Dagur - 26.06.1974, Side 4

Dagur - 26.06.1974, Side 4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akurcyri Súnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðannaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentvcrk Odds Bjömssonar h.f. Ættjörðin þarfnast landsbyggðar ÆTTJÖRÐIN þarfnast landsbyggð- ar og landsbyggðin þar£ að eiga liraust, djarfliuga og starfsamt fólk, sem trúir á gæði lands og sjávar, vinnur jöfnum liöndum fyrir sig og framtíðina og getur treyst lieima- byggðinni fyrir framtíð sinni og afkomendanna. Landsbyggðin þarf einnig örugga forystu, sem fólkið getur treyst — forystumenn, sem skilja þýðingu öflugra atvinnuvega um land allt, þekkja landkostina og auðævi hafs- ins og vilja vinna að nvtingu þeirra. Engin þjóð hefur þolað til lengdar að vanrækja land sitt, yfirgefa dreif- hýlið og safnast á einn stað, til að lifa í borgríki. Sagan sýnir, að slík þróun ber í sér andlegan veikleika og síðan tortíminguna. ísland er aðeins hálfnumið. Rækt- un alls ræktanlegs lands bíður fram- tíðarinnar og er einn mesti auður þjóðarinnar. I sumar, á þjóðhátíðar- ári, iStígur þjóðin á stokk og strengir þess heit, að varðveita gróður lands- ins og auka hann. Þetta verður stað- fest á þingfundi á Þingvöllum við Öxará og þessu mun öll þjóðin fagna. í framhaldi af þessu verður Island stækkað innávið, jafnhliða því sem landið stækkar útávið með auk- inni landhelgi. Þjóð, sem vinnur ein- huga og af festu að þessum verkefn- um báðum, þarf engu að kvíða um framtíð sína. Það hefur sýnt sig á undanförnum árum, að unga fólkið vill ganga í fararbroddi við uppgræðslu lands og vinna þau störf án endurgjalds. Þetta viðhorf er æskunni til lofs, og á meðan þjóð á slíka æsku, þarf enginn að kvíða því, að hún bregðist sjálfri sér og þjóð sinni. Þeir forystumenn þjóðarinnar, sem hafa framanskráð atriði að leið- arljósi, bæði í orði og verki, eiga að njóta trausts hennar. Um þriggja ára skeið hefur trúin á auðlegð landsins og fiskimiðanna og traustið á atorku vinnandi fólks til sjávar og sveita, mótað þjóðlega, djarfa og framsækna þjóðmálastefnu hér á landi, sem valdið hefur straumhvörfum. Um það verður kosið á sunnudaginn kemur, hvort þjóðin metur hina nýju stefnu og styður hana við kjör- borðið, eða óskai- að málefnum þjóð- arinnar verði stjómað eftir öðrum leiðum. viljum sterka, a vinstri stjórn SEGIR GUÐMUNDUR BJARNASON, FORSETI BÆJARSTJORNAR Guðmundur Bjarnason. GUÐMUNDUR Bjarnason er 29 ára, nýkjörinn forseti bæjar- stjórnarinnar á Húsavík, fædd- ur og uppalinn þar. Hann var í Samvinnuskólanum að Bifröst 1961 til 1963. Síðan starfaði hann hjá Kaupfélagi Þingey- inga, en frá 1967 hjá Samvinnu- banka íslands, útibúinu á Húsa- vík. Hann var kosinn í bæjar- stjórn, annar af tveim fulltrúum Framsóknarflokksins á Húsa- vík, 1970, þá aðeins 25 ára gamall og er nú forseti nýkjör- innar bæjarstjórnarinnar þar. Kona hans er Vigdís Gunnars- dóttir, einnig frá Húsavík, og eiga þau tvær dætur. Hann sendir Degi eftirfarandi grein: Um kosningahorfur. Er úrslit nýafstaðinna bæjar- stjórnarkosninga lágu fyrir, var Ijóst, að hægri öflin höfðu unn- ið á, einkum þó á suðvestur- horni landsins. Hafa ýmsir menn síðan reynt að finna á þessu einhverjar skýringar, bæði mögulegar og ómögulegar. Aðalatriðið finnst mér hins veg- ar það, að þessi úrslit eiga að vera öllu vinstrisinnuðu félags- hyggjufólki hvatning til nýrrar sóknar í baráttu til áframhald- andi framfara, sem staðið hafa í tíð núverandi ríkisstjórnar. Urslit þessi voru vissulega hættumerki og gætu bent til þess aðN núverandi stjórnarflokk ar næðu ekki auknum þing- styrk. Er því enn brýnni ástæða til aukinnar samstöðu að leggja til hliðar ágreining um smá- atriði og áherslumun í einstök- um málum. Við megum ekki láta stöðva, á þessu stigi, þá uppbyggingarstefnu, sem nú- verandi ríkisstjórn er rétt að hefja og fá í þess stað yfir okk- ur afturhaldsstefnu nýrrar við- reisnarstjómar, með atvinnu- leysi, gengisfellingum og fleiru sem óþarft er að rekja, þar sem svo skammt er síðan sú stefna ríkti. Uppbygging á landsbyggðinni. Það er öllum landslýð Ijóst, sem á annað borð vill sjá og viðurkenna staðreyndir, að alger stefnubreyting hefur orð- ið hvað varðar málefni lands- byggðarinnar í tíð núverandi ríkisstjórnar. Kemur þar ýmis- legt til. Uppbygging togaraflot- ans og endurbætur á frystihús- unum eiga þar hvað drýgstan þátt. Atvinnuleysi er ekki til og oftastnær vantar vinnuafl til nauðsynlegra framkvæmda. Við, hér á Húsavík, höfum að vísu átt því láni að fagna, að hér kom aldrei eins mikil lægð í atvinnulíf, eins og í nágranna- byggðunum, bæði austan og vestan við okkur. Hefur því ekki orðið eins mikil svefla hér og víða annars staðar. Við eig- um þó við það sama vandamál að glíma og aðrir á landsbyggð- urinn. Hlýtur það að vera eitt inni, en það er húsnæðisskort- brýnasta verkefni nýrra stjóm- valda að takast á við það verk- efni og aðstoða sveitarfélög út um land við lausn þess, með öll- um tiltækum ráðum. Til þess treystum við best nýrri og sterkri vinstri stjórn, sem studd er af félagshyggjufólkinu og launastéttunum. Efnahagsvandinn. Við viljum einnig hafa vinstri stjórn við völd til að takast á við þá tímabundnu efnahags- örðugleika, sem nú em fram- undan. Á viðreisnarárunum var uppbygging meiri á þéttbýlis- svæðinu á Suðvesturlandi held- ur en annars staðar. Það er kannski eðlilegt, þar sem styrk- ur þeirrar stjórnar var einkum á því svæði, bæði atkvæðalega séð og að þingmannatölu til, og vár það gagnstætt því sem er með núverandi ríkisstjórn. Ef um einhvern samdrátt og niður- skurð verður að ræða til lausn- ar efnahagsvandanum, hljótum við að telja eðlilegt að sá sam- dráttur komi frekar niður á því svæði, sem um fjölda ára hefur haft forgang, en því svæði sem nú er í uppbyggingu, Við hljót- um því að vona að við völd verði sannkölluð landsbyggðar- stjórn, er til slíkrar vandasamr- ar ákvörðunartöku kemur. Hvað segðu t. d. Húsvíkingar, ef nú væri dregið úr eða jafn- ve] stöðvaðar þær framkvæmd- ir, sem loks er kominn skriður á við uppbyggingu Húsavíkur- hafnar? Nei, við hljótum að koma í veg fyrir þessa. Við verð um að bægja viðreisnarvofunni frá og styðja áfram vinstri stjórn. Meirihluti. En til þess að fá áfram vinstri stjórn, verðum við að gera okk- ur grein fyrir því, hverjar eru forsendur þess að slíka stjórn sé hægt að mynda. Forustuaflið í núverandi vinstri stjórn, er ómótmælanlega Framsóknar- flokkurinn. Nægir þar að nefna lausn landhelgisdeilunnar við Breta, sem forsætisráðherrann, Olafur Jóhannesson, átti hvað drýgstan þátt í að leysa. Stækk- un landhelginnar hlýtur að verða, er fram líða stundir, og aukin fiskigengd fer að segjá til sín, ein traustasta forsenda blómlegrar byggðar í- sjávar- byggðum og þorpum allt í kring um landið. Þá má einnig minna á viðbrögð forsætisráðherra, er hann reyndi að fá samstöðu á þingi um bráðabirgðalausn efna hagsmálanna, er einn samstarfs flokkurinn í ríkisstjórninni hafði klofnað og stjórnin því misst starfhæfan meirihluta. Þegar forsætisráðherra svo rauf þing, til að láta landsmenn skera úr um, hverjir ættu að takast á við vandann, þar sem ekki náðist samstaða á þingi, stóð mikill meirihluti þjóðar- innar með forsætisráðherra og taldi hann hafa valið skynsam- legustu leiðina. Því er það áríð- andi nú að allt vinstrisinnað fólk, sem vill stuðla að áfram- haldandi vinstri stjórn, fylki sér undir merki Framsóknarflokks- ins og geri hann sem hæfastan til að gegna þar áfram forystu- hlutverki. Hér í þessu kjördæmi ætti valið að vera auðvelt. Allir efstu menn á lista Framsóknar- flokksins eru heimamenn, bú- settir í kjördæminu og hafa því mjög ríka tilfinningu fyrir því sem gera þarf, svo íbúunum megi vegna vel. Auk þess eru - Hverjum ber að sína fraust. (Framhald af blaðsíðu 8) miðjan siðasta áratug. Nú hafa menn á ný öðlast trú á gildi landbúnaðar í þessu kjördæmi og sýna þá trú í verki með myndarlegri uppbyggingu bæði á einstökum bændabýlum, bygg ingu skólahúsnæðis og fleira mætti upp telja. í stuttri blaðagrein eins og þessari verður fráleitt allt upp talið, sem ríkisstjórn Ólafs Jó- hannessonar hefur ýmist hleypt af stokkunum eða þegar fram- kvæmt. Þessi stjórn hefur verið athafnasöm, hún hefur leyst mörg vandamál, sem viðreisn ýmist sinnti alls ekki eða tók vettlingatökum. En hún hefur auðvitað ekki leyst allan vanda, hvorki hinna dreifðu byggða né þjóðfélagsins í heild. Sumt hef- ur mistekist, til annars hefur ekki unnist tími. Enginn fær stjórnað svo öllum líki, — engin stjórn er fullkomin, — viðfangs- efnin þrýtur aldrei sem betur fer. En núverandi stjórn hefur staðið þannig að mikilvægum lífshagsmunamálum lands og þjóðar og landsbyggðarinnar sérstaklega, að hún er verð trausts þjóðarinnar og þjóðin þarfnast áframhalds þeirrar stefnu, sem hæst hefur borið — landsbyggðarstefnunnar — al- hliða uppbyggingar lífsaðstöðu á landsbyggðinni. Framsóknar- þetta allt mætir ágætismenn, sem hafa sýnt það á undanförn- um árum, að þeir eru vel þeim vanda vaxnir að fara með um- boð okkar á Alþingi. Ég get ekki stillt mig um að orða lítillega þann áróður, sem af sumum er rekinn hér í kjör- dæmi og kom meðal annars fram hjá Alþýðubandalags- manni sem tók til máls á fundi frambjóðenda Framsóknar- flokksins á Húsavík nýlega, að þriðja sæti á lista okkar hér í þessu kjördæmi sé í hættu. Ég geri það ekki af ótta við að slík- ur áróður hafi við rök að styðj- ast, fjarri því, heldur vegna þess að mér finnst slíkur mál- flutningur ekki benda til þess að Alþýðubandalaginu sé vinstri stjórn neitt höfuð keppi- kefli, þegar fulltrúar þess von- ast til að Framsóknarflokkur- inn tapi þingsæti. Enda hafa fulltrúar Alþýðubandalagsins aldrei lokað þeim möguleika að fara í sæng með íhaldi eftir kosningar, í mesta lagi sagt að slikt samstarf sé ekki líklegt. Heldur loðin svör það. Niður- staða mín er sú, kjósendur góð- ir, að ef við virkilega viljum vinstri stjórn, áframhaldandi uppbyggingu landsbyggðar, rétt láta og sanngjarna lausn á efna- hagsvanda, 200 mílna efnahags- lögsögu, verndun náttúru og umhverfis mannsins, samvinnu og samstarf stjórnvalda við launþega og allt félagshyggju- fólk, þá kjósum við Framsóknar flokkinn og gerum hann sem hæfastan til að gegna því for- ystuhlutverki, sem við viljum hafa í nýrri og sterkari vinstri stjórn. □ Unga fólkið hefur orðið Hin félagslep uppbygging Skiíffcprar kcmnir í hverf þorp MAGNÚS Óskarsson, Uppsala- vegi 8, Húsavík, er ungur kenn- ari við Barnaskólann í Húsa- vikurkaupstað. Hver er ástæðan fyrir því að þú hyggst kjósa Framsóknar- flokkinn í komandi alþingis- kosningum? Meginástæðan er sú, að hin félagslega uppbygging, sem átt hefir sér stað um land allt undir stjórnarforustu Framsóknar- flokksins, hefir orðið þess vald- andi, að nú er um meiri fólks- fjölgun að ræða á landsbyggð- inni en á Faxaflóasvæðinu í fyrsta skipti um langan aldur, ennfremur að landhelgin var færð út í 50 mílur og að stað- Ihaldsforystan var á mófi úffærslu landhelginnar árin 1958 og 1972 Vill láta Haagdómstólinn úrskurða um framtíð íslenskrar þjóðartilveru. Hjá því verður ekki komist að rifja það upp, að forysta Sjálfstæðisflokksins og Morgun blaðið voru andvíg stækkun landhelginnar í 12 sjómílur 1958 og þessi sömu öfl unnu gegn því í síðustu kosningum, að land- helgin yrði færð út í 50 sjómíl- ur. Um þetta var kosið í síðustu alþingiskosningum. Óheillaráð íhaldsins. Sjálfstæðisflokkurinn er kunnur að því að vera drag- bítur í 'landhelgismálinu, og ráð hans hafa orðið til óheilla fyrir íslensku þjóðina. Sérstaklega var það ómælisvert, þegar íhald ið stóð fyrir því að undansláttar samningurinn var gerður við Breta og Þjóðverja 1961. Með þeim samningi afsöluðu Islend- ingar sér rétti til einhliða út- færslu á grundvelli landgrunns- laganna, en lögðu þetta lífshags- munamál sitt undir dóm Al- þjóðadómstólsins í Haag. Einsdæmi í sögunni. Mun það algert einsdæmi í mannkynssögunni, að sjálfstæð og fullvalda þjóð gefi erlendum dómstóli ákvörðunarrétt í máli, sem varðar líf og dauða þjóðar- innar. Hvað sein segja má um gildi Alþjóðadómstólsins fyrir friðsamleg samskipti þjóða, þá er það alveg víst, að honum var aldrei ætlað svo stórt hlutverk í lausn milliríkjadeilna, að það gæti varðað grundvallar lífs- hagsmuni þjóðanna. Þess vegna var það pólitískt glapræði og diplómatisk linka að láta undan kröfu Breta 1961 um það, að Haagdómstóllinn fengi úrskurð- arvald í landhelgismálinu. Samningnum sagt upp. Ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar sagði samningunum við Breta og Þjóðverja upp, þegar hún kom til valda 1971. Þeir eru því ekki lengur í gildi, og Haag- dómstóllinn hefur ekki lögsögu í málinu eftir uppsögn samning anna. Um þetta munu allir stjórnmálaflokkar í landinu sam mála nema Sjálfstæðisflokkur- inn undir stjórn Geirs Hall- grímssonar og Gunnars Thor- arensen. Hann einn flokka virð- ist ætla að sætta sig við, að dómstóll dæmi um íslenskrar þjóðartil- erlendur framtíð veru. Hver flokknum Enginn. treystir Sjálfstæðis- í landhelgismálinu? Ingvar Gíslason. flokkurinn hefur haft forystu um þessa stefnu, og þess vegna á hann öðrum flokkum fremur að fá staðfesta trú þjóðarinnar á landsbyggðarstefnunni í þess- um kosningum. Sumir stjórnar- sinnar, velviljaðir Framsóknar- flokknum, eru að reyna að reikna út, hvernig þeir geti best varið atkvæðum sínum vinstri stjórn til stuðnings. Allir slíkir útreikningar eru út í hött, eng- inn getur lagt saman þær tölur, sem hann veit ekki hverjar eru. En hitt er víst, að mikið kjör- fylgi við Framsóknarflokkinn eflir þann flokk til forystuhlut- verks, og án forystu Fram- sóknarflokksins verður ekki mynduð vinstri stjórn á íslandi, ekki landsbyggðarstjórn. Fram- sóknarflokkurinn þarf því á öllu sínu að halda nú eins og endranær — öllum þeim stuðn- ingi, sem kjósendur hans geta veitt. Þar má enginn hlekkur bresta. En það er ekki bara Framsóknarflokkurinn, sem nýt ur í framtíð eflingar flokksins, heldur þjóðin öll og hinar dreifðu byggðir sérstaklega. Þess vegna er það trú mín, að sigur Framsóknarflokksins í þessum kosningum sé sigur fólksins í þessu kjördæmi, sigur alls þess fólks, sem byggir dal og strönd þessa lands. Ingi Tryggvason. Treysti Framsóknarílokknum best í landhelgismálunum ÁRNI Ingólfsson er einn af hin- um dugmiklu norðlensku skip- stjórum er ásamt áhöfn sinni færir þjóðarbúinu drjúgar tekj- ur í hverri veiðiferð. Blaðið átti við hann stutt viðtal fyrir skömmu um þjóðmálin og kosn- ingarnar og sagði Árni Ingólís- son meðal annars: Ég ræði þau málefni fyrst og fremst, sem ég tel mig þekkja best og að mér snúa. Landhelgis málið er eitt mikilvægasta mál íslendinga í dag og þar treysti ég Framsóknarflokknum betur en öðrum flokkum. Hann hefur þegar leitt til sigurs 50 mílurnar og næst er að berjast fyrir 200 mílum og landgrunninu öllu. Það er forsenda þess að efla enn sjávarútveg og frekari þróun þess atvinnuvegar. Það er stór- kostlegt að fylgjast með þeirri uppbyggingu er fram fer þessi árin og mánuðina. Nýju skut- togararnir hafa skapað atvinnu um allt land og nú er vanda- málið of lítið vinnuafl og skort- ur á íbúðum. Þessi mál þarf að leysa. Sjálfstæðisflokkurinn hef ur ekki sýnt í verki neinn þann stuðning við landhelgismálið, eins og hann nú vill vera láta. Það er mikið öryggi að hafa frið á miðunum og að yfirgangi og veiðum erlendra togara á miðum okkar skuli vera lokið. Blaðið þakkar svör Árna Ingólfssonar skipstjóra. Q og árstíðabundnu atvinnuleysi hefir verið útrýmt að kalla. Hver eru að þínu mati aðal- mál kosninganna nú? Það, sem fyrst og fremst verð- ur kosið um nú, er hvort Fram- sóknarflokkurinn fái nógu mik- inn þingstyrk til þess að mynda nýja vinstri stjórn, sem tryggir öllum almenningi til sjávar og Ámi Ingólfsson. Frá bæjarsfjórn Húsavíkur NÝKJÖRIN bæjarstjórn Húsa- víkur hélt sinn fyrsta fund föstudaginn 7. júní. Aldursfor- seti, Haraldur Gíslason, setti fundinn og stjórnaði kjöri for- seta bæjarstjórnar. Forseti bæj- arstjórnar til eins árs var kjör- inn Guðmundur Bjarnason. Ný- kjörinn forseti las síðan upp málefnasamning er fulltrúar B-, J- og K-lista höfðu gert með sér um myndun meirihlutasam- starfs á kjörtímabilinu. Fyrsti varaforseti var kjörinn Hallmar Freyr Bjarnason en annar varaforseti Jóhanna Aðal steinsdóttir og ritarar Egill Olgeirsson og Jón Ármann Árnason, öll til eins árs. Haukur Harðarson var endur kjörinn bæjarstjóri til loka kjör tímabilsins með 7 atkvæðum. í bæjarráð hlutu eftirtaldir kosningu: Aðalmenn: Haraldur Gísla- son frá B-lista, Arnljótur Sigur- jónsson frá J-lista, Kristján Ás- geirsson frá K-lista. — Vara- menn: Guðmundur Bjarnason frá B-lista, Hallmar Freyr Bjarnason frá J-lista, Jóhanna Aðalsteinsdóttir frá K-lista. Auk þess var kosið í 25 nefnd ir og stjórnir, auk fulltrúa á þing Fjórðungssambands Norð- lendinga, landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga og aðal- fundi Brunabótafélags íslands. Bæjarstjórinn í Húsavík, ! Haukur Harðarson. Magnús Óskarsson. sveita góðan efnahag og sem jafnasta aðstöðu, hvar á landinu sem menn eiga heima. Hins veg ar kann svo að fara, ef Alþýðu- bandalagið eflist, að það myndi stjórn með Sjálfstæðisflokkn- um, og taki þá við hlutverki Alþýðuflokksins, til þess eins oð vera í stjórn, en síðan yrði fólki mismunað eftir efnahag og búsetu eins og á „viðreisnar- árunum". Og ekki er ráðlegt fyrir íhaldsandstæðinga að dreifa kröftunum með því að kjósa klofningsbrot, sem fáum eða engum manni koma inn á þing. Kjósendur, sem raunveru- lega vilja nýja vinstri stjórn, hljóta því að kjósa Framsóknar- flokkinn og gera sigur hans sem mestan í komandi kosningum. Blaðið þakkar viðtalið. □ 111111111111111 SIGURGEIR Aðalgeirsson, Reykjaheiðarvegi 3, Húsavík, varð 20 ára 10. september 1973. Hann kýs því í fyrsta sinn til Alþingis. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum vorið 1973. Ætlar þú að kjósa Framsókn- arflokkinn á sunnudaginn kein- ur? Já, það geri ég alveg tvímæla- laust. Ilver er ástæðan að þú vclur Franisóknarflokkinn? Það er vegna hinnar miklu framfara- og umbótastefnu sem flokkurinn hefur fylgt, en þar vil ég fyrst og fremst nefna byggðamálin, en þau hafa algjör lega snúist við í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það er af serri áður var þegar fólkið flúði heimabyggð sína til Faxaflóa- svæðisins eða jafnvel af landi brott í atvinnuleit. Nú hefur þessu dæmi verið snúið við, fólkið er farið að flytja aftur út á landsbyggðina, í atvinnuna sem er að mestu að þakka hin- um nýju skuttogurum, sem komnir eru nærri í hverja höfn, en húsnæðisskorturinn er mik- ill og hindrar að það fólk, sem hingað vill flytjast geti það. Sigurður Aðalgeirsson. !i Ég treysti Framsóknarflokkn um best til stjórnarforystu og áframhaldandi byggðastefnu og aukinnar uppbyggingar atvinnu lífsins úti á landsbyggðinni. Að lokum skora ég á yngri sem eldri að standa saman og tryggja áframhaldandi atvinnu- öryggi og byggðastefnu, með því að kjósa Framsóknarflokk- inn. □ SMÁTT & STÓRT Z r - | A síðasla „viðreisnar-1 | árinu" felldi íhald og | E r - 1 kratar tillögu Olafs Jó-| I hannessonar um að | 1 færa landhelgina í 50 [ I mílur. Hvað hefurgerstj I síðan? I (Framhald af blaðsíðu 8) helst sem allra lcngst. En marg- ir nota þó frítíniana til að kynn- ast landi sínu með því að ferð- ast um það. TIL ATHUGUNAR Hér er ekki lagt til að fólk hætti að ferðast til sólarlanda, en að gera það á húsumartíð er alveg furðulegt. Hér á landi eru dá- semdir sumarsins svo miklar og næstum ócndanlcgar, að það ^ætti að vera rannsóknarefni sál fræðinga, hvers vegna íslend- ingar geta fengið það af sér að glata tækifærunum til skoðunar síns eigin lands með því áð hverfa burt frá því. Hitt er miklu eðlilegra, að fólk fái sér sumarauka í suðlægum löndum, ef skammdegið verður því erfitt og það hefur efni á utanlands- ferðum. GÓÐ GJALDEYRISSTAÐA íslendingur tyggur það upp cft- ir Mbl., að gjaldeyrisstaða lands ins sé ekki scm best. Hún er meira að segja svo slæm, segir íslendingur, að „fjárhagslegt öryggi þjóðarinnar sé í hættu“. Fullyrðing af þessu tagi á sér ekki hina minnstu stoð í raun- veruleikanum. Þetta eru ekki annað en æsingaskrif fyrir kosn ingar. Sannleikurinn er sá, að gjald- eyris- og útflutningsbirgðacign þjóðarinnar er mcð besta móti, þrátt fyrir erfitt verslunar- árferði af völdum síhækkandi innflutningsverðlags, sbr. olíu- verð o. fl. Talnablekking Sjálf- stæðismanna um gjaldeyrisstöð una felst í því, að þeir minnast ekki á hinar miklu birgðir út- flutningsvöru, sem þjóðarbúið hefur yfir að ráða. Þessar birgð- ir munu breytast í gjaldeyris- eign á næstu vikum og mánuð- f EÐLILEGU HORFI Þá gera Sjálfstæðismenn mikið úr erlendum skuldum þjóðar- innar og þungri greiðslubyrði þeirra vegna. Af þcssu þarf ekki að hafa miklar áhyggjur. Þessir þættir efnahagslífsins eru í eðli- legu horfi. Þjóðinni stafar engin hætta af erlendum skuldum. Grciðslubyrði af þeim, miðáð við greiðslugetu þjóðarbúsins, er á engan hátt óeðlileg, hvað þá uggvænleg, eins og íhaldið heldur fram. Vegleg þjóðhátíð á ITólum Sauðárkróki, 24. júní. Sameigin leg þjóðhátíð fyrir Skagafjarðar sýslu, Sauðárkrók og Siglufjörð var haldin að Hólum í Hjaltadal sunnudaginn 23. júní. Hátíðin hófst klukkan 13 með því að Lúðrasveit Sauðárkróks blés til samkomunnar. Síðan setti sam- komuna Haraldur Árnason skólastjóri á Hólum. Þá voru flutt ávörp héraða og síðan hafði séra Pétur Sigurgeirsson víslubiskup helgistund. Fyrstu atriði hátíðarinnar fóru fram við Hóladómkirkju. Þá hófst sýning á leikritinu Jóni Arasyni, sem Þjóðleikhús- ið sýndi. Leikstjóri var Gunnar Eyjólfsson en höfundur er Matt hías Jochumsson. Fór sýningin fram á pöllum suður á túni, sem reistir höfðu verið af þessu til- efni. Sýningin þótti takast frá- bærlega vel. Sexándu aldar bændur komu í leikritinu ríð- andi á hestum á Þingvöll, í við- eigandi búningum, biskupinn og fylgdarlið. Var þetta ógleym- anleg sýning. Leikstjóranum, Gurmari Eyjólfssyni, og Rúrik Haraldssyni, sem lék biskupinn, voru færðir blómvendir. Þrír kórar komu fram á há- tíðinni: Karlakórinn Heimir, Söngfélagið Harpan, Hofsósi, undir stjóm Árna Ingimundar- sonar, og Skagfirska söngsveit- in úr Reykjavík undir stjórn Snæbjargar Snæbjarnardóttur. Hátíðarræðuna flutti dr. Broddi Jóhannesson skólastjóri. Klukkan 15 var messað í Hóla dómkirkju á vegum Hólafélags- ins. Þar næst var afhjúpað líkneski af Guðmundi góða. Þá var sögusýning, tekin saman af Hlöðveri Sigurðssyni, flutt af Leikfélagi Siglufjarðar, og sýnd ir víkivakar undir stjórn Reg- ínu Guðlaugsdóttur. Hátíðargestir voru 4—5 þús- und eða jafnvel fleiri og veðrið alveg einstakt. G. O.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.