Dagur - 31.07.1974, Blaðsíða 4

Dagur - 31.07.1974, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Lífbelfin fvö ÞÓTT stormasamt hafi verið í stjómmálunum komu hinir póli- tísku flokkar í landinu sér saman um að minnast gróðursins í landinu með verðugum hætti á þjóðhátíðarári. Á fimmtudaginn var til fyrstu um- ræðu á Alþingi því er nú situr, bor- in frám þingsályktunartillaga uin stuðning við gróðurvernd til rninn- ingar um ellefu alda búsetu, er síðan var samþykkt á hátíðarfundi að Lög- bergi á sunnudaginn með 60 sam- hljóða atkvæðum. Flutningsmenn em Gunnar Thoroddsen, Þórarinn Þórarinsson, Ragnar Arnalds, Gylfi Þ. Gíslason og Karvel Pálmason, en framsögu málsins hafði Gunnar Thoroddsen. í þessari tillögu felst, að Alþingi veiti einn milljarð króna til land- græðslu og gróðurverndar á árunum 1975—1979, til viðbótar því fé, sem annars er á fjárlögum lagt til þeirra mála. Bróðurpartur þessa fjár á að renna til Landgræðslu ríkisins, en einnig til skógræktar, Rannsóknar- stofnunar ríkisins, til bættrar land- nýtingar, samtaka áhugamanna, fræðslustarfa o. fl. Landbúnaðarráð- herra á að skipa samstarfsnefnd til að tryggja samvinnu þessara aðila. Þjóðin mun án efa fagna þessari samþykkt Alþingis af heilum liuga og ekki sjá eftir þeim fjármunum úr sameiginlegum sjóði, sein til þess er varið að hefta eyðingu gróðurs, græða örfoka land og byggja nýtingu lands á meiri þekkingu en til þessa helur verið fyrir hendi. Þetta er hluti fósturlaunanna, er við skuldum, og þetta er einnig tímanna tákn um þá stefnumótun núverandi stjómvalda, að stækka hið gróna land, annað líf- belti íslensku þjóðarinnar. Hitt lífbeltið eru fiskimiðin um- hverfis landið og það hefur núver- andi stjóm einnig stækkað með út- færslu landhelginnar. Eru í því efni alger þáttaskil. Allar þjóðir nema tvær, virtu útfræðsluna og samið var til tveggja ára um veiðar Breta. I raun hefur útfærslan því tekist mjög vel. Þann skugga ber þó á, að fyrir fáum döguin úrskurðaði Haagdóm- stóllinn útfærsluna ólögmæta. Sá úr- skurður byggist m. a. á þeiin óhappa- samningi, sem íhaldsstjórn gerði við Breta og V. Þjóðverja 1961, og hins „sögulega réttar“. Þessum háska- samningi var þó sagt upp er núver- andi stjórn kom til valda, neitað af hálfu íslendinga að lilýta dómnum og enginn málsverjandi sendur til Haagdómstólsins. íslendingar geta því haldið því fram með fullum rétti, að þeir séu óbundnir af Haagdóin- stólnum. Og það liggur þá einnig ljóst fyrir, hvar við stæðum nú, ef óvit „viðreisnarflokkanna“ liefði ráð- ið í þessu máli. □ LÍKLEGA er það rétt, sem mælt er, að þeir sem eylönd hyggja séu ferðafúsari en aðrir, o. m. k. sannast það á íslend- ingum, sem tugþúsundum sam- an ferðast árlega til annarra landa sér til skemmtunar. Hvað sem um þau ferðalög má annars segja, eru þau tímanna tákn hinna greiðu samgangna og einnig mikillar velmegunar. Svo mikil tíska eru ferðalög ís- lendinga til hinna suðlægu sólar landa, að fólk er farið að skamm ast sín fyrir að fara ekki, eða jafnvel fyrir það að láta mörg ár líða á milli ferða. Hins vegar verður þess lítið vart, að það kómi miklu fróðara heim aftur og sumir veikjast, en allir hafa dekkri húð en áður. En dökka húðin af sterku sólarljósinu syðra er stolt margra íslend- inga, gagnstætt því sem lengi var og er í sjálfum sólarlönd- unum, þar sem dökk húð var talin þrælsmerki og ekki við hæfi heldri manna, sem gátu leyft sér munað skugganna. Þannig er sinn siður í hverju landi og þannig er því líklega best fyrir komið. En hér var nú ekki sétlunin að fára fleiri orð- -um um utanlandsreisúr til skemmtunar. Hringvegur um landið er nú orðinn staðreynd og þar með er rofin hálfgerð einangrun sumra byggða sunnanlands og öllum gerð auðveld hringferðin, svo auðveld, að hvergi þarf að bleyta fót eða hjól í bæjarlæk, hvað þá í stærri vatnsföllum, sem voru farartálmar. Markar þetta mestu tímamót í samgöng um á landi í ellefu alda byggða- sögu þjóðarinnar, og er vegleg afmælisgjöf, sem þjóðin gefur sjálfri sér á þessu mikla þjóð- hátíðarári. Hringvegurinn er gleðileg staðreynd, hvort sem menn segja, að hann sé nú opn- aður eða þeim hringvegi sé lokað. Hringvegurinn um landið ætti að örva hina ferðafúsu til að njóta bæði tignar og fegurð- ar eigin lands með því að aka eftir honum á sumardögum. Og ef oíurlítil heppni er með, verður förin alveg ógleymanleg. Sannast að segja datt mér oftar en einu sinni í hug, hvort allt það, er ég sá, væri af þessum heimi, svo stórfurðulegt var það, en einnig fagurt. Hringvegurinn ætti eiginlega að láta fólk skammast sín fyrir að fara hann ekki, og hann ætti að láta ferðafólk bera kinnroða fyrir því að fara heldur til Spánar. Ég kaus fremur hringveginn en Spánarferð, var rétta viku í þeirri ferð, ók 1813 km að með- töldum útúrkrókum og varð margs vísari, einkum þó af því, sem fyrir auga bar, því að tími Djup.vogur er sérkennilcgur og fallegur staöur. (Ljósmyndirnar tók E. D.) Sigurlaug. Þá stóð nú ekki á svarinu og var þá gatan greið, og beið okkar þar veisluborð. Bændur voru rétt að byrja að slá. Sumir voru þegar komnir á stað á Landsmót hestamanna á Vindheimamelum og létu hey- skapinn eiga sig á meðan. Við áttum góða nótt á Hall- ormsstað, fengum síðan ágætan morgunverð. Kaffið, sem við fengum í nesti, var í þynnra lagi, en ég þagði nokkurn veg- inn um það, er þess var neytt á leiðinni, minnugur þeirrar hótel stýru, sem sameinaði kunnáttu og hlýju við gestamóttökuna, flestum betur. Það var einkennilegur blær yfir öllu þegar við litum út um morguninn. Hið næsta var dögg votur skógurinn, en framundan lognhvítur Lögurinn. Yfir þessu öllu lágu þokuský, sem lókuðu hringnum svo að þetta var eins vannst ekki til að skyggnast dýpra. En í huganum er fjöldi ógleymanlegra mynda, sem lítið verður úr í frásögn. Ferðaveðr- ið var mjög hagstætt og þoka byrgði hvergi fjallasýn. Heim kominn hlýt ég að ráðleggja öðrum að gera slíkt hið sama, hvort sem menn velja sér aðra gististaði, lengri eða skemmri dagleiðir eða annarskonar föru- neyti. En með í för að þessu sinni var Björn Guðmundsson heilbrigðisfulltrúi og konur okkar, sín hjónin í hvorum bíl, og var Bjöm kjörinn fararstjóri, enda mörgum leiðum á landi hér þaulkunnugur. Lagt var af stað 3. iúlí. Á Grímsstöðum nutum við handlagins manns. Þar og í Möðrudal þarf byggð að hald- ast. Þá byggð hefur Alþingi ákveðið að styðja. Við héldum austur, sem leið liggur, allt til Fljótsdalshéraðs og tókum okkur gistingu á Hall- ormsstað, í nýjum barna- og unglingaskóla. Þangað er um það bil 295 km leið samkvæmt því sem biíreið mín mældi og bensíneyðslan á hverja 100 km var tæpir 9 lítrar. Til Hallormsstaðar á að leiða hvern þann mann, sem vantrú- aður er á skógrækt, og mun hann þá taka trúna. Skógurinn talar sínu máli. Hann er 650 hektarar að stærð. Þar er trjá- ræktarstöð síðan 1903. Hús- mæðraskóli er einnig á Hall- ormsstað. Atlavík er kunnur samkomustaður og tjaldstæði. Náttúrufegurð er þar óvenju- mikil, svo sem víðar á skógar- svæðinu. í næsta nágrenni eru Egils- staðir, hraðvaxandi kauptún með á níunda hundrað íbúa. Þetta kauptún hefur sprottið upp á rúmum tveim áratugum. Þar eru skólar, læknamiðstöð, félags- og gistiheimili, nýbyggð kirkja, talsverður iðnaður og ágæt verslun samvinnumanna. Þar er og flugvöllur og land- leiðir til margra átta. Eiðar, sem einnig eru á þessu svæði, er gamalt menntasetur Austurlands og er enn, og stór- býli til forna. Þar var bænda- skóli stofnaður 1883 en héraðs- skóli 1918. Skólahúsnæðið hefur undanfarin ár verið notað til gestamóttöku. Ungmennasam- band Austurlands heldur þar mót sín á sumrin. Allt var þarna með friði og spekt, enda kosn- ingaslagurinn um garð genginn og Olafur Ragnar Grímsson far- inn heim til sín. Nýja kirkjan á Egilsstöðum, sem ber hugdettum arkitekta gleggra vitni en hefðbundnum kirkjubyggingarstíl, og stendur á Gálgaási. Þar nærri voru bein hengdra manna til skamms tíma, en voru síðan fjarlægð. í tíð Jóns Arnórssonar, sýslu- manns í Múlasýslu, kom upp morðmál, og tveir menn með, sama nafni komu þar við sögur,, Valtýr á grænni treyju og annF ar Valtýr. Valtýr á grænni treyju, sem var virtur bóndi á Eyjólfsstöðum, var grunaður, því að sá, sem myrtur var, nefndi nafn hans í andarslitrun- um. Valtýr bóndi var síðan lif- látinn. Fjórtán árum síðar kom annar Valtýr inná sögusviðið. Hægri hönd nafna hans frá Eyjólfsstöðum hafði verið hengd upp innan við kirkjuþilið á Egilsstöðum. En þegar þessi aðkomumaður gekk þar inn, draup blóð úr hendinni á höfuð gestsins. Brá sýslumanni, sem var viðstaddur, mjög við þetta. Gesturinn var þegar yfirheyrð- ur og játaði að lokum á sig glæp inn. Hann var svo hengdur á Gálgaási og gekk aftur. Nú á að fara að byggja nýjan flugvöll á Egilsstöðum og verið er að ljúka virkjunarfram- kvæmdum við Lagarfljótsfoss. Það bar til tíðinda á leiðinni frá Egilsstöðum að Hallorms- stað, að lamb hafði fest -sig í girðingarslitri og var heldur illa á sig komið. Ekki var þægilegt að losa lambið án verkfæra og ókum við því heim á næsta bæ og sögðum til þess. Reisuleg kona, nokkuð stórnefjuð, varð fyrir svörum á bænum og þakk- aði ómakið. Renndum við svo úr hlaði. Annað atvik sem fremur kem ur fyrir á litlum stað en stórum, var á þessa leið: í Egilsstaða- kauptúni leituðum við að Sel- ási 30. Spurðum við nú stúlku J.eina unga, en- þó ; vel úr grasi i yaxna, hvar Selás 30 væri. Hún hugsaði sig um, en spurði síðan hver byggi þar. Sigurlaug Jóns- dóttir, svöruðum við. Já, hún og afmarkaður ævintýraheimur, þangað til sólskinið braust í gegn og víkkaði sjóndeildar- hringinn. Ágæt gisting og „viðgjörning- ur“, eins og frá hefur verið greint, ásamt kaffi á brúsa kostaði kr. 2.768,00, fyrir tvo. Nú var haldið suður á bóginn, um 20 km langan Skriðdal og yfir Breiðdalsheiði. Er gaman að sjá niður af þeirri heiði og einnig gott að hafa hana að baki. Skruppum við nú til Breið dalsvíkur, sem er lítið þorp í vexti og meira að segja búið að malbika spottakorn af götunum, eins og á ýmsum öðrum Aust- fjörðum. Svo ekur maður þá fyrir Streitishvarf og inn í lang- an Berufjörð, þar sem Djúpi- vogur trónar fram á nesinu milli Berufjarðar og Hamars- fjarðar, einkar sérkennilegur. Inn úr Berufirðinum vestarlega gengur Fossárdalur, að mestu úr grjóti gerður, eins og annað land austur þar. Hvar sauðfjár- hagar eru, veit ég ekki, en sann- frétt hef ég, að þar þurfi bænd- ur ekki mikið að gefa fé á vetr- um, fremur en á öðrum stöðum við Berufjörð. Þar voru til skamms tíma fjárbændur, er ekki áttu fjárhús. Hreindýr leggja leið sína þarna suður hin síðustu ár. I • Hamarsfjörður og Álftafjörð- ur éru að möstu lokaðir firðir, hvernig sem á því stendur og meira sér maður af því og lón um síðar í ferðinni. Leiðin liggur nú senn yfir Lónsheiði, sem oft er getið, og lýkur henni við Austurhorn og þar við hornið er Hvalnesið hans Einars heitins og fjöllin úr dýrum málmum! Fyrir Lónið er ekið og allt að Vesturhorni. Frá Almannaskarði er útsýni mikið til vesturs og fegurð naumast oflofuð. Og nú er stutt til Hafnar í Hornafirði og þar er gott gistihús. Dagleiðin var sæmilega löng, veður gott og svo margar myndir landslags og lita komið í kollinn á manni, að eflaust er þegar ofhlaðið. Mannabyggðir eru á sumum stöðum strjálar á þessari leið, en víðast var skemmtilegt að líta heim á vel byggða bæina. 300 kílómetrar voru að baki þann dag þegar komið var til Hafnar. Við höfðum nægan tíma til að litast um í peningaplássinu Höfn í Hornafirði, þar sem bygg ingar rísa stöðugt og allt virðist vera í hraðri uppbyggingu. Stúlkan á Hótel Höfn vildi ekki við mig kannast,- þrátt fyrir herbergispöntun og ítrekun. En • engu .að síður vildi hún veita mér 'húsaskjól, vegria þess að hótelið var ekki fullt. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem slíkt kemur fyrir og er leitt að geta ekki treyst hótelunum fullkom- lega í þessu efni. í Höfn eru yfir þúsund íbúar og þar hafa menn einhverjar hinar hæstu tekjur á landinu og er þá langt jafnað. Sjórinn er sóttur allt árið og vinna menn fyrir sínum hlut. Höfn er eina kauptúnið í Austur-Skafta- fellssýslu og hófst verslun þar á staðnum rétt fyrir aldamótin en var áður í Papósi. Nú er Papós í eyði. Eftir standa rústir verslunarhúsanna og sjóbúð- anna, því útgerð var þar um langt skeið. E. D. (Framhald í næsta blaði) Áðalfundur Skólaslit Gagnfræðaskólans á Akureyri GAGNFRÆÐASKÓLANUM á Akureyri var slitið 4. júní. Nem- endur voru í vetur 635 og skipt- ust í 6 bekki og 26 bekkjar- deildir auk tveggja hjálpar- deilda. Kennarar vorú 46, 33 fastakennarar en 13 stunda- kennarar. Hæstu einkunnir á vorprófi hlutu þessir nemendur: í 6. bekk: Smári Þorvaldsson 8,0 í 5. bekk: Sigrún Baldursdóttir 7,7 í 4. bekk: Helga Kristjánsdóttir 7,83 í 3. bekk: Þórunn Rafnar 9,27 í 2. bekk: Sif Jónsdóttir 9,44 í 1. bekk: Svanbjörg Sverrisdóttir 9,63 Gagnfræðapróf stóðust 123, 69 úr bóknámsdeild, 24 úr versl- unardeild og 40 úr verknáms- deild. — Landspróf miðskóla þreyttu 83, og þar af náðu fram- haldsskólaeinkunn (6,0) 60 nem endur. Hæstu meðaleinkunn á landsprófi hlaut Þórunn Rafnar, 9,4, og fékk bók að verðlaunum frá Bókvali. Auk hennar fengu þessir nemendur bókaverðlaun: Svanbjörg Sverrisdóttir, 1. A, fyrir hæstu einkunn í skóla, Sig ríður Friðriksdóttir, 4. A, og Guðríður Steindórsdóttir, 4. C, danska kennslumálaráðuneyt- fyrir dönskukunnáttu (frá inu), Freygerður Geirsdóttir, 4. A, og Örn Jóhannsson, 4. A, fyrir hæstu samanlagða eink- unn pilts og stúlku á gagnfræða prófi í skrifstofugreinum (frá Lionsklúbbnum Hugin) og Ólaf ur Örn Haraldsson, 4. A, um- sjónarmaður skóla, og Hermann Arason, 4. A, formaður skóla- félagsins, fyrir forystu í félags- málum nemenda. íslenskubikar- inn fyrir hæstu einkunn í ís- lensku á gagnfræðaprófi hlaut Ágústa Jóhannsdóttir, 4. A. Afmælisárgangar fjölmenntu að skólaslitum og færðu skólan- um rausnarlegar gjafir og góðar óskir. Stefanía Ármannsdóttir talaði af hálfu 25 ára gagnfræð- inga, sem gáfu vandað segul- bandstæki, Kristján Helgi Sveinsson afhenti peningagjöf í Hljóðfærasjóð frá 20 ára gagn- fræðingum og Hjálmar Jóhann- esson aðra frá 10 ára gagnfræð- ingum til kaupa á kennslutækj- um. Skólastjóri þakkaði gjafir og hlý orð til skólans, ávarpaði brautskráða nemendur og sleit skólanum. (Fréttatilky nning) Úr nýútkominni skattaskýrslu HÉR á eftir fer sá hluti nýút- kominnar skattskrár Norður- landsumdæmis eystra, er ekki var rúm fyrir í síðasta blaði, ásamt fleiru frá skattstofunni, s. s. skýringum á skattafslætti. AÐALFUNDUR SUNN, Sam- taka um náttúruvernd á Norður landi, verður haldinn á Húna- völlum (Reykjum) við Svína- vatn í Austur-Húnavatnssýslu, dagana 17.—18. ágúst næstkom- andi. Aðalefni fundarins verða orkumál á Norðurlandi og mýra vernd. Orkumálastjóri kemur á fundinn og greinir frá áætlun- um um nýjar virkjanir á Norð- urlandi. Að fundi loknum verð- ur efnt til skoðunarferðar um Húnaþing. Stjórn SUNN. Tekju- skattur Eignar- skattur Aðstöðu- gjald Önnur gjöld Samtals Húsavík: Johns Manville Fiskiðjusamlag Húsavíkur h.f Kaupfélag Þingeyinga Barði h.f. 13.779.016 3.239.100 322.943 486.670 169.680 1.369.500 3.152.400 495.000 10.088 1.476.063 1.849.603 1.193.260 13.789.164 6.407.940 5.488.673 1.857.940 Ólafsfirði: Hraðfrystihús Ólafsfjarðar Magnús Gamalíelsson h.f 1 7.381 586.500 658.400 1.772.522 871.914 2.359.022 1.537.695 Dalvík: Kaupfélag Eyfirðinga, útibú Útgerðarfélag Dalvíkinga h.f 1.709.266 582.200 2.840.600 113.100 1.555.958 27.630 4.396.558 2.432.196 Hrísey: Kaupfélag Eyfirðinga, útibú 1.047.200 677.714 1.701.442 Svalbarðsstrandarhreppur: Kaupfélag Svalbarðseyrar 101.412 399.900 1.200.130 1.701.442 Grýtubakkahreppur: Kaldbakur h.f 2.504.615 125.817 287.900 375.420 3.293.752 Skútustaðalireppur: Kísiliðjan 1.260.000 801.788 2.061.788 Presthólahreppur: Kaupfélag N.-Þing., Kópaskeri 611.794 588.931 603.100 115.200 1.919.025 Raufarhafnarhreppur: Jökull h.f., Raufarhöfn 1.038.100 1.606.556 2.644.656 Þórshafnarlireppur: Hraðfrystistöð Þórshafnar h.f Kaupfélag Langnesinga, Þórshöfn .. . 2.919.740 93.295 84.840 516.500 750.000 617.483 783.634 4.146.418 1.618.474 Nöfn, sem féllu niður. greiðendum í Norðurlandsum- nöfn eftirtalinna aðila, en þeir Við upptekt á hæstu skatt- dæmi eystra 1974, féllu niður eru: Tekju- skattur Útsvar Eignar- skattur Aðstöðu- gjald Samtals Meðal einstaklinga: Ingvi Jón Einarsson, tannlæknir, Akureyri 763.682 Hjálmar Þórðarson, Laxárvirkjun, Aðaldal 681.577 289.500 211.700 2.430 17.917 78.600 1.134.212 911.194 Tekju- skattur Eignar- skattur Aðstöðu- gjald Önnur gjöld Samtals Meðal félaga: Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co., Ak. 1.003.687 70.700 337.500 565.351 1.977.238 Um skattafsláttinn. 2. Til greiðslu útsvars og ann- Vegna margra fyrirspurna, arra gjalda til sveitarsjóðs, hlut eiga menn, sem telja fram á skattárinu til frá- Ný brú og önnur gömul framan við. Á Breiðdalsvík er útræði og gerðar hal’narbætur. sem hafa borist út af ráðstöfun á skattafslætti þeirra, sem eng- an tekjuskatt greiða eða tekju- skattur er lægri en skattafslátt- ur, þykir ástæða til að gefa mönnum írekari upplýsingar þar um. Samkvæmt 3. málsgrein 11. gr. laga nr. 10/1972, um skatt- kerfisbreytingu, skal ráðstafa framangreindum skattafslætti, sem hér segir og í þessari for- gangsröð, meðan hann endist: 1. Til greiðslu þinggjalds, sem á mann eru lögð á greiðslu- árinu. i sem á mann eru lögð á greiðsluárinu, að undanskild- um fasteignagjöldum. 3. Sé framlag ríkissjóðs samkv. 3. málsgr. þessa liðar hærra en greiðslur samkv. 1. og 2. lið hér að framan, skal því, sem umfram þær er, ráðstaf- að sem hér segir: a. Til jöfnunar á námskostn- aði, sbr. lög nr. 69/1972, og til Lánasjóðs íslenskra námsmanna eða annarra fjárhagsaðstoðar ríkisins við námsmenn, þegar í dráttar kostnaði vegna náms síns. b. Til greiðslu ógoldinna þinggjalda mannsins frá fyrri árum og síðan til greiðslu fasteignagjalda hans og ógoldinna gjalda til sveitarsjóðs frá fyrri árum, þegar í hlut eiga aðrir menn en um gat í a. hér að framan. 2. Sé fé enn óráðstafað að lokn- um greiðslum samkv. 1.—3. hér að framan, skal það greitt viðkomandi manni, Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.