Dagur - 18.09.1974, Side 5
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar l-ll-GG og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Við hverja reiður?
MARGIR eru þeir reiðu mennirnir,
sem komið hafa á skrifstofur Dags
eftir að núverandi ríkisstjóm var
mynduð. Þeir eru reiðir yfir því, að
ekki var mynduð vinstri stjórn og
þeir eru reiðir yfir því að Ólafur Jó-
liannesson varð ekki frosætisráðherra
núverandi stjórnar. En ýmsum verð-
ur stirt um svör þegar á móti er
spurt: Við hverja ertu reiður? Verð-
ur þá hver að kryfja mál Jjetta til
mergjar og gera sér ljóst, að myndun
nýrrar vinstri stjórnar var þraut-
reynd, enda yfirlýst af Framsóknar-
flokknum fyrir og eftir kosningar,
að stefnt væri að því. Úrslit kosning-
anna hindruðu, að sömu flokkar og
áður gætu myndað ríkisstjórn og
þurfti að taka Alþðullokkinn tneð í
þá stjórn. Þegar á reyndi, og eftir
langar viðræður, kom í ljós, að
vinstri flokkarnir, Alþýðubandalag
Alþýðuflokkur, treystu ekki hvor
öðrum og það sem verra var: Þeir
höfðu hvorki kjark í sér fyrir kosn-
ingar né eftir þær, til þess að segja
landsfólkinu satt og rétt um ástand
og liorfur efnahagsmála og báða
flokkana brast áhuga eða áræði til að
fylgja efnahagsráðstöfunum, sem
voru jafn óvinsælar og ])ær voru
nauðsynlegar og hlutu að skerða lífs-
kjör fólksins. Þess vegna settu báðir
þessir fiokkar fram ófrávíkjanlegar
kröfur, sem þeir vissu að Framsóknar
flokkurinn gat ekki fallist á, svo sem
um dagsetta brottför varnarliðsins og
þátttöku Alþýðusambandsins í stjórn
armyndunai-viðræðunum. Af þessum
sökum var vinstri stjórnin ekki
mynduð. Þennan kjarna málsins
verða menn að hafa í huga, er þeir
gefa reiði sinni lausan tauminn.
Það var aðeins um tvo kosti að
velja fyrir fyrrverandi forsætisráð-
herra, er hér var komið sögu: Að
mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðis
flokknum eða draga sig í lilé. Fyrri
kosturinn var valinn og samræmist
það vel þeirn ábyrga stjórnmála-
flokki, sem Framsóknarflokkurinn
liefur verið og er. Þeir menn, sem
drukku í sig slagorðin um, að allt
væri betra en íhaldið, telja þetta
mistök. En yfirgnæfandi meirihluti
Framsóknarmanna um land allt mun
telja þá leið eina færa, sem farin var.
Þeir vænta svo mikilla áhrifa fram-
sóknarmanna í núverandi stjóm, að
við verði unað. Um forsæti í núver-
andi ríkisstjórn er þess að geta, að
Ólafur Jóhannesson lagði sjálfur
fram þá lausn mála, sem ofaná varð
um forsætisráðherraembættið til þess
að fá þá skiptingu ráðuneyta og ráð-
lierra, sem varð. Auðvitað finna
margir til þess, að maður, sem slíka
(Framhald á blaðsíðu 2)
HINN 12. september varð Ár-
mann Dalmannsson á Akureyri
áttræður. Árdegis þann dag
heimsótti ég hann á heimili
hans, Aðalstræti 62, til þess að
árna honum heilla. Það var
hlýtt og kyrrt haustveður,
fallegu aspirnar breiddu lauf
sitt á gangstíginn heim að hús-
inu og kartöflurnar í stórum
garði biðu þess að vera teknar
upp. Rigningardropar féllu, og
haustangan fyllti loftið. Oldung
urinn kom til dyra, kátur og
hlýr að vanda og man eg ekki
annan mann áttræðan svo ung-
an- til sálar og líkama. Síðar á
þessum degi heimsóttu margir
Ármann Dalmannsson. „Þótt
húsið sé lítið er lóðin stór“,
sagði hann, og það er líka
ómaksins vert að skoða garðinn
hans Ármanns.
Fyrir nokkrum árum og á
öðrum vettvangi sagði ég eftir-
farandi um Ármann Dalmanns-
son:
„Ármann Dalmannsson á Ak-
u.reyri er í hópi þeirra Norð-
lendinga, sem ánægjulegast er
að minnast og ber margt til.
Hann er fjölgáfaður oð dreng-
lyndur hugsjónamaður, mikið
karlmenni, prúður í framgöngu,
mannvinur og mannasættir.
Fáir unna gróðrinum heitar,
bæði þeim er úr jörðu vex og
þeim gróðri ekki síður, er upp
sprettur af hugsjónum og sam-
starfi góðra manna. Ekki er að
undra þótt maðurinn sé flestum
vinsælli og hafi víða tekið þátt
í félagslífi umhverfis síns, enda
þótt hann sé hlédrægur maður
að eðlisfari og kunni lítið til
þeirra listar, að ota sínum tota.
Við höfum notið hinnar giftu
drjúgu starfsævi hans og það er
okkur bæði ljúft og skylt að
þakka, og svo Borgarfirði fyrir
að hafa fóstrað hann með þeim
ágætum, sem raun ber vitni.
í þrengri merkingu er Ármann
þó ekki Borgfirðingur heldur
Mýramaður, fæddur 12. septem-
ber 1894 í Fíflholtum í Hraun-
hreppi. Foreldrar hans voru Dal
mann bóndi Ármannsson og
kona hans, Steinunn Stefáns-
dóttir.
Búfræðinámi við Hvanneyrar
skóla lauk Ármann 1918 og frá
Gymnastikhöskolen í Ollerup á
Fjóni lauk hann prófi 1925. En
áður en hann fór utan var hann
bóndi á föðurleifð sinni tvö ár,
eða 1919—1921.
Enn urðu þáttaskil í lífi Ár-
mann, því hann réðst aðstaðar-
maður hjá framkvæmdastjóra
Ræktunarfélags Norðurlands
strax að loknu námi í Dan-
mörku og hafði það starf með
höndum til ársins 1950, en síð-
ustu tvö árin þó aðeins að hálfu,
enda hafði hann þá tekið að sér
framkvæmdastjórn Skógræktar
félags Eyjafjarðar og hafði hana
á hendi til sjötugsaldurs. Jafn-
framt var hann skógarvörður í
Eyjafjarðarsýslu. Skógræktar-
stöðin í Kjarnalandi við Akur-
eyri sýnir það, að Ármann var
þeim vanda vaxinn að koma á
fót með miklum myndarbrag
nýrri uppeldisstöð í trjárækt.
Ármann Dalmannsson ólst
upp við hugsjónir ungmenna-
félaganna og hann tók við þær
miklu ástfóstri og hefur lagt
þeim lið á langri ævi og þær
honum í fjölþættu starfi.
íþrótta- og fimleikakennari
var Ármann löngum í frítímum,
allt frá árinu 1927 og vel til þess
fallinn, svo vel íþróttum búinn
og með góða menntun að baki á
því sviði. Og hvað eftir annað
hefur hann verið stundakennari
í þeirri grein við Menntaskól-
ann og fleiri skóla á Akureyri,
auk námskeiðanna, sem hann
hefur haldið. Prófdómari í fim-
ILMANNSSON ATTRÆÐUR
0
Akureyri, 9. sept. 1974.
SlcSréíiir í Valnsdal á lauprdag
leikum hefur hann verið við
fleiri skóla og um mörg undan-
farin ár prófdómari við Bænda-
skólann á Hóluin í Hjaltadal.
Mörg félagsstörf hafa hlaðist
á Ármann Dalmannsson, svo
sem eðlilegt má teljast. Formað-
ur Búnaðarsambands Eyjafjarð-
ar var hann frá 1954 fram yfir
1970, íormaður íþróttabanda-
lags Akureyrar fyrstu 20 árin,
formaður Akureyrardeildar
Ármann Daimannsson.
KEA frá 1952 og formaður
áfengisvarnarnefnda í héraðinu
og þannig mætti lengur telja.
í sínu heimahéraði var hann for
maður sóknarnefndar Staðar-
hraunssóknar og í stjórn síns
gamla ungmennafélags þar, og
síðar stjórnarmaður Ungmenna
félags Akureyrar og Ungmenna
sambands Eyjafjarðar, eftir að
hann fluttist hingað norður, og
látum nú þessari upptalningu
lokið. Lítils er um það vert að
vera til margra starfa kallaður,
ef þau eru ekki samviskusam-
KÚ fer fram þríþrautarkeppni
skólabarna í fimmta sinn og sjá
íþróttakennarar skólanna um
framkvæmdina. Hefur keppnin
vakið athygli hér, og einnig á
hinum Norðurlöndunum, þar
sem hún hefur einnig farið
fram.
Stuðningsaðilar keppninnar
eru Flugfélag íslands, mennta-
Á ÁRINU 1972 hófst rannsókn
á menningarlífi og skipulagn-
ingu menningarmála í 13 borg-
um í 12 Evrópulöndum. í flest-
um borgunum búa milli 50 og
100 þúsund manns, og engin
þeirra er höfuðborg. Það er
Evrópuráð, sem gengst fyrir
rannsókninni og kostar sam-
ræmingu rannsóknanna í þess-
um borgum.
Markmiðið með þessari rann-
sókn er að aðstoða bæjaryfir-
völd við að bæta skipulag
menningar- og félagsmála með
því að leggja þeim í hendur vís-
indalega unnar upplýsingar um
ástand þessara mála á hverjum
stað. Einnig er stefnt að því, að
hægt sé að bera saman niður-
stöðurnar frá öllum borgunum.
Norðurlandaráð beitti sér sér-
staklega fyrir því, að 4 bæir á
Norðurlöndum tækju þátt í þess
ari rannsókn frá upphafi, og
Norræni menningarmálasjóður-
inn hefur staðið undir kostnaði
við slíkar kannanir í borgunum
Tampere í Finnlandi, Stavanger
í Noregi, Esbjerg í Danmörku
og Orebro í Svíþjóð. Snemma
árs 1973 bauðst svo sjóðurinn
einnig til að kosta slíka könnun
lega af hendi leyst. Maðurinn,
sem þurfti og þarf enn að leysa
hin margvíslegu félagsmála-
störf, er tveggja manna maki til
allra þeirra starfa, sem karl-
mennsku þarf til og kemur slík-
um vel, að þurfa ekki að sofa
nema fuglsblund. Starfsdagur-
inn er því jafnan langur, eins og
venja er hjá þeim, sem bæði eru
garpar og morgunmenn, og
hann skiptist milli ræktunar-
starfa og ólaunaðra félagsmála-
starfa.
Félagsmálastörf Ármanns Dal
mannssonar einkennast að víð1
feðma áhuga, virðingu fyrir sam
borgurunum, hófsemi í málflutn
ingi og góðmannlegri gleði, er
viðfangsefnin og baráttan fyrir
framgangi þeirra gefa honum.
Sem gamall sjómaður, er vart
fullvaxinn var formaður á ára-
báti og reri til fiskjar, veit Ár-
mann, að á sjónum verður að
aka seglum eftir vindi og bíða
lags í brimlendingu. Sem þaul-
vanur ferðamaður veit hann
einnig, að yfir óbrúaðar stórár
verður naumast farið nema leita
vaðs og þræða brot, til að kom-
ast heill á áfangastað. í svipti-
vindum og iðuköstum mann-
legra samskipta og félagsmála
verður forsjá að fylgja kappi,
drenglund að standa við stýri í
áfallalausri för, og það hefur
Ármanni tekist frábærlega vel.
Nú kynni einhver að segja
sem svo, að hér að framan sé
fast að orði kveðið um ágæti
eins aldraðs manns. Það vill nú
svo til, að mér er þetta auðvelt,
því sjálfur hefur Ármann staðið
við stóru orðin, er hér hafa ver-
ið sögð.“
málaráðuneytið og íþrótta-
kennarafélagið.
Verðlaun eru veitt sem hér
segir:
6 bestu drengirnir og 6 bestu
stúlkurnar í hverjum aldurs-
flokki mæta til úrslitakeppni,
sem fer fram í júlí 1975.
Sigurvegararnir í hverjum
aldursflokki hljóta verðlaun.
á íslandi, og varð Akureyri fyr-
ir valinu vegna legu sinnar utan
höfuðborgarsvæðisins, enda þótt
Akureyri sé talsvert minni en
hinir þátttökubæirnir. Endan-
leg ákvörðun um þátttöku Ak-
ureyrar var þó ekki tekin fyrr
en í mars 1974 og gat því könn-
unin ekki hafist hér fyrr en 1.
júlí síðastliðinn.
Könnunin á Akureyri verður
framkvæmd með líkum hætti
og gert er í hinum Norðurlanda
bæjunum. Rannsakað verður fé
lags- og frístundalíí í bænum,
en jafnframt verður reynt að
kanna sögulegar og efnahags-
legar forsendur þessara fyrir-
bæra. Einn þáttur í framkvæmd
könnunarinnar er, að bæjarbú-
ar verða spurðir álits á félags-
málum í bænum og hvernig
þeir telja, að þau megi bæta.
Við könnunina á Akureyri
vinna 3 félagsfræðingar, þar af
2 í fullu starfi, og 2 hagfræð-
ingar í hluta úr starfi. Áætlað
er að rannsókninni hér verði
lokið á miðju næsta ári, en það
sem eftir er ársins verður unnið
að sameiginlegri skýrslu um
niðurstöður rannsóknanna í
Norðurlandabæjunum fimm.
OPIÐ BRÉF TIL BÆJAR-
YFIRVALDA Á AKUREYRI
Við erum hér samankomnar
nokkrar konur úr ytra Glerár-
hverfi, og erum sárreiðar vegna
afskiptaleysis bæjaryfirvalda
gagnvart þessu hverfi er við
búum í. Fyrst og fremst eru
göturnar alveg óviðunandi
hvernig sem viðrar. Þverholtið
er mikil umferðargata, t. d. fer
öll umferð til Krossaness þar
um. Það er ekki nóg með að
hafa aur og leðju í bleytutíð,
heldur lekur slor og fiskúrgang
ur af bílunum frá Ú. A. Væri
ekki önnur leið heppilegri?, t. d.
að ekið væri um Óseyri og
gamla Krossanesveginn.
í þurrviðri sést ekki handa-
skil fyrir ryki og ekki er hægt
að opna glugga, þá sjaldan
vökvað er, þá er það gert með
sjó, sem þegar hefir stórskemmt
gróður í görðum sunnan megin
við Þverholtið. Hvers vegna má
ekki taka vatn úr Glerá?
Fólk er óspart hvatt til að
fegra hús sín og lóðir. En hvern-
ig er með svæði sem tilheyra
bænum, svo sem meðfram Hörg
árbrautinni og annars staðar
utan lóða? Þar fær njóli og
annað illgresi að þrífast óáreitt.
Við þessum svæðum hefur ekki
verið hreyft við síðastliðin tvö
sumur.
Hér á víst að heita að sé
barnaleikvöllur en er að vísu
aðeins nafnið tómt. Það er með
hann eins og annað hér í hverf-
inu sem bæjaryfirvöld eiga að
sjá um. Er þó ekki vanþörf á að
,hafa hann í lagi. Því hér búa
Stigahæsta stúlkan og dreng-
urinn hljóta í verðlaun flugfar
á vegum Flugfélags Islands.
Keppnisreglurnar eru þessar:
1. Allir skólar, sem hafa nem-
endur á aldrinum 11, 12 og 13
ára, geta tekið þátt í keppn-
inni. (Fæddir 1961, 1962 og
1963).
2. Keppnisgreinarnar eru 6 m
HLAUP, HÁSTÖKK og
KNATTKAST (lítil knöttur,
80 gr.).
3. Stig eru reiknuð samkv. með
fylgjandi stigatöflu og saman
lögð stigatafla hvers nem-
anda fyrir þessar þrjár grein-
ar gildir sem heildarárangur
hans.
4. Keppnin í skólunum skal
fara fram á tímabilinu 1.
apríl—31. okt. 1974. Taka má
tíma og mæla oftar en einu
sinni hjá sama nemenda.
Ekki þarf að keppa í öllum
greinum á sama degi.
5. Keppa skal samkvæmt leik-
reglum í frjálsum íþróttum.
Forráðamönnum skólanna er
bent á að leita aðstoðar hjá
forráðamönnum ungmenna-
eða íþróttafélags í sambandi
við framkvæmd og leigu
áhalda, ef skortur er á kunn-
áttumönnum eða áhöldum.
6. Árangur tveggja bestu ein-
staklinga hvers aldursflokks
— stúlkur sér og piltar sér —
er færður inn á meðfylgjandi
eyðublað, ásamt þátttakenda
fjölda skólans og fjölda 11,
12 og 13 ára nemenda hans
(þeirra, sem heilbrigðir eru).
7. Eyðublöðin þurfa að hafa
borist eigi síðar en 15. nóvem
ber 1974 og skulu sendast til
Útbreiðslunefndar F.R.Í,
margar barnafjölskyldur. Er
ekki hægt að koma því til leiðar
að þessi staður verði gerður að
gæsluvelli?, því eins og kom
fram áður er hér mikil umferð
og slysahætta.
Nú fer í hönd sá tími er slysa-
hætta er hvað mest í umferð-
inni, þegar börn eru að byrja í
skóla. Óll börn úr þessu hverfi,
verða á leið sinni í skólann að
fara yfir Hörgárbrautina, sem
er aðal umferðaræð til bæjar-
ins. Við þá götu er léleg lýsing
og engin gangbraut. Við förum
eindregið fram á að lögregla sé
á staðnum á þeim tíma sem
börnin eiga leið til og frá skóla.
Þá teljum við algerlega óvið-
unandi, að börn héðan þurfi að
sækja kennslu í leikfimi og
sundi inn í bæ. Hvað líður bygg
ingu íþróttahúss? Það eru liðn-
ar fleiri en einar kosningar frá
því háttvirtir frambjóðendur
bæjarstjórnar lofuðu íbúum
þessa hverfis fullkominni skóla-
aðstöðu.
Að síðustu, hafa vissir menn
leyfi til að beita sauðfé sínu á
lóðir íbúanna í hverfinu. En
það er atburður sem skeður hér
vor og haugt. Hver á að borga
skaðann?
Við höfum ekki ástæðu til
annars en að ætla að við séum
skattlögð á við aðra íbúa þessa
bæjar. En það væri synd að
segja að þeir peningar fari til
framkvæmda í þessu hverfi. En
það skal tekið fram, að sorp-
hreinsunin er í góðu lagi.
En hvenær megum við eiga
von á malbikun?
Sárreiðar liúsmæður
í 15 ára ófullgerðu hverfi.
HAUSTFEGURÐIN
STENDUR STUTT
í ofurlítilli ökuferð um sveit-
ir, ber margt fyrir auga, nú á
haustdögum. Litafegurð gróð-
ursins er svo dásamleg og feg-
urðin svo sterk, að hún gagn-
tekur mann, veiti maður sér
tíma til að litast um. Búmanns-
augum þykir engin heiða- eða
fjallafegurð nálgast fullkomn-
un nema þar gefi að líta lagð-
prúðan sauðfénað í frjálsum
högum. Ekki þætti hestamönn-
um landslagi og haustfegurð
spillt með stóði. Aumingja naut-
peningurinn á sér hins vegar
fáa aðdáendur í hópi fagurkera.
Skógarkjarrið afklæðist lauf-
inu á þessum árstíma. Fyrst
fölnar það og sameinast síðan
jörðinni. En birkitrén eru
margra afbrigða og þau búa sig
ekki öll undir veturinn alveg á
sama tíma, svo eitt tréð stendur
grænt meðan önnur fella lauf
sitt og gefur það skóginum hinn
sérstæða og litríka svip á
meðan.
Lyngið verður rauðleitt og
brúnt og er þegar orðið það, en
víðirunnar ljósir. Þessir litir á
fölgrænum undirgróðri eru svo
margbreytilegir og fagrir, að öll
eftirlíking er hégóminn einn.
Og þessir haustlitir, sem nú
blasa við þeim, sem ekki horfa
ætíð niður á tærnar á sér eða á
moldargötur og malbik, þroska
litaskynið flestu fremur. Jafn-
vel mosinn, sem á hásumartíð
lætur óvíða mikið á sér bera,
nýtur sín vel á haustin. Hann
og skófirnar fylla hina fögru
mynd náttúrunnar.
Söngur farfuglanna er hljóðn
aður, en svanir koma af heiðum
með unga sína og sjást víða í
hópum á vötnum og sumum ám.
Gæsirnar æfa flug sitt í hópum
og kvaka á fluginu. Þar eru
ungar og fullorðnir fuglar, sem
nú eiga langt flug fyrir höndum.
Stundum bregður fyrir væng
breiðum og hraðfleygum fugli,
valnum, og smyrillinn, sem
einnig er ránfugl og veiðir
minni fugla sér til matar, sést
stundum á veiðiferðum.
Þrastafjöld og þrastasöngur
er hvarvetna í skóglendi, sól-
skríkjan er enn á fjöllum uppi,
en auðnutittlingar koma í stór-
um hópum til byggða og heilsa
þá ekki síður uppá borgarbúa
en strjálbýlisfólk.
Stórar rjúpnafjölskyldur, sem
í sumar hlupu á undan bílum á
heiðavegum, eru nú komnar til
fjalla og munu halda sig þar
fyrst um sinn, þar til vetur hef-
ur tekið völdin. Ungarnir eru
nú orðnir jafnstórir foreldrun-
um, mórauðir enn, en klæðast
bráðlega hvíta vetrarbúningn-
um sínum.
Nú kann einhver að segja:
Hvaða rugl er þetta í mannin-
um? Þetta vita nú allir og það
er auk þess margt merkilegra
að sjá en þetta. Rétt er það. En
hefur þú hugleitt hve hinn
haustfagri tími er skammur? □
HAMINGJUSTUND
Ég átti nýlega eina af þessum
dásamlegu, alveg ógleymanlegu
stundum með eldri skátunum,
hérna austan við fjörðinn í húsi
kvenskátanna þar. Við komum
þar saman eftir stækkun og við-
gerð hússins, sátum við kerta-
ljós og ágætar veitingar og
ræddum saman. Þar ríkti hinn
gamli og ágæti skátaandi, sem
oft er svo erfitt að ná fram en
kom eins og af himnum sendur,
alveg fyrirhafnarlaust. Það
spillti ekki ánægjunni, að Jónas
Kristjánsson, sem var eigandi
landspildu, sem kvenskátar
höfðu fengið leyfi til að girða
og hafa sem sína, var nýbúinn
að senda þeim næstum meters-
langt afsalsbréf fyrir þessu
landi.
Vaðlaskógurinn er nú að bú-
ast hinum undurfögru haustlit-
um, og með hverju ári verður
skógur þessi þroskameiri.
FJÓRÐUNGSÞING Norðlend-
inga kaus, samkvæmt nýrri skip
an fræðslumála, tvö fræðsluráð
á Norðurlandi. Fyrir vesturhlut
ann er ráðið þannig skipað:
Aðalmenn:
Jóhann Salberg Guðmunds-
son, Sauðárskróki.
Stefán Á. Jónsson,
Kagaðarhóli.
Guðjón Ingimundarson,
Sauðárkróki.
Ólafur Kristjánsson,
Reykjaskóla.
Skúli Jónasson, Siglufirði.
Varamenn:
Helga Kristjánsdóttir,
Silfrastöðum.
Sveinn Ingólfsson,
Skagaströnd.
Jóhann Guðjónsson,
Sauðárkróki.
Egill Gunnlaugsson,
Hvammstanga.
' Sigurjón Sæmundsson,
Siglufirði.
Fræðsluráð austurhlutans er
skipað:
Aðalmenn:
Kristinn G. Jóhannsson,
Ólafsfirði.
j Helgi Jónsson, Dalvík.
Þegar meira tók að kvelda
lagðist haustmyrkrið yfir. Við
gengum út og þá tindruðu
stjörnur á himni, ekki bærðist
hár á höfði né lauf í skógi. Fram
undan lá lognsléttur Eyjafjörð-
ur og vestan hans lýsti Akur-
eyri með sínum þúsundum
ljósa.
Hugur okkar var heiður og
hreinn, því að það besta hafði
verið kallað fram. Við fundum,
að lífið er dásamlegt, samveru-
stundin ólýsanleg, og við fund-
um það víst öll hve mikla ham-
ingju einfaldleiki samverunnar
hafði veitt okkur. Þá hamingju
viljum við veita hverjum og
einum, sem við getum náð til
og við okkur vill tala, á grund-
velli hinna heilbrigðu boðorða
skátareglunnar.
Eitthvað á þessa leið fórust
fullorðnum og lífsreyndum
skáta orð, er hann leit inn á
skrifstofur blaðsins nýlega,
þeirra erinda að segja frá þess-
ari hamingjustund. □
í FRAMHALDI af því, sem frá
Fjórðungsþingi Norðlendinga
var sagt í síðasta blaði, eru hér
teknar glefsur úr ályktunum:
Um gatnagerð.
Fjórðungsþing Norðlendinga
samþykkir stofnun gatnagerðar
fyrirtækis sveitarfélaganna á
Norðurlandi.
Jafnframt leggur Fjórðungs-
þing ríka áherslu á að félagið
taki tíl starfa sem fyrst.
Sveitarfélögin hafi samvinnu
um að leysa tiltekin verkefni á
sýslugrundvelli eða á vegum
einstakra landshlutasamtaka.
Sýslurnar verði samtök allra
sveitarfélaga í héraðinu. Réttar-
staða þeirra allra verði hin
sama en verkefnum, sýslumörk
um og skipan sýslunefnda verði
breytt til samræmis við breytt-
ar aðstæður og kröfur. Oddvitar
eða sveitarstjórar og kjörnir
fulltrúar sveitarfélaga verði full
trúar þeirra í sýslunefnd og
landshlutasamtökum sveitar-
félaga. Sýslunefndir myndi 3—5
manna sýsluráð, sem haldi
reglulega fundi. Sýslunefndum
verði heimilt að ráða sér fram-
kvæmdastjóra. Tekjustofnar
Sigurður Óli Brynjólfsson,
Akureyri.
Þórhallur Höskuldsson,
Möðruvöllum.
Einar Njálsson, Húsavík.
Þráinn Þórisson,
Skútustöðum.
Stefán Jónsson,
Ærlækjarseli,
Varamenn:
Þórir Jónsson, Ólafsfirði.
Ingibjörg Björnsdóttir,
Dalvík.
ÁRBÓK Ferðafélags íslands
1974 er komin út. Hana ritar
Hjörleifur Guttormsson og fjall-
ar hann þar um Austfjarðafjöll
og er bókin yfir 200 blaðsíður.
Fjöldi mynda prýða Árbókina
og hún er kærkomin í þann
mund er hringvegurinn er opn-
aður, og raunar hafa allar Ár-
bækurnar fengið aukið gildi
með greiðari leiðum um landið,
þar sem þær veita vaxandi
fjölda fróðleiksfúsra ferða-
manna svo mikinn og kærkom-
inn fróðleik um hin ýmsu héruð
og landshluta. Árbókin 1974
Ási í Vatnsdal, 16. september.
Gangnamennirnir okkar fengu
á sig svarta þoku síðasta gangna
daginn og er því gert ráð fyrir,
að allmargt fé sé eftir í Víðidals
fjalli, þar sem mennirnir sáu
naumast handa sinna skil. En
réttarstörfin sjálf gengu ágæt-
lega. Mönnum missýnist tæp-
lega í því, að féð er mun rýrara
en í fyrrahaust, hvernig sem á
því stendur.
Lengstu göngurnar taka sex
daga og er farið alla leið í
Fljótsdrög, nálægt Arnarvatni
stóra og Réttarvötnum á Arnar-
vatnsheiðinni. Þarna liggja sam
an lönd Vatnsdælinga og Víði-
dælinga að norðan en Borgfirð-
inga að sunnan og skiptir girð-
ing löndum. Austan við er Lang
jökull. Farinn er Stórisandur,
sem er 6—8 klukkustunda reið
á svo gróðurlausu landi, að ekki
sýslanna verði ákveðnir í sam-
ræmi við verkefni.
Bygging leiguíbúða.
Fjórðungsþing harmar þann
drátt, sem orðið hefur á fram-
kvæmd laga um byggingu leigu
íbúða. Þingið telur, að með sam
þykkt laganna hafi ríkið tekið
á sig þá skyldu, að fjármagna
þessar framkvæmdir að hluta
þegar á þessu ári.
Gunnarsstöðum, Þistilfirði, 17.
sept. Rignt hefur að heita má
í heilan mánuð og aðeins verið
uppstytta einn dag í senn þar
til nú um helgina að þurru dag-
arnir urðu tveir. Heyskap er
ekki að fullu lokið. Margir
höfðu hirt að fullu fyrir rign-
ingarkaflann en víða voru þó
hey úti, misjafnlega mikil og
hafa enn ekki náðst og er það
orðið lélegt fóður.
Göngum er lokið á Hvamms-
heiði og Dalsheiði og verið er
að ganga Tunguselsheiði.
Hörður Adolfsson,
Skálpagerði.
Aðalsteinn Helgason,
Sauðanesi.
Hreinn Ketilsson,
Sunnuhlíð.
Ágúst Guðmundsson,
Húsavík. i
Fræðsluskrifstofurnar verða
á Blönduósi og Akureyri. □
fyllir stórt skarð með miklum
sóma.
Árbókina 1973 ritaði að mestu
Hjörtur E. Þórarinsson á Tjörn
og er hún helguð Svarfaðardal,
hin skemmtilegasta bók og
mjög fróðleg.
Þá eru Ferðir, blað Ferða-
félags Akureyrar, maí 1974, ný-
komið út. Þar ritar Jón Kr.
Kristjánsson á Víðivöllum um
Síeinsskarð og Víkurskarð og
ennfremur sérstaklega um mót-
un og legu Víkurskarðs, þar
sem fyrirhuguð er þjóðleið yfir
Vaðlaheiði. Hreinn Pálsson lög-
er snöp fyrir hesta, og lítil fyrir
sauðfé.
Réttað var á föstudag og laug
ardag í Valdarásrétt, Víðidals-
rétt, Ur.dirfellsrétt og Auðkúlu-
rétt.
Stóðið verður svo réttað á
laugardaginn, 21. september.
Það var fært nær byggð í göng-
unum og er það nú í Víðidals-
fjalli. Það verður svo rekið í
Undirfellsrétt og Auðkúlurétt á
laugardaginn og um leið tekið
fé það, sem eftir kann að hafa
orðið í þokunni í Víðidalsfjalli.
Slátrun hófst á Blönduósi 12.
september og fékkst nægilegt
fólk til starfa.
Það er að verða fámennt á
heimilunum, því skólafólkið er
farið eða á förum. Það er í sann
leika hart að kalla unglingana
í skóla fyrir göngur og réttir.
G. J.
Þá átelur Fjórðungsþing það
orðalag reglugerðarinnar um
leiguíbúðir, sem einungis heim-
ilar, en ekki skyldar Húsnæðis-
málastjórn til að fjármagna
framkvæmdir þessar. Þeim til
áréttingar vísast í lög um Fram-
kvæmdanefndir byggingaráætl-
ana í Reykjavík, sem skylda
Húsnæðismálastjórn til að veita
80% lán til hliðstæðra fram-
kvæmda. □
Gangnamenn lentu í þoku í gær
og gerðust þá einhver ævintýri
á þann veg að menn villtust.
Flestir lágu þó í gangnakofan-
um í nótt og koma út í dag.
Snjór er þar efra. Féð mun vera
rýrt í haust og giska ég á, að
það muni 1,5—2 kg á kropp.
í þessari rigningartíð er jörð-
in orðin vatnssósa og man ég
jörð ekki eins blauta síðan 1950.
Vegagerðarmenn, sem unnu að
gerð vegar innan við Þórshöfn,
urðu að hætta vegna bleytunn-
ar.
Til gamans læt ég svo tvo
kveðlinga fljóta og varð annar
til nú í haustveðráttunni og er
svona: ,
Fjúka lauf og fölna strá
l fossins hljóðnar ómur.
Hærri tónum herðir á
' haustsins kuldarómur.
Hin vísan varð til snemma í
september, að gefnu tilefni, og
er þannig:
Vinstristjórnar verkin lifa
vegi betri hún oss gaf.
Þó er hart að þurfa að skrifa
þingeyingur með litlum staf.
Ó. H.
fræðingur ritar um Hrossadal,
Þormóður Sveinsson greinina
Vesturdalur, sunnan byggða og
birt er í bundnu máli brot úr
Fjallkonuávarpi eftir Ármann
Dalmannsson. Ritið er 40 síður
og prýtt myndum og teikning-
um. □
Raflína endurbætt
RAFLÍNAN frá Fnjóskárbrú til
Grenivíkur skemmdist í fyrra-
vetur. Ný og sterkari lína verð-
ur sett upp í stað hinnar og eru
framkvæmdir að hefjast.
Sendi ég svo afmælisbarninu
mínar bestu hamingjuóskir.
E. D.
Þríþrautarkeppni skólabarna
Rannsókn a menningarlíli
Nýju fræðsluráðin hér á Norðurlandi
Gísli Bjarnason, Akureyri.
Frá FjórSungsbjngj Norðlendinga
ÁRBÓK FERÐAFÉLAGSiNS OG FERÐIR
„Þingeyingur með litlum staf”