Dagur - 24.07.1974, Blaðsíða 2

Dagur - 24.07.1974, Blaðsíða 2
2 Frá Sambandi norðlenskra kvenna Samband norðlenskra kvenna hélt aðalfund sinn í Hrafnagils- skóla dagana 10.—11. júní sl. í boði Kvennasambands Akur- eyxar. Sambandið er stofnað 1914 á Akureyri og á því 60 ára afmæli á þessu ári. Stofnandi þess og formaður um áraraðir var Halldóra Bjarnadóttir, sem nú dvelur á Elliheimilinu á Blönduósi. Aðalbaráttumál sambandsins hafa verið og eru enn, uppeldis- mál, heimilisiðnaður, garðyrkja og hvers konar mannúðar- og menningarstarfsemi á félags- svæðinu, jafnframt því sem það hefir verið tengiliður kven- félaga á Norðurlandi. Það hefir stutt ýmsar líknarstofnanir, s. s. Kristneshæli og Sólborg á Akur eyri. Á vegum sambandsins hefir verið haldinn fjöldi námskeiða í margs konar greinum. Þá hafði GJAFIR TIL SJIJKRAHÚSSmS Á AKUREYRI ÞANN 15. júní sl. fór fram á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri formleg afhending tækja, sem Lionshreyfingin gefur til augndeildar sjúkrahússins. Hér er í fyrsta lagi um að ræða tæki til smásjárskoðunar á auga, svo kallaðan spaltelampa. Var hann keyptur fyrir hluta þess fjár, sem safnaðist við landssöfnun „Rauðu fjaðrarinnar“. í öðru lagi var að tilhlutan Lions- klúbbs Akureyrar afhentur Goldmanns perimeter, en það er tæki til sjónsviðsrannsókna. Hvort tveggja eru dýr og vönd- uð tæki. Óhætt er að segja, að sjúkrahúsinu og þeim, sem þar starfa að augnlækningum, er mikill fengur að þessu framlagi, sem gefur möguleika til bættrar þjónustu við almenning. Eins og kunnugt er, hefur Lionshreyfingin öðrum framar hlúð að augnlæknaþjónustunni í landinu. Er þetta síðasta dæmi þess. Þeir sem veittu gjöfum þess- um viðtöku fyrir hönd sjúkra- hússins, vilja með frétt þessarri koma á framfæri þakklæti til þeirra Lionsmanna, sem for- göngu höfðu um kaup tækj- anna, svo og til þeirra, sem með starfi og fjáríramlögum gerðu kaupin möguleg. sambandið sameiginlegt hús- mæðraorlof fyrir allt Norður- land á Húsamæðraskólanum á Laugalandi á síðastliðnu sumri og er ákveðið að halda þeirri starfsemi áfram. Á fundinum á Hrafnagili þar sem mættir voru fulltrúar frá ölhjrn kvenfélagasamböndum frá A.-Hún. til N.-Þing. voru til umræðu mörg málefni og voru samþykktar margar ályktanir og tillögur, m. a. eftirfarandi: 1. Aðalfundur S.N.K. hvetur konur til að standa sterkan vörð um íslenska þj'óðbúninginn og varast allar breytingar og eftir- líkingar. 2. Aðalfundur S.N.K. beinir þeim eindregnu tilmælum til ríkisfjölmiðlanna að þar verði í rikari mæli nýttir möguleikar til að gefa fólki kost á heima- námi í tungumálum, heimilis- fræðum, tónlist og fleiru. Þá vildi fundurinn eindregið Sala Tveir páfagaukar til sölu. Uppl. í síma 2-14-69. Til sölu HONDA 300 árg. 1966. Uppl. í síma 2-23-35. 12 KÝR til sölu nú þeg- ar eða fyrir miðjan september. Hermann Aðalsteinsson Klængshóli, sími um Dalvík. MÓTATIMBUR til sölu. Uppl. í sxma 2-10-77. HJÓL til sölu SUZUKI 50 árg. 1973 lítið ekið. Jón Gunnar Jónsson, Fellshlíð. Sófasett og sófaborð til sölu. Uppl. í síma 2-28-25. BARNAVAGN til sölu. Uppl. í síma 2-12-74. hvetja öll kvenfélög á Norður- landi til að reyna með öllum til- tækum ráðum að koma á hjá sér leshringastarfsemi. 3. Samþykkt var svohljóðandi ályktun frá garðyrkjunefnd: Fundurinn samþykkir að S.N.K. haldi áfram að styrkja unglinga á Norðurlandi á nám- skeið í garðyrkjuskólanum í Hveragerði. Einnig leggur nefndin til að stjórn S.N.K. beiti sér fyrir því að konur verði styrktar á sams konar nám- skeið. Margir aðilar hafa heiðrað S.N.K. í tilefni af afmæli þess með heillaóskum og rausnarleg- um gjöfum og Kaupfélag Eyfirð inga hélt fundarkonum veglegt kvöldverðarhóf að Hótel KEA. í sambandi við fundinn var sett upp all umfangsmikil heim- ilisiðnaðarsýning í Hrafnagils- skóla þar sem fjöldi fallegra muna af öllu Norðurlandi voru til sýnis. Stjórn sambandsins skipa: Emma Hansen, Hólum, formað- ur, Elín Aradóttir, Brún, ritari og Guðbjörg Bjarnadóttir, Ak- ureyri, gjaldkeri. (Fréttatilkynning) i Húsnæðj íbúð óskast til leigu. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 95-4685 eftir kl. 6 á kvöldiii. Óska eftir heibergi á ieigu nú þegar, helst á Oddeyrinni. Fyrirf ramgreiðsla — reglusetni. Sími 1-13-87. Ungt barnlaust par ósk- ar eftir íbúð sem fyrst. Uppl. í síma 2-26-84 milli kl. 7—8 á kvöldin. HERBERGI! Ungan mann vantar herbergi nú þegar. Sími 1-13-85 kl. 7-8 e.h. Skólapiltur óskar eftir herbergi. Uppl. í síma 1-22-54 eftir kl. 7 á kvöldin. SJðTÍU ÁRA FÉLAGSSTARF STÚKAN BRYNJA NR. 99 ER 70 ÁRA ÞANN 4. júlí’ sl. átti stúkan Brynja nr. 99 sjötugsafmæli. Ákveðið hefur verið að minnast þessa afmælis í haust, þegar stúkurnar hafa aftur tekið til starfa. Stúkan Brynja var stofnuð af Sigurði Eiríkssyni regluboða 4. júlí 1904 með 15 félögum. Meiri hluti þeirra voru iðnaðarmenn í bænum, þar af 7 trésmiðir. Tveir af stofnendunum byggðu Samkomuhúsið tveimur árum síðar. Fyrsti æðsti templar stúk- unnar var Hallgrímur Péturs- son, bókbindari, og fyrsti um- boðsmaður hennar var Vilhelm Knudsen, kaupmaður, og átti hann tillöguna um nafn stúk- unnar. Um haustið 1904 gekk Sigurgeir Jónsson, söngkennari, í Brynju og Guðbjörn Björns- son var umboðsmaður hennar lengi. Þegar Brynja var stofnuð voru starfandi tvær stúkur hér í bænum, Ísafold-Fjallkonan nr. 1 og Trúföst nr. 77. En þá vann Reglan að áfengisbanni og var því lögð áhersla á að stofna sem flestar stúkur til að styrkja mál stað bindindismanna. Voru þá stofnaðar stúkur hér víða um Eyjafjörð. Tveimur árum síðar réðust templarar hér í það stórvirki að reisa Samkomuhúsið. Var það fyrir atorku templara úr öllum stúkunum í bænum. Til eru fundargerðarbækur stúkunnar frá tveimur fyrstu árunum. En svo vanta fundar- gerðarbækur yfir nokkur ár. En þá var félagslíf Reglunnar öflug ast hér á Akureyri. Talið er að Reglan hafi verið fjölmennust hér í kringum 1910. Þá var stóri salurinn í Samkomuhúsinu stundum fullsetinn á stúku- fundum og bindindisstarfið mót aði mjög bæjarlífið. En svo komu erfiðir tímar á stríðsárunum fyrri, þegar stúku starf lagðist að mestu niður og komuhúsið vegna fjárhagslegra templarar urðu að selja Sam- erfiðleika. En eftir 1922 lifnaði yfir stúkustarfinu á ný og hefur Brynja síðan haft að mestu reglulega fundi að vetrinum, þó að félagafjöldi hafi verið mis- jafn. j Ekki verður hér rakin saga stúkunnar eða nefndir þeir mörgu mætu félagár, sem hafa varið tíma sínum fyrir málefni hennar. Stúkan Brynja hefur átt mik- inn þátt í starfsemi Reglunnar í bænum, einkum húsmálum hennar og rekstri fyrirtækja þeirra, sem hún á hér nú. En þegar litið er yfir þann. akur, sem Reglan starfár á, hvetur það ekki til bjartsýni. Þörf væri á því að bæjarbúar styrktu Regluna á þessu af- mælisári hennar í bindindis- starfinu til að vinna gegn þeirri geigvænlegu áfengisneyslu, sem nú gegnsýrir þjóðfélagið. Öllum slíkum liðsmönnum í sveit bindindismanna mundi verða vel tekið. Stúkan Brynja hefur nú starf að hér í bænum í sjötíu ár og unnið að reglusemi og bindindi meðal ungra og fullorðinna bæjarbúa. Hún leggur nú upp á áttunda tuginn, fremur fá- liðuð, en jafn ákveðin og áður að starfa fyrir hugsjónir sínar. E. s. ! GJÖF TIL SJÚKRAHÚSSINS NÝLEGA færði Lionsklúbbur- inn Huginn Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri að gjöf mæli til að kanna þrýsting á slag- og bláæðum í augum. Mikil- vægar upplýsingar með þess- um mælingum fást einnig um þfið, hvort blóðstreymi til heil- ans sé eðlilegt. Að sögn Gissur- ar Péturssonar augnlæknis, auð veldar þetta nýja tæki mjög allar rannsóknir í þessu sam- bandi og sýnir nákvæmari og ábyggilegri árangur en áður þekktist. (Fréttatilkynning) | Mótalimbur MótakrossviSur BYGGINGAYÖRUDEILD ^ BOXER PLAST f BÍLINN - BÁTINN - HÚSIÐ OG TÓMSTUNDAVINNU i • FYLLIR - STEYPUR - ÞETTIR • LÍMIR - SPARTLAR. • BOXER RYÐVARNARGRUNNUR • UNDIRVAGNSKVOÐA VER STEINKASTI OG MINKAR HLJÓÐ 1 og 3 1 dósir. • ★★★★★★★-K-K-K • BOXER PAPPÍR OG LÍMSKÍFUR. ÞÓRSHAMAR H. F., Akureyri (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.