Dagur - 07.12.1974, Side 2
2
íþróttakennarafélag hefur sent
bæjarstjórn eftirfarandi bréf og
ennfremur blaðinu til birtingar:
Fundur íþróttakennara á Ak-
ureyri haldinn mánud. 28. okt.
1974 fer þess á leit við bæjar-
stjórn í fullri vinsemd, að hún
geri það sem í hennar valdi
stendur til þess að hraðað verði
sem mest framkvæmdum við
stóra íþróttahúsíð, sem fyrir-
hugað er að rísi milli sundlaug-
ar og heimavistar M. A.
Fyrir hálfum öðrum áratug
kom mál þetta fyrst til kasta
bæjarstjórnar vegna mikils
skorts á húsnæði til íþrótta-
iðkana, og enn virðast mál þessi
að mestu standa í stað, nema
að nefnd sú, sem kannað hefur
staðsetningu hússins o. fl., skil-
aði áliti í júní 1974.
Við leyfum okkur ennfremur
að nefna eftirfarandi til stuðn-
ings beiðni okkar.
Skólamir:
í dag stendur húsnæðisskort-
ur íþróttastarfi í bænum fyrir
þrifum, sem kunnugt er.
Kennsluskyldu verður ekki
gerð skil á fullnægjandi hátt.
Kennarar verða að kenna hóp-
um með yfir 30 manns í húsi,
sem hentar ca. helmingi færri.
Nemendur eru þvingaðir inn í
visst, þröngt kennsluform, sem
ákvarðast af húsrýminu. Þetta
veldur því að íþróttimar ná
ekki til fjöldans á þann jákvæða
hátt, sem þeim er ætlað, og þar
af leiðir að hin uppbyggjandi
áhrif þeirra líkamlega, andlega
og félagslega geta ekki skipað
naraieii
þann sess í skólum bæjarins,
sem þeim ber. Á þann hátt fell-
ur að miklu leyti niður ein
hinna mest uppbyggjandi grein
tómstundastarfs unglinga. Sjálf
stætt skipulags- og félagsstarf
nemenda í íþróttum er því vart
til hér í bæ, svo nokkru nemi.
Möguleikum unglinga til tóm
stundaiðju, er að þessu leyti
takmörk sett, og þeir leita á
önnur mið, stundum miður upp
byggjandi. Stefnt mun að upp-
byggingu verzlunarskóla hér í
bæ. Hvaða aðstöðu eiga nem-
endur þess skóla að fá til
íþróttaiðkana?
íþróttafélögin:
Aðstaða íþróttafélaga bæjar-
ins til æfinga er slík, að vart er
hægt að ætlast til að þau nái
teljandi árangri á landsmæli-
kvarða í neinni þeirra íþrótta-
greina, sem tengd eru íþrótta-
húsunum. Virðum þó fullkom-
lega þá bráðabirgðalausn vand-
ans að veita aðstöðu í áhalda-
skemmu bæjarins. Sem stendur
erum við ekki fær um að bjóða
erlendum gestum til íþrótta-
sýninga eða keppni — kinnroða
laust. Fleiri en 350 áhorfendur
komast ekki fyrir í skemmunni,
þannig að boðlegt sé, og ekkert
annað íþróttahús á Akureyri
býður upp á áhorfendasvæði.
Starfs- og áhugamannahópar:
Þessir hópar hafa mjög sóst'
eftir aðstöðu til iðkana íþrótta.
Hún hefur ekki verið fyrir
hendi, nema helst innan íþrótta
félaganna. Þau æfa hinsvegar
Frá Sjómannaféisgi Eyjafjarðar
FUNDUR í Sjómannafélagi
Eyjafjarðar, haldinn á Akur-
eyri 24. nóvember 1974, mót-
mælir harðlega kjaraskerðingar
ákvæðum bráðabirgðalaga ríkis
stjórnarinnar, sem gefin voru
út í september sl. og nú eru
fyrir Alþingi til staðfestingar.
Er með lögum þessum ómak-
lega ráðist á samningsbundin
kjöl sjómanna, og það í enn
ríkari mæli en á kjör nokkurra
annarra launþega, þar sem tekn
ar eru með lögunum mörg
hundruð milljónir króna af
samningsbundnum hlut sjó-
manna (miðað við eitt ár) og
færðar í sjóði útgerðarmanna,
og Verðlagsráð sjávarútvegsins
jafnframt settar skorður um að
fiskverð megi ekki hækka meira
en um 11%, hvað sem öðru verð
lagi líður. Jafnframt margvís-
legum hömlum á samnings-
bundnum launakjörum, er nú
blásið glatt að eldum verðbólg-
unnar með aðgerðum stjórn-
valda, og hvergi reynt að hafa
hemil á.
Fundurinn telur, að við þetta
geti sjómenn — og launþegar
almennt — ekki unað, og hljóti
nú að undirbúa almenna og sam
eiginlega baráttu fyrir því að
halda hlut sínum óskertum.
Heitir fundurinn á öll samtök
launþega að sýna nú eins og
oft áður, þegar mikið hefur á
reynt, bestu kosti félagslegrar
samstöðu og samheldni, þar til
viðhlítandi lausn fæst.
(Fréttatilkynning)
Þessa mynd tók Fr. Vcstmann í Sjálfstæðishúsinu, þar sem félags-
málastofnun bæjarins efndi til skennntunar fyrir aldraða, með að-
stoð góðra kvenna úr Einingu. Er vel að þessi þáttur var upp tek-
inn fyrir nokkru og nú framhaldið.
tzr
næstum eingöngu með keppni
í huga, og því henta þær æfing-
ar ekki nema takmörkuðum
hópi. Einn þáttur íþróttakennslu
í skólum skal að sjálfsögðu
stefna að því að hvetja nemend-
ur til áframhaldandi ástundun-
ar íþrótta eftir skólagöngu.
Þetta er árangurslítið við nú-
verandi aðstæður.
Fatlaðir:
Við viljum mælast til að þau
sjálfsögðú mannréttindi verði í
heiðri höfð, að íþróttahús þau
sem byggð verða í bænum gefi
fötluðum tækifæri að komast
óhindrað um, jafnt áhorfendum
sem keppendum. Undirbúnings-
nefndin drap á þetta í skýrslu
sinni.
Við teljum, að við hönnun og
byggingu slcóla skuli aðstaða til
íþrótta- og félagsstarfsemi koma
í 2. áfanga en ekki verði dregið
ur hömlu að koma upp þessari
aðstöðu, eins og oftast vill verða.
Þetta álit byggjum við á þeirri
trú, að nemendum sé ekki síður
holt að fá ríkuleg tækifæri til
ástundunar félags- og íþrótta-
iðkana, en góðrar bóklegrar
menntunar, eigi þeir að verða
vel undir lífið búnir er þeir
kveðja skóla og til að þjóðfélag-
ið fái notið starfskrafta þeirra
sem lengst og best.
Þröstur Guðjónsson,
Hrafnhildur Baldvinsdóttir,
Svanhildur Skúladóttir,
Margrét Rögnvaldsdóttir,
Magnús H. Ólafsson,
Ásdís Karlsdóttir,
Einar Helgason,
Haukur Berg,
Herniann Stefánsson,
Þórhalla Þorsteinsdóttir,
Haraldur M. Sigurðsson,
Magnús Ólafsson,
Valgerður Valdemarsdóttir,
Elín Anna Krpyer,
Kári Árnason,
Bryndís Þorvaldsdóttir,
Ragnheiður Stefánsdóttir,
Helga Eiðsdóttir,
Vilhjálmur Ingi.
Islensk fyrirtæki
’74-’75 komin út
NÝLEGA kom út hjá Frjálsu
framtaki h.f. handbókin íslensk
fyrirtæki ’74—’75. Er þetta
fimmta árið í röð, sem bókin
kemur út og í formála bókar-
innar segir m. a.:
„Að þessu sinni eru mun
fleiri fyrirtæki og félagssamtök
í bókinni en áður. Þessi viðbót
gerir hana enn ítarlegri og gagn
legri en fyrr.
í þessari fimmtu útgáfu bók-
arinnar eru birtar nauðsynleg-
ustu upplýsingar um fyrirtæki
og félagssamtök, svo sem nafn'
heimilisfang, síma, pósthólf og
telexnúmer. Ennfremur er sagt
frá nafnnúmeri og söluskatts-
númeri. Greint er frá stofnári
fyrirtækisins, stjórnendum og
helstu starfsmönnum. Gerð er
grein fyrir tegund reksturs, um
boðum og þjónustu fyrirtækj-
anna, svo og umboðsmönnum
ásamt öðrum tilheyrandi upp-
lýsingum.
Þá er í bókinni umboðaskrá.
Allar upplýsingar í bókinni eru
byggðar á persónulegum sam-
tölum við forstöðumenn þeirra
fyrirtækja og félagssamtaka
sem í bókinni eru.“
I bókinni er lögð áhersla á að
hafa sem víðtækastar upplýsing
ar sem ekki eru fáanlegar ann-
ars staðar, meðal annars um
stjórnendur, starfsmenn og
starfssvið. □
©
I
I
©
%
l
I
I
I
£
I
J
©
©
-I
I
I
•fr
©
I
©
%
I
I
±
©
|
i
I
dS
&
v
V.c
I
i
i
I
i
i
I
I
i
I
é
I
I
?
I
©
*
i
í
Sæmundur
Jóhannesson
75 ÁRA
13. NÓVEMBER
1974
Er þyngjast spor og skelfa næturskuggar,
og skúraleiðing þrengir sjónarhring,
þá virðist fjarri Hann, sem grátinn huggar,
og hættur margar leynist allt um kring.
Því er sem líf í brjósti voru bresti,
og brostnar vonir sé vort endurgjald,
ef úthýst höfum vorum góða gesti,
sem gaf oss sjálfum ákvörðunarvald.
Vér beinum sjónum oft til auðs og valda,
með eigin hag sem takmark lífsins hér,
í önnum dagsins gleymum skuld að gjalda
þeim Guði, sem þó fyrir öllu sér,
því sveipast rökkri vegferð margra manna,
er máttur þverr og líf við hinzta ós.
Þeir falið höfðu fjársjóð kynslóðanna
og fjarlægzt Hann, sem þó er eilíft ljós.
f
0
I
f
f
f
4-
f
a
f
f
f
En miskunn Drottins þó er eigi þrotin.
Hann þekkir ráð til bjargar þjáðum lýð.
Á páskadag var broddur dauðans brotinn,
þeim búin lausn, er þreyta heilagt stríð.
Hann bar oss gjöf: sinn góða, helga Anda,
hans guðleg fylling öllum boðin er.
Hann kallar til vor yfir eyðisanda:
„Mín elska varir! Komið, fylgið mér!“
©
■f
f
f
f
I
f
Hann velur þjóna, trúa, trausta, djarfa,
sem túlka Orðið heilt og óttalaust,
og tygjar þá af náð til stórra starfa,
sem standa heilir, eru honum raust.
Þeir vormenn eru veikra jarðar barna,
með vökul augu, röddu hrópandans:
„O, gangið ekki veginn villugjarna
né vonarsnauða braut hins kalna lands!“
Og kallið berst, um ókunn lönd og álfur,
frá Orðsins trúu þjónum vítt um jörð,
er meta einskis glys né orðagjálfur,
en ganga fram í bæn og þakkargjörð.
1 nafni Drottins starfa þeir og stríða,
þeir standa vörð um lífsins helgidóm.
Þótt vindar blási, víst þeir engu kvíða,
en vitna’ um Drottins miskunn, hefja róm.
í
f
I
£
1
f
?
é
1
f
I
f
f
f
í
r
©
I
i
i
I
I
|
I-
i
i
I
l
v.c
■b
©
I
©
Í
i
I
t
I
I
I
7
m
i
1
|
I
I
$
i
I
i
1
&
±
Til starfsins þegar Sæmundur var sendur,
hann sinnti kalli Drottins ráðnum hug.
Með viljastyrk og vinnufúsar hendur
hann vígðist Guði heilt með festu’ og dug.
Við skinið ljóss, er lífi hans fékk bjargað,
hann lagði upp að boði frelsarans.
Hann tryggð þeim hét, sem trúnni höfðu fargað,
hans takmark þetta: allir leiti hans.
Og ganga hans var ei að heimsins hætti,
því helgur Andinn réði göngubraut.
Og er hann stundum misskilningi mætti,
var miskunn Drottins jöfn í gleði og þraut.
í Anda Drottins á hann náin kynni
við Orðið, sem hann fylgir trúr í lund,
því reynist gott að gista Vinaminni,
þar gleðin sanna ríkir hverja stund.
Því munu orð hans geymd sem guðleg bending
að græða særðan, styrkja veikan þegn.
Sem Drottins þjónn hann reynist sí-frjó sending
með sannleiksorðið, heimsins gleðifregn.
Hann ungur hafði frið og frelsi hlotið
og fagnað sigri mannkyns-frelsarans.
Því gaf hann allt, að fleiri fengju notið
þess fagnaðar í trú á nafnið Hans.
Hún færir blessun, rödd hins reynda bróður,
og reynist hvatning Drottins litlu hjörð.
Hann ber því vitni, hversu Guð er góður,
og gaf sig heill til starfs hans hér á jörð.
Hans framrétt hönd að hryggum, þjáðum, særðum
er hirðistákn, sem aðalsmerki ber.
Af Sæmundi þann leyndardóm vér lærðum:
hann lifir Guði, dáinn sjálfum sér.
Hann blessi Drottinn lífs að lokadegi,
í liðs sveit vina á hann mikið rúm.
Enn hljómar rödd hans, segir: „Sofið eigi
í synd, en flýið dauðans næturhúm.“
í gegnum Sæmund heyrum Herrann kalla
að hugga þá, sem lífið hafa misst.
Því ljós af hæðum lausn er fyrir alla.
Vort líf sé trú á Drottin Jesúm Krist.
J. S.
f
I
f
f
•9'
f
f
f
f
t
©
4-
sV.
©
4-
SY-
f
I
4-
a
4
it'-
4-
©
4
4-
f
<-
f
SY.
?
f
*
4-
I
*
4-
a
4
*r
4-
©
4
-'V-
I
1
á