Dagur - 15.01.1975, Page 2

Dagur - 15.01.1975, Page 2
2 Hin árlega fuglatalning fór fram á Akureyri sunnudaginn 29. desember og á öðrum þeim stöð um landsins, sem hafa á að skipa áhugamönnum til þessara athugana. Hér var veður kyrrt og bjart, þriggja stiga frost, snjór nokk- ur, Pollurinn íslaus en fjörur frosnar og klökugar. Athugunar menn voru Jón Sigurjónsson, Árni B. Árnason og Þorsteinn Þorsteinsson. Fuglalífið var at- hugað í landi kaupstaðarins, en þó lítt eða ekki gengið til fjalla, en hins vegar gengnar fjörur allt norður að Skjaldarvík. Á þessum árstíma er fuglalífið ekki fjölskrúðugt, en þó nokk- urt og mikill fjöldi fugla sumra tegunda. Það sáust til dæmis nokkur þúsund snjótittlingar, 240 stokkendur og jafn margir æðarfuglar og 464 veiðibjöllur. Sjaldgæfir fuglar sáust einn- ig, svo sem einn músarindill og einn fálki, einn gráþröstur, einn svartþröstur og tveir himbrim- ar. Hins vegar sást engin ugla að þessu sinni, en alls sáust 24 fuglategundir og fer hér á eftir skrá yfir þá, samkvæmt áður- nefndri talningu. Tala Músarindill ............... 1 Auðnutittlingar .......... 28 Snjótittlingar, mörg þúsund Skógarþrestir ............ 68 Svartþröstur............... 1 Gráþröstur ................ 1 Rjúpur .................... 3 Fálki ..................... 1 Smyrill ................... 1 Hrafnar .................. 68 Gulendur ................. 12 Toppendur ................. 6 Stokkendur .............. 264 Rauðhöfðaendur............. 2 Hávellur .................. 7 Æðarfuglar .............. 240 Straumendur ............... 2 Himbrimar ................. 2 Silfurmávar .............. 86 Svartbakar ...............464 Hvítmávar ................ 74 Bjartmávar .............. 262 Hettumávar ................ 8 Ritur ................... 13 Sauðfjárslátrun 1974 Til viðbótar því, em sagt var í síðasta tbl. KEA-fregna um sauðfjárslátrun sl. haust í slátur húsum KEA á Akureyri, Dalvík og Grenivík, skal nú greint frá meðalvigt dilka í hverju slátur- húsi. Eftirfarandi tölur um meðalvigt eru miðaðar við kjöt- þunga án nýrnamörs: 1974 1973 Akureyri 14,180 kg 15,056 kg Dalvík 13,795 kg 14,781 kg Grenivík 14,353 kg 15,604 kg Þyngsti dilkur ’74 með nýrnamör Akureyri 31,5 kg Dalvík 28,2 kg Grenivík 29,5 kg' Eftirfarandi menn áttu þyngstu dilkana, sem slátrað var í sláturhúsum KEA 1974: Á Akureyri: Árni Magnús- son, lögregluvarðstjóri, Akur- eyri. Á Dalvík: Baldvin Jó- hannesson, Litla-Árskógssandi, Árskógsströnd. Á Grenivík: Ragnar Jónsson, Fjósatungu, Fnjóskadal. (KEA-fregnir) Þessar 24 tegundir fugla sáust þennan skammdegisdag og þótt fjöldi margra tegunda sé lítill, má segja, að þetta sé þó nokkuð auðugt fuglalíf, þegar miðað er við norðlenska veðráttu og lífs- skilyrðin á þessum árstíma. Svo sem að líkum lætur, eru verulegar sveiflur á þessum vettvangi frá degi til dags, á svona litlu svæði. Þó segir taln- ingin manni ýmislegt, sem nú og síðar er fróðlegt að vita. Og víst mætti þessi fuglatalning verða til umhugsunar. Það yrði dauflegra um að litast og fátæk- legra að mun, ef blessaðir fugl- arnir hyrfu. Söngur skógar- þrasta, auðnutittlinga og sól- skríkjunnar er kærkominn á vetrum, en af þessum fuglum er oft mikið á Akureyri á vetrum, en mismunandi frá degi til dags. Hröfnum virðist hafa fjölgað verulega, og vísindamenn hafa haft orð á því, að íslensku hrafn arnir séu furðulega stórvaxnir og öflugir fuglar. Fram til þessa hafa þeir árlega átt hreiður í Glerárgljúfrum, í nágrenni bæjarins. í harðindum þykja þeir skemma sumar tegundir skógviðar í görðum, og þekkt er, hve aðgangsharðir þeir geta verið við unglömbin á vorin. Það þykir þó ógæfumerki að skjóta hrafna eða steypa undan þeim, svo mikið er eftir af gamalli þjóðtrú. Hinn mikli fjöldi svartbaka ber Akureyringum ekki sem fegurst vitni. Hann gefur sína einkunn fyrir þrifnaðinn, senni- lega þá, sem síst verður rengd. Svartbakurinn, þessi stórvaxni, fagri og harðgerði fugl, er hinn mesti vargur í varplöndum og í veiðiám. Þrátt fyrir alla tækni, bæði tól og lyf, standa varp- eigendur og veiðimenn að mestu ráðþrota gegn yfirgangi svart- baksins. Hins vegar ber æðarfuglinn Akureyringum vel söguna. Fjöldi hans sýnir, þrátt fyrir leiðinlegar undantekningar, að bæjarbúum er hlýtt til hans og að þeir velja sér yfirleitt önnur skotmörk á sjó. Æðarfuglinn verpir við flugbrautina og víðar við ósa Eyjafjarðarár. Að þessu sinni sáust ekki silkitoppumar fögru, sem hing- að koma flesta vetur, sem flæk- ingar og eru einkar skemmti- legir fuglar og reglulegt augna- yndi, ekki heldur uglur, sem öðru hverju sjást og verpa a. m. k. öðru hverju hér við Eyjafjörð. □ Bæklingur um mataræði er kominn út á vegum Kvenfélaga sambands íslands. Er það þýð- ing á bæklingi Statens Hus- holdningsrád í Danmörku, en stofnunin hefur meðal annars þann tilgang að fræða almenn- ing um heimilishald. I bæklingnum er greint frá undirstöðuatriðum í næringar- efnafræði, efnum í mismunandi fæðutegundum og almennum hollustuháttum í sambandi við mataræði. Á síðastliðnu ári var fitjað upp á ýmsum nýjungum hjá Félags- málastofnun Akureyrar. Haldn- ar voru nokkrar skemmtanir fyrir aldraða, byrjað var með svokallað „Opið hús“ fyrir eldri bæjarbúa og hafin var heimilis- þjónusta við þá sem hjálpar eru þurfi á heimilum sínum. Skemmtanir fyrir aldraða mæltust vel fyrir og var sífelld aukning í aðsókninni. Fyrir- hugað er að halda slíkar skemmtanir því sem næst mán- aðarlega á þessu ári og verður sú fyrsta væntanlega haldin í febrúar. Verður nánar auglýst um það síðar. „Opið hús“ var fyrst haldið um miðjan nóvember og var haft vikulega fram að jólum. Ákveðið er að starfsemin haldi áfram í svipuðu formi í veit- ingastofunni á Hótel Varðborg en nú aðeins annan hvorn fimmtudag. Svo virtist, sem of Þá er gefin forskrift að því hvernig setja á saman máltíðir með tilliti til næringargildis fæðunnar og hvernig matreiða eigi, þannig að sem minnst af verðmætum efnum fari til spillis. Þá er bent á hvaða fæðu- tegundir beri að forðast vilji menn grennast og hvað einkum beri að forðast með tilliti til ákveðinna sjúkdóma, svo sem hjartameina. Bæklingurinn er mynd- skreyttur. □ Nútíma mataræði SÍMAMÁL í LUNDAR- HVERFI 2 Undanfarnar vikur og mánuði hefur fólk flutzt í hið nýja íbúð- arhverfi, sem kennt er við til- raunastöðina að Lundi og nefn- ist Lundarhverfi II og mun því enn fjölga mikið á næstu mán- uðum. Tilefni þessara lína er að vekja athygli á því ófremdar- ástandi, sem ríkir í símamálum þessa nýja hverfis. Eftir því sem næst verður komizt er engin von til þess næstu mánuðina að íbúar hverfisins fái notið þeirr- ar sjálfsögðu þjónustu að hafa síma. Við eftirgrenslan hjá yfir- mönnum símamála er ýmsu bor- ið við og málið afgreitt á þann einfalda hátt, að við, íbúar hverfisins verðum bara að sætta okkur við þetta, rétt eins og hér sé á ferð óviðráðanlegt náttúru- lögmál. Eins og nú er ástatt í hverf- inu er ekki hægt að komast í síma nema að leggja land undir fót og fara í aðra bæjarhluta og nauða þar á vinum og ættingj- um. Sérstaklega er núverandi ástand slæmt í neyðartilvikum, t. d. ef ná þarf til læknis að næturlagi og getur hver mínúta sem fer til þess að þveitast í aðra bæjarhluta í síma orðið dýrmæt. Er mér kunnugt um atvik af slíku tagi þar sem mjóu munaði. Mér sýnist, að yfirmenn síma- mála hafi hér sofið á veTðinum, einkum þegar þess er gætt, að langt er síðan ljóst var, að mann líf mundi þrífast í auknum mæli á þessum slóðum. Sofandahátt- urinn birtist þó enn frekar í því, að ekki skuli hafa verið komið upp a. m. k. einum almennings- síma miðsvæðis í hverfinu, sem hægt væri að grípa til. í því efni gilda engar afsakanir af hálfu símans. Um leið og þess er krafizt, að slíkum síma verði komið tafar- laust upp, er þess eindregið óskað að yfirvöld símamála hér í bæ geri opinberlega grein fyrir þeim drætti, sem orðið hefur og fyrirsjáanlegur er á lagningu síma í umrætt hverfi. Á meðan ekkert slíkt birtist, verða íbúar þessa nýja hverfis að láta sér nægja óljósar sögu- sagnir, sem sumar eru með nokkrum ólíkindum. Ingólfur Sverrisson, Furuluntli 5 B. KN ATTBORÐSSTOFAN Eins og flestir vita, er starfrækt knattborðsstofa (billjard) hér í bæ. Unglingar yngri en 16 ára fá ekki aðgang að slíkum stöðum samkvæmt lögreglusamþykkt bæjarins. — En kannske eru það færri sem vita það, að einmitt börn innan 16 ára eru oft í meiri- hluta á umræddum stað. Hefi ég sannanir fyrir því að 12 ára börn hafa verið þarna og hafa þau ekki verið spurð um aldur né krafist nafnskírteinis. Nokkrir 14 ára drengir voru á knattborðsstofu þessari sl. laugardag og er mér vel kunn- ugt um hvað upphæðin var orð- in há sem þeir eyddu þar. Leit- aði ég því til lögreglunnar og tjáði henni hvað fram færi þarna. Því miður eru mér ekki kunn endalok málsins. Nú skora ég á ykkur foreldr- ar, ef þið vitið að ykkar börn eða annarra sækja þennan stað, að láta lögreglu eða barnavernd unarnefnd tafarlaust vita, — Ég krefst þess að eiganda þessa umrædda staðar sé gert skylt að framfylgja því aldurs- takmarki sem lögin skipa fyrir — ella getur hann átt á hættu að mál þetta verði tekið til ræki legrar meðferðar. Móðir. FRÁ DALVÍK Barnastúkan Leiðarstjarnan no. 136 á Dalvík hélt sína árlegu jólatrésskemmtun og dansleiki þann 29. des. sl. við mikið fjöl- menni. Fyrri dansleikurinn hófst kl. 3 e. h. og stóð til 6. Kl. 9 hófst síðan unglingadansleik- ur, en þar voru saman komnir yfir 100 unglingar á aldrinum 12—20 ára. Og er það sannar- lega gleðilegt að sjá hvað þessi ungmenni komu vel fram. Kurteis, prúð, en þó frjálsmann leg í alla lund, og geta skemmt sér án þess að áfengi sé haft um hönd. Skólahljómsveitin „Lasarus“ lék fyrir dansi við miklar vin- sældir. En frá starfsemi barna- stúkunnar er það að segja, að hún hefur gengið vel sl. ár. Fundir eru haldnir hálfsmánað- arlega. Fundarstaður Barna- skóli Dalvíkur. Börnin undir- búa sjálf og vinna að dagskrá fundanna og taka þar með virk- an þátt í félagsstarfseminni. Þess má geta að fyrirhuguð er leikhúsferð til Akureyrar fyrir ágóða jólatrésskemmtunarinnar. Þessar fréttir frá Dalvík, sem blaðinu bárust og án efa eru réttar, er ánægja að birta og mættum við fá sem flestar af því tagi. □ mikið væri að hafa þessa starf- semi í hverri viku og verður því reynt að hafa þennan hátt- inn á nú. Heimilisþjónusta á vegum Félagsmálastofnunar hófst í lok nóvember að afloknu námskeiði fyrir væntanlegt starfsfólk. Þjónusta þessi er víðtæk og á að geta orðið fólki til hjálpar í margs konar vandkvæðum. Enn hefur ekki verið leitað mikið eftir þessari þjónustu og þær þrjár konur sem ráðnar voru til þessarar vinnu í upphafi geta enn bætt á sig verkefnum. Þeir bæjarbúar, sem telja sig í þörf fyrir heimilisþjónu^tu eru eindregið hvattir til að hafa samband við Félagsmálastofn- unina og verða þeir þá heim- sóttir og rætt við þá um vanda þeirra. Félagsmálastofnun Akureyrar vill ennfremur vekja athygli bæjarbúa á því að stofnunin er opin öllum, sem þarfnast að- stoðar eða leiðbeininga við félagslegum vandamálum. □ Mikill ahirgi á fjármálum ríkis og bæjar í síðustu viku héldu Fram- sóknarfélögin á Akureyri fund um fjármál bæjarins og fjárlög ríkisins. Framsögumenn voru Ingvar Gíslason alþingismaður, sem gerði grein fyrir fjárveit- ingum ríkissjóðs til Akureyrar og kjördæmisins alls, en Sigurð ur Oli Brynjólfsson ræddi um fjárhagsstöðu, framkvæmdir og fjárhagsáætlun bæjarins, sem nú er unnið að. Fundur þessi var fjölsóttur og umræður hinar fjörugustu. Sýndu umræðurnar mikinn áhuga fundargesta á þessum mikilvægu málefnum. Án efa verður því með þökkum tekið, að Framsóknarfélögin efni til fleiri umræðufunda, ekki síst um málefni kaupstaðarins. Á öðrum stöðum verður vikið nokkuð að þeim efnum, sem einkum komu fram á umrædd- um fundi. □ - Erfið fjárhagsstaða (Framhald af blaðsíðu 1) minna. Þar sem útsvör og að- stöðugjöld eru ákveðinn hundr- aðshluti af tekjum og gjalda- liðum, er útlit fyrir, að þeir liðir munu hækka um 40—50% og skattar af fasteignum munu ennfremur hækka um 45%. Vegna þess, að nýta þarf tekjustofna bæjarins svo sem kostur er, verður að leggja á það höfuðáherslu, að um næga og stöðuga atvinnu sé að .ræða á nýbyrjuðu ári, í því sambandi er mikilsvert, að togaraflotinn hefur verið endurnýjaður, Önn- ur stórfyrirtæki, svo sem Sam- bandsverksmiðjurnar, KEA, Slippstöðin og Niðursuðuverk- smiðjan virðast geta haldið ófram hinu stöðuga og þrótt- mikla starfi. í byggingariðnað- inum virðist nokkur hætta á samdrætti, en stórframkvæmd- ir við sjúkrahús, mjólkursam- lag og skóla bæta þar veruíega úr, en auk þess þarf að koma í veg fyrir samdrátt íbúðabygg- inga, en vonir standa til að verulega verði byggt af leigu- íbúðum á vegum bæjarins. Þegar á heildina er litið er ástæða til bjartsýni hér á Akureyri. □

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.