Dagur - 21.08.1974, Side 5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Stjórnarmyndun
MARGIR hörmuðu. að ekki tókst
myndun nýrrar vinstri stjórnar í
landinu. Framsóknarflokkurinn,
undir forystu Ólafs Jóhannessonar,
forsætisráðherra, reyndi liana til
þrautar. Forystumenn vinstri flokk-
anna hafa skýrt niðurstöður fyrir
landsfólkinu og á liverju samningar
strönduðu, nema forsætisráðherra,
sem sagðist ekki bera neinn söktun í
þessu efni. Hins vegar væri hverjum
ljóst, að myndun stjórnarstefnu og
ríkisstjórnar fjögurra flokka væri
erfiðari en þriggja. Ennfremur liefði
liann ekki getað fallist á kröfur Al-
þýðuflokks um samráð við aðila
vinnumarkaðarins um myndun
stjórnar og stefnumótun, þótt sam-
starf margra aðila, utan þings, væri
bæði nauðsynlegt og sjálfsagt eftir
stjórnarmyndun.
En hinir mörgu kjósendur lands-
ins, sem áttu von vinstri stjórnar en
fengu ekki, bregðast misjafnlega við
þeim tilraunum, er nú standa yfir
þótt fyrst og fremst lýsi þeir óánægju
sinni yfir því, að vinstri stjórn var
ekki mynduð. Alþýðubandalagið og
Alþýðuflokkurinn kenna hvor öðr-
um um, að ekki tókst betur en raun
ber vitni. Þótt ekki verði dómur
lagður á það mál að sinni, mun sú
almenna skoðun réttust, að þessa tvo
flokka hafi fyrst og fremst vantað
áhuga á að glíma við þau vandamál,
sem ný ríkisstjórn verður að leysa og
að vantraust þeirra í milli sé gagn-
kvæmt. Sé þetta rétt ályktað, liafa
þessir flokkar brugðist því trausti
kjósenda sinna, að mynda vinstri
stjórn að loknum kosningum.
Afstaða Framsóknarflokksins er
ljós í þessu efni. Forsætisráðherra
hafði áður lýst því yfir, að hann
hyggðist að kosningum loknum
mynda nýja og sterka vinstri stjórn
ef flokkur hans og aðrir vinstri flokk-
ar í landinu fengju til þess þingstyrk:
Þetta var reynt til þrautar.
Þegar forseti íslands fól Ólafi Jó-
hannessyni að halda stjórnarmynd-
unartilraunum sínum áfram, eftir að
vinstri stjóm var úr sögunni, var
ekki um neina aðra leið að velja en
tilraun til stjórnarmyndunar með
Sjálfstæðisflokknum. Þær tilraunir
standa enn, og má ætla að þær beri
árangur.
Þótt Framsóknarflokkurinn hafi,
í meira en hálfrar aldar þátttöku í
íslenskum stjórnmálum, jafnan talið
eðlilegra samstarf við þá stjómmála-
flokka, sem kallaðir em til vinstri,
hlýtur hann nú, sem jafnan áður, að
láta málefnin ráða og víkjast ekki
undan þeirri ábyrgð, sem honum em
á herðar lögð. □
Hugleiðing um Hólastól
„Hólastóll með hefð og sóma
hafinn stóð,
biskup nýr með listaljóma
lýsti þjóð.
Postullega prýddi Hóla,
presta lærði, vígði skóla,
lék á hörpu himnaljóð. . . . “
Þannig hóf sr. Matthías sinn
alkunna lofsöng um Jón biskup
Ögmundsson og starf hans á
sinni tíð, hástemmdan og
ógleymanlegan öllum, sem num
ið hafa, og fundið jafnframt
hvers nú er vant.
Fátt held ég að sé hinum öldr
uðu meira gleðiefni, en að sjá
eitthvað sögufrægt rísa úr rúst-
um, sjá gamalt og gott endur-
nýjast og verða betra, koma
auga á eitt og annað, sem mikils
má af vænta fyrir samfélag
framtíðarinnar. Það hefir líka
orðið hlutskipti okkar, sem
heilsuðum þessari öld á ungl-
ingsaldri, að sjá margt rísa úr
rúst og ótal margt nýtt af nál-
inni boða gott, þótt sumt sem nú
verður að horfa á sé ömurlegt,
eins og t. a. m. vaxandi drykkju
skap og margskonar óreiðu,
sem þjóðin verður að sigrast á.
En til þess verður að vekja hana
til ábyrgðar og einbeittrar starf-
semi gegn þeim voða, sem fíkni-
lyfin eru allri framtíð hennar.
Þarf ekki að orðlengja það, því
að nú þegar lætur hann sig ekki
án vitnisburðar.
En nú er mér einkum Hóla-
stóll í hug, og hefir oft verið.
Stórmerk er saga hans fyrir
þjóðina alla. Hvert væri nú t.
a. m. ástand þjóðtungunnar ef
hann hefði ekki komið Biblí-
unni út meðal þjóðarinnar á
hennar eigin tungu, svo að
segja í upphafi siðaskiptanna
hér. Saga Norðmanna er harla
lærdómsrík í þeim efnum. Þó
mættu Norðlendingar best vita
hvað þeir misstu.
Það mun líka hafa gengið
nærri mörgum að vita Skálholt
í rústum. Og aldrei hefir mér
sviðið meir sú niðurlæging en
þá er ég fyrir hálfri öld kom
þangað með tvo erlenda kenn-
ara, og varð að reyna til að rétt-
læta það ástand og koma því
yfir á „máttarvöldin“! En nú er
ánægjulegt að hafa lifað það, að
sjá Skálholt rísa úr rústum. Og
segja má að það hafi fyrst og
fremst gerst með því, að menn
bundust samtökum, stofnuðu
Skálholtsfélag undir forustu nú-
verandi biskups. Svo kom ríkis-
valdið til skjalanna og gerðist
býsna stórvirkt, sem kunnugt
er, og frændurnir ytra með
opinn faðm til hjálpar. Nú er
lýðháskólinn toppurinn á þess-
ari endurreisn Skálholts, með
nýstárlegt svipmót á gömlum
grunni, svo sem eðlilegt er, og
þjóðin væntanlega mun kunna
að meta. Svo mun þar ón efa
rísa biskupsstóll að nýju.
En hvað um Hólastól?
Ég man frá Hólavist minni
1911, hversu Gísli gamli á Hofi,
er þá sýndi oft gestum staðinn,
þaulkunnugur sögu hans og öll-
um staðháttum þar, var sár
missir margs þess, sem horfið
var. Þó voru Hólar þá ólíkt bet-
ur settir en Skálholt. Þar var þó
gamla steinkirkjan með sín sér-
kenni, skraut og virðuleik,
mikilsmetinn búnaðarskóli og
trjáræktarstöð. Og þegar ég 30
árum síðar tók að kynnast Hól-
um á ný á námsstjóraferli mín-
um um Norðurland, var mikill
áhugi ýmsra þar vaknaður á
því, að koma kirkjunni að inn-
an í það horf, sem væri sem
næst hennar fyrra búnaði.
Vann sóknarnefndin að því und
ir stjórn form. síns, Árna bónda
Sveinssonar á Kálfsstöðum, og
varð mikið ágengt. Svo kom
turninn mikli til minningar um
Jón biskup Arason, og setur
hann nú mikinn svip á staðinn,
sem verðugt er. Þar voru ekki
síst Skagfirðingar að verki, m.a.
bæði teiknarinn og bygginga-
meistarinn, að ógleymdum Ólafi
þessu hátíðarári, að endurreist-
ur skuli biskupsstóll á Hólum,
reistur þar á næsta áratug (eða
svo) biskupsgarður, og í tengsl-
um við hann aðstaða til skóla-
halds, sennilegast í formi nám-
skeiða, handa prestum og kenn-
urum, til eflingar kristinni lífs-
stefnu, trú og siðgæði, íslenskri
Snorri Sigfússon, fyrrum námsstjóri.
Sigurðssyni bónda á Hellulandi
og félögum hans, svo og fjölda
manna um allt Norðurland, o. fl.
Þetta var myndarlegt framtak
þá og öllum til sæmdar. Svo
kom ríkisstjórnin með hljóðfær-
ið góða, sem hæfa þótti hinu
aldna og virðuléga musteri, en
áður hafði verið settur prestur
á staðinn, sem lengi hafði verið
„útkirkja" frá Viðvík.
Það hefir því margt verið gert
á þessari öld til éndurreisnar
Hólum. Jafnvel skólinn talinn
endurreistur, þótt á öðrum stað
sé.
En sjálfa kórónuna vantar á
það endurreisnarverk, hinn
virðulega biskupsstól. Hann
verður að endurheimta. Og það
eiga Norðlendingar að samein-
ast um, gera að sínu máli, taka
höndum saman við það félag,
sem fyrir er og prestar o. fl.
hafa haldið uppi, ná samstöðu
við það og stefna að því marki
með festu og hyggindum, og
vænta hins áhugasama og vin-
sæla vígslubiskups í forustu-
liðið. En eðlilegast mætti þykja,
að hin andlega stétt norðan-
lands og Fjórðungssambandið,
tæki málið upp og fylgdu því
eftir. Síðar myndi svo ríkið að
sjálfsögðu taka við.
„Eyðing fornmenja er einatt
eyðing andlegra verðmæta.. . “,
segir Sigurður skólameistari á
einum stað, er hann hugleiðir
þessi mál. Hér á þetta við, slík
söguleg verðmæti og andleg
þarf að nýta, en ekki glata
þeim, sýna þá ræktarsemi við
söguna og þann skilning á þörf
komandi tíma á andlegri afls-
stöð á hinum fornhelga stað, er
mikils mundi mega sín í sókn
til fullkomnara mannlífs, sem
framundan hlýtur að vera.
Það væri því veglegt verk-
efni fyrir Norðurland að sam-
einasi um. að heita því nú “
talað, sem eitt af því nauðsyn-
lega, að „ná valdi yfir náttúr-
unni“, eins og þetta var orðað
þá. Munu þó flestir varla hafa
átt við annað en þá nauðsyn, að
fá sem gleggsta og réttasta
fræðslu um hin einföldustu lög-
mál hennar, svo að þeirra yrði
notið. Nú er hins vegar svo kom
ið þeirri þrotlausu þekkingar-
leit, að inenn taka að ugga um
hag sinn. Hún hefir að vísu
margt dásamlegt uppgötvað
mönnum itil handa, en einnig
líka það, sem öllu lífi stendur
nú ógn og skelfing af. Og allt
undir manninum komið hvernig
til tekst tim framvinduna, hvort
hún verður gróandi líf eða eyð-
ing og daUða. Hér eru því mikil
þáttaskil í öllum mannheimi,
allri mannlegri þekkingarleit og
þroskasögu og ekki undarlegt
þótt nú séu hrópuð aðvörunar-
orð um alla heimsbyggðina, og
mönnum bent á hættuna. Þó er
eins og lítil alvara fylgi ennþá,
og sumir vilji ekki sjá né skilja.
En vitrir menn og sjáendur
benda nú sem oft áður á kenn-
ingar Meistarans frá Nazaret,
minna á lífsnauðsyn þess, að
gera mönnum þær sem ljósast-
ar, dýpka lífsskilning þeirra og
göfga hugarfarið. Og að þetta
þurfi og eigi að vera sterkasti
þátturinn í öllu uppeldi vorra
daga, andinn ofar efninu, og
kærleikurinn til guðs og manna
hið eina sem varir. Og að þessa
lífsskoðun eigi kristin kirkja að
efla meðal manna, eftir þeim
mætti, sem henni er gefinn, og
þeim styrk í starfi, er samfélag-
ið veitir henni, því að hún og
það eiga að vera eitt.
Og „h e i m a n“ frá Hólum,
hinu forna og endurreista
biskupssetri, skyldi sú rödd
jafnan hljóma um Norðurland,
voldug og sterk, vígð gróand-
anum í samfélagi manna, er
hvetur til drengskapar og dáða,
og til eflingar því ríki, sém
J e s ú s frá Nazaret boð.aði
mönnunum og sagði búa innra
með þeim sjálfum, og væri hið
eina eftirsóknarverða á þessari
jörð.
Megi komandi tíð njóta sem
mestra heilla af starfi okkar nú
á þessu blessaða hátíðarári. •
i 26/5 1974.
Snorri Sigfússon.
OPIÐ BRÉF lil Boga Sigurbjörnssonar, Siglufirði
Á uppstigningardag var auka-
þing Kjördæmasambands fram-
sóknarmanna á Norðurlandi-
Vestra haldið í Húnaveri.
Verkefni þessa þings var það,
að samþykkja endanlega fram-
boðslista til Alþingiskosninga
30. júní n. k.
Á þessari samkomu lýsti ég
þeirri skoðun minni, að konur
ættu ekki erindi á Alþingi og
ættu ekki að vera alþingismenn.
Maðurinn frá Siglufirði, Bogi
Sigurbjörnsson, kvaddi sér þá
hljóðs og sagðist kenna í brjósti
um mig, fyrir þessa skoðun.
Hún væri úrelt með öllu, en
hefði verið uppi höfð um 1920.
Ekki gat ég gert grein fyrir
mínu máli þar á þinginu, því
bannað var að ræða um annað
en röð á framboðslista. í þessu
bréfi vil ég gera nokkra grein
fyrir. skoðunum mínum um það,
hvað konur eiga að gera og
hvað konur eiga ekki að gera.
Konur eiga ékki að standa í
stjómmálabaráttu, því stjórn-
málabarátta er af hinu illa. All-
ir kannast við illt' umtal, óvild
og jafnvel hatur, sem þeir verða
Heimsókn í óbyggt liérað
tungu, bókmenntum og listum.
Skipuleggja nú þegar staðinn
og hefja síðan almenna fjársöfn-
un um allt Norðurland í þessu
skyni, sýna þar með vilja og
fórnarlund, og fá því svo fram-
gengt að fé verði smátt og smátt
fest þar til þessara nota. Og
hugsa sér síðan og hlakka til að
koma þessu mikla og merka
framtaki á laggir sem fyrst.
Leitið fyrst guðsríkis og hans
réttlætis, þá mun allt hitt veit-
ast að auki, segir Ritningin, en
víst öðru nær en menn hafi eftir
því boði lifað, heldur sótt á
önnur mið og auðveldari hingað
til, þar sem svokölluð veraldleg
gæði voru fáanleg, og öllum
mega að sjálfsögðu teljast nauð-
synleg að vissu marki. En fíkni
manna í auð og völd, sem þó er
vitað um að eru valtastir vina,
hefir löngum orðið mönnum
ærinn vegartálmi. En allt eru
þetta alkunnar staðreyndir, sem
óþarft er að hafa fleiri orð um.
I æsku minni var oft um það
SUNNUDAGINN 11. ágúst sl.
héldu nokkrir forvitnir ferða-
félagar á vélbátnum „Degi“ frá
Siglufirði til Héðinsfjarðar. Veð
ur var gott og sléttur sjór. Á
bátnum voru fjögur systkin,
börn Steinþórs Þorsteinssonar,
sem bjó í Vík í Héðinsfirði í
16 ár. Fóru þau til að skoða þar
æskustöðvar sínar og rifja upp
gamlar minningar. Þau voru:
Anna búsett í Reykjavík, Jón-
ina búsett á Akureyri, Olöf bú-
sett á Siglufirði og Sigurpáll
búsettur í Reykjavík, en Krist-
jönu vantaði, sem var stödd
erlendis. Bátnum stjórnuðu
bræðurnir Jón Sveinsson skip-
stjóri og Sveinn Sveinsson vél-
stjóri.
Þessi ferð var að nokkru leyti
bundin við það, að Steinþór Þor
steinsson átti aldarafmæli þann
18. ágúst sl. Auk búskapar hans
í Vik bjó hann einnig að Þverá
í Ólafsfirði og síðar í Ólafs-
fjarðarkaupstað.
En nú er Héðinsfjörður í eyði.
Þegar að landi kom blasti við
grasi vafin tún og hvanngrænar
tóttir, þar sem áður var bústað-
ur fólks. Fjöllin gnæfðu tignar-
lég yfir fjörðinn. Víkurbyrða,
Víkurhyrna og Hesturinn
glömpuðu í sólskininu. Örfáar
kindur sáust þar í hlíðunum og
hafa þær haft nóg að bíta. En
nokkrar sauðkindur frá Siglu-
firði og Ólafsfirði koma á sumri
hverju yfir í þennan friðsæla
reit.
Ferðafólkið snæddi miðdegis-
verð í Slysavarnaskýlinu í Vík.
Þar er snyrtilegt og vel um
gengið. Þaðan var haldið inn
með firðinum inn á Sandvelli.
Þar er mikill rekvaiður á fjör-
um og hefur rekið langt upp á
land.
Veiðifélag úr Reykjavík hef-
ur tekið Héðinsfjarðarvatn á
leigu til silungsræktar. Hefur
félagið byggt snoturt sumarhús
á Sandvöllum, kambinum milli
vatns og sjávar. En þar voru
áður beitarhús frá Vík. Mun
þetta vera þriðja sumarið síðan
þessi fiskirækt hófst. En jarðir
í Héðinsfirði eru í eign Siglfirð-
inga, og margir þeirra hafa alist
þar upp.
Um síðustu aldamót voru 5
bæir í Héðinsfirði: Vík, Vatns-
endi, Grundarkot, Möðruvellir
og Ámá. En síðustu ábúendur
Héðinsfjarðar voru hjónin Þor-
valdur Sigurðsson og Ólína
Einarsdóttir, sem fluttu frá
Vatnsenda til Siglufjarðar 1949,
og þau mæðginin Anna Sigurð-
ardóttir og Sigurður Björnsson,
sem fluttu frá Syðri-Vík til
Akureyrar 1951. í rúm 20 ár
hefur Héðinsfjörður verið í
eyði.
Aðalástæðan til þess eru erfið
ar samgöngur. Höfn er þar eng-
in og illfært yfir há fjallaskörð
til nærliggjandi byggða.
Ferðafólkið skoðaði bæjar-
rústir í Vík og fjárhúsrústir á
Sandvöllum, en þaðan sést yfir
vatnið inn til hinna bæjanna.
Ferðafólkinu, sem statt var í
Héðinsfirði þennan fagra sumar
dag mun verða hann minnis-
stæður. En ekki er útlit fyrir
að þessi fagri fjörður byggist
aftur fyrst um sinn.
E. S.
fyrir, er sitja á Alþingi eða
bjóða sig fram til þings. Svört
hugsanagerfi sækja að þeim úr
öllum áttum. Það er best, að
hið grófara kyn, karlmennirnir
taki á móti slíkum sendingum.
Það er fleira sem ég tel að
konur eigi ekki að gera. Þær
eiga ekki að flytja mál fyrir
dómi og þess vegna þurfa þær
ekki að læra lögfræði Það er
ekki við þeirra hæfi að segja
hálfan sannleik og flækja mál.
Konur eiga ekki að sitja í dóm-
arasæti. Dæmið ekki, stendur
skrifað. Það væri í mesta máta
óviðfeldið, ef kona sem bæri líf
undir brjósti, dæmdi sakborn-
ing til þyngstu refsingar, til
dauða eða í 16 ára fangelsi eins
og lög standa til hér á landi.
Konur eiga ekki að taka skepn-
ur af lífi með eigin hendi.
. Það er fjarri mér að halda því
fram, að konur eigi ekki annað
að gera, en þurrka rykið, sem
alltaf kemur aftur. Þær eiga að
vera hámenntaðar, læra læknis
fræði og hjúkrunarstörf. Þær
eiga að lærá guðfræði og pré-
dika kristinn dóm. Því skyldu
þær ekki vera prestar eins og
karlmenn? Konur eiga að
stunda sórfræði- og vísindastörf
ef þær óska og þær eiga að
styðja menningar- og mannúðar
mál svo sem þær hafa löngum
gert. Þær eiga að vinna að öllu,
sem er af hinu góða, öllu sem
beinist að því, að bæta og fegra
mannlegt líf.
Á síðari tímum hafa nokkrar
konur átt sæti á Alþingi. Ég get
ekki séð að þær hafi markað
nein spor varðandi löggjöf síð-
ustu áratuga fram yfir karl-
menn. Þær hafa gengið inn í
raðir hinna pólitísku flokka og
tekið þátt í hinu neikvæða þrasi
sem þeim fylgir. Kona nokkur
sat á Alþingi fyrir alllöngu og
barðist fyrir sérsköttun hjóna,
en landfeður fjármála hafa ekki
ennþá getað samþykkt þá ráð-
stöfun.
Konur þurfa ekki að sitja á
Alþingi til þess að koma fram
sínum málum. Fyrir síðustu
aldamót voru réttindi kvenna
lítil hér á landi. Konur höfðu
þá ekki kosningarrétt eða kjör-
gengi. Þær höfðu þá ekki kosn-
ingarétt og kjörgengi. Þær
höfðu ekki aðgang að Lærða-
Hvernig verða bðrnin til?
Eiríkur Sigurðsson.
HVITÁRBAKKASKOUNN 1905-1931
BLAÐINU hefur borist bókin
Hvítárbakkaskólinn 1905—1931,
en höfundur hennar er Magnús
Sveinsson kennari frá Hvítsstöð
um á Mýrum og er hann áður
kunnur af bók sinni Mýramenn,
sem út kom 1969 og hlaut góða
dóma. Höfundur er sjálfur einn
af hinum gömlu nemendum
Hvítárbakkaskóla og er af þeim
sökum og öðrum staðháttum og
skólasögunni nákunnugur. Bók-
in er um 180 blaðsíður og hefur
að geyma margskonar fróðleik
um skólann, jafnframt því að
vera hluti skólasögu landsins
fyrstu þrjá áratugi aldarinnar.
Höfundur ^nnaíi^ sjálfur útgáf-
una og fæst bókin í Bókabúð
Jónasar á Akureyri en ekki í
öðrum norðlenskum bókaversl-
unum.
Fyrst segir frá drögum að
stofnun Hvítárbakkaskólans og
upphafi skólaseturs. Næst er
kafli um Sigurð Þórólfsson
skólastjóra, sem var brautryðj-
andi í skólastarfi, ennfremur
um stjórn skólans, fjármál hans,
helstu atriði úr reglugerð hans
og lélagslíf í skólanum.
Birtar eru í bókinni ritgerðir
kunnra manna, svo sem Magn-
úsar Péturssonar, Helga Hjörv-
ar, Jóns ívarssonar og kennara-
tal i tíð Sigurðar skólastjóra. ,
Um 1920 urðu þau þáttaskil,
að nýir menn tóku til starfa við
skólann og er það allt rakið
skipulega, bæði kennaratal frá
upphafi til loka, svo og nem-
endatal, allt mjög aðgengilegt
til lestrar og fróðleiks.
Þá er ýmislegt tekið úr göml-
um skólablöðum og prentað í
bók þessari.
Hvítárbakkaskólinn er snyrti-
leg bók, vel rituð og skipulega
og sýnist höfundi sínum til
sóma, en mun ennfremur einkar
kærkomin hinum mikla fjölda
nemenda hins gamla, borgfirska
skóla. □
3
BÓKAÚTGÁFAN ÖRN og ÖR-
LYGUR hendir þessa dagana
frá sér tvær nýjar bækur, sem
ætlaðar eru ungum börnum og
foreldrum þeirra og fjalla báðar
um, hvernig börnin koma í
heiminn.
Hvetrnig verða börnin til? er
eftir danskan listamann, Per
Holm Knudsen, sem þekktur er
í heimalandi sínu fyrir mynda-
bækur handa ungum börnum,
en þessi bók hefur náð miklum
vinsældum langt út fyrir Dan-
mörk, en þýðingar hennar eru
nú fáanlegar í Noregi, Svíþjóð,
Finnlandi, íslandi, Þýska Sam-
bandslýðveldinu, Englandi, Hol-
landi, Bandaríkjunum og Japon.
Árið 1972 hlaut bókin viður-
kenningu í Danmörku sem
besta bamabók ársins.
Hin bókin, Þannig komstu í
heiminn, eftir A. C. Andry og
S. Schepp, er upphaflega banda
rísk en hefur komið út víða um
heim á vegum stórfyrirtækisins
TIME—LEFE, sem er hérlendis
sem erlendis þekkt fyrir góðar
og vandaðar fræðslubækur. í
þessari bók eru sérkennilegar
en mjög skýrar og vandaðar
myndir: ljósmyndir af „skúlp-
skólanum og laun þeirra voru
helmingi lægri en karlmanna
við sömu vinnu. Á þessum tíma
hóf Bríet Bjarnhéðinsdóttir bar-
áttu fyrir kvenfrelsi. Engin
kona á íslandi hefur háð jafn
langa og sigursæla baráttu fyrir
réttindum kvenna og sat hún
á Alþingi. Bríet gaf út Kvenna-
blaðið í aldarfjórðung, 1895 til
1920. Auk þess var hún óþreyt-
andi að flytja málið, þar sem
því varð við komið.
Á árunum 1911 til 1918 fengu
konur kosningarrétt og að-
gang að skólum til jafns við
karlmenn. Tveir þingskörung-
ar, Hannes Hafstein og Skúli
Thoroddsen studdu frelsismál
kvenna á Alþingi. Svo mætti
það enn vera, að konur hlytu
stuðning hinna víðsýnustu og
bestu Alþingismanna í sínum
baráttumálum.
Nýlega las ég það í blaði frá
Rauðsokkahreyfingunni, að rétt
indabaráttu kvenna væri nú að
mestu lokið. Þó svo væri, eru
næg verkefni fyrir konur að
bæta heiminn, göfgá mannlífið.
Það væri verðugt verkefni fyrir
konur að hefja harða baráttu
gegn frjálsum fóstureyðingum,
en það mál er eitt hið hryllileg-
asta, sem hefur legið fyrir Al-
þingi. Konum væri best trúandi
til að kveða þann ósóma niður.
Eitt vil ég nefna enn, sem
konur eiga að gera. Þær eiga að
vera gjaldkerar í bönkum, því
það er miklu minni hætta, að
þær steli, af því þær eru betri
helmingur mannsins.
Vegna fyrr greindra um-
mæla minna í Húnaveri, hefur
það verið sagt við mig, að ég
væri kvennahatari og hefði ver-
ið það um langa ævi. Hitt mun
sanni nær, að ég elski konur
og hina góðu eiginleika þeirra.
Ég á erfitt með að skilja, að
Bogi Sigurbjörnsson skuli
kenna í brjósti um mig fyrir
skoðanir mínar. Er það aumkv-
unarlegt að hafa skoðanir og
bera þær fram. Ég get ekki að
því gert, að það læðist að mér
sá grunur, að þessi höfuðsmað-
ur Framsóknarmanna á Siglu-
firði sé því andvígur, að skoð-
anir, sem hann telur óheppi-
legar komi fram. Það væri svo
sem eftir öðru á hinum síðustu
og vérstu tímum, að innan
Framsóknarflokksins bólaði á
þeirri kennigu að hefta beri
tjáningarfrelsi.
9. júní 1974.
Björn Egilsson,
Sveinsstöoum.
Verðlaunaferð F.L og Æskunnar
SÍDASTLIÐINN vetur efndu
barnablaðið Æskan og Flug-
félag íslands til verðlaunasam-
keppni. Tvenn fyrstu verðlaun,
(ferðir til Osló) voru í boði
ásamt flugferðum innanlands og
bókaverðlaunum.
Nokkuð á sjötta þúsund lausn
ir bárust og reyndust um helm-
ingur þeirra réttar. Dregið var
úr réttum lausnum og komu
eftirfarandi nöfn upp: Gíslný
Þórðardóttir, Akranesi og Vil-
borg Borgþórsdóttir, Seyðis-
firði, hlutu 1. verðlaun, ferð til
Osló. Þær eru báðar 12 ára.
Flugferðir innanlands hlutu:
Hákon Bjarnason, Haga, Barða-
strönd, Hjördís Björg Þorsteins-
dóttir, Akureyri, Sigurður H.
Flosason, Reykjavík, Salvör
Egilsdóttir, Fáskrúðsfirði.
Bókaverðlaun hlutu: Stein-
unn Ósk Stefánsdóttir, Reyn,
Suður-Þingeyjarsýslu, Einar
Axel Schiöth, Hólshúsum, Eyja-
firði, Þórunn Jónsdóttir, Ólafs-
firði og Jón Ólafsson, Reykja-
Verðlaunaferðin til Osló verð
ur farin í ágústmánuði, en þar
hefir dagblaðið „Verdens Gang“
skipulagt dagskrá í samráði við
hina sameiginlegu skrifstofu
Flugfélags íslands og Loftleiða
Nýr vegur fram í Eyjafjarðardal
túr“ úr marglitum pappír eftir
Blake Hampton. Að bókinni
standa margir bandarískir sér-
fræðingar og stofnanir: barna-
verndar- og barnafræðslusam-
tök og samtök um kynferðis-
fræðslu, er ná til allra fylkja
Bandaríkjanna. Gefin hafa ver-
ið út kennslugögn, sem notuð
eru í tengslum við bókina í yfir
1200 bandarískum skólum.
Framsetning og efnisval í
þessum tveimur bókum er á
margan hátt ólíkt, en báðar
standa þær vel fyrir sínu. —
Örnólfur Thorlacius hefur ís-
lenskað báðar bækurnar.
Þessar bækur eru viðbót við
nokkurt safn bóka um uppeldis-
og kynferðismál, sem ÖRN og
ÖRLYGUR standa að. Handa
unglingum er þar fyrir bókin
Æska og kynlíf eftir John Tak-
man, sænskan lækni, í þýðingu
Magnúsar Ásmundssonar lækn-
is. Ennfremur uppeldishand-
bækurnar Foreldrar og börn og
Foreldrar og táningar eftir dr.
Haim G. Ginott, þekktan banda-
rískan sálfræðing og sállækni,
báðar í þýðingu Björns Jóns-
sonar skólastjóra.
(Úr fréttatilkynningu)
I JÚLÍMÁNUÐI byrjuðu þeir
Angantýr Hjálmarsson og Örn-
ólfur Eiríksson að ryðja veg
fram Eyjafjarðardal, framan við
byggð, og höfðu tvær litlar jarð-
ýtur ræktunarsambandsins.
Verkinu hefur miðað vel, enda
tíð hagstæð. Þessi framkvæmd
er styrkt af sveitarfélögum og
Akureyrarkaupstað, að því er
Sigurður Jósefsson bóndi í
Torfufelli sagði blaðinu á mánu
daginn. Upphæðin, sem unnið
er fyrir í ár er aðeins 800 þús-
und krónur. Vonir standa til, að
ruddur jappavegur vestan ár-
innar og víðast nærri henni,
verði fær í haust, allt fram að
brún, en við vegagerð þar henta
stærri jarðýtur betur. Leiðin frá
byggð að Nýjabæ er um 20 km.
Eflaust væri sjálfboðavinna
vel þegin og mun vart á henni
standa ef eftir er leitað.
Sigurður í Torfufelli sagði, að
nú í sumar minnkuðu gamlar
hjarnfannir á hálendinu. Sil-
ungsveiði væri með mesta móti
í Eyjafjarðará, og lax hefði
gengið fram fyrir byggð nú í
sumar. Ein hélunótt hefði kom-
ið, en ekki skemmt kartöflur.
Tankflutningar hófust hér í
Saurbæjarhreppi 1. ágúst og er
almenn ánægja með þá.
Sölnunar er farið að gæta í
úthaga, þó minna en verið hefði
ef sunnanátt hefði látið að sér
kveða. En hægviðri hefur verið
ríkjandi á þessu sumri og úr-
koma mjög lítil. Rofabörð eru
Ijós í sárið og myndu rjúka ef
hvessti. Verulega gætir sölnun-
ar í skóglendi Leyningshóla,
enda hefur skógurinn lokið sín-
um venjulega vaxtartíma, bú-
inn að standa laufgaður í þrjá
mánuði. □
NORSKUR KÓR
BLANDAÐUR KÓR frá Noregi
syngur í Akureyrarkirkju mánu
daginn 26. ágúst og hefjast tón-
leikarhir kl. 21.
Kórinn, sem nefnist „Veit
Vet“, er skipaður 30 ungmenn-
um á aldrinum 18—23 ára, og
stunda þau öll nám við sama
tónlistarskólann í Osló. Stjórn-
andi kórsins heitir Tor Skaug.
Kórinn flytur lög eftir Bach,
Britten, Schiitz o. fl. Jafnframt
syngur hann norsk þjóðlög.
Ágætur orgelleikari, Johan
Varen Ugland, er með í förinni
og leikur hann með kórnum, og
kemur einnig fram sem einleik-
ari á þessum tónleikum.
Kórinn, sem er vel þekktur í
sínu heimalandi, er á 9 daga
söngferðalagi um ísland, og
hefst ferðin í Reykjavík þann
20. ágúst. Frá Akureyri heldur
kórinn til Húsavíkur, þar sem
hann syngur í Húsavíkurkirkju
næstkomandi þriðjudagskvöld
27. ágúst.
Aðgöngumiðar fást við inn-
ganginn. J