Dagur - 07.12.1974, Page 4
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Ekki má
stöðva
byggingnna
VERIÐ er að byggja tengihús milli
gamla sjúkraliússins og þess nýja,
sem koma skal. Ríkið stendur að ný-
bvggingunni að 85 hundraðshlutum.
Búið er að grafa fyrir svokölluðum
fyrsta áfanga, sem er röntgendeild,
skurðdeild, gjörgæsludeild og slysa-
og göngudeild. Áætlað er að hefjast
handa um þá byggingu með vorinu
eða fyrr ef veðrátta leyfir. Ekki hafa
verið ákveðin fjárframlög til fram-
kvæmdanna á næsta ári, en lágmarks
framlag, til þess að verkinu miði
verulega áleiðis, mætti ekki vera
minna en 160 milljónir króna.
Fyrir utan hinn mikla jarðvegs-
flutning, er búið að byggja kjallara
og verið að slá upp og steypa næstu
hæð tengihússins, en þá eru eftir
tvær hæðir þessa liluta. Aðalgeir og
Viðar hafa framkvæmdir þessar með
höndum þetta árið, en á næsta ári
verða framhaldsframkvæmdir boðn-
ar út.
Ef nota má orðið umsetning þegar
rætt er um aðstöðunýtingu á sjúkra-
liúsi, mun Fjórðungssjúkraliúsið á
Akureyri í fremstu röð í álfunni, og
það þjónar ekki aðeins Norðurlandi,
heldur stærra landssvæði. Auk þess
á Fjórðungssjúkrahúsið að vera aðal
varasjúkrahús landsins, ef á þarf að
halda t. d. vegna náttúruliamfara og
veit enginn fyrirfram, hve hlutverk
þess kann að verða stórt á því sviði,
en það er auðvitað algerlega háð því,
að nýbyggingin, sem raunar er alveg
nýtt og mjög fullkomið sjúkrahús,
verði reist og fullbúið til notkunar
hið allra fyrsta.
Þótt við blasi sú staðreynd, að í
heilbrigðismálum þjóðarinnar sé í
rnörg horn að líta, má af framan-
skráðu sjá, Iive þörfin fyrir byggingu
nýs sjúkraliúss er brýn og að sjúkra-
húsbygging á Akureyri á að liafa
nokkurn forgang, samkvæmt eðli
málsins. Til þess verður að áætlast
nú, að fjárveitingavaldið leggi ekki
stein í götu framkvæmdanna, heldur
styðji liana með myndarlegu fram-
lagi, svo eðlilegur framkvæmdalnaði
geti haldist og nýtt og fullkomið
sjúkrahús á Akureyri geti þjónað
sínu margþætta og mikla hlutverki
fyrir stóran landshluta og fyrir þjóð-
ina alla, sem aðal varasjúkrahús
landsins liið fyrsta. Q
A HVERFANDA HVELI
Þýðing Arnórs Sigurjóns-
sonar í 2. útgáfu.
Sögusafn heimilanna.
Reykjavík 1974.
íslenskir lesendur eru, frá vissu
sjónarmiði, því niiður: svo van-
ir við að eiga kost á að lesa á
eigin tungu rammíslenskt sígilt
víðfaðma skáldrit með ívafi
sannfræðinnar, að þeim sést
iðulega yfir ágæti margra er-
lendra skáldrita, heimsfræga
list í formi bókmennta. Þessu
hefir Brennu-Njáls saga þeirra
sjálfra valdið. Og sannast þar
hin góða aðvörun, um að vara
sig á skuggunum sem stórtrén
í skóginum kasta yfir umhverfi
sitt, svo að ýmsir sjá ekki skóg-
inn fyrir trjánum. Ótalin eru
íslensku dæmin um, að lesend-
ur hafa látið sér fátt um finnast
hin ágætustu skáldrit, bæði
innlend og þýdd.- Vissulega eru
ýms hinna þýddu verka ekki
nógu vel frá gengin, raunar
alltof mörg þeirra. En hinu vil
ég halda fram, að á sviði frum-
samdra rita eru hérlendis sénir
svo ótvíræðir hæfileikar, að
eigi er vansalaust að viður-
kenna það ekki.
Og svo skulum við bara líta
undan og minnkast okkar. Ef til
vill glæðist skynjunin við að
snúa sér að erlendum fyrir-
myndarverkum og læra að
skiljá þau — fyrst. Þjóðir heims
hafa ekki margar jafn fágæt
skilyrði til þroskunar í bók-
menntum og Bandaríkjamenn
Vesturálfu. Þar er þjóðadeigla.
Þar er nýgræðsla. Þetta mætti
sanna með fleiri dæmum en
marga íslendinga grunar. Þá,
sem ekki hafa kynnt sér rök og
staðreyndir nógu vel og alvar-
lega. Má að vísu segja þetta um
hina almennu þekkingu íslend-
inga á fleiri þjóðum. Og væri
íslenskri skyggni þó á engan
hátt betur borgið en með dýpri
og sanngjarnari þjóðaþekkingu.
Ég vil segja, að hverjum ein-
staklingi sé happadrýgst, að líta
á kjarnann og góðu hliðarnar.
Sagði ekki einhver eigi alls
fyrir löngu, að mæla skyldi allt
við tindana, en ekki lægðirnar?
Og hversu margra þjóða eru
ekki þau séní, hugsuðir, mann-
vinir, o .s. frav., sem við einmitt
dáum og hyllum, og eigum
mikið að þakka? Tolstoy, Lin-
coln, Edison. Og á bekk með
höfundi Njálu, m. a.
Fróðlegt þætti mér að hlusta
ef bókmenntafræðingar og þó
einkum stjórnmálalegir fröm-
uðir hér heima vildu segja,
hvers vegna helstu skáldsögur
heimsbókmenntanna orka þann-
ig á hvern þann lesanda, sem
nennir að taka eftir, að honum
finnst eins og skáldverkin séu
skrifuð í dag en ekki á löngu
liðinni tíð. Ég býst við, að þótt
svarið liggi raunar ljóst fyrir,
og orsakirnar alveg í augum
uppi, þá mundi hinum sömu
tregt um tungutak, sökum
fræðingum og frömuðum verða
strjállar þjálfunar í að sjá og
virkja tengslin milli þess sem
gerist í hugum stórskálda og
þess sem raunveruleiki mann-
heima setur á svið. Mannlífið
er alltaf samt við sig, — í ætt
við þau fleygu orð sem spá-
maðurinn mesti mælti um eina
hjörð og einn hirði. Af þeirri
orsök eru líka einmitt til sígild
skáldverk. Þau eru verk þeirra,
sem skynja að eitt og sama lög-
mál ríkir yfir ferli allra kyn-
slóða.
Undirritaður vill líta svo á,
að bandaríska skáldsagan Gone
with tlie Wind, sem heitir Á
hverfanda hveli í þýðingu
Arnórs Sigurjónssonar sé eitt
þessara gegnskynjandi afreka,
sem ekki glata gildi þótt tímar
líði. Hitt er mér áður kunnugt
að hin íslenska þýðing Arnórs,
er svo vel gerð, að máli og stíl
og skilningi, að hún lyftir verk-
inu.
Þýðingu Arnórs las ég fyrst
fyrir rúmlega 30 árum, eða um
það bil sem hún kom fyrst út,
— á tíma heimsstyrjaldar. Og
hefi oftar í hana litið. Skáld-
sagan Á hverfanda hveli, ásamt
viðkynnum við marga viðfeldna
(Framhald af blaðsíðu 1)
hér norðanlands, og eru þær
nálega engar hin síðari ár, en
um þær skrifað og skrafað og
loforð gefin fyrir kosningar.
Nú liefur lagningu byggðalín-
unnar verið frestað um áókveð-
inn tíma og helst á ráðamönn-
um þjóðarinnar að lieyra, að
þeir hafi nú mestan áhuga á
að endurvekja drauminn um
sameinaðar stórár á Norðaustur
landi og virkjun í Fljótsdal
fyrir 20 álbræðslur eða tilsvar-
andi.
LEIÐ NÆTURHEIMSÓKN
Fyrir skönunu bar það við á
sveitabæ í einni af byggðunum
við Eyjafjörð, klukkan rúmlega
fjögur að nóttu, að bíll rann í
lilað og siðan var ráðist harka-
lega á útidyrahurð. Bóndinn,
gæflyndur maður, kom þar að
og spurði hverjir þar færu.
Nefndi maðurinn nafn og heimt
aði kaffi og brennivín en var
synjað. í sama mund hafði
annar maður ráðist á hurð á
neðri hæð og brotið liana. Eftir
nokkurt orðaskak við gesti, en
annar hcimamaður var þá kom-
inn á kreik í húsinu, gat bóndi
ameríska hermenn hérlendis á
styrjaldartímanum gat auð-
veldað hverjum sem var skiln-
ing á bandaríksku þjóðadeigl- -
unni. Að vísu þekktu menn
einnig ævisögur Lincolns og
Roosevelts, og svo var jöfnum
höndum lesin þjóðfélagsfræði
Lenins og skáldskapur Dosto-
jevskis. Zola oy Lenin voru
snemma til á dönsku, ekki ís-
lensku; og sama var að segja
um Hemingway, sem ýmsir
þóttust sjá í hverjum Banda-
ríkjamanni á þeim tímum. Ég
sá miklu fremur Steinbeck.
Sjónarsvið Brennu-Njáls sögu
er vítt, og það er óþarfi að viður
kenna ekki, að slíkt heimaverk
auðveldar hverjum íslendingi,
að skilja bandaríkst breiðsvið,
eins og það birtist t. d. í Á
hverfanda hveli.
Tungutak þýðinga er áhrifa-
mikið atriði. Varla held ég að
íslendingi hefði orðið það á, að
þýða heiti og skilning sögunnar
með: Að fjúka fyrir vindi!, eins
og gert var í öðru landi. Og
ekki er verðugt að þakka hverj-
um sem er, sem fæst við að
flytja hugsanir milli tungumála.
Ef nýi bókaflokkurinn í Sögu-
safni heimilanna, Grænu skáld-
sögurnar, verða framvegis í
líkingu við þetta ágæta frum-
val, þá er gott verk hafið.
Sigurður Draumland.
þess, að hann væri ekki með
öllu vopnlaus og nefndi byssu.
Hörfuðu aðkomumenn þá frá
og óku í burt sem hraðast.
Þótti næturlicimsókn þessi liin
versta. Hafa lögregluyfirvöld
þegar rannsakað málið, scm að
sjálfsögðu var kært.
F J ÓRÐUN GSS AMB ANDIÐ
Á miðvikudagskvöldið var í
sjónvarpinu þátturinn Lands-
byggðin og ræddi fréttamaður
þar við Norðlendingana Heimi
Ingimarsson á Raufarliöfn,
Bjarna Einarsson bæjarstjóra á
Akureyri, Áskel Einarsson fram
kvæmdastjóra Fjórðungssam-
band Norðlendinga og Brynjólf
Sveinbergsson formann sam-
taka sveitarfélaga í þcssum
landsfjórðungi.
Fjórðungssambandið samein-
ar stefnu Norðlendinga, til
sóknar og varnar fyrir lands-
byggðina, svo sem í samgöngu-
málum, orkumálum, lieilbrigðis
málum, skólamáluin o. s. frv.
í þessu felst mikill styrkur, þótt
enn sé eftir að lögfesta stöðu
samtakanna í þjóðfélaginu. —
Þáttur þessi var góður kynn-
ingarþáttur um samtökin.
SMÁTT & STÓRT
Frá Nátlúrulækningafélagi Akureyrar
EINS og á undanförnum árum
hefur félagið starfandi fjáröfl-
unarnefnd, sem unnið hefur
ötullega að því að safna fé í
byggingarsjóðinn. Nú síðast
með basar 30. nóv. þar sem
meðal annars voru á boðstólum
kökur úr heilhveiti og bygg-
mjöli sem brögðuðust vel. —
Aðal fjáröflunardagurinn er
fyrsti sunnudagur í mars ár
hvert. Fólk hefur tekið okkur
mjög vel og sýnt í verki að
almenningur er jákvæður til
styrktar þessu málefni, sem er
svo aðkallandi fyrir Norður-
land. Erum við mjög þakklát
fyrir veitta aðstoð og skilning.
Á vegum félagsins starfar
einnig nefnd að undirbúningi
byggingarframkvæmda. Það
sem áunnist hefur í sumar er,
að bæjarráð hefur samþykkt
ákveðið svæði í Skjaldarvíkur-
landi fyrir hælið. Einnig hafa
hreppsnefnd Glæsibæjarhrepps
og stjórn Elliheimilisins sam-
þykkt staðinn.
Nú er verið að leiða kalda
vatnið úr aðalæð vatnsveitunn-
ar til sveitabæjanna niður við
sjóinn og hefur N.L.F.A. lagt
fram beiðni um að vatnsæðin
heim að lóð hælisins verði tek-
in með. Vonum við að það verði
samþykkt og má telja að verkið
sé þar með hafið.
Ætlunin er að hefjast frekar
handa með vorinu, ef tekst að
fjármagna fyrirtækið, vonum
að margir verði til að hlaupa
undir bagga. T. d. hefur sú hug-
mynd komið fram, að sveitar-
og bæjarfélög legðu smám sam-
an fram andvirði eins herbergis,
sem viðkomandi aðilar hefðu
síðan forgang að.
Hver sá sem dvalið hefur í
Heilsuhælinu í Hveragerði,
ætti að þekkja hversu mikils
virði það er að endurheimta
þrek sitt og heilsu, því þar er
fáanleg meðhöndlun við flestra
hæfi. Á þjálfunardeildinni er
unnið af faglærðu fólki af stakri
alúð.
N.L.F.A. þakkar allar góðar
gjafir sem borist hafa á árinu
og margskonar stuðning.
Óskum ykkur öllum góðs
gengis.
Gleðileg jól. i
(Fréttatilkynning)
ii
ii
!:■:
Nýrra bóka getið
TVÆR SKÁLDSÖGUR NÝ LJÓÐABÓK
AB
KOMNAR erU út hjá Almenna
bókafélaginu tvær skáldsögur
og heita þær í helgreipum ótt-
ans og Vegamót í myrkri og eru
þetta spennandi reyfarar.
Höfundur er Georges Simeon,
sem er belgískur að uppruna
og hefur skrifað margar bækur,
og hefur AB gefið tvær þeirra
út á íslensku. Hulda Valtýs-
dóttir þýddi bækurnar, Alþýðu
prentsmiðjan h.f. annaðist setn-
ingu og prentun en Félagsbók-
bandið annaðist bókband.
Aðal söguhetja þessara
tveggja nýútkomna bóka er
Maigret, en sögusviðið er myrk-
viði stórborganna og myrkra-
verk, sem þar eru framin. Hvor
bók er á annað hundrað síður.
Ást og öngþveiti
í íslendingasögum
ÁST og öngþveiti í fslendinga-
sögum heitir nýútkomin bók
frá Almenna bókafélaginu. Um
hana stendur á kápusíðu:
Ást og öngþveiti hefur að
geyma á lífsmynd íslendinga-
sagna, en hún er umfram annað
skilgreining á nokkrum fræg-
ustu fornsögum vorum, svo sem
Egilssögu, Gísla sögu Súrsson-
ar, Njálssögu, Grettissögu og
Laxdælu. Kemst höfundurinn
þar að ýmsum markverðum og
nýstárlegum niðurstöðum. M. a.
sýnir hann fram á, að á bak við
hinar auðsæju uppistöðumynd-
ir verkanna, sem speglast í
blóðugum átökum um völd og
heiður, má auðveldlega greina
annað sagnmynstur, hinar ást-
ríðufullu ástir og hætturnar,
sem þjóðfélaginu stafa af því,
þegar þeim er fylgt eftir án alls
tillits til laga og réttarreglna.
Þannig verða íslendingasögurn-
ar, að mati höfundarins, tilraun
til að skýra ástæðuna fyrir öng-
þveiti og upplausn hins íslenska
þjóðfélags, en í lokakafla er
greint frá því, að hvaða leyti
þessar athuganir koma heim við
fyrri rannsóknir á sögunum.
Höfundur bókarinnar er
danskur prófessor, Tomas Breds
dorff, fæddur 1937. Háskólinn í
Kaupmannahöfn veitti honum
misserisleyfi til að ganga frá
þessari bók, sem hér er nú kom-
in út í þýðingu Bjarna Sigurðs-
sonar. □
AFMÆLISKVEÐJA
TIL ÁRMANNS
DALMANNSSONAR
ÁTTRÆÐS
Þótt ég seinni sé í ver
en sæmir formannsnefnu,
ylrík tekur ósk frá mér
austur rétta stefnu.
Varman þér með vestanblæ
vinarhug ég sendi,
breiða álfu og bláan sæ
brúa þakkarhendi.
Ricliard Beck.
EFTIR KRISTMANN
ALMENNA bókafélagið hefur
sent frá sér nýja ljóðabók eftir
Kristmann Guðmundsson. Þótt
höfundurinn sé kunnastur fyrir
skáldsögur sínar bæði innan-
lands og utan, hefur hann einn-
ig stundað Ijóðagerð.
Kristmann hóf rithöfundar-
feril sinn í Noregi, fátækur
sveinn og lítt menntaður, með
skáldgáfu í æðum og nægan
metnað og dugnað til að sigrast
á hinum miklu rithöfundar-
eriðleikum byrjandans. Krist-
mann fluttist svo síðar heim til
íslands og hefur ritað margar
bækur.
En nú hefur Almenna bóka-
félagið sent frá sér þriðju
kvæðabók Kristmanns og nefn-
ist hún Leikur að ljóðum. Skipt
ist hún í þrjá kafla, Æskuljóð,
Ljóð frá miðjum aldri og Ljóð
frá síðari árum. Má ætla, að
bókin hafi að geyma flest þau
ljóð, sem höfundurinn hefur
viljað halda til haga, allt frá
elsta ljóðinu, sem hann yrkir
11 ára og til hinna síðustu.
Þó að Kristmann hafi átt mis-
jöfnu atlæti að fagna í uppvext-
inum og snemma kynnst biturri
lífsreynslu, hefur bernska hans
og æska engu að síður miðlað
hinum ljóðræna unglingi mörg-
um unaðsdraumi og þangað
hefur honum löngum verið tam-
ast að láta hugann hvarfla.
Æska og ástir verða honum tíð-
ast þau yrkisefni, sem lyfta ljóð
unum upp yfir beiskju og sár-
indi.
Leikur að Ijóðum er 107 bls.
að stærð og hin fegursta að öll-
um frágangi. Kápu gerði teikni-
stofa Torfa Jónssonar, en setn-
ingu, prentun og bókband leysti
Prentsmiðja Hafnarfjarðar af
hendi. Q
FÁNAR AÐ FORNU
OG NÝJU
FÁNAR að fomu og nýju eftir
Oliver Evans er fyrsta ritið í
nýjum og handhægum flokki
Fjölfræðibóka AB og er jafn-
framt fyrsta ritið í hinum nýja
bókaklúbbi Almenna bókafélags
ins. Heimir Pálsson hefur þýtt
bókina, en ritstjóri Fjölfræði-
safnsins er Ornólfur Thorlacius.
Allur frágangur bókarinnar er
hinn snyrtilegasti og m. a. hef-
ur hún að geyma ekki færri en
350 litmyndir.
Bókin var upphaflega gefin
út á ensku, en hefur síðan farið
í þýðingum víða um heim.
Setningu textans annaðist Prent
stofa G. Benediktssonar, Reykja
vík, en prentun og bókband var
unnin af hinu þekkta ítalska út-
gáfufyrirtæki Arnoldos Monda-
doris í Verona.
Geta má þess, að næstu fjöl-
fræðibækur Bókaklúbbs AB
verða Uppruni mannkyns og
Fornleifafræði. Rétt er einnig
að minna á það, að Bókaklúbb-
urinn er til þess stofnaður að
gefa mönnum kost á úrvals bók
um við lægra verði en hugsan-
legt væri á almennum bóka-
markaði. Þessa bók eins og
aðrar bækur, sem koma út hjá
Bókaklúbbi AB, geta aðeins
félagsmenn f Bókaklúbbnum
eignast. Þær verða ekki til sölu
í bókaverslunum. Verð þessarar
bókar er kr. 800,00 og hefur hún
nú verið send þeim, sem þegar
hafa gerst félagsmenn í Bóka-
klúbbi AB. □
HALDINILLUM ANDA
ÞETTA nafn ber nýútkomin
bók í þýðingu Trausta Olafs-
sonar. Eftir henni er gerð kvik-
myndin The Exorcist, sem þjóð
kirkjan með biskup landsins í
fararbroddi hefur óskað að ekki
yrði sýnd hér á landi. Bókin
fjallar um það, að ellefu ára
telpa varð haldin illum anda,
og hversu við því var brugðist.
Þótt kirkjan hafi jafnan verið
vantrúuð á djöfulæði, féllst hún
á að beita særingum í hættu-
legri baráttu prests við hinn
illa anda, enda var þá um líf
að tefla.
Það er svo sem ekkert nýtt,
að fólk sé haldið illum anda og
því er haldið blákalt fram, að
það gerist enn í dag. Um barátt-
una gegn þessu fer færri sögum
en þó nokkrum, þar sem kröft-
ugir menn í andanum hafa kom
ið til bjargar.
En eftir að hafa blaðað í þess-
ari bók, má nærri geta að hægt
er að gera eftir henni hroðalega
kvikmynd, sem getur haft mikil
áhrif á geðheilsu manna, enda
talin sú raunin erlendis, þar
sem myndin hefur verið sýnd.
Bókin er hrollvekja, fyrst og
fremst, og tæplega verða menn
betri að loknum lestri.
Höfundur bókarinnar er
William Peter Blatty. Útgefandi
er Hilmir h.f. □
KATA GERIST
LAUMUFARÞEGI
ÚT er komin hjá Skjaldborgar-
útgáfunni á Akureyri fjórða
Kátu-bókin og heitir hún Káta
gerist laumufarþegi, í þýðingu
Magnúsar Kristinssonar. Höf-
undurinn er Hildegard Diessel,
en teikningar gerði Dorothea
Otto. Margir hafa lesið Kátu-
bækurnar með ánægju á undan
förnum árum og munu þeir
vilja fylgjast með hinni lífs-
glöðu Kátu og uppátækjum
hennar. En í þessari bók segir
frá því, er henni er refsað í
fyrsta skipti og er það mikil
lífsreynsla. □
Z7
Z7
mœiiym
AKUREYRINGAR LEIKA I 2. DEÍLD AÐ ARI
Það er nú fullvíst, að knatt-
spyrnumenn ÍBA leika í 2. deild
næsta keppnistímabil. Á árs-
þingi KSÍ um sl. helgi náði ekki
fram að ganga tillaga um að
fjölga í 1. deild næsta keppnis-
tímabil, en samþykkt var tillaga
um að árið 1976 verði 1. deildar-
liðin 9, og 1977 verði fjölgað í
10 lið. Þessi úrslit sýna best að
taka verður með varúð öll lof-
orð og fullyrðingar ráðamanna,
og auðvitað eru það fulltrúar á
ársþingi, sem ráða úrslitum
þegar til kastanna kemur, en
ekki fámenn stjórn. Vonandi
tekst Akureyringum að endur-
heimta sæti sitt í 1. deild á
næsta ári. Ég held að nota verði
næsta sumar til þess að búa
sem best að yngri knattspyrnu-
mönnum á Akureyri og reyna
með öllum tiltækum ráðum að
vinna að því að tryggja það, að
Akureyringar eignist knatt-
spyrnulið, sem heldur örugg-
lega sæti í 1. deild, og blandar
sér í baráttuna um íslands-
meistaratitilinn.
K.A. NÁÐI FJÓRUM STIGUM SYÐRA
ÞJÓÐSAGAN
Saga íslands, línurit með
hliðstæðum annálum og
kortum. Safnað og teiknað
hefur Samúel Eggertsson.
KOMIN er út önnur útgáfa af
þessari bók Samúels Eggerts-
sonar kennara, sem oftast var
nefndur skrautritari sökum list
fengi sinnar. Bókin kom fyrst
út 1930 og er vel við eigandi,
að hún komi út á ný á þessu
þjóðhátíðarári.
Samúel Eggertsson er mest
kunnur fyrir listfenga upp-
drætti sína af kortum og ýmsum
atriðum úr íslandssögunni. En
bókin sýnir einnig hvað hann
var fróður í sögu þjóðarinnar.
Hún er gerð bæði af skilningi
og smekkvísi. Hann hefur teikn
að línurit yfir fólksfjölda gegn-
um aldirnar, en þar út frá ýms-
ar upplýsingar og sést þar hvað
eldgos og hafísár hafa haft
mikil áhrif á mannfjöldann.
Margir kennarar kannast við
þessa bók, sem hefur verið
ófáanleg lengi. Ég var einn af
þeim, sem notaði hana sem
handbók við að kenna íslands-
sögu. Um bókina segir Snorri
Sigfússon á bókarkápu: „Ég dáð
ist þá og geri ekki síður nú að
því listfengi og því hugarfari,
sem bókin ber vitni og því sögu
skyni, sem sýnir mikinn kenn-
ara. Mætti með réttu nefna
hann listræna perlu, sem vel
ber að varðveita.“
Friðrik Sigurbjörnsson ritar
smekklegan formála fyrir bók-
inni, en hann var kunnugur
höfundi hennar.
Þessi fallega bók eftir bróður
son Matthíasar Jochumssonar
er vel til þess fallin að vera
handbók kennara við sögu-
kennslu og ætti einnig að vera
í hverjum skóla. Þar er margan
fróðleik að finna.
I "I
Eiríkur Sigurðsson.
Handknattleikslið K. A. í karla-
flokki, sem leikur í íslandsmót-
inu 2. deild, fór suður um sl.
helgi og lék tvo leiki, við Kefl-
víkinga og Þrótt. K. A.-liðið stóð
sig með prýði og sigraði í báð-
um leikjunum.
Keflvíkinga sigruðu þeir með
20:15 og skoraði Þorleifur 9
mörk í þeim leik. Leikurinn við
Þrótt var hörku-spennandi og
sigraði K. A. með 22:20. Þrótt-
arar höfðu 4 mörk yfir í leik-
hléi, en undir lokin náði K. A.
yfirhöndinni og vann góðan
sigur, því Þróttur er með eitt
sterkasta liðið í 2. deild.
Að sögn sýndi Gauti mjög
góða markvörslu, en hann stóð
í markinu allan leikinn á móti
Þrótti.
K. A.-liðið hefur nú hlotið 8
stig í 2. deild og unnið alla sína
leiki. Næsti leikur er við Stjörn
una, sem kemur norður og leik-
ur við Þór og K. A. 14. og 15.
desember. Þá koma KR-ingar
norður á milli jóla og nýárs og
leika við Akureyrarliðin. Síðan
mætast K. A. og Þór 9 janúar.
Ekki er annað hægt að segja
en að Akureyrarliðin standi sig
vel til að byrja með, og má
Lækkun á fasfeignaskalfi
elli“ og örorkulífeyriþega
Á undanförnum árum hefur
bærinn auglýst eftir umsóknum
um lækkun á fasteignaskatti af
eigin íbúð hjá efnalitlum elli-
og örorkulífeyrisþegum. Þetta
er í samræmi við heimild í lög-
um um tekjustofna sveitar-
félaga. Þessar auglýsingar hafa
farið fram hjá mörgum þeim,
sem þessarar skattaívilnunar
gátu annars notið. Ennfremur
virðast margir hafa staðið í
þeirri trú, að nægilegt væri að
sækja um skattalækkun þessa
í eitt skipti fyrir öll.
Til að ráða bót á þessu mis-
ræmi leggur bæjarráð til, að
Melkorka enn á fjölunum
Sjónleikurinn „Melkorka“ eftir
Kristinu Sigfúsdóttur, hefur nú
verið sýndur fimm sinnum í
Laugarborg, við mjög góðar
undirtektir áhorfenda.
Leikstjóri er Júlíus Oddsson.
Aðalleikendur Þuríður Schiöth
og Stefán Aðalsteinsson. Þau
hjónin frú Gerður Pálsdóttir og
Friðrik Kristjánsson, Kristnesi,
önnuðust sviðsútbúnað, sem
tókst mjög vel. Frú Gerður mál-
aði leiktjöldin, tvær útisenur,
firði í Noregi með skógi vöxn-
um hlíðum og íslenskt landslag,
séð inn í Laxárdal í Dalasýslu,
og einnig innisenur. Frú Sig-
ríður Schiöth samdi falleg lög
við söngva, sem í leiknum eru.
Búningar eru að mestu leyti
heimasaumaðir í umsjá Guð-
rúnar Sveinbjörnsdóttur.
Það er undravert hvað fá-
menn sveit hefur á að skipa
mörgum listamönnum á ýmsum
sviðum. Og þakkarvert hvað
þeir eru viljugir að leggja fram
krafta sína, án endurgjalds.
Hrafnagilshreppsbúar, hafið
þökk fyrir góða skemmtun.
, i
I I ^ I
| Leikhúsgestur.
mikið vera ef baráttan um sæti
í 1. deild verður ekki milli K. A.
og Þórs. Þó geta KR og Þróttur
blandað sér í þá baráttu.
Það yrði mikil lyftistöng fyrir
handknattleiksíþróttina á Akur
eyri ef lið héðan léki í 1. deild
næsta ár. |.
ÞÓR TAPAÐI í |
KVENNAFLOKKI
Kvennalið Þórs, sem leikur í
1. deild, lék við F. H. sl. laugar-
dag og töpuðu Þórsstúlkurnar
þeim leik með 6 marka mun,
12:18, en leikurinn fór fram í
íþróttahúsinu í Hafnarf. Sv. O.
JOLABLAÐ
VIKUNNAR
KOMIÐ
fyrir næsta ár og framvegis
gildi fastar reglur um þetta
atriði og verði framtalsnefnd
falið að sjá um þessa lækkun í
samræmi við skattaskýrslur, án
þess að fyrir þurfi að liggja um-
sókn frá hverjum og einum.
Bæjarráð leggur til, að eftir-
farandi reglur um lækkun á
fasteignaskatti af eigin íbúð hjá
efnalitlum elli- og örorkuþegum
verði:
1. Hjá einstaklingum, ef tekj-
ur eru ekki hærri en nemur líf-
eyri Almannatrygginga, með
fullri tekjutryggingu, að við-
bættum 50 þús. kr„ og hjá hjón-
um, ef tekjur eru ekki hærri en
nemur lífeyri með fullri tekju-
tryggingu, að viðbættum 100
þús. kr„ þá skuli fasteignaskatt
ur lækka um tvo þriðju hluta.
2. Hjá einstaklingum, ef tekj-
ur nema ekki hærri upphæð en
lífeyri, að viðbættum 150 þús.
kr„ og hjá hjónum, ef tekjur
eru ekki hærri en full tekju-
trygging', að viðbættum 250 þús.
kr„ þá skal fasteignaskattur
lækka um einn þriðja hluta.
Víkja má frá þessum reglum
ef um umtalsverðar eignir er
að ræða. Fyrir þetta ár hefur
bæjarráð afgreitt umsóknir um
þessa lækkun. En fyrrnefndar
reglur um fasteignaskatt gilda
fyrir næsta ár og framvegis,
eins og áður sagði. □
Jólablað Vikunnar er komið út,
stórt og efnismikið að vanda.
Þar er, meðal annars, sagt frá
heimsókn í Hallgrímskirkju í
Saurbæ og myndir þaðan, séra
Jón Einarsson, sóknarprestur
þar, skrifar jólahugleiðingu,
ítarlegt viðtal er við Vigdísi
Finnbogadóttur, leikhússtjóra.
Ennfremur segir Sveinn Sæ-
mundsson sjóhrakningasögu frá
árinu 1916, Bjöm Guðmunds-
son segir frá ævintýralegu
öræfaferðalagi og birtar eru
myndir af gömlum og nýjum
listaverkum af meistaranum frá
Nasaret.
Auk þess er að venju sögur,
greinar og ýmislegt annað efni
í blaðinu.
(Fréttatilkynning)
FRÁ BRIDGEFELAGI
AKUREYRAR
Sveitakeppni Bridgefélags Akur
eyrar stendur nú yfir. Þar spila
10 sveitir. Lokið er fjórum um-
ferðum.
Úrslit í fjórðu umferð urðu
þessi: Stig
Alfreð — Gunnar 20—0
Grettir — Örn 20—0
Páll — Pétur 20—0
Sigurbjörn — Tómas 17—3
Víkingur — Sveinbjöm 11—9
Röð sveitanna er þessi:
1. Sv.
2. —
3. —
4. —
5. —
6. —
7. —
8. —
9. —
10. —
Alfreðs Pálssonat
Grettis Frímannss.
Sveinbjörns Sig.
Sigurbjörns Bj.
Páls Pálssonar
Gunnars Berg
Víkings Guðm.
Tómasar Sigurjónss.
Arnar Einarssonar
Stig
75
64
54
54
52
42
31
28
0
Péturs Björnss. (MA) 0
Fimmta umferð verður spiluð
að Hótel KEA n. k. þriðjudags-
kvöld kl. 8. □