Dagur - 11.12.1974, Síða 5

Dagur - 11.12.1974, Síða 5
4 5 INGVAR GISLASON, ALÞINGISMAÐUR: ■ ' :.............................................................................................................................................................. Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síinar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðannaÖur: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar li.f. Að vaxa af verkimum Um þessar mundir, eins og undan- farin ár, eru gerðar margvíslegar áætlanir um vegamál, endurbætur vega, lagningu nýrra vega, brúa- byggingar og steypta eða malbikaða vegi þegar best lætur, og á eftir fylgja svo framkvæmdirnar, jafnan um- deildar að vísu, ekki síst fram- kvæmdaröðin, en einnig það heildar- fjármagn, sem þjóðfélagið lætur af hendi rakna. Á þessu merka ári varð hringvegurinn staðreynd, og á þessu ári eru alvöruumræður hafnar um Norðurveg með varanlegu slitlagi milli Akureyrar og Reykjavíkur. I framlialdi af þessum umræðum er lærdómsríkt að ryfja upp 66 ára gamlan atburð úr Svarfaðardal, þar sem vegamálin voru á dagskrá. I desembermánuði 1908 komu nokkr- ir bændur saman á Völlum og sömdu sveitungum sínum ávarp, þar sem því er lýst hverja þýðingu bættir vegir hafi og hversu óþolandi það ástand vegamálanna sé, er þá var. Þessir menn voru ekki að semja bæna- eða kröfuskjal til þings og stjórnar um fjárveitingu, eins og títt er nú á tímum, heldur gerðu þeir áætlun um gerð vegar frá Dalvík að Hreiðarstaðaá. Þennan veg var hægt að búa til með því að leggja fram sex þúsund dagsverk manna og hesta, og ávarpið var lögeggjan til sveita- fólksins að leggja frarn þessa vinnu ókeypis á næstu tíu árum. í ávarpslok segir: „Oss öllum er það einkar ljóst, að vér erum að hvetja til þess að leggja út í aukna baráttu fyrir velgengni og framtíðar- lífi sveitar vorrar, baráttu, sem eng- inn má láta hlutlausa og sér óvið- komandi, hvar sem hann á heima í sveitinni og hvort sem hann fær upp- eldi sitt af landi eða sjó, út í baráttu,, sem verður að heyja og leiða til við- unanlegra lykta sem allra fyrst. Skorum vér nú á alla góða drengi að leggja krafta sína frarn í baráttu þessari og beita þeim bæði með stilling og þolgæði, þangað til sigur er fenginn." Vegurinn var lagður samkvæmt þessari áskorun og hann hefur verið notaður til þessa dags. Verkstjórinn einn, framan úr Eyjafirði, fékk greitt kaup. Þessi vegagerð var einstök, í sjálfu sér stórvirki og um leið sú þegnskapar-framkvæmd, sem á sér fáa líka. Vegagerðin bætti sveitina, og hún stækkaði alla þá, sem að henni unnu og er það enn meira vert. □ rungari Á félagsvist framsóknarmanna á Hótel KEA, laugardaginn 7. desember, flutti Ingvar Gísla- son, alþingismaður ávarp. Fer hér á eftir hluti af því: Við höfum á þessu ári minnst 1100 ára búsetu þjóðarinnar í landinu. Það höfum við gert með myndarlegu hátíðarhaldi í öllum héruðum landsins og á Þingvöllum. Það hafa verið haldnar margar ræður um sögu þjóðarinnar og líf hennar í land inu þessar 11 aldir. En ég get ekki neitað því, að mér hefur fundist nokkuð á þessar ræður skorta. Það hefur yfirleitt vant- að í þær predikun og sjálfan boðskapinn. Ég hefði viljað að það kæmi fram hvaða lærdóma við getum dregið af staðreynda- tali sögunnar. Ég hefði t. d. viljað leggja áherslu á þau sann indi að íslendingar misstu stjórnarfarslegt sjálfstæði sitt á Sturlungaöld, aðallega vegna stjórnleysis og innanlands- sundrungar. Samt var Sturl- ungaöldin að mörgu leyti glæsi- legt tímaskeið. Aftur á móti sýnir þjóðar- sagan okkur, að endurheimt frelsis og framfara byggðist á þjóðarsamstöðu — einbeittum þjóðarvilja. Ég álít, að það hefði verið freistandi verkefni fyrir hina mörgu hátíðarræðumenn á sl. sumri, að bera saman Sturlunga öld og þá öld, sem við nú lifum. Þó ég sé ekki söguspekingur, efast ég ekki um, að margt er líkt með okkar dögum og 13. öldinni. Við lifum um þessar mundir á 20. öld — bæði vel- megunarár og glæsilegan menn ingartíma. íslendingar hafa afrekað mikið á sviði athafna og. auðsældar og ekki síður á bókmennta- og listasviði. Það gerðu menn líka á Sturlunga- öld. En er ekki sundrungin söm við sig? Ég held það. Því miður verður að segja sem er, að félagshyggja okkar er meiri í orði en á borði. Og þegar ég tala um félagshyggju, þá meina ég ákveðið hugarfar, en ekki ytra form einhverra samtaka. Ef félagshyggja væri ríkjandi í landinu, þá myndu íslenskir stjórnmálamenn, emb- ættismenn, atvinnurekendur og fyrirsvarsmenn stéttarsamtaka ganga til verka sinna í sam- starfshug og með ásetningi um að ráða málum þjóðarheildar til lykta í sameiningu, enda liggja völd þjóðarinnar hjá þessum aðilum. Sem betur fer eiga ýmsir þetta hugarfar. En það væri mikil blekking ef því væri hald ið fram, að félagshyggja ein- kenndi samskipti ráðandi afla í þjóðfélaginu. Ég held þvert á móti, að skortur á félagshyggju geti limað þjóðfélagið í sundur og það fyrr en síðar. Menn veg- ast að vísu ekki á með vopnum nú á dögum og verða ekki mikl- ir af vígaferlum, en hver þekkir ekki valdastreitumenn og orð- háka, sem geysast fram með stóryrðum og skrumi og halda að þeir séu að drýgja hetju- dáðir? Og því miður helst of mörg- um uppi með það háttalag vegna þess að almenningsálitið er sljótt og menn gera of lítinn greinarmun á hetjuskap og heimskupörum. Svona var það líka á Sturlungaöld. Ef við lítum yfir feril síðustu áratuga, þá höfum við íslend- ingar lifað við ánægjulegri ytri kjör en nokkru sinni fyrr í 1100 ára sögu landsins. Mér er ókunnugt um það land, sem mannfrelsi, atvinnuöryggi, jöfn uður að lögum og lýðræði er meira en á íslandi. Ef til vill mætti nefna sum nágrannalönd okkar til samanburðar. En það er mikill misskilningur ef menn halda að fólk lifi betur annars staðar en hér á okkar kalda landi. Hitt er svo hverju orði sann- ara, að nú á síðustu 12—14 mánuðum og þó fyrst og fremst á þessu ári, sem er að líða, hafa steðjað að íslenskri þjóð erfið- Ingvar Gíslason. leikar, sem valda því að nauð- synlegt er að lækka seglin um sinn, draga úr hraðanum, sigla með "gát. Þjóðin verður að taka á sig kjaraskerðingu, og alls- herjarkröfupólitík á ekki rétt á sér. En þó svo sé, þá þýðir það engan veginn, að við stönd- um frammi fyrir fátækt og eymd. íslendingar eru eftir sem áður velmegandi þjóð. Þrátt fyrir kjaraskerðingu mun ekki sjá mikinn mun á lífsháttum almennings. Allir munu hafa nóg að bíta og brenna. Það þarf enginn að þola neyð í landinu þótt ekki séu skilyrði til þess að veita allsherjar kjarabætur um sinn. Ég held, að það eina sem leitt getur til neyðarástands, sé atvinnuleysi. Traust atvinnulíf er undirstaða allrar efnalegrar velferðar fólksins í landinu. Sá, sem atvinnu hefur og unnið getur, mun ekki þurfa að kvíða miklu um afkomu sína, þótt að kreppi í bili. Þetta eru staðreyndir, sem enginn getur borið á móti með rökum. Hitt er annað mál, að það ber að létta kjaraskerðingu á þeim, sem minnst bera úr býtum og mestan hafa fram- færsluþunga. Ég skal ekki ræða ítarlega að þessu sinni, hvort heppnast hafi að létta nægilega byrðar lágtekjufólksins. Ef til vill eru agnúar á því máli. En ég vil láta þá skoðun mína koma í ljós, að það eigi að stefna að meiri launajöfnuði í landinu en nú á sér stað. Ég er í mörg- um grundvallaratriðum andvíg- ur því, hvernig launamunur er framkvæmdur. Forsendur launa munar ber að endurskoða. Og hafa menn hugleitt það, að launamismunur hefur ekki minnkað á síðustu árum? Minn- ast menn þess, sem gerðist sl. vetur, þegar hinir hærra laun- uðu fengu yfirleitt hlutfallslega meiri kjarabætur en láglauna- fólkið, þrátt fyrir yfirlýst sam- komulag milli verkalýðshreyf- ingarinnar og ríkisstjórnarinn- ar, að launahækkunum skyldi stilla í hóf og binda þær fyrst og fremst við Jágu launin? Hvers vegna fór sem fór? Vegna þess að það kerfi, sem við búum við, hvað snertir ákvörðun kaups og kjara, býður misréttinu heim. Samningsrétt- ur launþega var upphaflega -gerður • til ,þess. að vetnda h'ag daglaunamannsins, eins og' stundum er sagt. Nú er samn- ingsréttur svo víðtækur, að hann nær að kalla til hvers ein- asta manns í landinu, og seg'ja má, að fastráðnir hátekjumenn hafi verkfallsrétt. Samræmd launapólitík er ekki til, og það, sem verra er, það er talið guð- last að benda á nauðsyn sam- ræmdrar stefnu í launamálum. Ef einhver lyefir sér að íja í það, að þörf sé á að endurbæta aðferðir og vinnubrögð við gerð kjarasamninga, þá á hann á hættu að verða úthrópaður sem andstæðingur launþega, ef ekki þaðan af verra. En það er mjög í samræmi við þann skort á félagshyggju, sem ég nefndi áðan, þrátt fyrir öll félagssamtök, að alltof marg ir áhrifamenn í stéttarsamtök- um þola ekki umræður um nauð syn slíkrar endurbótar, sem hefði þó að markmiði að koma á eðlilegu samræmi í launa- kjörum og meiri launajöfnuði. Núverandi fyrirkomulag um gerð kjarasamninga er stór- gallað. Það býður heim misrétti og er hemill á skynsamlega stefnu í efnahagsmálum. Ég er sannfærður um, að ekki er ger- legt að stöðva verðbólgu eða tryggja varanlegar kjarabætur öðruvísi en að aðferðir við ákvörðun launa verði endur- bættar. Hinu er svo ekki að leyna, að ég er vantrúaður á að þessar endurbætur verði gerðar á næstunni. Ég er van- trúaður vegna þess fyrst og fremst, að sundrungarstefnan og sérdrægnin meiga sín meira en félagshyggjan og viljinn til þess að láta heildarhagsmuni ráða. Það voru eiturormar sundrungar og sérdrægni, sem nöguðu rætur hins forna þjóð- veldis íslendinga, svo að stofn þess visnaði. Gæti ekki allt eins svo farið, að núverandi blóma- öld liði undir lok af svipuðum ástæðum? Ég held að það væri hollt, að íslendingar velti fyrir sér þeirri spurningu, það sem eftir er þjóðhátíðarársins. □ fatlaðra h o a (Framhald af blaðsíðu 8) óskir og færði því tíu þúsund krónur að gjöf frá íþróttabanda laginu. í stjórn félagsins voru kosin: Stefán Árnason formaður. Jakob Tryggvason varaformað- ur, Kristjana Einarsdóttir ritari, Ásgeir P. Ásgeirsson gjáldkeri og Tryggvi Sveinbjörnsson með stjórnandi. Ákveðið var, að þeir sem fyrir komandi áramót óska inn- Hér eru unnir listmunir úr leðri. (Ljósm.: Létur, Húsavík) >*»* « & (iXf Á næstu dögum verður mörkuð stefna í skólabyggingarmálum á Akureyri, þegar ákveðin verða framlög bæði bæjar og ríkis til skólabygginganna á næsta ári. Af því tilefni sneri blaðið sér til Sigurðar Ola Brynjólfssonar, bæjarfulltrúa og formanns skólanefndar Akureyrar, og spurði hann um líklega fram- vindu þessara mála. Hann svar- aði efnislega á þessa leið: Á undanförnum fjórum árum hafa náðst allgóðir áfangar í skólabyggingarmálum bæjarins. Er þar fyrst að nefna Glerár- skólann, fyrsta áfanga, sem gjör breytti aðstöðu til skólahalds í Glerárhverfi og tók til starfa haustið 1972. Lundarskólinn, fyrsti áfangi, var tekinn í notkun að nokkru í haust, en nú er verið að leggja síðustu hönd á innréttingu neðri hæðar og verður sá hluti einnig tekinn í notkun strax og því verki er lokið. Þess má geta, að byggingarframkvæmdir við þennan skóla hófust ekki fyrr en á miðju sumri 1973 og má telja, að verkið hafi unnist vel, enda þótt sumt sé síðar tilbúið en æskilegt hefði verið. í þeim skóla eru um 300 börn úr hin- um nýju, stóru byggðahverfum í nágrenni hans. Sá þáttur skólabygginganna, sem nú þarf að leggja höfuð- áherslu á, er bætt aðstaða til göngu í félagið, teljist stofn- endur. Einhverjir úr stjórn fé- lagsins munu jafnan verða til viðtals í Bjargi kl. 5—7 síðdegis á fimmtudögum, sími 2-15-57. Verða þar veittar allar upplýs- ingar um starfið, en unnið er að því að koma á æfingum í ýmsum íþróttagreinum, svo og skemmtistarfsemi fyrir félag- ana, eftir því se maðstaða verð- ur til. (Fr éttatilkynning) Það bar til, að okkur Pétri Jónassyni, ljósmyndara á Húsa- vík var boðið að Kvennaskólan- um að Laugum að sitja þar veizlu, sjá námsfólk og taka myndir. Veizlumatinn gerðu 8 karlmenn, fulltíða, sumir kvænt ir og sumir ókvæntir. Þeir voru þá að ljúka námskeiði í alhliða matgerðarlist. Það segir sig sjálft, að ekki gerist það án orsaka, að átta karlmenn fara í kvennaskóla að læra matgerð. Þegar hátt risu jafnréttiskröfur kvenna, þá þótti konum ekki annað réttlæti en að þær kynnu allt, sem karlmenn kunna. Að sjálfsögðu urðu þær einnig að varast að læra það, sem karl- menn lærðu ekki. Þess vegna hættu stúlkur að sækja kvenna skóla á íslandi. Það samræmd- ist ekki hugmyndum þeirra um jafnrétti að stritast við að nema það, sem karlmenn hirtu ekki um að nema. Nú þegar karl- menn hafa horfið að því ráði að læra að búa til mat, kann svo að fara, að konur hverfi að því sama ráði aftur, minnugar þess, að í engu má skeika um jafn- rétti kynjanna. Vera má, að það sem ég nú hef sagt flokkist undir gamanmál. Aftur á móti er það að þakka dugnaði skóla- stjóra Kvennaskólans að Laug- um í Þingeyjarsýslu, frú Hjör- dísar Stefánsdóttur, og öðrum forráðamönnum og kennurum skólans, svo og námsþörf fólks, að í vetur hafa fleiri sótt um að fá að taka þátt í námskeiðum þar en hægt hefur verið að taka á móti. Frá 18. september og fram undir jól er skólinn full- setinn og kennslukonurnar fjór- ar hafa orðið að leggja nótt við dag til að fullnægja kennslu- þörfinni. Alls eru námskeiðin 23, misjafnlega löng. Kennslu- tíminn er frá kl. 20.00 til 23.30 fimm kvöld vikunnar og á laug ardögum kl. 14.00 til 17.30. Á daginn eru nemendur frá Hér- aðsskólanum að Laugum í námi í hússtjórnarfræðum í kvenna- skólanum. Nemendur kvöldnám skeiðanná er fólk, misjafnlega ungt, úr nærsveitum skólans og frá Húsavík. Þegar dagsverkum lýkur heima fer fólkið upp í bíla sína og ekur fram að Laug- um til að læra. Það sameinast gjarnan um bíl eða bíla, til að spara bensín. Kcnnslugreinar eru m. a.: matreiðsla, sýni- kennsla í frystingu matvæla, smurbrauðsgerð, brauðbakstur, grillsteiking, smáréttagerð, blómaskreytingalist, saumur, vefnaður og listmunagerð. Nú sem við Pétur ljósmynd- ari komum á staðinn vorum við fyrst leiddir þangað, er unnið var við sauma. Kennari var frú Fanney Sigtryggsdóttir. Ungar konur saumuðu ýmiskonar fatn að á sitt fólk fyrir jólin. Hvert saumanámskeið stendur í 10 kvöld alls, en tvö kvöld í viku hverri Aðsókn að saumanámi var svo mikil, að ekki reyndust nægilega mörg kvöld til jóla að koma þeim öllum að er óskuðu og var .þá gripið til þess ráðs að sauma síðdegis á laugardögum að auki. Það er rangt, að sauma klúbbar kvenna í kaupstöðum hafi það eitt hlutverk, að konur komi saman til að skrafa. Saumaklúbbur á Húsavík tók sér bíl og sótti námskeið að Laugum. Þar saumuðu konurn- ar á „krúttin“ sín og voru falleg ar af því einu að hugsa fallega um það, sem þær voru að gera. Á námskeiðunum sauma konur raunar einnig á sjálfa sig, blúss- ur, pils og stutta og síða kjóla. Ekkert karlfólk hefur til þessa tekið þátt í saumanáminu. Vefnaðarnámið fer fram í sömu stofu og saumakennslan og er því ekki hægt að kenna hvoru- tveggja sömu kvöldin. Vefnaðar námskeiðin verða tvö til jóla og vildu fleiri komast í þau en gátu. Vefnaðarkennari er frú Oddný Magnúsdóttir. Skóla- stjórinn kennir leðurvinnu. Gerðir eru listmunir úr leðri, litlir fallegir gripir. Þar voru konur einar að vinnu, þegar við komum að. Þær grúfðu sig yfir vinnuna og voru einbeittar og alvarlegar. Þær voru alvarlegar, þar til Pétur ljósmyndari sagði „digga digg“, þá litu þær upp og brostu svo hlýlega, að það var ekki skammdegi, þótt komið væri langt frarn í nóvember. Þegar nokkuð var liðið á kvöldið höfðu herrarnir lokið matgerð í eldhúsinu. Kennari þeirra, Þórhildur Sigurðardótt- ir, kenndi þeim ekki einungis að búa til góðan mat, hún kenndi þeim líka að bera fallega á borð. Mér hafði verið ráðlagt að borða ekki áður en ég færi að heiman. Það reyndist gott ráð. Veizlumaturinn var að- skiljanlegur og svo fjölþættur, að ég þurfti að fá sérfræðilega aðstoð til að velja á diskinn. Konur matgerðarmanna, er áttu, sátu veizluna og ekki var annað séð, en að þeim líkaði all vel matgerð manna sinna. Aðrir gestir vorum við Pétur, ljós- myndari, og formaður skóla- nefndar kvennaskólans, séra Sigurður Guðmundsson, prófast ur að Grenjaðarstað. Matnum voru gerð góð skil og raunar dálítið fram yfir það. Er ég spurði matgerðarmenn að hvernig þeir hyggðust nota kunnáttu sína í framtíðinni, þá var fyrir svörum Árni Vilhjálms son, rafvirki, og sagði, að þeir mundu nota hana skynsamlega og í hófi. Aftur á móti höfðu konur orð á því, að ef karlarnir gagnrýndu þeirra matargerð í framtíðinni, þá yrði þeim afhent eldhúsið. í veizlulok afhenti Hjördís Stefánsdóttir, skóla- stjóri, nemunum virðulegt skjal um, að þeir hefðu lokið nám- skeiði í matgerðarlist. Eftir þá athöfn fengu herrarnir að þvo upp og bera út í ruslatunnur. Þeir kváðu svo á, að sá starfi væri einna minnst skemmti- legur. Þórhildur kennari sagði, að herrarnir hefðu verið áhuga- samir og elskulegir nemendur og geysi gaman að kenna þeim. Kvöldnámskeiðin í kvenna- í haust og þeim lýkur 12. desem- skólanum hófust 18. september ber. Nemendur á þeim eru hátt í 200 talsins. Á daginn sækja nemendur 2. og 4. bekkjar Hér- aðsskólans að Laugum nám í hússtjórnarfræðum í kvenna- skólann og hefur sá háttur verið á hafður í samfellt á fjórða námsár. Bæði piltar og stúlkur taka þátt í því námi. Kennt er að útbúa mat, baka brauð, leggja á borð og ganga um beina, strauja, pressa og hirða um fatnað og annað er varðar heimilishald. Skólastjórinn tjáir mér að betra sé að kenna pilt- um og stúlkum saman, en sitt í hvoru lagi. Þau sýna meiri áhuga, ef þau eru saman og samvinna milli þeirra er góð. Eftir áramótin verða ekki námskeið í Kvennaskólanum að Laugum, heldur verður þá al- mennur kvennaskóli og er um- sóknarfresti að Ijúka. Húsavík, 5/12 1974. Þorm. J. Sigurður Óli Brynjólfsson. íþrótta og félagsstarfsemi nem- endanna. Jafnhliða verður þó að halda áfram að bæta við almennu kennslurými skólanna. í íþróttahúsmálunum er það helst að segja, að heita má full- ráðið, að hafist verður handa um íþróttahúsbyggingu í Gler- árhverfi á næsta ári. Ráðgert hafði verið að hefja byggingar- framkvæmdir þar í sumar, en þeim var frestað vegna þess að kostnaður við aðrar skólabygg- ingar fór langt fram úr áætlun- um og féllst ríkið ekki á að gera samning um byggingu þessa íþróttahúss á árinu. Þess má geta, að áætlaður kostnaður við þá byggingu, er á núgildandi verðlagi um 74 milljónir króna. íþróttahúsið á að standa vestan. við núverandi skóla og mun síðar tengjast fleiri áföngum hins nýja Glerár skóla. Samhliða byggingu þessa íþróttahúss er nauðsynlegt að hefjast handa um byggingu hins, stóra íþróttahúss bæjarins á túninu við sundlaugina, sem Kurlmemiirnir vinna eldhússtörfin. (Ljósm.: Pétur, Húsavík) Líftryggingamiðstöðin h.f. tók upp þann hátt á þessu ári, með tilliti til 6. gr. laga um vátrygg- ingastarfsemi, að vátrygginga- takar kjósa einn mann í stjórn félagsins. Aðalfundur félagsins kýs fjóra stjórnarmenn, en sérstak- ur kjörfundur vátryggingataka kýs einn. Fulltrúar á kjörfundi eru valdir með þeim hætti að embætti yfirborgardómara dreg ur út nöfn fimmtíu aðila, sem líftryggðir eru hjá félaginu, og varamenn þeirra. Viðkomandi kjörfulltrúar eru valdir á þenn- an hátt til fjögurra ára í senn. Þeir eru boðaðir á kjörfund með ábyrgðarbréfi. Fyrsti kjörfundurinn var hald inn 24. maí sl. Á fundinum var frú Margrét Schram kosin í stjórn. Á fundinum var jafn- framt skýrt frá starfsemi félags ins. Kom m. a, fram að við stofnun félagsins, í maí 1971, hafði verið reiknað með 300— 500 þús. króna tapi fyrstu 2—3 árin vegna mikils kostnaðar af tryggingasöfnun, og stofnkostn- aðar, en samkvæmt uppgjöri við sl. áramót höfðu þessi byrjunarár (2V2) komið út tap- laus. 31. des. 1973 var trygginga- stofn félagsins kr. 1.560.510.000,- Miðað við 30. september 1974 hafa bætzt við á þessu ári ný- tryggingar að fjárhæð kr. 523.250.000,00. Lang stærsti hluti stofnsins eru verðtryggðar áhættulíftryggingar, en félagið selur auk þess þrjár aðrar teg- undir áhættulíftrygginga og viðbótartryggingar vegna varan legrar slysaörorku og/eða slysa dauða. Innborgað hlutafé félagsins er kr. 10.000.000,00. Stjórn félagsins skipa: Ólafur Þórðarson formaður, Sturlaug- ur H. Böðvarsson, Margrét Schrarn, Gísli Ólafsson og Gísli Marinósson. 25. október 1974. Líftryggingamiðstöðin li.f. (Fréttatilkynning) lpngi hefur verið á dagskrá og á að þjóna hinni stóru skólamið stöð, sem er Gag'nfræðaskólinn, Iðnskólinn, Menntaskólinn og aðrir framhaldsskólar, jafnhliða því, að þjóna margvíslegum þörfum annarra íþróttaiðkenda í bænum. Ég vil vara við þeim útbreidda misskilningi, segir Sigurður Óli ennfremur, að þetta eigi að verða eitthvert sér stakt lúxushús. Þó að hönnun á þessu húsi sé ekki nema skammt á veg komin,. er þó áætláð, . að . það, fullfrágengið, muni kosta um 200 milljónir króna. Bygging þess mun naum ast taka skemmri tíma en fjögur ár, en þó ætti að vera hægt að taka hluta hússins í notkun nokkru fyrr. íþróttakennarar bæjarins hafa nýlega rökstutt nauðsyn á þessu húsi. Sá áfangi í skólabyggingar málum, næst á eftir þeim, sem nú hafa verið taldir, er stjórn- unarálma við Oddeyrarskólann, sem um leið eykur kennslu- rýmið í þeim skóla, þégar nú- verandi stjórnunaraðstaða verð ur tekin til almennra nota við kennsluna. Þar þyrfti einnig strax að rísa íþróttahús. Að nokkru leyti samhliða þessu ætti að hefjast handa um annan áfanga Lundarskóla vegna fyrir sjáanlegrar fólksfjölgunar í þeim hverfum, sem hann þjón- ar. Þar er um almenna kennslu- álmu að ræða, en einnig verður þar að rísa íþróttahús, svo sem við hina skólana. Ég vil leggja á það áherslu, að íþróttahúsin við skólana eru ekkert annað en sérkennslu- stofur og á þeim jafn mikil nauðsyn og öðrum kennslustof- um. Auk þess er ekki hægt að vinna þarfara verk í þágu æsku lýðsmála, svonefndra, en að veita unglingum aðstöðu til að verja tómstundum sínum við iðkun íþrótta og félagsmála í skóla sínum. í viðbót við allt það, sem nú hefur verið talið, eru til áætl- anir um enn frekari stækkun Glerárskóla og Lundarskóla, samkvæmt fólksfjöldaspá. Heildarkostnaður við verk þau sem í skólabyggingaráætl- uninni eru, er um 750—800 millj. kr. á núgildandi verðlagi. Af því ætti hlutur bæjarins að vera helmingur. Þess má geta, að byggingarkostnaður við Glerárskóla og Lundarskóla er talinn lágur, miðað við stærð skólahúsnæðis og kostnaður við skóla á ýmsum öðrum stöðum. Það hefur verið stefna bæjar- yfirvalda og húsameistara bæj- arins, sem hefur séð um þessar teikningar, að þær væru ein- faldar en þó hagkvæmar í notkun. Telja verður, að það hafi tekist allvel. Reksturskostnaður skólanna með aukinni stærð og þjónustu, mun að sjálfsögðu stórlega vaxa, ,og er því meiri vandi að velja framkvæmdaröð og hraða en að sjá hver þörfin er. Og þannig er þetta auðvitað á flest- um sviðum í uppbyggingu bæjarins. Þá er að minna á, að það er ekki nægilegt að byggja skóla, heldur þarf jafnan að vera fyrir hendi mikið og gott kennaralið. En margt bendir til þess, að framvegis vanti sérhæfða kenn- ara á ýmsum sviðum, svo sem verið hefur undanfarin ár, og því verði ekki jafn auðvelt að bæta skólahaldið eins mikið og margir hefðu óskað. Hér hefur aðeins verið drepið á málefni skyldunámsskólanna, en efling framhalds- og sérskóla á ýmsum sviðum, er að sjálf- sögðu einnig stórmál, sem e. t. v. gefst tækifæri til að ræða síðar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.