Dagur - 11.09.1974, Blaðsíða 2
2
Norðlen
Sundfaug við Sfórutjarnarskóla
Um landbúnað segir.
Fjórðungsþing Norðlendinga
haldið að Reykjaskóla ítrekar
fyrri samþykktir um að gerð
verði landbúnaðaráætlun fyrir
Norðurland. Leggur Fjórðungs-
þingði áherslu á, að þær sveita-
byggðir á Norðurlandi, sem
hafa mest dregist aftur úr um
búsetuþróun, njóti forgangs um
áætlunargerðina og stuðnings
til eflingar byggðarinnar. Felur
Fjórðungsþingið Fjórðungs-
stjórn og framkvæmdastjóra að
fvlgja fast eftir framkvæmdum
þessa liðar. Skorar þingið á al-
þingismenn úr Norðurlandi að
beita sér fyrir að hraðað verði
gerð landbúnaðaráætlana á
Norðurlandi.
Fjórðungsþing Norðlendinga
haldið að Reykjaskóla fagnar
landnýtingaráætlun þeirri, er
Alþingi staðfesti í tilefni af 1100
ára byggð í landi, sem þingið
telur áhrifaríka ráðstöfun til að
efla landgræðslustarfsemina.
Sérstaklega telur þingið veiga-
mikið, að heitið er nú 1000
milljónum króna til þessara
mála á næstu 5 árum og telur
jafnframt mikinn vanda á hönd-
um um skiptingu fjármagnsins
milli landgræðslugreina og
landshluta, svo að sem best og
eðlilegust nýting fáist fyrir land
græðsluna í heild. Fjórðungs-
þingið telur nauðsynlegt, að
þess sé gætt um framkvæmd
landgræðsluáætlunarinnar, að
raunhæft tillit sé tekið til þarfa
Norðlendingafjórðungs og hins
stóra hluta landbúnaðarfram-
leiðslu þjóðarinnar, sem fjórð-
ungurinn leggur til.
Samgöngumál.
Þá telur Fjórðungsþingið
nauðsynlegt, að brevtt verði
reglu þeirri sem gildir um út-
hlutun vegasjóðs til þjóðvega í
kaupstöðum og kauptúnum.
Verði fé þessu varið til að að-
stoða öll þéttbýlissveitarfélög
til að fullgera gatnakerfi sitt
með varanlegu slitlagi, Uthlut-
un fjárins miðist við lengd
gatnakerfisins og ástand gatna,
en ekki íbúafjölda svo sem nú
er. Verði gerð úttekt á ástandi
þessara mála á öllu landinu eins
og það var vorið 1973 og gerðar
áætlanir um framkvæmdir sem
miðist við að forgangsgötum
verði hvarvetna lokið á 5 árum,
en öðrum götum á 10 árum.
Landshlutasamtökum sveitar-
félaga verði falið að annast
áætlanagerð í samráði við sveit-
arstjórnir, og verði áætlanir
staðfestar af hlutaðeigandi yfir-
völdum. Skorar Fjórðungsþing-
ið ó alþingismenn Norðurlands
að beita sér fyrir þessari laga-
brejkingu.
Fjórðungsþing Norðlendinga
leggur áherslu á, að sýsluveg-
um verði tryggt aukið framlag
frá vegasjóði. Vegna þeirra
miklu -framkvæmda á sýsluveg-
um og;í þeim héruðum, þar sem
fyrirhuguð er tankvæðing á
mjólkurflutninga, leggur jiingið
til, að á vegaóætlun verði sér-
stök framlög til að greiða fyrir
þessum framkvæmdum. Reynt
verði að leysa þetta verkefni
eftir samræmdri áætlun fyrir
hvert hérað. Þá verði stefnt að
því að sýsluvegir nái héim í
hlað á öllum byggðum lögbýl-
um.
Fjórðungsþingið telur ekki
rétt, að þéttbýlisstaðir greiði til
sýsluvegasjóðs, ef þeir hafa ekki
rétt á að fá þaðan fjárframlög
til vega- og gatnagerðar,
Landshiutaáætlun.
Fjórðungsþing Norðlendinga
haldið að Reykjaskóla 26.—28.
ágúst 1974 leggur áherslu á að
grundvallar forsenda þess að
landshlutaáætlun fyrir Norður-
Þingeyjarsýslu um atvinnuupp-
byggingu heppnist, er að vega-
kerfið verði uppbyggt á örfáum
árum og tengt aðalveginum til
Húsavíkur eins og Norðurlands
áætlun í vegamálum hefur gert
ráð fyrir frá upphafi □
Nesi í Fnjóskadal 10. september.
Kominn er í Háls nýr prestur,
dr. Einar Sigurbjörnsson, með
fjölskyldu sína og þjónar Háls-
prestakalli. Fyrr á árinu fluttist
annar ungur prestur til Staðar-
fellsprestakalls og býr á Staðar-
felli í Kinn með fjölskyldu sinni,
og er það Jón Aðalsteinn Bald-
vinsson.
í gær átti að koma með skipi
til Akureyrar sundlaug frá
Bandaríkjum, sem upp verður
sett við Stórutjarnarskólann,
7,5x16,7 metrar og verður hún
hituð með laugarvatni eins og
skólinn og verður kennslulaug
fyrir nemendur skólans. Sund-
laug þessi er úr stálgrind, tré-
flekum og plastdúk. Hefur upp-
setning laugarinnar verið undir
búin á staðnum. Skólastjóri er
Viktor A. Guðlaugsson. Nem-
endur verða allt að hundrað í
heimavist skólans, en skólabörn
úr nágrenni skólans eru flutt
hieman og heim.
Göngur hefjast senn og búiS
er að taka um 800 fjár við girð-
ingu á Belgsá og færa til síns
heima.
Slátrun hefst á Svalbarðseyri
á fimmtudag 12. september. —.
Verður í haust lógað 18 þúsund
fjár. V. K.
NYKOMNAR
Amerískar
dömublússur,
rauðar, gular, grænar,
brúnar og hvítar.
VERZLUNIN DRÍFA
Sími 1-15-21.
Ræt! um slofnun Norðurlandsvirkjunar sem fyrst
Á FJORÐUNGSÞINGI Norð-
lendinga, nýlega höldnu, sagði
Haukur Harðarson fráfarandi
formaður m. a. í ræðu sinni:
Á fundi um orkumál, sem
Fjórðungssamband Norðlend-
inga gekkst fyrir og haldið var
á Akureyri þann 30. nóvember
1973, hvatti orkumálaráðherra
til, að Norðlendingar og ríkis-
valdið sneru bökum saman í
leit að lausn á raforkuskortin-
um. en leggðu niður héraðsríg
og deilur um hver ábyrgð bæri
á núverandi vandræðaástandi.
Þá hvatti hann og til, að Norð-
lendingar tækju frumkvæði
virkjunarmála meir í sínar hend
ur og taldi það vænlegra til
árangurs, en sífellt pex og kröf-
ur á hendur rrkisvaldinu til að
leysa vandann.
Undir þessi orð ráðherra tek
ég heils hugar. Við leysum ekk-
ert vandamál með innbyrðis
hnútukasti eða stóryrðum um
framkvæmdaleysi ríkisvaldsins.
Við leysum vandann með sam-
einuðu og samstilltu átaki allra
þeirra sem málið varðar.
Umræður um stofnun Norður
landsvirkjunar með þátttöku
ríkisins og sveitarfélaga á Norð-
Þessa ljósmynd tók Friðrik Vestmann á námskeiðinu.
Mámskeið á vepn lúðrasveita
UM þessar mundir stendur yfir
á Akureyri námskeið fyrir leið-
beinendur lúðrasveita og er- það
haldið á vegum Lúðrasvxeitar
Akureyrar í samráði við Sam-
band ísl. lúðrasveita.
Roar Kvam, stjórnandi Lúðra
sveitar Akureyrar, er kennari á
þessu námskeiði og er fyrir-
mynd þess sótt til svipaðra nám
skeiða í Noregi. Námskeiðið
miðast við þann möguleika, að
fók með undirstöðuþekkingu í
tónlist geti sótt það með væntan
urlandi fylgdu í kjörfar Akur-
eyrarfundarins. Þann 31. jan. sl.
gekkst iðnaðarráðuneytið fyrir
fundi fjórðungsstjórnar með
orkuöflunaraðilum á Norður-
landi og fulltrúum ríkisvaldsins,
lega stjórn lúðrasveita eða kóra
í huga. Kennd er tónfræði, með
ferð og bygging blásturshljóð-
færa, kennsla byrjenda og
stjórnun. Námskeiðið er full-
setið og sækir það fólk víðsveg-
ar að af landinu.
Námskeið sem þetta ætti að
leysa brýna þörf þeirra staða,
þar sem hljóðfæri eru fyrir
hendi en leiðbeinendur vantar.
Fyrirhugað er að halda fleiri
slík námskeið. □
Haukur Harðarson.
þar sem fram var lagður um-
ræðugrundvöllur að stofnun
Norðurlandsvirkjunar. í þess-
um umræðugrundvelli var gert
ráð fyrir, að ríkið væri helm-
ingseigandi að fyrirtækinu,
hinn helmingurinn væri eign
heimamanna. Þá var gert ráð
fyrir, að núverandi eigendur
raforkufyrirtækja á Norður-
landi, Akureyri og Siglufjörður,
ættu samtals 40% en hlutur
annarra sveitarfélaga í lands-
fjórðungnum, sem samtals eru
með 60 % íbúanna næmi 10%.
Þar sem fjórðungsstjórn
fannst auðsætt, að með- þessu
eignaskiptingarfyrirkomulagi
væru önnur sveitarfélög en nú-
verandi virkjunareigendur nán
ast áhrifalaus, hafnaði hún þess
um hugmyndum, sem óaðgengi-
legum fyrir sveitarfélögin á
Norðurlandi sem héild. Það sem
gerir stofnun Norðurlandsvirkj
unar með jafnri eignaraðild
allra íbúa í fjórðungnum erfiða
í framkvæmd er sú staðreynd,
að fyrir eru í fjórðungnum tvö
virkjunarfyrirtæki í eigu ein-
stakra sveitárfólaga. Þessar
virkjanir hafa á árabili myndað
verulegar skuldlausar eignir
sem samkvæmt hefðbundinni
túlkun á eignarréttarhugtakinu
hljóta að skoðast sem eign við-
komandi bæjarfélaga. Ekki
hafa þessi bæjarfélög þó mynd-
að þessar eignir. með beinum
fjárframlögum úr bæjarsjóðum,
nema í litlum mæli, heldur hef-
ur raforkumarkaðurinn að
mestu greitt þær niður, bæði
markaðurinn í viðkomandi bæj-
um og einnig hinn almenni
markaður utan þeirra.
Um leið og sú staðreynd er
viðurkennd, að það sé verð-
mætaskapandi fyrir bæjar- eða
sveitarfélög að byggja upp og
reka raforkuver, hlýtur það að
teljast sjálfsagt, að allir íbúar í
landsfjórðungnum hafi sama
rétt til að komast yfir slík verð-
mæti. Þess vegna hlaut að telj-
ast óaðgengilegt að veita virkj-
unarfyrirtæki á Norðurlandi,
sem ekki bauð upp á jafna eign-
araðild allra íbúanna, einkarétt
til raforkuframleiðslu í lands-
fjórðungnum um ókomin ár.
Þegar haft er í huga, að ekki
er búið að virkja nema e. t. v.
um 5% virkjanlegrar orku í
fjórðungnum dylst það ekki, að
fráleitt er að láta núverandi
eignaskiptingu milli íbúanna
ráða um alla framtíð. Með því
eykst mismunurinn stöðugt. Því
hlýtur andsvarið að verða það,
að hvert hérað reyni að koma á
laggirnar virkjunarfyrirtækj-
Atvinna
Ráðskona óskast á fá-
mennt heimili í Eyja-
firði.
Uppl. gefnar á Vinnu-
miðlunarskrifstofunni.
Barngóð kona óskast til
að gæta 5 mánaða
drengs kl. 1—4,30 virka
daga.
Sími 2-17-03 milli kl.
8-10 e. h.
Vil taka að mér ræst-
ingar.
Sími 2-17-03 milli kl.
8-10 e. h.
Góð kona óskast til að
gæta eins og hálfs árs
stúlku allan daginn frá
23. sept. Þyrfti helst að
vera á Eyrinni (nálægt
Glerárgötu).
Uppl. í síma 1-12-11
eftir kl. 7 á kvöldin.
Barnfóstra óskast til að
gæta IV2 árs telpu frá
15. september.
Uppl. í síma 2-25-71
á kvöldin.
um, sem annist um virkjanir
sinna fallvatna eða jarðgufu og
eignist með því verðmæti er
stundir líða. Sér hver maður í
hvert óefni stefnir, ef þessi
sjónarmið verða ofan á og ekki
tekst samstaða um stofnun
Norðurlandsvirkjunar á breið-
um jafnréttisgrundvelli.
Síðan fundurinn var haldinn
í iðnaðarráðuneytinu í lok
janúar sl. hafa átt sér stað all-
margir fundir á skrifstofu Fjórð
ungssambands Norðlendinga
um raforkumál. Á þeim fund-
um hefur fjórðungsstjórn tekið
þátt ásamt fulltrúum Akureyr-
ar og Siglufjarðar. Einnig
mættu þeir Jakob Gíslason fyrr
verandi orkumálastjóri og Ragn
ar Aðalsteinsson hæstaréttar-
lögmaður á tveimur fundum í
maí sl., en þeim var af orkumála
ráðherra falið að vera fulltrúar
ríkisvaldsins í samningaumleit-
unum um stofnun Norðurlands-
virkjunar. Mitt álit er það að
þessir fundir hafi þokað málun-
um verulega áleiðis. Hafi lín-
urnar skýrst verulega og vil ég
meina, að menn séu almennt
þeirrar skoðunar að stofna beri
Norðurlandsvirkjun og að eign-
araðild að henni verði jöfn fyrir
alla íbúa í fjórðungnum.
Þá er og viðurkennt að önn-
ur sveitarfélög á Norðurlandi
en núverandi virkjunareigend-
ur geti ekki gerst aðilar án þess
að frá þeirra hendi komi ein-
hver greiðsla fyrir þau mann-
virki sem fyrir eru. Um fram-
kvæmd slíkra greiðslu eru uppi
ýmsar hugmyndir en ljóst er,
að sú eignatilfærsla hlýtur að
ske á löngu tímabili. Ekki er
útilokað, að ríkisvaldið hlaupi
undir bagga með nýjum eigend-
um bæði að því er snertir láns-
tíma og hugsanlega framlagp-
ingu eigna á móti eign Akur-
eyrar og Siglufjarðar.
Hugmyndin um eignaraðild
Norðlendinga að Norðurlands-
virkjun er enn í mótun. Eitt
gleggsta dæmið um þá breyt-
ingu, sem orðið hefur í hugum
manna um aðild að fyrirtækinu
birtist í meðferð Alþingis á laga
frumvarpinu um Kröfluvirkjun,
sem samþykkt var í vetur. í
upphaflegri athugasemd með
frumvarpinu var gert ráð fyrir
Norðurlandsvirkjun sem sam-
eignarfyrirtæki Rafmagnsveitna
ríkisins, Laxárvirkjunar og
Skeiðsfossvirkjunar. Orðalag-
inu var síðan breytt á þá lund,
að í lögum um Kröfluvirkjun er
talað um væntanlega Norður-
landsvirkjun sem sé sameinar-
fyrirtæki ríkisins og sveitar-
félaga á Norðurlandi. □