Dagur - 06.06.1974, Blaðsíða 4

Dagur - 06.06.1974, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Vinstri stefna í ALÞINGISKOSNINGUNUM 30. júní næstkomandi verður um það kosið, fyrst og fremst, hvort fram verður haldið byggðastefnunni í verki og við það miðað að jafna og bæta lífskjör fólks á landinu öllu, samkvæmt núverandi stjórnarstefnu, eða hvort hin dauða hönd peninga- valds og íhalds eigi að taka við.stjóm artaumunum. Þjóðin fellir einnig sinn dóm um það, hvort hún treystir núverandi stjórn betur í landhelgis- málum en þeim mönnum og flokk- um, sem á þrettán ára valdaferli sín- um hreyfðu hvorki hönd né fót til að stækka landhelgina og voru við hin ýmsu tækifæri öruggir talsmenn Breta á örlagastundum. Þjóðin hefur ekki gleymt atvinnuleysinu, gengis- fellingunum, landflótta þúsundanna og átakanlegu misrétti þegnanna á þrettán ára valdaferli íhaldsins. Spor in hraða og þau ættu að vera nægi- leg viðvörun í næstu alþingiskosn- ingum. Landsfólkið sýnir það í vaxandi mæli, að það vantreystir íhaldinu og hafnar því. Sjást þess glögg merki í hinum nýja kaupstað, Dalvík. Þar tóku vinstri menn höndum saman í sveitarstjómarkosningum, unnu sig- ur og stjórna framvindu bæjarmál- anna. Hið sama gerðist á Húsavík. Þar tóku vinstri menn völdin í sínar hendur og á báðum þessum stöðum em ungir Framsóknarmenn bæjar- stjórar og forsetar bæjarstjórnar. Þriðji staðurinn, þar sem valdaskipti hafa orðið í bæjarmálum er Ólafs- f jörður. Þar hefur íhaldið lengi ver- ið einrátt og vinstri menn tvístraðir. Þar var íhaldinu loks steypt af stóli, starf bæjarstjóra auglýst frá næstu áramótum og kunnur samvinnu- maður hefur tekið sæti á forsetastóli. Naumast þarf að draga í efa, að stór meirihluti fólksins á þessum stöðum öllum er fylgjandi vinstri stefnu í bæjarmálum og landsmál- um, og má telja þessi tíðindi vem- legan stuðning við stefnu vinstri stjórnarinnar í landinu. í höfuðstað Norðurlands, Akur- eyri, fara þessa daga fram viðræður vinstri flokkanna um stjórn bæjar- málanna og líklegt að til samninga dragi. Bæjarstjómarkosningarnar gefa á ýmsum stöðum alranga mynd af við- horfum fólks til alþingiskosninga þeirra, er nú fara í hönd. Sigur Sjálf- stæðismanna í bæjarstjómarkosning- unum á Akureyri og í Reykjavík er mótaðist af hinni sveiflukenndu af- stöðu krata, er skammvinnur og eng- inn leiðarvísir í alþingiskosningun- um 30. júní. □ Sá yfiar er syndlaus er Akureyri, 3. júní 1974. MORGUNBLAÐIÐ 29. maí 1974 kom mörgum manninum á óvart, þegar það birti svohljóð- andi frétt, undir nafninu: DAG- LANGUR ELTINGALEIKUR VIÐ ÖLVAÐAN ÖKUMANN. Þétta er að mestu leyti slúður- frétt. Hef ég undirritaður feng- ið lögfræðing minn, Sigurð Gissurarson, til að annast það mál. Það rétta og sanna í þessu máli er það sem fer hér á eftir: Ég undirritaður var ásamt unn- ustu minni staddur í bíl mínum Mercedes Benz 220 S á plani vjð Ferðaskrifstofu Akureyrar laust fyrir kl. 2 aðfaranótt sunnudagsins 26. maí ’74 er lög- reglunni urðu á þau hrapalegu mistök að þverleggja bíl sínum fyrir framan bifreið mína. Fannst mér þá sem mér væri þar ofaukið, þrátt fyrir að það er almenningsbílastæði. Við- brögð mín urðu ósjálfrátt þau að leita annað, þar sem ég er þannig að guði gerður að ég læt alla í friði, smáa og stóra, svo lengi sem ég lifi á þessari jörðu, og finnst mér það lágmarks- krafa að ég sé látinn í friði, hvort heldur lögregla eða óbreyttir borgarar eiga í hlut. Svo lengi sem ég. hef ekkert brotið af mér. SMÁ LÝSING Á UMTÖLUÐ- UM ELTINGALEIK, MILLJ MÍN OG LÖGREGLUNNAR: Ók ég norður Hólabraut, upp Oddeyrargötu, upp Þingvalla- stræti, suður Þórunnarstræti og heim að bænum Naustum og stansaði þar og hleypti út far- þega. Finnst mér þá að ég eigi að halda áfram leiðar minnar, þar sem ég viti ekki til þess að lögreglan hafi neina ástæðu til þess að elta mig. Ek ég þá áfram sem leið liggur áleiðis niður Naustaveg. Veiti ég því þá eftirtekt, að óbreyttur borg- ari tekur það upp hjá sjálfum sér að loka veginum með bíl sínum A 62 og stöðvar hann við ræsi og verð ég þess vegna að nema staðar á veginum. Sé ég þá að út úr A 62 kemur maður vinstra megin, að mér sýndist ölvaður. Athuga ég þá allar að- stæður og sé það, að ég get ekið framhjá A 62 þrátt fyrir að hurðir séu opnar hægrá megin, og hár kantur og djúpur skurð- ur yfir að fara. Ek ég þá áfram niður Naustaveg, suður fyrir Krókeyri og er rétt kominn inn á hraðbrautina er ég verð var við andahjón sem eru á skemmtigöngu á hraðbrautinni og stoppa ég þar þangað til að þeim þóknaðist að fara af veg- inum. Ek ég þá sem leið liggur austur yfir Eyjafjarðarárbrýr og stoppaði ég við tvær þeirra til að hleypa bílum yfir. Síðan fór ég upp Vaðlaheiði og mætti þar nokkrum bílum. Upp á há- heiðinni var bíll útaf veginum og aðgætti ég hvort um slys á fólki væri að ræða. Reyndist það ekki vera og engan mann að sjá. Hélt ég þá áfram til Húsávíkur, og á lögreglustöð- ina; Var þar engan mann að sjá, á lögreglustöðina á Húsavík aftur og var þar heldur enginn í það skipti. Ek ég þá áleiðis til stoppa ég þá rétt austan við Húsavík. Um kl. 8.30 f. h. fer ég Akureyrar með viðkomu á ýms um stöðum. Um hádegisbilið nálgast ég Háls í Fnjóskadal, er þar lögreglubíl lagt þversum á veginn í brekku við blindhæð. Þetta hefði getað þýtt bráðan dauða ökumanns á austurleið, sem ekki hefði dottið slík hindr un í hug. Er ég ætla að stöðva, veiti ég eftirtekt hvítum bíl á miklum hraða fyrir aftan mig, ek ég þá framhjá lögreglubíln- um og yfir nýju brúna á Fnjóská. Veiti ég þá eftirtekt að lögreglubíllinn og þessi hvíti bíll eru komnir í hörku eltingar leik eins og hvolpar að elta skottið á sér. Um kvöldmatar- leitið er ég á leið á lögreglu- stöðina á Akureyri. Er ég kem að vestustu brúnni er þar stödd lögreglubifreið. Legg ég þá mín um bíl og geng í átt til lögreglu- mannanna, því ég sá að þeir myndu ætla að hafa tal af mér. Reyndist það rétt og fór ég þá með þeim upp á stöð og gaf þar skýrslu. Strax að skýrslugerð lokinni ók lögreglan mér og unnustu minni aftur að minni bifreið við Eyjafjarðarárbrú. LÖGREGLAN OG SÝSLU- MANNSEMBÆTTIÐ Á ÁKUR- EYRI: Mun ég nú leitast við í fáum orðum að útskýra vinnubrögð þeirra eins og þau koma mér fyrir sjónir. Þar sem mér finnst almenningur eiga skýlausan rétt á að vita hvað fer fram inn- an þeirra veggja og hvernig svona mál fá afgreiðslú. Þegar skýrsla var tekin af mér á lög- reglustöðinni tilkynnti lögregl- an að það væri ósk sýslumanns að ökuskírteinið væri tekið af mér. Og afhenti ég það í þeirri góðu trú að ég fengi það strax aftur. Enda var mér afhent það daginn eftir, þegar skýrsla hafði verið tekin af mér. Efni skýrslu þeirrar er í stuttu máli á þessa leið: a) Ástæðuna fyrir eltinga- leiknum taldi lögreglan vera þá, að tveir þeirra hafi séð mið ölv- aðan á gangi í miðbænum að- faranótt sunnudagsins 26. maí ’74. Lögregluþjónunum bar ekki fyllilega saman fyrir rétti. b) Farþegi sem var í bifreið- inni fullyrti fyrir rétti að hann hefði ekki getað merkt að ég væri undir áhrifum áfengis. Þrátt fyrir það að við værum búnir að rabba lengi saman niðri f miðbæ. Enda hvergi full- yrt um meinta ölvun mína, nema hjá þeim tveimur lög- regluþjónum er urðu tvísaga fyrir rétti. c) Er þá snúið sér að þeirri fullyrðingu lögreglunnar að ég hafi ekið of hratt. Ég viður- kenndi það þegar í stað við yfir- heyrslu hjá dómara. Að mínu áliti (70—90). Einnig viður- kenndi ég strax að ég hefði ekki gegnt hljóðmerkjum lögregl- unnar, sem mér fannst fárán- legt af þeim að nota á þessum tíma sólarhringsins, þegar bæj- arbúar eru í fasta svefni, þótt slíkt sé leyfilegt í neyðartilfell- um. Þriðjudagsmorgun 28. maí kl. 8.30 er ég vakinn upp af lög- reglunni og sagt að mæta hjá dómara kl. 9 f. h. Gerði ég það og var haldið þar í nokkurra klukkutíma yfirheyrslu. Til- kynnir dómari mér þá að hann ætli að svipta mig ökuleyfi til bráðabirgða. Afhenti ég honum ökuskírteinið í þeirri góðu trú að ég fengi það þegar skýrslu- gerð lyki. Þar sem ákeyrsla á A 62 reyndist uppspuni lög- reglu og eiganda bílsins sam- kvæmt skriflegri yfirlýsingu, sem ég hef í vörslum mínum, undirritað af Ófeigi Baldurs- syni lögreglumanni no. II. Ann- að skriflegt plagg hef ég einnig í minni vörslu undirritað af Árna Magnússyni varðstjóra, um að það sé þvættingur í sorp- grein Morgunblaðsins sem það birtir 29. maí ’74 að ég hafi haft í frammi ljótan munnsöfnuð og verið settur í fangageymslur lögreglunnar. Fór ég þess á leit við dómara að yfirheyrslum loknum, að þar sem ég hafði ekki valdið neinu tjóni eða gert á hlut nokkurs manns að ég fengi að halda öku skírteininu mínu í 4 til 5 vikur, þar til dómur félli. Þar sem það er atvinna mín að ferðast um landið með kvikmynd mína. Þvertók dómari fyrir að veita mér þessa bón mína. Gat hann ertga skýringu gefið mér aðra en þá að hann tæki ekki orð sín aftur. Tjáði ég þá dómara greini lega nauðsyn mína á að halda ökuleyfinu þennan stutta tíma þar sem ég hafi ekki ráð á að hafa einkabílstjóra, og • þetta stöðvi algjörlega atvinnurekst- ur minn. Fór ég þá til sýslu- manns og bað hánn þessarár sömu bónar, þar sem mér og' fleirum er vel kunnugt um að slík fyrirgreiðsla hafi verið veitt mörgum manninum. Þver- tók sýslumaður fyrir þetta með öllu. SVIKAMYLLAN ER SVONA: Dómari vísar til sýslumanns og sýslumaður neitar að taka fram fyrir hendur dómara. Samt viðurkennir sýslumaður við mig að enginn sé sekur fyrr en dómur hafi fallið. Bauðst sýslumaður til að hraða málinu eins og hægt væri hjá saksókn- ara. Tilkynnti ég þá dómara að þessi ósanngirni hans gæti neitt mig til að aka ökuskírteinislaus- an, þar sem ég er tilneyddur til að halda áfram minni vinnu af fjárhagsástæðum. Þessar ofangreindu línur eru staðreyndir til leiðbeiningar þeim sem trúað hafa á Gróu- sögur Morgunblaðsins og bæjar slúðrinu alþekkta* Einnig gefa þær smá innsýn' í vinnubrögð sýslumannsembættisins. Bið ég sýslumann eða lög- reglu vinsamlega að láta það koma fram í blaðinu ef að þetta er ekki rétt með farið. Samkvæmt fyrmefndum vott orðum frá tveim lögregluþjón- um á Akureyri, er ég hef í hönd um og get birt hvenær sem er, er málatilbúnaður á hendur mér, blaðaskrif og slúður úr lausu lofti gripið og nokkurt undrunarefni, að slík mistök, svo vægt sé að orði kveðið, skuli koma fyrir hjá virðulegu dómaraembætti í - höfuðstað Norðurlands. ÞANN 4. júní kom til landsins danskur leikflokkur sem kallar sig Banden og er ætlunin að hann fari í leikför um landið. Fjárstyrkur til þessarar ferðar kemur frá Norræna menningar- málasjóðnum og er reiknað með að hann geti greitt allan kostn- að, einnig aðgangseyri. Samstarfshópur Banden hér á landi um þessa leikför er leik- listarskóli Sál og er haft sam- ráð við leikfélög úti á landi um leikförina um landið. Banden kemur með fimm stuttar sýningar, sýningar fyrir börn, unglinga og fullorðna. Lengd bamasýninganna miðast oft við kennslustund, því Banden hefur leikið mikið í skólum. Okkur vitanlega hefur er- lendur leikflokkur ekki fyrr leikið fyrir íslensk börn. íslensk - GRÆNLENDINGAR (Framhald af blaðsíðu 8) legt og menntandi fyrir mig að kynnast þessum málum hér á landi. Skólakerfi okkar vestra er talsvert svipað því, sem hér er, en ýmislegt er þó á annan veg útfært. Okkur vantar til- finnanlega kennara, sem bæði kunna grænlensku og dönsku. Flestir kennarar okkar eru danskir, en of fáir skilja og tala grænlensku. Að síðustu sagði skólastjór- inn, að án efa hefðu ungir Græn lendingar baéði gagn og gaman að því að koma hingað og kynn- ást skólunum. af eigin raun og ekki síður hefðu þeir gagn af að kynnast atvinnulífinu, jafnvel taka þátt í því um tíma. Utgerðarmaðurinn, Jónas, sól brúnn og þreklegur myndar- maður, segir fyrst frá því, að hann hafi farið út á Hauganes og heimsótt Gunnar Níelsson útgerðarmann og kynnt sér út- gerðina þar. Bátarnir, sem það- an róa eru áf svipaðri stærð og við notum, en betur búnir tækj- uin, og þeir hafa þorskanet, sem við höfum ekki ennþá. Við leggj um okkar fisk upp til verkunar heima, en Gunnar á Hauganesi og áðrir útgerðarmenn þar verka sjálfir aflann heima hjá sér, í salt, og ég fæ ekki betur séð en fólkið á Hauganesi lifi góðu lifi og variti ekki neitt. Ég kom, sagði útgerðarmaðurinn, einnig til Olafsfjarðar, en þar leggja sjómenn afla sinn upp í fiskverkunarstöðvar, eins og hjá okkur fyrir vestan. Heim- sókn mín til þessara útgerðar- stöðva var mjög fróðleg fyrir mig, og þar sá ég eitt og annað, sem athugandí er að notfæra .sér.síðar. ... Utgerðarmaðurinn segir að hann hafi meiri trú á jákvæð- um árangri af því fyrir Græn- lendinga, að ferðast hingað til lands til að kynnast atvinnu- vegunum og ýmsu öðru, en að leggja leið sína til Danmerkur, þar sem mörg skilyrði séu lík- ari í Grænlandi og á íslandi, og ungt fólk að vestan hefði áreið- anlgea ávinning af því að heim- sækja ísland, til að afla sér menntunar og starfsreynslu. Atvinna lijá okkur, segir Jónas að lokum, er ekki nógu mikil og minni en hér, því að afla- brögðin eru ekki eins góð og vera þyrfti. Stór veiðiskip ann- arra þjóða taka mikinn afla á djúpmiðum, sem við getum ekki sótt á okkar litlu fiskibát- um. Laxveiðin hefur talsverða þýðingu fyrir okkur, en nú meg um við ekki veiða nema ellefu hundruð lestir, og í fyrra fyllt- um við snemma þann kvóta. Hendrine Frederiksen er ung stúlka, hlédræg, myndarleg og börn sjá talsvert af erlendu efni í sjónvarpi, einnig kvikmynda- sýningar, og hvers vegna skyldi það ekki takast með erlendar leiksýningar? Fyrsta sýningiri verður á Sauðárkróki 5. júní og á Akur- eyri sýnir flokkurinn 6. og 7. júní og að því búnu fer flokkur inn til Húsavíkur og sýnir þar 8. júní. Hér á Akureyri verða fyrst tvær barnasýningar kl. 5 í Lóni og heita þær Sök og Sláðu mig ekki. Sömu sýningar verða á föstudaginn 7. júní á sama tíma og um kvöldið verður sýning fyrir fullorðna er heitir Preo- metheus, og hefst hún kl. 21.00. Þá sýningu hyggst Banden einn ig sýna á Dalvík fimmtudaginn 6. júní kl. 8.00. • ■ ■ ‘ ' 'I (Fréttatilkynning) Virðingarfyllst, Reynir Örn Leósson. Danskur leikflokkur í heimsókn 5 býður af sér hinn besta þokka. Hún vinnur í skinnaiðnaðinum og þess vegna kynnti hún sér starfsemina á Gefjun, Heklu og Skóverksmiðjunni. Hún var fá- orð um sjálfa sig og veru sína hér, en sagðist þakklát fyrir þessa för og ýmislegan fróðleik, sem hún hefði fengið hér í iðn- greininni. Hún telur ekki frá- leitt, að koma hingað aftur og þá gjarnan til starfa, ef tæki- færi biðist. Að siðustu ræðum við við bóndann, Sem Knudsen. Hann er ungur að árum, er fjárbóndi og hefur á sjötta hundrað. fjár. Hann segist hafa lært margt í sinni ferð, svo sem hve þýðing- armikil samvinna bændanna sé og hve vel þeir séu búnir vélum og tækjum til landbúnaðarstarf anna. Hann segist hafa dvalið á þrem bændabýlum og ferðast í áætlúnarbílum, séð mikið af landinu og virt fyrir sér fjölda bændabýlanna, landslag, íækt- un, búpening og alla aðstöðu og sér hafi litist vel á margt af því, sem fyrir augu hafi borið. Græn lenski bóndinn er alvarlegur maður, en er við að síðustu ber- um fram þá spurningu, hvort borið hafi fyrir augu hans ein- hverja fallega heimasætu, brosti hann og sagði: Já, marg- ar. Við þökkum Grænlendingun- um fýrir heimsóknina til Norð- urlands og fyrir það að gefa sér tíma til að líta inn til Dags. Megi för þeirra hér á landi verða ánægjuleg og árangurs- rik. □ Bifreidin Blíl til sölu. Volikswagen 1200 árg. 1964 með ’66 vél ný- upptekinni. Þarfnast viðgerðar. Selst ódýrt. Uppl. að Gránufélags- götu 41 B. Til sölu Volkswagen, árg. 1961, ekinn 52 þús. km. Verð mjög hágstætt. Uppl. í síma 4-11-57 eða 1-22-98 eftir kl. 7 s. d. Bifreiðin A-3511, Land Rover bensín árg. 1967 er til sölu. Verður til sýnis við hús Brunabótafélagsins laugardaginn 8 þ. m. kl. 13-14. - Tilboð óskast. Skógræktarfélag Eyfirðinga. Til sölu Volkswagen 1300 árg. 1970. Ekinn 25 þús. km., í góðu lagi. Uppl. í síma 2-12-67. Fíat 127 árg. 1974 til sölu. Uppl. í síma 2-13-70 og á vinnustað í síma 2-28-40. Til sölu bifreiðin A-151 sem er Peugeot 504 árg. 1974, ekin aðeins 1.600 km. Uppl. í síma 2-10-70. Volkswagen bifreið er til sölu (eldri gerð) í Byggðaveg 154, sími 1-15-44 á kvöldin. ATHUGASEMD FRÁ ÓLAFSFIRÐI FRÁ Ármanni Þórðarsyni, kaupfélagsstjóra í Ólafsfirði, hefur blaðinu borist eftirfar- andi: Fyrsti bæjarstjórnarfundur í Ólafsfirði, eftir kosningarnar, var boðaður af aldursforseta bæjarstjórnar, Ásgrími Hart- mannssyni. Þar fór fram kjör forseta og varaforseta og fasta- nefnda bæjarstjórnarinnar. Þá var samþykkt, að Ásgrímur Hartmannsson, sem verið hefur bæjarstjóri í Ólafsfirði í 28 ár, gegndi bæjarstjórastörfum til næstu áramóta. mér vonbrigðum og gremju, að Morgunblaðið skyldi strax morguninn eftir birta viðtal við Ásgrím, þar sem hann rangtúlk- ar þessa afgreiðslu og reynir að slá sig til riddara og lítillækka okkur, sem broslega aumingja, fyrir að gera þetta samkomulag við hann. Það getur verið, að þetta boð okkar hafi komið hon um á óvart, því að það mun lík- lega fjarri honum að sýna póli- tískum andstæðingum sínum sanngirni og drenglyndi. Hitt, að hann hafi ekki skuldbundið sig til að gegna störfum lengur, en til næstu áramóta, kom aldrei til mála. Honum gefst enginn kostur á, að gegna því . léngur. Starf bæjarstjórans verður nú auglýst laust til um- sókpar í fyrsta sinn í 28 ár og nýr bæjarstjóri ráðinn. □ Árni Óðinsson og Margrét Baldvinsdóttir, Bikarmeistarar SKÍ 1974 Akureyringar í sérllokki á SkarSsmóti ÁRANGUR Akureyringa á Skarðsmótinu, sem fór fram um hvítasunnuna verður að teljast til meiriháttar viðburða á sviði skíðamála. Þrír fyrstu í karla- og kvenna Barnastóll óskast. Uppl. í síma 2-17-70. Ármann Þórðarson, kaupfélagsstjóri. En í sambandi við það, sem Morgunblaðið segir nú fyrir helgina um þessi mál, vil ég taka fram: Ég lít á bæjarstjóra sem starfsmann bæjarstjórna eða framkvæmdastjóra bæjar- félaga, er væru ráðnir til þess starfs og hefðu það sem at- vinnu. Nú hefur Ásgrímur Hart mannsson starfað sem bæjar- stjóri í Ólafsfirði í 28 ár og það verið hans atvinna. Að vel at- huguðu máli fannst mér það nokkuð harkalega að farið við Ásgrím, að svifta hann tafar- laust atvinnu sinni, þótt flokk- ,ur hans tapaði meirihluta í bæjarstjórn nú. Fannst mér, að koma bæri mannlega fram við hann og gekk ég því á fund hans eftir kosningar og ræddi þau viðhorf er skapast höfðu, bauðst m. a. til að kanna, hvort ekki næðist samstaða um að hann héldi starfi sínu í þrjá til sex mánuði, þar til nýr bæjar- stjóri yrði kjörinn. En starfið verður auglýst laust til um- sóknar. Sjálfur taldi hann eðlilegra að miða við næstu áramót og gátum við fallist á það, sáum að það var að sumu leyti heppi- legri tími vegna uppgjörs, eftir hinn langa valdaferil Sjálfstæð- ismanna í Ólafsfirði. Ásgrímur Hartmannsson ósk- aði þess eindregið, að ég bæri þetta fram á bæjarstjórnar- fundi, með ósk til sín um að gegna embættinu til næstu ára- móta og að umræður yrðu eng- ar um þetta. Taldi ég ekki máli skipta hvaða orðalag væri not- að, en hins vegar væri rétt að sýna samstarfsvilja og að við myndum ekki að fyrra bragði stjórna með einræði, eins og við höfðum oft gagnrýnt Sjálfstæð- ismeirihlutann í bæjarstjórn fyrir að gera. Þar sem Ásgrímur lagði áherslu á, að engar um- ræður yrðu um málið, olli það Húsnæði Ung stúlka óskar eftir herbergi til leigu sem fyrst. Uppl. í síma 2-27-35. Herbergi óskast til leigu. Uppl. í síma 2-13-68. Herbergi óskast til leigu strax. Uppl. í síma 2-18-18. Óska eftir að fá her- bergi á leigu. Uppl. í síma 2-20-77 miflí kl .7,30 - 9,30 e.h. Til sölu 2ja herbergja íbúð ásamt bílskúr. Uppl. í síma 2-21-70. 2ja herbergja íbúð ósk- ast til leigu. Uppl. í síma 2-14-26. 2ja herbergja íbúð til sölu í blokk við Víði- lund. Uppl. í síma 2-19-79 milli kl. 7 og 8. Herbergi óskast. Fullorðinn maður óskar eftir herbergi sem fyrst. Ársfyrirframgreiðs] a ef óskað er. Uppl. í síma 2-13-49 eftir kl. 7,00. 3ja herbergja íbúð til sölu við Skarðshlíð. Uppl. í síma 2-21-35, eftir kl. 19. flokki í stórsvigi er árangur, sem vert er að gefa gaum. Margrét Baldvirisdóttir sannaði enn einu sinni að hún er ókrýnd drottning skíðakvenna hé'r á landi. Þá var árangur Árna Óðins- son, Hauks Jóhannssonar, Tóm- asar Leifssonar og Alberts Jen- sen frábær. Helstu úrslit urðu: Stórsvig kvenna. 1. Margrét Baldvinsdóttir, Ak. 2. Margrét Vilhelmsdóttir, A. 3. Margrét Þorvaldsdóttir, Ak. Stórsvig karla. 1. Haukur Jóhannsson, Ak. 2. Tómas Leifsson, Ak. 3. Albert Jensen, Ak. Svig kvenna. 1.—2. Margrét Baldvinsd., Ak. 1.—2. Jórunn Viggósd., Rvík 3. Margrét Vilhelmsd., Ak. Svig karla. 1. Arnór Magnússon, f. 2. Hafsteinn Sigurðsson, í. 3. Árni Óðinsson, Ak. Alpatvikeppni kvenna. 1. Margrét Baldvinsdóttir, Ak. 2. Margrét Vilhelmsdóttir, Ak. 3. Jórunn Viggósdóttir, Rvík Alpatvíkeppni karla. t -t'rt < ’ 1. Hafsteinn Sigurðsson, í. 2. Tómas Leifsson, Ak. .3. Albert Jensen, Ak. Á þessu móti fengust svo úrslit í Bikarkeppni SKÍ. Sú keppni er stigakeppni úr 12 mótum sem fram fara á 5 stöð- um á landinu, Akureyri, ísa- firði, Siglufirði, Reykjavík, Húsavík og svo landsmót. Árni Óðinsson, Akureyri, sigraði að þessu sinni eftir geysi harða keppni við Hafstein Sig: urðsson, ísafirði. Margrét Baldvinsdóttir, Akur eyri, sigraði í kvennakeppninni og hafði algera yfirburði. Sigr- aði í 10 af 12 mótum. Af Akureyringa hálfu var Skarðsmótið mjög góður punkt- ur aftan við fremur stormasamt keppnistímabil, þar sem skipst hafa á sigrar og töp. Allt það keppnisfólk sem hélt uppi merki Akureyrar í vetur á heiður og þökk skilið fyrir frábæra frammistöðu og þá sér- staklega mesta afreksfólkið, þau Margrét Baldvinsdóttir og Ámi Óðinsson. Það eru full- trúar sem hvert bæjarfélag getur verið stolt af að eiga. □ ÍRA-VÍKINGUR j 4 LAUGARDAG SL. LAUGARDAG lék ÍBA- liðið sinn þriðja leik í íslands- mótinu í knattspyrnu, 1. deild, og voru íslandsmeistararnir frá í fyrra Keflvíkingar mótherj- arnir. Enn töpuðu Akureyring- ar og nú 3—0. Og af fréttum af leiknum virðist vörnin hafa •brugðisi... Fyrsti leikur Akureyringa á heimavelli fer fram n. k. laugar dag og koma þá Víkingar norð- ur, en þeir urðu Reykjavíkur- meistarar í vor. Vonandi fjölmenna knatt- spyrnuunnendur á Akureyri og í nágrannabyggðum og hvetja lið sitt betur en oft áður, ekki mun af veita. Leikurinn hefst kl. 2.00 e. h. á íþróttavellinum. □ Atvinna Sala Nokkrar fjölærar plönt- ur til sölu í Goðabyggð 1, næstu daga, eftir kl. 5 Honda 350 árg. ’74 tveggja silendra til sölu. Uppl. í síma 1-14-22 í hádeginu. Til sölu vel með farinn bamavagn. Uppl. í Oddeyrargötu 6 á kvöldin. Háskólanemi óskar eftir atvinnu. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 2-50-72, Reykjavík. 10—12 ára telpa óskast til að gæta 1 Vi árs barns í Hamragerði. Sími 2-15-51. Stúlka eða kona óskast til að gæta U/2 árs drengs allan daginn. Uppl. í síma 2-18-59.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.