Dagur - 04.09.1974, Síða 2
2
- ÞaS var skylda Alþingis að niynda sijórn
(Framhald af blaðsíðu 5).
alger forsenda þess, að sam-
steypustjórnir verði yfirleitt
myndaðar, og gildir þá einu,
hverjir eiga í samningum. Og
því var ekki mynduð vinstri
stjórn, að þetta sjónarmið fékk
ekki að njóta sín í viðræðum við
Alþýðuflokk og Alþýðubanda-
lag. Þar réð kreddufesta og vilja
leysi til samkomulags af hálfu
viðmælenda Framsóknarflokks-
ins.
Framsóknarmenn hafa unnið
að lausn stjórnarkreppunnar
með það höfuðsjónarmið í huga,
að brýnasta verkefni Alþingis
og ríkisstjórnar nú sé að stöðva
óheillaþróun á sviði efnahags-
og atvinnumála. Fráfarandi rík-
isstjórn brast fylgi til þess að
ráða fram úr efnahagsvandan-
um f vor, og vinstri flokkana
brast vilja til þess að vinna sam
an að lausr þeirra með mynd-
un sameiginlegrar ríkisstjórnar
að kosningum loknum. Sam-
starf við Sjálfstæðisflokkinn er
nú tekið upp í þeirri trú, að
sterk þingræðisstjórn fái vinnu-
frið til þess að gera nauðsyn-
legar efnahagsráðstafanir. Þær
ráðstafanir, sem fyrirhugaðar
eru, eru að efni til líkar því,
sem hver önnur ríkisstjórn
hefði orðið að grípa til.
Talað um hug sér.
í viðræðum um vinstri stjórn
með Alþýðubandalagi og Al-
þýðuflokki var ekki ágreining-
ur um, hverjar efnahagsaðgerð-
ir kæmu helst til greina, og eru
þær í öllum höfuðatriðum hinar
sömu og núverandi ríkisstjórn
hyggst beita. Þegar fraroámenn
Alþýðubandalagsins — að ekki
sé minnst á Alþýðuflokkinn —
ráðast með stóryrðum að hinni
nýju ríkisstjórn og ásökunum
um kjararýrnun og árás á launa
fólkið í landinu, þá tala þeir
þvert um hug sér, því að þeir
voru tilbúnir til að sætta sig við
nauðsynlegar efnahagsaðgerðir,
ef semdist um önnur mál. Geng-
isfelling er ekkert bannorð í
hugarheimi Lúðvíks Jósepsson-
ar og Gylfa Þ. Gíslasonar.
Réttlátar aðgerðir.
Það er ekki síður áhugamál
núverandi ríkisstjórnar en hinn
ar fyrri, að efnahagsráðstafan-
irnar komi sem réttlátast niður.
Þess vegna verður megináhersla
lögð á að vernda hag og af-
komu þeirra, sem lægst laun
hafa og lakast eru settir. Er vart
að efa, að um þetta ætti að nást
einlæg samstaða við hagsmuna-
samtök launþega og önnur
stéttasamtök. Að slíku sam-
komulagi vill ríkisstjórnin
vinna.
Ólafur eða Geir?
Talsverða athygli hefur vakið
og nokkurt umtal, að lyktir
stjórnarmyndunartilrauna F ram
sóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks urðu á þann veg, að Geir
Hallgrímsson varð forsætisráð-
herra, en ekki Olafur Jóhannes-
son, þrátt fyrir þá staðreynd, að
Ólafi var falin stjórnarmyndun
og víst, að hann stýrði viðræð-
um fram á lokastig. Því hafa
menn sagt í gamni og alvöru, að
Ólafur Jóhannesson hafi mynd-
að stjórn fyrir Geir Hallgríms-
son.
Ég mun ekki rekja feril við-
ræðnanna frá degi til dags, enda
óþarfi með öllu, því auðvitað
spyrja menn að leikslokum en
ekki vopnaviðskiptum í þessu
máli. Hitt vil ég nefna, að þing-
flokkur og framkvæmdastjórn
Framsóknarflokksins voru sam-
mála um að viðræðurnar við
Sjálfstæðisfloklíinn bæri að
reisa á jafnréttisgrundvelli, en
það tekur m. a. til þess, að verka
skipting innan ríkisstjórnar og
dreifing ábyrgðar á landsmál-
um yrði sem jöfnust milli flokk-
anna. Hygg ég að Sjálfstæðis-
menn hafi fallist á þetta sjónar-
mið sem meginstefnu. Hinu er
ekki að leyna, að í báðum flokk-
um litu menn misjöfnum augum
á, hvernig þessu jafnræði mætti
ná, svo að viðunandi væri. Inn-
an Framsóknarflokksins var
sterkur vilji fyrir því að Ólafur
Jóhannesson yrði forsætisráð-
herra, þótt menn viðurkenndu,
að sá stærðarmunur væri á
flokkunum, sem gerði það að
vissu leyti eðlilegra að oddviti
stjórnarinnar yrði úr Sjálf-
stæðisflokknum. Vildu margir
þingmenn og framkvæmda-
stjórnarmenn Framsóknar-
flokksins mikið til þess vinna,
að Ólafur yrði forsætisráðherra.
Sjálfstæðismenn höfnuðu ekki
þeirri hugmynd, að Ólafur Jó-
hannesson yrði oddviti ríkis-
stjórnarinnar, en augljóst var
að þeir myndu ekki fella sig við
þá skipan nema því aðeins að
þeir fengju 4 ráðherra á móti
3 frá Framsóknarflokknum og
• auk þess yfirráð fleiri mála-
flokka. Að því er mér virtist
augljóst frá upphafi til enda við-
ræðnanna stóðu sakir jiannig
milli flokkanna að um tvær leið
ir var að velja að þvi er varðar
verkaskiptingu:
1. Að Framsóknarflokkurinn
fengi forsætisráðuneytið og 4
önnur ráðuneyti, samtals 5 ráðu
neyti og 3 ráðherra. Þá hefði
Sjálfstæðisflokkurinn fengið 7
ráðuneyti og 4 ráðherra.
2. Að Sjálfstæðisflokkurinn
fengi forsætisráðuneytið og 5
önnur ráðuneyti, samtals 6 ráðu
neyti og 4 ráðherra. Framsókn-
arflokkurinn fengi einnig 6 ráðu
neyti og 4 ráðherra.
Lyktir urðu þær, að sætst var
á síðari leiðina. Hún hafði þann
augljósa ókost frá sjónarmiði
framsóknarmanna, að flokkur-
inn varð af forsætisráðuneyt-
inu, en sá kostur fylgdi að tala
ráðherra og ráðuneyta var jöfn
hjá báðum flokkum. Þegar upp
er staðið hygg ég, að báðir megi
vel við una. Það segi ég, þótt ég
hafi verið í hópi þeirra, sem fast
ast héldu því fram, að fórna
mætti ýmsu fyrir forsætisráðu-
neytið og tryggingu þess að
Ólafur Jóhannesson yrði áfram
forsætisráðherra.
Kenjar Alþýðubandalagsins.
Ég geng þess ekki dulinn, að
mörgum góðum framsóknar-
manni eru það sár vonbrigði, að
ekki gat orðið framhald á
vinstra samstarfi undir forystu
Ólafs Jóhannessonar. Ekki situr
á mér að gera lítið úr slíkum
vonbrigðum. Þau eru mér skilj-
anleg og þingmönnum Fram-
sóknarflokksins yfirleitt. Hitt er
jafnvíst, að skilyrði til áfram-
haldandi vinstra samstarfs voru
ekki fyrir hendi. Eins og ég hef
áður greint frá strönduðu við-
ræður um vinstri stjórn á vilja-
leysi Alþýðubandalagsins og
Alþýðuflokks. Alþýðubandalag-
ið neitaði að líta raunsæjum
augum á stjórnmálaaðstæður
eins og þær blasa nú við. Sjálf-
ur Lúðvík Jósepsson, sem þó er
minnst kreddubundinn þeirra
Alþýðubandalagsforingja og
yfirleitt kunnur að því að vera
í öruggu jarðsambandi, sýndi
vinstri viðræðum ódulda fyrir-
litningu. Engum getum skal að
því leitt, hvernig á því stóð, að
Alþýðubandalagið lék þann
leik, sem raun bar vitni. En það
skal verða klárt, að framsóknar-
menn láta ekki hafa sig í að
eltast við pólitískar kenjar. Það
var nauðsynlegt að mynda starf
hæfa ríkisstjórn, og úr því að
Alþýðubandalagið valdi þann
kost að „draga sig út úr pólitík“,
þá varð að leita annarra ráða
til stjórnarmyndunar og flokka-
samstarfs á Alþingi. Myndun
núverandi ríkisstjórnar var
þingræðisleg nauðsyn. Án henn
ar hefði verið stefnt út í póli-
tískt öngþveiti, sem er í and-
stöðu við almennan vilja fólks-
ins í landinu og andstætt lýð-
ræði og þingræði og þó fyrst og
fremst andstætt grundvallar-
hagsmunum íslenskrar þjóðar
og þjóðarbús. Þess skulu menn
minnast, að með myndun ríkis-
stjórnarinnar er fundin lausn á
alvarlegri stjórnarkreppu og
sköpuð skilyrði til stöðugra
stjórnarfars en þjóðin hefur
mátt búa við að undanförnu.
Mikilvægi núverandi ríkis-
stjórnar verður best skilið í því
ljósi. Dóm um þessa ríkisstjórn
ætti enginn að kveða upp fyrir-
fram. Hana ber að dæma eftir
verkum og árangri þeirra. Sá
dómur bíður síns tíma.
Ingvar Gíslason.
wBjfi^eiójr^m
Til sölu Hilmann INP
árg. 19G6 til niðurrifs.
Uppl. í síma 2-17-95
á kvöldin.
Til sölu er Volvo Ama
son árg. 1961.
Lán getur fylgt.
Uppl. gefur Sigurður
Vaklimarson í síma
2-22-55.
Til sölu er bifreiðin
A-268. Tilboð óskast.
Sími 1-16-68.
Guðmundur
Jörundsson.
Þinggjöld - Dráiiarvexfir
Að gefnu tilefni skal tekið fram að síðasti gjald-
dagi tekju- og eignaskatts er 1. ágúst ár hvert.
Sé skatturinn eigi greiddur áður en tveir mán-
uðir erti liðnir frá gjalddaga, þ.e. fyrir 1. október
skal greiða dráttarvexti til ríkissjóðs af því, sem
ógreitt er, I ]/>% fyrir hvern mánuð eða brot úr
mánuði, sem líður, talið frá og með gjalddaga,
uns skattui inn er að fullu greiddur.
BÆJARFÓGETINN Á AKUREYRI OG
DALVÍK.
SÝSLUMAÐURINN í EYJAFJARÐARSÝSLU.
Byrjað verður
að taka á móti ullarvörum fimmtudaginn 5. sept-
ember kl. 1 e. h. á afgreiðslu Gefjunar.
ULLARVERKSMIÐJAN GEFJUN
straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg-
um mynztrum og litum.
Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj-
um sem hlýtur.
Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og
lífgið upp á litina í svefnherberginu.
Reynið Night and Day og sannfærizt.