Dagur - 26.06.1974, Blaðsíða 1

Dagur - 26.06.1974, Blaðsíða 1
ALGER UMSKIPTI Á SIGLUFIRÐI <8*^xSx£<SxS>«kÍ^xSxSxÍ><3xíxJxJx$>3xJx$*Jx3><3xÍx3xJ><JxJ*$x$<J><Sx3xJ*$><JxJ><Jx3x£<Í«S>3>3><JxS>^^«8x$xÍx3><S>3xJx$>3><JxJxJxÍxJxJ><S><Sx$^<J Siglufir'ði, 24. júní. í gær var heitasti dagur, sem ég hef lifað hér á Siglufirði. Blæjalogn var fyrri hluta dagsins en seinni hluta dagsins hvessti nokkuð. í fyrradag var einnig hið besta veður. Hér er mikið um að vera og vantar fólk til ýmissa starfa. Uppbyggingin er mikil, verið er að steypa götur og laga aðrar, byggja hús o. þ. h. Allir togar- arnir eru í gangi, — Stálvík, Sigluvík og Dagný. Dagný hef- ur aflað vel og hinir sæmilega. Hlutafélagið Þormóður rammi er að byggja nýtt hraðfrystihús, stórt og vandað, og standa vonir til að stórum áfanga þess ljúki í sumar. Félagið rekur nú frysti hús síldarverksmiðjanna, þang- að til það nýja kemst í gang. Einnig er unnið af fullum krafti í frystihúsinu ísafold. Eigendur þess eiga togara í smíðum í skipasmíðastöðinni Stálvík. Enn fremur hafa þeir fjölda smærri báta núna, en nokkur hluti þeirra er að búa sig út á hand- færi um þessar mundir. Dekk- FRÁ LÖGREGLUNNI Á AKUREYRI AÐFARANÓTT síðasta laugar- dags var bifreið stolið á Akur- eyri. Hún fannst daginn eftir á Dalvík, óskemmd. Sömu nótt var bifreið stolið á Dalvík og fannst hún einnig næsta dag á Akureyri og var óskemmd. Bíl- þjófurinn þurfti til Dalvíkur og svo heim aftur og komst leiðar sinnar með þessum hætti. At- hugavert er, að í báðum stolnu bílunum stóðu lyklarnir í kveikjulásnum og hurðir voru ólæstar. Lögreglan varar fólk við því að ganga svo ógætilega frá bílum sínum og hér var gert og bauð raunar hættunni heim. í fyrradag valt bíll hjá Kambi í Ongulsstaðahreppi. Barn skarst þar á fæti og var gert að sárum þess í sjúkrahúsi. Ekki urðu önnur meiðsli á fólki, en bíllinn skemmdist mikið. O bátarnir voru allir á línu í vetur og öfluðu vel. Atvinna var því næg í allan vetur þrátt fyrir ýmsar tafir, sem togararnir urðu fyrir vegna bilana. Sigló-verksmiðjan leggur nú niður síld fyrir Rússlandsmark- að, en hún mun brátt færa út starfsemi sína, auka vélakost og vinna fleiri vörutegundir. Mark aðurinn er nægur, en nokkuð vantar af hráefni, einkum síld og grásleppuhrogn. Mikið var um dýrðir hér 17. júní. Félagslíf liggur að mestu niðri yfir sumarið. Vegir eru með besta móti og umferð mikil. Það má segja, að hér hafi orðið algjör umskipti og árangur breyttrar stjórnar- stefnu, sem óðast að koma í ljós. J. Þ. Ilér í Kjarnaskógi er yngri og eldri skógur í hröóum vexti — og stúikurnar, sem þarna vinna af kappi, gefa sér naumast tíma til að líta upp. (Ljósm.: E. D.) ❖3>3xS*$xe><e>3xS><SxSxJxSx®>3xS><$KjK3xexJ>«>3>3xSxSxSxJxSxJxSxJ>S>3x»<3xJxS>3xS>3>3>3xSxí>$xJxJxSxíxSxSxJxí>^<JxSxJxS><SxJxJx3xSxíxíxSxSxSxSH Ávarp Sigurðar Óla í alþingiskosningunum, sem nú fara í hönd, er um það kosið, hvort fram verði haldið núver- andi framfara- og framkvæmda stefnu um land allt eða ekki. Fyrir Norðlendinga er það alveg sérstaklega mikilvægt, að áíram verði við völd ríkisstjórn, sem telur eflingu byggðar um landið allt, lið í sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar allrar. Sjálf- stæðisbaráttu, sem fólgin er í því, að efla innra öryggi þjóðar- innar, sem verður að finna að hún nýtur og notar landið allt og þau verðmæti, er það og sjór inn í kringum það hefir upp á að bjóða. Sjálfstæðisbaráttu, sem reist er á þeirri tilfinningu fólksins að það sjálft og landið, sem það býr í, sé einhvers virði. Framsóknarflokkurinn hefir einn allra flokka haldið uppi merki þessarar stefnu á Al- þingi. Þegar hann hefir verið sterkastur hefir þetta merki risið hæst og þjóðinni miðað mest fram á við. Enginn annar flokkur hefir sett landsbyggðar stefnuna í öndvegi. Framsóknar flokkurinn hefir alltaf orðið að kaupa aðra flokka til stuðnings við hana. Það er því ekki nægi- legt að ófram verði vinstri stjórn, heldur þarf Framsóknar flokkurinn að koma svo sterkur út úr kosningunum að hann geti á sem auðveldastan hátt haldið uppi merki landsbyggðar stefnunnar. Hér á Norðurlandi hefur þessu merki verið haldið hátt á lofti frá fyrstu tíð. Fólkið hér á Norðurlandi hefur verið styrk- asta stoð Framsóknarflokksins og ég trúi ekki öðru en að enn sé hér að finna þessar sterku stoðir og því komi Framsóknar- flokkurinn sterkur út úr þess- um kosningum, er fólkið lætur hinn raunverulega vilja sinn ráða. Þá kemur líka fram rétta myndin af vilja fólksins og þannig nýtast atkvæðin best. Sigurður Óli Brynjólfsson. Afiinn glæðisf Hrísey, 24. júní. Veður hefur verið með besta móti í Hrísey undanfarið, sérstaklega í gær. Aflinn er heldur að glæðast og er einkum veitt á handfæri. Mest er veitt við Flatey og Grímsey, og stærri bátarnir sækja á Þistilfjörð. Hér er unn- ið dag hvern í frystihúsinu og atvinnulífið því í blóma eins og er. Töluvert er hér af rjúpu og fuglafræðingar hafa verið hér við rannsóknir. Frambjóðendur hafa sést hér nokkrir og menn hafa reynt að hlusta og trúa eftir því sem að- stæður hafa leyft. En allir eru heilbrigðir hér og í góðu skapi. S. F. SKlÐAHÖTELID ER 0P!Ð Sigurður Óli Brynjólfsson. SKÍÐAHÓTELIÐ í Hlíðarfjalli tók til starfa 10. júni og verður opið til 1. sept. frá kl. 8.00— 23.00 daglega. í hótelinu eru 11 tveggja- manna herbergi og svefnpoka- Geta má þess, sem gert er Á ÞRIGGJA kjörtímabila stjórnarsetu íhalds og krata var ekkert gert útfærslu landhelg- innar til framdráttar. Þó væri of mikið sagt, að „viðreisnin" kæmi þar alls ekkert við sögu. Á síðasta þingi þar sem þessir flokkar höfðu enn meirihluta á Alþingi, felldu þeir tillögu Ólafs Jóhannessonar um útfærslu landhelginnar í 50 sjómílur. Geta skal þess sem gert er. í kosningabaráttunni 1971 lýstu íhaldsmenn því sem „sið- leysi“ að ætla sér að færa út landhelgina, án þess að spyrja Breta, V.-Þjóðverja og Hagdóm stólinn. Hvers vegna? Vegna þess að íhaldið gerði samning við Breta og V.-Þjóð- verja 1961, um að landhelgin yrði ekki færð út einhliða, án málskots til Hagdómstólsins. í samningnum voru engin upp- sagnarákvæði og hefur hann stundum verið kallaður „land- ráðasamningur". íhaldsmenn í þessu kjördæmi töldu útfærslu landhelginnar ævintýra- mennsku og höfðu uppi úrtölur í allri kosningabaráttunni. En þjóðin felldi sinn dóm í þeim kosningum. Vinstri flokk- arnir mynduðu nýja ríkisstjórn. Landhelgin var færð út og var- in, þrátt fyrir vopnað ofbeldi Breta. Gerður var síðar bráða- birgðasamningur við Breta. Reynslan sýnir, að útfærslan bar árangur, því að floti er- lendra fiskiskipa, sem áður veiddu alveg upp að 12 mílun- um, er nú að heita má horfinn út fyrir 50 mílurnar. Sigur ís- lendinga í landhelgismálinu er því ótvíræður. í þessu mikilvæga máli vær- um við ennþá með 12 mílurnar, ef íhaldið sæti í valdastólunum. Og við værum enn í vopnuðu stríði á miðunum ef kommúnist ar hefðu ráðið ferðinni. í öllum þessum málum áttu Bretar aðeins einn málsvara á íslandi, og það var Sjálfstæðis- flokkurinn. Nú kemur þessi sami flokkur fram fyrir kjós- endur og segir: Við einir getum. Við ætlum að færa þjóðinni 200 mílna landhelgi. . Síðasta Alþingi samþykkti að veita ríkisstjórninni heimild til að færa landhelgina út í 200 mílur. Þann rétt getur ríkis- stjórnin notað hvenær sem er. Jafnhliða stækkun landhelg- innar hefur ríkisstjórnin beitt sér fyrir kaupum 53 skuttogara til að nýta fiskimið landgrunns- ins, sem erlendir sjómenn sóttu áður. Ætli nokkur vilji skipta um stjórnarstefnu í landhelgismál- um? □ pláss fyrir 60 manns. í sumar verður ekki matsala í Skíðahótelinu. Hins vegar er á boðstólum morgunverður, kaffi, kökur, smurt brauð, sæl- gæti, öl og gosdrykkir. Verið er að þekja og sá í næsta nágrenni hússins, einnig eru fyrirhugaðar fleiri fram- kvæmdir til að gera staðinn vist lcgri fyrir gesti. í sumar verður byggð ný skíðalyfta í Reithólum í Hliðar- fjalli. Kemur hún í stað tog- brautarinnar við Stromp og verður rúmlega 500 m löng. Framkvæmdir munu væntan- lega hefjast um mánaðamótin júní—júlí og mun Norðurverk annast verkið. (F réttatilky nning) Vinabæjarfengsl við Gimli? NÝLEGA barst erindi frá bæjar stjóra Gimli í Manitoba í Kanada, þar sem farið er fram á, að tekin verði upp vinabæjar- tengsl milli Akureyrar og Gimli. Bæjarráð leggur til við bæjar stjórn, að tekið verið upp slíkt vinabæjarsamband. Búist er við, að bæjarstjóri Gimli komi hingað til Akureyrar á þjóð- hátíð, og verða þessi mál eflaust rædd nánar þá. □ Dagur kemur næst á laugardaginn. —

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.