leikfélaginu hefur verið boðið að sýna í Iðnó í Reykjavík í júlí í sumar og hafa leikfélagsmenn áhuga á að þekkjast boðið. Karlakórinn Þrymur og Lúðra sveit Húsavíkur efndu til tón- leika í félagsheimilinu á Húsa- vík 11. þ. m. Söng- og hljóm- sveitarstjóri er Robert Besdek. Fjórir einsöngvarar: Eysteinn Sigurjónss., Guðmundur Gunn- laugsson, Jóhann Gunnarsson og Jón Sveinsson sungu með kór og hljómsveit. Flutt voru verk innlendra og erlendra höf- unda, þeirra á meðal lag eftir Steingrím Sigfússon organista á Húsavík, en það lag tileinkaði höfundur og gaf Þrym í tilefni 40 ára afmælis kórsins á s.l. hausti. Félagsheimilið var full- skipað áheyrendum, sem fögn- uðu vel kór, hljómsveit og ein- söngvurum. Tónlistarskóla Húsavíkur var slitið í gær. Að venju var þá efnt til nemendatónleika og fóru þeir fram í Barnaskólan- um. Skólastjóri er Steingrímur Sigfússon organisti Húsavíkur- kirkju. Margir Húsvíkingar notuðu góða veðrið í gær til að setja niður kartöflur. Allmargir voru þó búnir að því áður, og hjá bæjargjaldkeranum er kartöflu- grasið komið upp, en hann setti niður í sinn garð viku fyrir sum aVmál. Sami maður, Hjörtur Tryggvason, sló lóð sína síðasta vetrardág. Fiskafli Húsavíkurbáta frá áramótum til aprílloka var 2790 lesjjir :og |r það meiri afli en dæmi eru til um áður á þeim mánuðum og um 1000 lestum meiri afli en á sama tíma í fyrra. Mesta aflahrotan var í aprílmánuði. Aðallega hefur ver ið veitt með línu og mestur afli hefur verið hjá , þilfarsbátum, sem lengra hafa sótt. Hrogn- kelsaveiði er miklu minni í vor en í fyrra og mikið minna stund uð en þá. Tékknesku listamennirnir, er hér dvelja, segjast ekki hafa séð eins stóra túlípana í Prag eins og þá, sem blómstrað hafa fyrir nokkru hér á Húsavík. Þ. J. ÞYRNIR í AUGA Kosningaávarp Framsóknar- manna á Akureyri, sem borið var í livert hús, er íhaldinu mik ill þyrnir í auga. íhaldsmenn lesa það og lesa — og vel sé þeim fyrir það — en við lestur- inn eykst dapurleiki þeirra að miklum mun. Þó hafa íhaldsmenn séð einn ágætan vitnisburð um sig á prenti hjá Framsókn. Ilann er sá, að framkvæmdastefna Fram- sóknar hafi gengið betur á síð- asta kjörtímabili en næst áður og það sé auðvitað því að þakka, að íhaldið liafi þá átt einum fleiri í bæjarstjórninni.. Ekki má gera lítinn hlut íhaldsins minni en hann er. Það verður þó að hryggja flokksmenn þess með því að benda á þá augljósu staðreynd, að á síðasta kjörtíma bilinu, sem raunar stendur enn, er sú ríkisstjórn að völdum í landinu, sem hefur byggða- stefnu á dagskrá, ekki aðeins á pappírnum, heldur í verki. Það er byggðasiefnan í landsmálun, um, sem hér hefur ráðið meiru um framgang góðra bæjarmála en eittt atkvæði íhalds í bæjar- stjórn. TVÍSTRAÐ LIÐ íhaldsmenn á Akureyri kvarta undan því leynt og ljóst, hve bæjarfulltrúar þeirra séu laus- ir í rásinni í bæjarmálunum, jieirra lið sé vístrað. Þeir benda á, að þeir láti Framsókn ráða ZKT HEILSUHÆLI Náttúrulækningafélag Akureyr- ar, en formaður þess er Laufey Tryggvadóttir, undirbýr bygg- ingu heilsuhælis ó Norðurlandi. Konur berjast fyrir þessu máli og hafa þær þegar safnað um fimm milljónum króna. Auðvit- að hrekkur það skammt til að byggja hæli fyrir 120—130 manns, svo sem áætlað er. En konur eru þrautseigar og vinna ótrauðar að undirbúningi heilsu hælisbyggingarinnar. Bæjarstjórn hefur sýnt mál- inu skilning og lofað vissri fyr- irgreiðslu. Hitt er þó meira um vert, að almenningur mun í vax andi mæli taka upp baráttuna með þeim, sem forystuna hafa. □ Kosninffarnar á Húsavík Á HÚSAVÍK hefur um ár og áratugi ríkt alhliða uppbygging- ar- og framfarastefna undir for- ystu eða með þátttöku Fram- sóknarflokksins. Framsóknar- fólk á Húsavík gengur enn til kosninga með það sem aðalmark mið, að áframhald verði á slíkri þróun. Má í þessu sambandi nefna örfá aðalatriði: í verklegum framkvæmdum verði einkum lögð áhersla á var anlega gatnagerð og hraðað verði þeirri áætlun, sem nú er unnið eftir og uppbyggingu Húsavíkurhafnar og skipulag hafnarsvæðisins með tilliti til VEITT LAUSN FRÁ EMBÆTTI HIÐ KUNNA yfirvald Þingey- inga, Jóhann Skaptason sýslu- maður, er nú að íjúka löngum embættisferli sínum. Hann er orðinn sjötugur og hefur verið veitt lausn frá störfum frá 1. júní að telja. □ mannvirkjagerðar, svo sem ver- búða og aðstöðu til viðhalds á bátaflotanum. Félags- og menningarmál: Unnið verði ötullega að upp- byggingu íþrótta- og æskulýðs- mála og bættri aðstöðu fyrir slíka starfsemi í samvinnu við þá aðila, sem að þeim mólum standa. Þá verði rík áhersla lögð á byggingu barnadagheim- ilis, markvisst stefnt að gerð annarra dagvistunarstofnana fyrir börn og í samvinnu við styrktarfélag aldraðra í Húsa- vík og S. Þingeyjarsýslu, unnið að byggingu dvalarheimilis fyr- ir aldraða á Húsavík og félags- leg aðstaða þeirra aukin og bætt. Uiphverfismól: Hraðað verði gerð skrúðgarðs við Búðará og frágangi annars útivistarsvæðis og skipulagður verði fólkvangur við Botnsvatn. Vakin verði í vaxandi mæli at- hygli á nauðsyn náttúruverndar og hreinlætis í fögru bæjarlandi Húsavíkur. Samgöngu- og umferðarmál: Framsóknarflokkurinn beiti áhrifum sínum í bæjarstjórn til að bættar verði sámgöngur við kaupstaðinn og flýtt verði end- urbótum og uppbyggingu Húsa- víkurflugvallar í Aðaldal. Hótel- rekstur og ferðamál verði skipu lögð og samræmd. Húsnæðismál: Framsóknarflokkurinn stefnir að því að ávallt séu til skipu- lögð og undirbúin svæði til íbúðabygginga. Reynt verði með öllum tiltækum ráðum að bæta úr þeim húsnæðisskorti, sem nú er ríkjandi, t. d. með byggingu leiguíbúða, samkvæmt reglu- gerð frá stjórnvöldum og kaup staðurinn hefur þegar sótt um þátttöku í. Og áfram verði hald- ið á þeirri braut, ef vel reynist. Fræðslumál: Haldið verði áfram uppbygg- ingu skólanna. Stefnt verði að því, að ungmenni Húsavíkur geti stundað menntun sína sem mest heima fyrir. Bætt skal að- staða til iðnmenntunar á Húsa- vík og fjölgun námsbrauta m. a. til að mennta fólk fyrir sjávar- útveginn og koma á fullorðins- fræðslu. Atvinnumál: Tryggt verði, að svo miklu leyti, sem það er á valdi bæjar- félagsins, að næg atvinna sé í bænum. Skal í því sambandi efla framkvæmdasjóð Húsavík- urbæjar og gera hann hæfari því hlutverki sínu, að viðhalda og auka atvinnulíf í bænum. (Aðsent). ferðinni í öllum helstu málum. Hið rétta er,. að bæjarfélaginu ,er það hin mesta nauðsyn að meiriháttar flokkur, eins og íhaldið, taki svo áhyrga afstöðu til mála, að það veiti stuðning góðum málefnum, sem fram eru borin. Ilinsvegar er víst nokkur sannleikur í því, að íhaldið sé tvístrað. BæjarfuIItrúar þess hafa flutt burt, aðrir mætt illa svo þurft hefur að kalla út vara- og varavaramenn, allt niður í 8.—9. sæti. Að þessu leyti er lið ið tvístrað og tætingslegt, eins og allir vita og framboðslisti þess ber nokkurn vott um. LEIKIR OG STÖRF Fullorðnir vinna, skrafa um þingrof og. tvennar kosningar á næstu vikum, skoða Sámasýn- inguna, fara í leikhús, drekka kaffi slysavarnakvenna, drekka brennivín á börunum og fara í kvikmyndahús. Börnin eru enn þá í skólunum og finna sér tóm- sundastörf þegar skyldutímum og námsbókum sleppir, njóta fyrst og fremst útiverunnar og svo hvers konar leikja, þar sem því verður við komið.. Himna- faðirinn hefur lagt blessun sína yfir land og lýð í vor með þeirri einstöku veðurblíðu, að apríl- mánuður varð 5,1 stigi hlýrri á Norðurlandi en í meðalári. DROTTNIN G ARVEGURINN Akureyringar munu flestir hafa tekið eftir því, að hraðbrautin til flugvallarins, Drottningarveg urinn svokallaði, er ekki aðeins góður undir bíla og til að flýta för, heldur er hann einn dá- samlegasti fuglaskoðunarstaður. Vegurinn liggur um mestu fuglabyggð, sem til er við Eyja- fjörð. Enginn skemmtistaður getur keppt við þessa fuglapara- dís á fögrum vordegi — fyrir þá, sem unna náttúrunni og hafa hæfileika til að njóta hennar —. SÝNIÐ BÖRNUNUM FUGLANA Það er ómaksins vert fyrir for- eldra að sýna börnum sínum hið fjöruga og auðuga fuglalíf á Leirunum við Drottningarveg inn. Sá maður er steinrunninn, sem ekki undrast að sjá ástar- dans stelkanna, eða hvernig tjaldurinn tekur sér hádegis- blund á einum fæti með nef und ir væng. Menn geta dáðst að list fiugi sendlinganna, sem um þetta leyti árs taka með sér lóu- þræla og sandlóur, en allir þess- ir fuglar eru af svipaðri stærð og taka allir þátt í listfluginu, eins samæfður hópur og . mest má verða. Þá hafa börnin gam- an af að heyra um og sjá gæs- irnar, grænhöfðana, duggendur, skúfendur, hávellur, rauðhöfða- endur, grafendur, urtendur, (Framhald á blaðsíðu 5) Sumaráætlun F.í. SUMARÁÆTLUN Flugfélags íslands gekk í gildi 1. maí. Er gert ráð fyrir fleiri ferðum og meiri flutningum en nokkru sinni áður. Nú verða í sumar fastar áætl- unarferðir á milli Akureyrar og ísafjarðar og verða þær tvisvar í viku. Ferðum á innanlandsleiðum fjölgar í áföngum, og þegar áætl. unin verður í fullu gildi, verða farnar 33 ferðir á viku til Akur- eyrar, 24 til Vestmannaeyja, 15 til Egilsstaða, 12 til ísafjarðar, 9 til Hornafjarðar, 4 til Húsavík- ur, 3 til Raufarhafnar og Þórs- hafnar og 3 til Patreksfjarðar, 2 til Norðfjarðar, 4 til Sauðár- króks, 3 til Þingeyrar og 2 til Fagurhólsmýrar. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.